Forsetakynning - 17.05.1968, Blaðsíða 1
F0RSETA 1
KYNNIN6 1. tbl. 17. maí 1968
* Skoðið myndir af bekkiar*
systkinum forsetaefnanna
® Lesið stórfróðSega grein
Mímis um hina 300 stuðn-
ingsmenn Gunnars Thor-
oddsen
'
® Hvað segja stjörnurnar um
dr. Gunnar og dr. Kristjón?
Forsetakynning rífjar upp síðustu forsetakosningar:
Árið 1952 var miótt á
iminum—hvernig fer nú?
í forsetakosningunum 1952 voru 86.343 á kjörskrá,
þar af 34.767 í Reykjavík. Kjörsókn varð all mikil, en
þó um 10% minni en í alþingiskosningunum næst á
undan (1949).
Kjörsókn í kaupstöðum varð mest í Hafnarfirði cða
90% en minnst á Seyðisfirði, 70%. í sveitum náði kosn-
ingaþátttaka 70—80% (í V-Skaftafellssýslu 87%) og
í einstaka hreppum og kauptúnum fór þátttaka yfir
90%. í Reykjavík greiddu 29.952 atkvæði eða 86%.
r r
Heildarúrslit kosninganna urðu þau að Asgeir As-
geirsson hlaut 32.925 atkvæði, eða 46.7%, séra Bjarni
Jónsson hlaut 31.042 atkvæði, eða 44.1% og Gísli
Sveinssonar hlaut 4.255 atkvæði, eða 6%. Auðir seðlar
á öllu landinu voru 1940 og ógildir 282, samtals 2.222
eða 3.2%.
Verða nú rakin úrslit kosninganna í einstökum kjör-
dæmum.
REVKJAVIK:
Ásgeir Ásgeirsson .... 14970 atkv.
Bjarni Jónsson ....... 11784 —
Gísli Sveinsson ...... 2053 —
Á kjörskrá voru 34767, atkvæði
greiddu 29952 eða 86%.
Auðir seðlar voru 1017 en ógild-
ir 128.
í alþingiskosningunum árið 1949 hlutu
stjórnmálafiokkarnir atkvsoöi sem hór
sc«ir:
Alþýðuflokkur ......... 4470 eða 15,5%
Framsóknarflokkur .... 2996 e8a 10,5%
Sósíalistaflokkur ..... 8133 eöa 28,5%
Sjálfstæðisflokkur .... 12990 eða 45,5%
Kosningahluttaka nam 88,9%.
REYKJANESKJ ÖRDÆMI:
Hafnarfjörður:
Ásgeir Ásgeirsson ........ 1647 atkv.
Bjarni Jónsson ............ 877 —
Gísli Sveinsson ........... 103 —
Auðir seðlar voru 66 og ógildir 6.
Á kjörskrá voru 3063, atkvæði
greiddu 2699.
í alþingiskosningunum árið 1949 hlutu
flokkarnir atkvæði sem hér segir:
Alþýðuflokkur .............. 1106
Framsóknarflokkur ........... 78
Sósíalistaflokkur ......... 390
Sjálfstæðisflokkur....... 1002
Auð og ógild atkvæði voru 69. Af 2832 á
kjörskrá greiddu 2645 atkvæði.
GuIIbringu- og Kjósarsýsla:
Ásgeir Ásgeirsson .... 2241 atkv.
Bjarni Jónsson ....... 1899 —
Gísli Sveinsson ........ 240 —
Auðir seðlar voru 112 en ógildir
14. — Á kjörskrá voru 5225, 4506
greiddu atkvæði.
Íl
alþingiskosningunum árið 1949 hlutu
flokkamir atkvæði sem hér segir:
Alþýðuflokkur ............... 976
Framsóknarflokkur ........... 395
Sósíalistaflokkur ........... 700
Sjálfstæðisflokkur....... 1860
Auð og ógild atkvæði voru 49. Á kjör-
skrá voru 4397, atkvæði greiddu 3980.
í Reykjaneskjördæmi hlaut því
Ásgeir Ásgeirsson .... 3888 atkv.
Bjarni Jónsson ....... 2776 —
Gísli Sveinsson ....... 343 —
VESTURLANDSKJÖRDÆMI:
Borgarfjarðarsýsla:
Ásgeir Ásgeirsson .... 807 atkv.
Bjarni Jónsson ........... 854 —
Gísli Sveinsson ........ 66 —
Auðir seðlar voru 37. og ógildir 3.
— Á kjörskrá voru 2278, atkvæði
greiddu 1767.
f alþingiskosningunum árið 1949 hlutu
flokkamir atkvæði sem hér segir:
Alþýðuflokkur ................... 453
Framsóknarflokkur ............... 477
Sósíalistaflokkur ............... 224
Sjálfstæðisflokkur............... 782
Auð og ógild atkvæði vom 35. Á kjör-
skrá voru 2217, atkvæði greiddu 1971.
Mýrasýsla:
Ásgeir Ásgeirsson ......... 327 atkv.
Bjarni Jónsson ............ 399 —
Gísli Sveinsson ........... 87 —
Auðir seðlar voru 32 en ógildir 3.
— Á kjörskrá voru 1107, 848 greiddu
atkvæði.
í alþingiskosningunum árið 1949 hlutu
flokkamir atkvæði sem hér segir:
Alþýðuflokkur .................... 51
Framsóknarflokkur ............... 446
Sósíalistaflokkur ............... 121
Sjálfstæðisflokkur............... 353
Auð og ógild atkvæði vom 20. Á kjör-
skrá vom 1086, atkvæðl greiddu 991.
Snæfellsnes- og Hnappadalssýsla:
Ásgeir Ásgeirsson ......... 695 atkv.
Bjarni Jónsson ............ 668 —
Gísli Sveinsson ............ 44 —
Auðir seðlar voru 20 en ógildir 6.
— Á kjörskrá voru 1770, atkvæði
greiddu 1433.
í alþingiskosningunum árið 1949 hlutu
flokkamir atkvæði sem hér segir:
Alþýðuflókkur ................... 297
Framsóknarflokkur ............... 504
Sósíalistaflokkur ............... 67
Sjálfstæðisflokkur............... 747
Auð og ógild atkvæði vom 23. Á kjör-
skrá vom 1745, atkvæði greiddu 1638.
Dalasýsla:
Ásgeir Ásgeirsson .......... 209 atkv.
Bjarni Jónsson ........... 330 —
Gísli Sveinsson ............ 10 —
Auðir seðlar voru 18 en ógildir 3.
— Á kjörskrá voru 743, atkvæði
greiddu 570.
f alþingiskosningunum árið 1949 hlutu
flokkamir atkvæði sem hér segir:
Alþýðuflokkur ..................... 35
Framsóknarflokkur ................ 333
Sósialistaflokkur ................. 14
Sjálfstæðisflokkur................ 322
Auð og ógild atkvæði voru 13. Á kjör-
skrá vom 766, atkvæði greiddu 717.
f Vesturlandskjördæmi hlaut því
Ásgeir Ásgeirsson....... 2038 atkv.
Bjami Jónsson ......... 2241 —
Gísli Sveinsson ........ 207 —
VESTF J ARÐ AK J ÖRDÆMI:
Barðastrandarsýsla:
Ásgeir Ásgeirsson....... 661 atkv.
Bjarni Jónsson ......... 408 —
Gísli Sveinsson ......... 30 —
Auðir seðlar voru 34, en ógildir 5.
— Á kjörskrá voru 1530, atkvæði
greiddu 1088.
í alþingiskosningunum árið 1949 hlutu
flokkarnir atkvæði sem hér segir:
Alþýðuflokkur ............... 158
Framsóknarflokkur ........... 458
Framhald á 2. síðu.
3ja framboðið?
NABU
F0RSK0TI
Fylgismenn Gunnars Thorodd-
sen hafa haft frumkvæðið hvað
snertir ytra borð kosningabar-
áttunnar. Þeir voru á undan
með lista yfir stuðningsmenn,
og þeir voru á undan með fyrsta
blaðið er þeir nefna Þjóðkjör.
Það er eftirtektarvert að ábyrgð-
maður er Víglundur Möllcr, sá
hinn sami sem var ábyrgðar-
maður blaðsins, sem gefið var
út til stuðnings Ásgeiri Ásgeirs-
syni árið 1952, en það blað hét
Forsetakjör.
Blað stuðningsmanna Kristjáns
Eldjárns mun ekki vera langt
undan og höfum við frétt að
ritstjóri verði Hersteinn Pálsson,
fyrrverandi ritstjóri Vísis. Nafn
blaðsins verður FORSETI.
^ Forsetakosningar eru á margan
hátt spennandi. Öll flokksbönd riðl-
ast, kona kýs ekki eins og eigin-
maður, bróðir ekki eins og systir.
Það er því ekki að undra að stuðn-
ingsmenn forsetaefnanna reyni að
hugsa upp einhver þau klókinda-
brögð sem kynnu að gera gæfu-
muninn. Margir halda því fram að
framboð þriðja aðilans gæti gert
mikið strik í reikninginn hjá báð-
um aðilum, og hugsa þá margir til
þess hvað hefði gerzt ef Gísli
Sveinsson hefði dregið sig í hlé í
síðustu forsetakosningum. Munur-
inn á Ásgeiri Ásgeirssyni og séra
Bjarna Jónssyni var svo lítill, að
atkvæði þau eru féllu á Gísla hefðu
hæglega getað lyft séra Bjarna í
forsetastól. Því er það að stuðn-
ingsmenn beggja hugsa með sér:
borgar sig að styðja þriðja aðilann
í sprengiframboð — en hætt er við
að það dæmi sé ekki hægt að reikna
til enda, þ. e. a. s. hvort útkoman
verður plús eða mínus. Við spáum
því að þriðji aðilinn komi ekki
fram, slíkt yrði of áhættusamt fyr-
ir báða aðila.