Tíminn - 15.04.1944, Blaðsíða 3

Tíminn - 15.04.1944, Blaðsíða 3
38. blað TlMlM, laagardagiim 15. apríl 1944 155 Nýtt lýdrœði (Framh. af 2. síðu) á því marka, að mönnum var ljóst, að hér var að gerast stjórn- málaatburður, sem var líklegur til að verða vísbending um kom- andi ár. Úrslitin sýndu, að þessi athygli hafði ekki verið tilefnis- laus. Hinn aðalborni íhaldsmað- ur féll og óháði, óbreytti alþýðu- maðurinn var kosinn á þing með talsverðum meirahluta. Skýringin á þessum úrslitum var ekki nema á eina leið: íhaldsmaðurinn hafði ekki ann- að stefnumál en að vinna stríð- ið og hverfa aftur til hinna „góðu, gömlu daga“. Alþýðu- maðurinn talaði máli hins nýja lýðræðis, um aukið efnalegt ör- yggi allra, um útrýmingu á at- vinnuleysi og misskiptingu auðs ins, um afnám á skipulagsleysi frjálsu samkeppninnar, sem yrði leyst af hólmi með skipulögðum þjóðarbúskap. Hann túlkaði hug og óskir fólksins. Þess vegna vann hann kosninguna. í næstum öllum aukakosning- um í Bretlandi á þessu ári hafa úrslitin orðið á svipaða leið. úrambjóðendur íhaldsins hafa ýmist fallið eða náð kosningum með örlitlum meirahluta, þrátt fyrir stuðning hinna þjóð- stjórnarflokkanna og hinar miklu persónulegu vinsældir Churchills. Þessi stjórnmálaþróun er ekk- erf sérkennandi fyrir Bretland, heldur öll samveldislönd þeirra, þótt hvergi hafi það komið gleggra í ljós en í Kanada. í hinum hernumdu löndum Ev- rópu virðist allt benda í sömu átt. Lýðræði hinnar frjálsu sam- keppni er hrunið. Lýðræði og auðkýfingar geta ekki farið saman, þegar til lengdar lætur. Ekkert nema fasisminn getur bjargað auðkýfingastéttinni frá hruni, eins og líka sýndi sig víða fyrir styrjöldina. Eftir styrjöld- ina verður ekki um nema þrjá vegi að velja, fasismann, komm- únismann eða hið nýja lýðræði, sem leggur engu minni áherzlu á efnalegt jafnrétti en jafnan kosningarétt. Hið efnalega jafn- réttí eitt getur skapað þá á- byrgðartilfinningu, sem er grundvöllur heilbrigðs þjóðfé- lags. Hvorki öreiginn eða auð- kýfingurinn hefir þá ábyrgðar- tilfinningu, er einkennir bjarg- álnamanninn. Öreiginn finnur ekki til þess að hann hafi nein- ar skyldur og auðkýfingurinn er fullkomlega ábyrgðarlaus í tak- markalausri eyðslusemi sinni og fjársóun, eins og hin dýra veizla Þangbrandar í Fiskhöll- inni sannar bezt. 'Hér á íslandi verður um þess- ar þrjár leiðir að velja eins og A N N A L L AfmælL Guðmundur Guðmundsson bóndi í Núpstúni í Hruna- mannahreppi, átti fimmtugsaf- mæli 6. des. í vetur. Og þykir mér leitt að hafa ekki vitað fyr um það en nú. Betra seint en aldrei, segir máltækið. Guðmundur er góður bóndi og þekktur fjárræktarmaður. Hef- ir hann um margra ára skeið ræktað eitthvert hið bezta fé, sem til er hér á Suðurlandi. Það er mikið útbreitt um Suð- urland, og þekkt að ágætum. Ég tel það ómetanlegt gagn, sem Guðmundur hefir unnið á því sviði. Guðmundur er einnig hesta- maður mikill, og hefir mikið yndi af ferðalögum á hestum, og fer þá mikinn á gæðingum sín- um, enda munu fáir jafnast á við hann, hvað hestakost snertir. Guðmundur er léttlyndur og gleðimaður hvar sem hann er í kunningjahópii, og hjúasæll er hann, svo orð fer af. Enda hefir sá reynt^ sem þetta ritar, að betri húsbónda getur ekki. Á yngri árum sínum var hann góður og fjölhæfur íþróttamað- ur, enda fylgdist hann vel með þeim málum. Guðmundur er kvæntur Sig- ríði Guðmundsdóttur Ófeigs- sonar frá Fjalli á Skeiðum, og eiga þau tvo syni. Á myndinni sézt Guðmundur á Skolla sínum, afburða hesti að fjöri og fegurð. Ég þakka þeim hjónum fyrir góðu og gömlu árin, sem ég átti hjá þeim, og bý alltaf að. Ég óska þeim langrar og bjartrar framtíðar. Heill ykkur. Kunnugur. annars staðar í heiminum. Ef fasisminn eða kommúnisminn eiga ekki að sigra, verða allir umbótamenn landsins að fylkja sér í eina miðfylkingu, er tryggi sigur hins nýja lýðræðis. Þ. Þ. „Pétur Gautur“ (Framh. af 2. síðu) veigarsöngur er sunginn að tjaldabaki. Alda Möller leikur grænklæddu konuna, dóttur Dofra konungs. Hlutverk hennar er ekki stórt en afar vandasamt. En það er svo snilldarlega af hendi leyst, að naumast verður á betra kosið. Hin smærri hlutverk eru all- flest vel af hendi leyst og sum ágætloga. Sérstaklega er hnit- miðaður leikur Jóns Aðils í hlut- verki föður Sólveigar og Lárus- ar Ingólfssonar í hlutverki brúð- gumans. Tómas Hallgrímsson gerir beignum góð skil. Lárus Ingólfsson hefir málað leiktjöldin og ráðið gerð bún- inga. Ber hvorttveggja vott um mikið listfengi. Að leikslokum voru leikstjóri, hljómsveitarstjóri og leikendur hylltir svo ákaflega, að sjald- gæft mun vera hér. Leikhúsgest- ir gerðu sér þegar ljóst, að hér hafði verið stigið djarft og merkilegt spor til eflingar leik- listarmenningunni í landinu-. Fylgízt með Allir, sem fylgjast vilja með almennum málum, verða að lesa Tímann. Gerist áskrifendur, séuð þið það ekki ennþá. Simi 2323. Auglýsið í Tímairam! »Fögur er hlíðín« (Framh. af 3. síðu) hins dýra málms gæti þá spunnið fjötra ómenningar og nautnasýki, svo að hið gullna gjald, er verða mátti aflvaki aukinnar menningar, yrði leik- soppur eyðslunnar á furðu- ströndum hinna skammsýnu manna. En sérstaklega mega þeir, sem vinna að framgangi skógræktarmálanna, minnast hinna sígildu orða Klettafjalla- skáldsins: Að reikna ekki í árum, en öldum að alheimta ei daglaun að kvöldum — með því lengist mannsævin mest. Munum að ræktun lýðs og lands er hin bezta trygging, er hið unga þjóðveldi getur haft fyrir framtíð sinni, og mun skógræktin hasla sér víðan völl á þeim vettvangi. Rangæingar! Leggjum hönd á plóginn og hrindum skógrækt í héraðinu áleiðis, og munu þá hinar ungu hendur framtíðar- innar bera það mál fram til sigurs. Aðsendar greínar berast mjög margar til Tím- ans. En vegna þess hve rúm blaðsins er takmarkað, en marg- ar greinarnar langar, þá eru það vinsamleg tilmæli til þeirra, sem senda Tímanum greinar, að hafa þær eins stuttar og gagnorðar eins og menn sjá sér fært. Knúts saga Rasmussens FRAMHALD Það var víst ekki alltaf tekið út með sældinni að vera móðir Knúts. Á ferðum sínum í hús Eskimóanna fékk hann iðulega á sig lús, „grákollur“, eins og þær hétu á máli móður hans. Þá var hann tekinn og kembdur og þveginn frá hvirfli til ilja. En slíkt var honum ærið óljúft, og voru sjaldnast önnur úrræði fyrir hendi heldur en beita valdi við hann. Skammt frá Jakobshöfn er byggð, sem Eskimóar nefna Igdlu- míút. Þar áttu sumir beztu vinir Knúts heima, og á þeirra náðir leitaði hann oft, þegar honum þótti aginn strangur heima fyrir. Þar komst hann stundum á sjó með fiskimönnum, og það þótti honum eigi síður gaman en að aka hundasleða á vetrum. * Margar skrítlur gengu meðal Eskimóanna, sem hentu jafnan gaman að skringilegum atvikum og héldu spaugilegum sögum mjög lofti. Lærði Knútur því snemma að meta græskulaust gaman og varð fljótt glöggskyggn á það, sem sérkennilegt var í fari náungans. Faðir hans var einnig gamansamur maður. Eitt smn var ungur aðstoðarprestur sendpr honum, og skyldi hann læra hjá honum tungumál áður en hann tæki við embætti. Þessi ungi verkamaður í víngarði drottins var vel að sér um allt, sem himneskt var, eri á jörðu niðri var hann eiginlega ekki heima hjá sér. — Á þessum tímum voru afturhlaðningar að byrja að flytjast til Grænlands, en voru fyrst í stað einungis seldir hvítum mönnum. Eskimóarnir urðu lengi vel að láta sér lynda framhlaðningana, þótt völ væri á fullkomnari skot- vopnum. Ungi presturinn heyrði fólk tala um þessar nýju byssur og orðræður þess vöktu forvitni hans. Honum datt í hug að spyrja séra Kristján, hvaða munur væri á framhlaðningi og afturhlaðningi. Hann hafði skoðað þessar tvær gerðir skotvopna og engan mun getað séð á þeim. „Já, hvaða munur er á framhlaðningi og afturhlaðningi — það skal ég segja þér,“ mælti séra Kristján. „Munurinn er sá, að í framhlaðninga eru höglin látin framan við púðrið, en í aftur- hlaðninga aftan við það.“ Ungi presturinn kinkaði kolli: jú, nú skildi hann mætavel, hvaða múnur væri á framhlaðningi og afturhlaðningi. En sagan flaug byggð úr byggð og er jafnvel sögð enn þann dag í dag í Grænlandi. Jakobshöfn er meðal annars frægur bær sökum sökum hvít- hvalaveiðinnar, sem þar er stunduð. Hvíthvalirnir koma í torf- um upp að landi á eftir heilagfiskinu, sem leitar á vissum tímum árs upp á grunnin utan við Jakobshöfn. Hvíthvalirnir eru skutl- aðir frá kajökum, og er það hið mesta vandaverk, sem aðeins hinir leiknustu veiðimenn eru færir um. Duglegustu veiðimenn- irnir á þessum slóðum bjuggu í Igdlumíút, og voru þeir ótaldir hvíthvalirnir, sem þeir urðu að bana. Það er æfaforn siður meðal Eskimóa, að dýr, sem veiðast í sjó, séu sameiginleg eign allra byggðarmanna. Veiðimaðurinn sjálfur fær aðeins lítinn aflahlut. Þessar reglur eru þó ekki ná- kvæmlega eins í öllum byggðum. í Jakobshöfn var það siðvenja, að allir máttu ráðast að hvíthvalaskrokkunum og skera úr þeim eins stór flykki og þeir gátu, þegar veiðimaðurinn hafði hirt aflahlut sinn. í þessu tóku konur og börn þátt jafnt sem karlmenn. Og vitanlega lét Knútur sig ekki vanta í hópinn. Að sjálfsögðu var móður hans ekki gefið um þetta, en vitaskuld gleymdi hann þvi í gleði og æsingu þeirrar stundar, er nýr hvíthvalur var dreg- inn á land. Þegar hann kom heim, löðrandi í blóði og hvalfeiti frá hvirfli til ilja, gátu foreldrar hans sjaldnast á sér setið að hrósa honum fyrir dugnaðinn og kappið. Þegar mikil hvíthvalaveiði var, efndu Eskimóarnir til átveizlna. Var í veizlum þessum étið matak, en svo nefnist hvíthvalahúðin. Er matakið skorið niður í litla bita og gleypt hálftuggið. Þykir það hið mesta sælgæti. í þessum átveizlum voru jafnan sagðar sögur frá fyrri tímum. Við sérhvern stað í byggðum Eskimóa er tengd einhver sögn eða söngur. í hverri vík og við hvern höfða hafði gerzt einhver sá atburður, sem í minnum var hafður. Við Sermíút var til dæmis gjá, sem trylltu fólki, gamalmennum, öryrkjum og börnum, sem misst höfðu forsjármenn sína, var varpað í til forna. Knúti varð illa við, er hann heyrði þessa sögu í fyrsta skipti. Það var í einni matak-veizlunni. Honum flaug í hug, að amma hans var eitt smn umkomulaus heiðingi, og þessi hugsun vék ekki frá honum. Var það ekki aðeins hreinasta tilviljun, að hún lenti ekki í gjánni við Sermíút? Og gat það ekki skeð, að honum yrði fleygt í gjána, ef hann væri einn að snudda í öðrum þorpum. Seinast strauk hann brott úr hófinu og hélt aleinn heim, enda þótt svarta myrkur væri og drjúgur spölur til Jakobshafnar. Hann hljóp alla leiðina eins og fætur toguðu, og kom móður og másandi inn til Helgu móðursystur sinnar og sagðist aldrei framar ætla að fara einn að heiman. Þessi atburður sýnir ljós- lega, hve lifandi ímyndunarafli Knútur hefir verið gæddur þegar á barnsaldri. * í Saqak-byggð hefir til skamms tíma verið á lífi gamall maður, er heitir Davíð. Hann var á æskuskeiði á uppvaxtarárum Knúts. Hann var háseti á bát er var L förum milli Jakobshafnar og annarra minni byggða við flóann. Bátarnir, sem notaðir voru til þessara ferða, voru oftast opnir, en samt voru stundum í þeim þiljur. Formaðurinn var jafnan grænlenzkur og hásetarnir allir grænlenzkir, og oft nokkru fleiri en brýn nauðsyn hefði verið. Að vísu eru Grænlendingar yfirleitt ekki sérlega áræðnir sjó menn, en þar veðurfari líka þannig háttað, að varkárni er nauð synlegur eiginleiki sjómannanna, ef vel á að fara. En lentu þeir í sjávarháska, tóku þeir því með mestu karlmennsku, og eru margar kögur um hetjuskap sjómannanna grænlenzku. Kjörorð þeirra var að berjast til þrautar, hversu illa sem horfði. Eitt sinn skall ofsarok á stórbátinn — svo voru þessar fleytur nefndar —, er Davíð var háseti á. Þetta var að haustlagi, hríðar veður, frostbitra og niðamyrkur. Öldurnar gengu yfir bátinn, og rennvotir mennirnir höfðu vart undan að ausa. Þeir voru sjö í bátnum og allir illa til reika. Allt í einu kastaðist báturinn til með þungu brothljóði. Þeir höfðu siglt beint á bjarg skammt frá Saqak. Það leið ekki á löngu, unz brimið hafði liðað fleytuna sundur og tvístrað flakinu. í bátnum hafði verið allmikið af stórum lýsisfötum. Á þeim reyndu bátverjar nú að hanga, þeg ar úti var um önnur úrræði. En lýsisfötin voru óstöðug í sjávar rótinu. Sex mannanna fórust þarna við bjargið, ýmist drukkn- uðu eða krömdust til dauðs, er fötin slógust saman. Hinn sjö undi komst af. Það var Davíð. Samhand ísl. samvinnufélaga. SAMVINNUMENN! Þegar eldsvoða ber að höndum, brenna ná- lega í hvert sinn óvátryggðir innanstokks- munir. Frestið ekki að vátryggja innbú yðar. Tónlistarfélatiið ofi LeiUfélaq Reyhjavíhur „Pétur Crautur66 Sýning airaað kvöld kl. 8. Aðgöngumiðar seldir kl. 4—7 i dag. Austfirðingar! Afgreiðum með stuttum fyrirvara BORÐSTOFUBORÐ OG STÓLA. Smíðum einnig alls konar húsgögn, búðar- og eldhús-innrétt- ingar, hurðir og glugga o. fl. ^ Ábyrgjumst fyrsta flokks efni og vinnu. Trésmidjan Eínir Norðfirði. * Jóhann P. Guðmundsson. JFlóra Ausf urstræli 8 Sent gegn póstkröfu, hvert á land sem er. Upplýsingadeild Bandaríkjastj órnar heldur Málverkasýningu í Sýningarskálanum, dagana 12. til 21. apríl. Til sýnis verða: Vatnslitamyndir eftir 30 ameríska málara. og Eftirmyndir amerískra og evrópskra málara. Sýningin verður opnuð almenningi kl. 4 í dag, 12. apríl og verður síðan opin daglega frá kl. 12—24. Á mánudagskvöld kl. 21,30 flytur Hjörvarður Árnason fyrirlestur um surrealismann og hinn nýja realisma. Fyrirlesturinn verður fluttur á ensku. Tilkynniné Viðskiptaráðið hefir fest kaup á nokkrum vörubifreið- um, er væntanlega verða fluttar til landsins í vor og sumar. Bifreiðarnar eru y3 til 2 tonn að stærð, án vörupalls, en með stýrishúsi. Gert ‘er ráð fyrir að bifreiðarnar fari til þeirra staða á landinu, þar sem mest nauðsyn er að bæta úr brýnni flutningaþörf og endurnýjun eldri bifreiða. Umsóknir, ásamt upplýsingum um notkunarþörf, svo og aldur og ástand eldri bifreiða, ef um endurnýjun er að ræða, sendist Viðskiptaráðinu fyrir 20. þ. m. Reykjavík, 12. apríl 1944. Viðskiptaráðið.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.