Tíminn - 14.03.1942, Page 1

Tíminn - 14.03.1942, Page 1
FITSTJÓRI: ÞÓRARINN ÞÓRARINSSON: PORMAÐUR BLAÐSTJÓRNAR: JÓNAS JÓNSSON ÚTGEFANDI: FRAMSÓKNARFLOKKURINN. RITST J ÓRN ARSKRIFSTOFUR: EDDUHÚSI, Lindargötu 9 A. Simar 2353 og 4373. AFGREIÐSLA, INNHEIMTA OG AUGLÝSINGASKRIFSTOFA: EDDUHÚSI, Lindargötu 9 A. Sími 2323. PRENTSMIÐJAN EDDA hJ. Símar 3948 og 3720. 26. ár. Reykjavík, langardaglnn 14. marz 1942 17. blað Bæ j arst jórnin hefir slæma sam- vizku í skóla- málunum í blöðum og útvarpi hefir ver- ið deilt hart á stjórnarvöld bæj- arins fyrir vanrækslu á ung- lingafræðslu í bænum og illa aðbúð að hinum fáu ungmenna- skólum, sem til eru. Þessar ásakanir hafa forráða- menn bæjarins ekki reynt að bera af sér. Þeir vita sig seka um vanrækslu gegn yngri kyn- slóðinni í bænum og svik við þá borgara, er hafa stutt þá í und- anförnum kosningum. Reykjavikurbær hefði vissu- lega getað reist hér gagnfræða- skóla engu síður en Hafnfirð- ingar hafa gert fyrir sitt leyti. Én forráðamenn Reykjavikur vantaðí viljann. Gunnar Thoroddsen gerði ó- hönduglega tilraun til að svara þessu með skætingi til Fram- sóknarmanna, — þeir hefðu lokað menntaskólanum fyrir Reykvikingiun, sagði hann.' Þarna er dæmi um ósvífni þessa unga manns, sem hefir verið gerður að prófessor án allrar verðskuldunar og til- verknaðar, nýsloppinn frá próf- borðinu. Hann er svo einfaldur og ó- þroskaður 1 félagsmálum, að hann heldur að menntaskóli, sem ríkið kostar að öllu leyti, eigi að vera unglingaskóli fyr- ir Reykvíkinga eina, svo að bæjarstjórnin þurfl' engar á- hyggjur eða kostnað að hafa af unglingafræðslu í bænum eins og önnur bæjarfélög verða að hafa. Það er forréttindastefna fyr- ir Reykjavík á kostnað þjóðfé- lagsins, sem vakir fyrir þessum unga manni. Það kann lika að vera, að þetta sé kjósendadek- ur — en það er ekki drengilegt, — þvi að það er rangt. Aðgangur að menntaskólanum er sömu skilyrðum bundinn fyr- ir alla, hvaðan sem þeir eru af landinu. Hitt er annað mál, að meirihluti nemenda mun vera héðan úr bænum, af þvl að þeir hafa bezta aðstöðu um undir- búning og skólagöngu alla. Nei, gerið ykkur ljóst, að rík- ið á menntaskólann en ekki bærinn. Og rikið á ekki að taka þá skyldu af bæjarstjórn Reykjavikur fremur en öðrum bæjarstjórnum að hefjast handa um menntun fjrrir æskulýð bæj- arfélagsins. Ríkið styrkir slíka skóla, ef reistir eru, hvar sem er samkvæmt lögum, sem Fram- sóknarflokkurinn hefir beitt sér fyrir. Framsóknarmenn hafa beitt sér fyrir skólamálum dreifbýl- isins og I bæjum, þar sem þeir ráða nokkru um bæjarmál. Þeir munu láta til sín taka í Reykja- vík á sama hátt, jafnskjótt og aðstaða leyfir. Reykvíkingar, sem gerið ykk- ur ljóst, hvílíkur voði vofir yfir æskulýð þessa bæjar sakir van- rækslu I skóla- og uppeldismál- um, veitið Framsóknarflokkn- um stuðning við kosningarnar á morgun! Kjósiff B-llstann. REYKVÍKINGAR! Viff skulum efla handíffaskól- ann. Hví mega ekkl ungmenni bæjarins Iæra neitt til hand- anna? Fjölhæfur maffur finnur verkefni þar, sem hinn kunn- áttusnauði sér enga leiff. Kjósum Jens og Hilmar i bæjarstjórn. Kjósum B-listann. Frambjóðendur Sjálfstæðisilokksins bjóð- ast til að svíkja enu meira á næsta kjör- tímabili,en þeir gerðu á síðasta kjörtímabili Samanburður á „svarta bréíinu“ 1942 og „bláa bréíínu15 1938 Frambjóðendur Sjálfstæð- isflokksins hafa sent bréf til kjósenda hér í bænum, þar sem þeir telja upp ýms- ar framkvæmdir, sem þeir muni láta gera, ef þeir hafi meirihlutann í bæjar- stjórninni á næsta kjör- tímabili. í bréfi þessu, sem er almennt kallað „Svarta bréfið“ — til að- greiningar frá bláletraða bréf- inu, er Sjálfstæðisflokkurinn sendi borgarbúum fyrir sein- ustu kosningar, er lofað eftir- töldum framkvæmdum, ef Sjálfstæðisflokkurinn heldur meirihlutanum áfram: Hitaveitunni skal lokiff á þessu ári. Aukning hafnarmannvirkja, þar á meffal bátahöfn. Götum bæjarins verffi komið í gott lag strax eftir aff lagn- ingu hitaveitunnar er lokið. Barnaskóli í Skildinganesi. Lauganeshverfisskóli verffi stækkaffur. Barnahæli verffi komiff upp eins fljótt og unnt er. Barnaleikvellir verffi auknir og bættir. Iþróttahverfi verffi reist hiff fyrsta. Íþróttalífiff eflt. Landrými bæjarins aukið og úthlutaff nýjum erfffafestulönd- um. Skipulag bæjarins bætt og greitt fyrir byggingu nýrra í- búffarhúsa. Blómgun atvinnulífslns eftir aff núverandi ástandi lýkur. Stórfelld aukning Sogsvirkj- unarinnar. Byggt verffi yfir gagnfræffa- skóla og iffnskóla. Hallgrímskirkja á Skólavörffu- hæff verffi styrkt. Komiff verffi upp ráffhúsi. Hafizt verffi handa um sjúkra- húsagerff. Sorphreinsuninni verffi kom- iff í betra horf. Það er vissulega ekkert smá- ræði, sem Sjáífstæðlsflokkurinn lofar kjósendum á næsta kjör- tímabili. En áður en kjósend- urnir þiggja allar þessar mörgu gjafir, þurfa þeir að athuga nokkru nánar, hvort það sé al- veg nægileg trygging fyrir þeim, að þeim sé lofað í bréfi frá frambjóðendum Sjálfstæðis- flokksins fám dögum fyrir kosningar. Hverju lofuðu fieir scinast ? í þessu sambandi er hollt fyrir kjósendur að rifja upp kosningaloforðin 1 „bláa bréf- inu“, sem frambjóðendur Sjálf- stæðisflokksins sendu þeim fyr- ir bæjarstjórnarkosningarnar 1938. Þar sagði m. a. (allar let- urbreytingar gerðar af bréfrit- urunum sjálfum): „Á næsta kjörtimabili ætlar Sjálfstæðisflokkurinn að halda stefnunni svo fram sem hing- að til. Af þeim málum, sem flokkurinn mun beita sér fyrlr að hrundíð verði í framkvæmd, má nefna þessi: HITAVEITA FYRIR ALLA REYKJAVÍK. öllum undirbún- ingi þessa merkasta mannvirk- is, sem fyrirhugaff hefur verlff á íslandi, er nú svo langt komiff, aff verkiff verffur hafiff á þessum vetri. Lánstilboð um nægt fé til framkvæmdarinnar liggur fyrir. Hafnarvirki verði haldið á- fram að auka og höfnin endur- bætt. Götur í bænum verði auknar og endurbættar. Barnaskóli fyrir Skildinganes og Grímstaðaholt verði byggður. Laugahverfisskólinn verði aukinn. Barnahæli verði byggt í sam- vinnu við Thorvaldsensfélagið. Barnaleikvellir verði auknir og endurbættir. Húsmæffrafræffslunni i bæn- verði komið í viðunandi fram- tiðarhorf. íþróttahverfinu við Skerja- fjörð verði komið upp í sam- ræmi við óskir íþróttamanna. íþróttastarfseminni í bænum verði áfram veittur alhliða stuðningur. Nýjum Iöndum til ýmiskonar ræktunar verði úthlutað til bæj- armanna. Skipulag bæjarins verði end- urbætt. ' Úr atvinnuleysinu og öllum á- hrifum þess verði reynt að draga með viturlegum aðgerðum." Kjósendur ættu að bera þessi loforð frá 1938 saman við þær efndir, sem orðið hafa á sein? asta kjörtímabili, þá mun þeim verða ljóst, að öll þessi loforð hafa ýmist verið svikin að öllu eða mestu leyti. Og þá mun þeim jafnframt verða ljóst, að ekki er mikið treystandi kosninga- loforðum Sjálfstæðisflokksins. Þeir ætla að svíkja ennþá meira nú? Ef borin eru saman kosninga- loförð Sjálfstæðisflokksins 1938 og nú, kemur í ljós, að mörg loforðin eru hin sömu I bæði skiptin. Betur geta fulltrúar Sjálfstæðisflokksins ekki sann- að svik sín á seinasta kjörtíma- bili. Jafnframt lofa þeir nokkr- um fleiri framkvæmdum, eins og aukningu Sogsvirkjunarinn- ar, ráðhúsi, Hállgrímskirkju og bættri sorphreinsun. Sést á því, að frambjóðendum Sjálfstæðis- flokksins finnst nú enn meira við liggja en í seinustu kosn- ingum. En þegar miðað er við loforð- in frá 1938 og reynslu seinasta kjörtímabils, er ljóst, að þetta þýðir raunverulega ekki annað en það, aff frambjóffendur Sjálfstæffisflokksins bjóðast nú til aff svíkja enn meira á næsta kjörtímabili en þeir sviku á kjörtímabilinu sem leiff. Eina leiðin fyrir Reykvíkinga til að tryggja það, að þeir verði ekki á ný sviknir af Sjálfstæð- isflokksins og þessar nauðsyn- legustu framkvæmdir lofaðar eitt kjörtímabilíð enn, er að svipta svikar'ana frá seinasta kjörtímabili meirihlutanum í bæjarstjórninni og fela odda- aðstöðuna duglegum og fram- sýnum umbótamönnum. Þessvegna eiga Reykvikingar að kjósa þá Jens og Hilmar í bæjarstjórnina á morgun. Látið Sjálístæðísí). ekki breyta útsvars- stiganum Ef Sjálfstæðisflokkurinn sigr- ar í kosningunum á sunnudag- inn, verður útsvarsstiganum breytt á þann hátt, að útsvör verða hækkuð á lágtekjumönn- um, en lækkuð á hátekjumönn- unum. Hingað til hefir verið komið í veg fyrir þetta, vegna þess að skattstjórinn hefir haft oddaatkvæðið í niðurjöfnunar- nefndinni, en rétt hefir þótt að koma á sama fyrirkomulagi hér og annarsstaðar, að bæjar- stjórnin kysi alla niðurjöfnun- arnefndina. Borgararnir geta þá líka sér einum um kennt, ef skipun niðurjöfnunarnefndar- innar er þeim i óhag. Láglaunamenn! Látið ekki Sjálfstæðisflokkinn fá vald til að breyta útsvarsstiganum, svo að hátekjumönnunum verði hlíft á ykkar kostnað! Látið Framsóknarflokkinn, sem bezt hefir gætt hagsmuna ykkar í niðurjöfnunarnfndinni, fá odda- aðstöðuna í bæjarstjórninni! Kjósiff B-listann! »Bjarna-grcídi« Bjarnj. borgarstjóri hefir rit- að öllum kjósendum bæjarins eiginhandar bréf og beðið þá með blíðum orðum að gera sér þann greiða, að kjósa nú D- listann, — ihaldið, — einu sinni enn. Kona ein hér i bænum hefir beðið Tímann að koma eftirfar- andi svari við bréfinu á fram- færi: „Takk fyrir góða tilskrifið, ' en treg mun reynast veiði, enda að kjósa ÍHALDIÐ aðeins BJARNA-GREIÐI.“ Höfudlausn borgarstjórans (Samanber viðtal Jóns Kjar- anssonar við hann i Morgunbl.) Þetta er nú höfuðlausn ÍHALDS, ef að mönnum sverfur, og ástandið kvað hafa sannað kenningu slika: Að með nægri atvinnu allra — atvinnuleysið hverfur, og atvinnubótavinnan þá að sjálfsögðu líka. Kjósandi. REYKVÍKINGAR! Viff skulum láta bæinn eign- ast landið, sem hann stendur á. Viff skulum kjósa framsýna og hyggna menn í bæjarstjórn- ina. Við kjósum Jens og Hilmar. Viff kjósum B-listann. ins í hitaveitumálinu verða dæmd á raorgun Flokkurinn ícynír að bjarga sér með ósvífnum lygum um andstæðíngana í bréfi, sem frambjóðend- ur Sjálfstæðisflokksins hafa sent í hvert hús í bænum, er því haldið fram, að hita- veitan hafi tafizt vegna þeirrar mótspyrnu, sem andstæðingar Sjálfstæðis- flokksins hafi sýnt málinu, og verði hún því mörgum miljónum króna dýrari en ella. Þetta hefir einnig ver- ið endurtekið af blöðum og útvarpsumræðumönnum flokksins. Það má hiklaust fullyrða, að þetta er einhver hin ósvífnasta asta kosningalýgi, sem hugsast getur. Allar þær tafir, sem hafa orðið á framkvæmd hitaveit- unnar, eru bæjarstjórnarmeiri- hlutanum einum að kenna. Sjálfstæðismenn reyna aðal- lega að byggja þessa ósvífnu lýgi sína á tvennu: 1. F^,msóknarmenn hafi ver- ið mótfallnir kaupum á hita- veituréttindum á Reykjum. Þetta er ósatt. En Framsókn- armenn lögðu til, aff bærinn keypti Reyki meff hitaveitu- réttindum og öllu saman. Mun þaff reynast, aff þaff hefffi ver- iff hyggilegra. En sú tillaga tafffi ekki neitt fyrir málinu. 2. Framsóknarmenn hafi með synjun á gj aldeyrisleyfi hindr- að innflutning á bor til að grafa eftir heitu vatni á Reykjum. Þetta er ósatt. Því til sönnun- ar má geta þess, aff í maímán- uffi 1936 veitti gjaldeyrisnefnd Reykjavíkurbæ innflutnings- leyfi fyrir bor frá Þýzkalandi og hafffi bænum alltaf staffið slíkt leyfi til boffa, en hvergi í heim- inum var til betri völ á verk- færum en í Þýzkalandi, enda skara Þjóffverjar fram úr á þessu sviffi, eins og á mörgum fleiri í verklegum efnum. Með þessu eru hinum svi- virðllegu ádeilum Sjálfstæðis- manna algerlega hrundið. Töfin á hitaveitunni er ein- göngu því að kenna, að bæjar- stj órnarmeirihlutinn taldi s’ig þurfa að nota hitaveitumálið fyrir „lífakkeri“ sitt 1 bæjar- stjórnarkosningunum 1938. Til bess að það gæti orðið, forðað- ist bæjarstjórnarmeirihlutinn alla samvinnu við ríkisstjórn- ina og bankana, og var meira að segja svo óskammfeilinn, að breiða út þá lygasögu fyrir kosningarnar 1938, að hann væri búinn að fá lán í Englandi til hitaveitunnar. Hefði bæjar- stjórnin leitað strax eftir á- byrgð ríkisins 1936 eða 1937 væri málið nú áreiðanlega kom- ið í heila höfn, en í stað þess var það dregið fram á vorið 1938, þegar málið var komið í fyllsta óefni. Það mætti nefna fjölmargar aðrar smærri og stærri syndir Sjálfstæðisflokksins í þessu máli, m. a. þá, að svo herfilega var gengið frá samningum við danska firmað, að verulegar lik- ur eru fyrir því, að Reykjavík- urbær verði að borga hitaveitu- efnið, sem liggur út í Dan- mörku og aldrei verður notað við virkjunina. Það þarf sannarlega mikla trú á fáfræði og heimsku kjós- enda, að flokkur, sem þannig hefir hagað sér, skuli reyna að eigna öðrum flokkum þær þungu sakir, sem á honum hvíla i þessu stóra velferðarmáli al- mennings. Reykvíkingar eiga á morgun aff svara þeim, sem hafa tafiff hitaveituna. Þeir eiga aff svipta Sjálfstæffisflokkinn meirihlut- anum í bæjarstjórninni. Svartur blettur Sjötti maður á lista Sjálf- stæðisflokksins, Helgi Her- mann, hefir orðið frægur að en- demum fyrir þau - ummæli sín á fjölmennum kjósendafundi, aff heldur kysi hann aff sprengj- um rigndi yfir þennan bæ en flokkur hans missti meírihluta í bæjarstjórninni. Þessi hugsunarháttur er svo fátíður hér á landi, þrátt fyrir allan flokkaríg og kosninga- karp, að menn rekur í rogastanz. Ekki hefir bæjarfulltrúi þessi heldur mótmælt með einu orði, þótt honum hafi hvað eftir ann- að verið núið þessum orðum um nasir. Ef til vill er skýring- in á þessu innræti sú, að Helgi og sumir frændur hans fóru um skeið ekki dult með hrifningu sína af einræðisstefnu nazista. Mátti jafnvel rekja þessa hrifn- ingu langt austur í sveitir, þar sem þeir frændur voru kunn- ugir. Mátti þar sjá sveitapilta spóka sig á sunnudögum í grá- leitum úlpum með hakakross- merki á handleggnum. Nú má ætla, að Helgi hafl skipt um skoðun, eftir að hann komst í ábatasöm viðskipti m,eð húsnæði við brezka setuliðið. Hinn gamli Adam hefir aðeins skotizt snöggvast undir tungu- rætur hans og látið hann mæla sér til óhelgi. En þrátt fyrlr slíkar málsbæt- ur velvíljaðra manna, verður það ekki burtu skafið, að þessi maður er svartur blettur á lista Sj álf stæðisf lokksins. Kjósendur munu strika hann út. Burt með hann úr bæjar- stjórn, kjósandi! Áttræður er í dag Sigurður Þorsteinsson bóndi I Hólseli á Fjöllum, sem fjölmargir ferðamenn kannast við. — Hans verður nánar get- ið hér í blaðinu siðar. B-listinn er listi Framsóknarflokksins

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.