Tíminn - 28.09.1943, Blaðsíða 3
92. blað
371
Bóharírega:
Katrin
Tvær konur, er setið hafa í
valdastóli á síðari öldum, hafa
þótt bera af öðrum. Þessar kon-
ur voru Elísabet Engladrottning
og Katrín mikla Rússadrottning.
Þótt konur þessar væru ólíkar
um margt, og mótuðust af ólík-
um áhrifum, áttu þær sam-
merkt um það, að ríki þeirra
efldust stórum undir stjórn
þeirra. í stjórnartíð Elísabetar
var lagður grundvöllurinn að
flotaveldi Breta, en i stjórn-
artið Katrínar færðust landa-
mæri Rússa langt vestur á bóg-
inn. Báðar áttu þær mikinn þátt
í þessum viðgangi ríkja sinna.
Katrín (1729—96) var þýzk
íurstadóttir að uppruna, giftist
ung rússneska erfðaprinsinum,
samdi sig mjög að rússneskum
háttum, steypti manni sínum úr
yaldastóli og varð einvalds-
drottning Rússa í 34 ár. Hún
hneigðist á yngri árum mjög að
frönsku upplýsingastefnunni,
sem þá var efst á baugi, og á-
setti sér að ná takmarki hennar,
hinu menntaða einveldi. Á
fyrstu stjórnarárum sínum vann
hún talsvert íþessa átt.en mætti
minni skilningi almennings en
hún gerði sér vonir um, gerðist
þvi íhaldssöm með aldrinum og
varð höfuðfulltrúi öfgafyllsta i
afturhaldsins í álfunni eftir,
frönsku byltinguna. Aukning
Rússaveldis varð þá alltaf meira
og meira áhugamál hennar og
beitti hún þar meira ofurkappi
en réttsýni. Hún átti meginþátt-
inn í skiptingu Póllands, fékk
þá Kurland, Litháen, pólsku
Ukrainu og ailstóran hluta Pól-
lands, og einnig vann hún lönd
. af Tyrkjum, m. a. Krimskagann.
Katrín var miklum gáfum
gædd og sérstaklega laginn
stjórnandi. Bókmenntasmekk
hafði hún góðan og átti lengi í
bréfaskiptum við ýmsa helstu
andans menn álfunnar, t. d.
Voltaire og Grimm. Sjálf samdi
hún smáleikrit og allmargar
tímaritsgreinar. Mun óhætt að ]
segja, að Katrín hafi verið,
merkilegasti stjórnandi Rússa á j
timabilinu frá Pétri mikla til
Lenins.
Það, sem gert hefir Katrínu
einna sögufrægasta, er þó ekki
nema að hálfu leyti það, sem hér
hefir verið talið. Ástamál henn-
ar hafa veriö alræmd. Framan
af árum var hún lítt við karl-
menn kennd. Hjónabandið var
misheppnað og ástlaust. Þegar
hún hafði ekki eignast erf-
ingja eftir 9 ára hjónaband,
komu forsjármenn ríkisins því
til leiöar, að hún eignaðist elsk-
huga, því að nauðsynlegt þótti,
Hafði hann rækt hið háa kirkju-
lega embætti sitt, án þess að al-
menning _grunaði. Vitanlega
hafa margir prestar brugðizt
kirkjunni af hugleysi eða von
um bætta lífsafkomu. En ýfir-
ieitt hefir sannast á kirkjunnar
mönnum sú einfeldni trúarinn-
ar, sem Dostójevsky lýsir svo
meistaralega í Bræðrunum
Karaniasóv: þol til að þjást og
andleg nautn þjáningarinnar.
T. d. er ofsóknirnar tóku þá
stefnu að fangelsa biskupana til
þess að lama kirkjuna, voru
jafnan nýir menn á takteinum i
embættin. Þegar þeir hurfu líka
komu enn aðrir. Aldrei hefir
skort presta til hinna áhættu-
sömu starfsemi. Kristnir leik-
menn hafa líka orðið að þola
margvíslegan yfirgang, háð og
spott, og ætíð verið litið niður á
þá sem lélega þegna.
Jafnframt því sem kristnir
menn hnappa sig fastar saman
hefir guðleysingjasambandinu
hnignað. Opinbert málgagn
kemst svo að orði I árslok 1939:
„Það er miklu erfiðara að út-
rýma trúarbrögðunum úr með-
vitund verkamanna en að frelsa
þá undan oki auðvaldsins." Árið
1933 taldi guðleysingjasam-
bandið 5yz miljón meðlima. í 5-
ára áætluninni var reiknað út,
að þeir yrðu orðnir 15 milljónir
1937. Þetta brást. Árið 1937 var
talan ekki nema 2 milljónir
samkvæmt opinberum skýrsl-
um. Að vísu hefir fjölgað nokk-
uð síðan, en orsakirnar til þess,
að sambandið hefir brugðizt
vonum manna, eru ræddar á
ráðstefnum og i blöðunum.
TlMlW. þrlðjudagiim 28. sept. 1943
BRÉF TIL Tí M ANS:
snikla
Fréllir úr V.-Hánavatnssýslu
að hún eignaðist afkvæmi, vegna
ríkiserfðanna. Síðan átti hún
marga elskhuga og fjölgaði þeim
óðum eftir þvi, sem aldur-
inn færðist yfir hana. Seinni
tíminn hefir tekið mjög hart á
þessum breyskleika Katrínar, en
samtíðarmenn hennar áfelldust
hana trauðla eins mikið, því að
einvaldar voru þá ekki við eina
fjöl felldir í ástamálum. Fyrir-
rennari Katrínar, sem einnig
var kona, hafðí og sízt verið
henni fremri i þessum efnum
Æfisaga Katrínar eftir Gínu
Kaus, sem nú er komin út í ís-
lenzkri þýðingu Freysteins
Gunnarssonar, lýsir Katrínu á
margan hátt vel, þótt öllu meira
beri þar á ástamálum hennar
en stjórnarafskiptum, einkum í
síðari hluta bókarinnar. Ýmsir
þættir bókarinnar lýsa og vel
hinu hörmulega menningar-
ástandi, sem ríkti þá í Rúss-
landi, og raunar ríkti fram á
daga bolsevikkabyltingarinnar,
en síðan hafa frekar orðið breyt-
ingar til bóta. Því fer þó enn
fjarri, að Rússar séu nálægt því
að vera Evrópuþjóð í hugsunar-
hætti og menningu.
Frásögnin er samfelld og
skemmtileg, enda er Gina Kaus
viðurkenndur rithöfundur og
hefir bersýnilega vandað sig
við samningu þessarar bókar.
Þýðing Freysteins er með mikl-
um ágætum, óþvinguð og laus
við tilgerð og tildur. Er Frey-
steinn vafalítið í röð beztu þýð-
enda okkar nú.
Útgefandinn, H. f. Leiftur,
hefir vandað til frágangsins.
Margt ágætra mynda prýðir bók-
ina. I*. Þ.
Þjóðleikhúsið
Dóms- og kirkjumálaráðu-
neytið hefir sent Tímanum
eftirfarandi til birtingar:
Alþingi skoraði 22. marz þ. á.
já stjórnina, að hún beitti sér
^ fyrir því að þjóðleikhúsið yrði
j rýmt.Dómsmálaráðuneytið sendi
utanrikismálaráðherra þessa á-
skorun Alþingis þann 29. apríl
þ. á., og sneri utanríkismála-
ráðuneytið sér þegar til hins
aðiljans og er nú loforð hans
fengið um það, að þjóðleikhús-
inu verði skilað aftur þegar er
það hafi verið rýmt af vörum
þeim, er þar eru nú geymdár og
ný vörugeymsluhús byggð, en
því mun hraðað, eins og kostur
er á. Er smíði nýrrar vöru-
geymslu þegar hafin samkvæmt
munnlegum upplýsingum flota-
foringja Breta.
Leiðtogarnir kenna þvi um, að
meðlimirnir séu að mestu leyti
lélegasti hluti kommúnista-
flokksins, og fólk, sem hafi
blettaða fortíð. Það er hrein-
skilnislega viðurkennt, að guð-
leysingjaáróður sé upp á síð-
kastið skoðaður sem óþrifaverk.
Áróðursmennirnir, sem oftast
eiga að hafa fengiö einhvers
konar „vísindalega menntun“ ,eru
oft svo fáfróðir um einföldustu
atriði i sögu og sálarfræði, að
fólk hlær að erindum þeirra og
skemmtir sér við að bera fram
spurningar, sem þeir geta ekki
svarað. Mistökin stafa þó mest
af því, að áhugi fyrir málinu
fer þverrandi. Hin vakandi trú
á því, að þjóðfélagið mundi
batna og dafna, ef fólkið hætti
að trúa á guð, er nú að hverfa.
Þvert á móti hafa menn veitt
því athygli, að þegar guðstrúin
hverfur, siglir hin megnasta
óreiða í kjölfarið. Jaroslavski,
sem verið hefir forseti guðleys-
ingja um langt skeið, lýsti
ástandinu nýlega með þessum
dapurlegu orðum: „Það er ó-
mögulegt að koma á kommún-
isma í þjóðfélagi, þegar helm-
ingurinn af þjóðinni trúir á guö,
og hinn helmingurinn óttast
djöfulinn“.
Timasheff álítur að straum-
hvörf séu að verða í Rússlandi
gagnvart trúarbi’ögðunum. Hin
nývaknaða ættjarðarkennd hef-
ir aukið áhuga fyrir sögu Rúss-
lands geysilega á síðustu árum.
Og kirkjan kemur afarmikið við
sögu Rússlands. Vladimir mikli,
Alexander Nevski stórfursti og
Suvorov herforingi eru líka
20. september.
Hér í sýslu voru miklir og
langvarandi kuldar síðastliðið
vor. Um miðjan maímánuö var
norðanstormur og hríðarveður
dögum saman og allar skepnur
á gjöf. Eyddust þá mjög hey, og
voru fyrningar í héraðinu miklu
minni í vor en á undanförnum
árum. Kuldarnir héldust óslitið
fram að Jónsmessu, og yfirleitt
var ekki farið að beita kúm fyrr
en eftir miðjan júní, sökum
gróðurleysis.
Vegna vorkuldanna* byrjaði
sláttur állmiklu seinna en venju-
lega, óvíða fyrr en í 13. viku
sumars. Grasspretta var yfir-
leitt sæmileg, að því undan-
skildu, að háarspretta á túnum
brást að mestu vegna kulda.
Veðrátta mátti teljast hagstæð
til heyskapar í júlí og ágúst,
víðast í sýslunni, þótt oftast
væri mjög kalt, og varð því nýt-
ing heyja allgóð þann tímann.
En um höfuðdag brá til vot-
viðra, og nú, um réttir, eiga
bændur úti þriggja vikna hey-
skar>, og er sumt af því heyi
orðiö nokkuð hrakið.
Þar sem heyskapartíminn er
nú óvenjulega stuttur, og fólk
við heyvinnu víða færra en áð-
ur, er heyfengur bænda með
minnsta móti, og fyrningar frá
fyrri árum einnig, eins og áður
segir. Bændur verða því að
farga með mesta móti af bú-
peningi sínum i haust. Eru
horfur á að slátrað verði rúml.
20% fleira fé hjá kaupfélaginu
á Hvammstanga 1 haust en í
fyrra.
Seint í júlímánuði gerði mik-
ið norðanveður, sem eyðilagði
gróður í kartöflugörðum. Má þvl
telja að uppskera garðávaxta
hafi brugðist algerlega hér í
sýslu að þessu sinni.
Á þessu sumri létust þrír
Vestur-Húnvetningar á Víflls-
staðahæli, Ólöf Karlsdóttir og
Karl Axelsson frá Bjargi og'
Magnús Sigurgeirsson bóndi á
Vigdísarstöðum. Magnús lætur
eftir sig konu, Sigríði Sigurðar-
dóttur, og þrjú ung börn.
í júlímánuði í sumar andaðist
Ólöf Jónasdóttir á Torfastöðum
í Miðfirði, fyrrum húsfreyja þar,
rúmlega áttræð að aldri. Hún
var dóttlr hjónanna Kristbjarg-
ar Björnsdóttur og Jónasar Guð-
mundssonar, sem bjuggu á Ytri
Völlum og síðar í Svarðbæli i
Miðfirði. Jónas var bróðir
Björns á Marðarnúpi, föður
Guðmundar landlæknis. Ólöf
giftist Jóni Jónssyni árið 1887.
Byrjuðu þau búskap á Torfa-
nöfn í sögu Rússlands, sem
sanntrúaður kommúnisti hefir
nú orðið fullt leyfi til að vera
hreykinn af. Haft er eftir ein-
um leiðtoga guðleysingja: Sam-
band okkar hefir gert mörg ax-
arsköft gagnvart kristindómn-
um. — — Kirkjan hefir ekki
ávallt haft skaðsamleg áhrif“.
í kvikmyndum hefir ekki heldur
borið neitt á guðleysisáróðri upp
á síðkastið. Blöðin flytja fáar
greinar gegn kristindómi. Sex
daga vikan hefir verið afnumin
og sjödaga vikan tekin upp með
sunnudaginn sem hvildardag.
Stríðið hefir enn fremur ýtt
undir hina nýju trúmálastefnu.
Yfirmaður grískkatólsku kirkj-
unnar lýsti yfir því, að kirkjan
hefði ávallt tekið þátt í örlög-
um þjóðarinnar og borið byrðar
hennar. Hún tæki einnig nú
virkan þátt í baráttunni fyrir
föðurlandið. í ágústmánuði
1941 birti jafnvel útvarpið í
Moskvu ávarp til allra „sann-
kristinna“ manna í héruðum
þeim, er Þjóðverjar höfðu her-
tekið, og hvatti þá til að berj-
ast fyrir trúfrelsi gegn stjórn-
endum Þýzkalands, er afneit-
uðu grundvallaratriðum krist-
indómsins. Mánuði síðar hætti
Besbosnik að koma út, og
nokkru síðar annað andkristi-
legt málgagn. Allt miðar þetta
bersýnilega til þess að skapa
samheldni meðal þjóðarinnar,
þar sem ekki verður fram hjá
því genglð, að allt að því helm-
ingur hennar er kristinn.
Þessar tilslakanir þýða þó
ekki, að Stalin og nánustu sam-
(Framh. á 4. slðu)
stöðum, og bjuggu þar alla tíð
unz sonur þeirra, Magnús, tók
við búi á jörðinni. Jón, maður
Ólafar, er enn á lífi, 88 ára að
aldri. Hann er orðinn blindur,
en að öðru leyti við allgóða
heilsu. Synir þeirra hjóna eru
Björn, skólastjóri á ísafirði, og
Magnús, bóndi á Torfastöðum.
Jún Jónsson, bóndi i Huppa-
hlíð í Miðfirði, andaðist í júlí-
mánuði í sumar að heimili sínu.
Hann varð 80 ára 7. maí í vor,
eins og frá var skýrt í Tírhanum
þann dag, og hafði búið góðu búi
í Huppahlíð í 60 ár. Jón var
jarðsunginn að Staðarbakka 26.
júli að Viðstöddu fjölmenni.
Nýlega lézt á sjúkrahúsinu á
Hvammstanga Ingibjörg Þor-
steinsdóttir frá Barði í Miðfirði,
73 ára að aldri. Hún hafði verið
yfir 40 ár vinnukona á Melstað
og Barði, fyrst hiá þeim hjón-
um séra Þorvaldi Bjarnarsyni og
Sigríði Jónasdóttur, og síðar hjá
frú Sigríði, eftir lát séra Þor-
valds, en frú Sigríður lézt í
fyrra, þá komin á tíræðisaldur.
Ingibjörg heitin átti syni, Jón,
nú starfsmann á Vífilsstöðum,
og Björn Bergmann, bónda i
Svaröbæli.
Ný löggjöí . . .
(Framh. af 2. síðu)
andi gagnfræðaskólar og jafn-
vel 2 og 3 í sumum þeirra, og í
sveitum starfa auk þess 6 hér-
aðsskólar. Öllum er skólum
þessum ætlað svipað, verkefni,
að veita almenna fræðslu í á-
framhaldi af barnaskólunum,
enda þótt starfsaðferðir séu að
einhverju leyti sitt með hverj-
um hætti. En' jafnhliða því, að
skólar þessir hafa að markmiði
að veita almenna, hagnýta
fræðslu, eru þeir einnig undir-
búningsskólar fyrir nokkurn
hluta, nemendanna undir fram-
haldsnám við aðra skóla, t. d.
menntaskólana og ýmsa sér-
skóla. Hins vegar veita próf frá
þeim engin réttindi í þessum
efnum, og verða nemendur frá
þeim, sem áfram vilja halda í
öðrum skólum, að undirbúa sig
undir það sérstaklega og taka
próf á ný inn í aðra skóla, sem
þeir vilja stunda nám við. Að-
eins 3 undantekningar eru þó
frá þessu. Gagnfræðadeildirnar
við menntaskólana báða, í
Reykjavík og á Akureyri, veita
með burtfararprófi sínu nem-
endunum heimild til að stunda
nám í menntaskólunum án inn-
tökuprófs, og Gagnfræðaskóli
Reykvíkinga mun hafa sömu að-
stöðu við menntaskólann hér i
Reykjavík.
Það' liggur í augum uppi, að
þetta er mjög ófullnægjandi
fyrirkomulag og óþægilegt og
veröur til þess, að aðsóknin að
þeim skólum, sem einhver rétt-
indi veita, verður langsamlega
mest og oftast um of og að hin-
ir skólarnir verða skeytingar-
minni um að ná vissu marki
með fræðslu sinni.
Auk þess ber á það að líta, að
það væri hverjum manni til
hins mesta hagræðis að geta
stundað nám, eins lengi og unnt
er, í þeim skóla, sem næstur
honum er, ef hann hugsar til
framhaldsnáms. Er það oftast
ódýrara aðstandendum hans, og
tengslin við heimili standa leng-
ur og meðan þess er þörfin mest
fyrir nemandann.
Við að framkvæma þetta, svo
að vel sé, eru vissulega ýmsir
örðugleikar, en það er trú okk-
ar, að þá sé hægt að yfirstíga
með viturra og reyndra manna
ráðum, hér á landi eins og ann-
ars staðar, ef viljinn og skiln-
ingurinn eru fyrir hendi, og
þetta er vissulega verkefni, sem
leysa þarf, og það sem fyrst.“
Stúlku
vantar á Vífilsstaðahælið nú
þegar eða um næstu mánaða-
mót. Uppl. hjá yfirhjúkrunar-
konunni frá kl. 8,30 í síma 5611
og í skrifstofu ríkisspítalanna.
tltbreiðið Tímann!
Sambnnd ísl. smntyinnuféHtgtsi
KAUPFÉLÖG!
Gætið þess að hafa vörur yðar nægilega vá-
tryggðar.
Tílkynníng
Viðskiptaráðið hefir ákveðið, með tilliti til hækkaörar visitöiu,
að frá «g með 1. okt. megi saumalaun ekki vera hærri en hér
segir:
I. Mlæðskeraverkstaeði:
Á klæðskerasaumuðum karlmannafötum mega saumalaun eigi
vera hærri en kr. 320,00 fyrir einhneppt föt, en kr. 330,00 fyrir
tvíhneppt föt. Fyrir klæðskerasaumaðar kvenkápur mega sauma-
laun vera hæst kr. 183,00, en fyrir dragtir kr. 202,00. Fyrir al-
genga skinnavinnu má reikna hæst kr. 20,00, auk hinna ákveðnu
saumalauna.
II. Hraðsaumastofui*:
Fyrir hraðsaumuð karlmannaföt mega saumalaun vera hæst
kr. 275,00. Hjá klæðskeraverkstæðum og hraðsaumastofum skulu
saumalaun á öðrum tegundum fatnaðar vei-a í samræmi við of-
angreint verð.
III. Kjólasaiimastofur:
Saumalaun á kápum mega hæst vera kr. 150,00, nema ef um
algenga skinnavinnu er að ræða, þá hæst kr. 170,00. Fyrir saum
á drögtum má hæst taka kr. 165,00.
Reykjavík, 24. sept. 1943.
VERHLAGSSTJÓRIW.
Að gcfnii tilefni
viljum við undirritaöir, sem skipum sjó- og verzlunardóm Reykja-
víkur við rannsókn á Þormóðsslysinu, taka fram, að af óviðráð-
anlegum orsökum er þeirri rannsókn ekki fullkomlega lokið. Allt
það, er fram kemur við rannsókn þssa, sem fram fer fyrir lukt-
um dyrum, er og verður sent atvinnu- og samgöngumálaráðu-
neytinu, sem fyrirskipaði rannsóknina, og ber þess vegna að
snúa sér þangað um upplýsingar varðandi þetta mál.
Reykjavík 13. sept. 1943.
Árni Tryggvason.
Hafstcinn Rergþórsson. Jón Axel Pétnrsson.
Anglýiing
um hámarksverð.
Með tilliti til árstíðarsveiflna á verði eggja hefir Viðskipta-
ráðið ákveðið eftirfarandi hámarksverð á eggjum frá og með
25. september 1943.
í heildsölu ..i..... kr. 14.60
í smásölu .......... — 17,20
Með auglýsingu þessari er úr gildi fallin tilkynning Viðskipta-
ráðsins um hámarksverð á eggjum, dags. 30. apríl síðastliðinn.
Reykjavík, 24. sept. 1943.
VERÐL AGSST J Ó RINN.
Blautsápa
frá sápuverksmHIjjiinni Sjöfn er almennt við-
urkennd fyrtr gæðl. Elestar húsmæðnr nota
Sjalnar-blautsápu
TÍMINN er víðlesnasta auglýsingablaðið!