Forsetakynning - 17.05.1968, Blaðsíða 8

Forsetakynning - 17.05.1968, Blaðsíða 8
„Forsetakjör er ekki flokksmár Úr grein sem Gunnar Thoroddsen skrif- að/ / t/að/ð uForsefakjör" ár/ð 7952 í fyrsta tölublaði „Forsetakjör", málgagni stuðningsmanna Asgeirs Asgeirssonar í forsetakosningunum 1952, sem út kom 28. maí þ. á., birtst grein eftir Gunnar Thorodd- sen undir yfirskriftinni „Forseta- kjör er ekki flokksmál". í grein- inni ræðir Gunnar um forsetaem- bættið og afstöðu sína í forseta- kosningunum og gerir grein fyrir því, hvers vegna hann treystist ekki til að styðja frambjóðanda Sjálfstæðsflokksins. Forsetakynning leyfir sér að birta hluta úr greininni sem fjalla um fyrmefnda atriðið. Vald forseta. Þegar lýðveldið var stofnað 1944, var ákvæðum stjórnarskrárinnar frá 1920 um vald konungs haldið að mestu, með þeirri breytingu, að forseti íslands kom í stað konungs. Til þess var ætlast og yfir lýst, að forsetinn hefði svipað vald og verk- efni og konungur í þingræðislönd- um, svo sem Danmörku, Noregi, Sviþjóð. Þetta vald er í því fólgið, að hann er æðsti handhafi fram- kvæmdarvaldsins og undirritar lög frá Alþingi. Samkvæmt 13. gr. stjórnarskrár- innar framkvæma ráðherrar vald forseta, þeir bera ábyrgð á stjórnar- framkvæmdum öllum ,en forset- inn er ábyrgðarlaus á stjórnarat- höfnum. í 1. gr. sjómarskrárinnar segir, að ísland sé lýðveldi með þingbundinni stjóm. Af þessum ákvæðum leiðir, að forseti er um stjórnarframkvæmdir bundinn við tillögur ráðherra og um stjómar- myndanir er hann háður vilja Al- ^ þingis. Það felst í þingræðisskipu- laginu, sem fyrirskipað er með 1. gr. stjómarskrárinnar, að engin ríkisstjóm má sitja að völdum nema meiri hluti Alþingis vilji styðja hana eða þola. Forseti verð- ur að skipa þá stjóm, sem meiri hluti Alþingis vill, hvort sem hon- um líkar það betur eða ver. Forseti íslands á því samkvæmt stjómskip- un landsins að vera óhlutd.aegur þjóðhöfðingi. — Hann á ekki að marka stjórnmálastefnu, það gera ráðherrar og ríkjandi þingmeiri- hluti. — Forsetinn á að vera ein- ingarafl þjóðarinnar, koma fram sem virðulegur fulltrúi hennar inn á við og út á við. í tveim tilvikum getur forsetinn | þurft sjálfur að taka pólitískar ákvarðanir. Stjómarmyndanir. Annað er það, ef Alþingi tekst ekki að mynda ríkisstjóm. Þá reyn- ir á forsetann að bera sáttarorð á ; milli og koma á fót starfhæfri stjórn. Ef forsetinn yrði vegna ósamkomu- lags á Alþingi að skipa sjálfur stjórn, eins og gert var 1942, verður ! stjóm að víkja, skv. 1. gr. stjórnár- skrárinnar, hvenær sem Alþingi samþykkir vantraustsyfirlýsingu á hana, eða meiri hluti þess hefur aðra stjórn tilbúna. Þær staðhæf- ingar, sem sézt hafa í blöðum, að forseti geti skipað ríkisstjórn eftir geðþótta, jafnvel gegn vilja Al- þingis, og vikið stjóm frá, sem styðst við meiri hluta Alþingis, eru því tilhæfulausar. Hitt tilvikið er það, er Alþingi samþykkir lagafrumvarp, en for- seti synjar staðfestingar. Frum- varpið fær engu að síður lagagildi, en synjun forseta hefur þá þýð- ingu, að frumvarpið skal lagt undir þjóðaratkvæði og fellur úr gildi,! ef þjóðaratkvæðið gengur á móti j málinu. | Af því, sem hér hefur verið greint, er það tvímælalaust, samkvæmt stjómskipun íslands: 1. Forsetinn á að vera óhlutdræg- ur þjóðhöfðingi og koma fram fyrir þjóðarinnar hönd inn á við og út á við. 2. Um stjórnarathafnir er forsetinn bundinn af vilja og atbeina ráð- herra. 3. Um stjórnarmyndanir er forset- inn háður vilja Alþingis. 4. Ef forsetinn neyðist til, vegna ósamlyndis á Alþingi, að skipa ríkisstjóm án atbeina þingsins, verður sú stjóm að víkja, hve- nær sem Alþingi þóknast. 5. Um staðfestingu lagafrumvarpa hefur forseti málskotsrétt til þjóðarinnar, en þó frestar það málskot ekki gildistöku laganna. Forsetaembættið á íslandi er því allt annars eðlis heldur en t. d. forsetaembættið í Bandaríkjunum, þar sem forsetinn hefur mikil póli- tísk völd, skipar ríkisstjórn án at- beina þingsins, er flokksleiðtogi og markar stjórnmálastefnu þá, sem fylgt er í landinu. Útgefendur og ábyrgðarmenn: Sigurjón Jóhannsson og Úlfur Hjörvar. Afgreiðsla yfir helgina: Grettisgata 8, sími 21892. — Heima- símar 83085 og 15929. Prentun: Prentsmiðja Þjóðviljans. Setndng: Alþýðuprentsmiðj an h.f. UM 115 ÞÚSUND ÍSLEND- INGAR MEGA KJÓSA í VOR Tvcir fornleifafræöingar: Gústav Adolf, konungur Svía og Kristj- án Bldjárn þjóðminjavörður. m Hvað segja stjörnurnar um forsetaefnin? Vegna þeirra kjósenda, scm ætla að láta stjömurnar ákvarða val sitt í komandi forsctakosningum, höfum við leitað til dulspekinga og stjörnu- spámanna og fcngið hjá þeim dul- fræðilegar upplýsingar um þá tvo menn, er þegar hafa gefið kost á sér til forsetakjörs. Verður hér drcpið á það helzta, sem þar cr að finna um þá Gunnar Thoroddsen og Kristján Eldjárn. ★ Gunnar Thoroddsen er fæddur 29. desember, eða í steingeitarmerk- inu, en þann dag hættir stjömu merki Kristjáns Eldjárns, bogmað- : urinn að hafa áhrif á þetta merki og það heldur fullum styrk til 20. janúar þegar áhrifa næsta merkis á eftir, vatnsberkamerkisins fer að gæta. Þeir, sem fæddir eru í merki steingeitarinnar, eru gæddir mik- illi hugrænni orku en venjulega misskildir af öðmm. Þeir eru hugsuðir, rökfastir og sjálfkjömir fyrirliðar í atvinnu- og viðskiptasamtökum og hverskonar stjórnarstörfum; þeir eru sjálf- stæðir og göfuglyndir í öllum at- höfnum sínum og þeim er mjög ógeðfellt að vera undir aðra gefnir. Þeir verða að vera fyrirliðar í öllu, sem þeir hafa fyrir stafni, að öðr- um kosti missa þeir áhugann. Þeir hafa einkennilegar hugmyndir um ást og skyldu og stöðu sína í þjóð- félaginu. Fyrir því eru þeir oft álitnir sérvitringar og þeim er ekki auðvelt að eiga samleið með ná- grönnum sínum. Þeir eru oft ágætir ræðumenn, berorðir og rökfastir. Venjulega er það versta villa þeirra, að þeir að- hyllast það málefnið, sem lítið fylgi hefur og eignast verstu fjandmenn sína vegna athafna sem eru mis- skildar. Þeir finna venjulega of mikið til ábyrgðar sinnar og spilla heilsu sinni með áhyggjum. Séu þeir trúmenn, þá fer það venjulega út í öfgar og þeir verða ofsatrúarmenn. Þeim er gjarnt til að æsa til óvægilegrar andstöðu, en taka því með jafnaðargeði. Heimilis- og fjölskyldulíf þeirra er oft amasamt. Venjulega þurfa þeir að annast um einhvern nauðstaddan eða van- megna ættingja og oftast fórna sér fyrir heill heimilisins. Þeim finnst þeir vera einmana og misskildir. Um heilsufar steingeitarmanna segir: Það er tíðast að þessum mönnum er hætt við meltingar- örðugleikum, gigt og liðaverkjum; fótaveiki og slysum og meiðslum á fótleggjum og öklum, óþægindum í milta og lifur, brotum og slitum, tannskemmdum, verkjum í törmum og eyrum. Alls konar hörunds- kvillum. Stjörnumerki þetta hefur eins konar yfirstjórn á maganum og menn, sem fæddir eru undir því eru oft þjáðir af ógleði og velgju og stíflunum innvortis. Heillalitir Gunnars Thoroddsens munu vera öll blæbrigði af gráu og fjólubláu; einnig purpurarautt og svart. Heillasteinar hans eru mánasteinar, perltu- og ametystar. Meðal merkra manna, sem fæddir eru undir merki steingeitarinnar má nefna Wilson Bandarfkjafor- seta, Benjamín Franklín, Glad- stone, Hannibal Valdimarsson og Mærina frá Orleans, Friðrik mikla, Bacon, Olaf Thors, Pálma Hannes- son, Lloyd George og Jón Magnús- son ráðherra, Byron, Guðrúnu Lár- usdóttur, Tómas Guðmundsson, Kipling og Grétar Fells. ★ Kristján Eldjárn er fæddur 6. desember eða í bogmannsmerkinu miðju. Þeir, sem fæddir eru í því merki eru ákaflega framkvæmda- samir, óttalausir og ákveðnir við allt, sem þeir taka sér fyrir hendur. Þeir eru ákveðnir í orðum og ber- söglir og oft rangdæmdir fyrir gagn- rýni sína. Dulspekin kallar þá hina miklu starfsmenn jarðar vegna þess að sjaldan sér á þeim þreytu fyrr en þeir hníga niður af erfiði. Þeir eru mjög framkvæmdasamir í at- vinnu- og viðskiptalífi, góðir stjórn- endur og láta sér öðrum fremur annt um undirmenn sína. Þeim heppnast oftast það sem þeir taka sér fyrir hendur, einkum vegna einbeitingarhæfileika síns og vilja- krafts og þeir skyldu ætíð hafa frjálsar hendur að fylgja köllun sinni. Því nær allir, sem fæddir eru und- ir þessu merki eru miklir unnend- ur tónlistar. Þeir verða oft frábær- ir tónlistarmenn eða hljóðfæra- smiðir og vinna mikið fyrir tón- mennt. Þeir gefa orgel í kirkjur og kaupa dýrustu sæti í söngleika- höllum og við tónleika. Þeir eru venjulega mjög heið- virðir, en einkum er þeir verða varir þess, að aðrir bera óskorað traust til þeirra. Þeir eru óvægi- lega sannsöglir, hafa óbeit á hvers konar sviksemi og fletta miskunar- laust ofan af tilraunum, sem gerð- ar eru til þess að svíkja aðra, jafn- vel þótt þeir vinni með því gegn hagsmunum sínum. Þeir hafa oft mjög háleitar lífsskoðanir og eru með afbrigðum bóngóðir. Þeir eru venjulega mjög kirkjuræknir og Framhald á 6. síðu. Bráðabirgðatölur frá Hag- stofu íslands um fjölda kjós- enda á kjörskrá á öllu Land- inu við forsetakosningarnar 30. júní n.k. ásamt saman- burðartölum um fjölda kjós- enda á kjörskrá við alþingis- kosningarnar i fyrrasumar eru sem hér segir: Áætluð tala kjósenda á öllu landinu við forsetakosning- arnar er 114.957. en við al- þingiskosningamar í fyrra var heildartala kjósenda 107.101. Stafar þessi mikla aukning af lækkun kosninga- aldurs um eitt ár, úr 21 ári í 20 ár. Kjördæmi 1968 1967 Reykjavík 48.577 45.419 Reykj anes 18.475 16.726 Vesturland 7.352 6.901 Vestfirðir 5.760 5.387 Norðurl. vestra 5.900 5.638 Norðurl. eystra 12.449 11.646 Austurland 6.453 6.063 Suðurland 9.991 9.351 Ljóst er að heildartala kjós- enda á kjörskrá við forseta- kosningamar er ofhátt reikn- uð í þessum áætlunartölum, því í athugasemdum Hag- stofu fslands. sem fylgdu með þeim segir svo: Ofan greind tala kjósenda í Reykjavík 1968 er samkvæmt kjörskrá Manntalsskrifstofu Reykjavíkur, sem nú hefur verið gerð, en tala kjósenda á henni á eftir að hækka eitthvað. Meðtaldir eru þeir. sem nú 20 ára aldri 1968 eftir kjördag, en í prentaðri skýrslu Hagstofunnar um al- þingiskosningar 1967 eru ekki meðtaldir þeir, sem urðu 21 árs eftir kjördag. — í of- angreindum kjósendatölum kaupstaða er búið að draga frá áætlaða tölu erlendra rík- isborgara, en það hefur ekki verið gert í sýslum nema í Ámessýslu. ★ Myndin sýnir örlítinn hóp af yngstu kynslóð kjósenda, þeirri sem nú bætist skyndi- lega á kjörskrá og hafa mun einhver áhrif á úrslit kosn- inganna. F0RSETA KYNNING

x

Forsetakynning

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Forsetakynning
https://timarit.is/publication/813

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.