Tíminn - 06.04.1943, Síða 4

Tíminn - 06.04.1943, Síða 4
160 TÍMIM, þrigjudaginn 6. apríl 1943 40. blað tTR « ^ivrn Listaverkasýningin. RiklsstjCrl opnaði listaverkasýning- una í hínum nýja Sýningarskála myndlistarmannafélagsins á • laugar- I daginn. Viðstaddur var fjöldi erlendra boðsgesta, ríkisstjórn, alþingismenn, sendlherrar erlendra rikja, yflr- | menn hersins og fleiri. — Plutti | ríkisstjóri snjallt ávarp og hvatti til þess að komið yrði upp málverka- safni. Á sýningunni eru verk eftir 20 málara og 4 myndhöggvara. Fölsun skömmtunarseðla. Fimm menn hafa verið settir í gæzluvarðhald og eru þeir ákærðir fyrir fölsun skömmtunarseðla. Menn þessir eru Adolf Bergsson lögfræðing- ur, Jón Kjartansson framkvæmdar- stjóri og Friðjón Bjarnason prentari og tveir starfsmenn í einnl prent- myndagerð bæjarins. Málið er enn í rannsókn. Hámarksverð á veitingahúsum. Viðskiptaráð hefir sett hámarksverð á allar veitingar i veitingahúsum. Gengur það í gildi næstk. fimmtudag. SJá nánar í auglýsingu á öðrum stað i blaðinu. Víxilfölsun. Nýlega var kveðinn upp í Lögreglu- rétti Reykjavíkur dómur yfir 17 ára ungling fyrir vixilfölsun. Hafði ungl- ingur þessi falsað vixil og selt hann í Crtvegsbankann. — Hlaut hann fyrir það 5 mánaða fangelsi skllorðsbundið. Áskriftargjald Tímaas utan Reykjavíkur og Hafnar- fjarðar er kr. 30.00 árgangur- inn. Hví skal ei bera höfuð háti? (Framh. af 3. síSu) manna sem sönnunargagn fyrir því, að íslenzkur landbúnaður eigi ekki framtíð sem sjálfstæð- ur atvinnurekstur, heldur hljóti jafnan að verða ómagi á öðrum atvinnuvegum landsins. Og svo ýtinn er þessi áróður, að mér finnst jafnvel ýmsir bændur vera farnir að ^bogna undir honum. En þetta er stórháska- leg fcenning, sérstaklega ef hún yrði til þess að lama trú hinna ungu manna i landinu og þó einkum í sveitunum, á tilveru- rétt og tilverumátt landbúnað- arins í framtíðinni. En leggið ekki eyrun að slíkum söng, ungu menn. íslenzka þjóðin getur ekki orðið langlíf í landinu, nema hér sé rekinn blómlegur og þróttmikill landbúnaður, sam- hliða öðrum atvinnugreinum. Hún getur ekki án hans verið, af framleiðslu og atvinnuástæð- um, af menningar og þjóðernis- ástæðum. Og hann verður aldrei»að velli lagður á meðan bændurnir í landinu skilja sjálfir gildi hans fyrir þjóðfé- lagið, og hafa trú, á honum og heilbrigðan metnað fyrir hönd bændastéttarinnar, á meðan hann hefir á að skipa mönn- um, sem bera höfuð hátt, þótt móti blási. Kveldúlísklíkan og Moskvuklíkan (Fravih. af 1. síðu) blöð sln fara að ófegra það, sem nást á með samningunum, get- ur heldur ekki hafa meint þá alvarlega. Það virðist þvl mega slá þvi föstu, að tilboð Sósíalista- flokksins hafi aðeins verið her- bragð Moskvuklíkunnar, sem enn ræður lögum og lofum í flokknum og hefir óskir meira- hluta flokksmanna um vinstra samstarf að engu. Fyrir Moskvudeildinni vakir það fyrst og fremst, að upplausn sú, er hófst með svikum Sjálf- stæðisflokksins í kjördæma- málinu á siðastl. ári, haldi á- fram og aukizt. Moskvuklíkan telur upplausnina bezta jarð- veginn fyrir stefnu sína. En til þess að leyna þessum tilgangi sínum, reynir hún að eiga vin- gott við hina flokkana, læzt vera að ræða við þá um sam- starf o. s. frv. meðan þjóðfé- tlagsbyggingin er að nálgast hrunið. Kveldúlfsklíkan og Moskvuklíkan skríða saman. Stærsta sönnunin fyrir þvi, að ráðandi menn Sósíalista- flokksins vilja nú ekki vinstri stjórn, er samdrátturinn milli þeirra og Kveldúlfsklíkunnar seinustu vikurnar. Ólafur Thors og Brynjólfur Bjarnason hafa varla getað'séð hvor af öðrum. Frá bæði Moskvuklíkunni og Kveldúlfsklíkunni hefir fregn- azt, að nokkur von sé um mynd- un þjóðstjórnar. Ýms mál í þinginu hafa sýnt þennan sam- drátt. Klíkur þessar bræddu sig saman um eyðileggingu bif- reiðaeinkasölunnar og viðhald einkabrasks í lýsisherzlumál- inu. Síðast, en ekki sízt, má nefna það, að Brynjólfur Bjarnason er nú að hjálpa Kveldúlfsfjölskyldunni til að eignast nær útsvarsfrjálsan hólma innan lögsagnarum- dæmis Reykjavíkur. Mörgum mun þykja þetta til- hugalíf þeirra.Brynjólfs Bjarna- sonar og Ólafs Thors næsta ó- trúlegt. En séu hlutirnir rann- sakaðir nánar, kemur eitt sameiginlegt áhugamál I ljós: Hvorugur vill róttæka, um- bótasinnaða stjórn. Brynjólfur óttast slíka stjórn, því að hún gæti hindrað þá upplausn, sem hann álítur bezta jarðveg kommúnlsmans. Ólafur óttast slíka stjórn, því að hún myndi skerða hlunnindi stríðsgróða- valdsins. Flokksleg aðstaða beggja er nokkuð lík. Brynjólf- ur þarf að koma i veg fyrir, að hinir frjálslyndari menn í flokki hans geti gerzt þátttakendur í viðreisnarstarfinu. Ólafur þarf sömuleiðis að hindra viðsýnu mennina í flokki hans frá því að taka þátt í slíku starfi. Sem þrautaúrræði til þess að koma í veg fyrir, að eitthvert slíkt samstarf skapist, geta Bryn- jólfur og Ólafur hugsað sér allra flokka stjórn, sem yrði svo sundurleit og ósamstæð, að út- koman yrði ekki neitt eða verra en það. Stríðsgróðamennirnir héldu þá sínu og kommúnist- arnir gætu áfram fitnað af upplausninni. Kveldúlfsklíknnni og’ Moskvnklíkunni verður að ryðja úr vegl. Þær staðreyndir, sem hér hafa verið dregnar fram, sýna þetta: Það myndi ekki standa á Framsóknarflokknum að taka þátt í viðreisnarstarfinu. Svip- að mun mega segja um Alþýðu- flokkinn. Það myndi heldur ekki standa á meginþorra liðsmannanna í Sjálfstæðisflokknum og Sósíal- istaflokknum. ! En það strandar á tvelmur klíkum 1 síðarnefndu flokkun- um, Kveldúlfsklíkunni, sem er sviksamleg öllu samstarfi, er skerðir hlut stríðsgróðavaldsins og Moskvuklíkunni, sem vill ekkert samstarf, er dregur úr | upplausninni, því að hún skap- ar beztan jarðveg fyrir bylting arstefnuna. Til þess að unnt verði að hefja viðreisnarstarf, verður því nauðsynlegt að ryðja þessum klíkum úr vegi. Sjálfstæðis- flokkurinn verður ekki starf- hæfur fyrr en hann hefir losað sig við forsjá Kveldúlfsklík- unnar. Sósíalistaflokkurinn verður ekki starfhæfur fyrr en hann hefir brotizt undan leið sögn Moskvuklíkunnar. Þ. Þ. Fulltrúaráð ÞJóðræknisfé lagsins hefir ákveðið að hefja fjársöfnun á meðal meðlima fé lagsins og annarra, er vilja stuðla að því að treysta böndin á milli íslendinga vestan hafs og austan, með það fyrir augum að félagið geti greitt fyrir eitt herbergi í nýja Stútentagarðin um og ánafnað það til afnota ís lenzkum stúdent frá Vestur heimi. Þessar gjafir hafa þegar bor lzt: Jóhannes J. Reykdal, verk smiðjueigandi, Þórsbergi 500.00 (ásamt loforði um hús- gögn í herbergið). Geir Thorsteinsson, út- gerðarmaður ........... 500.00 Kveldúlfur h.f....... 1000.00 Tryggvi Ófeigsson, framkvæmdastjóri .... 1000.00 Þeir, sem vilja styðja þessa Alúðarfyllstu þakkir viljum við votta öllum þeim, er sýndu vináttu og samúð við burtför mannsins míns, föður og tengdaföður ÓLAFS ÍSLEIFSSOJVAR læknis Guðríður Eiríksdóttir, Ingveldur Ólafsdóttir, Huxley Ólafsson, Eggert Ólafsson Loftur Loftsson, Vilborg Ámundadóttir, Sigríður Ásbjörnsd. Liitsýning Félags íslenzkra myndlístarmanna í Sýningarskálanum, Kírk justræti 12, opin daglega frá kl. 10-10. Dómnr hæstaréttar (Framh. af 1. síðu) Ef ágreiningur eða vafi verður um það, við hvaða verðlag skuli miða, sker dómnefnd úr“, en samkvæmt 8. mgr. sömu grein- ar hefir hún eftirlit með öllu verðlagi og vald og skyldu til að taka ákvarðanir varðandi verð- : lag. Á fundi dómnefndar 23.' des. 1942 var bókað það, er nú verður greint: „Formaður skýrði j frá þvi, að hann hefði átt tal I við ríkisstjórnina um mismun- andi verð á vörum og væri rík- isstjórnin einhuga um, að þegar um mismunandi verð væri að ræða, væri ekki unnt að banna að sélja vöruna á því verði, sem dómnefndin hefði ákveðið sem hámarksverð. Hins vegar óskaði ríkisjtjórnin, að nefndin gæti nú birt lista um þær vörur, sem hámarksverð hefði verið sett á.“ Sama dag samdi dómnefndin lista um smásöluverð þeirra vara, sem hún hafði hámarks- verð á og lét birta hann almenn- ingi í blöðum og útvarpi. Hinn 31. des. s. á. skýrði Samband íslenzkra samvinnufélaga kærða í símskeyti frá hámarksverði nokkurra vörutegunda, og í bréfi 2. Jan. þ. á. tjáir Sam- bandið kærða, að ríkisstjórnin hafi samþykkt verðlagsákvæði þau, er greindi I símskeytinu, „til þess að fyrirbyggja stór- fellt tap verzlunarfyrirtækja á vörubirgðum þeim, sem nú eru til í landinu." Eftir að kærði fékk í hendur nefnt símskeyti og bréf svo og auglýsingu dómnefndar, setti hann verðlag það á matvöru, sem hann m. a. er saksóttur fyrir í máli þessu. Kveður kærði sig hafa skilið auglýsingu dóm- nefndar þannig, að hún leyfði hækkun allt að nefndu há- marksverði. Forstjóri sambandsins hefir fyrir dómi skýrt svo frá, að hann hafi, áður en hann sendi kærða fyrrgreint bréf og sím- skeyti, spurzt fyrir um það í skrifstofu dómnefndar í verð- lagsmálum, hvort ekki mætti selja vörur á hinu nýauglýsta hámarksverði, þótt ódýrara hefði verið selt 18. desember, ef ekki væri meiri álagning en leyfilegt væri. Segir forstjórinn, að starfsmaður í skrifstofu dómnefndar hafi tjáð þetta réttan skilning á auglýsingu um hámarksverð og verðlagningu með þessum hætti leyfilega. En ekki hefir dómnefnd né starfs- menn hennar verið krafðir um þetta í rannsókn málsins. Þá hefir ekki verið fengin skýring dómnefndarmanna og ríkis- stjórnar á því áliti ríkisstjórn- arinnar, sem formaður dóm- nefndar skýrði dómnefndar- mönnum frá og áður er greint. Einkum var þörf á því að fá skýring nefndra aðilja á því, hvert hafi verið skilorð þess, að hækka mæ.tti vöru til hámarks- verðs, eins og gert er ráð fyrir í nefndri bókun. Loks hefði átt Uppboð Opinbert uppboð verður hald- ið á Grundarstíg 11, föstudag inn 9. þ. m. kl. 2 e. h. og verða þar seldir ýmsir húsmunir, þ. á m. dagstofuhúsgögn, útvarps- grammofónn, útvarpstæki, grammofónplötur, stálhúsgögn, gólfteppi, málverk, ljósakrónur, ryksuga o. m. fl. Ennfremur verður þar seld ýms vefnaðarvara, þ. á m. gardínutau, borðdúkar, sokk- ar, bindi o. fl. Greiðsla fari fram við ham arshögg. Lögmaðurinn f Reykjavík. Jörðin ■ i I Leiru fæst til kaups og ábúðar i næstu fardögum. Fénaður og áhöld geta fylgt. Tilboðum sé skilað fyrir 15. apríl til Þorbergs P. Sigurjónssonar Hverfisgötu 42, Reykjavík ■ eða Ólafs Sigurjónssonar, Simstöðinni Leiru Innheímtumenn Tímans Sendið skilagrein liið allra fyrsta! hugmynd, eru vinsamlega beðnir að tilkynna gjafir sínar til einhvers af stjórnarnefndar- mönnum félagsins: Árna G. Ey- lands, Ófeigs J. Ófeigssonar eða Valtýs Stefánssonar. Lesendur! Vekið athygll kunnlngja yð- ar á, að hverjum þeim mannl, sem vlll fylgjast. vel með al- mennurn málum, er nauðsjm- legt að lesa Tímann. Skrifið eða simið tll Timans og tilkynnið honum nýja áskrlf endur. Síml 2323. að afla skýrslu dómnefndar á framkvæmd verðlagsmála á þeim tíma, er hér skiptir máli. Með því að rannsókn máls ins er áfátt um ofangreind mikilsverð atriði og þar sem telja verður samkvæmt lögum nr. 99/1942 að leggja skuli mál slíkt sem þetta fyrir dómnefnd í verðlagsmálum, áður það er dæmt 1 héraði, og fá rökstutt álit hennar um, hvort og að hverju leyti brotin séu verðlags ákvæði, þá þykir ekki verða hjá því komizt að ómerkja hinn áfrýjaða dóm og vísa máiinu heim í hérað.“ Það er nú á valdi ríkisstjórn arinnar, hvort málið verður tek ið upp að nýju. GAMLA Bl<! „NÝMÁNIXN“ (NEW MOON) Aðalhlutverkin leika: JEANETTE MACDONALD Og NELSON EDDY. Sýnd kl. 7 og 9 Kl. 3 y2—6%. LI’L ABNER Amerísk skopmynd. r-~ -NÝJA »Í6 Spellvirk jarnir (THE SPOHjERS) Stórmynd gerð eftir sögu Rex Beach’s. Aðalhlut- verkin leika: Marlene Dietrich, John Wayne, Randolph Scott, Richard Barthelmess. — Sýnd kl. 5, 7 og 9 — Bönnuð fyrir börn yngri en 16 ára. LEIKFÉLAG REYKJAVÍKUR. tí „Fagurt er á fjöllum Sýniiig annað kvöld kl. 8. Aðgöngumiðar seldir frá kl. 4—7 1 dag og eftir kl. 2 á morgun. Aýjar bækur: ANNA KARENINA annað bindi hinnar heimsfrægu skáldsögu eftir Leo Tol- stoj í þýðingu Magnúsar Ásgeirssonar. LJÓÐMÆLI BÓLU-HJÁLMARS með formála eftir Jónas Jónsson, annað bindið i safninu íslenzk úrvalsrit. Bækurnar vrða sendar til umboðsmanna eftlr þvi sem ferðir falla. Bókaútgáfa Mcnniiigarsjóðs og Þjóðvinafélagsins. Skrifstofa að Hverfisgötu 21, sími 3652, pósthólf 1043. Crélfteppi stór og’ Smá tcppi, scm ég hefi sjálfur valið meðan ég dvaldi í London, sd ég næstn daga. fnnkaupin voru sérstaklega hagkvæm og er þetta því alveg óvenju- lega gott tækifæri til þess að gera góð kaup. — Sleppið ekki tækifærinu, það kemur ekki aftur. Kjartan Milner Sími 5893. Tjarnargötu 3. Simi 5893. Það er vissast að kaupa hangíkjötið til páskanna nú þegar Annars getur farið eins og í vetur fyrir jólin, að þeir, sem síðast koma, fái ekkert. Blautsápa frá sápnverksmiðjnnni Sjöfn er almennt við- urkennd fyrir gæði. Flestar húsmæðnr nota Sjainar-blautsápu Spyrjið um HRlFfJR MEÐ f Ð J fJ - KLÓ hjá Guðjóni Jónssyni Hverfisgötu 50, Reykjavík.

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.