Tíminn - 22.11.1941, Side 1
RITSTJÓRI:
ÞÓRARINN ÞÓRARIN8SON.
FORMABUR BLAÐSTJÓRNAR:
JÓNAS JÓNSSON.
ÚTGEFANDI:
FRAMSÓKNARFLOKKURINN.
RITSTJÓRNARSKRIFSTOFUR:
EDDuHÚSI, Llndargötu 9A.
Símar 2353 og 4373.
AFGREIÐSLA, INNHEIMTA
OG A UGLÝSINGASKRIFSTOFA:
EDDUHÚSI, Llndargötu 9 A.
Slml 2323.
PRENTSMIÐJAN EDDA hJ.
Símar 3948 og 3720.
25. ár.
Reykjavík, laugardaglun 22. nóv. 1941
120. blað
Tilræðið við Alþíngi
,,Undír smásjá iveggja stórvelda<(
er Alþíngí gert að leíksoppi til að
póknast Sáeinum málfundaSélögum
íhaldsverkamanna
Aukaþinginu var slitið kl. 11 árdegis í gær og hafði
það staðið í 40 daga. Þótt afrek þessa þings væru eng-
in, mun þess verða lengi minnst, sökum getuleysisins
og lánleysisins, er einkenndu störf þess.
Sókn Breta í Líbyu
Kaupir ríkið
tvö vöruilutn-
ingaskip ?
Ríkisstjórnin hetfir undan-
farið átt í samningum við
stjórnarstofnanir í Bandaríkj-
unum um flutninga til lands-
ins, og hefir þar meðal annars
komið til orða, að íslenzka rík-
ið leigði eða keypti skip til
flutninga.
Niðurstaðan af þessu hefir
orðið sú, að ríkisstjóminni hafa
nú boðizt tvö vöruflutningaskip
til kaups. Eru þau bæði byggð
1919—21 og eiga að vera ný-
klössuð fyrir áramót. Þau eru
jafn stór, 3253 brúttósmálestir
hvort. Bæði hafa þau olíu-
kyndingu.
Ríkisstjórnin vinnur nú að
því að afla sér nánari upplýs-
inga. Hún þarf að vera búin að
svara þessu tilboði endanlega
fyrir áramót.
Afgreiðsla þíngsáL
um Bretavínnuna,
áfengismálið ogtrán-
aðarbrotið
Á seinasta fundi sameinaðs
Alþingis var ákveðið að taka 3
málin, sem voru á dagskrá, út
af dagskrá, þar sem umræður
um þau gætu tekið alllangan
tíma, en þinginu þyrfti að Ijúka
sem fyrst.
Þessar tillögur voru:
Tillaga Framsóknarmanna um
takmörkun í Bretavinnunni.
Rikisstjórnin hefir nú ákveðið
að taka upp samninga um þessi
mál viö hernaðaryfirvöldin og
eru þvi afskipti þingsins af
málinu ekki nauðsynleg að svo
stöddu.
Tiliaga frá Ingvari Pálmasyni
og Pálma Hannessyni um lokun
vínbúðanna. Nokkrir þingmenn
munu lokuninni andvígir, en
þar sem engum mótmælum gegn
henni var hreyft, má telja víst,
að hún hafi yfirgnæfandi þing-
fylgi.
Tillaga Sveinbjarnar Högna-
sonar um trúnaðarbrotið. Alls-
herjarnefnd sameinaðs þings
hafðí haft málið til athugunar
og lagði meirihlutinn (Einar
Árnason, Finnur Jónsson, Jör-
undur Brynjólfsson og * Páll
Zóphóníasson) til að tillagan
orðaðist þannig:
„Alþingi ályktar að lýsa yfir
því, að það átelur, að brot hafa
verið framin gegn þeim trún-
aði, sem skylt er að gæta um
þau mál, sem á lokuðum þing-
fundum eru rædd, og væntir
þess, að það, sem hent hefir í
þessu efni, endurtaki sig ekki.
En þar sem nokkuð hefir ver-
ið áfátt um fullan trúnað í
þessu efni undanfarið, án þess
að Alþingi hafi látið slíkt til
sín taka, getur þingið á það
fallizt að gera ekki að þessu
sinni frekari ráðstafanir, en vill
þó, að gefnum þessum tilefnum,
taka það fram, að ekki beri að
hika við það framvegis að gera
þær ráðstafanir, sem nauðsyn-
legar eru til að koma fram á-
byrgð á hendur þeim alþingis-
mönnum er rjúfa þann trúnað,
sem skylt er að sýna Alþingi.“
Fullvíst var að þessi tillaga
(Framh. ú 4. siSu)
Það mun vera almannaróm-
ur, að aldrei sé þess meiri þörf
en á slíkum tímum sem þessum,
að til sé sterkt, sameinandi vald
í landinu — vald, sem lítur á
málin frá sjóharmiði þjóðar-
heildarinnar, en lætur ekki
kröfuskvaldur eða blekkingar
einstakra stétta eða flokka villa
sér sýn. Þetta vald hefir Al-
þingi. En í stað þess að neyta
nú þessa valds í þjóðarþágu, af-
salar það valdinu raunverulega
í hendur nær tvö hundruð
stéttarfélaga. Ekkert er líklegra
til að ýta undir óróann, stétta-
deilurnar og upplausnina, sem
fer ört vaxandi í þjóðfélaginu.
Þegar þjóðin þarfnaðist mynd-
uglegrar og djarfrar forystu Al-
þingis, þá brást hún. Það er á-
reiðanlega skammt til stjórn-
leysisins, ef þannig heldur á-
fram.
Framsóknarflokkurinn hefir
hreinan skjöld í þessu máli, því
að hann gerði sitt ítrasta til
þess að Alþingi tæki einarðlega
og rösklega á málum. En lýð-
skrumsöflin í þinginu báru
hann ofurliði að þessu sinni.
En merkið hefir verið reist.
Baráttan fyrir endurheimtu
valdi og virðingu Alþingis hef-
ir verið hafin. Alþingi skal á
ný verða hinn voldugi, samein-
andi máttur, sem vísar veginn
yfir örðugleikana og beinir
þjóðinni að stórum viðfangs-
efnum. Án slíkrar forystu Al-
þingis er sjálfstæðisbaráttan
vonlaus. Án slíkrar forystu Al-
þing'is er lýðræðið raunveru-
lega dautt.
Til eru þeir menn, sem ásaka
forsætisráðherra fyrir að hafa
kvatt þingið saman, því að þá
hefði það sloppið hjá þessari
niðurlægingu. En þessir menn
verða að gæta þess, að forsæt-
isráðherra bar bein skylda til
að kalla þingið saman. Þingið
hafði falið stjórn hans að
framkvæma þýðingarmikil lög,
dýrtíðarlögin. Stjórnin gat ekki
komið sér saman um fram-
kvæmdina. Forsætisráðherra
bar þá að leggja málið aftur
undir úrskúrð þingsins og
freista þess, hvort það gæti
ekki fundið nýja lausn.
Þess ber ennfremur að gæta,
að ráðherrar Sjálfstæðisflokks-
ins voru þess engu síður fýs-
andi en ráðherrar Framsókn-
arflokksins, að þingið væri
kvatt saman. Þeir voru á þeim
tlma eindregið fylgjandi lög-
festingunni. Morgunblaðið skrif-
aði þá daglega um nauðsyn
þess, að Alþingi tæki dýrtíðar-
málið „föstum tökurn". Fram-
sóknarmenn höfðu því fulla á-
stæðu til að treysta því, þegar
ákvörðunin um þinghaldið var
tekin, að Alþingi myndi vinna
giftudrjúgt starf í dýrtíðarmál-
inu.
En rétt eftir að þingið kom
saman snýst Sjálfstæðisflokk-
urinn algerlega í málinu. í stað
þess að vilja áður, að þingið
tæki málið „föstum tökum“,
vill hann þá að þingið geri ekk-
ert í málinu, heldur vísi þvi til
nær tvö hundruð stéttarfélaga.
Og eina ástæðan, sem Sjálf-
stæðisflokkurinn færir fyrir
þessu er sú, að 5—6 hálfdauð
málfundafélög verkamanna í
flokknum séu á móti lögfesting-
unni!
Hafa menn heyrt annað eins!
Aiþingi skal svift völdum,
vegna þess að það er þóknan-
legt nokkrum málfundafélög-
um! Alþingi skal haft að leik-
soppi fram fyrir allri þjóðinni
til þess að þóknast vissum hópi
manna! Alþingi, sem átti að
taka þýðingarmikið mál „föst-
um tökum“, skal ekki látið gera
neitt, því að það er þóknanlegt
nokkrum atkvæðaveiðurum í
Sj álf stæðisf lokknum!
Nei, menn hafa áreiðanlega
ekki heyrt margt þessu líkt.
Þegar þjóðinni reið allra mest
á, að Alþingi veitti henni djarfa
og örugga forystu, er það sví-
virt, lítillækkað, látið afhenda
vald sitt til nær tvö hundruð
stéttarfélaga! Og það er fjöl-
menn asti stj ór nmálaf lokkur
þjóðarinnar, — stjórnmála-
flokkurinn, sem kennir sig við
sjálfstæðishugsjónina, — er
vinnur þetta tilræði við Alþingi
— elztu, veglegustu og helgustu
stofnun þjóðarinnar.
íhaldsblöðin hafa mjög um
það rætt undanfarið, að við
værum „undir smásjá tveggja
stórvelda“. Þau hafa lagt á það
mikla áherzlu, að við þyrftum
„að taka okkur vel út“ í smá-
sjánni. En hvað er það í eign
hinnar íslenzku þjóðar, sem
þessar lýðræðisþjóðir telja
henni meira til gildis en hið
sögufræga þúsund ára gamla
Alþingi? Þetta þing hefir und-
anfarið verið „undir smá-
sjánni“ og verið látið koma þar
fram sem vesæll leiksoppur
lægstu lýðskrumshvata. Og fyr-
ir þessu gekkst flokkurinn, sem
(Framh. á 4. sídu)
Nýlega hefir blaðinu borizt skýrsla
um fuglamerkingar árið 1940 frá Nátt-
úrufræðifélaginu. Hefir Magnús
Björnsson náttúrufræðingur haft um-
sjón með því starfi. Eins og kunnugt
er, hefir félagið átt hlut að fuglamerk-
ingum hér á landi um mörg ár. Þetta
umrædda ár, 1940, voru alls merktir
1240 fuglar af 52 tegundum. Þykir sú
frammistaða allgóð, því að veðráttan
var óhagstæð fuglavarpi þetta sumar,
svo að færri ungar hafa vafalaust
komizt á legg heldur en í góðu árferði.
Meðal þeirra fugla, sem merktir voru,
voru ernir og músarindlar, keldusvín
og sæsvölur, óðinshanar og álftir, svo
að nokkurra tegunda sé getið. Þetta
sama ár endur heimtust 52 merktir
fuglar innan lands, svo að vitað sé, en
aðeins 8 erlendis, að því er vitneskja
hefir fengizt um. Hafa þeir flestir
komið fram í írlandi og Englandi, en
tveir í Hollandi og Færeyjum. Meðal
þeirra merktu fugla, er aftur hafa
komið í leitimar innan lands, eru tald-
ir lundar, sem merktir hafa verið í
Vestmannaeyjum siðan vorið 1937.
t I t
Hinn nýi húsmæðraskóli í Reykjavík
á að taka til starfa eftir áramótin,
og verður Hulda Á. Stefánsdóttir frá
Þingeyrum, sem kunnugt er, forstöðu-
kona hans. í framtíðinni á heimavist-
ardeild skólans að starfa 9—10
mánuði og verður þar kennd mat-
í útvarpi, blöðum og manna
á meðal er þessa dagana mjög
rætt um sókn þá, er Bretar hafa
hafið frá Egiptalandi inn í Li-
byu. Leikur mörgum hugur á að
sjá, hversu fljótt þeim muni
sækjast og hvernig þeim ferst
að öðru leyti.
Eins og kunnugt er höfðu
ítalir mikið lið í Libyu í fyrra
og að mörgu leyti allvel búið.
í september sóttu þeir alllangt
inn i Egiptaland og undirbjuggu
þaðan sókn til Nílardalsins, en
áður en til þess kom, réðust
Bretar í byrjun desember
skyndilega inn í Libyu og komu
ítölum mjög í opna skjöldu og
unnu hvern sigurinn eftir ann-
an. Stjórnaði Wavell hershöfð-
ingi þessari herför, og er talið,
að hann hafi haft á að skipa
tveim herfylkjum, 15—20 þús-
und manns í hverju. Var það
lið vel búið. En ítalir voru marg-
falt liðfleiri, og alls munu Bret-
ar hafa tekið fjórum sinnum
fleiri fanga en allt sóknarlið
þeirra var.
Takmark þessarar sóknar
hefir sjálfsagt verið það, að ná
allri Libyu úr höndum ítala, en
til þess þurftu Bretar að kom-
ast alla leið til Tripoli, því nær
vestur að landamærum Tunis.
En þess varð aldrei auðið. Sókn-
in stöðvaðist skammt vestan við
Benghasi og höfðu þá aðeins
farið röskan þriðjung leiðar til
Tripoli frá landamærum Egipta-
lands.
Eftjr skamman tíma snerist
stríðsgæfan. Wavell hershöfð-
ingi varð að flytja lið til Grikk-
lands af þeim fámenna her,
sem hann hafði yfir að ráða, og
á sama tíma tókst Þjóðverjum
að koma liði og hergögnum suð-
ur yfir Miðjarðarhaf, og virðist
Bretum ekki hafa verið það
fullkunnugt þá, hversu þýðing-
armiklir þessir flutningar voru.
Áður en langir tímar liðu hóf
svo þýzkt og ítalskt herlið við
þýzka stjórn — Rommel heitir
æðsti herforingi Þjóðverja í
Afríku og þykir snjall herstiórn
andi — sókn á hendur Bretum.
Þeir voru vanbúnir við gagn-
sókninni og urðu að láta undan
síga. Á skömmum tíma misstu
þeir úr höndum sér meginhluta
reiðsla, handavinna og vefnaður og
garðrækt á vorin. í bóklegum greinum
verður kennd heilsufræði, matarefna-
fræði og meðferð ungbama og á skól-
inn að eiga nokkra samvinnu við
vöggustofu Barnavinafélagsins Sumar-
gjafar. í 'heimangöngudeild á að halda
4—5 mánaða námskeið. Þar verður
megináhei-zla lögð á matargerð. Auk
þessa eru fyrirhuguð ýms önnur nám-
skeið, meðal annars kvöldnámskeið
fyrir þær stúlkur, sem eiga kost á öðr-
um tima til náms og undirbúnings i
heimilishaldi.
t t r
Sú nýlunda var fyrir nokkru upp
tekin að æfa unga menn til lögreglu-
starfa í sveitum landsins. Er það sér-
staklega til þess gert, að þessir menn
geti haldið uppi reglu og aga á stór-
um samkomum, þar sem oft vill verða
óróasamt, ef vín er haft um hönd, sé
löggæzla ekki í lagi. Þykir það einkum
við brenna, að ölvaðir aðkomumenn
úr öðrum byggðarlögum noti sér til
uppivöðslu og hávaða þenna veikleika,
svo sem þeir vita, er þessum málum
eru kunnugir. Um þessar mundir er
slíkt lögreglimámskeið haldið í Eyja-
firði, að Munka-Þverá, en áður hefir
námskeið verið haldið i Þingeyjarsýslu.
Námskeiðið á Munka-Þverá sækja 21
maður. Kennari er Erlingur Pálsson,
y f irlögregluþ j ónn.
t r r
þess lands, er þeir höfðu náð 1
sigursælli sókn nokkrum vikum
áður. Á einum þýðingarmiklum
stað héldu þeir þó velli: Við
Tobruk, borg við Miðjarðarhaf,
alllangt vestan landamæra Li-
byu og Egiptalands. Lið það, er
Bretar hafa þar, hefir ítölum
og Þjóðverjum ekki tekizt að
sigra.
Hin nýja sókn Breta hefir
sjálfsagt verið undirbúin mán-
uðum saman. Og nú er her-
stjórnin í höndum Robert Cun-
ninghams hershöfðingj a, þar eð
Wavell hefir verið gerður að yf-
irmanni brezka hersins í Ind-
landi.
Það er enn næsta ógreinilegt,
hvernig sókninni er hagað. Þó
virðist svo sem Þjóðverjar hafi
allöflugar varnir í strandhér-
öðunum við landamærin og
haldi þar enn velli í virkjum.
Hins vegar hafa brezkar her-
sveitir brotizt inn í Libyu sunn-
an þessara öflugu virkja og
sækja nú þaðan vestur og
norður á bóginn. Eru fremstu
hersveitirnar nú við Tobruk,þar
sem brezkt setulið hefir verið
umkringt í marga mánuði. Enn
sem komið er virðist ekki hafa
komið til mjög harðra bar-
daga á þessum stað, og má vera,
að Rommel, hershöfðinginn
þýzki, hafi látið meginhluta liðs
síns hörfa undan og hyggist að
verja þá staði, er meira þykja
virði en einstakar gróðurvinjar
í eyðimörkinni, til dæmis Ben-
ghasi. En þess er þó að vænta,
að viðureignin fari mjög harðn-
andi áður en langt um líður.
Enn sem komið er virðast Bret-
(Framh. á 4. stSu)
Erlendar firétiír
í Rússlandi er barizt af miklu
kappi, en einkum hafa harðir
bardagar verið í grennd við
Moskvu. Hafa Þjóðverjar unnið
þar nokkuð á. Einnig hafa þeir
gert hatramar árásir á Rostov.
Sonur Molotoffs, utanríkis-
málaráðherra Rússa, sem barð-
ist á austurvígstöðvunum í
Rússlandi, hefir verið tekinn til
fanga, og er nú í haldi hjá
Þjóðverjum.
Sagt er, að Darlan flotafor-
ingi og Göring marskálkur
muni hittast í næstu viku. Er
þess getið til, að þeir muni ræða
um nýlendur Frakka í Afríku
og aðstöðu þeirra varðandi sókn
Breta í Libyu.
Um hádegisleytið í dag barst
ríkistjórninni símskeyti um, að
þann 20. þ. m. hafi verið undir-
ritaður í Washington sérstak-
ur samningur við Bandaríkja-
stjórn um að Bandaríkin greiði
útflutning íslendinga til Bret-
lands í dollurum, samkvæmt
láns- og leigulögunum. Breta-
stjórn hefir einnig fyrir sitt
leyti samþykkt þessa ráðstöfun.
Samkvæmt símkeytinu mun
Bandaríkjastjórn yfirtaka fisk-
sölusamninginn við Breta inn-
an mjög skamms tíma, en and-
virði alls útflutnings til Bret-
lands fram að þeim tima verð-
ur fært á sérreikning, en eigi
liggur ennþá ljóst fyrir, hvernig
A víðavangi
FÖLSUN BORGARSTJÓRANS.
Bjarni Ben er sennilega ó-
vandaðastur I málflutningi
allra þeirra, sem að staðaldri
skrifa um stjórnmál í íslenzk
blöð. í dag segir hann t. d. í
Mbl„ að aðalatriði dýrtíðarfrv.
Framsóknarfl. hafi verið það,
að greiða enga kauphækkun
„hversu mikið, sem dýrtíðin
hækkaði.“ Vafalaust fer borg-
arstjórinn hér vísvitandi með
rangt mál, því að hann mun
ekki svo skyni skroppinn, að
hann hafi ekki séð, að aðalat-
riði frv. var að koma í veg fyrir
allar verðhækkanir, þ. e. að
hindra aukningu dýrtíðarinnar.
Innlendu vörurnar máttu ekki
hækka og verðlagi útlendu vör-
unnar átti að halda niðri með
strangara verðeftirliti og fram-
lagi ríkissjóðs til verðlækkun-
ar. Þegar þetta var tryggt, voru
kauphækkanir óþarfar, en
hækkaði hins vegar kaupið, var
vitanlega ómögulegt að halda
verðlaginu niðri.
„Frjálsa lciðin“
Vísítalan hefir þegar
hækkað um þrjú stig
síðan dýrtíðarfrumv.
var fellt
Kauplagsnefnd hefir nú
reiknað út vísitöluna fyrir nóv-
embermánuð og er hún 175 stig
eða þrem stigum hærri en í
október. Ef frv. Eysteins Jóns-
sonar hefði verið samþykkt,
myndi vísitalan hafa veriö á-
fram 172 stig, því að þá hefði
verið óheimilt að hækka verð-
lagið á innlendum vörum, en
með framlögum úr ríkissjóði
hefði verið komið í veg fyrir
hækkun erlendra vara.
Þessi seinasta vísitöluhækk-
un stafar aðallega af hærra
verði á hangikjöti, nautakjöti,
tólg, eggjum, smjörlíki, kaffi-
bæti og strásykri.
Það virðist sæmilegur byrjun-
arárangur af „frjálsu leiðinni“
að vísitalan skuli hækka um
þrjú stig á ekki lengri tíma.
Þessi þriggja stiga hækkun
mun hækka tilvarandi allt
kaupgjald í landinu og sú kaup-
hækkun mun fljótlega koma
fram í nýjum verðhækkunum.
Vél „frjálsu leiðarinnar“ er 1
fullum gangi.
greiðslu verður háttað á því.
Sérstakur fulltrúi frá Banda-
ríkjastjórn mun væntanlegur
hingað innan skamms til þess
að ganga nánar frá þessum mál-
um í samráði við ríkisstjórnina.
í símskeytinu er og greínt frá
því, að í gær hafi verið undir-
ritaður sérstakur samningur um
viðskipti Bandaríkjanna og fs-
lands. f skeytinu eru ekki nán-
ari upplýsingar um þann samn-
ing, en eftir því, sem ríkisstjórn
hefir áður borizt vitneskja um,
mun hann fjalla fyrst og fremst
um vörukaup íslendinga í
Bandaríkjunum og tollaíviln-
anir þar á útflutningsvörum
fslendinga.
A íkiirossg-otttim:
Fuglamerkingar. — Húsmæðraskóli Reykjavíkur.
Lögreglunámskeið í sveitum.
Samnmgarnir um viðskiptin
við Bandaríkin undírritaðir
Bandaríkin munu greíða í dollurum
úSílutníng Islendinga til Bretlands