Morgunblaðið - 22.08.2011, Blaðsíða 1
GOLF
Skúli Unnar Sveinsson
skuli@mbl.is
„Þetta var gríðarlega mikil og
skemmtileg upplifun sem fer í
reynslubankann hjá manni,“ sagði
Ólafur Björn Loftsson, kylfingur úr
Nesklúbbi, eftir að hann lauk leik á
Wyndham Championship-golfmót-
inu, en mótið er hluti af
PGA-atvinnumannamótaröðinni í
Bandaríkjunum. Ólafur lék annan
hringinn á 70 höggum, eða pari, og
var einu höggi frá því að komast
áfram á tvo síðustu hringina.
„Ég spilaði annan hringinn mjög
vel og var í dúndrandi færi hvað eft-
ir annað til að fá fugla. En þetta var
því miður einn af þeim dögum þegar
púttin detta bara alls ekki. Ég hitti
16 flatir á tilskildum höggafjölda og
gæti trúað að það hafi verið svona 12
til 15 pútt sem rétt sleiktu holu-
barminn en boltinn vildi bara ekki í,
en mér fannst eins og ég ætti helling
inni og fannst ég hæglega geta verið
5-6 höggum undir pari,“ sagði Ólaf-
ur Björn, en ef það hefði tekist þá
hefði hann verið kominn í baráttuna
á toppnum, svo jafnt var þetta mót.
„Það er ánægjulegt að finna að
maður á fullt erindi þarna. Eins og
ég spilaði þessa tvo daga og það að
finna smjörþefinn af því að vera inn-
an um þessar stjörnur sem maður
hefur litið upp til öll þessi ár, gerir
það að verkum að maður verður enn
ákveðnari en áður í að þetta er það
sem mig langar til að gera. Mér leið
bara vel allan tímann, innan um all-
ar þessar myndavélar og fjöl-
miðlana og það sýnir mér að ég get
þetta alveg,“ sagði Ólafur Björn
sem stefnir að því að gerast at-
vinnumaður á næsta ári þegar hann
hefur lokið fjármálanámi sínu í
Bandaríkjunum.
„Það er mjög mikilvægt að finna
að þessi athygli truflar mig ekkert,
ég reyndi bara að taka þetta eins og
hvert annað mót. Nú eru spennandi
tímar framundan hjá mér, ég spila á
13 mótum í vetur út um öll Banda-
ríkin, fer meðal annars til Kali-
forníu, Chicago, Minnisota og Flór-
ída. Þannig að þetta verður
skemmtilegur vetur og er fínn und-
irbúningur áður en maður gerist at-
vinnumaður,“ sagði Ólafur Björn
sem var ekki búinn að ákveða hvort
hann ætlaði að reyna við evrópsku
mótaröðina eða þá bandarísku.
Spennandi tími framundan
Ljósmynd/Kylfingur.is
Góður Ólafur Björn lék mjög vel á
sínu fyrsta PGA golfmóti.
Ólafur Björn einu höggi frá því að komast áfram Gaman að finna smjörþefinn
MÁNUDAGUR 22. ÁGÚST 2011
íþróttir
Fótbolti Valur hafði betur á móti KR í úrslitaleik Valitors-bikarsins í knattspyrnu. Þriðji
bikarmeistaratitill Valskvenna í röð. Valur hefur nú unnið bikarinn 13 sinnum 4-5
Íþróttir
mbl.is
Kári Steinn Karlsson, hlauparinn
knái úr Breiðabliki, setti nýtt Ís-
landsmet í hálfu maraþoni í Reykja-
víkurmaraþoninu sem þreytt var í
blíðskaparveðri á laugardaginn. Kári
kom í mark á 1.05,35 klukkustundum
og bætti hann 25 ára gamalt met.
Gamla metið átti FH-ingurinn Sig-
urður Pétur Sigmundsson sem var
1.07,09 kl.
Í hálfmaraþoni kvenna varð Rann-
veig Oddsdóttir hlutskörpust en hún
hljóp vegalengdina á 1.24.05 klst. Í
fyrra fagnaði Rannveig einnig sigri
en þá í heilu maraþoni.
Þorbergur og Arndís Ýr
fyrst í 10 km hlaupinu
Í 10 kílómetra hlaupinu kom Þor-
bergur Ingi Jónsson fyrstur í mark
í karlaflokki en hann hljóp á tím-
anum 32,37 mínútum. Í kvenna-
flokki varð Arndís Ýr Hafþórsdóttir
sigurvegari en tími hennar var
39,30 mínútur.
Arnar Pétursson og Veronika
Sigríður Bjarnardóttir voru krýnd
Íslandsmeistarar í maraþoni en þau
komu fyrst í mark í karla- og
kvennaflokki í heilu maraþoni. Arn-
ar hljóp vegalengdina á 2 klukku-
stundum 44 mínútum og 18 sek-
úndum. Í öðru sæti varð Lazloe
Boden á 2.45,57 klst. og í þriðja
sæti varð Svisslendingurinn Sergio
Minder á 2.46,30 klst. Í maraþoni
kvenna kom Veronika Sigríður fyrst
í mark á tímanum 3.02,42 klst. Í
öðru sæti var Þuríður Guðmunds-
dóttir á 3.06,55 klst og í því þriðja
sæti hafnaði Brit Eyrich frá Þýska-
landi á 3.08,14.
Í boðhlaupinu sigraði liðið Sig-
urvon en það skipa þeir Benedikt
Sigurðsson, Óskar Ragnar Jak-
obsson, Daníel Jakobsson og Berg-
þór Ólafsson. Þeir félagar sigruðu
einnig boðhlaupið í fyrra. Sam-
anlagður tími þeirra í ár var 2.47,28
klst.
Þátttökumet var slegið í hlaupinu
en 12.481 var skráður í öllum sex
vegalengdunum. Einnig var slegið
þátttökumet í öllum keppn-
isvegalengdum hlaupsins. Í mara-
þon voru skráðir 684, í hálfmaraþon
1.852, í 10 km hlaupið 4.431, 33 lið
og 116 hlauparar í boðhlaup, 1.970 í
3 km skemmtiskokk og 3.428 í
Latabæjarhlaupið. gummih@mbl.is
Morgunblaðið/Eggert
Met Kári Steinn Karlsson bætti 25
ára gamalt met í hálfu maraþoni.
Kári bætti 25 ára gamalt met
Metþátttaka í Reykjavíkurmaraþoninu Arnar Pétursson og
Veronika Sigríður Bjarnardóttir voru krýnd Íslandsmeistarar í maraþoni
Íslandsmeistarinn Hafþór Harð-
arson úr ÍR vann til brons-
verðlauna á Evrópubikarmóti ein-
staklinga í keilu sem lauk í Lahti í
Finnlandi um helgina.
Í átta manna úrslitunum hafði
Hafþór betur á móti Skotanum
Mark Kerr, 2:1 (185:208, 225:197,
191:162), og er hann fyrsti Íslend-
ingurinn sem vinnur til verðlauna
á Evrópumóti í keilu.
Í undanúrslitunum varð Hörður
að láta í minni pokann fyrir Rúss-
anum Ivan Semenov, 0:2 (163:182,
179:237).
Íslandsmeistarinn í kvenna-
flokki, Dagný Edda Þórisdóttir úr
KFR, keppti einnig á mótinu en
hún náði ekki að blanda sér í bar-
áttu um verðlaunasæti.
gummih@mbl.is
Morgunblaðið/Ómar
Góður Hafþór Harðarson stóð sig virkilega vel á Evrópubikarmótinu í keilu og vann til bronsverðlauna.
Hafþór
hlaut brons
á EM
Kolbeinn Sigþórsson tryggði
meisturum Ajax jafntefli þegar lið-
ið sótti Venlo heim í hollensku úr-
valsdeildinni í knattspyrnu í gær.
Leiknum lyktaði með 2:2-jafntefli
eftir að Venlo hafði komist í 2:0 og
jafnaði Kolbeinn metin á 69. mín-
útu leiksins. Þetta var annað mark
Kolbeins fyrir Ajax en hann skor-
aði um síðustu helgi þegar liðið
skellti Heerenveen, 5:1.
Varnarmenn Venlo reyndu að
hafa góðar gætur á Kolbeini minn-
ugir þess á síðasta tímabili þegar
framherjinn snjalli gerði sér lítið
fyrir og skoraði fimm mörk og
vakti sú frammistaða heims-
athygli. Ajax er í öðru sæti deild-
arinnar eftir þrjár umferðir,
tveimur stigum á eftir Twente.
gummih@mbl.is
Kolbeinn
aftur á skot-
skónum