Tíminn - 28.11.1944, Blaðsíða 4

Tíminn - 28.11.1944, Blaðsíða 4
420 TlMlNN, þriðjudagiim 28. nóv. 1944 100. blað XJr mínum bæjardyrum * Efíir Karl í Koii * Hrossaplágan á íslandi „Gáinn“ í ísafold þykist vera á góðum sjónarhól, en okkur sveitakörlunum finnst hinn prestlærði maður sjá bæði stutt og missýnast oft hrapal- lega. Ég er nú að hugsa um að senda Tímanum fáeina smá- pistla um ýmislegt eins og það blasir við úr mínum bæjardyr- um. Seinna kann ég að fara út á bæjarhólinn og vita hvað langt ég kann að sjá þaðan út yfir margs konar baráttu og framfaramál, sem blða okkar, er þetta land byggjum. Svik við sparsamu fólkið. * Margt sveitafólk, sem nú er komið á efri ár, var búið að draga saman með sparsemi og löngu erfiði fáein þúsund krón- ur fyrir stríð. Það fól bönk.um og sparisjóðum þessa peninga til vörzlu. En bak við þessar stofn- anir stóð þjóðfélagið allt í á- byrgð. Og þetta sparifé— oft fá- tæks fólks — var lyftistöng at- vinnuveganna og ýmsra ein- staklinga, er náðu fénu handa sjálfum sér sem veltufé. En nú er þetta sparifé orðið mjög lít- ils virði, einmitt á þessari fjár- gróðaöld einstaklinganna. Þjóð- félagið hefir tilfinnanlega brugðizt trausti sparifjáreig- enda. Þó að þeir fái eins marg- ar krónur aftur eins og þeir lögðu inn í sparisjóðinn, þá er það allt annað verðgildi. Tökum tvo menn sem dæmi til skýring- ar. Báðir eiga 20 þús. krónur fyrlr stríð. Annar trúir þjóðfé- laginu fyrir þeim og leggur þær í sparisjóð í Landsbankanum, en hinn kaupir hús í Reykjavík fyrir þær. Krónufjöldinn stend- ur h. u. b. í stað í bankanum, en húseigandinn getur selt hús sitt fyrir um 100 þús. krónur. Hvar finna menn búhyggindi eða réttlæti í svona óskapnaði? Smförleysið. Nú þarf miklu meira smjör heldur en fyrir strlð. Þá voru minni peningar til þess að kaupa það fyrir, og þá var smjörlíkið miklu betra til viðbits heldur en það er nú. Sum bæjarblöðin I Reykjavík kvarta undan smjörleysinu og er það ekki að ástæðulaúsu, því nú fæst nær því ekkert smjör. Og þau spyrja: Hvernig stend- ur á þessu? Það stendur m. a. þannig á því, að mjólk — eink- anlega að haustinu — er ekki framleidd nema ,-tæplega nægj- anleg til neyzlu. En af hverju er þaö fyrst og fremst? Ein ástæðan mun vera sú, að eng- inn fæst til þess að mjólka kýrnar. Það fást nógir til þess að drekka mjólkina, en fólki þykir betra að vera við einhverja létta snúninga I kaupstöðunum held- ur en að vera við fjósaverk uppi I sveit. Þeir Reykvíkingar, sem skamma mest sveitamennina fyrir að framleiða of litla mjólk og of lítið smjör, en hafa sjálfir lítið fyrir stafni, ættu að bregða sér upp I sveit og hjálpa þar til, þótt ekki væri nema til þess að mjólka kýrnar. En m. a. o.: keypti ekki Reykjavíkurbær stærstá kúabúið og víðlendustu kúaengin I nágrenni sínu fyrir nokkru? Hvað ætli komi margir lítrar af mjólk þaðan til bæjar- ins á dag — eða mörg kg. af smjöri? „Þýzk-rússneska bandala gið“. Meðan Hitler var að svæla undir sig hverja hlutlausu þjóð- ina eftir aðra, gerðu Þjóðverjar og Rússar bandalag með sér. En þegar Þjóðverjar voru búnir að leggja undir sig allt, sem þeir gátu, réðust þeir á bandamenn sína. Þá var „þýzk-rússneska bandalagið“ úti. Skemmdar- verkin voru unnin. Og veslings kommarnir hér úti á íslandi voru búnir að skoppa um I marga hringa eins og sprelli- karlar, sem eru trekktir upp. í dag með Vesturveldunum, á morgun með Þjóðverjum og svo með Rússum og Vesturveldun- um. Og'þá var sprellikarlinn út- genginn? Það hefir verið stofnað hér á landi nokkurs konar þýzkt-rúss- neskt bandalag nýlega. Róttæk- ir sameignarmenn hafa gengið í flatsæng með mestu auðvalds- sinnunum, sem til eru I landinu: „Kveldúlfsvaldinu" og „Lands- bankavaldinu“, sem þeir höfðu bókstaflega lifað á að ska’jsma I mörg ár. Nú er eftir að sjá enda- lokin hjá nýja „þýzk-rússneska bandalaginu". En ugglaust ætla þeir að leika hver á annan eins og Hitler og Stalin forðum. Verstu útyjöldin. Þegar Ólafur Thors, með stuðningi kommúnista, s>t að völdum sína fyrri hundadaga, óx dýrtíðin þær vikur méira en nokkurntíma fyrr eða seinna. Útgjöld ríkissjóðs hafa jafnan síðan verið svo tugum miljóna skipti hærri fyrir þá dýrtíðar- aukningu. Og nú verður fjár- málaráðherra þýzk-rússneska bandalagsins, að sitja með sveittan skallann við að reyna að finna nýjar tekjur til þess að troða upp í útgjaldagátt þá, er samherjar hans opnuðu svo fyr- irhyggjulítið sumarið 1942. Langt tilhutjalíf. Sumarið 1942, þegar hin al- ræmda hundadagastjórn Ólafs Thors sat með stuðningi þing- manna Sósíalista- og Alþýðu- flokksins, stóð þessi samfylking fyrir tvennum kosningum. Einn virtist tilgangurinn og hann var að minnka Framsóknarflokk- inn eða helzt að reyna að eyði- leggja hann. „Kommar" höfðu sjö alþingismenn upp úr krafs- inu, en hinir flokkarnir lítið nema leiðindin og hrakfarirnar. Þegar Alþingi kom næst sam- an eftir kosningarnar, bar auð- vitað þrenningunni, sem hafði stofnað til tveggja harðvítugra kosninga, að mynda þingræðis- stjórn. Nei, þá lögðu „kornmar" til, að ríkisstjóri myndaði utan- þings stjórn — og ennþá sigruðu „kommar“. Eftir næstum tvö ár gekk loks gamla þrenningin frá kosningunum 1942 I eina hjóna- sæng. — Feimið fólk kvað oft hafa langt tilhugalíf. Loksins , kom samt „opinberunin“, og er ! synd að segja, að hún og ágæti hennar-hafi ekki verið llressi- lega auglýst. V 3. ? Landstjórnin þykist ætla að leysa allan vanda í landsmálun- um með nýjum tækjum til sjós og lands — og nýjum sköttum á atvinnuvegina! Fyrst er það, hvar ætlar hún að fá tækin smíðuð eða keypt, eins og nú standa sakir? Og tekst henni að fá fullkomnari tæki handa íslendingum heldur en þær þjóðir hafa, sem íslend- ingar verða að keppa við á heimsmarkaðnum með vöruverð og vörugæði? Eða eiga Brynjólfur og Ólafur eitthvert leynivopn í fórum sín- um, svo að atvinnuvegunum sé bor^ið, þótt tvisvar til þrisvar sinnum sé dýrara að framleiða vöruna á íslandi heldur en I öðrum löndum. Stjórnarfar og nýsköpun Utanþingsstjórn var hér áð- ur, um tíma. Oft mátti finna henni til foráttu hálfvelgju í málum, sem helzt þurfti að sinna. Stjórnin var fámenn; kom fátt til hugar og fram- kvæmdi minna. Ólafur Thors var, á elleftu stundinni, okkur sendur, til að stjórna, ’ og segja stórgróða- mönnunum stríð á hendur. Lán er að fá slíkan liðsmann, til sóknar á landsins fjendur. Hann er að sjálfsögðu höfuð- foringi hersveitanna. En Áki nefnist þar einn I hópi yfir- manna. Hann kveðst ætla með herdeild sína til heildsalanna. Þeir eru að ræða og ráðgast um fleira, I ríkisstjórninni. Og alltaf er stækkandi hópur, sem heitir þeim hollustu sinni. Nú» skal ég segja ykkur nýj- us£u fréttir af nýsköpuninrþ,- Þeir ætla að stjórna með rögg- semi, og ráðast gegn rottum og músum. Menn verða sendir til atlögu, uppi á heiðum og inni í húsum. ,Þeir fá til afnota alls- konar hergögn, og eitur I krús- um. Með lögum verða ákveðnar leitir á haustin, og líka á vorin. Stjórnin mun leita eftir liðveizlu manna, sem létt er um sporin, og svo verða bréfin, með her- kvaðning hennar, um héruðin borin. Hreppsnefndir eiga að útfylla skýrslur um árangur leitar, um öll þau dýr, sem voru unnin í förinni innan sveitar; Þar fær- ast mýs í tvo megin-dálka. (Magrar og feitar). — Hver sú nefnd, sem er ötul og iðip, og eitthvað veiðir, sendir til ráð- herra reikning um kostnað, sem ríkið greiðir. Skýrslustrangarnir lenda þar líka, — langir og breiðir. f stjórnarráðinu er um- stang við allt þetta aldrei á þrotum. Þar er hreppsnefndar- skýrslunum hlaðið í búnka í hillum og skotum. Það er verk fyrir marga að vinna úr þeim plöggum, svo verði að notum. Þar eru ritarar margir, með reikningsvélar, að reikná og skrifa skýrslur um allt það, sem I þessum efnum var unnið til þrifa, og áætlanir um aðför að músum, sem eftir lifa. Stjórnin fær af þessu álit og heiður og aflar sér vina. Enginn mun neita, að hún sýnir fram- ták og forustu, fram yfir hina. Ég get kannske nánar, I næsta þætti, um nýsköpunina. Það er svo létt yfir okkur öll- um, og okkar landi, því nú er hann kominn, með nýjum herr- um, sá.nýi andi. S. I. Um langt skeið hafa íslend- ingar verið ein hrossaauðugasta þjóð I heimi, sé miðað við fólks- fjölda. Hrossaeign íslenzkra bænda hefir þó verið varið á annan veg en bænda annarra laridbúnaðarþjóða. Þótt hestar hafi að vísu löngum verið not- aðir til vinnu á íslandi, aðal- lega til flutninga á mönnum og vörum, þá hefir það verið og er enn aðeins mikill minni hluti hrossanna I landinu, sem er taminn til slíkrar notkunar. Mikill meiri hluti þeirra hefir vaxið upp í landinu sem „villt“ stóð. Hér hefir ekki verið um ræktun hrossa að ræða, I þess orðs raunverulegu merkingu. Hrossafjöldinn í landinu hefir aldrei fram á þennan dag, verið bundinn þeim hagfræðilegu notum, sem bændurnir hafa haft fyrir hesta, heldur skapast aðallega af tíðarfari, þannig, að á góðæristímabilum aldanna hefir hrossunum fjölgað mjög ört, en fækkað vegna horfellis í harðindum, II. í ár munu vera 75.000—80.000 hross I landinu. Sennilega er ekki einu .sinni einn fjórði hluti þeirra taminn. Hrossafjöldi þessi er þó, eins og kunnugt er, aðallega I fáum héruðum landsins. Fyrir þessi héruð er þessi mikla hrossa- eign I raun og veru plága. í því sambandi nægir að benda á, að tugir þúsunda af hrossum taka upp feikn af haga frá öðru þarf- ara búfé, og I harðindum vofir hættan um fóðurskort yfir, bæði fyrir þessi hross og oft þeirra vegna fyrir annað búfé. Ýmsum mun þó þykja það allhlálegt fyrir bændur, að „rækta“ hross, sem eru þeim jafnframt plága. — Hrossa- bændurnir munu þó færa sér ýmislegt til málsbóta I því efni. í fyrsta lagi segja þeir, að upp- eldi útigönguhrossanna, stóðs- ins, sé ódýrt, kosti jafnvel ekki neitt. í öðru lagi hafi á tímabili verið allgóður markaður fyrir hross út úr landinu. í þriðja lagi séu þeir að framleiða hrossa*kjöt I $tað kindakjöts, þar sem mæði- veikin hefir eytt þriðjungi til helmingi af sauðfjárstofni þeirra. — Engin þessara afsak- ana er þó I raun og veru réttlæt- anleg né stenzt réttláta gagn- rýni, eins og nú skal bent á. í fyrsta lagi er ekki hægt að byggja ræktunar- og menning- Eftir Runólf Sveinsson, skólastjjóra arbúskap á íslandi á útigangi einum saman, eða það má ekki gera það,* vegna þess a£ veðr- áttan íslenzka er svo ótrygg, að búpeningur sá, sem á tilveru sína undir beit og þarf eins mik- ið fóður til síns viðurværis, eins og hrossin, hlýtur að falla í harðindum, eða a. m. k. kosta svo mikið I .fóðri, að bændunum er það um megn. — í öðru lagi er markaðurinn fyrir íslenzk hross erlendis nú lokaður og gera má ráð fyrir að hann opn- ist ekki aftur. — í þriðja lagi er markaðurinn fyrir hrossakjöt í landinu mjög takmarkaður og framleiðsla á hrossakjöti raunverulega svo miklu dýrari heldur en á öllu öðru kjöti, að ekkert vit er I því að halda hross I þeim tilgangi. Enda hvergi í víðri veröld gert nema á íslandi. III. Hjá flestum landbúnaðarþjóð- um heims hafa hestarnir verið um margar aldir aðal vinnudýr bændanna, við jarðrækt, hey- skap og fleiri bústörf. íslenzkir bændur hafa aldrei . nema að litlu leyti tekið hestana I þjón- ustu sína við bústörfin. Eftir öllum líkum að dæma munu þeir ekki gera það frekar hér eftir, því allt bendir til, að með hraðvaxandi vélatækni I land- búnaði okkar verði vélaafl þar ríkjai^di og ryðji hesta- vinnu að mestu til hliðar. Notk- un hesta til mannflutninga mun og fara enn þverrandi, með vax- andi og bættu vegakerfi lands- ins og þá um leið aukinni bif- reiðanotkun. íslenzku hestarnir eru því miður einnig fremur illa fallnir til jarðvinnslunnar. Til þess eru þeir meðal annars of litlir og flestir of illa aldir upp. — Hrossakjöt mun ekki geta orðið útflutningsvara og takmörkuð neyzla á því landinu. Ekkert vit sýnist því vera I allri þessari hrossaeign landsmanna og eng- in afsökun er gild á þeirri fá- sinnu hrossabændanna að halda áfram að halda við og jafnvel fjölga stóðinu. Fjöldi óvanaðra hesta munu enn sl. sumar hafa gengið lausir I heimahögum, á heiðum og a|- réttum Skagafjarðar og Húna- vatnssýslu. Auk þess, sem slíkt varðar við landslög, munu þús- undir af hryssum á öllum aldri, I þessum héruðum hafa fyljast og halda þannig hrossaplágunni við í lai^dinu. hvern annan af verði, heilsuðu foringjum sínum — stundum að vísu með hangandi hendi —, þeir fóru könnunarferðir og gripu til vopna og skutu, er þeim var gefin skipun um að gera svo. En þeir framkvæmdu allt, sem þeim var skipað, af mesta hirðuleysi og líkt og af gömlum vana. Það var eins kon- ar múgsefjun, sem hélt öllu gangandi. Öll ættjarðarást var útkulnuð fyrir löngu, hrifning- in orðin að raunalegri endur- minningu. Ef einhver hefði spurt hermennina, hvers vegna þeir hættu þessu ekki, þá hefði þeim vafizt tunga um tönn. Líkt var ástatt um liðsfor ingjana, en þeir kvörtuðu ög kurruðu ennþá meir en óbreyttu liðsmennirnir. Þetta hlaut að fá illan endi. Og það var óttinn við þau endalok, er hélt okkur föstum þar sem við vorum. Við biðum þess, að eitthvað gerð- ist, er leysti okkur frá þessum hörmungum með ekki alltof hræðilegu móti. Taugar þeirra, sem ekki höfðu gefið upp alla von, voru nú þandar til hins ýtrasta. Ástand- ið var að verða óbærilegti Okk- ur datt í hug að hefja sókn, hvað sem það kostaði. Við urðum að segja hermönnunum, að það væri gnægð allra fanga bak við víglínu óvinanna, og ef þeim aðeins tækist að brjótast í gegn- um hana, þá væri þeim borgið. Ef til vill gat örvæntingin gefið þeim þann þrótt, er þurfti til þess að brjóta óvinina á bak aftur. Og ef þessi úrslitasókn mistækist, þá þurftum við ekki að halda þessu lengur áfram. því að það var allt vonlaust. Ef til vill hefði þetta verið auð- sætt sjálfsmorð, en samt var þessi ráðagerð tekin til ræki- legrar íhugunar. Septembermánuður leið. Búlg- arar gáfust upp. Her okkar hjarði við nauman kost. Ein- staka deildarforingi lét hefja máttlitlar gagnsóknartilraunir til þess að halda liði sínu við efnið og koma í veg fyrir sókn af hálfu óvinanna. Allir þráð- um við, að þessum hörmungum færi að linna. Stundum varð að beita hörðu til þess, að ,ein- stakir foringjar hæfu ekki til- flutning liðs síns upp á eigin- spýtur. En enn var fyrirskip- unum herstjórnarinnar hlýtt að mestu. Herinn var ekki enn fullkomlega vaknaður til raun- veruleikans. Svo komu riýjar fregnir. Heil- ar herdeildir, sem senda átii fram til styrktar hinu örmagna liði í skotgröfunum, höfðu neit- að hlýðnast skipununum. Mót- þróinn gróf hvarvetna um sig. Okkur bárust leynilegar fyrir- skipanir um það, að skýrslur okkar yrðu að bera það með sér, að baráttuvilji hermannanna væri óbugaður og sigurvissa ríkti meðal þeirra. Við vissum margt eftir miklu betri heimild- um heldur en fréttatilkynning- um herstjórnarinnar. Loks hófst yfirherstjórnin handa fyrir alvöru. Enn hafðí hún á að skipa nokkrum her- sveitum, sem hún gat treyst til fullnustu. Þær voru nú sendar á vettvang. Ekki þó í sjálfa orra- hríðina gegn óvinunum — held- ur gegn hersveitum, er nú höfðu risið upp gegn heragarium og léku lausum hala fyrir aftan skotgrafirnar. Keisarinn gaf út tiíkynningu sína. Öllum þjóðum keisaradæm- isins var boðið til þings, þar sem mynda skyldi nýtt þjóðríki — sambandsríki hinna ýmsu þjóða í stað gamla keisaradæm- isins. Stjórnmáiamennirnir sáu í hendi sér, að ríkið var að hrynja í rústir. Þetta örvænt- ingartiltæki var líka hreint sjálfsmorð. Hermennirnir gerðu sér þetta siður ljóst, því að I vitund fæstra þeirra hafði þjóð- erni neitt að segja. Þeir þráðu það eitt, að stríðsmörunni yrði af þeim létt. Ný stjórn var sett á laggirnar í Búdapest og allar ungverskar hersveitir kvaddar heim. Varaliðssveitirnar ung- versku brutust undan öllum aga og hirtu nú um það eitt að reyna að komast heim. Þær 'ungversku hersveitanna, sem í skotgröf- unum voru, frétjtu varla um þessa fyrirskipun. m. Loks rann upp sá dagur, að herstöðvarriar bak við víglínuna stóðu mannlausar. Það hafði verið okkur mikill styrkur. áð vita af liðinu fyrir aftan okkur. En nú var það farið. Leikurinn milli þeirra, sem brotizt höfðu undan'heraganum, og hinna, er enn héldu tryggð við stjórnina og hlýddu fyrirmælum yfirhers- höfðingjans hafði borizt í átt- ina til heimkynna hinna lang- hrjáðu manna. Og yfirmaður heraflans við Piavefljót hafði yfirgefið bækistöðvar sínar, og engínn vissi, hvað af honum var orðið. Birgðir hersins voru að kalla þrotnar. Mennirnir voru svo til með síðasta bitann í munninum, og hvergi sást fram- ar lifandi dýr. Stórskotaliðs- stöðvarnar voru yfirgefnar, og hermennirnir fóru í smáflokk- um um byggðirnar í grenndinni og rændu og rupluðu. Jafnvel sjálf víglínan var að því kom- in að leysast upp. Ef óvinir hefðu hafið sókn, hefði þeim hlotnazt auðunninn sigur. En þeir gerðu ekki enn neina tilraun til slíks. Svo dundi það yfir. Enginn átti eiginlega von á því, en allir skildu samt, að öðru vísi gat ekki farið. Nokkrir menn neit- uðu að hlýðnast skipunum okkar foringjanna. Þeir fleygðu frá sér byssunum og tóku á rás upp úr skotgröfunum. Þeir voru lagðir af stað heim. Þetta breiddist út eins og eldur í sinu. Hefmennirnir flykktust brott, stundum einn og einn eða fáir saman, stundum í stórhópum. Liðþjálfarnir snerust eins og snældur, liðsforingjarnir æptu, skömmuðu og skipuðu — en all- ur þessi hávaði kom fyrir ekki. Aginn var farinn út um þúfur — meira að segja í fremstu víg- línu. Þeir, hinir óbreyttu liðsmenn, voru hundruð þúsunda, milljón, yfir milljón. Hvers vegna áttu hundrað menn og hvers vegna áttu þúsurfd menn að hlýða ein- um manni skilyrðislaust? Hvers vegna höfðu þeir látið hafa sig að leiksoppi? Þeir létu að minnsta kosti ekki gera það hér eftir. Þeir réðust sjaldan á yf- irmenn sína. En heimþráin sog- aði þá brott. Þeim foringjum, sem afréðu að fylgja liði sinu heim, v.ar enginn mótþrói sýndur. Menn- irnir voru máttfarnir og hungr- aðir. Skotgrafirnar tæmdust á skömmum ‘tíma. Alls konar póli- tískir spekúlantar og lýðskrum- arar slógust í hóp hermannanna á vegunum og reyndu að tæla þá til fylgis við sig. En það var aðeins eitt, sem hermennirnir vildu vita: voru matvæli eða flutningatæki nokkurs staðar í grenndinni? Annað varðaði þá ekki um. Viðreisn og sjálfstæði hvers þjóðflokks? Ljómandi fall- eg hugmynd .... en fyrst var að komast heim og svo að stofna þessi nýju ríki. Myndun nýs þjóðhers? Nei, fjandinn hafi það. Þeir höfðu ekki yfirgefið einn til þess að ganga í annan. Enn héldu þó fáar herdeildir kyrru fyrir á vígstöðvunum. En þær myndu líka hafa tekið sig upp eftir skamma hríð. Það var eins og þær hefðu orðið eitthvað seinni að átta sig. En nú hófu óvinirnir árásir. Höfðu þeir alltaf verið að bíða eftir þessu tæki- færi? Langaði ítalina til þess að ljúka styrjöldinni með óþarfa manndrápum og nýju blóðbaði, til þess að breiða yfir alla þá ósigra, er þeir höfðu hingað til beðið? Því skal ósvarað. En þetta var ekki nein orrusta. Austurríkis- menn hleyptu varla skoti úr nokkurri fallbyssu, því að lang- flestar stórskotaliðsstöðvarnar voru mannlausar. Nokkrir flokkar reyndu að verjast með fáeinum rifflum og einstaka vél- byssu. Annars voru það hópar crvinglaðra og varnarlausra manna, er brytjaðir voru niður. Foringjarnir sáu að hér var ekki framar um neina vörn að ræða. Þeir reyndu að snúa sér til hershöfðingjans, er þegar var á bak og burt. Margir reyndu þó áð halda velli enn um stund, en voru umkringdir. Seytján og átján ára gamlir drengir ör- mögnuðust, þar sem þeir ‘ voru staddir. Hinir, sem lengur stóðu uppi, voru felldir, þegar síðustu skotfærin voru þrotin. Austurríski herinn vár elztur allra herja á meginlandi Evrópu. Hann hafði verið í margar aldir að skapast. Nú var hann að engu orðinn. Leifar hans voru hinar löngu raðir gugginna, særðra manna, er fylltu alla vegi. Ef einhvers staðar var barizt, þá var það um bita brauðs eða næturgistingu eða stæði í járn- brautarvagni. Yfirhershöfðinginn undirrit- aði friðarskilmálana. Ef til vill stafaði það af misskilningi, að ítalir héldu áfram að brytja niður fólk og taka fanga heil- um sólarhring lengur en samn- ingar ákváðu. Kannski hafa þeir þóttzt þurfa að jafna metaskál- arnar. En ef til vill var það yfir- herstjórninni austurrísku held- ur ekkert á móti skapi, að æsku- lýðnum blæddi dálítið betur, svo að lyín þyrfti síður að óttast hann. Það vitnast sjálfsagt aldrei. Þegfar til Vínarborgar kom, beið óður múgur liðsforingjanna á járnbrautarstöðvunum, æpti að þeim og reif tignarmerkin af einkennisbúningum þeirra. Skransalar og grúskarar keyptu byssurnar þeirra og korðana fyrir fáeina aura.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.