Tíminn - 23.03.1944, Blaðsíða 3

Tíminn - 23.03.1944, Blaðsíða 3
31. blað TtMIKN, fimnitudaginn 33. marz 1944 127 DAíVARMIrWIiVG: Guðný Hallgrímsdóttír irá Eskífírði Aðfaranótt hins 31. des. s. 1. andaðist að Vífilstöðum eftir langa og þunga legu frú Guðný Stefanía Hallgrímsdóttir frá Eskifirði. Hún var fædd að Helgustöðum við Reyðarförð 30. apríl 1913. Foreldrar hennar voru hin góðkunnu sæmdarhjón Hallgrímur Stefánsson, útgerð- armaður á Helgustöðum og Sveinlaug Helgadóttir, nú á Eskif irði. Ung að aldri missti Guðný föður sinn og fleiri nánustu vandamenn sína, er vélbáturinn Kári fórst með allri áhöfn haust 1923. Nokkru síðar fluttist hún til Eskifjarðar með móður sinni og giftist þar eftirlifandi eiginmanni sínum, Þórlindi Magnússyni útgerðarmanni á Eskifirði, árið 1930. Var hjóna- band þeirra hið farsælasta. Þau eignuðust einn dreng, sem nú er 11 ára. Frú Guðný hafði hlotið- í vöggugjöf mikla starfsþrá og lægni í verki, var því alltaf sí- starfandi og leysti öll sín verk þannig af hendi, að hún ávann j sér virðingu og traust bæði á. heimili og eins utan þess. En þó hún helgaði heimili sínu móður- og húsfreyjustörf- in fyrst og fremst, meðan kraft- ar hennar og heilsa leyfðu, þá var hún jafnan reiðubúin til að helga hverju góðu og göfugu máli krafta sína og má í því sambandi minna á starf henn- ar í þágu slysavarnafélagsins á Eskifirði. Starfssystur hennar í félaginu vottuðu henni virðingu sína og þakkir fyrir unnið starf í félagi þeirra, með þvi að standa heiðursvörð á bryggjunni, er lík hennar var hafið í land. En nú hefir sól brugðið sumri helzt til of fljótt í hópi ástvina hennar. En minningarnar lifa um hana í hugum þeirra, og vissan um að hún lifir, þó horfin sé hún sjónum manna hér, „því það er byggð á baki við heljar strauma og blómi á lífsins trénu stöðugt nýr." Það er huggunin fyrir eftir- lifandi ástvini hennar, er fylla hugi þeirra allra fölskvalausu þakklæti fyrir allt hennar ævi- starf, að minningarnar óbrot- gjörnu hvetja til athafna og dáða í anda hennar. Ekkert af þessu gleymist, það lifir í hugum ástvina henn- ar og unnenda eins og hún sjálf lifir í dýrðarheimi Drottins. Hafðu þökk fyrir allt þitt lífs- starf, hreina og göfuga sál! Guð blessi þig og hin nýju störf þín á landi ljóssins. Tveir vinir. Sextugir Sigurður Einarsson, bóndi i Reykjahlíð við Mývatn, varð sextugur 19. þ. m. Hann hefir búið alla sína búskapartíð að Reykjahlíð og verið hinn nýt- asti og ótulasti bóndi. Sigurður er greindur vel og tillögugóður um almenn mál, og hafa hon- um því verið falin mörg trún- aðarstörf fyrir sveit sína, m. a. að vera fulitrúi hrepps síns í sýslunefnd. Þau störf og önnur kynni manna af honum hafa aflað honum trausts og vin- sælda. Jónas Pétursson, sjómaður í Húsavík, varð sextugur 18. þ. m. Hann hefir stundað sjósókn frá Húsavík um langt skeið og getið sér orð fyrir dugnað og atorku. Jónas er hressilegur í anda og athöfnum og reifur og skemmt- inn í tali og á sér því marga velvildarmenn. A. Fylgíst með Allir, sem fylgjast vilja með almennum málum, verða að lesa Tímann. Gerist áskrifendur, séuð þið það ekki ennþá. Sími 2323. GÆFAN fylgir trúlofunarhringunum frá SIGURÞÓR, HAFNARSTR. 4. Sent mót póstkröfu. Sendið nákvæmt mál. Ég ákæri- - NIÐURLAG Þegar hér var komið sögu, létu yfirvöldin undan síga. Picqu- art var loks látinn laus, og hóf hann þegar harða sókn á hendur ofsækjendum sínum. Esterhazý sá sitt óvænna og flúði til Eng- lands. Kona Dreyfusar bar fram þá kröfu, að mál manns hennar yrði tekið til dóms á ný. Þessari kröfu var ekki unnt að vísa frá, eftir allt það, sem þegar hafði komið í ljós um meðferð þessa máls. Ný áfrýjun vár því fyrirskipuð, og Emil Zóla kom aftur heim til Frakklands úr útlegð sinni. Nýjar múgæsingar, er jeynt var að stofna til í París, snérust í höndum þeirra, sem fyrir þeim stóðu. 5. júnímánaðar 1899 var Alfreð Dreyfus látinn laus eftir fjög- urra ára vist í hinu franska fangavíti á Djöflaey. En óvinir hans vildu ekki gefast upp, þótt sýnilega væri mjög tekið að halla á þá, enda unnu þeir enn bráðabirgðasigur. Nú var gripið til hryðjuverka. Verjandi Dreyfusar, Labórí — sá hinn sami, og áður hafði verið verjandi Emil Zóla, — var skotinn í sjálfum réttarsalnum i Rennes, þar sem hin nýja réttarrannsókn fór fram. Vinir Emils Zóla töldu hyggilegast, að hann léti ekki sjá sig þar, því að þeir óttuðust hvort tveggja, að hann stofnaði með því lífl sínu í hættu og uppþot og óhappaverk leiddu af komu hans þangað. Vald ranglætisins var enn mikið. Ný falsskjöl voru lögð fyrir réttinn og nýjum ljúgvitnum teflt fram. Úrslitin urðu enn þau, að Alfreð Dreyfus var dæmdur sekur. En tíu dögum síðar náðaði Frakklandsforseti hann. í tvö ár hafði franska þjóðin skipzt í tvær fylkingar út af þessum málum. Flokkar og flokksbrot, sem áður höfðu háð harða baráttu innbyrðis, höfðu sameinazt með eða móti Alfreð Dreyfus og Emil Zóla. Annars vegar stóð afturhaldið í órofafylkingu, grátt fyrir járnum og albúið til hvers sem skyldi, ef hætta virt- ist á, að það héldi ekki velli. Hins vegar þeir, sem settu sann- leikann og réttlætið ofar öðru. Hér var ekki aðeins barizt um það, hvort saklaus maður skyldi þola dóm og taka út hegningu og þeir seku leika lausum hala í valdastöðum þjóðfélagsins. Það var fyrst og fremst barizt um það, hvort almenn mannréttindi skyldu í heiðri höfð eða að vettugi virt í Frakklandi — hvort þar skyldi ríkja málfrelsi og lagaréttur eða nakið ofbeldið. Emil Zóla átti meginþátt í því, að málstaður frelsis og réttlætis vann sigur á hinum svörtu öflum þjóðfélagsins. Honum er manna mest að þakka, að þær hugsjónir, er hafnar voru til vegs með frönsku stjórnbyltingunni, voru ekki lagðar í gröf sína í Frakk- landi um aldamótin síðustu. Nú fór í hönd heimssýning i París, og Frakklandsstjórn þótti mikið við liggja, að sem beztur friður yrði kominn á, er hún hæfist. Tók hún það til bragðs að náða þá, sem dæmdir höfðu verið ásamt Dreyfusi eða fyrir afskipti 'sín af málum hans. Þar með þó.ttist hún hafa gert hreint fyrir sínum dyrum og hugði, að þar með væru mál þessi úr sögunni. En Emil Zóla var ekki á- nægður. Enn sátu margir herforingjarnir, sem við þau höfðu verið riðnir á skuggalegan hátt, sem fastast í ábyrgðarmestu embættum landsins. Og enn hafði dóminum yfir Dreyfusi ekki verið hrundið. Þessu gat Emil Zóla ekki unað. „Þingið okkar", sagði hann, „hrósar sér af því, að nú hafi sektardómarnir verið felldir úr gildi. Það er okkar réttur að vera settir á bekk með stórglæpamönnum og þorpurum". Þetta voru síðustu andmæli hans gegn rangsleitni stjórnar- valdanna. Hann dó í svefni í septembermánuði 1902 af völdum eiturlofts frá ofni. Hann var jarðsettur með mikilli viðhöfn. Fjöldi verkamanna fylgdi honum til grafar, enda helgaði hann þeim líf sitt, þótt ekki væri hann stjórnmála- né félagsmála- foringi. Dufti hans var komið fyrir í Pantheon, þar sem jarð- neskar leifar mestu stórmenna Frakklands eru geymdar. En þrátt fyrir allt hafði dauðinn þó ekki náð að mýkja þau sár, er hann hafði rist í kaun samtíðarinnar. Mörg af aftur- haldsblöðunum gátu ekki á sér setið að ausa hann níði á lik- börunum. En um það var ekki að sakast. Úr þeirri átt hefði hann kosið fremur last en lof, liðinn sem lífs. Samband ísh samvinnufélaga. Munið að af hverri krónu, sem þér kaupið fyrir í félagi yðar, fáið þér nokkra aura í stofnsjóð. Hjartanlega þakka ég öllum þeim, sem með heímsókn- um og gjöfum, eða á annan hátt minntust min á sextugs- afmœli minu þann 13. marz s. I. u.w .•.::«. SIGURBJÖRG BJARNADÓTTIR, Skutulsey. f" • • ¦»¦»«¦ Þakka innilega alla þá sæmd og vináttu, er mér var sýnd á sextugsafmœli minu 29. feorúar með heimsókn- um, heillaskeytum, gjöfum og kvœðí. Brúsastbðum i Vatnsdal, MARGRÉT S. BJÖRNSDÓTTIR ---------~--i Málvcrkasýníng Jóns Þorleiíssonar er opin daglega í Listsýningaskálanum klukkan 10 f. h. og til klukkan 10 að kvöldi. ekki orðið barna auðið, en það hefir líka gert henni enn auð- veldara að taka fullan þátt í störfum manns síns. Sjálfsagt er ofsagt, að hún ráði yfir hon- um, en hún er hans nánasti ráð- gjafi og hann tekur meira til- lit til hennar en nokkurs ann- ars. Frú Chiang Kai Shek er góð- um gáfum búin, þótt tæpast sé hún jafnoki frú kungs í þeim efnum. Þekking hennar af Am- eríku hef ir ekki sizt komið manni hennar að góðum notum og sennilega á hún meginþátt í batnandi og vaxandi samvinnu Kínverja og Bandaríkjamanna. Hins vegar hefir hún hlotið ó- vináttu kommúnista fyrir vikið og hafa þeir mjóg notað það til áróðurs gegn henni, að hún sé meira amerísk en kínversk; sé raunverulega amerískur erind- reki. Gáfur frú Ching Kai Sheks eru alhliða, og eins þekking hennar. Þess vegna hefir henni reynst auðvelt að kynna sér hin ólíkustu mál og verða manni sínum að sem mestu liði. Hún hefir t. d. mikla verkfræðilega þekkingu og hefir mjög unnið að framgangi slíkra mála. Um skeið var hún líka flugmálaráð- herra Kína. Er það eina opin- bera starfið, sem hún hefir haft á hendi. Mjög er látið af hugrekki frú Chiang Kai Sheks og er þá ekki sízt vitnað til þess, þegar hún barg manni sínum í Sían. Hers- höfðingi, sem var andstæður honum, háfði þar klófest hann með svikum. Frú Chiang Kai Shek flaug þá þangað og fékk þannig komið málum, að maður hennar var látinn laus. Hún gat vel átt á hættu, að þetta yrði hennar síðasta för, en hún treysti á gæfu sína og umgengn- ishæfileika. Er sagt, að hún hafi sérstakt lag á því, eins og þær systur yfirleitt, að tala menn á mál sitt. Hefir það líka oftar en í þetta sinn komið manni hennar að góðum notum. Fyrir nokkrum árum síðan gekkst frú Chiang Kai Shek fyr- irstofnun nýs félagsskapar, eða réttara sagt eins konar æsku- lýðsdeildar innan Kuomintang- flokksins. Félagsskapur þessi hefir náð mikilli útbreiðslu. Markmið hans er að auka heil- brigði og hreysti og temja mönnum góða siði og umgeng- isvenjur. Félagsmönnum eru innrættar skyldur sinar við þjóðfélagið, og hollar lífsreglur, eins og t. d. bindindi. Margir telja að félagsskapur þessi hafi haft mikla þýðingu og hefir þegar verið margt um hann rit- að. Hins vegar hafa kommún- istar horn í síðu hans og telja hann stofnaðan í samkeppnis- skyni við sig, enda var félags- skapur ungkommúnista lengi þróttmesti og athafnasamasti æskulýðsfélagsskapurinn í Kína, og er raunar öflugur enn í ýms- um fylkjum landsins. Frú Chiang Kai Shek er fríð sýnum og vel vaxin, þótt ekki þyki hún jafnoki frú Sun Jat- sen í þeim efnum. Hún er sögð enn fríðari en myndir af henni gefa til kynna. Viðmót hennar er sagt mjög aðlaðandi og radd- fegurð hennar er viðbrugðið. „Bónda"bröltsð (Framh. af 2. síðu) félaga hans er augljós. Ýmsir voru farnir að vona, að þeir væru að losa sig undan stór- gróðavaldinu í Sjálfstæðis- flokknum, 'en sú von er nú brostin. Þeir eru sömu dyggu þjónar þess og áður, en hafa aðeins breytt um starfsaðferð. Fyrr var Jóni sagt, að kljúfa og kljúfa miskunnarlaust. Það var þá, sem hann reyndi að kljúfa samvinnufélagsskapinn í Skaga- firði, en gifta séra Sigfúsar Jónssonar reyndist klofnings- starfsemi hans ofjarl, Þessi klofningsstarfsemi þykir nú orðið vonlaus, því að klofnings- erindrekar íhaldsins eru að verða fylgislausir í sveitunum í sömu hlutföllum og fylgi Framsóknarflokksins vex. Nú er því Jóni og Ingólfi sagt að breyta til og reyna samfylk- ingarvinnubrögð kommúnista. Nú eiga þeir að beita sömu að- ferð við Framsóknarflokkinn og kommúnistar hafa beitt við Al- þýðuflokkinn, bjóða samfylk- ingu og sameiningu, en vinna að sundrungu Framsóknar- manna, m. a. með því að fá suma þeirra til stuðnings við „sam- fylkingar"-blað, þar sem vissir forráðamenn Framsóknarflokks- ins eru síöan rógbornir. Þetta eru á vissan hátt kænleg vinnu- brögð, en þau munu misheppn- ast. Framsóknarmenn munu ekki láta Jón á Reynistað, Ing- ólf á Hellu eða aðra útsendara stórgróðavaldsins gabba sig lengi. Þeir munu þjappa sér um flokk sinn, og komi til samstarfs hans við Sjálfstæðisflokkinn, þá gerist það ekki á grundvelli klíkustarfsemi, heldur með beinum samningummilli flokk- anna, þar sem Framsóknar- menn munu gera þær kröfur, að unnið verði að margvíslegum verklegum og . félagslegum um- bótum og kommúnisminn þann- ig gerður hættulaus. Fyrir Sjálfstæðismenn er bezt að hætta að gera sér gyllivonir um Bóndabröltið, en gera sér ljóst, að þetta er eini grundvöllurinn fyrir samstarf við Framsóknar- menn. X+Y. Vörubílastöd í Hafnarfirði Nýlokið er smiði á húsi, sem Félag vörubílaeigenda hefir átt í smíðum við Vesturgötu í Hafn- arfirði. í húsi þessu var opnuð á laug- ardaginn vörubílastöð. í sam- bandi við hana verður rekin benzín- og smurningsolíusala. Vörubílastöðin mun hafa til umráða 50—60 vörubíla og verður símanúmer hennar 9325. Á slíkri afgreiðslustöð hefir verið mikil þörf í Hafnarfirði og hefir Félag vörubílaeigenda auðvitað fundið greinilegast hve þessi þörf hefir verið brýn. Tilkynning Viðskiptaráðið hefir ákveðið hámarksálagningu á eftirgreind- ar vörutegundir: , 1. Málning, lökk og trélím: í heildsölu......................................... 12% í smásólu: a. þegar keypt er af innlendum heildsölubirgðum 30% b. þegar keypt er beint frá útlöndum ............ 38% 2. Fernisolía: í heildsölu ......................................... 15% í smásölu: a. þegar keypt er af'innlendum heildsölubirgðum 35% b. þegar keypt er beint frá útlöndum............ 45% Ef smásali selur fernisolíu í heilum tunnum, skal gefinn 20% afsláttur frá smásöluverðinu. 3. Krít, þnrkefni, kítti, terpintína, tjjörur og blackfernis: í heildsölu......................................... 15% í smásölu: a. þegar keypt er af innlendum heildsölubirgðum 25% b. þegar keypt er beint frá útlöndum ............ 30% - Þegar varan er seld sundurvegin, má smásöluverðið vera 15% hærra. 4. Málningarpenslar hlíta sömu ákvæoum og Iianclverkfæri. Ákvæði tilkynningar þessarar koma til framkvæmda frá og með 27. marz 1944. Reykjavik, 20. marz 1944. Verðlagfsstjórinn. Askriftarsflald Tímans utan Rvíkur og Hafnarfjarðar er kr. 30.00 árgangurinn. 2 stúlkur vantar í eldhiisið á Kleppi. Upplýsingar í skrifstofu ríkisspítalanna, sími 1765. ? ÚTBREIÖID TIMANN^

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.