Alþýðublaðið - 08.06.1927, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 08.06.1927, Blaðsíða 3
• ALI>?ÐU5LAÐIB Hænsnafóður. Blandað hænsnafóður. Hveitihrat. Heill Maís. gert eitt glappaskot, fá J>eir ekki frið í sínum beinum fyrr en þeir hafa bœtt öðru ofan á, svo sem til þess að sýna, að þeir séu menn til að standa við hið fyrra. Og venjulega verður þá síðari villan argari hinni fyrri. I fullu samræmi við þetta sál- fræðilega lögmál hefir enska; stjórnin bætt svörtu ofan á grátt. Hún hefir rekið burt sendisveit Rússa í Lundúnum og kallað heim sína sendisveit í Moskvá. Og þessar gerðir sínar byggir hún á grundvelli, sem ekkert er annað en foksandur. Það er næsta ólíklegt, að þetta spor sé stigið án samráða við önnur ríki. Er nú eftir að sjá, hvort aðrar þjóðir muni fylgja fordæmi Breta. Afleiðingarnar af þessu tiltéski er eRTu unt að sjá fyrir að svo stöddu, en búast má við, að þær verði alvarlegar. Tíminn verður að leiða það í ljós, hvort það er lokaþáttur stéttabaráttunnar, sem nú er að byrja, — úrslitahriðin í baráttunni um heimsyfirráðin milli nýrra hugsjóna og gamals ofbeldis og steingervingsháttar. Við vitum, að sú hríð hlýtur að koma fyrr eða síðar. Enginn þarf heldur að ætla, að hún verði neinn gamanleikur . Rússar eiga nú leikinn. Stjórn- málamennirnir rússnesku hafa fyrr sýnt, að þeir eru afburða- menn að hyggindum og stjóm- kænsku. *Nú reynir alvarlega á þolrifin í þeim. ð. júní 1927. —rn—. Melllarálit starfi. Þegar fimleikaflokkar Iþróttafé- lags Reykjavíkur lögðu af stað í Noregsför fyrir liðlega mánuði síðan, efaðist enginn um, að þeim yrði vel tekið í Noregi, því Norð- menn eru Islendingum góðir heim að sækja. En hitt efuðust margir um, að íslendingar héfðu aðra leikfimi að Býna í Noregi en þá, er iðulega mætti sjá þar í landi. Engum skal láð, að þeir héldu þetta, því það er sem stendur þjóðarlöstur okkar Isléndinga að læra fátt til fullnustu eða svo, að leikni sé eða list. Menn vissu ekki alment, að flokkar þessir höfðu lagt á sig margra ára erf- iða þjálfun, og ekki vissu menn heldur, að flokkar þessir stund- uðu nýja leikfimi — eftir kerfi, er gert hefir Björn Jakobsson. En þeir, sem vissu það, höfðu víst fáir trú á, að meira myndi þykja til fimleikaflokkanna koma af þeim orsökum, því fáir eru spá- menn í föðurlandi sínu fyrr en viðurkenningin er fengin annars staðar að. En hver hefir svo orðið árang- urinn af för flokka þessara? Hann hefir í stuttu máli orðið sá, að þessir vösku drengir og þessar grannvöxnu og kvenlegu stúlkur okkar hafa stórum auk- ið hróður Islands, bæði með því, hve vel samæfða og fagra leik- fimi þau sýndu — og með því að sýna í fyrsta sinn úti í heimi kerfi Björns Jakobssonar — ís- lenzku leikfimina, sem útlendu bJöðin nefna hana. Það er óþarfi að telja hér upp sannanir, en geta má þess, að Svíinn E. Nermann ofursti, sem er forseti leikfimisambands Norð- urlanda, var mjög hrifinn af leik- fimi íslenzku floklcanna, einkum kvenfólksins. Sama er að segja um Sverre Gröner höfuðsmann, sem er yfirumsjónarmaður ríkis- ins í Noregi um leikfimi. Vildi hann fá kerfi Björns til notk- Unar í Noregi. Annar Norðmað- ur, Dahl höfuðsmaður, lét svo um mælt, að hann hefði i 40 ár séð leikfimi víðs vegar úti um allan heim, en hvergi eins fagra og þessa, er landar vorir sýndu. I Gautaborg sýndu stúlkurnar leikfimi á leikfimimóti, er stað- ið hafði í viku, og höfðu sýnt þax flokkar frá Noregi, Svíþjóð, Danmörku og Finnlandi. Töluvert hefir því verið þar til saman- burðar, , en svo mikla athygli vakti sýningin, að fullkomin þögn var meðan á henni stóð, en að henni Jokinni stóðu áhorfendurn- ir úpp, en það voru 2000 manns, og hrópuðu húrra fyrir Islandi. Segja sænsk blöð um sýninguna, að hún hafi verið fullkomlega frumleg og dásamlega fögur, og þáö myndi hún þykja hvar í heimi sem væri. Þéss má geta, að þó Björn Jak- obsson sé ekki tilbúinn að láta leikfimikerfi sitt frá sér fara sem fullmyndað, eru Norðmenn bæði í HáugaBundi og Osló farnir að iðka sumar af æfingunum, t. d. jafnvægisæfingamar á slánni. Nefna má, að bezta samkomu- lág var innbyrðis í flokkunum, og mun það ekki sízt að þakka Bertelsen, fararstjóranum, sem skildi, hve mikils virði það er að Jeggja ekki óþarfa-bönd á þá, er bann átti að stjórna. Annars var viðbrugðið háttprýði þessa ís- lenzka fólks; sérstaklega var dáðst aö þvi, að engin stúlknanna bragð- aði áfengi.— eins og' sönnum í- þróttaiðkendum ber — drukku sí- trónvatn í veizlum, þar sern þeim var boðið kampavín. Fimleikaflokkax þessir halda sýningu hér á íþróttavellinum á fimtudagskvöldið, og ættu Reyk- víkingar nú að fjölmenna á völl- inn og þar með sýna, að þeir kunni að meta það, sem gert er til gagns og frama vorri fámennu þjóð. Því þetta má verða þjóðinni til mikils frama og tjl stórfenglegs gagns, ef það verður til þess að opna augu unga fólksins fyrir nyísemd leikfiminnar og fegurð- arauka-mætti hennar — sérstak- lega ef það gæti orðið til þess að koma kvenþjóðinni ungu í skilning um, að án líkamsæfinga getur engin stúlka orðið fögur. Og svo að síðustu: Vel sé I- þróttafélagi Reykjavíkur og stjórnendum þess, sem hafa haft áræðið og dugnaðinn til þess að senda til útlanda flokka þessa. Héill þér, Björn Jakobsson! sem þorið hafðir að halda nýjar leiðir. Heill ykkur, vösku sveinar og þið meyjar, léttfættar og mittis- mjóar, sem hafið aukið hróður IsTendinga og þar með aukið njartasíög þjóðarinnar. HeiII ykkur öllum, sem með löngu og eTfiðu starfi hafið hnýtt skrúðgræn og þrottmikil laufblöð í hinn aldna heiðurskranz þjóðar vorrar, og með starfi ykkar lagt grundvölliim að því, að meira líf, meiri gleði, meira starf verði í landinu! TSinn úr múgnum. Maníshafsfíug Lindberghs. Frásögn sjálfs hans. 22. maí kom sænsk-ameríski flugmaðurinn Lindbergh til París- ar, og hafði hann þá flogið þang- að frá New York í einum á- fanga á 33 stundum, eins og skeyti hér í blaðinu sögðu þegar frá. Lindberg er ekki fyrsti mað- ut, sem flogið hefir yfir Atlants- hafið, en hann hefir orðið fyrstur til að gera það án þess að tylla sér niður á léiðinni. Daginn eftir að hann kom til Parísar, tök hann á móti blaðamönnum, og voru ummæli hans við þá á þessa leið. Hann kvað það rangt, þegar margir teldu það slembilukku, að ferðalagið hefði tekist vel; með slíltri vél sem hans og með jafn- gætilegri. meðferð á vélinni og aann hefði haft, þá hefði það ver- ið ólán, ef mistekist hefði. Veðrið hefði ekki bagað hann mikið. Þó hefði það allvíða reynslr lakara en veðurspámar sögðu, en hafði hins vegar sums staðar reynst mikið betra en þær gerðu ftð fyrir. Þegar hann lagði frá Nýfundna- landi, hefði hann lent í byl, og hefði hann þá verið að velta því fyrir sér i marga klukkutíma, hvort hann ætti ekki að snúa við. Hann hafi leitað upp í 3000 m. hæð og líka farið svo Iágt, að hann var ekki nema 3 m. yfir sjávarfleti, en alls staðar var byl- urinn. Svo hafi komið gott veð- ur, þegar morgnaðl Hann telur sig hafa verið í mikilli hættu i bylnum, aðailega fyrir það, hvað honum var kalt. En ékki tók betra við, þcgar morgnaði, því að þá settist hrím á vélina. Hann hafði ekki fundið til hræðslu nema í byl(num. Þá hlóðst snjór á vélina og þyngdi hana niður, svo að hann hélt um skeið, að hún myndi síga alveg niður. Það hafi verið hinn öruggi gangur vélar- innar, sem vakið bafi hug hans af nýju. Engin skip eða menn sá hann frá því, að hann yfirgaf Ný- fundnaland, og þar til, að hann kom undir írlíand. Þá hafi hann séð fiskibáta og kallað til þeirra, hvar hann væri. En þeir önzuðu ekki. Hann hafi síðan séð á landabréfinu, hvar hann var; reyndar hafi landabréfið og átta- vitinn alt af sýnt honum, hvar hann hafi verið, á allri ferðinni. Hann hafi síðan flogið yfir írland og England, og hálfri stundu eftir að hann sá Frakkiand hafi hann rent sér niður á flugvöllinn hjá París. Strax og hann kom niður úr flugvélinni átti hann Toft-símtal við móður sína í New York. Þetta er nýi tíminn. Maður flýgur í einum áfanga á fáum stundum frá New York til Pa- rísar og lofttalar síðan frá París til New York. Om dagisiM ©g veg.iii|pí> Næturlæknir er í nótt Maggi Magnús, Hvg. 30, sími 410. Þenna dag árið 632 andaðist Múhamed. Togararnir. 1 gær komu af veiðum „Skalla- grímur" með 100 tunnur lifrar, „Kári Sölmundarson" með 112 og „Hannes ráðherra" með 116 tunn- ur. Almennur Alþýðuflokksfundur verður í Hafnarfirði f kvöld kl. 8% í kvikmyndahúsinu þar. Rætt verður um alþingiskosning- arnar .og þingmálin. Þar tala m. a. frambjóðendur Alþýðuflokksins í Gullbringu- og Kjósar-sýslu, þair Pétur G. Guðtímndssón og Ste- án Jóhahn Stefánssón.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.