Tíminn - 11.08.1944, Blaðsíða 4
308
TtMEyN, föstudagiim 11. ágást 1944
77. blað
tÍR BÆNUM
Leiffrétting.
í siðasta tölublaði Tímans varð leið-
inleg — en þó auðsæ — prentvilla í
upphafi greinarinnar „Holl ráð til hús-
mæðra." Þar segir, að í kalda rabar-
barasaft skuli nota 3 kg. af benzó-
súru natróni, en á að vera 3 grömm
— þrjú grömm.
Námskeið f frjálsum íþróttum.
Glímufélagið Ármann hefir ráðið, að
gangast fyrir byrjendanámskeiði í
frjálsmn íþróttum. Munu æfingarnar
fara fram á túnunum fyrir neðan há-
skólann. Námskeiðið hefst 15. ágúst.
Aðalkennari verður Stefán Kristjáns-
son íþróttakennari, en auk þess munu
ýmsir kunnir íþróttamenn Ármanns
leiðbeina nemendunum. Mun kennslan
fara fram á þriðjudögum og fimmtu-
dögum klukkan 7%—9% síðdegis og
á laugardögum klukkan 4—6.
Hljómleikar
Eggerts Stefánssonar.
sem haldnir eru af tilefni þess, að
hann er nú á förum vestur um haf til
árs dvalar í Bandaríkjunum, eins og
áður hefir verið greint frá hér í blað-
inu, verða í Trípólíleikhúsinu sunnu-
daginn 20. ágúst og hefjast klukkan
8,15. Lárus Pálsson leikari, Vilhjálmur
Þ. Gíslason, Páll ísólfsson og Sigvaldi
Káldalóns aðstoða söngvarann á þess-
ari kveðjuskemmtun. Aðgöngumiða er
hægt að panta hjá Sigríði Helgadóttur,
Bókaverziun Sigfúsar Eymundssonar,
Lárusi Blöndal og Helgafelii.
Hjónaband.
í gær voru gefin saman í hjónaband
í Reykjavik af sr. Bjarna Jónssyni ung-
frú Hulda Pálsdóttir og Þorfinnur
Bjarnason, skrifstofustjóri í Stykkis-
hólmi.
Sambandi íslenzkra
berklasjúklinga
hafa nýlega borizt eftirtaldar gjafir:
Prá skipshöfninni á Fjallfossi kr. 1325.
Starfsmönnum Sagarinnar h.f. kr. 1010.
Skipshöfninni á Þórólfi kr. 1110. Frið-
jóni Jensson kr. 1000. N. N. (áh.) kr. 50,
M.G.E. (áh.) kr. 100, Guðm. Péturssyni
ms. Esju kr. 100 Har. Lárussyni o. fl.
kr. 110, Áheit kr. 25, Áheit 20, Áheit frá
gamalli konu kr 10, Safnað af S. Sör-
ensen, Fáskrúðsfirði kr. 275, Safnað af
Fr. Berndsen, Skagaströnd kr. 255, —
Safnað af Þórði Einarrssyni kr. 170,
Áheit frá S. kr. 10, Safnað af Jóninu
Hermannsdóttur, Flatey kr. 765, Safn-
að af Ragnheiði Jónsdóttiu, Dalvík kr.
700, Safnað af Ólafi Hermannssyni,
Eskifirði kr. 1550, Frá Líknarfélaginu
Einingu, N.-Múlasýslu kr. 300, Afh.
af Kaupfélagi Skagstrendinga kr. 50,
Áheit frá N. N. kr. 10
16.361 menn sóttu
Sundhöllina í júlí.
16.361 manns sótti Sundhöllina í
júlímánuði. Þar af voru 9.570 karlar,
1.633 drengir, 2.897 stúlkur og 2.261
kona. Er þetta allmiklu lægri tala
sundhallargesta en undanfarna mán-
uði, því að hina sumarmánuðina, jmaí
og júní, sóttu Sundhöllina 22—23 þús.
m'anns. Til samanburðar má geta þess,
að í marz s.l. var tala sundhallargesta
um 28 þús. manns. Þessi lágá tala
sundhallargesta í júlímánuði er skilj-
anleg, þegar tekið er tillit til þess, að
í þessum mánuði standa sumarfrí sem
hæst og þeir, sem úr bænum fara til
sumardvalar úti um land, eru farnir
í þessum mánuði.
Sepdiherra Bandaríhj-
anna . . .
(Framh. af 1. siðu)
auka á þau bönd einlægrar vin-
áttu, sem hingað til hafa ein-
kennt svo mjög samskipti landa
okkar beggja. Myndi ég telja mér
það mikið lán, ef ég gæti á ein-
hvern hátt átt tækifæri til að
vera til aðstoðar landi yðar og
og landi mínu, þegar leysa
verður úr ótal vandamál-
um, sem allar þjóðir verða að
horfast í augu við að stríðinu
loknu, og aftur þarf að taka
upp friðsamleg störf. Ég trúi því,
og hygg að þar gæti eigi um of
bjartsýni, að brátt muni þeir
tímar hefjast, og að þeir verði
til hagsælda og farsældar fyrir
lýðveldið ísland.“
Forseti svaraði ræðu sendi-
herra með þessum. orðum:
„Mér er það mikil ánægja að
veita viðtöku frá yður bréfi þvi
frá hæstvirtum forseta Banda-
ríkjanna, þar sem hann skipar
yður sérstakan sendimann og
ráðherra með stjórnarumboði
hjá mér sem forseta lýðveldisins
íslands.
Ég met mikils þessa nýju stað-
festingu á vináttu Bandaríkja-'
þjóðarinnar á þessum merku
tímamótum, er vér höfum end-
urreist lýðveldi á íslandi. Sú vin-
átta milli þjóða vorra, sem
skapazt hefir og aukizt á síð-
ustu árum, er öllum íslending-
um mikið gleðiefni.
För forseta
(Framh. af 1. síðu)
hann velkominn, en læknisfrúin
á Breiðumýri afhenti honum
blómvönd. Var síðan ekið til
Húsavíkur, þar sem skátar stóðu
heiðursvörð við samkomuhúsið,
en Karl Kristjánsson oddviti á-
varpaði forseta og bauð honum
til kaffidrykkju í samkomuhús-
inu, sem var fagurlega skreytt,
meðal annars með fánum allra
hreppa sýslunnar. Þar ávarpaði
sýslumaður forseta, en hann
þakkaði. Síðan fluttu ræður Karl
Kristjánsson, Kári Sigurjónsson,
Þórdís Ásgeirsdóttir, séra Frið-
rik Friðriksson og Sigurður P.
Björnsson. Einnig las sýslumað-
ur ávarp frá sýslunefnd Norður-
Þingeyinga. Frá samkomuhúsinu
var haldið í kirkjuna og þar
ávarpaði forseti mannfjöldann,
er safnazt hafði saman, en
kirkjukórinn söng.
Á fimmtudagskvöldið hélt for-
seti síðan aftur vestur á bóginn.
Komu Sigurður Eggerz bæjarfó-
geti á Akureyri, Steinn Steinsen
bæjarstjóri og séra Friðrik Rafn-
ar vígslubiskup til móts við hann
á sýslumörkunum og fylgdu
honum til Akureyrar. Daginn
eftir sat hann hádegisveizlu í
boði bæjarstjórnar Akureyrar og
sýslunefndar Eyjafjarðarsýslu,
ásamt 150 manns úr bænum og
héraðinu. Þá ávarpaði bæjar-
stjóri forsetann, en hann svar-
aði. Síðar um daginn var fjöl-
menn samkoma í Lystigarðinum.
Voru þar ræðuhöld og söngur og
var þar mikið fjölmenni. Þá sat
forseti og boð Sigurðar Guð-
mundssonar skólameistara. Um
kvöldið var hann í boði hjá
bæjarfógeta.
Árdegis á laugardag lagði fbr-
seti svo af stað frá Akureyri á
varðskipinu Ægi * Safnaðist mik-
ill mannfjöldi saman á bryggj-
unni til þess að kveðja hann, og
Lúðrasveit Akureyrar lék. Kom
hann til Siglufjarðar síðdegis
sama dag. Karlakórinn Vísir,
undir stjórn Þormóðs Eyjólfs-
sonar, fagnaði honum á bryggj-
unni með söng. Guðmundur
Hannesson bæjarfógeti flutti
ræðu, forseti svaraði og að því
loknu hyllti mannfjöldinn hann.
Var þá haldið heim til bæjar-
fógeta, en síðan sýndi bæjar-
stjóri, bæjarstjórn og verk-
smiðjustjórn honum síldarverk-
smiðjurnar. Að því búnu bauð
bæjarstjórn honum á Siglufjarð-
arskarð, en um kvöldið bauð
bæjarstjórn honum til kvöldverð
Ferð Breiðfirð-
ingfafélagfsins
um Snæfellsnes
Breiðfirðingafélagið efndi til
skemmtiferðar upi ‘Snæfellsnes
um verzlunarmannahelgina 5.—
7. ágúst. — Þátttakendur voru
109. Farið var frá Reykjavík eft-
ir hádegi á laugardag í fimm
langferðabifreiðum og ekið til
Ólafsvíkur um kvöldið og gist
þar.
Á sunnudagsmorgun var ekið
Ég get fullvissað yður um, að
sú samvinna, sem íslenzka
stjórnin hefir átt við yður þann
tíma, sem liðinn er frá því, er
þér komuð hingað, hefir verið
mjög geðfelld. íslenzka stjórnin
er þess albúin að gera það, sem
í hennar valdi stendur, til þess
að eiga einhig framvegis sem
bezta samvinnu við yður og met-
ur mikils þá hugsun yðar að yð-
ur gefist tækifæri til að vera til
aðstoðar þjóð minni og þjóð yð-
ar við að mæta erfiðleikum
þeim, sem allar þjóðir hljóta að
mæta í nánustu framtíð.
Ég vona einnig, að vér getum
innan skamms litið bjartari
tíma, og ég flyt yður beztu árn-
aðaróskir til handa Bandaríkja-
þjóðinni og forseta hennar, í
þeirri von, að hildarleik Jieim, er
Bandaríkjaþjóðin á nú í, muni
brátt ljúka.“
Viðstaddur athöfnina var ut-
anríkisráðherra Vilhjálmur Þór.
Að athöfn lokinni bauð forseti
til hádegisverðar, og voru þar,
auk forsetahjónanna, utanríkis-
ráðherra og frú, amerísku sendi-
herrahjónin, sendiráðsritarar
ameríska sendiráðsins og yfir-
menn hers og flota Bandaríkj-
anna hér á landi.
ar í húsi Þormóðs Eyjólfssonar.
Safnaðist mannfjöldi saman við
húsið, og skátar hylltu forsetann
með fánakveðju. Bæjarstjóri
flutti ræðu, er forseti þakkaði
og karlakórinn Vísir söng. —
Klukkan 10 um kvöldið hélt for-
seti áfram ferð sinni og kvaddi
Vísir hann með söng á bryggju.
Til Hólmavíkur kom forsetinn
á sunnudag. Jóhann Salberg
Guðmundsson sýslumaður og
sýslunefndarmenn Strandasýslu
tóku á móti honum og skátar
stóðu heiðursvörð á bryggju. Var
haldið heim til sýslumanns. Þar
ávarpaði hann forseta, én hann
þakkaði. Var síðan setzt að
kaffidrykkju og flutti séra Jón
Guðnason ræðu undir borðum.
Áður en forseti steig aftur á
skipsfjöl hylltu menn hann, en
sýslumaður flutti honum kveðju-
orð.
Til ísafjarðar kom forseti ár-
degis á mánudag. Skátar stóðu
vörð á bryggju. Jóh. G. Ólafsson
bæjarfógeti bauð hann velkom-
inn, og var síðan gengið til húss
Jónasar Tómassonar. Þar hyllti
mannfjöldinn hann, en bæjar-
fógetinn ávarpaði hinn tigna
gest. Forseti svaraði og minnt-
ist baráttu Jóns Sigurðssonar
og fleiri vestfirzkra þjóðmála-
skörunga. Sunnukórinn söng
undir stjórn Jónasar Tómasson-
ar. Síðan var ekið í sel gagn-
•fræðaskólans í Tunguskógi og
setzt þar að kaffidrykkju. Bæj-
arstjóri ávarpaði þar forseta,
en auk hans fluttu ræður séra
Jónmundur Halldórsson, Ólafur
Ólafsson skólastjóri og Hannibal
Valdimarsson skólastjóri. Hall-
dór Kristjánsson á Kirkjubóli
flutti snjallt kvæði. Áður en
forseti fór frá ísafirði var hon-
um afhent að gjöf frá starfs-
mönnum í skipasmíðastöð
MarsilíusarBernharðssonar mál-
verk af Rafnseyri eftir Jón
Hróbjartsson.
Á mánudagskvöldið kom for-
seti til Patreksfjarðar. Jóhann
Skaftason sýslumaður fagnaði
honum á bryggju, en, skátar
stóðu heiðursvörð. Forseti fór
fyrst heifh til sýslumannshjón-
anna, en þaðan var haldið til
hins nýja sjúkrahúss, sem þar
er í smíðum. Var þar mannfjöldi
samankominn. Sýslumaður tók
fyrst til máls, en síðan lagði for-
seti'hornstein hússins. Síðan var
aftur haldið heim til sýslu-
manns, en eftir litla stund heim-
sótti forseti aldraða frænku
sína, Júlíönu Jónscjóttur, systur
Björns heitins ráðherra. Um
kvöldið hélt sýslunefndin boð,
TJARNARBÍÓ
PILTAGULL
(The Strawberry Blonde)
Amerískur sjónleikur frá
aldamótaárunum.
JAMES CAGNEY,
OLIVIA DE HAVILLAND,
RITA HAYWORTH.
Sýnd kl. 5—7—9.
-GAMLA BÍÓ*
Orlof
flugmaimsins
(„The Sky Is The Limit“)
FRED ASTAIRE,
JOAN LESLIE.
Sýnd kl. 7 og 9.
„Dr. Broadway“
MACDONALD CAREY,
JEAN PHILLIPS.
Sýnd kl. 5.
Bönnuff yngrl en 16 ára.
► NÝJA Eíó*
Listamaimalíf
(Hello, Frisco, Hello)
Skemmtileg músikmynd
í eðlilegum litum.
Aðalhluverk:
ALICE FAYE,
JOAN PAYNE,
LYNN BARI,
JACK OAKIE.
Sýnd kl. 5, 7 og 0.
PYRINATE
Nýtt amerískt méðal sem eyðir
lúsum og nitum þeirra á 15 mín-
útum, og er þó hættulaust, líka
fyrir börn.
30 gramma glás ..... kr. 5.00
Fílabeinskambar ....— 4.50
Sendum um land allt.
SEYÐISFJARÐAR APÓTEK.
og var þar margt manna saman
komið. Sýslumaður stýrði hóf-
inu, en auk hans fluttu ræður
Friðþjófur Ó. Jóhannsson, séra
Sigurður S. Haukdal, prófastur
í Flatey og séra Einar Sturlaugs-
son á Patreksfirði. Fylgdu gest-
ir forseta til skips að loknu hóf-
inu.
Til Stykkishólms kom forseti
á þriðjudag. Fjöldi fólks beið á
bryggju, en skátar stóðu heið-
ursvörð. Kristján Steingrímsson
sýslumaður bauð forseta vel-
kóminn, en hann svaraði. Síðar
um daginn ávarpaði sýslumaður
hann fyrir framan sýsluskrif-
stofurnar að viðstöddu fjöl-
menni, en forseti svaraði. Um
kvöldið var setzt að veizluborði
í barnaskólanum. Sýslumaður
setti hófið, en ræður fluttu
Kristján Bjartmar oddviti,
Kristján Þorleifsson á Grund,
séra Jósef Jónsson prófastur á
Setbergi, séra Magnús Guð-
mundsson í Ólafsvík og séra Sig-
urður Lárusson í Stykkishólmi.
Að lokum þakkaði forseti. Fjöldi
fólks fylgdi forseta til skips, er
hann hélt brott.
Hvarvetna þar sem forseti fór
um var allt fánum skreytt, og
viðtökur allar voru í hvívetna
eins innilegar og frekast gat
orðið.
Innilegar þakkir færum viff öllum þeim, sem sýndu
okkur samúff og vinarhug viff andlát og jarffarför kon-
unnar nrinnar, móður okkar og tengdamóður,
Krlstjönu Björnsdóttur,
fyrv. ljósmóffur.
Fyrir mína hönd, barna minna og tengdadóttur.
JÓHANN LÁRUSSON, Litlu-Þúfu.
Útsöluverð
á amerískum vindlingum má ekki vera hærra en hér segir:
Lucky Strike 20 stk. pakkinn kr. 3,40
Old Gold 20 stk. pakkinn kr. 3,40
Raleigh 20 stk. pakkinn kr. 3,40
Camel 20 stk. pakkinn kr. 3,40
Pall Mall 20 stk. pakkinn kr. 4,00
Utan Reykjavíkur og Hafnarfjarffar má útsöluverffiff vera 5%
hærra vegna flutningskostnaffar.
Tóbakseinkasala ríkísíns
Bækur Hjartaásútgáhmnar:
Dularfulla morffiff ............ Verff kr. 10,00
Skuggar fortíffarinnar ......... — — 13,00
Þegar klukkan sló tólf ......... — — 9,00
Spennandi og skemmtilegar skáldsögur, tilvalinn tómstunda-
lestur. — Fást hjá bóksölum.
Eignizt skemmtilegar bœkur, — eignizt bœkur
Hjartaásútgáfunnar.
(Jtsöluverðj
á amerísku reyktóbaki má ekki vera hærra en hér segir:
Sir Walter Raleigh 1 lbs. pappadós kr. 30,00
% lbs. kr. 15,00
1% oz. kr. 3,75
— — — sliced 1% oz. kr. 4,00
Edgeworth ready rubbed 1 lbs. blikkdós kr. 40,00
— — — 1 yz oz. pappadós kr. 4,00
Dills Bezt rubbed , i/2 lbs. blikkdós kr. 15,00
1% oz. pappadós kr. 3,50
Utan Reykjavíkur og Hafnarfjarffar má útsöluverffiff vera 5%
hærra vegna flutningskostnaffar.
Tóbakseínkasala ríkisins
að Mávahlíð og komið við á
Fornu-Fró&á í leiðinni. Þaðan
var gengið um Búlandshöfða,
inn Eyrarsveit að Grafarnesi. 86
manns tóku þátt í þessari göngu.
Munu aldrei fyrr svo margir
hafa g'engið samtimis fyrir Bú-
landshöfða. í Grafarnesi var
höfð alllöng viðdvöl og m. a.
fengnir bátar og farið út á
Grundarfjörð. Bifreiðarnar
höfðu snúið við suður yfir heiði
með þá, sem eigi fóru í göngu-
ferðina. Var svo ekið norður
Kerlingarskarð, vestur yfir Ber-
serkjahraun, um Hraunsfjörð
og vestur í Grundarfjörð, þar
sem fólkið beið. — Síðan var
snúið við og ekið um kvöldið
inn að Berserkjahrauni og tjald-
að þar við hraunjaðarinn.
Árla á mánudag var haldið til
Stykkishólms og dvalist þar til
hádegis. Á heimleið var gengið
á Helgafell. Þar flutti leiðsögu-
maður fararinnar, Kristján
Hjaltason, kennari frá Fjarðar-
horni í Helgafellssveit, snjallt
erindi um staðinn og héraðið.
Margir gengu á Helgafell í
fyrsta sinn. Munu flestir hafa
reynt að fylgja hinum gömlu
fyrirmælum til þes's að eign-
ast óskastund uppi á fellinu. —
Frá Helgafelli var svo haldið til
Reykjavíkur og komið þangað
nokkrú eftir miðnætti á þriðju-
dagsnótt.
Ferð þessi gekk mjög að ósk-
um. Veður var ágætt alla dag-
ana. Rómaði ferðafólkið mjög
hina miklu fegurð Snæfellsness
og Breiðafjarðar.
Helgi Hjörvar skrifstofustjóri
og frú hans voru í ferðinni sem
gestir Breiðfirðingafélagsins.
Fararstjóri var Jóhannes Ól-
afsson frá Sandi.
Breiðfirðingafélagið biður
blaðið að færa Snæfellingum
þakkir fyrir góðar og alúðlegar
móttökur í ferðinni.
Oræiaierð Ferðafé-
lags Akureyrar
f „Degi“ 3. ágúst er svo sagt
frá öræfaför, er Ferðafélag Ak-
ureyrar gekkst fyrir 1 júlímán-
uði:
8 júlí s. 1. var í fyrsta sinn
ekið á bílum frá Svartárkoti í
Bárðardal um Ódáðahraun til
Dyngjufjalla. Þátttakendur voru
25 karlmenn og 1 stúlka. Farar-
stjóri var Þorsteinn Þorsteins-
son.
Með í förinni var Páll Arason
úr Reykjavík, á sínum eigin bíl.
— Þann 10. júlí gekk Þorsteinn
við 18. mann um Jónsskarð að
Öskuvatni og til baka um Suð-
urskörð og Dyngjufjalladal. Tel-
ur Þorsteinn líkur til, að fært
sé að aka suður um Dyngju-
fjalladal, allt að Kistufelli (rétt
norðan við Vatnajökul) og aust-
ur að Jökulsá móts við Hvanna-
lindir.
Þá hefir Ferðafélagið unnið
að vegabótum á Vatnahjallaveg-
inum og ekið að Urðarvötnum.
Er með þessu brautryðjenda-
starfi mikið greitt fyrir umferð
um hálendi landsins.
Vandræðatungur
(Framh. af 3. síðu)
mér forðum. Guðjón var bezti
klettamaður hér um langt skeið.
Fórum við saman í mörg svelti
og víða um kletta og höfðum
mikið yndi af. — Er við komum
inn í tungur og að sveltinu leizt
okkur ekki á að reyn'a að fara
ofan í það, því að bæði var það,
að jörð var frosin og snjór á, og
þá er maður aldrei eins öruggur
um fótfestu og handfesti, jafn-
vel þótt maður sé á góðum
broddum. Við fórum því heim
við svo búið, vitandi það, að
þessar kindur myndu daga þarna
uppi. Þetta sama haust vantaði
mig á með lambi, sem ég bjóst
við að gengi innarlega á fjöll-
um. Það var komið fram á jóla-
föstu, þegar ég fór inn í Vand-
ræðatungur til að vita,.hvort ég
fyndi ekki þessa á. Ég fékk Árna
Bergsson á Svínafelli með mér,
og er við komum inn í fremstu
tupgu, þá eru kindurnar úr svelt-
inu á beit þar. Við urðum mjög
undrandi. En brátt kom í ljós,
hvernig þessu var farið. Það
hafði komið grimmdar norðan
veður með mikilli snjókomu og
lagt snjóskafl mikinn þarna I
klettabeltin, án þess þó að fenna
yfir kindurnar í skútanum. Er
veðrinu slotaði hafa þær farið
á kreik og getað klórað sig upp
snjóskaflinn, þótt brattur væri,
og komizt á þann hátt upp úr
sveltinu.Við náðum kindunum í
tungunni og fórum með þær
niður á jökul og gátum rekið
þær fram jökulinn, þvi að gengi
var á honum og gjár allar fullar
af snjó. Gátum við komið kind-
unum fram að Viðborði um
kvöldið.
Hafa því tvisvar bjargazt
kindur úr þessu svelti, þótt sitt
með hvorum hætti væri. 1
Vinfir Tímans
Útvegið sem flestir ykkar einn
áskrifanda að Tímanum og lát-
ið afgreiðsluna vita um það" sem
fyrst.
é