Tíminn - 02.10.1941, Blaðsíða 2

Tíminn - 02.10.1941, Blaðsíða 2
386 TÍMINN, fimmtiidagiim 2. okt. 1841 97. blafff Asökunum svarað ©ímirm Fimmtudaginn 2. oUt. Sjónarmið Grímúlis og bóndans Hugsum okkur að hann heiti Grimúlfur og eigi eitt mesta stórbýli landsins. Hann vill selja áhöfnina, því að verðið er hátt, búskapurinn erfiður, lík- legt að leigja megi jörðina með góðum hagnaði og and- virði bústofnsins og jarðarleig- unni má koma í ýmislegt á- batasamt brask. Vissulega er búskapurinn nú erfiður hjá mörgum bændum, sökum fólkseklu og fleiri á- stæðna. Fordæmi Grímúlfs er að mörgu leyti ginnandi. Þó munu bændur ekki hugsa al- mennt til þess að fara í slóð hans. Sjónarmið venjulegs bónda er annað en sjónarmið Grímúlfs. Sjónarmið Grímúlfs hefir verið áð reka atvinnufyrirtæki í stórgróðaskyni. Frá fyrstu tið hafa öll afskipti hans af at- vinnumálum og fjármálum mótast af þeirri hugsun. Hann hefir jafnan reynt að koma fjármunum sínum í þá at- vinnugrein, sem hann taldi hagkvæmasta í það og það skiptið. Hann hefir horfið frá verzlun í búskap, frá búskap i verzlun, frá verzlun í útgerð, frá útgerð í búskap o. s. frv. Vafalaust hefir hann einnig fengizt eitthvað við iðnað. Hann hefir ekkert hirt um það, þótt tilfærsla fjárins frá einni atvinnugrein til annarar væri iðulega áhættusöm og til lítilla þrifa fyrir þjóðarheildina. Hann hefir lokað augunum fyr- ir afleiðingunum, ef allir aðrir gerðu slíkt hið sama. Gróða- vonin hefir verið leiðarljós hans. Hann hefir talið það bet- ur farið, að vinnuþegar hans fengju ekki fullan arð vinnu sinnar, því að þá safnaðist meira fé í pyngju hans. Hann hefir engu skeytt afleiðingun- um fyrir þjóðarheildina, þegar skipin voru stöðvuð eða bú- stofninn seldur, ef það aðeins hentaði hagsmunum hans. Oft hefir hann náð glæsilegum á- rangri, þegar litið var á gróð- ann eingöngu. Stundum hafa líka afleiðingarnar orðið gjald- þrot, bankatöp og atvinnuleysi. Sjónarmið bóndans er annað. Hann erjar jörðina fyrst og fremst í sjálfsbjargarskyni. Markmið hans er að sjá sér og sínum farborða með vinnu handa sinna, en ekki að verða ríkur á kostnað annara. Þess vegna hverfur hann ekki frá starfi sínu, þótt á móti blási eða betri kjör bjóðist annarsstaðar um stundarsakir. Bóndinn og Grímúlfur eru tvær andstæður í þjóðfélag- inu. Með athöfnum sínum skapar Grímúlfur los og ring- ulreið í fjármálum, stéttaand- stæður og hagsmunadeilur. Bóndinn, ásamt öðrum þeim vinnandi mönnum, sem hvarfla ekki frá störfum sínum til þátttöku í gróðakapphlaupinu, myndar kjölfestuna, sem kemur í veg fyrir að þjóðarskútan velti, þegar umbrot og svipting- ar Grímúlfanna eru einna harðastar. Bóndinn og Grímúlfur eru fulitrúar tvennskonar fram- taks. Grímúlfur er fulltrúi braskframtaksins, bóndinn fulltrúi sjálfsbjargarframtaks- ins. Til þess að braskframtakið geti notið sín þarf allt að vera áem frjálsast og eftirlits- minnst, svo að auðvelt sé að arðræna og undiroka þá, sem eru minni fyrir sér en Grím- úlfarnir. Alfrjálst braskfram- tak þýðir útilokun sjálfsbjarg- arframtaksins að mjög veru- legu leyti, því að menn skipt- ast þá í Grímúlfa og þjóna þeirra. Þess vegna verður að setja ýmsar hömlur, ef sjálfs- bjargarframtakið á að njóta sín, til þess að Grímúlfarnir geri þá menn ekki að ánauð- ugum þjónalýð, sem annars gætu verið sjálfbjarga við eigin atvinnurekstur. Afstaðan til þessara mála hefir skipt mönnum í stjórn- (Framh. af 1. síBu) er fyrir henni vöktu, er hún gerði nefnda tillögu: 1) Nefndinni er kunnugt um, að Benedikt hefir haft á hendi kennslu við mennta- skólann á Akureyri og Sam- vinnuskólann í Reykjavík og hafa nefndarmenn feng- ið upplýsingar um það hjá kunnugum og skilríkum! mönnum, að í ljós hafi kom- ið í sambandi við umrædd kennslustörf, að honum hafi farið ágætavel úr hendi stjórn við kennslu. 2) Nefndinni er kunnugt um, að hann hefir lagt sérstaka stund á sálarfræði, og er það skoðun nefndarinnar, að það muni koma honum að miklu gagni við stjórn skólans og umgengni við nemendur. 3) Við skólann eru starfandi á- gætir kennarar í íslenzku, ensku, sögu og náttúrufræði, en fráfarandi skólastjóri hefir jafnan haft á hendi kennslu í stærðfræði og eðl- isfræði, enda alkunnur af- burðakennari í þeim grein- um. Nefndin hlaut því að taka tillit til þessa. Benedikt hefir haft á hendi kennslu 1 síðastnefndum greinum og er prýðilega til þess fær, að dómi ágætra skólamanna, og virtist að þessu leyti standa framar öðrum umsækj- endum. Af ofangreindum ástæðum var nefndin sammála um að leggja til, að Benedikt yrði sett- ur til að gegna skólastjóra- starfinu, því að á þann hátt taldi hún hag skólans bezt borgið, enda þótt henni einnig væri ljóst, að í hópi umsækj- enda væri aðrir efnilegir menn. Virðingarfyllst. F. h. skólanefndar Flensborg- arskólans. Friðjón Skarphéðinsson.“ Eins og greinilega kemur fram í þessu bréfi, eru starf- andi við Flensborgarskólann góðir kennarar í íslenzku, ensku, sögu og náttúrufræði, — en sérmenntun ýmsra þeirra, sem um skólastjórastarfið sóttu, var á þessum sviðum, Hins veg- ar hafði fráfarandi skólastjóri haft á hendi kennslu í eðlis- fræði og stærðfræði, og þurfti því að sjá fyrir kennslu í þeim greinum við skólann, — og það voru einmitt kennslugreinar Benedikts Tómassonar. Eftir að fræðslumálastjóra hafði borizt bréf skólanefnd- arinnar, ritaði hann kennslu- málaráðuneytinu og segir: „Með skírskotun til rökstuðnings nefndarinnar og ýmissa munn- legra upplýsinga, sem ég hefi málaflokka. Framsóknarflokk- urinn vill eflingu sjálfsbjargar- framtaksins, en skerðingu braskframtaksins. Hann vill, að einstaklingarnir verði sjálf- bjarga, lifi á eigin vinnu og at- orku, en arðræni ekki hverir aðra. Þess vegna hefir hann reynt að treysta sjálfsbjargar- viðleitni bændastéttarinnar, takmarkað athafnasvið Grím- úlfanna og hvatt sjómenn og verkamenn til að gerast eigin húsbændur. Sjálfstæðisflokkur- inn vill hinsvegar eflingu brask- framtaksins og telur, að allt framtak sé raunverulega úr sögunni, ef það sé skert. Rækt- un landsins og vaxandi gengi samvinnufélaganna sýnir þó glögglega, að hollt einkafram- tak getur þróast og dafnað, þótt braskframtakið sé látið hverfa úr sögunni. Dæmið um hina fyrirhuguðu sölu Grímúlfs á áhöfn stórbýlis- ins gefur til kynna, hvort brask- framtakið sé æskilegt þjóðinni. Hvernig færi, ef allir bændur landsins létu nú brasksjónar- mið ráða, seldu búpening sinn og settu andvirðið í meira og minna ónytsamt brask, sem getur gefið sæmilegan arð eins og sakir standa? Hver yrði þá landbúnaðurinn á íslandi og hver yrði þá afkoma þjóðar- innar eftir fáein ár? Þetta eina dæmið er nægilegt svar við því, hvort réttara sé að láta sjónar- mið Grímúlfs eða bóndans verða ráðandi í stjórnmálum og fjármálum íslands í frámtíð- inni. Þ. Þ. fengið hjá nokkrum merkum mönnum um málið, legg ég til að ofannefnd tillaga skóla- nefndarinnar sé fyllilega tekin til greina og Benedikt Tómas- son settur í skólastjórastöðuna við Flensborgarskólann um eins árs skeið“. Ég vil fyrst og fremst geta þess, að það er almenn regla, sem nálega aldrei er vikið frá, að þegar tillögur fræðslumála- stjóra og meira hluta skóla- nefndar eru á einn veg, geng- ur veitingavaldið ekki gegn þeim. En hér stendur svo sér- staklega á, að öll skólanefndin, án tillits til stjórnmálaskoð- ana, leggur til að Benedikt Tómasson sé settur skólastjóri við Flensborgarskólann og fræðslumálastjóri óskar hins sama. Ég vil halda því fram, að það hefði verið sýnu eðlilegra og auðveldara að hefja árásir á mig, ef ég hefði gengið gegn tillögum beggja þessara aðila og sett einhvern annan sem skólastjóra í Flensborg en Benedikt Tómasson, en að deila á mig fyrir það að hafa farið að óskum skólanefndar og fræðslumálastjóra. Persónulega er ég og þeirrar skoðunar, að skólanefndinni hefir auðnast að velja hæfasta manninn til starfsins, og til þess að sýna á- lit enn fleiri manna á B. T., vil ég birta hér umsögn Sigurðar Guðmundssonar, skólameistara um hann: Akureyri, 21. ágúst 1941. Benedikt læknir Tómasson er stúdent frá menntaskólan- um á Akureyri árið 1932. Hann 'var prýðilegur námsmaður og ágætur skólaþegn. Hann var skólaumsjónarmaður síðasta skólaár sitt og trúnaðarmaður minn. Gerðist hann og á marga lund _ mér þá handgenginn. Hann’ reyndist trúr og gagn- hollur, og er hann í röð hinna beztu skólaumsjónarmanna, sem ég hefi haft. Síðan hann lauk námi hér, hefir hann reynzt mér hinn tryggasti vin- ur. Hefir mér virzt það auð- kenna hann, að hann er þroska- maður. Með þessu forna orði á ég við það, að hann hefir ekki eingöngu þroskazt í þeirji merkingu, að hann hefir num- ið miklar fræðigreinir í viðbót við það, sem hann hafði áður numið, heldur á ég einkum við hitt, að honum hefir, miklu meira en títt er um meginþorra manna, vaxið skilningur á mannlegu lífi og sálrænum V/jðfamgsefnum. S$kur skiln- ingur er vitanlega hinn mesti skólastjórakostur. Hann er gæt- inn og hugsunarsamur og er næsta ólíklegur til að brjóta þau skip, sem hann stýrir eða falin eru forsjá hans. Sigurður Guðmundsson. Ég fjölyrði svo ekki frekar um þetta mál, en mér kemur ekki á óvart þótt einhverjum finn- ist að andstæðingablöðin gætu haft eitthvað þarfara fyrir stafni en árásir út af þessari veitingu. 2. Veitlng lögreglu- stjóraembættisins í Reykjavík. Þá skal ég víkja nokkuð að á- rásunum í sambandi við veit- ing lögreglustjóraembættisins hér í Reykjavík. Þessar ásak- anir eru ekki nýjar. Hin sömu ósannindi eru sifellt endurtek- in: Að starfið krefjist lögfræði- legrar menntunar, en í það hafi verið valinn ólögfróður maður. Þegar málið er rætt á þessum grundvelli, er því meginatriði „gleymt“, að lögreglustjóra- embættinu var skipt í tvö emb- ætti með lögum nr. 67, 31. des. 1939. Áður en sú skipting fór fram, var starf lögreglustjór- ans tvíþætt: Annars vegar rannsóknar- og dómarastarf, hins vegar löggæzla og yfir- stjórn götulögreglunnar. Dóm- arastarfið krafðist að sjálf- sögðu lögfræðiþekkingar. Starf lögreglustjórans hafði sífellt farið vaxandi og dóm- arastörfin tóku æ meiri og meiri tíma frá öðrum skyldu- störfum hans. Menn hafa e. t. v. ekki gert sér fyllilega Ijóst, hve ör þessi vöxtur starfsins var, fyrr en nú undanfarið, er birtar hafa verið nokkrar tölur um hinn eindæma vöxt starfa við þetta embætti. Það varð því þannig smátt og smátt, að sí- fellt varð minni tími til þess að halda uppi nauðsýnlegum aga innan lögregluliðsins og gæta þess, að löggæzlan færi vel úr hendi. Starf lögreglustjórans og fulltrúa varð, vegna vaxandi starfa, fyrst og fremst skrif- stofustarf við rannsóknir og dómsstörfin. Það er og á al- mennings vitorði, að sumir lög- reglumennirnir sýndu ekki þá reglusemi, t. d. í meðferð á- fengra drykkja, sem krefjast verður af slíkum starfsmönn- um. Þessi framkoma skapaði van- trú á löggæzluna yfirleitt og mikil óánægja var ríkjandi meðal manna hér í bænum, og hún fór vaxandi. Mér var það fyllilega ljóst, og einnig með- ráðherrum mínum, að á þessu þurfti að ráða bót, og að nauð- syn bæri til þess að skipta emb- ættinu, þannig, að dómara- starfið og rannsókn mála yrði sérstakt embætti, en yfirstjórn lögreglunnar yrði falin sérstök- um embættismanni, sem ynni það starf eitt. Lögregluembættinu var síðan skipt, eins og ég hefi áður tek- ið fram, með lögum nr. 67/1939. Nú er vitað mál, að naumast gat annar maður komið til greina í hið nýja sakadómara- embætti en Jónatan Hallvarðs- son, fyrrverandi lögreglustjóri, enda tel ég hann tvímælalaust æfðasta og hæfasta lögfræðing, sem völ er á við lögreglu- og sakamálarannsóknir, og ágæt- an dómara. Þegar hins vegar átti að velja mann í lögreglustjórastarfið, var það athugað mjög vand- lega, hvaða menn gætu þar komið til greina, þannig að líkur yrðu til, að góður agi yrði í lögregluliðinu og löggæzlunni væri vel borgið í bænum. Ég á- leit, að til þessa starfa bæri annaðhvort að velja lögfræðing eða þá öllu frekar mann með menntun liðsforingja. Starfið er óvinsælt, umfangsmikið og erfitt. Launin ekki ýkjamikil. Það var vitað, að hinir eldri og reyndari lögfræðingar voru flestir í tekjuháum störfum og vildu ekki skipta á þeim og þessu starfi. Var þá um það að ræða, að velja einhvern hinna yngri lögfræðinga, lítt eða ó- reynda. En að íhuguðu ráði var það ekki gert, enda ekki lengur nauðsynlegt eftir skipt- ingu embættisins, að lögreglu- stjóri væri lögfræðingur. En það er einmitt það atriði, sem sífellt er verið að reyna að blekkja menn með. Gamla lög- reglustjóraembættið krafðist sérþekkingar á lögfræði, en með skiptingu embættisins féllu þau mál, sem slíka þekk- ingu útheimtu, undir verksvið sakadómara. í lögreglustjóra- starfið var því valinn sá mað- ur, sem nú gegnir því. Hann hafði lokið liðsforingjaprófi með góðum vitnisburði og feng- ið ágætt orð í skólanum. Eftir að hann lauk prófi, bæði við framhaldsnám erlendis og eins í starfi sínu hér heima, hafði hann sýnt framúrskarandi dugnað og mikla gætni. Hann var, þótt ungur væri, reyndur að viljafestu, og hafði sýnt lagni við stjórn þeirra ung- menna, sem hann hafði veitt tilsögn og haft undir sinni handleiðslu. Og það var ekki eins og verið væri að útiloka lögfræðiþekkingu frá lög- reglustjóraembættinu. Auk lög- reglustjórans vann við emb- ættið frá upphafi sem fulltrúi, maður með lögfræðiprófi, og sem hafði verið fulltrúi hjá fyrrverandi lögreglustjóra. — Menntun liðsforingjans og lög- fræðingsins er því sameinuð við yfirstjórn lögreglunnar í Reykj avík. Það er talið óverjandi að velja svona ungan mann og ó- reyndan í starfið. Vissulega hefði verið betra að völ hefði verið á eldri og reyndari manni. En hvað hefir Sjálfstæðisflokk- urinn orðið að gera? Hann hef- ir valið fyrir borgarstjóra í Reykjavík, — eitt ábyrgðar- mesta starf í landinu, — algjör- lega óreyndan mann. Gunnar Thoroddsen hefir verið settur prófessor við lagadeild há- skólans, — reynslulaus ungl- ingur. Þó er ekki með því sagt, að þeir séu ekki starfhæfir menn. Hví vilja svo Sjálfstæðismenn krefjast þess, að valdir séu reyndir menn í embætti? Því hefir hvað eftir annað verið haldið fram, að lögreglu- stjórinn í Reykjavík hafi verið valinn með tilliti til stjórn- málaskoðana, og það er sjáan- lega undiraldan undir öllum þessum skrifum um málið. Nú vill svo vel til, að ég get sannað að svo var ekki. Ég hefi fyrst og fremst enga hugmynd um stjórnmálaskoðanir núverandi lögreglustjóra, — hefi aldrei spurt hann um þær, en svo mikið veit ég þó, að hann hefir aldrei starfað eða verið í flokksfélögum Framsóknar- manna. Þegar núverandi lög- reglustjóri hafði neitað að taka starfið að sér, eins og hann gerði tvívegis, þá ræddi ég um það við Pétur Sigurðsson, liðs- foringja, að takast starfið á hendur. Ég vissi, að einnig hann hafði gott próf sem liðs- foringi og fékk ágætan vitnis- burð sinna yfirmanna fyrir reglusemi, viljafestu og stjórn- semi. En hann neitaði því einn- ig. Þetta mun Pétur Sigurðsson sjálfsagt staðfesta, ef hann verður um það spurður. Pétur Sigurðsson mun ekki vera Framsóknarmaður, og ég hygg, að Sjálfstæðismenn viti betur um stjórnmálaskoðun hans en ég. En þetta sýnir, að ég var ekki að hugsa um stjórnmála- skoðanir, þegar ég valdi í starf- ið, eins og verið er að reyna að koma inn hjá almenningi, held- ur vakti það eitt fyrir mér í þessu máli, að velja hæfan mann í starf lögreglustjóra til þess að koma lögreglumálun- um í sem bezt horf. Eftir að P. S. hafði eindregið neitað að takast starfið á hendur, leitaði ég enn til nú- verandi lögreglustjóra og lagði fast að honum. Féllst hann þá loks á að taka við stöðunni, þegar hann sá, að þess var mjög eindregið óskað og líkur taldar benda til, að hann myndi geta gert þar gagn. Hins vegar hafði hann frá vellaunuðu starfi að hverfa, starfi, sem hann hafði mikinn áhuga fyrir. í stað þess að styðja þennan unga mann í því starfi sínu, að skapa bænum góða og myndar- lega lögreglu, voru hafnar á hann ofsóknir og reynt að gera honum eins erfitt fyrir og unnt hefir verið. Á síðastliðnu ári var deilt harðvítuglega á lögreglustjór- ann fyrir það, að ætla að myrkva bæinn. Þannig lá í því máli, að brezka herstjórnin hafði gert það að tillögu sinni, að bærinn yrði myrkvaður. Það hafði jafnan verið svo, að eng- um tillögum herstjórnarinnar, er vörðuðu öryggi hersins og varnir landsins, hafði verið breytt og því taldi lögreglu- stjóri víst, er honum voru af dómsmálaráðuneytinu sendar þessar tillögur, að þar væri um að ræða afgreitt mál. En svo kemur það í ljós, eins og marg- sinnis hefir verið tekið fram af loftvarnanefnd, að herstjórnin breytir um áform. Fyrir þetta myrkvunarmál er haldið uppi látlausum árásum á lögreglu- stjórann. Sama máli gegnir um önnur mál, sem nú eru á döf- inni. En hitt er aldrei með einu orði þakkað, að hinn nýi lög- reglustjóri hefir breytt lög- reglunni þannig, að engum dett- ur nú lengur í hug að bera henni á brýn óhóflega áfeng- isnautn eöa aðra óreglu. Hinir eldri lögregluþjónar, sem áður voru sumir hverjir að byrja ó- reglusemi, og hinir mörgu nýju lögreglumenn, eru nú undir mjög góðum aga og stjórnsemi. Aldrei hefir verið haldið uppi jafn fullkominni kennslu fyrir lögreglumenn og nú. Ég full- yrði, að það er miklum mun erfiðara en landsmenn gera sér ljóst, að halda góðri reglu og hæfilegum aga á lögregluliðinu í Reykjavík. Það er ekki auð- velt verk, þar sem meðferð á- fengra drykkja er háttað eins og tíðkast hér á landi, meðal æðri sem lægri embættismanna, að koma inn þeim skilningi hjá lögregluliðinu, að þeim beri að vera undantekning frá hinu almenna í þessum efnum. Það er erfitt að sannfæra lögreglu- mennina um, að þeím beri að hafa alveg sérstöðu í þessum efnum og verði að haga sér allt öðruvísi en þeir sjá margskon- ar embættis- og starfsmenn aðra gera hér í bæ. Og núna, þegar hætturnar steðja að okk- ur úr öllum áttum, og hvers- konar óregla virðist fara í vöxt, ber mönnum að hugleiða, hvers virði það er, að lögreglan leidd- ist ekki lengra út á braut ó- reglu en orðið var. Ég efast um að menn hafi gefið því nægan gaum, hver vá væri nú fyrir dyrum, ef þannig hefði haldið áfram. í þessu starfi hefir ekki verið reynt að styðja lögreglu- stjórann í Reykjavík, heldur þvert á móti, og hefir það kom- ið fram á fleiri sviðum en hér er rakið. Sjálfsagt er að finna að við lögreglustjóra og lög- regluna, ef það er gert með rök- um. En hinar hóflausu og ýktu árásir, sem bera óvild með sér í hverju orði, eru óheillamerki, og skaðlegar bæði fyrir bæjar- félagið og þjóðina. Bærinn þarf nú vel æfða, trausta og heiðar- lega lögreglu, og mönnum mun síðar skiljast það, að hennar verður ekki síður þörf eftir þessa styrjöld. Núverandi lög- reglustjóri hefir bæði þekkingu, vilja og hæfileika til að skapa þessu bæjarfélagi slíka lög- gæzlu, og það væri ólíkt þjóð- hollara starf fyrir blöðin, að styðja lögreglustjórann í þessu verki, ásamt ríkis- og bæjar- stjórn, heldur en að reyna að rífa niður eða veikja það, sem hann er að byggja upp. 3. Trúin á „sérfræð- ina“ og trúin á „káki»“. í sambandi við veitingar mínar á þessum tveimur emb- ættum, er hér hefir verið minnst á, lögreglustjóraemb- ættið í Reykjavk og skóla- stj órastöðuna við Flensborg- arskólann, hafa andstæðinga- blöðin birt hugleiðingar um það, að ég hafi, og Framsóknar- flokkurinn yfirleitt, ótrú á sér- fræðinni. Nú hefi ég sýnt fram á, að þeir tveir embættismenn, sem hér hefir verið rætt um, hafa einmitt hvor um sig þá sérþekkingu, sem störf þeirra krefjast til þess að verða vel af hendi leyst. Og þó að í raun og veru þurfi ekki að svara þessum aðdróttunum frekar, vil ég þó, þar sem hér er um ásökun að ræða, sem komið hefir fram op- inberlega, geta þess, að ég hygg að ekki hafi aðrir gert sér þess öllu ljósari grein en Framsókn- arflokksmenn, hve brýn þörf okkur er á því, íslendingum, að settir séu til sérfræðináms, vel gefnir, vel undirbúnir og at- orkusamir menn, og að stuðlað sé að því, að sérmenntun þeirra verði sem allra fullkomnust. Þann tíma, sem ég hefi verið í ríkisstjórn, hefi ég einmitt lagt alveg sérstaka áherzlu á, að útvega ungum efnismönnum styrki til utanfara og fram- haldsnáms við ágæta háskóla erlendis, Ég vil nefna nokkur dæmi: a) Ungur maður dvelur nú við sérfræðinám í jurtasjúk- dómum. Hann hefir verið styrktur til námsins úr ríkis- sjóði og með framlögum úr öðrum sjóðum. b) Annar maður hefir verið styrktur á sama hátt til náms i jarðvegsefnafræði, og hefir hann tokið háskólaprófi í þeirrl grein. Á ný hefir hann verið styrktur til utanfarar til enn frekari fullkomnunar í námi sínu fyrir vestan haf, í rann- sóknar- og vinnustörfum í Bandaríkjunum. c) Ungur maður hefir fengið styrk til náms í fiskiðnfræði. Hann hefir lokið ágætu prófi. Síðan kom hann hingað heim, eins og sá, er lokið hafði jarð- vegsefnafræðináminu, til að kynna sér aðstæður hér heima, en var styrktur á ný (af fiski- málanefnd) til þess að kynna sér enn frekar fiskiðnfræði í Ameríku. d) Ungur, duglegur maður, er nú styrktur til háskólanáms í landbúnaðarverkfræði í Amer- íku. e) Lærðasti sérfræðingur, sem við eigum í mjólkurmálum, og nú starfar hér að þeim málum, var styrktur til fullkomins sér- fræðináms á því sviði. Hann er nú í Bandarkjunum við undir- (Framh. á 3. siBu)

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.