Tíminn - 10.10.1942, Page 3
mh
117. blað
laagardaglim 10. okt. 1943
463
Sjálfstæðismálið 1942
(Framh. af 3. síOu)
manna, er þeir hengdu fána
landsins á kosningabíla sína. Nú
hafði Sjálfstæðisflokkurinn þó
brotið þessa reglu. Hann hafði
tekið sjálfstæðismálið til með-
ferðar í flokkslegu áróðursskyni,
að fornspurðum samstarfsflokki
sínum, og beitt þann flokk full-
um fjandskap, en ætlaðist þó
til, að Framsóknarmenn væru
með í fylkingunni, þrátt fyrir
allt, sem gert var til að sýna
þeim sem mesta flokkslega á-
reitni.
Eftir að kjördæmamálið var
komið á fleygiferð, lét Sjálf-
stæðisflokkurinn skipa fimm
manna nefnd til að endurskoða
lýðveldisstjórnarskrá, sem til
var frá tímum þjóðstjórnarinn-
ar. Framsóknarmenn voru ekki
hafðir í ráðum um þessa nefnd-
arskipun, en hún var samþykkt
með atkvæðum hinna þriggja
flokkanna. En eftir að nefnd-
arskipun var ákveðin, án sam-
ráðs við Framsóknarmenn,
kaus hann þó okkur Hermann
Jónasson til að mæta þar, fylgj-
ast með hvað gerðist og styðja
eftir verðleikum mál, sem fram
kynnu að koma.
Hvað ntymli Mbl.
hafa gert?
Ég hefi stundum reynt að
leiða hugann að því, hvað þing-
flokkur Sjálfstæðismanna hefðu
gert, ef hann hefði verið beittur
öðru eins ofríki og ofstopa eins
og Framsóknarmenn urðu fyr-
ir af Mbl.mönnum í þessu efni.
Ég tek sem dæmi, að Fram-
sóknarmenn hefðu tekið marg-
endurteknum yfirlýsingum
kommúnista og jafnaðarmanna
og gera bandalag við þessa»
flokka, gert alla verzlun kaup-
manna á íslandi að þjóðarfyr-
irtæki, sagt þeim að lifa á göml-
um gróða og sjúga hramminn
næsta ár, ef ekki væri annað
til framfæris. Þetta hefði verið
flokkslega hörkuleg meðferð á
Sjálfstæðisflokknum, einkan-
lega, ef þessar góðgerðir hefðu
verið' veittar Sjálfstæðisflokkn-
um eins og skilnaðarkveðja í
vinsamlegu samstarfi. Ég vil
ennfremur gera ráð fyrir, að
Framsóknarflokkurinn hefði
eftir þetta sagt við Sjálfstæðisr
menn: Við höfum að vísu gefið
ykkur lítilsháttar áminningu,
en þar sem við ætlum nú óbeðn-
ir af öllum að taka að okkur að
gera landið að lýðveldi, með
dyggum stuðningi komma og
krata, þá ætlumst við til að þið
látið nú sem ekkert hafi í skorizt,
þar sem telja má, að heill föð-
urlandsins sé í veði, og fylgið nú
trúlega í slóð Framsóknar-
manna um glæsilegan sigurvinn-
inga fyrir forgöngu okkar.
Mér finnst, að ég geri ekki
Sjálfstæðisflokknum rangt, þótt
ég segi, að hann hefði harðneit-
að allri samvinnu við Fram-
sóknarflokkinn, jafnvel við
jafn „friðheilagt" mál eins og
lýðveldismyndunina. í stað þess
hefði allur Sjálfstæðisflokkur-
inn tekið upp baráttu upp á líf
og dauða, til að hefna ágangs
og harðleikni í hagsmunamáli
flokksins.
Var það „dyggð“?
Við Hermann Jónasson og
aðrir Framsóknarmenn verðum
víst aldrei leiddir í kór í kirkju
Mbl., eins og hinir dyggðum
prýddu kommúnistar og jafnað-
armenn. Ég skal ekki fullyrða,
að það hafi verið dyggð, en ég
held það megi kallast þegn-
skapur, að þrátt fyrir alla þá
rangsleitni og óviðurkvæmi-
legan fjandskap, sem flokki okk
ar hafði verið sýndur, þá létum
við ekki frelsismálið gjalda þess.
Við komum á fundi í þeirri
nefnd, sem kosin var til að
endurskoða mjög fullkomið frv.,
sem þjóðstjórnin hafði fengið
dómarana í hæstarétti og
Bjarna borgarstjóra til að
semja, eftir því sem tími okkar
leyfði í kosningaátökunum. Ég
lét bóka í fundabókina all-
margar athugasemdir um málið
og hógværa bendingu um, að
upptaka málsins væri ekki gerð
á sem heppilegustum tíma. Síð-
an lét ég fyrir mitt leyti óhik-
að i ljós, að ég vildi styðja að
skilnaði sem allra fyrst, ef þess
væri nokkur kostur. Þar sem ég
hefi verið eindreginn og yfir-
lýstur skilnaðarmaður frá
æskuárum, og auk þess orðið
fyrir þeim heiðri 1939, að vera
af Stauning talinn eini maður-
inn á íslandi, sem vildi að þjóð-
B-lísta kjósendur!
Á morgun, sunnudaginn 11. október, verður kosningaskrif-
stofan í Sambandshúsinu opin frá kl. 1.30 til kl. 6 síðdegis.
Þess er fastlega vænzt, að allir — konur og karlar — sem
efla vilja fylgi B-listans, mæti til skrafs og ráðagerða um
seinasta og afdrifaríkasta áfanga kosningabaráttunnar.
Nú er aðeins ein vika til kosninga
Notið vel hverja einustu frístund til að efla fylgi B-listans!
Skrifstofan verður opin kl. 9—22 alla næstu viku!
Símar 5099 og 2151.
Vöntun á hjólbörðum
Sveinn Ingvarsson, sem var Amerískum yfirvöldum er ljóst,
forstjóri bifreiðaeinkasöl-
unnar, hefir sent Tímanum
til birtingar eftirfarandi
grein, þar sem vakin er at-
hygli á mjög mikilsverðu at-
riði fyrir flutninga á landi og
atvinnulíf landsmanna í
heild:
Bifreiðafjölgunin og mikil
aukning á daglegri notkun bif-
reiðakostsins í landinu, hafa í
för með sér stórum aukna
notkun á hjólbörðum, miðað við
það, sem inn hefir verið flutt
og notað í landinu á síðast liðn-
um árum. Hinar stórkostlegu
verklegu framkvæmdir setulið-
anna, sem nota að miklu leyti
íslenzkan bifreiðakost, svo og
stór aukning á öllum flutning-
um innan lands, bæði á vörum
og fólki, leiða til þess, að vér
þurfum að fá stórum aukna
heimildina til kaupa á hjól-
börðum frá Bandaríkjunum.
Það mun því miður ekki verða
auðsótt mál að fá útflutnings-
aukningu, þar sem gúmmí er ein
dýrmætasta hernaðarvara
Bandaríkjanna. En þar sem
in fengi fullt frelsi, þá var vita-
skuld engin sérstök dyggð frá
minni hálfu að fylgja hugsjóna-
máli mínu. Hermann Jónasson
tók sömu aðstöðu, þó að hann
leyndi ekki, að honum mislík-
aði vinnubrögð Sjálfstæðis-
flokksins. Eftir að Framsókn-
arþingmenn komu saman á
sumarþinginu, lýsti þingflokk
urinn því yfir, að hann myndi
óhikað og óskiptur styðja lýð-
veldisfrumvarp það, sem áður
er um talað, og sem Ólafur
Thors ætlaði að leggja fram á
þinginu. (Framh. í næsta bl.)
VI. Tveir kjördagar.
Einu sinni á siðasta þingi sá-
ust þó úlfshár Reykjavíkur-
flokkanna undan gærunni.
Sveitaþingmenn vildu hafa tvo
kjördaga, annan til vara, ef
veður hömluðu, eða ef allir
kæmust ekki áð heiman í senn,
þar sem langt er á kjörstað.
Þarna risu andstæðingar sveit-
anna öndverðir á móti og heita
á harðveðrin til bjargar sér í
veglausum sveitum. Málið marð-
ist þó gegnum þingið. Aftur á
móti vildu þeir hafa tvo kjör-
daga í Reykjavík óg leggja nótt
við dag.
Rétta svarið við þessum mót-
þróa er öflug kjörsókn í haust.
Einu rökin fyrir kjördæmamál-
inu voru þau að fá atkvæði
kæmu á hvern sveitaþingmann.
í haust þurfa þau að vera fleiri
en nokkru sinni áður.
VII. Postulínskýrnar.
Sú saga gengur, að kona há-
tekjuverkamanns hafi keypt
tvær kýr úr postulíni tíl skrauts
í stofum sínum, hvora á 500 kr.
Þetta var vorið 1941, en þá voru
mjólkurkýr seldar þessu verði.
Ef sagan styðst ekki við veru-
leikann, er hún hún góður skáld-
skapur, sem geymir mikinn
raunhæfan sannleika. Þjóðin er
sem ölvuð af dýrtíðarvinnunni,
og fjöldi fólks er hættur að
greina gagnleg verðmæti frá fá-
nýtum. Gróðamenn á öllum
sviðum æsa kaupfýsn fólksins,
allt er hægt að selja afarverði,
án tillits til nytsemi.
Svo segja fróðir menn, að 150
heildsalar hafi bætzt í vænan
hóp, sem fyrir var í Reykjavík
í stríðsbyrjun. „En svo hljóp öll
réttin ótalin“. Engin hefir reynt
að telja aragrúa smásala og alls
konar mangara, allar „sjopp-
urnar“, sem upp hafa þotið eins
og gorkúlur í óþurrkum.
Nú vita allir, að innflutning-
ur nauðsynjavöru hefir minnk-
að og að hinir gömlu heildsalar
og kaupmenn, Sambandið og
kaupfélögin önnuðu vel þeim
viðskiptum og mundu nægja
enn. Hlutverk hinnar nýju verzl-
unarstéttar er því að selja ó-
þarfann, sem inn flæddi, er inn-
flutningshöftin voru leyst, að fá
menn til þess að kaupa postu-
linskýrnar.
Hópur þessi vex um mörg
hundruð árlega, ef þjónustulið
er með talið. Eftir því sem hann
stækkar, verður minna fóðurs
aflað handa mjólkurkúnum.
færri kálfar látnir lifa, færri
fiskar dregnir úr sjó. Starfið
miða að því að fá menn til að
kaupa misjafnlega þarfa hluti,
og helzt hina óþörfu, er mesta
álagningu þola.
VIII. Húsbændur Sjálfstæðis-
manna.
Það er alkunna, að heildsal-
arnir í Reykjavík eiga bæðí Vís-
ir og Morgunblaðið. Ekkert birt-
ist í þeim blöðum, sem ekki fell-
ur i kram heildsalanna. Þeir
geta múlbundið ritstjórana og
raunar alla Sjálfstæðismenn.
Sennilega hefir ráðherrum
flokksins og ýmsum öðrum ekki
verið ljúft að gleypa gæsirnar
steiktu. En heildsalarnir kröfð-
ust þess, með blöðin í broddi
fylkingar. Gegn ofurvaldi blað-
anna, þorði flokurinn ekki að
rísa. Hver einasti Sjálfstœðis-
maöur hefir heildsalana ad hús-
bœndum.
Ýmsir segja, að margir at-
vinnurekendur Sjálfst.flokks-
ins, bændur og útvegsmenn, séu
„beztu menn“ og engu ólíklegri
til þess að vinna að heill stéttar
sinnar en Framsóknarmenn, á
þingi sem annars staðar. En
reynslan hefir sýnt, fyrr og síðar.
að þeir eru ekki sjálfum sér ráð-
andi. Þeir bregðast,. þegar mest
á ríður. Þá verða stórlaxarnir í
Reykjavík að ráða. Svo var ár-
um saman með einkasölu á á-
burði, Bygginga- og landnáms-
sjóð, afurðasölulögin o. s. frv.
Flokkurinn var allur á móti. Og
svona er það enn. Það sýnir kjör-
dæmamálið og kjördagurinn.
Hver, sem gefur Sjálfstæðis-
að mikill hluti af bifreiðakosti
landsins vinnur beint í þágu
setuliðanna, og þar sem bif-
reiðar eru einu flutningatækin,
sem til eru í þessu landi, og
ennfremur, að öll framleiðsla
vor er miðuð við fisk- og matar-
framleiðslu fyrir Bretland og
Bandarikin, er vér höfum sér-
stakan vináttusamning við, þá
væntum vér fastlega, að þetta
mál verði leyst svo vel fyrir oss,
að ekki skapist af því stöðvun
eða hnekkir fyrir atvinnulíf
þessa lands.
í viðræðum okkar Thor Thors,
sendiherra, 'við ýmsar stjórnar-
deildir í Washington, á síðast-
liðnum vetri, viðvíkjandi bif-
reiðahjólbörðum fyrir ísland
árið 1942, fékkst ekki samþykkt
heildarmagn, er íslandi skyldi
ætlað, en samkomulag varð um,
að fyrst um sinn skyldi leyft
líkt magn og sannanlega hefði
verið flutt inn til íslands árið
1941.
Lagðar voru svo fram sannan-
ir fyrir innflutningi ársins 1941,
og á þeim grundvelli samþykkti
War Production Board, eftir 3ja
mánaða þúngan málflutning,
pöntun, sem miðaðist við líkt
magn og allur innflutningur
ársins 1941.
Nú hefir reynslan sýnt, að
notkun bifreiða í landinu á þessu
ári er mikið meiri en á árinu
1941 og notkun hjólbarða stór-
um aukin.
Það er því óhjákvæmilegt að
gera hið ítrasta til að fá við-
bótarpantanir Bifreiðaeinkasöl-
unnar á hjólbörðum samþykkt
ar, ,svo að ekki verði stöðvun á
fjölda ökutækja í landinu.
Þar sem breyting hefir orðið
á með Bifreiðaeinkasöluna, en
hún hefir annast kaup á þess-
ari vöru á undangengnum ár
um, tel ég rétt að benda nú þeg-
ar á það, að það atriði, að afla
framleiðslu-heimildar og út-
flutningsleyfis fyrir nægilegum
birgðum af bifreiðahjólbörðum
frá Bandaríkjunum, er mál, sem
flytja þarf vel og með góðum
undirbúningi, hvernig svo sem
dreifingu vörunnar hér innan
lands verður hagað.
Sveinn Ingvarsson
HEIlDSÖLyBIRGÐIRr
ÁRNI J0NSS0N
REYKJAVÍK S
manni atkvæði nú við vetrar-
kosningarnar, hann vinnur fyrir
heildsalana í Reykjavík. Hann
vinnur á móti stétt sinni, móti
bændasamtökum, sem framar
öllu hafa lyft sveitunum upp úr
örbirgð og niðurlægingu.
Samband ísl, samvtnnufélaga.
Bréfaskóli S. f. S. er ætlaður jafnt ungum
sem gömlum. Nemendur geta innritast
hvenær sem er á árinu, og mega velja um
námsgreinar. Námshraði eftir óskum.
Lágt kennslugjald. Látið Bréfaskólann
hjálpa yður til sjálfsnáms.
Bréfaskóli S. í. S., Sambandshúsinu,
Reykjavík.
Saltkj öt
liman skamms fáum vér spaðkjöt í mörgum
tuimustærðum.
Tökum á mótí pöntunum
í síma 1080 alla virka daga
og gcrum ráð fyrir að gcta Iiafið afgrciðslu
kjötsins eftir miðjan októbcr.
Samband ísl. samvinnuíélaga.
NIGLIMGAR
milli Bretlands og íslands halda áfram,
eins og að undanförnu. Höfum 3—4
skip í förum. Tilkynningar um vöru-
sendingar sendist
Culliíord’s Associafed Línes, Ltd.
26 LONDON STREET,
FLEETWOOD.
Neítóbaksumbúðir keyptar.
Kaupum fyrst um sinn neftóbaksumbúðir sem hér segir:
1/10 kg. glerkrukkur ........ með loki kr. 0.50
1/5 — glerkrukkur ............ — — — 0.60
1/1 — blikkdósir ............. — — — 2.25
1/2 — blikkd. (undan ósk. neftób. — — — 1.10
Dósirnar mega ekki vera ryðgaðar og glösin verða að
vera óbrotin og innan í lokum þeirra samskonar pappa-
og gljápappírslag og var upphaflega.
Umbúðirnar verða keyptar í tóbaksgerð vorri í
Tryggvagötu 8, fjórðu hæð (gengið inn frá Vesturgötu)
alla virka daga kl. 9—12 árdegis.
TÓBAKSEINKASALA RÍKISINS.
A V O
de
P A R I
varðveita hörund yðar
— gera það mjúkt og
heilbrigt og verja það
öllum kvillum. SAVON de PARIS
er mjúk sem rjómi og hefir
yndislegan hressandi rósailm. —
Notið beztu og vönduðustu sápuna!
- JVoítð SAVOJV de PARIS -