Tíminn - 14.07.1944, Blaðsíða 4

Tíminn - 14.07.1944, Blaðsíða 4
276 TÓHYiV. föstudaginn 14. julí 1944 69. blað Heyskapurinn . (Framh. af 1. síðu) görðunarvélar, heyhleðsluvélar og fjórhjólaðir vagnar. Sumar snúningsvélar tæta heyið í sundur eða sparka því, aðrar snúa því í stórum görð- um og enn aðrar snúa því á svip- aðan hátt og hér tíðkast með handhrífu. Álít ég þær hentug- astar hér. Þær vinna á við 5—6 menn, og eru bráðnauðsynlegar. Þær eru nokkuð.þekktar hér. GörðUnarvélar eru orðnar nokkuð útbreiddar hér og spara mikla vinnu, þegar heyið er tekið saman. Til er vél, sem er hægt að nota bæði sem snún- ingsvél og görðunarvél, og væri hún ef til vill hentug hér, en hún er þung og þarf tvo hesta fyrir hana. Heyhleðsluvélin er ein af hentugustu heyvinnuvélunum, því hún sparar mikið erfiði við heyhirðingu á bæði votu og þurru heyi. Er vélin tengd aftan í fjórhjóla vagn og honum ekið eftir flekknum eða görðunum, og rótar heyinu upp í vagninn. Einn maður er uppi í vagninum, til að taka á móti heyinu og jafna úr því. Það er oft sami maðurinn og ekur vagninum. Þannig getur einn maður, eða maður með ungling, fljótt og auðveldlega hlaðið vagnana. Fjórhjólaðan vagn þarf til að hægt sé að nota þessa vél, og hefir þeim verið lýst áður. í sumum hlutum Bandaríkj- anna hafa menn við álíka vot- viðrasama tíð að glíma og við íslendingar. Þeir hafa reynt ýmsar aðferðir til að verka hey sitt, og sú, sem mest hefir rutt sér til rúms síðustu árin, er að þurrka heyið á túni, einn eða tvo daga, en síðan að hirða það í hlöðu, sem hefir blásturs út- búnað, og blæs óhituðu eða hit- uðu lofti í gegnum heyið í nokkra daga, þangað til það er þurrt. Hefir þessari aðferð ver- ið gefið nafnið „súgþurrkun" hér á landi. Jafnframt þessari aðferð, er einnig höfð votheys- gerð, og er ekið í vothey, ef ekki gefur þurran dag í viku tíma eða lengur. Áhöld þau, sem fyrr voru nefnd, bæði fjórhjólaður vagn og heyhleðsluvél, eru notuð við hirðingu, bæði við súgþurrkun og votheysgerð. Blástursáhöld þau, sem notuð eru við súgþurrkun, eru heldur ódýr, og má knýja þau hvort sem er með rafmagni eða benzín- mótor, og mætti jafnvel hugsa sér venjulegar vindmyllur. Hey, sem þannig* er þurrkað, verkast mjög vel og er miklu ríkara af næringargildi og bætiefnum, en túnþurrkað hey, og dafnar búféð mikið betur af því. Aðferð þessi hefir verið reynd í Bandaríkjunum nokkur und- anfarin ár, og gefizt mjög vel, en hvernig hún gefst hér, skal ekki sagt um, fyrr en reynt hefir verið, og stendur til að það verði gert eins fljótt og unnt er. Tap það er þjóðin bíður vegna hrakninga á heyjum og hey- missi, nemur árlega miljónum króna, og er því hin mesta nauð- syn að einhver viðunandi bót finnist sem fyrst í heyþurrkun- armálinu." Hér lýkur frásögn Jóhannes- ar. Til þess að hægt sé að nota heyvinnuvélar þær, sem Jó- hannes minnist á, er það vitan- lega undirstöðuatriði,- að allt heyskaparlandið sé véltækt og í góðri rækt. Þar þarf fram- förin að verða stórfelldust allra næstu árin og þar þurfa bænd- urnir helzt á hjálp að halda, því að þegar ræktunin er komin, mun þeim verða viðráðanlegt að fá heyvinnuvélarnar. Frv. Fram- sóknarflokksins um þá endur- bót jarðræktarlaganna, er gerði bændum kleift að afla allra heyja á ræktuðu landi innan 10 ára, er eitt allra stærsta fram- tíðarmál landbúnaðarins og ber því að vænta þess, að það mæti meiri skilningi á þingi í haust en í fyrra. ÚR BÆNCM Allsherjarmót í. S. í. hefir farið fram hér á íþróttavellin- um undanfarln fjögur kvöld. Hafa þar verið sett fjögur ný íslandsmet. Oliver Steinn, Hafnfirðingur, setti met í langstökki, stökk 6.86 m. Gunnar Huse- by, K. R., setti met í kúluvarpi, kast- aðr 15.50 m., og einnig met í kúlu- varpi beggja handa, kastaði 26.78 m. Kjartan Jóhannsson, í. R., setti met í 400 m. hlaupi, hljóp á 52.3 sek. Hann vann einnig 800 m. hlaupið á bezta tíma, sem náðst hefir hér á landi, en íslandsmetið er sett erlendis. Skúli Guðmundsson, K. R., vann einn- ig mikið afrek i hástökki, stökk 1.92 m., en íslandsmetið er hann setti ný- lega, er 1.93 m. Afrek Huseby og Skúla erú einhver beztu íþróttaafrek, er náðst hafa hér á landi og skipa þeim í röð fremstu íþróttamanna á alþjóða- mælikvarðá. Afrek Kjartans Jóhanns- sonar eru líka prýðileg og má vafa- laust telja hann einn álitlegasta hlaupara, sem hér hefir verið. Hann er vel vaxinn, sterkur, skapmikill og enn ungur, rétt tvítugur, svo að hann á vafalaust eftir að bæta sig mikið. Má segja, að hann hafi verið „stjarna" mótsins, því að Oliver, Huseby og Skúli voru áður kunnir orðnir af mikl- um afrekum. Frá öðrum úrslitum móts- ins mun nánar greint síðar. Öllum veitingahúsum hefir verið gert skylt að hengja upp í veitingasölum sínum verðskrár yfir veitingar, samþykktar af verðlags- stjóra. Hefir viðskiptaráð fyrirskipað þetta. Þórffur Jónsson frá Bjóluhjáleigu varð 75 ára 12. þ. m. Þórðar flutti hingað til bæjarins fyrir tveimur árum eftir að hafa búið í 36 ár í Bjóluhjáleigu og verið heim- ilisfastur þar í 73 ár. Hann hefir und- anfarið verið pallavörður hjá Alþingi. Þórður er gegn maður og vel látinn. Innbrot í Eddu. Á þriðjudagsnóttina brauzt hermað- ur inn í rjrentsmiðjuna Eddu við Lind- argötu. Vart varð við þjófinn og var lögreglan látin vita. Komu lögreglu- menn að vörmu spori á vettvang og handsömuðu þjófinn, sem reyndi að fela sig undir vélasamstæðu í prent- smiðjunni . ^ Hjúskaparheit sitt opinberuðu nýlega ungfrú Stein- unn Sturludóttir, Pljótshólum í Flóa og Stefán Júlíusson frá Hítarnesi, nú til heimilis á Fljótshólum. Lik iundið Lík stúlkunnar úr Hafnarfirði, Sigríðar Jónsdóttur, sern hvarf þar fyrir nokkrum dögum og auglýst var eftir, fannst í Hafn- arfjarðarhöfn í fyrradag. Var það þá á floti á höfninni, en slætt hafði verið þar fyrir nokkru, en árangurslaust. Sig- ríður var 21 árs að aldri, til heimilis á Hverfisgötu 41, Hafn- arfirði. Erlent yfirlit. (Framh. af 1. síðu) lags milli borgaralegu flokk- anna. Kommúnistar eru í tals- verðum vexti í Svíþjóð. Þeir hafa náð meira hluta í ýmsum verkalýðsfélögum, m. a. í Gauta- borg og Stokkhólmi. Þannig unnu þeir nýlega stjórnarkosn- ingu í málmverkamannafélag- inu í Stokkhólmi, sem er stærsta verkalýðsfélag Sviþjóðar. Auk sigra og vaxandi álits Rússa, styður það talsvert að viðgangi kommúnista, að Alþýðuflokkur- inn hefir þurft að beitast fyrir ýmsum óvinsælum ráðstöfunum meðal verkamanna til að halda dýrtið og verðbólgu í skefjum, t. d. takmarkaðri dýrtíðarupp- bót og skömmtun ýmissa nauð- synja. Hafa kommúnistar notað sér þessar og aðrar striðsráð- stafanir til að blása að kolum óánægjunnar og orðið nokkuð ágengt. Er almennt búist við, að þeir muni auka fylgi sitt í kosn- ingunum í haust og jafnvel tvístra svo fylkingu verka- manna, að Alþýðuflokkurinn missi meirahlutann. Kommúnistar ræða mjög um það, að Alþýðuflokkurinn og Kommúnistaflokkurinn eigi að hafa kosningabandalag, en talið er víst, að Alþýðuflokkurinn muni að svo stöddu hafna bæði þeirri og annari samvinnuvið þá. Ein ástæðan til þess, að Bænda- flokkurinn mun tregur til kosn- ingabandalags við íhaldsflokk- ana er sú, að það myndi verða vatn á myllu kommúnista og ef til vill neyða Alþýðuflokkinn til samstarfs við þá í framtíðinni. Bændaflokkurinn vill hafa ó-. bundnar hendur eftir kosning- arnar og ekki er ósennilegt, að margir foringjar hans kjósi samstarf við Alþýðuflokkinn, ef hann gæti eigi stjórnað, án til- styrks annárs flokks, þegar þjóðstjórnarsamvinnan rofnar. Hitt mun þeim þykja óglæsileg tilhugsun að þurfa að stjórna með íhaldsflokkunum í andstöðu við Alþýðuflokkinn, sem myndi þá verða honum skæður keppi- nautur meðal smábænda og verkafó'lks í sveitum. Margar spár hníga í þá átt, að kommúnistar og bændaflokk- urinn séu líklegastir til að auka fylgi sitt í kosningunum. Sjötugur (Framh. af 3. síðu) hliðin varð aflvana og i rúminu hefif hann legið síðan. Um tveim árum síðar dó kona hans af slagi. Þegar þessar ástæður eru athugaðar, þá sýnist mér „fórnin" vaxa alveg ótrúlega mikið. En þetta mun vera eina fórnin, sem í sjóðinn hefir kom- ið til þessa, og nú lifum við þó það ár, íslendingar, sem öllum öðrum árum fremur er til þess kjörið að vera fórnarár, eftir hugmynd Hákonar, til stofnunar lýðveldissjóðs. Þegar hægri höndin varð Há- koni ónýt — nærri sjötugum manni, — þá komst hann strax upp á lag með það að skrifa með vinstri hendinni, og það varð sama „rithöndin". Þó má varla við því búast, að hann fái lokið því áformi að skrifa ævi- sögu sína, sem heita ætti Útsýn og íhugun. Er það mikill skaði, því að sú bók hefði áreiðanlega gefið merkilega útsýn yfir ævi- kjör og lífsstarf, og innsýn, ti'l íhugunar, um mannkosti og sál- arlíf merkilegs alþyðumanns á þeim tímamótum; er sjálfstæð- isbaráttu íslendinga lauk með því, að hér er stofnað lýðveldi í annað sinn — án byltingar. IV. „Þróun er betri en bylting"! eru niðurlagsorðin í bók Hákon- ar, og þannig hefir líf hans ver- ið: Stöðug þróun starfsemdar og manngildis. Og ég held, að sú hin innri þróun sé sönnust og mest nú, síðan líkamskraftarnir biluðu að fullu. Svo sterkir eru innvið- ir Hákonar í Borgum. í anda og starfi hefir hann tileinkað sér og lifað eftir grundvallarboðorði Fjölnismanna: „Skynsemin heimtar ekki að- eins það sem nytsamt er og fag- urt og satt, heldúr einnig það, sem gott er og siðsamlegt". Hann hefir og lifað bæði í trú og í skoðun og lýsir það sér hvorttveggja í verkum hans og lífsviðhorfum. Og sjálfur hefir hann leitt sjálfan sig til þess að ávaxta það pund sem honum var gefið. Börn hans þrjú: Heiðrún, Skírnir og Björk, — fögur nöfn —. stunda nú „smábyiið" í Borgum — sem er fjórða barnið —, og föður sinn farlama stunda, þau með þeirri nærgætni' og á- stúð, að hann á varla orð til að lýsa þakklæti sínu, og hver gæfumaður hann er, vegna um- hyggju barnanna. Þau epli hafa þá ekki fallið langt frá eikinni! Á sjötugsafmælinu streyma að Hákoni og heimili hans hlýjar kveðjur og óskir margra vina og Jilýjastar frá þeim, sem þekkja hann bezt, því að hann er einn sá maður, sem ekki smækkar heldur stækkar við vaxandi kynni. 11. júlí 1944. Metúsalem Stefánsson. TJARNARBÍÓ GIFT FÓLK A GLAPSTIGLM (Let's Face It!) Bráðskemmtilegur ame- rískur gamanleikur. BOB HAPE, BETTY HTJTTON. Sýnd kl. 5, 7 og 9. -GAMLA BÍÓ- FJALLABtíARIVIR (The Shephert of the Hills) Stórfengleg litkvikmynd". JOHN WAYNE, BETTY FIELD, HARRY CAREY. Sýnd kl. 7 og 9. Bönnuð yngri en 14 ára. NÝGIFT! Gamanmynd með ANN RUTHERFORD, FRANK MORGAN, JOHN SHELTON. Sýnd kl. 5. ?(?*• ?nýja rló. .* PITTSBURGH íí Spennandi og viðburðarík stórmynd. Sýnd kl. 7 og 9. Bönnuð yngri en 14 ára. TÓNAR og TILHUGÁLÍF („Strictly in the Groove") Dans og söngvamynd með Leon Errol, Ozzie Nelson og hljómsveit hans. Sýnd kl. 5. h&AéS Bókin Fnndar Vinlauds eftir Henrik Thorlacius er að koma út. Bókin, sem er litógrapheruð í vandaðri og eigulegri útgáfu, verður prýdd fjölda litmynda, sem eru teiknaðar af hr. Kurt Zier, teiknikennara Handíðaskólans. Eintök áskrifenda verða árituð og tölusett. — Vcrð bókarinnar verður kr. 70,00. Til þess að gefa nokkra hugmynd um sögulega uppistöðu bókarinnar, skal þetta tekið fram: Söguleg drög að leikritinu eru byggð á þessum sögum: Eiríks saga rauða og Grænlendinga þáttur, Þorfinns saga karlsefnis, Eyrbyggja saga, svo og hinu merka riti „Vínlandsferðir" (Voy- ages to Vinland) eftir prófessor Einar Haugen, dr. phil. — Enn- fremur er tekin til meðferðar sú hugmynd sagnfræðinga, að nor- rænir menn hafi haft samband við frumbyggja landsins, |iá er sunnar bjuggu, alit suður um Mexoco. Þetta verður vn^öu merUilea hoh og þurfa sem allra flestir að eifinast hana. Þar sem upplag bókarinnar er takmarkað,ættu menn að tryggja sér eint. í tíma. Sendið nafn yðar og heimilisfang í BOX 1044, Reykjavík. Vínlandsútgáfan. Iill',1"^i:n „Esja éé austur um land til Siglufjarðar og Akureyrar fyrri hluta næstu viku. Flutningi til hafna frá Húsavík til Norðfjarðar veitt móttaka f DAG (föstudag) og flutningi til hafna sunnan Norðfjarðar árdegis á mánudag. Pantaðir farseðlar óskast sótt- ir strax. Héraðssýning (Framh. af 1. síðu) ar heyinu saman og strengir um það tvo víra. Slíkir heybaggar eru mjög handhægir í flutning- um og slæðist ekkert frá þeim. Þá var sýnd vélknúin sláttuvél. Vél þessi mun vera sú fyrsta af þessari gerð her á landi. Þá var að lokum sýnd rakstrarvél, er tveim hestum var beitt fyrir, Á Þingeyrum er mikið af nýtízku vinnuvélum. Að endingu fóru fram veð- reiðar, og voru hestar reyndir á skeiði, 250 metra, og í stökki, 300 metra. Úrslit komu ekki til greina í skeiðinu, því allir skeiö- hestarnir stukku upp af því, en í stökkinu varð fyrstur hestur frá Bólstaðarhlíð. Um kvöldið var dansskemmt- un að Sveinsstöðum. Fjallið og draumurinn (Framh. af 2. síðu) með okkar beztu skáldsagnahöf- undum. Með „Fjallinu og draumnum" er ekki nema hálf- sögð saga Herdísar Hermanns- dóttur. Má því búast við að í seinni hluta verksins skýrist bet- ur það, er óljóst kann að virðast nú um einstaka atriði sögunnar. Hlfðartðskur nýjar gerðir. II. Toft Skólavörðustíg 5. Sími 1935. Tílkynníng Viðskiptaráðið hefir ákveðið eftirfarandi hámarksverð á laxi: I. IVýr lax: í heildsölu ...........:.................. kr. 7.00 pr. kg. í smásölu: a. í heilum löxum* .................... — 8.25 — — b. í sneiðum.......................... — 10.00 — — II. Reyktur lax: í smásölu: a. í heilum eða hálfum löxum ..."....... — 20.35 — — b. i bútum ..'.......................... — 22.50 — — c. í beinlausum sneiðum .............. — 27.00 — — Ákvæðí tilkynningar þessarar koma til framkvæmda frá og með 13. júlí 1944. Reykjavík, 12. júlí 1944. VERÐLAGSSTJÓRINrV. BÆNDUR Kaupi tog, hvítt og mislitt, hæsta verði. Ekki afklippt. Karólína Guðm.dóttir, Ásvallagötu 10 A. Georg Brandes segir einhvers- ' Idn^koliiiii - Ákveðið hefir verið að ráða fastan kennara í teikn- ingu við Iðnskólann í Reykjavík. Umsóknir um stöðu þessa sendist fyrir 1. ágúst n. k. til skólastjórans; Helga H. Eiríkssonar, Sóleyjargötu 7, sem gefur nánári upplýsingar. SKÓLArVEFNDIN. staðar: „Það þarf kjark til þess að hafa listgáfu". „Fjallið og draumurinn" ber þess greinilegt vitni, að Ólafur Jóhann á kjark- inn í ríkum mæli. En þó að gáfur og kjarki dragi langt til afreka verður þeirra ekki full not nema listamaðurinn eigi við ákjósanleg kjör að búa. Þessi stóra skáldsaga er árangur tómstundarvinnu við hlið lýj- andi brauðstarfs. Ætti nú að mega vænta þess, að hinn ódrepandi kjarkur og elja hins unga, efnilega rithöfundar yrði þeim, er ráða úthlutun skálda- styrkja — og þó einkum öllu lesandi fólki — hvöt til þess að búa svo að honum, að hann fái helgað ritlistinni starfskrafta sína óskipta. Leifur Haraidsson. T f M I IV N er víðlfsnasta auglýsiugiíiblaðið! Skrífstoiur okkar sem áður voru í suðurenda Hafnarhússins, eru flutt- ar í norðurálmu sama húss, þár sem Hafnarskrifstof- urnar voru áður. Sölusamband ísl. fiskframleiðenda.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.