Tíminn - 10.11.1944, Blaðsíða 3

Tíminn - 10.11.1944, Blaðsíða 3
i I 95. blað TmMIIVIV, föstiidaginn 10. nóv. 1944 379 Hermann Jónasson: XJm stækkun T-imans Tíminn kemur nú út í nýju formi. Við.höfum lengi fundið til þess, Framsóknarmenn, að blaðakostur okkar væri ónógur. En margt veldur því og enn er _ eigi náð settu marki, — en það er dagbláð fyrir þéttbýlið og stórt vikublað fyrir strjálbýlið. Sú breyting, sem nú er gerð, er riánast bráðabirgðabreyting. Þótt gefin hafi verið út — nema um hásumarið — þrjú fjögra'síðna blöð af Tímanum á viku og mjög hafi verið aukin á myndarlegan hátt útgáfa Dags á Akureyri, hefir þetta reynzt allskostar ófullnægjandi rúm fyrir það efni, sem æskilegt er og nauðsynlegt að flytja lesend- um. — Form Tímans og fyrir- komulag til þess, svo sem nú er orðið háttað blaðaútgáfu, einnig hér á landi, hefir að ýmsu leyti verið óhagkvæmt og eigi í sam- ræmi við þær kröfur, sem til blaðs eru gerðar. — Með fjögra síðna blaði var þetta ekki framkvæmanlegt. Þegar birtar hafa verið nauðsynlegar greinar um pólitísk efni — sókn og svör, — aðsendar greinar um eitt og annað, fréttaágrip og og auglýsingar, sem óhjákvæmi- legt er, varð næstum ekkert rúm eftir fyrir annað efni. — Afleið- ing þess varð sú að efni slíks blaðs verður oft fábreytilegra en æskilegt er. Með þeirri breytingu á blaðinu, sem nú verður gerð, er ætlazt til að bætt' verði úr þessum ágöllum. Skal nú í stuttu máli rakið hvernig háttað verður útgáfu og formi blaðsins. II. Tíminn verður átta síður i sama broti og áður og kemur út tvisvar í viku. — Lesmáli verður þannig fyrir komið, að sams konar efni sé einatt ætlaður sami staður og svipað rúm í blaðinu. — Þetta gerir blaðið fastara í forrrý og reynslan er sú, að það eru þægindi fyrir lesend- ur. — í aðalatriðum verður þessu þannig háttað: Á fyrstu síðu verða fréttir er- lendar Qg innlendar, pólitískar og ópólitískar. Hingað til hefir rúm fyrir þetta efni verið af mjög skornum skammti. Á annari síðu verður leiðari í fremsta d'álki. Á þessari síðu verða nú þrír dálkar fyrir víða- vang. Víðavangurinn hefir reynzt hentugt form til sóknar og varnar í dægurmálum, sem . koma verður fyrir í stuttu les- máli. Einnig verður varið tveim- ur ofanmálsdálkum síðunnar fyrir erlent yfirlit, sem Tíminn hefir flutt, eru fræðandi og hafa reynst mjög vinsæl. — Þá verður að lokurn í þremur neðanmáls- dálkum síðunnar: ,Raddir nábú- anna“. Verða þar tekin upp orð- rétt umrnæli annarra blaða, einkum þau, sem eftirtekt vekja eða ástæða þykir til að leiðá at- hygli að, ásamt stuttum svörum eða skýringum.í — Á þriðju síðu verður birt grein ofanmáls um þjóðmál. Þessar greinar munu rita ýmsir flokks- menn. — Þá verða í tveimur ofanmálsdálkum þessarar síðu greinar um bækur og listir. Þá hefst á síðunni ópólitísk neðan málsgrein, sem flyzt yfir á fjórðu síðu neðanmáls. Eiga greinar þessar að flytja lesend- um margháttaða fræðslu um menningar- og framfaramál og mál, sem Qfarlega eru á baugi, og samsvara stuttum tímarits- •fereinum. í öðro hverju blaði verða þær frumsamdar eftir ýmsa þekkta höfunda. í hinu þýðingar, sem valdar verða úr erlendum tímaritum. — Fjórða síðan verður að mestu ætluð aðsendum greinum um ýmisleg efni, en í öðru hverju blaði verður þar „baðstofuhjal“. Á fimmtu síðu verða tveir dálkar í öðru hverju blaði kvennabálkur, sem ung mennta- kona hefir tekið að sér að ann- ast ritstjórn á, en í hinu greinar um merka atburði* sem gerzt hafa endur fyrir löngu. — Hér verður og birt framhaldssaga og saga fyrir yngstu lesendurna. Á sjöttu síðu verða birtar minningar- og afmælisgreinar, og greinar ýmislegs efnis, eftir ástæðum, ásamt auglýsingum. Sjöunda síðan verður aðallega ætluð auglýsingum, en auk þess mun birtast þar, er rúm leyfir, ýmis samtínihgur til fróðleiks og skemmtunar. .Áttunda síða blaðsins verður fréttir, greinar um fréttriæm efni o. fl. — III. Þetta er alllöng upptalning en ég hefi gert hána að yfirveg- uðu ráði. Með henni vil ég að ykkur, lesendum Tímans, sé gert ljóst, hvað fyrir blaðstjórn- inni vakir með breytingunni. Milli blaðsins og lesendanna þarf að ríkja gagnkvæmur skilningur. Fyrir þá, þeirra og þjóðarhag héyir þetta blað bar- áttu sína- og hefir gert fullan fjórðung aldar. — Það er ekki kostað af neinum auðfélögum til þess að berjast í margskonar myndum fyrir fárra manna hag. Þess vegna þarf blaðið skilning og fyrirgreiðslu ykkar lesend- anna. Á því byggist tilvera þess. Tíminn hefir náð mikilli út- breiðslu. Á sumum svæðum landsins er hann lesinn á hverju heimili. Én er það úr vegi, að við látum hugann hvarfla að því — og festum okkur það í minni — hvernig ástatt væri í þessu landi ef þetta blað hefði ekki háð baráttu(sfna — hefði ekki ver- ið til? í fullan aldarfjórðung, allt frá því að innanlandsmálin tóku að skipa mönnum í stjórnmála- flokka, hefir þetta blað verið í brjóstfylkingu í baráttu fyrir öllum hinum merkustu umbót- um í uppeldis- og menningar- málum, atvinnu- og frelsismál- um þjóðarinpar. Og vissulega markað þar dýpri spor en nokk-- urt annað íslenzkt málgagn. En gegn þessum áhrifum þessa tiltölulega litla blaðs, taka nú allir hinir flokkarnir erlenda áróðurstækni í þjónustu sína. — Þeir gefa út stór dag- blöð og vikublöð að auki. Fréttir og fjölbreytilegt léttlæsilegt efni er gert að meginefni, en á- róðrinum lætt inn á milli. Auð- söfnun og sívaxandi þéttbýli, á- samt bættum samgöngum, gerir þessa kostnaðarsömu blaðaút- gáfu mögulega, einnig hér á landi. Auðmenn, hvort sem þeir eru á íslandi eða annars ’ staðar, hafa skilið' það, að ekkert borg- ar sig betur fyrir þá og þeirrá hagsmuni, en öflug blaðaútgáfa. Það fjármagn, sem þeir leggja fram til þessa, veitir þeim mejri óbeinan arð en allt annað fé, hve vel sem það er ávaxtað. — í skjóli blaðaáróðurs veitist þeim, því miður, oftast aðstaða framar því sem réttlæti og mál- efni standa til. Þeim flokkum, sem svo, að kalla eing'öngu hafa unnið sér fylgi í þéttbýlj, hefir bæði hér og annars staðar hlotnazt að- staða til að beita áróðurstækni með blaðaútgáfu. ‘ - Þeir, sem enn eiga nokkurt fylgi í strjálbýlinu, hafa auð- inn og þéttbýlið til að kosta á- róðurinn, en gefa' blöðin í stjál- býlið til að berjast fyrir sérhags- munum aðalmanna flokksins. — Ef við íslendingar ætlum okk- ur að halda áfram að vera menningarþjóð, verðum við að gæta þess, að láta ekki sefjun sívaxandi áróðurs ná um of valdi á hugum okkar. Við verð- um að láta dómgreind ráða. — Við erum i mikilli hættu. — Þróun þessarar ásækni áróð- ursins er meðal annars greini- leg í Bandaríkjunum. í frétt- um af forsetakosningunum, sem nú standa fyrir dyrum, er frá því skýrt, að auðmennirnir, sem beita sér gegn kosningu Roose- velts forseta og umbótastefnu BOKMENNTIR OG LISTIR hans, hafi 80% af blaðakosti þjóðarinnar. — Við íslendingar höfum ekki komizt hjá stéttabaráttunni. Við munum halda áfram að skiptast í stéttir, sem hver um sig berst fyrir sínum hagsmun- um. — En við eigum allt undir því, að við fyrst og fremst og of- ar stéttabaráttunni, hugsum og finnum til sem þjóð. — Það er fyrst og fremst fólkið í strjálbýlinu, sem enn heldur uppi þessu merki. — Nærtæk- ustu dæmi þess eru lýðveldis- kosningarnar og afstaða búnað- arþings á mikilli hættustund fyrir atvinnu- og fjárhagsaf- komu þjóðarinnar. Tíminn er málgagn þessa fólks og þessa málstaðar. — Þess vegna mætti ekki líða á löngu áður en hann fái aðstöðu til ijiálflutnings í þéttbýlinu til jafnt við önnur flokksmálgögp. Þeir, sem enn hugsa eins og þjóð, hvort sem þeir eru í strjál- býli eða þéttbýli, geta ekki til lengdar eirt því að hafa ekki að- stöðu til málflutnings í þétt- býlinu til jafnt við aðra, en þar á nú búsetu mikill meirihluti þjóðarinnar. IV. ^j-eytingin, sem nú er gerð á Tímanum, kostar að sjálfsögðu allmikið fé. En hún á að geta orðið til verulegra bóta. — En svo sem rakið hefir verið hér að framan, fer því fjarri, að takmarkinu sé náð. — Sumir telja, að blaðstærðinni hefði átt að breyta. Blaðið hefði átt að vera minna en blaðsíð- urnar fleiri. — Þessa breytingu reyndist óhagstætt að gera, vegna * prentvélarinnar, sem prentsmiðjan verður enn að notast við um skeið, þar sem ný vél er ófáanleg vegna styrjald- arinnar. — Hins vegar mun prentsmiðj- an innan skamms fá vél, sem breytir til bóta fyrirsagnaletri blaðsins. Margt er enn ógert til aukn- ingar og umbóta. Er það fyrst og fremst undir fjármagni komið, hvort og hvenær þær verða framkvæmdar. Útgáfa dagþlaðs og vikublaðs kostar mikið fé. Þess fjár verð- ur ekki aflað nema með fram- lögum margra manna. En með því móti er það.auðvelt án þess að nokkur taki nærri sér. — Fjársöfnun til aukinnar blaða- útgáfu Framsóknarflokksins fer nú fram um land allt. — Vænti ég þess, lesendur góðir, að þið mætið því máli með nægilega almennum. skilriingi og ábyrgð- artilfinningu. — Flateyjarbók og Heimshringla. Það vakti mikla athygli í vet- ur, er útgefendur Flateyjar- bókar létu uppskátt um fýrir- ætlun sína.Hún hafði aðeins einu sinni áður verið gefin út í heild: í Kristjaniu fyrir um það bil áttatíu árum. Er sú útgáfa að vonum ekki í höndum nema ör- fárra manna hér á landi. Svo greiðlega hefir gengið um útgáfu þessa, að fyrsta bindið af fjórum kom út rétt áður en verkfall prentara og bókbindara skall á, og hið næsta átti að koma út fyrir hátíðirnar, hvort sem það tekst úr því, sem komið er. Hefir Sigurður Nordal pró- fessor búið bókina undir prent- un, með aðstoð tveggja ungra manna, sem stunda nám 1 ís- lenzkum fræðum á háskólanum, þeirra Finnboga Guðmundsson- ar (Finnbogasonar) ogVilhjálms Bjarnar. Þetta fyrstá bindi Flateyjar- bókar, sem komið er út, er um 580 blaðsíður í stóru broti, auk tveggja arka formála eftir Sig. Nordal, og er sá formáli góður i Konungsbókhlöðunni í Kaup- mannahöfn, gerir grein fyrir Jóni Hákonarsyni, sem hana lét rita, ætt ' hans og ævi, getur skrifara hans og þeirra aðfanga, er þeir hafa haft, rekur síðan sögu bókarinnar, greinir frá út- gáfu þeirra Guðbrands Vigfús- sonar og C. R. Ungers í Kristj- aníu 1859—1868, lýsir tilhögun hinnar nýju útgáfu og fer loks nokkrum orðum um efni fyrsta bindiáins. Bókin er búin nokkrum mynjl- um,' en án alls útflúrs og annars íburðar. Kngar skýringar fylgja textanum, hvorki um torskilin orð og órðasambönd né annað. Eins og oftlega hefir verið 'auglýst kostar hvert bindi í skinnbandi 100 krónur. N * * * Önnur bók, sem skylt er að geta í sömu andrá og Flateyjar- bók og kom enda út um líkt leyti, er skrautútgáfa Helgafellsútgáf- unnar á Heimskringlu Snorra Sturlusonar. Er það skemmst af að segja, að þetta er ein af fall- egustu bókum, sem komið hefir út hér á landi. Ber til þess það tvennt, að hún er prýdd mörg-* bókarauki, sem vænta mátti frá Um hundruðum mynda eftir hans hendi. Sjálf Flateyjarbók ! fræga listamenn og mjög vandað hefst á kvæðinu Geisla, sem til frágangs ’og prentunar. Einar prestur Skúlason orti og flutti Noregskonungum í Krists- kirkju í Niðarósi 1153. Þá Ólafs ríma Haraldssonar, elzta ríman, sem til er, ort af Einari Gilssyni; Hyndluljóð; þáttur, sem nefnist Ór Hamborgar historíu, ágrip af sögu Hamborgarbiskupa, sem* Adam frá Brimum skrifaði á latínu um miðja elleftu öld; þáttur Sigurðar konungs slefu; Hversu Noregur byggðist og Ættartölur. Er þetta, sem nú hefir talið verið, upphaf bókar- innar. Þessu næst er Eiríks saga víðförla, en síðast er Ólafs saga Tryggvaáonar hin mesta, og er hún meginefni bókarinnar. Nokkrir viðaukar við hana hafa þó ekki komizt í þetta bindi, og verða þeir i upphafi hins næsta. Ólafs saga Tryggvasonar hin mesta • er að meginhluta samin á öndverðri fjórtándu öld, og er aðalstofninn fenginn úr Heimskringlu Snorra Sturluson- ar, en ofið inn í miklu efni úr öðrum áttum, meðal annars úr Ólafs sögu, sem Gunnlaugur munkur á Þingeyrum Leifsson samdi um eða eftir 1200. En inn í þetta *hefir síðan Jón prestur Þórðarson, sém skrifaði þenna hluta Flateyjarbðkar, aukið ýmsu. Er saman þannig saman- sett af fjöimörgum þáttum, sem sumir eru í mjög lausum tengsl- um hver við annan. Meðal þess- ara þátta eru til dæmis Jóms- víkinga saga, Færeyinga saga og Orkneyinga saga. í formála sínum gerir Sigurð- ur Nordal nákvæma grein fyrir mörgu því, sem við kemur Flat- eyjarbók. Rýsir hann fyrst skinnbókinni, sem nú er geymd Myndirnar eru, sem kunnugt er, gerðar af sex Norðmönnum, — er beztir dráttlistarmenn þóttu fyrir síðustu aldamót — og birt- ust fyrst í norskri útgáfu Heims- kringlu árið 1899 og voru síðan notaðar aftur í nýja útgáfu 1934. Bókin er búin undir prentun af Steingrimi Pálssyni magister og fylgir stuttur formáli hans. Segir þar meðal annars: „Hún (þ. e. Heimskringla) hefir aldrei verið prentuð í heild hér heima fyrr en nú. Byrjað var að prenta hana í Leirárgörð- um 1804, en sú útgáfa náði aldrei lengra en til loka Ólafs sögu Tryggvasonar. Tæpum níu- tíu árum síðar var hafizt handa að nýju. Komu út tvö bindi á árunum 1892—1893. Nær sú út- gáfa til loka Ólafs sögu helga. Loks er svo hin mikla og vand- aða útgáfa Fornritafélagsins, sem nú er unnið að, og kom út fyrsta bindið af þremur 1941. Eina heildarútgáfari af Heims- kringlu, er alþýða manna á ís- landi þekkir til nokurrar hlítar, er útgáfa Finns Jónssonar, er prentuð var í Khöfn 1911 (end- urpr. óbreytt 1925). Texti þeirrar útgáfu er af lærðum mönnum talinn mjög góður í öllum meg- inatriðum, og hefir honum hér verið fylgt út í æsar, aðeins fyr- irsögnum kafla sleppt og heiti sagnanna höfð sem stytzt.“ Engar textaskýringar fylgja þessari útgáfu, og eigi heldur tímaregistur. Bókin er í stóru broti, um 800 blaðsíður að stærð og kostar 270 krónur í sterku alskinnbandi, en 145 krónur óbundin i tveim- ur bindum. J. H. Friðrik A. Brekkan; Aldarafmæli donsku lýðháskólanna Síðastliðinn þriðjudag voru hundrað ár liðin síðan fyrsti danski lýðháskólinn tók til starfa í Rödding í Suður-Jót- iandi. Friðrik Ásmundsson Brekkan' rithöfundur, sem er lýðháskólahreyfingunni dönsku gagnkunnugur, minnist þessa merka afmælis í rækilegri grein hér í blaðinu í dag. eða „þjóðskólann", eins og hapn mun þá hafa verið nefndur, er þó nokkru eldri og stafar frá neyðar- og niðurlægingarárum, sem yfir danka rlkið gengu eftir hinar miklu styrjaldir í byrjun aldarinnar. Árið 1813 varðy ríkið gjald- þrota. Nokkrum árum áður höfðu Englendingar rænt hinum friða dansk-norska flota. Kaup- mannahöfn hafði að nokkru leyti verið lögð í rústir af eldi og stórskotahríð og margt fleira hafði steðjað að. 1814 rofnuðu hin aldagömlu ríkjatengsli við Noreg, og til mála mun hafa komið, að Danmörku sjálfri yrði sundrað svo mikið, að hún hætti að vera til sem þjóðríki. — Ij’á- tækt fólksins var mikil, og víl og vonleysi um framtíðina virt- ist ætla að ná yfirhöndinni. ^ I. Hvar sem við komum á Norð- urlöndum, mætir okkur stofn- un, sem okkur virðist hljóta að vera mjög gömul og gróin í þjóð- lífi þessara landa — jafnvel ekkert síður en kristin kirkja — en það eru lýðháskólarnir. Eink- um á þetta þó við um Danmörku, þar sem fyrstu skólar af þeirri tegund urðu til og áhrif þeirra eru traustast ofin inn í líf og hugsunarhátt alþýðurinar. Það kemur því næstum eins og að óvörum, þegar þess er minnst, að ekki er liðin nema ein öld, siðan fyrsti lýðháskóli Dana var stofnaður. En það var 7. nóvem- ber 1844, sem lýðháskólinn i Rödding í Suður-Jótlandi tók til starfa; Hugmyndin um lýðháskólann Það, sem þá sennilega hefir bjargað þjóðinni fremur öllu öðru, voru skáldin: Þau „upp- götvuðu" hina frægu fornsögu þjóðarinnar — og Norðurland- anná\í heild — gerðu fornaldar- sögur og íslendingasögur að yrkisefni til þess umfram allt að vekja metnað og stolt sam- tíðarinnar og telja kjark í þjóð- ina. Einmitt þá komu fram tvö ung skáld, sem hvort um sig táknaði endurvakningu og ný- sköpun í lífi þjóð’arinnar. En það voru þeir Aclam Öhlen- Schláger og N. F. S. Grundtvig. Fyrsti undirbúningur hans að þessu er talið að ha.fi verið, er hann tók sér fyrir hendur að þýða Heimskringlu Snorra Sturlusonar og Danasögu Saxa (úr latínu) á dönsku — eins ná- lægt alþýðumáli og komizt varð. En það form mun hann hafa valið vegna þess, að bækurnar áttu að verða alþýðulesning og eins konar hornsteinn undir þeirri nýju alþýðumenningu, sem hann dreymdi um. Hugmyndir Grundtvigs um alþýðufræðslu munu þó hafa fengið litlar undirtektir á þess- um árum. Það var ekki fyrr en nokkru síðar, eða, um og e^tir 1830, að þæí fóni að vekja nokkra athygli, enda munu þær alltaf hafa verið að smáskýrast fyrir honum sjálfum allan þenn- an tíma. Og að lokum voru það hinar stjórnmálalegu og félags- legu frelsishreyfingar þessara tlma, sem urðu til þess að lyfta þeim upp og bera þær fram til sigurs. Tilfinning menntamanna og skálda Norðurlanda fyrir því, að í rauninni væru Norðurlanda- þjóðirnar ein heild, og að þeim því bapri að halda saman í blíðu og stríðu, fór hraðvaxandi, og hin svo nefnda skandinaviska hreyfing fór að gera sig gildandi á sjónarsviði sögunnar. Grundt- vig var þessari hreyfingu fylgj- andi af heilum hug, en hann sá bæði skýrar og lengra en flestir aðrir. Hann skildi það, að hreyf- ingin mundi aldrei ná verulegum tökum á Norðurlandaþjóðunum, nema því aðeins að alþýðan hrif- ist með af henni og yrði henni fylgjandi. En til þess að nauð- synlegur skilningur væri fyrir hendi, þurfti menntun. Alþýðu- maðurinn varð að skilja gang- inn í sögu sinnar eigin þjóðar og bræðraþjóðanna til þess að getú áttað sig á, hvar hann sjálfur væri staddur. Hann varð að skilja það, að hann sjálfur með lífi sínu og starfi væri lið- ur í hinni sögulegu þróun — að hann Jværi að halda áfram^og fullkomna hin sögulegu afrek forfeðranna frá elztu tímum, og hann átti líka að skilja það, að hin sögulega þróun enganveginn væri nein tilviljun, heldur væri henni stjórnað af forsjón ál- máttugs Guðs. Og speki og af- reksverk forfeðranna, eins og þetta tvennt speglast í fornsög- unum, átti að sýna, að Guð hefði útvalið þessar þjóðir frá önd- verðu og ætlað þeim mikið menningarhlutverk í veraldar- sögunni. í þessum hugsunum um sögu þjóðarinnar og útvalningu sem aðalatriði var lagður sá grund- völlur, sem lýðháskólahugsjónin síðar byggði á að mjög miklu leyti. . Nú bættist það við, að barátt- an fyrir þátttöku almennings í stjórnarmálum ríkisins nálgað- ist úrslit. Dagar einveldisins og hinnar landsföðurlegu konungs- stjórnar voru í þann veginn að verða taldir. Kröfurnar um auk- ið stjórnmálafrelsi urðu æ há- værari og fyrirsjáanlegt var, að þær mundi sigra. Fyrstu sporin til rýmkunnar höfðu þegar verið stigin með stofnun ráðgjafa- þinganna. En um leið sá Grundt- vig, að ný vandahiál mundu rísa — og aftur var það vöntun al- þýðunnar á sögulegum skilningi og annarri rapnhæfri menntun, sem hann rak sig á sem hindrun í vegi hins fullkomna borgara- lega frelsis. Hann meira að segja óttaðist, að frelsið gæti orðið hefndargjöf í höndum fáfróðrar og menningarsnauðrar alþýðu. Síðasti einvaldskonungur Dan- merkur, Kristján 8., hafði til- . einkað sér mikið af hinum frjálslyndu skoðunum samtíðar sinnar. Hann virðist hafa skilið Grundtvig mæta vel og var þeg- ar áður en hann náði konung- dómi hlynntur hugmyndum hans um nýsköpun i skólamál- um. Til hans stílaði Grundtvig það opna bréf, þar sem hann setur fram skólahugmynd sína í heild — og þá rökstyður hann hana einmitt sem nauðsyn vegna hins borgaralega frelsis: Alþýðumaðurinn varð að. fá aukna menntun til þess að geta fcrðið góður borgari í lýðfrjálsu landi. Allur er þessi rökstuðn- ingur Grundtvigs hinn merkileg- asti, en verður hér aðeins’ lítil- lega rakinn: Hann hugsar sér þennan skóla sem „þjóðsk|óla“ — allsherjar- menntastofnun allrar þjóðar- \ innar, þar sem öll börn lands- ins hefðu aðgang að og gætu notið fræðslu, hvér eftir sínum sérstöku þörfum og hæfileikum. Hann bendir á, að allt stefni að þvi, að öll alþýða, bændur og aðrar vinnandi stéttir þjóðfé- lagsins, ekki síður en þær, sem hingað til höfðu verið hlunn- indastéttirnar, eins og aðall og lærðir menn, heimti nú og hljóti r

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.