Morgunblaðið - 16.11.1913, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 16.11.1913, Blaðsíða 1
Talsími 500 (Ritstjórn) M0R6DNB1ADID Talsiml 48 (afgreiðsla) Reykjnvik, 16. nóvember 1913. Ritstjóri: Vilhjálmur Finsen. ísafoldarprentsmiðja x. árgangur, 15. tölublað I. O. O. F. 9511149 Bio Biografteater Reykjavlkur. Bio Fyrir ættjörðina. Langnr ófriðarleikur í 3 þáttum og 80 atriðum. Bio-kaffWsið (inngangur frá Bröttugötu) mælir með sinum á la carte réttum, smurðu brauði og miðdegismat, Nokkrir menn geta fengið fult fæði. ffarívig Tlieísert Talsimi 349. NýjaBíó Borgir ívær. Leikrit i 3 þáttum eftir hinni nafnfrægu sögu Charles Dickens. Amerískir leikarar. Lidney Carton leikur Maurice Costello. /f eijhið Godfrey Phillips tókbak og cigarettur sem fyrir gæði sín hlaut á sýningu í London 1908 sjö gullmedaliur og tvær silfurmedalíur. Fæst í tóbaksverzlun H. P. Leví. \F= Sælgætis- og tóbaksbuðin LANDSTJARNAN á Hótel Island. uðin J. Shrifsfofa Eimskipaféíags Isíands Austurstræti 7 Qpin kl. 5—7,______Talsími 409. uiiiiiiiriiiiiimiiii H. Benediktsson. Umboðsverzlnn. — HeiUlsaln. TM * 1H V TTTT Hvar verzla menn helzt? Þar sam vörnr ern vandaOastar ! Þar sem úr mestu er aÖ velja! JÞar sem verÖ er bezt eftir g»oum! Hver uppfyllir bezt þessi skilyrði? óefað Vöruhúsið Reykjavík. Fyrirlestur í Sílóam við Gmndarstíg k). bll2 síðdesis. Efni: Útval ningin frá eilífð. Eru nokkrir útvaldir til eilifs lífs og sælu, en aðrir ekki ? Hvernig er hægt að hnfa vissu í því efni ? Allir velkomnir. D östlood. VolUtmo. Myndin te.kin frá Carniatiia, sem bjargaði jólkivn. Pegar Voífurno brann. Vér gátum þess nýlega, að skipið Volturno hafi brunnið í miðju Atlanzhafi og 136 menn biðið bana. Alls voru á skipinu 657 manns, er slysið bar að, en 521 komust af. Var þeim bjargað af öðrum skipum, sem kölluð voru til hjálpar. Eldsins varð vart snemma um morguninn og var þá loftskeytamönnum undir eins skipað að komast í sambaud við nálæg skip. Alveg eins og þegar Titanic fórst i fyrra, heyrðu mörg skip neyð- arópið og sigldu til staðarins, þar sem Volturno lá hjálparlaus í stórsjó og öskrandi roki. Björgunin gekk illa. Margir bátar, sem komið var út frá Volturno, brotnuðu við skipshliðina eða fórust á annan hátt. En samt tókst með miklum erfiðismunum að bjarga 521 manni — mest konum og börnum. Volturno er eign »The Uranium Steamship Co.« í Liverpool, en var i förum milli Rotterdam og Halifax í Nova Scotia. Flutti skipið mikið af ússneskum Vesturheimsförum, og flestir hinna druknuðu manna voru Rússar. Tala brezk blöð mikið um þjáningar fólksins og ótta, er það sá, að ekki mundi hægt að stöðva eldinn. Geta menn varla gert sér í hugar- lund, hvernig umhorfs var á Volturno, er farþegarnir urðu varir við eld- inn. En hann hafði lengi geysað í skipinu áður en fólkið varð hans vart. í þessu sambandi er eigi ófróðlegt að geta um, hvernig öll nýtizku farþegaskip eru útbúin til þess að eyða eldi, er kann að koma upp í þeim. En þess skal getið, að Volturno var eigi með nýtízkusniði. Þegar kviknar í skipi, ríður mest á því að verða þess var þegar í stað, áður en eldurinn er orðinn magnaður. í þeim tilgangi liggja smá- pípur frá hverju herbergi í skipinu inn á stjórnpallinn, 0;i í sambandi við þær eru rafmagnsþeyti, sem knýja loftið frá herbergjunum inn á stjórn- pallinn, og er hver pipa tölusett. Ef reykur er nú i einhverju herbergi skipsins, þar sem fólk hefst ekki við, þá sésl það þegar inni í stjórnklef- anum. Þar er maður, sem ekki gerir annað en gæta pípnanna, og hann verður þess þegar var, ef reykur er einhversstaðar í skipinu, þó ekki sé af öðru en vindli. Ef eldur kemur upp, eru menn þegar viðbúnir að slökkva h:mn. Hver skipverji hefir sitt vissa starf á hendi þegar slikt ber að höndum, alveg eins og hverjum manni er ætlaður ákveðinn bátur, þegar slys verður. Skipið gefur merki með gufupipunni, og þegar i stað eru skipverjar komnir á vettvang með vatnsslöngur og önnur áhöld, sem nauðsynleg eru til þess að stöðva eldinn. Þeir fara sér að engu óðslega, þvi hver þeirra veit upp á hár hvað hann á að gera. Það eru dæmi þess að kviknað hefir í skipi úti á Atlanzhafi og eldurinn verið slöktur án þess að farþegar hefðu nokkra hugmynd um það. cfiiBliufyrirfesfur í cdefal. (Ingólfsstræti og Spítalastig). Sunnudag 16. nóv. kl. 6 Vg síðd. Efni: Vitranir i Daniel 7. kap. Hinn mikli antikristur. Hver er hann ? Er hann kominn eða hvenœr kernur hann ? Allir velkomnir. O. J. Olsen. Erl. símfregnir. Khöfn 15. nóv. kl. 5,20 síðd. Stór-hneiksli við sœnsku hirðina. Sendiherra Rússa í Stokkhólmi, Al- exander Savinsky, er hlaupinn á burt. Einnig er eiginkona prins Carl Wil- helm Ludvigs, nastelsta sonar Gustavs konungs, russneska prinsessan Maria Pavlovna, horfin heirn til Rússlands. Er petta sett í samband við njósnar- mál pau hin miklu, er staðið haja yfir í Svipjóð. Tálið víst, að sendiherrann hafi tneð aðstoð prinsessunnar komist jyrir ýms leyndarmál sœnsku stjórnar- innar. Hjónaskilnaður peirra Carls og Maríu virðist óhjákvœmilegur. Carl konungssonur er fæddur 17. júní 1884 og gekk að eiga Mariu Povlovna 3. maí 1908. María er rússnesk í föðurætt, en dótturdóttir Georgs Grikkjakonungs, og því ná- skyld Kristjáni Danakonungi. Eiga þau hjón einn son, er Gustaf Le- nard Paul heitir og er hann fæddur 8. mai 1909. London 15. nóv. kl. 6 siðd. Nobelsverðlaunin. Bókmentaverðlaun Nobels verða petta sinni veitt indverskum' rithöjundi, sem Rabindranath Tajore heitir. London x 5. nóv. kl. 6,30 síðd. Bandamenn gegn Mexikó. Mexíkóstjórn jer að engu að óskum Bandaríkjastjórnar. Bandamenn eru pví að búa undir að setja Mexikó i landspennu (blokade). Einkennilegt skot. í Noregi vildi til einkennilegt slys fyrir skömmu. Verzlunarmaður nokkur, J. Lind að nafni, fór snemma dags á veiðar, en kom ekki aftur að kvöldi. Var þá farið að leita manns- ins og fanst hann dauður og stóð veiðihnífurinn i hjarta hans. Er nú mörgum getum að því leitt, hvernig slysið hafi að höndum borið. Senni- legast þykir, að skothylkið hafi ekki gengið inn i hlaupið á byssunni og muni hann hafa ætlað að slá það inn með skaftinu á hnifnum, en óvart slegið á kvellhettuna og skotið því hlaupið aftur úr byssunni.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.