Tíminn - 11.08.1942, Page 2

Tíminn - 11.08.1942, Page 2
342 87. blað ‘gíminrt Þriðjuday 18. áyúst Lærdómsríkar sannanír Þjóðin hefir fengið tvær sannanir fyrir því, hvers konar stjórnarfar myndi verða hér á landi, ef Sjálfstæðisflokkurinn fengi sterka valdaaðstöðu, ann- aðhvort einsamall eða með stuðningi hlýðins undirlægju- flokks, eins og Alþýðuflokkur- inn virðist vera orðinn. Önnur sönnunin er forseta- úrskurðurinn um kjörið til efri deildar. Sjálfstæðisílokkurinn lætur forseta sinn fella úr- skurð, sem brýtur algerlega í bága við þingsköp. Samkvæmt þingsköpum ber forseta að sjá um, að hver flokkur eigi full- trúa í efri deild í samræmi við atkvæðamagn sitt í sameinuðu þingi og bar Framsóknar- flokknum því að eiga þar 7 full- trúa nú. En forsetinn úrskurð- ar, að Framsóknarflokkurinn skuli aðeins eiga þar sex full- trúa. Þessu ranglæti og ofbeldi er beitt í þeim'tilgangi, að ekki verði hlutkesti við forsetakosn- inguna í efri deild milli Einars Árnasonar og Jóhanns Jósefs- sonar, hins sameiginlega for- setaefnis Sjálfstæðismanna og Alþýðuflokksins. Þessi forseta- kosning skipti þó ekki neinu fyrir afgreiðslu mála. Þegar svo langt er gengið að brjóta þingsköp og fella ranga forseta- úrskurði, vegna ekki veiga- meira atriðis, munu allir geta séð, hvort Sjálfstæðisflokknum myndi flökra við því að grípa til lögleysisins og ofbeldisins, þegar þýðingarmeiri málefni væru í húfi. Hin sönnunin er úthlutun bifreiðanna. Jakob Möller hefir notað vald sitt sem fjármála- ráðherra til þess að taka hana í sínar hendur. Niðurstaðan er sú, að víða út um land hefir verið neitað um vörubíla til nauðsynlegustu flutninga, en á sama tíma hafa trúverðugir Sjálfstæðismenn fengið vöru- bíla til að nota þá í setuliðs- vinnunni. Svipað má segja um fólksbifreiðarnar. Síðan um áramót hafa um 250 fólksbif- reiðar verið fluttar til landsins. Atvinnubifreiðastjórar hafa enga fengið af þeim, læknar og aðrir embættismenn, sem þurfa bifreið í þágu starfs síns, hafa fengið nokkra, en flestir vírðast þeir hafa farið til kaup- sýslumanna og fjölskyldna þeirra, sem nota þá eingöngu til „luxus“-ferðalaga. Á sama tíma og atvinnubifreiðastjórar hafa orðið að leggja niður at- vinnu sína eða reynt að notast við bifreið, sem var aðra hvora viku í viðgerð, hefir „luxus“bíl- um fjölgað ört í höfuðstaðn- um. Úthlutunin virfðist þannig aðallega byggjast á metorðum manna í Sjálfstæðisflokknum, en þjóðfélagslegur réttur manna til að fá bifreið vera lítils met- inn. í höndum Jakobs Möllers hefir bifreiðaeinkasalan orðið pólitískt verzlunarfyrirtæki valdhafanna,en ekki ríkisstofn- un, sem á að taka tillit til þegn- anna eftir störfum þeirra í þjóðfélaginu. Úthlutun bifreiðanna hjá Jakob Möller er prýðileg sönn- un þess, hvernig ríkisvaldinu yrði beitt, ef Sjálfstæðisflokk- urinn fengi trausta valdað- stöðu. Því yrði fyrst og fremst beitt í flokksþágu. Fleiri svipuð dæmi mætti nefna, eins og t. d. starfs- mannavalið hjá Reykjavíkur- bæ. Þar fær enginn maður vinnu, nema hann sé dyggur þjónn Sjálfstæðisflokksins. En forsetaúrskurðurinn áður- nefndi og úthlutun bifreiðanna eru nýjustu sannanir í þessum efnum. Þær eru talandi tákn um það stjórnarfar, sem yrði hér á landi, ef Sjálfstæðis- flokkurinn kæmist einhvern tíma í þá aðstöðu, að fara til langframa með völdin, einsam- all eða með stuðningi lítilssigls undirlægjuflokks eins og Al- þýðuflokkurinn er nú. Þ. Þ. TÓIIÍVX. þriðjMdagiim 18. ágiist 1942 Jón Árnason, iramkvæmdastórí Einhverjir mestu örðugleikar, sem íslenzka þjóðin á nú við að stríða, er hin mikla tilfærsla á vinnukraftinum milli atvinnu- veganna og allt það los, sem af því leiðir og sem styrjaldar- ástandið hefir valdið í þjóðfé- laginu yfirleitt. Sjávarútvegur- inn, sem hefir haft geysilega auknar tekjur, hefir jafnvel við talsverða örðugleika að stríða með að fá nægilegan vinnu- kraft. Þó er það hverjum manni vitanlegt, að bændur eiga örðugasta aðstöðu í þessu efni. Ráðningastofa Búnaðar- félags íslands hefir ekki getað útvegað bændum nema um y3 af því kaupafólki, sem um hefir verið beðið, og kaupið, sem far- ið var að krefjast síðustu dag- ana fyrir slátt, var allt að 250 kr. um vikuna fyrir kaupmenn. Það lætur að líkum, að marg- ir bændur séu orðnir á báðum áttum um það, hvort þeir eigi að halda áfram búskap, eða selja jarðir og bú. Nokkur brögð hafa verið að því, að bændur hafi tekið þetta ráð, en þó er það tæplega eins almennt og vænta mætti, því ýmsir stríðsgróðamenn hafa leitað eftir kaupum á jörðum, og margir bændur hafa átt í svo miklum örðugleikum með að fá verkafólk, að þó þeir hafi geng- ið fram af sér við vinnu, þá eiga þeir í mestu erfiðleikum með að halda búum sínum. Það er bersýnilegt, að ef ekki rætist úr fyrir bændum með að fá verkafólk, ekki aðeins um sláttinn heldur líka aðra tíma árs, er ómögulegt fyrir þá að halda búunum óskertum, og ég álít, að bezta lausnin fyrir bændur í þessu máli sé sú, ef ekki er hægt að ráða bót á verkafólksvandræðunum, að minnka bú sín svo mikið, að þeir komist af með vinnu sína og skylduliðs síns, án þess að leggja á sig allt of mikið erfiði. Þetta myndi auðvitað verða þess valdandi, að margir bænd- ur yrðu að minnka bú sín stór- kostlega, en þegar hugsað er til framtíðarinnar, þá álít ég það miklu betra, heldur en að eyði- leggja heilsu sína með óhæfi- legu erfiði, eða hverfa frá bú- skap og auka með því tölu at- vinnuleysingjanna, þegar tím- arnir breytast. Það er auðvelt að stækka búin aftur, þegar stríðs- víman rennur af mönnum, ef þá fæst verkafólk til að sinna landbúnaðarstörfum. • Þegar leitað er að orsökinni til hinnar miklu verkafólkseklu, reka menn vitanlega fyrst og fremst augun í setuliðsvinnuna, og það er engum vafa bundið, að þetta ástand á rót sína að rekja til hennar. Þegar setulið- ið settist að í landinu og byrj- aði á hernaðarframkvæmdum, voru engar hömlur á það lagð- ar, hve marga verkamenn setu- liðið mætti ráða. Þegar erfitt fór að verða að fá verkamenn, tók setuliðið að veita verka- mönnum allskonar fríðindi, þó að það greiddi að nafninu til hinn viðurkennda kauptaxta. Síðar var þó byrjað að semja um nokkura takmörkun á tölu verkamanna í setuliðsvinnu, en það var ekki fyrr en nú í vor, að gerður var skriflegur samn- ingur um þetta efni. Ég var í nefnd þeirri, sem samdi um setuliðsvinnuna og get vottað það, að fulltrúar setuliðsins, sem við samningana voru, virtust fyllilega skilja aðstöðu íslend- inga í þessu efni. Ég býst við, að hægt hefði verið að semja um meiri takmörkun á tölu verkamanna, heldur en gert var. En herstjórnin setti það skil- yrði, að ef lækkuð yrði til muna tala íslenzkra verkamanna í setuliðsvinnu, þá yrði íslenzka ríkisstjórnin að sjá um það, að þeir verkamenn, sem færu úr setuliðsvinnunni hyrfu að land- búnaðarstörfum eða fiskveiðum, en þörf landbúnaðarins og sjáv- arútvegsins fyrir verkamenn var notuð sem höfuðrök fyrir því, að íslendingar mættu ekki missa vinnukraft til hernaðar- framkvæmda. Ríkisstjórnin undirgekkst það í samningunum við herstjórn Bandaríkjanna, að gera það sem í hennar valdi stæði, til þess að sá vinnukraftur, sem losnaði úr setuliðsvinnu, hyrfi að landbúnaðarstörfum og fisk- veiðum, en þó var tekið fram, að engin lög væru til í land- inu, sem gerðu stjórninni unnt að segja verkafólki fyrir um, hvað það ætti að vinna. En rík- isstjórninni hafði hugkvæmst, að nokkuð mætti við þetta ráða með því að takmarka nýbygg- ingar, en þær taka alltaf til sín mjög mikið af verkamönnum. Til að skýra þetta mál nánar, hefi ég tekið saman, hve mikið hefir verið byggt í Reykjavík undanfarin ár: Árið byggð hús f. milj. kr. 1936 ..... 166 4,75 1937 ..... 146 5,75 1938 ..... 149 ..... 5,8 1939 ..... 149 ..... 5,7 1940 ....... 35 1,27 Sést á þessu yfirliti, að aldrei hefir verið byggt eins mikið í Reykjavík, eins og árið 1941, og þó má geta þess, að bygginga- vinna hófst ekki að verulegu ráði fyrr en talsvert var liðið á árið. Nú er það á hvers manns vitorði, að miklu meira er byggt í Reykjavík í sumar, heldur en gert var árið sem leið, fyrir ut- an það, að út lítur fyrir, að ein- hverskonar æði sé búið að grípa fólk með að byggja sumarbú- staði. Er hætt við, að þeir verði nokkuð dýrir, því að venjulegt kaup smiða í Reykjavík, sem vinna utan bæjar, er sagt að vera 8 kr. um klukkustund og frítt fæði og húsnæði. Þegar á þetta er litið, þá er það nokkuð skiljanlegt, að örðugt sé að fá verkafólk til framleiðslustarfa, því við þessar húsbyggingar er borgað engu minna kaup, held- ur en gert er í setuliðsvinnu, og í mörgum tilfellum sennilega fullt eins mikið. Byggingameistarar eru að mestu hættir að taka húsbygg- ingar í ákvæðisvinnu, heldur byggja þeir húsin fyrir reikn- ing eigenda, og er hætt við að það dragi ekki úr byggingar- kostnaðinum. Á það má og benda, að hin óhóflega dýru í- búðarhús, sem nú eru reist, eiga eftir að hækka húsaleigu almennt í öllum stærri bæjum hér á landi — og mörg af þess- um húsum eru þarflaus, ef hægt væri að halda fólki við fyrri iðju sína, í stað þess að láta allt leika lausum hala. Til enn frekari skýringar á þessu máli skal þess getið, að síðan stríðið hófst og til apríl- loka þ. á var búið að gefa út í Reykjavík einni ný verzlunar- leyfi og veitingaleyfi, sem hér segir: 142 smásöluleyfi, 92 stórsölu- og umboðssölu- leyfi. 56 veitinga- og gistihúsaleyfi. Ekkert er hægt að segja um það, hve margt fólk hefir, bæði beinlínis og óbeinlínis, horfið frá öðrum störfum, til að sinna þesskri nýju viðbót í verzlurí- ar- og veitingahúsastarfsem- inni, en sennilega skiptir það þúsundum. Þá er og eitt atriði enn, sem menn þykj ast hafa veitt athygli, en það er, að talsverð brögð séu orðin að _því, að fólk gangi iðjulaust. Ég er ekki beinlínis að fullyrða þetta, en ég álít, að menn verði að gera sér ljósa grein fyrir ástandinu eins og það nú er, ef einhverja bót á að vera hægt að ráða á misfell- unum. Og sízt af öllu má þjóðin við því, eins og nú er ástatt, að fólk gangi iðjulaust, jafnvel þótt það eigi nóga pen- inga. Síðan hið fjölmenna setu- lið settist að í landinu, hafa risið upp mörg ný smáfyrir- tæki, sem stunda allskonar iðnað, sem að langmestu leyti er háður viðskiptum við setu- liðsmenn, auk þess sem ýms eldri iðnaðarfyrirtæki hafa sveigt starfsemi sína í þessa átt. Flest eru þetta dægurflug- ur, sem hljóta að lognast út af að stríðinu loknu, en hafa unn- ið það skemmdarstarf, að draga vinnukraftinn frá nauðsynja- störfum, sem þjóðinni er lífs- spursmál að dragist ekki sam- an. Þá er það einnig augljóst, að með hinum geysilega auknu tekjum almennings, hafa kaup landsmanna á allskonar óþarfa aukizt stórkostlega. En það eykur verzlun, framleiðslu á allskonar lítt þörfum eða ó- þörfum vörum, og á yfirleitt sinn mikla þátt í því, að gera peningana verðlitla og orsaka glundroða og upplausn I at- vinnulífi þjóðarinnar. Þó nokkuð mikil brögð séu að því, að þeir, sem vinna hjá öðr- um, noti sér aðstöðuna sem bezt, til þess að afla sér sem mestra tekna, þá er ekki bein- línis hægt að lá mönnum það. Hinu ber heldur ekki að neita, að margir verkamenn taka alls ekki þátt í þessu kapphlaupi. Slíkt er skylt að meta. Það lítur helzt út fyrir, að vér íslendingar séum ekki enn búnir að gera okkur fyllilega ljóst, að við höfum dregist inn í heimsstyrjöld þá, sem nú geys- ar. Það getur vel verið, að hið endurtekna hjal um hlutleysi, sem svo mikið bar á, einkum í byrjun stríðsins, hafi stungið þjóðinni svefnþorn. En það þýð- ir bara ekki fyrir oss íslend- inga að láta sem þessi styrj- öld sé oss óviðkomandi. Það er álit ýmsra mætra manna, að á íslandi kunni að verða úrslita- leiksvið í hildarleik þeim, sem nú er háður. Og þó svo giftu- samlega kunni að takast, að aldrei komi til þess, að styrj- öld verði háð hér á íslandi, þá er það skylda leiðandi manna í þjóðfélaginu, að reyna að koma í veg fyrir truflanir í atvinnu- lífi þjóðarinnar, sem geta leitt af sér óbætanlegt tjón, þegar stríðinu lýkur. En það er eins og menn bægi frá sér þeim ó- þægindum, sem eru því sam- fara, að gera róttækar ráðstaf- anir til þess að koma í veg fyr- ir slíkar truflanir. Það þykir ef til vill ekki trúlegt, en samt er það satt, að þrátt fyrir það, að íslenzka ríkisstjórnin hefir selt meginhlutann af allri fram- leiðslu landsmanna undanfar- in tvö ár, þá eru engin lög til í landinu, sem beinlínis heimila ríkisstjórninni að gera þetta. Hún verður að gera það í skjóli þeirra laga, sem sett voru um útflutningsleyfi, í byrjun striðsins. Samkvæmt þeim lögum getur ríkisstjórn- in sett hvaða skilyrði, sem hún vill, fyrir útflutningsleyfum, og þetta hefir verið látið nægja. En þó er þetta hvergi nærri fullnægjandi. Ríkisstjórnin, eða Viðskiptanefnd fyrir hennar hönd, hefir t. d. samið um sölu á öllum síldarafurðum lands- manna. Ef nú einhver síldar- verksmiðjueigandi neitaði að selja lýsi sitt og mjöl, þá eru engin lög í landinu, sem heim- ila stjórninni að taka þessar af- urðir af manninum. Það eina, sem stjórnin getur gert, er að banna viðkomandi framleið- anda að flytja vörurnar út, nema að hann fullnægi þeim skilyrðum, sem hún setur. Reyndar getur verið, að ríkis- stjórnin gæti tekið vörurnar eignarnámi, en önnur ráð munu ekki fyrir hendi. Bendir þetta meðal annars ótvírætt á það, að löggjafarvaldið hefir lítið gert til þess að mæta erfiðleik- um ófriðarins. Hinn mikli fjárstraumur, sem rennur óhindraður um hendur almennings vegna stóraukinn- ar atvinnu og hækkunar á út- flutningsverðmætum á sinn þátt í því að skapa hér verð- bólgu, sem virðist orðin óviðráð anleg. Við þetta bætist svo, að engin allsherjarstefna hefir verið upp tekin um útlánsstarf- semi bankanna og skal það mál skýrt nokkru nánar. Strax, þegar tekjur manna tóku að aukast, eftir byrjun ó- friðarins, tók Landsbankinn upp þá stefnu, að draga úr út- lánsstarfsemi sinni. Útgerðar- félög og ýmsir aðrir, sem skuld- að höfðu stórfé fyrir stríðið, tóku að greiða skuldir sínar og var bersýnilegt, að ef Lands- bankinn átti að lána aftur allt það fé, sem þannig greiddist upp í gamlar skuldir, mundi það verða til þess, að auka verð- bólguna. Bankinn tók því strax upp þá stefnu að draga til muna úr útlánum með þeim árangri, að hann hefir lækkað útlán sín um 25%, eða úr 51 milj. kr. í 38 miljónir á tímabilinu 30/6. 1939 til 30/6. 1942. Á sama tíma hefir Útvegs- banki íslands aukið útlán sin úr 21 milj. kr. í 39 milj. kr„ eða um 86%, og á nú meira fé í útlánum en Landsbankinn. Og það eru ekki aðeins þessar 18 miljónir króna, sem bankinn hefir á þessum tíma lánað út, (Framh. á 3. síðu) Að norðan: BúmaniiNrannir „Mörg er búmanns raunin,“ segir orðtækið. En þyngstar munu þó maíraunir hafa orð- ið þjóðinni fyrr á öldum. Oft leysir snjóa í apríl og gróður byrjar. En þráfaldlega er sem illar vættir opni allar flóðgátt- ir helkuldans við noðurpól í maímánuði. Norðan bálviðri, með næturfrostum, öskrandi krapahríðar, þokur, brælur eða helliregn skiptast, eins og það eigi að nísta og kremja hvern nýgræðing, hvert ungviði, er fæðist. Slíkt veðurfar í maí olli ætíð miklum lambadauða áður fyrri, oftast fjárfelli, en stund- um manndauða. í maí kviknar og fæðist meira líf en aðra mán- uði. Sé hann ljúfur og blíður, er hann mánuður hins gróanda líís. En grimmd tíðarfarsins gerði hann oft að mánuði dauð- ans. Vorið 1942 var norðan lands eitt hið kaldasta, er menn muna, þótt snjólaust væri, og maímánuður þó verstur. Ekki er það efasamt, að slíku tíðar- fari mundu hafa fylgt mjög mikil vanhöld áður fyrr, lamba- dauði, ullarmissir, og nokkuð áf fullorðnu fé hefði króknað, og farist af allskonar slysum. Fénaðarhöld voru í bezta lagi hér nyrðra, allsstaðar þar sem engar sóttir herja. Almennast mun, að helmingur ánna hafi komið upp tveimur lömbum hér um slóðir, þó að misjafnt sé á ýmsum bæjum. Um rúning skiluðu ær öllu reifi og lömb- um í meðallagi vænum. „Upp- tíningur“ barna er nú horf- inn úr sögunni. Það finnst varla hagalagður. Hvað veldur þessum mikla mun? Fóðrun fénaðarins er nú orðin þannig að algengt er, að ærnar þyngj- ast 5—10 kíló frá veturnóttum til sumarmála. Þetta gerir all- an gæfumuninn. Vetrarfyllt ær tapar aldrei reifi og þolir vel vorkuldana. Ær, sem ber að vori í haustholdum, getur mjólkað lömbunum af holdum sínum, þótt kaldan blási í maí og júní. Það er allur galdurinn. Næst aukinni túnrækt teljurfi við hér um slóðir, síldarmjöls- notkun vera mesta framafara- sporið. Góðir fjármenn hér eru nokkuð frekir á síldarmjölið. En þeir eru þá líka hárvissir, að missa aldrei arð af fé sínu, hversu sem tíðarfar verður alla tíma árs. Heyskapur byrjaði hér nyrðra viku eða hálfum mánuði síðar venju. Olli því sein grasspretta, eftir kuldana í maí og júni og síðan úrkomur miklar í júlíbyrjun. Margir bændur heyja nú mest með vélum og slá alls ekki tún sín, nema þurrt sé eða þerris- legt. í þessu júlíregni fóru tún- in loks að spretta, og munu vel ræktuð tún og vel varin verið orðin í meðallagi um miðjan þennan mánuð. Ekki er vafasamt, að eftir líkt vor og nú, hefðu gömlu þýfðu og ógirtu túnin bitist og orðið blóðsnögg. Og heyið hefði verið slegið í rigningu niður á milli þúfnanna. Því að ekki mátti bíða þerris að losa strá- in. Það hefði marghrakist. Hér verður það sama með ærnar: Afnot túnanna bregðast ekki, af því að þau eru vel alin, þ. e. fá nægan áburð, vörn og hirð- ingu. Nú kvíðum við ekki því, að þurfa að eyða stofni eða fella, þótt lakar vori eða sumri en í meðallagi. En slæmt' sum- ar heimtar meiri fóðurbætis en venjulega. Barlómur eða úrræði. Ég bíst við, að sumum gömlu búmönnunum þyki hér linlega barinn ■ lómurinn. Tíðarfarið hefir löngum þótt mestum tíð- indum sæta og annálar og síðar dagblöð hafa verið full af raunarollum um óblíðu náttúr- unnar. En aldrei hafa maífrost- in eða júlíregnið talið skipast við þau klögumál. Mikið er nú rætt um flótta fólks úr sveitum, en minna um hitt, að framleiðsla sveitanna vex jafn hröðum skefum og fólkinu fækkar eða hraðar þó, að þægindin vaxa, húsakynni, matnaður og fatnaður er all- miklu ríkulegra en áður. Við, sem nú búum, afköstum meiri framleiðslu sem einyrkjar en feður okkar og afar með mörg vinnuhjú, og háttum þó ólún- ari. Þetta eigum við því að þakka, að við erum að mestu hættir að berja lóminn, kvört- um ekki, heldur leitum úrræða. Þekking og tækni hafa haldið innreið sína og það hefir bjarg- að. En við sjáum óðum dögun nýrrar aldar. Ef sveitir eiga að nemast á ný, duga engar róm- antískar hugleiðingar um heil- brigði og fegurð sveitalífsins, heldur aðeins það, að hverjum bónda verði kleift að öðlast þekkingu og tækni til að sigr- ast á dutlungum náttúrunnar. Hringbrautin. Fyrir nokkrum kvöldum birti útvarpið fregn um viðtal við vegamálastjóra. Þar var getið stærstu fjárveitinga til vega. Allar þær stóru fúlgur fóru til fjallvega milli byggða, á hinni miklu hringbraut kring um landið. Svona var það í fyrra, var það í ár, og verður líklega að ári. Vegafénu verður að mestu varið til að bæta skemmtiferðavegi efnaðra og vel launaðra Reykvíkinga og annarra kaupstaðabúa. Ég kom nýlega á einn áfanga- staðinn við þessa hringbraut, á virkum degi. Bílarnir þutu hjá tugum saman á klukkustund, allir fullir af efnafólki úr bæj- unum. Þar drakk um 100 manns kaffi daglega að meðaltali, en margfalt fleiri fóru framhjá. Þessi umferð þarf sinn veg og á rétt á sumarvegi. En þjóð- in lifir þó ekki af þessu ferða- lagi, atvinnuvegirnir eru ekki á því reistir. Varla tuttugasti hver bíll, sem fer um hina miklu hringbraut, er vörubíll í þjón- ustu framleiðslunnar. Margfald- ur meirihluti þessarar umferðar er minna til gagns en gamans. Akbrautir. Hanries Hafstein og Jón Þor- láksson fengu samþykkt merki- leg vegalög á sínum tíma. þar var aðaláherzlan lögð á ak- brautir fra viðskiptamiðstöð hvers héraðs, út um aðalsveit- ir. Þarna sýndi Hannes Haf- stein, að hann var langsýnn fram á rétta leið, eins og oftar. Takmark hans var efalaust ak- vegur heim að hverju býli í sveitum. Þegar bílaöldin kom, fór svo einkennilega, að þetta takmark féll í skuggann. Mátt- arvöld höfuðstaðarins sáu, að bílar gátu komið í stað skipa til larigferða. Hringbrautin þvert um heiðar, þvert um byggðir var aðalatriðið, þeirra vegur. Vegir bændanna eftir endilöng- um byggðum, dölum og strönd- um, voru fyrirlitnir. Vegabeiðn- ir þeirra voru taldar leiðinda kvabb við þingið og stjórnina og svo var skotið í þessa nöldr- unarseggi nokkrum þúsundum, þegar heiðar og skörð hring- brautar fá hundruð þúsunda. Ennþá er mikill hluti af sveit-

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.