Tíminn - 28.11.1944, Blaðsíða 7

Tíminn - 28.11.1944, Blaðsíða 7
100. blað TÍMIM, þrigjjwdagiim 28. nóv. 1944 423 Jósef Björnsson (Framhald af 3. síöu) ugg. Hafði hann, þrátt fyrir ald- urinn, hin beztu tök á nemend- um sínum, sem bæði virtu hann og þótti vænt um hann. í við- kynningu á heimili var Jósef ljúfmannlegur og elskulegur. Ávallt reiðubúinn að fræða og leiðbeina. Var heimili þeirra hjóna hið skemmtilegasta. Minnist ég margra ánægjulegra stunda á heimili þeirra, þegar hinn gáfaði og fjölfróði maður ræddi um ýmis vandamál, eða sagði frá gömlum atburðum og margháttaðri reynslu sinni. • Jósef og kona hans fluttust al- fartn til Reykjavíkur árið 1941 og hafa búið þar síðan. Þá hafði Jósef starfað um 60 ára -skeið í Skagafirði, frá því að hann sem rúmlega tvítugur maður flutt- ist í héraðið. Hug sinn til hér- aðsins og héraðsbúa sýndi hann greinilega með því að afhenda sýslubókasafni Skagfirðinga bókasafn sitt, sem bæði var mik- ið og gott, að gjöf. Er þetta glöggt vitni þess, hve traustum böndum Jósef J. Björnsson hef- ir tengzt við Skagafjörð og Skagfirðinga. Hans mun ávallt verða minnst þar sem eins af merkustu mönnum þess héraðs. Ég flyt Jósef og konu hans al- úðarfyllstu ,ámaðaróskir frá mér og mínu heimili, með bezta þakklæti fyrir okkar samstarf og viðkynningu. Steingr. Steinþórsson. Kveiutabálkpr Tímaits. (Framhald af 5. síðu) vinna á þeim og gera þau not- hæf að nýju í hinni eilífu hring- rás lífsins. Þætti yður kannske skemmtilegt að stika yfir skrokka af dauðum risaeðlum á leiðinni til vinnunnar eða sökkva í 50 milna lag af æva fqfnum laufblöðum? Ólíklegt er það! Bakteríunum er það að þakka, að jarðneskar leifar þess- arra fornaldardýra hafa horfið í skaut móður jarðar og endur- fæðzt þar til lífsins. Það er jafn vel hugsanlegt, að ein frumögn af köfnunarefni í litlafingri yðar hafi eitt sinn verið hluti af heilavef í risaeðlu frá fornöld jarðsögunnar. Enn verðum við að herja á ó- vininn í bakteríuríkinu, þetta eina prósent, sem skaðlegt er lífi okkar og heilsu. En það er eins gott fyrir okkur að lita hinar vinaraugum. Þær eiga sannar- lega viðurkenningu skilið frá okkar hálfu, því að án þeirra værum við ekki til. Bókmenntaviðburður: á Sjáfif sævísaga Einar§ Jónsionar myndhöggvara Innan skamma- kemur á bókamarkaðinn rit í tveim bindum ,eftir Einar Jónsson myndhöggvara. FVrra bindið, sem höfundur nefnir „Minningar“, er sjálfsævisaga hans. Lýsir hann þar uppvaxtarárum sínum, námsferli, listamannsbaráttu og viðkynningu við fjÖlda merka samtíðarmenn gína heima og erlendis. í síðara bindinu, sem ber nafnið „Skoðanir“, skýrir höfundurinn viðhorf sitt til lífs og lista og afstöðu sína til trú- mála, listastefna og stjórnmála. tr~—T... * • s / , N / Aftan við ritið ern nafnaskrá með á fimmta hundrað mannanöfnum. / Ritið er tæpar 700 síður í ptóru broti, prýtt á annað hundrað myndum úr einkalifi höfundar og af listaVerkum hans. Birtast hér í fýrsta skipti myndir af ýmsum gömlum og nýjum verkum hans. Frágangur ritsins er allur i$jög vandaður, það er prentað á góðan pa|)pír og myndirnar á sérstakan myndapappir, bundið í skrautlega skinnband og gyllt með skíru gulli. 'j • i\' | . j, • ,i • 1 ■ Sökum þess að upplag bókarinnar er takmarkað, höfum við ákveðið að selja Jiana að mestu áskrifendum. Undirritaður gerist hér með áskrifandi að .... eijntökum af SJÁLFSÆVISÖGU EINARS JÓNSSONÁR, myndhöggvara. (Nafn) ............................... (Heimili) ............:............... % (Póststöð) ..................'........ Aðalskrifstofa áskrlftasöfmmariiuiar er í skrifstofn okkar í Mafnarstræti 5, sími 1345, # Sendið iiöntunarmiðann útfylltau ' '■ , X ' y. V allra fyrst til skrifstofu vorrar. Bókfellsúigáfan h.f sem L i , Á víðavangi. (Framhald af 2. síðu) Rógur og rógseðli. Oft hefir skörin færst upp í bekkinn, 7en aldrei eins og þegar Mbl. fer að brígzla öðrum um róg og rógseðli, líkt og það gerði siðastl. miðvikudag. í þeim efn- um hefir ekkert íslenzkt blað komist lengra en Mbl. Öllum mun í fersku minni rógburður blaðsins um vesturför forseta ís- lands og Vilhjálms Þór siðastí. sumar. Blaðið linnti ekki látum i þeim aðdróttunum sínum. að ferðinni/væri heitið til að ofur- selja réttindi og frelsi íslands, og því var jafnvel dróttað að aíneriskum st-jórnarvöldum, að þau heföu hvatt ráðherrann vestur þeirra erinþa. Enn er líka í fersku minni hrakför sú, sem eitt af mann- peðum þeim, sem keypt hefír verið-'til að vinna við Morgun- blaðið, Jón Pálmason, hlaut í ritdeilu við Vigfús Guðmunds- son síðastl. vetur. Jón dróttaði því að Vigfúsi, að 'hann hefði hlotið sérréttindi vegna pólit- ískra skoðana sinna, en eitt helzta rógsefni Mbl. liðsins h?f- ir verið það, að Framsóknar- menn væru sérréttindamenn. Vigfús marg styoraði á Jón að sánna þessi ummæli sín, þótt ekki væri nema með einu einasta dæmi. Jón gat það aldrei, og varð því að sætta sig við þá nafnbót að vera mesti slefberi í Húnaþingi. Gjafir til Húsmæðraskóla Borgarfjarð- arhéraðs: \ Þorsteinn Sigmundsson fyrr- um bóndi á Sigmundarstöðum í Hálsasveit, til minningar, um konu sína, Jónínu Árnadóttur, kr. 1000.00, Kristján Björnsson, hreppstjóri, Steinum, kr. 1000.00, Kvenfélag Borgarhrepps krónur 1000.00, Kvenfélag Borgarness kr. 1000.00. Með alúðar þökk. F. h. Húsmæðraskólaráðs GEIRLAUG JÓNSDÓTTIR. Umsóknir um styrk úr Styrktarsjóði ekkna og munaðarlausra barna ís- lenzkra lækna sendist undirrit- uðum fyrir 15. des. n. k. Halldór Hansen, Laufásveé 24. 1 w 1 haust var mér dregin veturgömul hryssa, bleikblesótt, hringeygð á hægra auga. Mark: Fjöður aft- an hægra, bitar tveir aftan vinstra, en þettá mark nota ég á hross. Réttur eigandi gefi sig fram við mig hið fyrsta. N Núpsdalstungu, 1. nóv. 1944. Ólafur Björnssoii. FJALLIÐ EVEREST er bók, sem hefir inni að halda stprfróðlegar og skemmtilegar frásagnir nm hæsta fjall jarðarinnar og tilraunir manna um að brjótast upp á hæsta tindinn. Höfundur er^Sir. F. Younghusband, en þýðandi Skúli Skúlason ritstjóri. Tuttugu og tvær gullfallegar heilsíðumynílir prýða bókina. I Þessi bók er tilvalin tækifærisgjöf. Hún kostar kr. 22.00 óbundin, en kr. 30.00 í góðu bandi. Sl\/ELAl\DSlTGÁFAl\ It.f., Lindaryötu 9A Sími 2353. Bann \ Vinnið ötulleqa Iqrir Tímann. Stnlknr óskast til fiskflökunar eftir áramótin. Hátt kaup. Frítt húsnæði. Hraðírystístöð Vestmannacyja Sími 3. Bannað er að skjóta í landi tíeilsuhælisins að Vífilsstöðum. Ef nokkur brýtur bann þetta, verður hann tafar- iaust sóttur til refsingar. RÁÐSMAÐLMHN. i Vér jiökkuin Iniiilcga fyrir |iá miklu / samúð og hluttekningu, scm oss hefir verið sýnd í sambandi við „Goðafoss“- \ | slysið 10. þ. m. H.f. Eimskípafél. Islands Samkvæmískjólar . ^ K Eltirmiðdagskj ólar Skólakjólar * / / % , * FjÖlbreytt úrval. \ i . ■ •' i Sent qegn pósthröfu um land allt. Ragnar Þórðarson & Co. Aðalstræti 9. — Sími 2315. HTað kostar það yðnr að brenna plötnna á borði yðar? / j. • ■ \ ./ Við hjálpum yður til þess að koma i veg fyrir það með þvi að selja yður fyrsta flokks borðmottu, sem er vel útlítandi og örugg gegn hita. — Verð kr. 6,50, 10,50 og 30 kr. , v '' » Verzlunin Nóva Barónssstíg 27. - Síini 4519. * \ Raftækjávinnustofan Selfossi framkvæmir allskonar rafvirkjastörf. / f

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.