Tíminn - 14.05.1943, Page 4
212
TfJHlNjV, föstndaginn 14. mal 1943
53. Mafl
Sijórnmál í Bretlandi
(Framh. af 1. síðu)
það frá verkalýðssambandinu.
En mjög hefir skorizt í odda
milli hans og hinna róttækari
manna flokksins, en hann nýt-
ur þess að vera langvoldugasti
maðurinn í verkalýössamband-
inu.
Annað mál, sem hefir valdið
ágreiningi í verkamannaflokkn-
um, eru aukakosningarnar.
Þegar stjórnin var mynduö, var
gert það samkomulag, að flokk-
arnir skyldu jafnan styðja einn
frambjóðanda og skyldi hann
vera úr sama flokki og fráfar-
andi þingmaður. Margir róttæk-
ari forustumenn verkamanna-
flokksins telja þetta tryggja i-
haldsflokknum forréttindi, þar
sem hann hafi tapað fylgi síð-
an í seinustu kosningum. Eink-
um hefir óánægja þeirra farið
vaxandi síðan nýr flokkur, The
Common Wealth Party, kom til
sögunnar, Hefir hann haft
frambjóðendur í öllum auka-
kosningum að undanförnu og
náð talsverðu fylgi, þótt ekki
hafi hann unnið, nema eina
kosningu. Einkum hefir hann
dregið til sín fyrri kjósendur
verkamannaflokksins. Stoín-
andi fiokksins er þingmaður úr
írjálslynda flokknum, Richard
Aciand, og virðist helzt mega
kalla flokkinn kristilegan jaín-
aðarmannaflokk, ef dæmt er
eftir stefnuskrá hans. Churc-
hill hefir rætt um ílokk þennan
eins og stríðsfyrirbrigði og þvi
talið óþarft fyrir eldri ílokkana
að óttast hann. Ýmsir telja þó,
að flokkur þessi hafi þegar náð
svo miklu fylgi, að þessi spá
Churchiils sé vafasöm.
Þriðja ágreiningsefnið í
verkamannaflokknum er það,
að Kommúnistaflokkurinn hefir
boriö fram tilmæli um, að mega
ganga í verkamannaflokkinn.
Þó virðist þetta sæta minni á-
greiningi en tvö áðurtöldu. mál-
in, þar sem kommúnistar hafa
á sér ótrú meðal brezkra verka-
manna. Er talið víst, að inn-
tökubeiðninni verði hafnað með
miklum atkvæðamun, er þing
verkamannaflokksins kemur
saman um næstu hvítasunnu.
Því er spáð, að þing þetta verði
stormasamt.
Þótt hér hafi aðeins verið
sagt frá ágreiningi í verka-
mannaflokknum, virðist hann
ekki síður vera til staðar í í-
haldsflokknum, þó hann snúist
um önnur mál þar. Það eru
framtíðarmálin, sem einkum
valda þar ágreiningi. Sumir
vilja halda öllu sem minnst
breyttu, en aðrir vilja fallast á
víðtækar breytingar, einkum
aukna opinbera íhlutun. Þess
vegna er því ekki ósjaldan spáð,
að íhaldsflokkurinn eigi eftir að
klofna. Jafnvel einn þingmaður
flokksins og sonur sjálfs flokks-
formannsins, Randolph Churc-
hill, hefir talið líklegt, að eftir
styrjöldina myndist nýr frjáls-
lyndur miðflokkur í Bretlandi,
sem verði skipaður frjálslyndari
mönnum íhaldsflokksins og í-
haldssinnaðri mönnum verka-
mannaflokksins. Hann hefir og
farið óvægilegum orðum um þá
íhaldsmenn, sem ekki sjái, að
yfirstéttirnar verð.i að fórna
verulegu af forréttindum sínum
og að mörg mál þarfnist ný-
skipunar.
Þ/óðhátíðardagur
(Framh. af 1. siðu)
ari leiksýningu. Að áeggjan frú
Soffíu^var þess farið á leit við
hana, að hún tæki að sér leik-
stjórn og aðalhlutverkið í leikn-
um. Gaf norska stjórnin í Lun-
dúnum frú Grieg skjótt leyfi til
íslandsfarar, og varð hún að
því fengnu við þeim tilmælum
að hafa á hendi leikstjórn, en
hins vegar var hún ófáanleg til
þess að taka að sér aðalhlut-
verkið, þrátt fyrir ítrekuð til-
mæli.
í Lundúnum tók að sér und-
irbúning leiksýningarinnar
norskur listamaður á því sviði,
Ferdinand Finne, áður starfs-
maður Nasjonal Teater í Oslo.
Gerði hann nákvæmar teikn-
ingar af búningum öllum og út-
vegaði allt, er til sýningarinnar
þurfti.
„Veizlan á Sólhaugum" gerist
á 14. öld. Leikurinn hefir einu
sinni verið sýndur hér áður, ár-
ið 1924, og fór frú Soffía Guð-
Vertíðin . . .
(Framh. af 1. siOu)
þótt verðlag haldist sama og
verið hefir á lýsinu, og beina-
vinnslan mun ekki gera öllu
betur en svara kostnaði.
Keflavík.
Ellefu bátar gengu til fiskjar
frá Keflavík og sex frá Njarð-
víkum í vertíðarbyrjun, en nú
í vertíðarlokin eru bátar þeir, er
þaðan stunda veiðar, fimmtíu.
Sumir þessara báta eru nú
að hætta veiðum. En þeir, sem
beitu hafa og mannafla, halda
áfram.
Afli Keflavíkur- og Njarðvík-
urbátanna eftir vertíðina er
600—1400 skippund. Er vélbát-
urinn Geir hæstur með 1400
skippund, en vélbáturinn Svan-
ur er á 14. hundraðinu. Er hvor-
ugur þeirra hættur og óvíst,
hvor hærri verður.
Gæftir hafa oft verið strjálar
í vetur, en afli ágætur. Enn afl-
ast dável, venjulega 10—14 skip-
ound á bát í róðri.
Hásetahlutir munu nema níu
krónum eða jafnvel nokkuð á
tíundu krónu fyrir hvert skip-
pund afla, og er þá lifrarhlut-
ur meðtalinn. Munu þeir þvi frá
tæpum 6 þúsund krónum allt
upp í 13 þúsund.
Fjórir litlir hreyfilbátar hafa
gengið á netafiski. frá Kefla-
vík. Hafa aflahlutir á þeim
orðið frá 3 þúsund krónum upp
í 6 þúsund krónur á þeim, er
bezt hefir aflað. — Hann lagði
net sín fyrst 11. marz.
Sandgerði.
Margir bátar hafa gengið til
fiskjar frá Sandgerði í vetur,
og hættu tveir þeir fyrstu í gær.
En flestir munu hætta þar í lok
næstu viku. Afli hefir verið 4—
20 skippund í róðri, og beztu há-
setahlutir nema 10—12 þúsund
krónum. Meðalhlutir eru 6—8
þúsund krónur.
Vestmannaeyjar.
Röskir 80 bátar stunduðu
veiðar frá Vestmannaeyjum í
vetur. Veiddist vel á línu og í
net. Botnvörpubátar fiskuðu
vel síðari hluta vertíðar, en
dragnótabátar hafa lítinn afla
fengið sökum ótíðar og gæfta-
leysis. Nú eru neta- og línubát-
arnir yfirleitt að byrja með
dragnót. Fiskigengd er á mið-
unum.
Á þeim Vestmannaeyjabátum,
er bezt hafa fiskað, mun afla-
hlutur háseta oifjinn 6—8 þús-
uftd krónur fyrir utan lifrar-
hlut, en hann nemur orðið eitt
þúsund krónum.
laugsdóttir þá einnig með aðal-
hlutverkið.
Jakob Smári þýddi leikritið,
en Guðmundur Björnson kvæð-
in.
Hátíðahöldin, sem Norð-
mannafélagið efnir til á mánu-
daginn, verða þessi:
Klukkan 9 um morguninn
verða lagðir blómsveigar á graf-
ir norskra hermanna í kirkju-
garðinum í Fossvogi. Þeir, sem
vilja vera viðstaddir þessa at-
höfn, eru beðnir að mæta við
kirkjugarðinn kl. 8.50.
Klukkan 10 verður hátíðar-
guðsþjónusta í dómkirkjunni.
Klukkan 11.30 koma norsk og
norsk-íslenzk börn saman hjá
sendiherra Norðmanna, Fjólu-
götu 15. Þau börn, sem eiga
norsk flögg, eru beðin að taka
þau með sér.
Klukkan 13 fara börnin (ef
veður leyfir) í skrúðgöngu og
verður farið um Fjólugötu, Frí-
kirkjuveg, Lækjargötu og á
Arnarhólstún, en þar verður
reistur ræðustóll og talar þar
Sigurður Nordal prófessor.
Klukkan 16—18 verður mót-
taka hjá norska sendiherranum.
Klukkan 20 verður hátíðar-
veizla að Hótel Borg.
4 víðavangi.
(Framh. af 1. siOu)
ekki sýnd bein andstaða.
En vill ekki Þjóðviljinn líka
birta ræður Áka Jakobssonar
og Þórodds Guðmundssonar. Þá
myndi afstaða sósíalista til
málsins, eins og hún var á sein-
asta þingi, skýrast betur.
Annars væri ekki nema allt
gott að segja um það, ef sósíal-
istar væru að taka sinnaskipt-
um í málinu.'
Sjálístædísmcnn
og sósíalistar
(Framh. af 1. siðu)
kunnugt um það. Þegar hann
samt sem áður heldur því fram,
að það sé sérstaklega sök Fram-
sóknarflokksins, að ekki varð
af „alhliða samstarfi allra
þingflokka um myndun ríkis-
stjórnar og úrlausn í dýrtíðar-
öngþveitinu", þá talar hann því
gegn betri vitund í blekking-
arskyni.
Að Framsóknarflokkurinn
síðar hafnaði tilboði Sjálfstæð-
isflokksins um myndun stjórnar
með honum og Alþýðuflokknum
kemur ekki þessu máli við, því
að þar var horfið frá þeim
grundvelli, sem um hafði verið
að ræða: samstarfi allra flokka.
Slík stjórn hafði þegar fengið
harðvítuga andstæðinga, sósíal-
ista, og mátti þá ekki minna
vera en að hún sjálf vissi hvað
hún vildi, um leið og lagt var
út í baráttu, en enginn mál-
efnagrundvöllur lá fyrir um
slíkt samstarf. Alþýðuflokkur-
inn neitaði og þessu tilboði og
verður Fraamsóknarflokkurinn
því ekki sérstaklega um það
.sakaður, þó sú stj órnarmyndun
færist fyrir.
Það var fyrst eftir að tilraun-
irnar til stjórnarmyndunar
allra flokka voru strandaðar, að
farið var að athuga möguleika
fyrir samstarfi Framsóknar-
flokksins og verkalýðsflokkanna
og hin svokallaða 9-manna
nefnd settist á laggirnar. Starf
hennar bar ekki heldur árang-
ur, en um orsakir þess skal ekki
rætt hér.
Framsóknarflokkurinn hefir
ekki góða reynslu af hinum
flokkunum: fyrir rúmlega ári
síðan sveik Sjálfstæðisflokkur-
inn hann í tryggðum og gekk á
gefin heit, þó þessir 2 flokkar
væru þá í samstarfi. Sjálfstæð-
isflokkurinn gerði þá bandalag
við báða verkalýðsflokkana,
myndaði stjórn með stuðningi
þeirra og þessir 3 flokkar vörp-
uðu þjóðinni síðan út í tvennar
kosningar á einu missiri, alveg
að þarflausu, aðeins til að
hnekkja Framsóknarflokknum.
Afleiðingin varð ýmiss konar
upplausn í þjóðfélaginu, sem
ekki er lokið enn og sem þessir
flokkar bera einir ábyrgð á.
Samt sem áður var Framsókn-
arflokkurinn fús til, vegna
hagsmuna þjóðarheildarinnar,
að reyna enn samstarf við
þessa flokka á síðasta þingi, ef
þeir hefðu viljað beina kröftum
sínum að raunhæfu viðreisnar-
starfi, og hann skarst hvergi úr
leik í tilraununum til að koma
á samstarfi. Ádeila „íslendings“
á Framsóknarflokkinn í áður
nefndri grein er því markleysa
ein. Þeim, sem í glerhúsi búa, er
ekki hent að kasta grjóti að öðr-
um. „íslendingur" ætti að líta
nær Sér: athuga feril Sjálfstæð-
isflokksins frá því í fyrra, fyrst
svik hans við Framsóknarflokk-
inn, stjórnmálaferil hans og nú
síðast forustu hans í þjóðmál-
unum, sem hann lofaði í kosn-
ingunum að taka.
Að lokum þetta: Það er í alla
staði lögleg og ábyrg stjórn,
sem nú situr að völdum í land-
inu, skipuð þjóðkunnum merk-
ismönnum. Að fá hana í stað
stjórnar Sjálfstæðisflokksins
var aúðvitað hin mesta umbót.
Ég efast því mjög um, að þing-
inu verði með réttu álasað fyrir
það, að það eirði núverandi
stjórn og veitti henni starfsfrið
enn um sinn.
Áfengiseítrun
Sl. sunnud. vildi það slys til í
Þykkvabænum, að maður drakk
eitraðan tréspiritus, sem fund-
izt hafði á fjöru, og beið bana
af.
Maðurinn var frá Unhól í
Þykkvabæ. Járntunnu, fuila af
tréspiritus, hafði rekið á
Þykkvabæjarfjörur, og voru
nokkrir menn, sem reyndu
spiritusinn, án þess að nokkrir
þeirra drykki mikið. Varð eng-
um hinna meint af.
Dómsmálaráðuneytið hefir í
tilefni af þessu birt aðvörun til
almennings og varað við neyzlu
á vogreknum tréspiritusi, því að
banvænn tréspiritus sé hvorki
að lit, bragði né lykt í neinu
frábrugðinn venjulegum spiri-
tus.
Hugvekjur
(Framh. af 2. síðu)
blaðinu. Eitt af áformum þess
er að koma á fót heilsuhæli,
sem verður einstakt í sinni röð.
Þar á að kenna mönnum að
vinna bug á sjúkdómum og
koma í veg fyrir sjúkdóma með
breyttu mataræði, auknu hrein-
læti o. s. frv. Vafalaust eiga
margir sjúkdómar orsakir sínar
í óheppilegu líferni og matar-
æði. Er það áreiðanlega mikils-
vert, að reynt sé að kenna
mönnum eftir megni að forðast
slík sjálfskaparvíti. Náttúru-
lækningafélagið hefir þvi stórt
verk að vinna og verðskuldar
fullan skilning. Milli þess,
lækna landsins og heilbrigðis-
stjórnarinnar þyrfti að takast
aúkin samvinna um þessi mál.
Af hálfu félagsins er líka til
þess ætlast, að áðurnefnt
heilsuhæli verði starfrækt í
samráði við heilbrigðisstjórnina.
Félagið hefir nú hafið fjár-
söfnun fyrir áðurgreint heilsu-
hæli og á þegar nokkurn vísi að
heilsuhælissjóði. Geta þeir, sem
vilja leggja fram eitthvert fé í
þessu skyni, komið því til stjórn-
ar félagsins.
Athyglisverð tilraun
í Breiðfirðingi, tímariti Breið-
firðingafélagsins, ræðir Jóhann
Jónasson frá Öxney um fram-
tíð æðarvarpsins í Breiðafjarð-
areyjum.
M. a. skýrir Jóhann frá merki-
legri tilraun, sem ísfirzkur
maður, Einar Kristjánsson,
hefir gert tvö seinustu árin.
Hann hefir ungað út æðareggj-
um í útungunarvél með fullt
eins góðum árangri og hænu-
eggjum. Ungarnir hafa reynzt
lífseigir og tiltölulegá auðvelt
að ala þá upp. Aðallega lifa
þeir á grásleppuhrognum, fisk-
úrgangi, marfló o. s. frv. Mikils
af fæðunni afla þeir sjálfir, ef
þeir hafa aðgang að sjó. Svæðið,
bar sem ungarnir eru hafðir,
þarf að vera vandlega afgirt,
svo þeir sleppi ekki út eða að-
skotadýr komist að þeim.
Enn verður ekki fullyrt um
bað, hvort þessir ungar leita
aftur til átthaganna, en líklegt
má það teljast.
Hér er áreiðanlega tilraun,
sem vert er að reyna til fulln-
ustu víðar á landinu. Æðarvarp-
inu hefir farið hnignandi í
seinni tíð. Ef til vill er hér fund-
ið úrræði til að auka það aftur.
Það er a. m. k. þess vert að vera
reynt til þrautar, því að æðar-
varp er of nytsöm og merkileg
atvinnugrein til þess, að hnign-
un þess sé látin afskiptalaus.
Bréf úr Bárðardal
(Framh. af 2. siðu'
ráðunautur mætti beita sauð-
fjárþekkingu þeirri, er hann
ræður yfir í svo ríkum mæli,
meir en hann gerir, þegar hann
er að leitast við að sannfæra
sjálfan sig og aðra um það, að
sæmilega auðvelt og lífvænlegt
sé fyrir bændur að rækta uþp
á fáum árum sauðfjárstofn, sem
ónæmur sé fýrir fjárpestum
beim, sem nú n^æstum heltaka
hverja kind, þar sem þær á
annað borð geisa. J. B.
Leðurkjólahelti
«tg glerbclti
í miklu úrvali.
Vff. Toft
Skólavörðustlg 5.
Sími 1035.
Stiilku
vantar I eldhúsið á
Kleppi.
Upplýsingar hjá ráðs-
koniumi. Sími 3099.
Egill SÍgurgeirsson
hæstarétt* ,4'aílutnlngsmaíur
Austurstrætl 3 — Reykjavfk
\
GAMLA
FLJÓIMDI GULL
(Boom Town)
CLARK BABLE,
SPENCER TRACY,
CLAUDETTE COLBERT,
HEDY LAMARR.
Sýnd kl. 7 og 9.
Kl. I%_«14.
NJÓSNARAR í SAN DIEGO
Ray MacDonald.
Bonita Granville.
r—.—■ ..nýja bíó
SIGUR
f EYÐUIÖRKIMI
(Desert Victory)
Stórfeld ensk hernaðar-
mynd tekin á vígvöllunum
I Afríku.
Tunglsljós á
llawaii
(Moonlight in Hawaii)
Söngvamynd með
MICHA AUER og
JANE FRAZER.
Sýningar kl. 4, 6,30 og 9
LEIKFÉLAG REYKJAVÍKUR
„ORÐIГ
Leikið næsta sunnudag kl. 3.
Karlakór Reykjavíkur
Söngstjóri Sigurður Þóraðarson.
Namsöngur
í Gamla Bíó sunnudaginn 16. mai n. k., kl. 1.15 e. h. Aðgöngu-
miðar í Bókaverzlun Sigfúsar Eymundssonar.
SfÐASTA SIAIV.
Hafnarfjörður!
Rafveita Hafnarfjarðar vill ráða til sín ungan
mann, að afloknum nokkurra mánaða reynslutima,
gæti fengið fasta stöðu sem aðstoðarlínumaður.
/*
Upplýsingar um kaup- og kunnáttukröfu gefur raf-
veitustjórinn.
Rafveita Hafnarfjarðar.
Adalfundur
Sölusambands 'íslenzkra fiskframleiðenda verður haldinn i Kaup-
þingsalnum laugardaginn 15. þ. m. og hefst kl. 10,30 fyrir hádegi.
Dagskrá samkvæmt félagslögum.
Lagabreytingar.
Stjórnin.
Sundnámskeið
hefjast í Sundhöll Reykjavíkur mánudaginn 17. maí næstkomandi
Árdegis: kl. 8—8y2 skriðsund fyrir fullorðna.
kl. 8.30—9 bringusund fyrir fullorðna.
kl. 9—9.30 bringusund fyrir fullorðna.
kl. 9.30—10 fyrir börn.
kl. 10.15—10.45 fyrir börn.
kl. 11—11.30 fyrir börn.
Síðdegis: kl. 5—5.30 fyrir börn.
kl. 5.30—6 bringusund fyrir fullorðna.
kl. 6.15—6.45 bringusund fyrir fullorðna.
Reykjavík. _ Sími 1249 Simnefni: Sláturfélaq.
Reykhús. - Frystihús.
IMiðursnðnverksmiðja. - Bjúgnagcrð.
Framleiðir og selur í heildsölu og smásölu: NiOur-
soðið kjöt og fiskmeti, fjölbreytt úrval. Bjúgu og alls-
konar áskurö á brauð, mest og bezt úrval á landinu.
Hangikjöt, ávallt nýreykt, viðurkennt fyrir gæði.
Frosið kjöt allskonar, fryst og geymt í vélfrystihúsi, eftir
fyllstu nútímakröfum.
Verðskrár sendar eftir óskum, og pantanir afgreiddar
um allt land.
Egjg frá Eggjasölexsamlagi Reykjavíkur.
TÍMINIV er víðlesnasta auglýsinifablaðið!