Tíminn - 27.01.1944, Qupperneq 4
36
TÍMIM, finimtiiclagiim 27. jan. 1944
9. Maö
ÚtSiutningur ísl
RBÆNUM
Þingnefndír athuga lýðveldísfrv. og
afurða
Hagstofa íslands hefir nú birt
skýrslu um útflutning íslenzkra
afurða á síðastliðnu ári. —
Hefir útflutningurinn numið
233 milj. kr. eða 33 milj. kr.
meira en árið áður. Eftir ein-
stökum vöruflokkum skiptist
hann þannig:
Saltfiskur, verkaður
Saltfiskur, óverkaður
Saltfiskur, í tunnum
Harðfiskur
ísfiskur
Freðfiskur
Fiskur, niðursoðinn,
Síld, s'ltuð
Freðsíld
Lax og silungur
Lýsi
Síldarolía
Fiskmjöl
Síldarmjöl
Hrogn, söltuð
Hrosshár
Freðkjöt
Saltkjöt
Garnir, hreinsaðar
Ostur •
Ull
Gærur, saltaðar
Gærur, sútaðar
Refaskinn
Minkaskinn
Skinn, söltuð
Ýmsar vörur
1.534.050
1.736.770
ý71.190
905 950
109.774.270
31.187.070
480.310
4.824.260
15.000
78.880
20.197.760
27.152.540
419.910
6.129.270
Í640.260
12.090
10.630.040
169.910
560.700
' 192.430
9.094.860
5.197.720
83.040
454.810
841.180
280.770
144.920
Til Bretlands hafa verið flutt-
ar vörur fyrir 190.2 milj. kr., til
Bandaríkjanna fyrir 39.9 milj.
kr., til Spánar fyrir 1.7 milj. kr.,
til írlands fyrir 800 þús. kr., til
Færeyja fyrir 360 þús. kr.
Gjafír til vmntihælís
berklasjúklinga
Á seinasta Alþingi var sam-
þykkt, að gjafir til vinnuheim-
ilis Sambands í§l. berklasjúkl-
inga skyldu vera skattfrjálsar.
Síðan hafa vinnuheimilinu
borizt þessar gjafir:
Oddur Helgason útgerðar-
maður 20 þús. kr., Marteinn
Einarsson stórkaupmaður 10
þús. kr., Bjarni Jónsson bíóstjóri
5 þús. kr. og Ásgeir Þorsteinsson
verkfræðingur 1 þús. kr.
Héraðsþíng ungm.iél.
(Framh. af 1. síðu)
bindindismálið, sem jafnan
hlýtur að vera grundvallarhug-
sjón félagslífsins. Telur þingið
sérstaka ástæðu til að áminna
félögin um öflugt viðnám gegn
tóbakstízkunni með öflugu
starfi tóbaksbindindisflokka,
almennri fræðslu og tóbaks-
lausum samkomum.“
Skinfaxi: „Héraðsþingið hvet-
ur ungmennafélaga tii að kaupa
Skinfaxa og vinna sem bezt að
útbreiðslu hans.“
Samþykkt var að veita kr.
500,00 í Minningarsjóð Aðal-
steins Sigmundssonar.
Stjórn sambandsins skipa:
Björn Guðmundsson á Núpi,
forseti, Guðmundur Ingi Krist-
jánsson, Kirkjubóli, ritari, og
Kristján Davíðsson, Hjarðardal,
gjaldkeri.
F ágætur atburður
Fyrsta þorradag nú um dag-
inn bar gimbur á annan vetur,
sem Kjartan Ólafsson á Grett-
isgötu 60 í Reykjavík átti. Fæddi
hún fallegt gimbrarlamb svart.
Mun það fátitt, að ær beri um
þetta leyti árs og væri fróðlegt
að heyra, ef þess væri fleiri
dæmi.
Móðir þessarar gimbrar, er
lambið ól, hefir þrisvar komið
upp þrem lömbum.
ORÐSETVDING
til kaupenda Tímaus.
Ef kaupendur Tímans verða
fyrir vanskilum á blaðinu, eru
þeir vinsamlega beðnir að snúa
sér STRAX til
ÞÓRÐAR ÞORSTEINSSONAR,
afgreiðslumanns,
í síma 2323, helzt kl. 10—12 f.
hád. eða kl. 3—5 e. hád.
Félag ungra Framsóknarmanna
heldur fund í Samvinnuskólanum á
föstudagskvöld kl. 8,30. XJmrœðuefni:
Dægurmálin. Framsögumaður Þórar-
inn Þórarinsson, ritstjóri. — Ungir
Framsóknarmenn. Fjölmennið á fund-
inn.
Skíðafélag Reykjavíkur
hélt aðalfund sinn nýlega. Öll stjórn
félagsins var endurkosin, en hana
skipa: Kristján Ó. Skagfjörð formað-
ur. Magnús Andrésson varaformaður,
Björn Pétursson ritari, Einar Guð-
mundsson gjaldkeri og Kjartan Hjalte-
sted. í varastjórn eru: Jón Ólafsson og
Stefán Bjarnason. Á fundinum gaf
formaður skýrslu um starfsemi félags-
ins á liðnu starfsári. í sambandi við
skála félagsins í Hveradölum gerðist
það merkilegast, að skálinn var raf-
lýstur og hitalögn hans endurbætt. —
Fjárhagur félagslagsins stendur vel,
þrátt fyrir kostnað vegna Skíðaskál-
ans. Skuldlaus eign félagsins er nú
rúmlega 50 þús. kr. 101 félagi bætt-
ist við á árinu og eru nú 630.
Að lokum gat formaður þess í skýrslu
sinni, að allt útlit væri fyrir, að skíða-
íþróttin verði mikiö stundað í ívetur.
Félagið á í erfiöleikum vegna bíla-
skorts, en tryggt er, að 120 manns
geta komizt með félaginu á hverjum
sunnudegi og verður unnið að því, að
útvega bíla í viðbót.
Sjómannafélag Reykjavíkur
hélt aðalfund sinn nýlega. Öll stjórn
þess var endurkosin, en hana skipa
Sigurjón Ólafsson formaður, Ólafur
Friðriksson varaformaður, Sveinn
Sveinsson ritari, Sigurður Ólafsson
gjaldkeri og Garðar Jónsson varagjald-
keri. Þetta er í 25. sinn, sem Sigurjón
er kosinn formaður félagsins.
Rafmagnið.
Tilkynnt hefir verið, að Reykvíking-
ar fái ekki aukið rafmagn frá stækk-
un Sogsstöðvarinnar fyrr en í marz-
byrjun. .
Flokkur í lausu loíti
(Framh. af 2. síðu)
ekki reikað eftir geðþótta eins
eða fárra manna. S'amkvæmt
tilgangi flokksins og stefnuskrá
ber honum að leita samstarfs
jöfnum höndum til hægri og
vinstri. Ef hann tæki upp þann
hátt, að sniðgánga möguleika
til að neyta krafta sinna, hvort
sem væri til hægri eða vinstri,
bryti hann stefnu sína og væri
ekki lengur frjálslyndur um-
bótaflokkur. Það get’ ég sagt
frá mínu sjónarmiði, að ég
tel eðlilegra, að verkamanna-
flokkarnir í landinu væru á
þeim leiðum, að Framsóknar-
flokkurinn gæti unnið með
þeim að málefnum þjóðarinnar.
Eins og hverjum Framsóknar-
manni hlýtur að vera’ljóst, er
það fullkomlega í samræmi við
stefnu flokksins, að viðræður
fóru fram milli Framsóknar-
manna og kommúnista um
myndun ríkisstjórnar. Það læt-
ur Egill líka gott heita að nafn-
inu til, en hitt gerir hann að
meginsök, hvað viðræðurnar
stóðu lengi yfir. Hitt minnist
hann ekki á, og hefir það vakið
athygli, að Framsóknarflokkur-
inn sat í átta vikur og ræddi við
kommúnista og Sjálfstæðis-
menn um myndun þjóðstjórnar.
Var hægt að bera meiri tiltrú
til kommúnista í nærveru í-
haldsins?
En hvar hefir það atriði kom-
ið svo hrapallega við þjóðfélag-
ið, að Framsóknarflokkurinn
hóf viðræður um vinstri stjórn,
að hann eigi fyrir þá sök að
missa allt traust og tilverurétt?
Hins vegar er það vitanlega al-
gert aukaatriði, hvort viðræð-
urnar stóðu yfir nokkra daga,
vikur eða „svo mánuðum skipti"
eins og Egill lætur það heita.
Nauman tíma var þó alltaf
hæpið að binda sig við. Þá hefði
getað fallið sá dómur á þessar
viðrgeður, að Jiæiv hefðu verið
alvörulausar af hálfu Fram-
sóknarmanna og gefið áróðri
kommúnista byr í segl. Var þá
ver farið en heima setið. Þeim
ráðamönnum Framsóknaf-
flokksins, sem hlut áttu að
þessum viðræðum, ber að þakka
það alveg sérstaklega, að ekki
orkar tvímælis um árangur
þeirra. Má fullyrða, að þessar
viðræður hafa rýrt fylgi kom-
múnista og tiltrú meðal þjóðar-
innar meira en öll skrifin og
skammirnar til samans undan-
farin ár. Það var lengi vitað,
að kommúnistar eru niðurrifs-
menn, en það getur oft verið
eðlilegt og réttmætt að rífa nið-
ur. En því aðeins auðvitað, að
byggt sé upp um leið og til þess
höfð fullkomin fyrirhyggja,
annars er allt ofurselt tortím-
ingu. Þessar viðræður leiddu
það í ljós, að kommúnistar eru
uppsagnartíHögima
(Framli. af 1. síðu)
ekki skuli kveðja saman þjóð-
fund til að afgreiða stjórnar-
skrármálið í heild.
Þessi leið er talin hafa sömu
ókosti og sú, er nefnd var hér
á undan, nema hún myndi vera
enn seinvirkari.
Til þess að hægt sé að veita
þjóðfundi vald til að semja nýja
stjórnarskrá, þarf tvímælalaust
stjórnarskrárbreytingu, er
þyrfti að samþykkjast á tveim-
ur þingum með kosningum á
milli. Gangur málsins myndi
þá verða þessi:
1. Alþingi myndi fyrst verða
að samþykkja stjórnarskrár-
breytingu um þjóðfund og mætti
telja líklegt, að hún yrði nýtt
kjördæmamál, því að menn
virðast mjög ósammála um,
hvernig hann skuli kosinn. Hafa
t. d. heyrst raddir um, að hann
yrði öðruvísi kjörinn en Alþingi,
hlutfallskosningar og uppbótar-
menn felldir niður, og vissir
embættismenn ættu þar sæti,
líkt og konungkjörnu þing-
mennirnir forðum. Myndu vafa-
laust margir þessari skipan
þjóðfundarins mótfallnir, þótt
aðrir gætu fallizt á hana.
2. Kosningar til Alþingis
þyrftu þar næst að fara fram
og gætu blandazt inn í þær
harðar deilur um skipun þjóð-
fundarins.
3. Alþingi þyrfti aftur að
koma saman til að samþykkja
þj óðfundarstj órnarskrána.
4. Kosning til þjóðfundarins
færi þar næst fram eftir tiltek-
inn kjörfrest.
5. Þjóðfundurinn kæmi sam-
an og tæki alla stj.órnarskrána
til athugunar. Myndi það verða
tafsamt verk og flokkadeilur
miklar um einstök mál.
Flest bendir til, að þessi máls-
meðferð gæti tekið svo langan
tíma, að sambandsslitin og lýð-
veldisstofnunin gæti ekki orðið
á þessu ári, auk þess sem göm-
ul og ný deilumál myndu bland-
ast inn í meðferð þeirra og get-
að torveldað framgang þeirra
á margan hátt.
Frá sjónarmiði þeirra, sem
vilja afgreiða sambandsslitin og
lýðveldisstofnunina í vor og að
fylgt sé þeirri gömlu reglu, að
þessum málum sé haldið ofan
við öll deilumál, getur því þjóð-
fundur nú ekki komið til greina.
Hins vegar virðist það mjög til
athugunar, hvort fela skuli
þjóðfundi að annast hina fyrir-
huguðu endurskoðun og setn-
ingu framtíðarstjórnarskrár-
innar. Mætti hugsa sér, að
stjórnarskrárbreyting um þjóð-
fund yrði samþykkt við næstu
kosningar, er vart geta verið
langt framundan.
Stcfna þingsms er
giftusamlegust.
Stefnan, er Alþingi hefir mót-
að í þessum málum er tvímæla-
laust rétt. Hún er í fyrsta lagi
hin gamla viðurkennda regla,
að halda þeim utan og ofan við
önnur mál. Hún er í öðru lagi
að ljúka afgreiðslu þeirra sem
fyrst, en þó ekki fyrr en sam-
rímist samningum og marg-
gefnum . yfirlýsingum íslend-
inga. Þessi stefna er áreiðanlega
hina eina einingarstefna í mál-
inu og allt hvik frá henni myndi
aðeins leiða til aukinnar sundr-
ungar og ófagnaðar.
Þingið hefir vissulega unnið
sér margt til ámælis að undan-
förnu, en gagnrýnin á þeim
misfellum þingsins má hinsveg-
ar ekki ganga svo langt, að einn-
ig sé reynt að sverta það, sem
því hefir vel tekizt. Sú stefna,
sem yfirgnæfandi meirihluti
þingsins tók í þessu máli á síð-
astliðnu hausti, var tvímæla-
laust réttust og farsællegust úr
því, sem komið Var. Nú er það
þjóðarinnar að hindra ekki á-
rangurinn af starfi þingsins,
þegar því hefir tekizt vel. Hún
þarf að styrkja enn betur ein-
inguna, sem skapast hefur í
þinginu um lýðveldismálið, og
sýna það öllum heiminum við
atkvæðagreiðsluna í vor, að hún
vill vera óháð öllu erlendu valdi.
Betra tækifæri getur hún ekki
fengið til að auglýsa þann vilja
sinn eða heppilegri tíma til að
gera það, þar sem vænta má
þess, að ekki sé langt til friðar-
samningana.
ekki við þvi búnir að byggja
upp og hafa það ekki í huga.
Geta þeir nú ekki framar látið
aðra trúa því, að þeim sé alvara
með að vilja eiga þátt í umbóta-
og viðreisnarstarfi þjóðarinnar,
eftir að hafa hafnað því tæki-
færi, er þeim bauðst.
Þá kem ég að annarri megin-
ástæðu, sem Egill í Sigtúnum
telur til stofnunar nýs flokks.
Það er „sársaukinn", sem hann
segir að myndazt hafi milli ráð-
herra Framsóknar- og Sjálf-
stæðismanna „út af fyrri skipt-
um“. Er svo látið heita, sem hér
sé um að ræða persónulegar
tilfinningar, en ekki málefna-
ágreining milli flokka. En því í
ósköpunum þarf þá nýjan flokk?
Hvers vegna þurfa mennirnir
með hinar „persónulegu til-
finningar" endilega að koma
fram nú sem samningsaðilar
milli flokkanna, ef samstarf er
eðlilegt og æskilegt? En því ætla
ég hiklaust samt sem áður að
halda fram, að sá Framsóknar-
maður er ekki með heilbrigða
hugsun í þessu tilfelli, sem læt-
ur sér á sama standa, þótt
flokkur hans hafi samstarf
framvegis við þá menn í Sjálf-
stæðisflokknum, sem reyndir
eru að því að halda ekki dreng-
skaparheit. Það er leiðinlegt, að
til skuli vera menn í Framsókn-
arflokknum, sem taka undir
grín Sjálfstæðismanna um
þessa hluti. Það hefir þó jafnan
frá því er land þetta byggðist,
verið talið eitt af mestu mann-
dómseinkennum, að loforðum
manna væri treystandi, hvað þá
heitum að viðlögðum dreng-
skap. Forfeður vorir gáfu oft líf
sitt undir þetta heit og þeir
menn, sem gengið hafa á gefin
heit, hafa löngum verið í litlu
áliti í augum íslenzku þjóðar-
innar. Nú láta sumir, sem þetta
komi ekki þjóðinni við. Þetta sé
hlægilegt. En víst kemur það
þjóðinni við að þekkja sína for-
ingja. Og aldrei hefir íslenzk
alþýða hlegið að þeim, sem lið-
Á víðavaugi
(Framh. af 1. síðu)
í utanríkismálum. Væri slíkt
ekki til hróss fyrir íslendinga,
þótt það gæti samrímzt fram-
komu Alþýðubl. í seinni tíð.
Hvað ætti það líka að geta
verið í þessum skjölum, sem
gæti haft áhrif á vilja og á-
kvarðanir þjóðarinnar í þessum
málum og fengið hana til að
hverfa frá marggefnum yfirlýs-
ingum sínum um sambandsslit
1944?
Vill ekki Alþýðublaðið svara
því.
ið hafa óþægindi eða dauða
fyrir það að treysta öðrum til
drengskapar og manndóms,
heldur hafa þeir jafnan átt
vísa aðdáun hennar og trú á þá
eiginleika í fari þeirra sjálfrai
er þeir treystu öðrum til að
hafa.
Framsóknarflokkurinn er nú
málefnalega styrkari en nokk-
uru sinni fyrr. Þjóðin heimtar
áframhaldandi starf hans og
skilur æ betur þýðingu hans.
Hann er jafnvægi^lokkurinn í
þjóðfélaginu, flokkur hinna
hugsandi manna, sem sækja
inn á braut framtíðarinnar yf-
irvegandi og öfgalaust. Fram-
sóknarflokkurinn á raunhæfan
og rökréttan tilverurétt í þjóð-
lífinu. Hann á fastmótaða
stefnu, byggða á reynslu margra
liðinna ára. Það kemur ekki til
mála, að kasta allri þeirri
reynslu á glæ og gefast upp.
Framsóknarmenn hljóta ein-
dregið að mótmæla því að yfir-
gefa málstað sinn og hugsjón-’
ir, en standa betur sameinaðir
um flokk sinn en nokkru sinni
fyrr og því fremur sem hlutverk
hans sýnist stöðugt verða veiga-
meira og nauðsynlegra í þjóð-
félaginu.
ttbrelðlð Tímann!
—GAMLA BÍÓ—
Konan með örið
(A WOMAN’S FACE)
JOHN CRAWFORD
MELVYN DOUGLAS,
CONRAD VELDT.
Sýnd kl. 7 og 9.
Börn innan 12 ára fá ekki
aðgang.
ELLERY
RÆÐUR GÁTUNA.
Leynilögreglumynd með
RALPH BELLAMY og
MARGRET LINDSAY.
sýnd klukkan 5.
►NÝJA BÍÓ
Aibrýðísamar
konur
(The Feminine Touch)
ROSALIND RUSSELL,
DON AMECHE,
KAY FRANCIS.
sýnd klukkan 7 og 9
BÆNDALEIÐTOGINN
(In old Monterey)
Cowboy söngvamynd með
GENE AUTRY
Sýnd kl. 3 og 5.
Sala hefst kl. 11 f. h.
Leiltfélag Reykjavíknr
„Topn gnðanna^
Sýning annað kvöld kl. 8.
Aðgöngumiðar seldir kl. 4—7 i dag.
Maðurinn minn,
Jón Suðmundsson
bóndi í Ljárskógum í Dalasýslu, andaðist að heimili sínu
þann 25. þ. m.
ANNA HALLGRÍMSDÓTTIR.
Stúlku vantar
Llíiílýsingas* í skrifstofu Ríkisspítal-
anna. — Sínii 1765.
Erlent yfirlit.
(Framh. af 1. síðu)
korn annarsstaðar í Indlandi,
því að önnur fylki voru lítt af-
lögufær. Var því að leita til
Ástralíu og Kanada, en flutn-
ingar þaðan taka nú langan
tíma.
Það á vitanlega nokkurn þátt
í hungursneyðinni, að Japanir
hafa hernumið Burma. Þaðan
hafa Indverjar jafnan fengið
allmikið korn, en minnst af því
hefir þó farið til Bengal.
Mjög er það rómað, að hinn
nýi landsstjóri Breta í Indlandi,
Wavell hershöfðingi, hafi geng-
ið vel fram í því að bæta úr
hungursneyðinni og dvaldi hann
um tíma í haust í Kalkútta til að
stjórna hjálparstarfseminni
persónulega, en þar var neyðin
mest.
Hungursneyð þessi hefir mjög
vakið athygli manna á því, hve
landbúnaður Indverja sé illa
rekinn. Uppskera af ekru er þar
hlutfallslega miklu minni- en
annarsstaðar, þótt landgæði séu
ekki lakari. Stafar það af úr-
eltum vinnuaðferðum og verk-
færum. Þjóðernissinnar halda
því fram, að verkmenningu
þjóðarinnar muni ekki fara
verulega fram fyrr en hún fær
fullt frelsi og benda þeir á er-
lenda reynslu því til sönnunar.
Bretar benda hinsvegar á, að
allmiklar verklegar framfarir
hafi dafnað undir stjórn þeirra
og hafi Indverjar margt af þeim
lært.
Þess eru mörg dæmi, að upp-
skerubrestur hafi valdið hung-
ursneyð í Indlandi, en þó er
talið, að hungursneyðin í
Bengal sé sú mesta, er orðið hef-
ir í Indlandi síðan um aldamót.
Krýsuvíkurleiðin er
uæstum snjólaus.
(Framh. af 1. síðu)
vegur muni kosta um 5 milljón-
ir kr. með núgildandi verðlagi.
Kom fram í þessari ferð sú rödd,
að nauðsyn bæri til, að þessari
vegalagningu yrði lokið þegar á
næsta sumrij ella sumarið
1945. Þótt þessi vegalagning sé
dýr, er áreiðanlega miklu dýr-
ara fyrir alla aðila að búa við
samgöngur, sem allsendis eru
ófullnægjandi á fjölfarinni leið.
Á Krýsivíkurvegi var byrjað
árið 1936. Var unnið að honum
í þrjú ár og varið til hans um
750 þúsund krónum.
Rannsókn á breyt-
ingum fiskiskipa
(Framh. af 1. síðu)
Max Pemberton, til þess að leit-
ast við að finna orsök að hvarfi
skipsins.
Var þess óskað, að aflað verði
m. a. skýrslna um:
1. Hvort breytingar hafi verið
gerðar á skipinu, sem hafi
rýrt það sem sjóskip, og sér-
staklega hvort breytingar
hafi verið gerðar á fiskirúm-
um skipsins, sem leitt gætu
til ofhleðslu þess.
2. Hvort loftvarna- og björgun-
arútbúnaður skipsins hafi
verið þannig, að ætla megi,
að hann hafi gefið skipinu
óeðlilega yfirvígt, og
3. að sjódómur láti fara fram
próf í síðustu höfn, er skipið
kom á, til þess að fá upplýst
um hleðslu þess þá — og
annað, sem máli mætti
skipta.
Jafnframt, og í’ þessu sam-
bandi, hefir ráðuneytið óskað,
að sjódómur Reykjavíkur at-
hugi og leiti skýrslna um, hvern-
ig ástatt er með íslenzka togara
og önnur fiskiskip, sem sigla
milli landa, hvað snertir breyt-
ingar gerðar á þessum skipum,
með tilliti til þess, sem fram-
tekið er hér að ofan undir atriði
1. og 2.
Ennfremur og alveg sérstak-
lega óskar ráðuneytið þess, að
rannsókn sé gerð á því,.hvernig
hleðslu þessara skipa hefir ver-
ig og er háttað í veiðiferðum og
millilandasiglingum, — með til-
liti til öryggis skipanna.
Ráðuneytið hefir lagt mikla
áherzlu á, að athugun þessi
fari fram sem allra fyrst, og til
þess að svo geti orðið og sem
beztui' árangur náist, hefir það
talið sjálfsagt, að sjódómurinn
fái sér til aðstoðar sérfræðinga
og kunnáttumenn, svo sem
þurfa þykir.
Að lokinni rannsókn verður
ráðuneytinu gefin skýrsla um
niðurstöður hennar og verða þá
gerðar þær ráðstafanir, sem
rannsóknin kann að gefa til-
efni til.
ÁskriftaPííiakl Tímans
utan Rvíkur uig Hafnarfjarðar
er kr. 30.00 árgangurinn.
Vinniff ötúUega fyrir
T ímanm,