Tíminn - 10.10.1942, Síða 1
RITSTJÓRI:
ÞÓRARINN ÞÓRARINSSON.
FORMAÐUR BLAÐSTJÓRNAR:
JÓNAS JÓNSSON.
ÚTGEFANDI:
FRAMSÓKNARFLOKKURINN.
RITSTJÓRA8KRIFSTGFUR:
EDDUHÚSI, Llndargötu 9 A.
Símar 2353 og 4373.
AFGREIÐSLA, INNHEIMTA
OG AUGLÝSENGASKRIFSTOFA:
EDDUHÚSI, Llndargötu 9A.
Sími 2323.
PRENTSMIÐJAN EDDA hJ.
Simar 3948 og 3720.
26. ár.
Reykjavík, laugardaginn 10. okt. 1942
117. blað
JónasJónsson:
Sjálfstæðísmálíð 1942
Svar við útvarpsræðu Olafs Thors
Á KROSSGQTUM
í fyrri viku fórst vélbáturinn
Gandur frá Norðfirði. Hafði í
fyrstu eigi verið ætlað, að um
slys hefði verið að ræða, því að
óveður gat ekki talizt fyrir Aust-
fjörðum um þessar mundir. Hins
vegar var talið líklegt, að um
vélarbilun hefði verið að ræða.
Var hafin leit að bátnum af vél-
bátum frá Norðfirði og hernað-
arflugvélum. Bar leitin þó eng-
an árangur, og er báturinn því
talinn af. Áhöfn Gands var
skipuð fimm mönnum, Valdimar
Runólfssyni, formanni, er lét
eftir sig ekkju og barn, Birni
Vilhelmssyni, kvæntum manni,
er átti sjö börn í ómegð, Óskari
Svendaas, ungum manni og ó-
kvæntum, Sigurði Jónssyni,
fimmtán ára unglingi og Herj-
ólfi Þorsteinssyni, er lét eftir sig
ekkju og barn.
/ t t
í síðustu viku sögðu loft-
skeytamenn upp samningum
sínum við útgerðarmenn. Var
uppsögn þeirra gerð með viku
fyrirvara. Munu samkomulags-
uppleitanir þegar vera hafnar.
Einnig munu vélstjórar hafa
farið þess á leit við útgerðar-
menn, að viðræður færu fram
um launakjör þeirra.
t t t
Ingimundur Árnason, söng-
stjóri Karlakórsins Geysis á Ak-
ureyri, hefir nýlega verið kjör-
inn heiðursfélagi Sambands ís-
lenzkra karlakóra.
t r r
Nýlátinn er hér í bænum Jón
Jónsson, fyrrverandi héraðs-
læknir. Hafði hann átt við lang-
varandi vanheilsu að búa. Var
hann fæddur að Hjarðarholti í
Dölum hinn 6. sept. 1868. Hóf
hann ungur skólanám, útskrif-
aðist sem stúdent 1888, en sem
læknir 1892. Jón var héraðs-
læknir á Fljótsdalshéraði 1893—
1896, í Vopnafjarðarhéraði 1897
—1906 og í Blönduóshéraði 1906
—1922. Síðustu árin vann hann
að tannlækningum í Reykjavík
og Hafnarfirði. Jón var maður
vinsæll og lipur læknir. Sigldi
hann oft, bæði til framhalds-
náms og sér til heilsubótar. Voru
honum falin ýmis trúnaðarstörf,
enda þótti honum farast hver
starfi vel úr hendi. Kona hans
var Kristjana Sigríður Arnljóts-
dóttir, og lifir hún mann sinn.
Loftárás á
tvö íslenzk sklp
Þýzk flugvél ,■ gerði loftárás á
tvö íslenzk skip fyrir austur-
strönd íslands í gærmorgun.
Tveim sprengjum var varpað,
en hvorug hæfði í mark. Tjón
af völdum árásar þessarar varð
ekkert.
Ómakleg árás.
Ólafur Thors forsætisráð-
herra minntist Framsóknar-
flokksins í síðustu útvarpsum-
ræðum. Hann hafði um Fram-
sóknarflokkinn mörg stór og
ill orð og gat ekki rökstutt
neinn af sleggjudómum sínum.
Ég sé enga ástæðu til að láta
ómótmælt þessari ómaklegu og
ranglátu árás á flokk, sem hefir
lagt á sig mesta og seiglátasta
vinnu til að skapa og tryggja
sjálfstæði þjóðarinnar. Ég mun
fyrst leggja fram sýnishorn af
orðbragði ráðherrans um Fram-
sóknarflokkinn og síðan rekja
gang málsins. Mun þá koma í
ljós, að málið horfir mjög öðru
vísi við heldur en Ólafur Thors
vill vera láta.
Orðbragð
forsætisráðhcrra.
Mbl. 7. sept.: „Svo hörmuleg
sem framkoma Framsóknar-
flokksins í dýrtíðarmálinu hefir
verið, er hún þó hálfu verri í
sjálfstæðismálinu, einnig vegna
þess, að svo mikils metur þjóð-
in sjálfstæði sitt, að fram að
síðasta þingi hefir enginn flokk -
ur haft í senn innræti og
dirfsku til þess að reyna að
fórna sjálfstæði þjóðarinnar í
eigin ávinningsskyni." —
„Fram að þessum tíma höfðu
nær allir alþingismenn staðið
saman um afgreiðslu málsins."
„Um aðstöðu Framsóknar-
flokksins er það að segja, að
hann lét sér sæma í þessu
stærsta máli þjóðarinnar, að
gera hvort tveggja í senn, að
ráðast með fúkyrðum á lausn
þá, er samþykkt var, en láta þó
undir höfuð leggjast að bera
fram aðra tillögu í málinu.“
„Öll framkoma Framsóknar-
flokksins í þessu máli er jafn
óhyggileg eins og hún er óvirðu-
leg. Það út af fyrir sig, er ó-
fyrirgefanlegt, að draga af á-
settu ráði og gersamlega að
nauðsynjalausu þetta friðhelga
mál inn í dægurdeilur."
Mbl. bætir við orð ráðherrans
sama dag í forustugrein:
„Fyrir giftusamlega forustu
núverandi ríkisstjórnar og
dygga aðstoð flokkanna, sem
hana studdu í þessu máli á síð-
asta þingi, en gegn harðri og
IIjólirt snýst
Hér fer á eftir samanburður á verðlagi nokkurra vörutegunda
í valdatíð Ólafs Thors.
Júní 1942 Okt. 1942 Hækkun
Kindakjöt 4.10 7.30 78
Mjólk, mæld 0.92 1.50 63
Þorskur,- (nýr) 0.60 0.75 25
Rjómi 9.50 46
Smjör 11.50 18.70 63
Smjörlíki 3.68 4.74 29
Egg 8.40 18.00 114
Molasykur 1.39 1.69 22
Strásykur 1.19 1.47 24
Hrísgrjón 1.39 2.22 60
Hveiti 0.67 0.84 25
Franskbrauð (500 gr.) . .. 0.68 0.82 21
Kartöflur 0.80 1.08 35
Haframjöl 0.82 1.15 40
Er þetta lítið en glöggt sýnishorn þess, hvernig ríkisstjórnin
hefir „barizt“ gegn dýrtíðinni.
ósvífinni andstöðu Framsóknar-
flokksins, hefir sá áfangi náðst
í sjálfstæðisbaráttuni" o. s. frv.
Hiirn „dyggi44
h j álparf lokkur.
Lesendur veita vafalaust eft-
irtekt hinum gífuryrtu ásökun-
um ráðherrans. Til að réttlæta
slíkan dóm um einn af stærstu
flokkum þjóðarinnar, sem í ald-
arfjórðung hefir haft meiri á-
hrif til eflingar framförum og
menningu heldur en allir aðrir
flokkar til samans, hefði þurít
að vera um mjög alvariegar
sakargiftir að ræða. En það
sýnir bezt veigaleysi stóryröa,
að blað Sveins Sveinssonar
timbursala bætir við lofgerð um
hjálparflokkana í sjálfstæöis-
málinu. Þar er Kommúnista-
flokkurinn hafinn í æðra veldi
með því að Mbl. þakkar honum
dygga þjónustu í frelsismáli ís-
lendinga. Sömu dagana lýsti
Mbl. þessum sama flokki sem
auðmjúkum þjóni Rússa, og
sagði réttilega, að hann væri
að eyðileggja allt fjármálalíf
landsins með „fantatökum.“
Stjórnlaus bifreið.
Ég vona, að Jakob Möller mis-
virði ekki þó að ég leitist við að
skýra leiðsögu Sjálfstæðis-
flokksins í skilnaðarmálinu í
sumar, með dæmi úr bílstjóra-
lífinu. Mér finnst að eftir bæj-
arstjórnarkosningarnar í Rvik
í vetur sem leið, hafi mátt, að
því er snertir skilnaðarmálið,
líkja Sjálfstæðisflokknum við
bifreið, sem skilin hefir verið
eftir á vegarstalli uppi í brekku,
og liggur þaðan vegur niður á
slétta grund. Bifreiðin er í
hemlum og á ekki að hreyfast.
Allt í einu kemur lævísi götu-
strákurinn að bílnum og fellir
hemlana niður. Við það byrjar
bifreiðin að velta niður brekk-
una. Fyrst hægt, síðan með
meiri og meiri hraða, og
slangrar af tilviljun óreglulega
milli vegbrúnanna. Ef blind
tilviljun er ekki óhagstæð, álp-
ast bifreiðin að lokum niður á
jafnsléttu og nemur þar staðar.
IV iðin giverkin
i Horegi
Herlög hafa verið sctt í Þrændalögnm
Lr tilkyimiugum norska blaðafulltrúans
í Reykjavík 7. okt.
Úr tilkynningum norska blaða- i um. Hafa allmargir forsprakk-
fulltrúans í Reykjavík 7. okt...
Terboven, landsstjóri Þjóð-
verja í Noregi, hefir nýlega gef-
ið út tilkynningu þess efnis, að
vegna mótþróa og skemmdar-
verka, skuli herlög gilda í
Þrændalögum frá kl. 5 að
morgni hins 4. okt. Hefir Rog-
ar verið reknir frá starfi, tekn-
ir höndum eða lokaðir í fanga-
búðum. Rogstad „fylkisstjóri“
er ungur maður en alræmdur
fýrir grimmd og hörku.
Síðan hafa borizt fregnir um
að 24 Norðmenn hafi verið
teknir af lífi í Þrándheimi. Alls
stad fylkisstjóri fengið óskorað hafa þannig 34 norskir ætt-
vald til allra aðgerða, sem jarðarvinir látið lífið síðan her-
hann kann að telja nauðsyn- J lögin voru sett. Er þá alls vitað
legar á þessu svæði. Norðmenn um 135 Norömenn, sem þýzka
verða að halda sig í húsum inni herstjórnin hefir tekið af lifi.
frá kl. 20 til kl. 5, samgöngu-
tæki innan héraðs skulu stöðv-
uð kl. 19. Aðeins þýzki herinn
má ferðast á járnbrautunum,
nema sérstakt leyfi komi til.
Opinberar stofnanir og veit-
ingastaðir verða að loka kl. 19.
I Osló beitir fylkismaður, sem
Stenersen heitir, hinni mestu
hörku. Hefir látið hefndir ganga
yfir norska borgara. fyrir loft-
árás Breta á Osló 25. sept., þeg-
ar Quisling var að halda hátíð-
Fundarhöld eru með öllu bönn- legt ársafmæli valdatöku sinn-
uð. Öll mótstaða verður bæld ar. Stenersen hefir þvingað
niður með vopnavaldi. Brot marga háskólakennara, blaða-
gegn settum reglum verða dæmd menn, íþróttamenn og útgerð-
af herrétti. | armenn til þess að vinna við að
8. okt., í fyrra kvöld, voru 10 ryðja úr rústunum eftir loft-
Norðmenn skotnir í Þránd- j árásina. Meðal þeirra, sem sett-
heimi að boði lögregluforingj-; ir hafa verið í þessa þvingun-
ans þýzka, Rediess. Meðal arvinnu eru skíðakapparnir
þeirra eru nokkrir af fremstu Birgir og Sigmund Ruud, hinn
borgurum Þrándheims. Fara aldurhnigni skátaforingi séra
hér á eftir nöfn þeirra: Otto J Gassmann, Ditlev-Simonsen,
Shirstad, lögfræðingur, Henry útgerðarmaður, Herbert leikari,
Gleditsch, leikhússtjóri, Harald auk margra lækna og vísinda-
Langhelle, ritstjóri, Hirsch,
verzlunarmaður, Birch, banka-
stjóri, Per Tangen Lykke,
skipamiðlari, Finn Berg, skip-
stjóri. Ennfremur: Hans Kon-
rad Ekornes, verkfræðingur frá
Álasundi, Bull Aakran, lög-
fræðingur frá Röros og Peder
Eggen, byggingameistari frá
Orkanger.
Allir þessir menn voru skotn-
ir án dóms og laga.
Miklar æsingar hafa orðið út
af manndrápunum. Vita menn
ekki til, að alvarleg skemmdar-
verk hafi verið unnin, en hins
vegar er vitað um óróa í liði
Quislingsmanna í Þrændalög-
Ef ólánið er með veltur hún út
af til annarrar hvorrar handar
á leið niður brekkuna.
(Framli. á 2. síðu)
manna.
Þá hefir og Stenersen gert
upptæk hús margra borgara í
Osló og fyllt þau fólki, sem varð
húsvillt í loftárásinni. Meðal
annarra hefir prófessor Halles-
by verið hrakinn úr húsi sínu
í grennd við Osló.
Hjóðverjar þröngva
kosti Dana
Fregnir berast nú frá Dan-
mörku um vaxandi erfiðleika í
sambúð Þjóðverja og Dana.
Hafa Þjóðverjar krafizt þess,
að Danmörk gengi í „germanska
þjóðabandalagið", er þeir nefna
svo. Þessu hefir danska stjórn-
in neitað.
Þá er sagt, að Þjóðverjar
heimti í sínar hendur yfirstjórn
dönsku lögreglunnar.
Nemendur Mennta-
skólans fylkja sér um
Pálma Hannesson
Tímanum barst í gær afrit af
bréfi, sem nemendur Mennta-
skólans í Reykjavík hafa sent
kennslumálaráðuneytinu og
flytur mótmæli, er samþykkt
voru einróma á fjölmennum
nemendafundi gegn gerræði
Magnúsar kennslumálaráð-
herra gegn Pálma Hannessyni.
„Við undirritaðir leyfum oss
hérmeð að tilkynna hæstvirtum
kennslumálaráðherra, að al-
mennur fundur nemenda
Menntaskólans í Reykjavík,
haldinn 8. október, samþykkti
eftirfarandi ályktun:
„í sambandi við misklíð þá,
sem upp hefir komið út af bréfi
rektors Pálma Hannessonar til
kennslumálaráðuneytisins, dag-
settu 5. október 1942, þar sem
hann hótar afsögn sinni, ef ekki
verður gengið að kröfum hans
varðandi umráð hans yfir skóla-
húsinu og viðgerðina á því, vill
fundurinn taka eftirfarandi
fram:
1. Við styðjum eindregið kröf-
ur rektors í húsnæðismálum
skólans og lýsum óánægju okk-
ar vegna seinagangsins og um-
hirðuleysisins við viðgerð hans,
þar sem kennsla hefir þegar
fallið niður langan tíma af
skólaárinu.
2. Það kann að hafa verið á-
lit hæstvirts kennslumálaráð-
herra, að gagnrýni sú, sem
fram kom frá nemendum á
stjórn ýmissa eigna skólans,
hafi verið vantraust á rektor.
Það er á algerum misskilningi
byggt, enda erum við þess full-
viss, að nú, er skólinn hefir
endurheimt húsnæði sitt, og ef
kröfur rektors nái fram að
ganga, sé full ástæða til að ætla,
að málefnum skólans verði vel
borgið í framtíðinni undir
þeirri stjórn, sem hann nú hef-
ir.“ Undirskriftir.
Þessu hafa Danir neitað.
Enn krefjast Þjóðverjar leyf-
is til að leggja akbraut mikla
norður eftir Jótlandi.
Danskir Quislingar hafa sig
nú meira í frammi en áður, og
hafa viða brotizt út óeirðir fyr-
ir þá sök.
Danska þingið hefir verið
kvatt til fundar til að ræða
þessi vandamál.
Leíðbeining; um kosningu í tvímenningskjördæmi
Við alþinglskosningar 18. október verður listakosning viðliöfð í öllnm tvímenningskjör-
dæmum landsins í fvrsta skipti. — Kjóscndum til leiðbeiningar vcrður bér birt sýnisborn
af kjörseðli í tvímenningskjördæmi, eins og hann lítur út, þegar listi Framsóknarflokksins
hefir verið kosinn. Eiigin merki má gera við aðra lista, því að þá verður seðillinn ógildur.
A Listi Alþýðuflokksins X B Listi Framsóknarflokksins C Listi sameiningarflokks al- þýðu — Sósíalistaflokksins D Listi Sjálfstæðisflokksins
Páll Pálsson Sigurður Sigurðsson Þórður Þórðarson Jón Jónsson Sigurður Sigurðsson Þórður Þórðarson Jón Jónsson Páll Pálsson Jón Jónsson Páll Pálsson Sigurður Sigurðsson Þórður Þórðarson Sigurður Sigurðsson Þórður Þórðarson Páll Pálsson . Jón Jónsson
A Landslisti AipÉlíksiiis B Landslisti Framsdknarllokksins f* Landslisti Sameiningarflokks alþýðu - Sócialistaflokksins D Landslisti Sjálfstmðisflokksins