Tíminn - 11.08.1944, Blaðsíða 2

Tíminn - 11.08.1944, Blaðsíða 2
306 TÍMIMV. föstndagtuii 11. águst 1944 77. blað Miðvihud. 9. ágúst HRÆSNI „Baráttan fyrir róttækri um- bótastjórn bænda og verka manna heldur áfram." Þannig endaði Brynjólfur Bjarnason skrif sín vorið 1943, þegar hann var að reyna að klóra yfir svik kommúnista við málstað kjós- enda sinna veturinn 1942—'43. Þannig skrifaði sá maður, sem mestu réði um það þá, að um- bótastjórn varð ekki komið á og ber ábyrgð á því ásamt fé- lögum sínum, foringjaklíku kommúnista, að samstarfbænda og verkamanna hefir ekki átt sér stað síðustu tvö árin. Hvernig hefir svo baráttu kommúnista fyrir samstarfi bænda og verkamanna þá verið hagað síðan þetta var ritað fyrir einu ári? Sú barátta hefir verið í beinu framhaldi af framkomu þeirra -við stjórnmálasamning- ana veturinn 1942—'43! Þeir hafa sent Halldór Kiljan út af örkinni til þess að svívirða íslenzka bændur og búalið á svo lúalegan hátt, að furðu gegnir, og þótt þau skrif séu verst fyrir piltinn sjálfan, þá hafa þau verið glöggur vottur um viljann til þess að efla sarhstarf þænda og verkamanna! Þeir hafa beitt sér með fullum fjandskap gegn raforkumálum sveita og sjávarþorpa og talað með fyrirlitningu um þá hug- mynd, að leiða rafmagn inn .á heimili í sveiturri og smáþorpum landsins. Þeir hafa lagt til á Alþingi, að afurðir bændanna væru teknar af þeim' ^unnar gegn gjaldi, sem metið væri af hæstárétti, og vinnslustöðvar þær, sem bændur eiga nú, væru teknar af þeim og fengnar öðr- um í hendur. Þeir hafa ráðizt, á félög bændanna með frekju og ósvífni, og borið þeim á brýn m. a., að þau „tækju sér fyrir henduP' að eyðileggja matvæli. Þeir hafa átt þátt í því, að á- kveða, hvert væri sanngjarnt verð " á landbúnaðarafurðunum, en síðan barizt eins og ljón gegn því á Alþingi, að bændur fengju það verð fyrir afurðirnar, sem fulltrúi þeirr'a í sexmannanefnd- inrii hafði talið réttmætt. Þeir hafa sem sagt notað hvert tækifæri til þess að troða illsakir við bændur og samtök þeirra, en ekki blakað við stríðsgróða- mönnum landsins í einu né neinu. Þannig hafa þeir unnið að því að skapa traust bandalag bænda og verkamanna, sem Brynjólfur Bjarnason talaði um í skrifum sínum síðastl. vor, að þyrfti að myndast í landinu! Er hægt að hugsa sér meiri 'hræsni og yfirdrepsskap en fram kemur við samanburö á orðum og gerðum forkólfa Sósíalista- flokksins? Forkólfar kommúnista hafa verið s'vo önnum kafnir við að troða illsakir við Framsóknar- flokkinn og samvinnumenn landsins, að þeir hafa ekki kom- izt yfir meira. Þeir hafa ekki komið fram neinu umbótamáli á Alþingi fyrir verkamenn á þeim tveimur árum, sem þeir hafa haft 10 manna þingflokk. Ekki einu einasta.Þeir hafa ekki held- ur viljað taka þátt í neinu lög- gjafarstarfi " né samstarfi um ríkisstjórn, sem beindist að því, að tryggja notkun stríðsgróð- 'ans í almannaþágu og stefndi að öðru leyti í umbótaátt. Er þessi framkoma tilviljun? Nei, — þvert á móti. Þetta eru skipuJeg vinnubrögð þeirra forkólfa, sem hafa van- trú og ógeð á umbótastarfi, — þeirra, sem bíða eftir því, „að baráti&n öðlist nýtt inntak," eins bg það er stundum orðað af þeim sjálfum. Þeir skraf a um samstarf bænda og • verkamanna, en troða ill- sakir við bændur og þykjast þá tala í umboði verkamanna. Þeir- tala um þjóðlega einingu en tryggja sundrung með verkföll- ' um, með árásum á samtök ann- arra o. s. frv. Þeir tala um, að stríðsgróðinn verði - að "notast í almannaþágu, en beita atkvæða- magni sínu á Alþingi til þess að (Framh. á 3. síðu) Þorsteínn Matthíasson, frá Kaldrananesi: Frá sjónarhóli þess, er heima sat Margvíslegar hugsanir hafa bærzt í brjósti þeirra mörgu, manna og kvenna, sem ekki áttu þess kost að sækja þá staði, þar sem meginhátíðahöldin fóru fram á stofndegi hins nýja íslenzka lýðveldis, heldur gátu hcima og hlýddu á þaff, er útvarpið flutti. Hér birtast hugleiðingar eins þeirra. Stærsta augnablik í lífi ís- lenzku þjóðarinnar er komið — 17. júní 1944 rís úr tímans djúpi. í stærsta hátíðasal þjóðarinnar, þeim hátíðasal, er náttúran sjálf bjó oss, að Þingvöllum við Öxará, er saman kominn mikill mannfjöldi, til að fagna hinu endurheimta frelsi. Á sama stað og hin íslenzka þjóð fyrir nær 7 öldum, í ráðvillu innan- lands óeirða og flokkadráttar, vinnur hollustueið erlendum konungi og selur frelsi sitt er- lendu valdi, þar vinnur nú í dag hinn fyrsti forseti íslenzka lýð- veldisins þjóð sinni trúnaðar- eið. Á öldum ljósvakans berst boðskapurinn frá þessari hátíð- legu athöfn, út um landsbyggð- ina, til allra þeirra, er skyldu- störfin binda-heima, inn til dala og út til stranda. íslenzki þjóð- fáninn blaktir við hún á hverju byggðu bóli um land allt. Sterk- ir og þróttmiklir hljómar frá kirkjuklukkum borgarinnar ber- ast út um landsbyggðina, og óm- ar frá litlu sveitakirkjunum taka undir. Eitt augnablik ríkir heil- ög þögn. í hljóðri bæn biður þjóðin guð sinn að blessa þessa hamingjustund. Þeir, sem mögu- leika höfðu til að vera staddir á hinum fornhelga sögustað, Þingvöllum, eða að Hrafnseyri við Arnarfjörð, sem er að verða þjóðhelgur staður í vitund fólks- ins, vegna þess manns, sem mestan skerf lagði fram í þeirri baráttu, sem nú er að lokamarki, — þeir finna efalaust í vitund sinni mikla gleði yfir því að vera þar staddir sém þátttak- endur, á þessari stóru stund. En hinum mörgu, sem verða að líta á það, sem gerist, frá sjónar- hól þess, er heima situr, — munu atburðirnir vera þeim nokkru ó- helgari? í fábíeytni strjálbýlis- ins situr hann og hún þögul og hlustandi umhverfis viðtækið sitt, engin ytri form gera trufl- un á helgi augnabliksins, eins og hlýr og léttur vorblær streym- ir inn í sálirnar hóglát gleði yf- ir því, að tilheyra þeirri kynslóð, sem á þetta augnablik. Það er eins og lifsþreýttu bognu bökin hinna stritandi einyrkja réttist og rúnirnar, sem tímans tönn vegna óblíðra örlaga hefir sett í svip þeirra, mildist og mýkist. Menn finna til þess í dag, að þeirra fábreytta þógla starf hef- ir átt sinn þátt í því að skapa þessa stund, og binda von sína við það, að sú lýðveldisishugsjón, sem þeir hylla í dag, sem öll þjóðin hyllir og hefir óskipt kos- ið sér sem framtíðarskipulag, verði útfærð og framkvæmd þannig, að gott verði við að búa, og öllum verði úthlutað jöfnum rétti til lífsins gæða, — honum sem erjar akurinn og breytir karganum 1 gróna grund í fá- breytni hinna friðsælu dala, og honum, sem sækir út á hafið og lætur líf sitt að veði til að draga björg í þjóðarbúið^ Mönnum er ljúft að trúa því, að hinn nýrisni dagur í hinu íslenzka lýðríki verði sólríkari en liðnir þrauta- tímar. Og þó oft hafi verið á- gjafasamt hér í innanlandsmál- um, og stundum ekki síður um að saka innlenda valdbeitendur en erlenda, þá viljum vér trúa því, að betur muni þeim, sem hefir íslenzkt blóð í æðum, til. þess trúandi að skynja þarfir þjóðar sinnar og vinna henni gagn. Ef vér nú á þessum tímamótum lít- um um öxl til þess dags fyrir 682 árum, er íslendingaf^ gengu erlendu valdi á hönd, þá sjáum vér það, að stærstan þátt þeirrar niðurlægingar spunnu innlendir menn, þeir menn skópu þjóðinni margra alda ill örlög. En nú telj- um vér að því oki sé af oss létt, og framundan nýtt tímabil,' og þess vegna er oss hátíð í hug. En þess er vert að minnast, að eitt hátíðlegt augnablik líður hjá, sú hrifning, sem það vekur, skapar aldrei alda öryggi. í hversdagsönn hinna komandi daga, mótast hið nýja stjórnar- form af hugarfári og verkum þeirra k'ynslóða, sem við það búa, á félagsþroska, drengskap og menningu þeirra, sem .þjóðfé- lagið skapa, byggist það,«hvert það spor, sem nú er stigið verður til blessunar fýrir alda og óborna.Það er því miður ástæða til að óttast um það,. að samtíðin skynji ekki til fulls örðugleika þeirrar baráttu, sem það hefir kostað að endurheimta þennan dýra frelsisarf. Sú kynslóð, sem nú nýtur ávaxtanna af þessari baráttu, þekkir aðeins hin sögu- legu rök þeirra atburða, en at- burðirhir sjálfir og áhrif þeirra sveipast blámóðu horfinna daga. Sú æska, sem nú vex upp í þessu landi, hefir lifað meiri velsæld- artíma í fjármunalegu tilliti en nokkru sinni áður hafa fyrir þessa þjóð borið, og það einmitt nú', þó þjóðin hafi að nokkru verið háð erlendum afskiptum, þar sem hernámið er. Það er því til sá möguleiki að sezt gæti að í vitund æskunnar sú hugsun, að gott sé að verma sig í skjóli þess valds, sem svo miklum auði getur jniðlað. Það er því vert að vera vel minnugur þess, að þeir menn, sem ollu frelsistapi, og þar af leiðandi kúgun og þreng- ingum liðinna alda, voru þeir, sem vildu verma sig í skjóli hins erlenda valds, og stofnuðu til flokkadrátta og innanlands ó- eirða. Þegar þessa er gætt, þá er þess að vænta, að hver sá, er kallast vill íslendingur og ís- landi ann, vilji heils hugar standa á verði um frelsi þess, og láti þar enga gulldrauma glepja sér syn. íslenzka þjóðin er vaxin af þeirri grein hins norræna kyns, sem* heldur kaus baráttu við brimsollið haf, í leit eftir óþekktu ævintýralandi, en lenda undir harðstjórans hæl. Nú hef- ir 'hún lifað i þessu landi nær 11 aldir, og þá á ýmsu hafi gerig- ið um örlög hennar á liðnum öldum, þá hefir hún þó ekki. glatað þeirri,hetjulund og þeim starfsþrótti, sem einkenndi feð- urna. Og eru því möguleikar hennar til starfs og dáða engu minni nú en þá, hversu sem úr ræðst. Margar þjóðir þurfa að færa stórar blóðfórnir frelsi sínu til verndar. Þess höfum vér sjaldan með þurft, a. m. k. fram á síðustu ár. En þarf þjóðrækni vor og ættjarðarást blóðfórna við? Er eðli vort svo veilt og hálft, að landið, sem ól oss, feg- urð og gæði óg saga gegnum ald- irnar, megni ekki að vekja ást- ina og trúna, svo að hún komi fram í athöfn ekki síður en orð- um. Vér, sem höfum hyllt lýð- ræðið og heitið því trúnaði vor- um, oss ber skylda til að standa saman og vinna gagn því sam- félagi, sem vér- erum í. Þó að nöfn vor allra verði ekki rituð á spjöld sögunnar handa kom- andi kynslóðum, þá verða verk vor lesin milli línanna í sögu þeirra atburða, sem samtíð vorri tilheyra. Gefi það guð vors lands, að þetta stóra augnablik í lífi þjóðarinnar hafi orsakað þá Ræða flutt ad Rafnseyrí 17. júní 1944 Eftir Olaf Olafsson skólastjóra „Ég veit, hví vort heimaland hjartfólgnast er. Öll höppin og ólánið það, sem œttkvísl þín beið, rifjar upp fyrir þér hver árhvammur, fjallströnd og vað. Og það er sem holtin sjálf hleypi í mann þrótt, þar hreystiraun einhver var drýgð. Og svo var sem mold sú sé manni þó skyld, sem mæðrum og feðrum er vígð." Á þessari stund og á þessum stað hrífast menn til samstill- ingar um þá mold, „sem mæðr- um og feðrum er vígð." Heillandi minningar um dáð- rekki og drengskap rifjast upp. Birtu leggur þaðan á yeginn svo nútíðin ljómar. Fögnuður vegna fengins frelsis og sjálf- stæðis varpar bliki á framtíðar- draumana. Vér segjum því: „Rís heil þú sól, sem enn oss færir ár". í dag er haldin hátíð um allt ísland. í dag lítur þjóðin yfir land sitt með snætypptum fjöll- um, bröttum hlíðum og straum- þungum elfum. í dag dáist um- heimurinn að lítilli þjóð, sem ann meira frelsinu en nokkuru öðru. í dag rís röðull hins end- urheimta lýðveldis. Vér viljum halda við fornar venjur jafnhliða því, að tileinka oss nýjar hugsjónir og áhuga- mál. Vér viljum tengja fögnuð vorn í.nútið og framtíð við það bezta, sem þjóð vorri hefir hlotnazt 1 arf frá fortíð. Fyrst og fremst íslenzka þjóðsiði, menntir og þjóðernisvakningu í brjósti hvers einasta íslendings að nú- tíðin vefði fær um að færa björgin í grunn þeirrar fram- tíðarhallar, sem komandi kyn- slóðir eiga að byggja um langa framtíð. „Hvað er ég? hvað ert þú? hvað er hún?,hvað er hann? sama hönd, sama önd, sama blóð. Að slá skjaldborg um réttlætið, maður við mann, það er menningin, íslenzka Þjóð", segir éitt skáld vort. 17. júní 1944. Þorst. Matthíasson, frá Kaldrananesi. mál. Hvorttveggja í senn verður það orsök og afleiðing af fram- förum íslands á efnalegum og andlegum sviðum. Staðreyndum verður ekki haggað. Tímarnir breytast og hin sterkustu bönd geta slitnað og jafnvel brostið. En ræturnar, sem íslenzkt þjóðerni er upp af sprottið, mega ekki skrælna. Og hinn vígði þáttur þjóðernisins má aldrei slakna, aldrei bresta. Vér „mælum á máli, sem er máttugra stáli". M.áli, „sem guð- irnir ortu lífs við lag". Máli, „sem vér lifum í vorn ævidag" og deyjum „við auðs þess djúpu brunna". Þar felst hinn vígði þáttur þjóðernisins, sem engin bitur skálm neinna bergrisa má granda. Ræktarsemi og ást til íslands á rætur sínar í því, fyrst og fremst, að þessi þjóð hefir um aldir verið nærð við móðurbrjóst á hálfhelgum og háhelgum ætt- jarðarfræðum, íslenzkum sögn- um og söngvum. . Fræði þau hafa verið íslend- ingum „langra kvelda jólaeld- ur", einnig á miðjum „feigðar- þorra". Framfarir vorar á sjó og landi síðasta mannsaldur eiga og ræt- ur sínar að rekja til þess mann- dóms og hugdirfðar, er upp af slíkri sálrækt sprettur. Hinn fagri, íslenzki þjóðfáni, er nú blaktir og rís víðar á þess- um degi en nokkru sinni áður, á að auglýsa þann ¦ fágæta menningaranda, sem íslending- ar vilja og skulu halda Vörð um. Hinn endurborni afmælisdag- ur þjóðveldis vors er upprunn- inn. Öll heilög þjóðernistákn svífi yfir íslandi framtíðarinnar til varnaðar feiknstöfum, er grimm sköp ristu ættbálki v'or- um endur fyrir löngu. Hjartfólgið bræðraþel bindi nú hinn „nýja sáttmála" í hjörtu íslendinga og innsigli hann með bænum og blessunaróskum. ¦ Vonartindar lífsins, ofar þoku, þröngsýni og dægurþrasi, hefj- ist. Hver klettur og hóll byggist á ný ósýnilegum hollvættum. Hver lækur verði lífsins 'lind. Hver fallandi foss gullsins geym- ir. Kuldastakkur lífsins og landsins verði að sumarhjúp. Sú er ósk vor á fæðingarstað Jóns Sigurðssonar, þann 17. júní 1944. Kristján Benediktsson, Eínholtí: Vandr æðatungur Gömul máltæki segja, að „mörg sé búmannsraunin" og „oft kröggur í vetrarferðum". En venjulega er lítt á lofti haldið þrautseigri baráttu þeirra, sem iðulega heyja tví- sýna glímu við náttúruöflin, bæði á sjó og laiuli. Það er svo hljótt um dalabóndann og fiskimanninn. Hér fer á eftir frásögn, sem hornfirzkur bóndi hefir skráð, um háska- för, er hann fór ásamt tveim mönnum öðrum, fyrir 45 árum. / Vandræðaturigur heita tungur þær, sem liggja til norðausturs niður frá Sandmerkisheiði í Hornafirði. Sjálfsagt er nafnið á tungum þessum gamalt, og líklega dreglð af því, að vand- ræðalegt hefir þótt að smala þær þá, eins og það þykir enn í dag. Tungur þessar eru þrjár og eru djúp gil á milli þeirra. Yfir þau gil öll geta sæmilegir kletta- menn farið, en erfiðast er að fara yfir gilið fyrir framan fremstu tunguna, fram á Vand- ræðatungnaslakkann, sem svo er nefndur. En fyrir framan slakkann er djúpt gil og svart, sem heitir Slakkagil. Yfir það er ekki hægt að fara, nema uppi undir Sandmerkisheiði. En eftir því er unnt að komast alla leið neðan af aurum og upp á Sand- merkisheiði. Á einum stað^ er hægt að fara niður' af Slakkan- um og er þ^að greiðfær leið með- an ekki svellar. Sömuleiðis má fara á einum stað niður fremstu tunguna um þrönga gjótu, sem líka verður ill yfirferðar, þegar svell kemur í hana, og er þá óhugsandi að feka þar kindur niður. Niður af hinum tifngunum tveim er venjulega hægt að kom- ast á jökulinn, en engin leið að reka þar kindur. En stundum reynir maður, ef nauðsyn kref- ur, að handsama kindur þar við jökulinn og draga þær svo og bera fram jökul. En venjulega er reynt að reka kindur upp úr tungunum upp á heiðina og þar fram. Fyrir innan þessar þrjár tungur eru klettar hrikalegir, sem heita Mosaklettar. Um þá má víða fara. Þar fyrir innan er æði breið, grasivaxin tunga, sem kölluð er Breiðasker, og innar eru sker, sem eru að koma undan jöklinum, eftir því sem hann eyðist. Ekki veit ég til, að kindur hafi fundizt innar en í Breiðaskeri, en merki hafa sézt til þess, að kindur hafi verið innar á sumrin. En í Breiðaskeri hefi ég oft fundið kindur og einnig í Mosaklettunum. Er venjulega reynt að koma þeim kindum í innstu tunguna og reka þær svo upp úr henni, upp á heiði, og þar fram. Eins er með hinar tungurnar, að féð er rekið upp úr þeim, því að jökull liggur að þeim að neðan. En sá er ljóð- ur á, með að reka fé upp úr fremstu tungunni — en þar er frekást fjárvon' — að þar er á einum stað einstigi upp að fara,- svo örðugt, að frískar og ráðnar kindur hrökklast oft til baka, er þær ætla þar upp, sérstaklega feitar kindur eða í rúböggum. En óráðnar kindur fara þar alls ekki upp, 'og þá taka gilin við öðru hvoru megin, því á engan hátt annan er hægt að reka úr tungunni. Þá byrja vandræðin, sem tungur-þessar taka nafn sitt af. Tekst það á stundum að koma kindum upp úr gilinu, en oftast tekst það ekki. Um ferðir mínar þárna um tungurnar gæti ég margt skrif- að. Ég fermdist vorið 1896, og um haustið það ár, er ég var nýorðinn 15 ára, fór ég í fyrsta skipti í Vandræðatungur. Þá var sauður í svelti framan í fremstu tungunni. Þann sauð átti Oddný Þorleifsdóttir, sem nú er á Með- alfelli. Hún var þá vinnukona hjá Einari Þorleifssyni, er bjó í Holtum. Fáum árum áður hafði verið í þessu sama svelti annar sauður, er Gísli Jónsson hrepp- stjóri átti; hann bjó þá á Rauða- bergi. Sá sauður sveltist þarna upp og dó. Það kom heldur hugur í mig, er ég sá þenna sauð þarna- í sveltinu í fyrsta sinn er ég fór í tungurnar. Mig langaði til þess að komast nálægt sveltinu og sjá, hvernig umhorfs væri. Þótt- ist ég þá nokkuð fær í klettum, þótt ekki væri nema 15 ára, og hafði æft mig vel í klettunum í kringum Viðborð, þar sem ég ólst upp fram yfir fermingaraldur. En með mér voru rosknir menn og ráðnir og þeir bönnuðu mér að hætta mér í klettana og töldu alófært í þetta svelti. Þessi sauð- ur sveltist þarna einnig upp og dó í litlum skúta, á beinahrúg- unni úr hinum sauðnum. Hefir þetta svelti síðan verið kallað Odduhvítssvelti. Haustið 1941 fór ég enn Vad- ræðatungur, þá orðinn 60 ára. Máske fara að strjálast ferðir mínar þangað, en þessi ár, milli fermingar og sextugs, reiknast mér til, að ég hafi farið um 50 ferðir í fjársmölun í Vandræða- tungur. Þótt ég> hafi ekki komið þar á hverju ári, hefi ég farið þangað oft sum árin. Nú ætla ég að segja frá einni ferð minni þangað. Það mun hafa yerið haustið 1899, er ég var 18 ára, að ég var sendur frá Einholti að smala Vandræða- tungur, ásamt tveimur piltum frá Viðborði, þeim Ölafi Gísla- syni og Guðmundi Halldórssyni. Þeir voru báðir yngri en ég, en þó komnir yfir fermingu. Þar sem ég var elztur þessara ungl- inga, var ég sjálfkjörinn foringi ferðarinnar, enda kunnugastur í tungunum. Við fórum frá Við- borði snemma morguns í blíð- skaparveðri og riðum um Við- borðsdal í Sandmerki, sem er innsta kennileiti í Viðborðsdal. Skriðjökullinn, sem liggur á milli Vandræðatungna og Hálsa, náði þá hér um bil að Sandmerki. I Sandmerki skildum við^hestana eftir og heftum þá. Þaðan héldum við gangandi með sína broddstöngina hver um öxl. Voru broddstangirnar að minnsta kosti þrjár álnir að lengd. Mannbrodda höfðum við bundna í sauðband á bakinu. Allir vor- um við á íslenzkum leðurskóm. Við bundum á okkur broddana strax er við komum að jöklinum 'og lögðum svo af stað sem leið lá inn með Moshjallabrekkum og Vandræðatungnaslakka. Sá- um við enga kind þar. En er við komum inn að fremstu tungunni sáum við, að tvö lömb eru í Odduhvítssveltinu. Okkur varð bilt við að sjá lömbin þarna. Það tók á okkur að hugsa til þess, að þessi aumingja lömb ættu nú, eins og sauðirriir, að svelta þarna um langan tíma og deyja að lokum úr hungri. En fátt var sagt. Við héldum áfram eftir jöklinum inn með öllum tungum og inri fyrir Breiðasker, og sáum ekki fleiri kindur. Við fórum því fram jökulinn aftur og skiptum okkur, hittumst svo aftur uþpi á heiðinni upp af fremstu tungunni. Hafði enginn okkar hitt neina kind. Við sett- umst þá niður til skrafs og ráða- gerða og ræddum um það, hvort við ættum aö fara sem venjulega fram á Slakka og niður Sand- merkisháls og niður í Sandmerki og taka hestana og ríða heim, eða að fSra niður fremstu tungu aftur og athuga það, hvernig umhorfs væri kringum lömbin. Það varð úr, að við skyldum for- vitnast um lömbin. Hlupum við sem skjótast niður einstigið og

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.