Tíminn - 11.08.1944, Blaðsíða 1

Tíminn - 11.08.1944, Blaðsíða 1
RITSTJÓRI: ÞÓRARINN ÞÓRARINSSON. ÚTGEFFANDI: FRAMSÓKNARFLOKKURINN. PRENTSMIÐJAN EDDA h.f. Símar 3948 og 3720. RITST JÓRASKRIFSTOFUR: EDDUHÚSI, Lindargötu 9A. Símar 2353 og 4373. AFGREIÐSLA, INNHEIMTA OG AÚGLÝSINGASKRIFSTOFA: EDDUHÚSI. Lindargötu 9A. Sími 2323. j 28. árg. Reykjavík, föstudagiuu 11. ágúst 1944 77. hlað Erlent yflrlit: Athyglisverð kosn- ingaúrslít Kosningar, sem fram fóru í Saskatchewan, einu miðfylki Kanada, nú í sumar, hafa vak- ið mikla athygli víða um heim. Flokkur einn, sem nefnist Canada’s Co-operative Common- wealth Federation og stofnaður var fyrir röskum áratug, vann þar einn hinn frækilegasta kosningasigur, sem dæmi eru um. Náði hann 45 þingsætum af 51 á fylkisþinginu, en hafði aðeins tíu áður. Frjálslyndi flokkurinn, sem áður var þar í hreinum meirihluta og fór með völd, fékk aðeins 5 þingsæti. íhaldsflokkurinn kom hins veg- ar engum manni að. Helzti forustumaður þessa flokks í Saskatchewan heitir T. Clemens Douglás, maður um fertugt, prentari að iðn, og flokkurinn er . umbótasinnaður samvinnuflokkur bænda og verkamanna, er krefst öryggis og alhliða framfara í landinu. Meirihluti þingmanna hans er úr bændastétt. í fylkinu Saskatchewan býr meðal annars fjöldi fólks, sem er af islenzku bergi brotið, eins og kunnugt er. Það er eitt af helztu landbúnaðarfylkjum Kanada, og er þar margt bjarg- álna sjálfseignarbænda. Var það eitt af því, sem reynt hefir verið að nota til þess að fæla menn frá þessum flokki, að hann hefði i hyggju að taka jarðirnar af bændum, ef hann kæmist í valdaaðstöðu. Eins og menn þekkja mætavel hér á landi, hefir sú grýla víðar verið notuð til þess að reyna að rægja fylgi af umbótasinnuðum og fram- sæknum flokkum, sem eiga að- alfylgi sitt meðal bænda. En það hefir ekki borið betri árangur en þetta í Kanada. Co-operative Commonwealth Federation var stofnaður árið 1932, einmitt í því fylki, þar sem hann hefir nú unnið sinn mesta sigur. Hefir hann eflzt jafnt og þétt síðasta áratug. Er fylgi hans sagt traust, og stórum vaxandi víðar í Kanada heldur en Sask- atchewan. Frjálslynda flokknum, sem stutt hefir MacKensie King til valda í Kanada, býður mikil ógn af þessum pólitísku straum- hvörfum, sem orðið hafa við það, að hinar vinnandi stéttir hafa sameinast um þennan sam- vinnuflokk bænda og verka- manna. Var það haft við orð fyrir fylkiskosningarnar í Sask' atchewan, að sambandsþingið í Ottawa skyldi rofið og almennar kosningar látnar fara fram, ef frjálslyndi flokkurinn héldi þar velli. En eftir þennan kosninga- sigur samvinnuflokksins, sem virðist hafa komið andstæðing- unum að nokkru á óvart, er ó líklegt, að stjórnin kjósi að láta almennar kosntngar fara fram fyrr en hún er nauðbeygð til þess. Þessi pólitísku straumhvörf eru merkileg fyrir margra hluta sakir, einnig fyrir okkur íslend inga, og verður ef til vill síðar kostur að ræða þau nánar með hliðsjón af málum okkar. Seínustu firéttir Alger hervæðing fer fram I Þýzkalandi. í Austur-Prússlandi hafa allir, sem vettlingi valda, verið kvaddir til virkjagerðar og herþjónustu, og annars staðar í Þýzkalandi eru konur kvaddar til starfa í hergagnaverksmiðj - um og öðrum iðnstöðvum, sem hernum eru nauðsyi^egar, en verkamenn allir eru teknir í herinn. 500 þýzkum kafbátum hefir verið sökkt í þessu stríði, að því er segir í tilkynningu, sem Bandamenn hafa gefið út. Sendiherra Banda- ríkjanna aihendír íorseta embættis- skjöl sín í gær tók forseti íslands á móti sendiherra Bandaríkjanna, herra Louis G. Dreyfus, jr., í hátíðasal Bessastaða, og afhenti sendiherra embættisskjöl sín. Við þetta tækifæri fórust sendiherra orð á þessa leið: „Mér er það sérstakur heið- ur að færa yður í dag, herra forseti, bréf forseta Bandaríkja Ameríku, en með því er ég gerð- ur sérstakur sendimaður og ráð- herra með stjórnarumboði hjá yður, herra forseti íslands. Þótt ég hafi eigei dvalið lengi hér á landi, hefi ég tekið eftir hinum mikla áhuga þjóðarinnar fyrir landi mínu og orðið var þeirra óska hennar, að lönd vor megi lifa í andrúmslofti ein- drægni og góðvilja. Þessi vin- áttuhugur er mér mikið gleði- efni, og ég mun hlúa að honum eftir .beztu getu./ Ég vil fullvissa yður, herra forseti, um það að meðan ég leysi af hendi skyldustörf emb- ættis míns, mun ég reyna af fremsta maétti að viðhalda og (Framh. á 4. síðu) Sendimaður firönsku bráða- birgðasljórnnar- innar leggur fram embættis- skilríki sín Sendimaður Frakka, herra Henri Voillery, gekk í dag fyrir utanríkisráðherra og afhenti honum umboðsskjal frá utan- ríkisráðherra bráðabirgðastjórn- ar franska lýðveldisins, en með því er hann skipaður sendimað- ur hjá stjórn lýðveldisins ís- lands. , Við afhendinguna tók herra Voillery það fram að honum væri það sérstök ánægja og heiður að afhenda þetta umboðsskjal og bar fram óskir um góða sam- vinnu við ríkisstjórnina og um bjarta framtíð fyrir íslenzka lýðveldið. Utanríkisráðherra lýsti yfir því, að honum væri ánægja að því að veita herra Voillery við- töku sem umboðsmanni bráða- birgðastjórnar franska lýðveld- isins og fullvissaði hann um góðan hug sinn og ríkisstjórn- arinnar til góðrar og vinsam- legrar samvinnu við Frakkland á komandi tímum og lýsti þeirri von sinni og ósk, að franska þjóðin mætti sem fyrst öðlast fullt frelsi. Þjóðverjar hafa tekið „Gullfoss" í sína þágn f brezka siglingamálaritinu Fairplay, dagsett 20. júlí s. 1., sem nýkomið er hingað, er frá því skýrt, að sænsk blöð segi, að Þjóðverjar ásælist nú "æ fleiri skip í Danmörku. Er þess getið, að þeir hafi nú hertekið íslenzka skipið „Gullfoss“ og fimm skip, sem fyrir stríðið voru í sigling um milli Esbjerg og Bretlands. Líklegt er, að Þjóðverjar þurfi mjög skipa við til þess að bjarga þeim herafla, sem innikróaður er í Eystrasaltslöndum. „Gullfoss“ varð, sem alþjóð er kunnugt, innilyksa í Kaup- mannahöfn, er Þjóðverjar her- námu Danmörku í apríl 1940. íslenzkuin íiski Kiefir verid ffleygt I stórnm stíl í Bret- landi síOiistu inánnði Brýn nauðsyn á að vinna aðalátflutning-svöru okkar aukið álit á erlendum markaði Matið á ísfiskinum ein hin þýðingarmesta Sramkvæmd í sjávarútvegsmálum okkar Á næstliðnum mánuðum hefir íslenzkum fiski verið . fleygt í Bretlandi í mjög stórum stíl. Þannig hefir komið fyrir, að um 2000 vættum af fiski hefir verið kastað af einum togarafarmi og færeyskt skip, sem keypti fisk hér við land, seldi um 200 smál. fyrir aðeins 200 sterlingspund. Annað færeyskt skip seldi fyrir 700 sterlingspund og af því þriðja var hverjum fiski kastað. Það skal strax tekið fram, að frá þessu er ekki sagt hér til þess að gera hróp að íslenzkum útgerðarmönnum og útflytjend- um, sem hafa beðið mikið fjár- hagslegt afhroð við þessar að- gerðir. Hér er á ferðum stórmál, sem alla íslenzku þjóðina varðar, hvort sem menn búa til sjávar eða sveita. Á næstliðnu sumri urðu nokk- ur brögð að því, að bönnuð var sala á íslenzkum fiski í Bret- landi og fiskinum hent. Þetta varð svo til þess, að bætt var verkun á fiskinum. Þá lagaðist þetta í bili. Margir skildu, í hví- líkan voða útflutning Isfisks var stefnt og heil byggðarlög, eins og t. d. Vestmannaeyjar, gerðu víðtækar ráðstafanir til úrbóta, með þeim árangri, að fiskur þaðan hefir aldrei, svo neinu magni hafi numið, reynzt ósölu- hæfur, heldur yfirleitt fengist fullvirði fyrir hann. Fyrir stríð var bátafiskur, sem út var fluttur ísvarinn í köss- um, metinn, og var þvi mati fyllilega treyst af kaupendum í Bretlandi. Á stríðsárunum hefir kassa- flutningur á físki lagzt niður, og matið„féll niður-. í maí 1942 gaf stjórn Ólafs Thórs að vísu út lög um mat á ísvörðum fiski, en þau komu ekki til framkvæmda, þar sem engin reglugerð var sett um matið, og matið lá niðri, þar til núverandi atvinnumálaráð- herra, Vilhjálmur Þór, gaf út reglugerð um þetta efni þann 26. júní s. 1., sem kom til fram- kvæmda 1. júlí. Kom þar til framkvæmda ein af þýðingar- miklum samþykktum 7. flokks- þings Framsóknarflokksins. Þótt matið á ísfiskinum sé ennþá á byrjunarstigi og ekki búið að vinna sér nauðsynlegt traust erlendra kaupenda, þá getur ekki leikið á tveim tung- um, að framkvæmd þess, ásamt mati á freðfiski, sem líka er komið á, er hin þýðingarmesta og happadrýgstá framkvæmd síðari ára í sjávarútvegsmálum. Fðr forsela um Vestur- og Norðurland Honurn var hvarvetna iagnað ínniiega Forseti íslands, herra Sveinn Björnsson, kom til Reykja- víkur á miðvikudagsmorgun klukkan 10 úr för sinni um Vestur- og Norðurland. Tóku forsetafrúin og íáðherrarnir Björn Þórðarson, Vilhjálmur Þór og Einar Arnórsson á móti honum á bryggju, ásamt Agnari Kofoed-Hansen lög- reglustjóra. Ók forseti þegar til skrifstofu sinnar í Alþingis- húsinu og sinnti þar embættisstörfum til hádegis. Hélt hann kyrru fyrir hér syðra í tvo daga, en í dag leggur hann af stað áleiðis til Austfjarða á varðskipinu Ægi. Ýmsir útgerðai’menn og’fiskút- flytjendur hafa undanfarið fengið aðvörun frá matvæla- ráðuneytinu brezka, um að skip þeirra hafi landað vondan fisk, og að í brezk-íslenzka viðskipta- samningnum sé heimild til þess að útiloka skipstjóra og skip, sem endurtaka löndun vondrar vöru, frá að flytja og selja fisk á brezkan markað. Útgerðarmenn almennt munu ekkert hafa um þetta ákvæði vitað, ekki sízt þar sem á næst- liðnum vetri var marg-endur- tekin útvarpstilkynning hér, um að Bretar óskuðu ekki eftir betri fiski, heldur meiri fiski. En eins og nú er komið mál- um, þá missir þetta ákvæði að sjálfsögðu marks, þar sem fisk- gæðin eru nú ekki lengur á valdi útflytjenda, heldur byggð á lög- skipuðu mati, og fiskförmunum fylgja nú matsvottorð, gefið út á ábyrgð íslenzka ríkisins. Að sjálfsögðu er það skylda íslenzkra stjórnarvalda að gæt^ þess, að matið svari tilgangi sín- um og láta íslenzka sendiráðið í Lundúnum gæta hagsmuna ís- lenzkra útflytjenda og sjá um, að ekki verði á rétt þeirra geng- ið. En matið verður að ná til alls fisks, sem út er fluttur frá ís- landi, jafnt hvort sem flutninga- skipin eru á vegum matvæla- ráðuneytisins brezka eða íslend- inga sjálfr'a. En sá vankantur á fram- kvæmd freðfisksmatsins að láta verkstjóra í þjónustu frystihús- anna framkvæma matið, þarf að lagfærast. Eins er það, að samkvæmt matsreglugerðinni er lágmarks- stærð útflutningshæfs flatfisks bundin við 27 sm. lengd frá trjónu að sporðenda, en lögum samkvæmt er óheimilt að flytja út fisk, sem vegur minna en 250 grömm. Þetta þarf að samræma, þar eð þetta er’ mismunandi stærð. Tíminn hefir áður skýrt frá komu forseta til Akraness og Borgarnesf. Til Búðardals kom hann um miðjan dag á mánudag í fyrri viku. Snæddi hann þá hjá sýslumannshjónunum og hélt nokkru síðar til samkomu- hússins, þar sem Þorsteinn sýslu- maður ávarpaði forseta og bauð hann velkominn í héraðið, en forseti þakkaði og ávarpaði þá, er þarna voru samankomnir. Um kvöldið snæddi forseti kvöld- verð í boði sýslunefndar Dala- sýslu. Á þriðjudagsmorgun hélt for- setinn frá Búðardal, sem leið liggur áleiðis til < Blönduóss. í Vatnsdalshólunum komu þeir Guðbrandur ísberg sýslumaður, Steingrímur Davíðsson skólastj., séra Þorsteinn Gíslason í Stein- nesi, Karl Helgason símstjóri og Páll Kolka héraðslæknir til móts við hann. Þegar til Blönduóss kom, var haldið til kvennaskól- ans, og þar bauð sýslumaður hann velkominn klukkustund síðar, en -forseti svaraði. Um kvöldið snæddi hann kvöldverð í boði sýslunefndar. Þar fluttu ræður Guðbrandur sýslumaður, séra Gunnar Árnason á Æsu- stööúm og séra Björn Stefánsson prófastur að Auðkúlu. Daginn eftir' fór forseti frá Blönduðsi austur um Vatns- skarð. Sýslumaður Skagfirðinga og sýslunefndarmenn, auk þing- manna héraðsins, komu til móts við hann að Arnarstapa. Var þaðan ekið til Sauðárkróks, þar sem oddviti Sauðárkrókshrepps bauð forseta velkominn, en hann svaraði með stuttri ræðu. Síðan var gengið til kaffidrykkju í boði sýslunefndar. Síðan gengið í skrúðgarð læknisins og þar ávarpaði forsetinn fólkið, sem safnazt hafði saman, en karlakór söng. Um kvöldið sat forseti boð hjá Sigurði sýslumanni. Daginn eftir fór hann til Húsavíkur. Fóru allmargir Þing- eyingar til móts við hann, em- bættismenn ýmsir, hreppsnefnd- armenn og sýslunefndarmenn, og bar fundum saman við Goða- foss. Bauð Júlíus sýslumaður (Framh. á 4. síðu) Skaut 23 tófiur og fangaði 47 yrð- Hnga Það þykir í frásögur færandi, að bóndi einn í Borgarfirði, Þor leifur Þorsteinsson á Uppsölum í Hálsasveit, kunn grenjaskytta, hefir á þessu sumri lagt 23 full- orðnar tófur að velli og náð 47 yrðlingum. Munu þess fá dæmi, að minnsta kosti á þessum slóð- um, að einn maður hafi á sama sumri orðið svo mörgum tófum að grandi. Greni þau, sem 'Þorleifur lá á, voru víðs vegar um heiðalönd in upp af Hálsasveit og Hvítár síðu, afrétti Borgfirðinga. Hefir verið mikið um tófur á þessum slóðum að undanförnu og sums staðar hefir bitvargur valdið talsverðu tjóni. Kveðja Islendinga í Noregi Frá Guðna Benediktssyni, for- manni íslendingafélagsins í Osló, hefir þessi kveðja borizt, dagsett í Osló 17. júní: „íslendingar og Norðmenn, sem mættir eru til að hylla 17 júní og hið nýja sjálfstæði ís- lands, senda landi og þjóð kær ar kveðjur og heillaóskir. Lifi ísland — lifi frelsið!" Á víðavangi „DANSINN HELDUR ÁFRAM“. Svo hljóðar fyrirsögn fbrustu- greihar í Mbl. 9. þ. m. Þar segir: ,Bersýnilegt er, að við íslend- ingar ætlum að halda áfram hinum tryllta dansi kringum gullkálfinn til síðustu stundar“ Við erum meira en lítið blind- ir, íslendingar, ef við ekki sjáum, að hér er alvarleg hætta á ferð- um.“ — r Skilur Mbl. það nú, að það var auðveldara að koma þessum hrunadansi af stað en að stöðva hann. — Sjálfstæðisflokkurinn hefði átt að athuga það vorið 1942, þegar hann bauð hinni pólitísku vændiskonu kommún- ista upp og hóf þennan pólitiska dauðadans. Nú segist „kavaler- inn“ vera búinn að fá nóg, endi- lega vilja hætta, — „hér er al- varleg hætta á ferðum,“ segir hann. En vændiskonan dansar af enn meiri ofsa og „kavalér- inn“ getur ekki losað.sig. Þjóð- viljinn tilkynnir verkföll dag- legða. íslenzka lýðveldið hefir sett met í verkföllum. Morgun- blaðið, sem var svo stolt og hróð- ugt í byrjun dansins 1942, segir nú daglega hálfkjökrandi: „Dansinn heldur áfram.“ Ætli mö hefþi ekki verið ráðlegra að bjóða aldrei upp í þenna dans. JÓN SÝNIR INN f SIG. Jón á Akri sendir öðru hvoru frá sér efnislausar langlokur í Mbl. og ísafold, rétt eins og hon- um sé þessi ritstjórabitlingur borgaður í dálk-metrum. Jón segir, að 17. grein jarðræktar- laganná hafi mjög dregiö úr jarðræktarframkvæmdum, Það er eins og það séu álög á Jóni, að geta ekki skrökvað nema því, sem allir kunnugir vita, að er ósatt. Aðeins sárfáir menn hafa villst á rógi og röngum skýring- um íhaldsaflanna á 17. gr. jarð- ræktarlaganna. Flestir þessara manna hafa meira af pólitiskri tí’ú og órólegum skapsmunum en yfirvegun. Jóni hefir tekizt að fá þessa sárafáu menn til aö hætta að taka á móti jarðrækt- arstyrknum. En hefir Jón sjálf- ur neitað honum? Með þessu hefir Jón og hans nótar valdið nokkrum mönnum fjárhagslegu tjóni, sem þeim er skylt að bæta. Væri Jóni nær að safna saman hjá nokkrum stríðsgróðamönnum í Sjálfs'tæð- isflokknum peningum til að bæta umtöluðum bændum það tjón, sem hann hefir valdið þeim, heldur en að halda áfram rógi og röngum lagaskýringum, sem fyrir löngu eru orðnar hlægi- legar. \ v ■ ' Það er talið auðveldast að opinbera öllum almenningi hæfileika sína og innræti meö því að gerast ritstjóri. Það væri synd að segja, að honum Jóni á Akri hafi mistekizt þetta síðan hann varð ritstjóranefna. En hvernig geðjast mönnum að þessari persónu, sem þarna er að koma æ betur í dagsljósið? STÖÐUGT VERÐ Á JÖRÐUM. Eitt af því, sem landbúnaðin- um er lífsnauðsyn, er stöðugt verð á jörðum. í stríðinu hefir 17. greinin því miður ekki náð þeim tilgangi að halda verðinu niðri, enda er greinin í endur-' skoðun á Búnaöarþingi, þar sem Framsóknarmenn hafa hvað eft- ir annað boðið að setja ákvæði í stað 17. gr., er miðaði að því, að halda jarðarverðinu stöðugu. Sjálfstæðismenn hafa verið ó-s fáanlegir til þessa samkomulags og afleiðingarnar segja til sín .um allt land. Hefði ekki Jóni verið nær að beita sér fyrir sam- komulagi um þessi nýju ákvæði, en aö halda uppi rógi um 17. gr., jafnhliða því, að sþilla sam- komulagi um að slíkt ákvæði væri sett. \ $

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.