Tíminn - 09.01.1945, Síða 3

Tíminn - 09.01.1945, Síða 3
2. blað M, þriðjndagiiin 9. Jan. 1945 3 PALL ZÓPHONÍASSON Mjólknrlöggjöfin tiu ára I. I sér félagsskap. Mjólkurbandalag Þróunin í búskapnum á fyrsta Suðurlands var stofnað. Ýmsar þriðjungi aldarinnar (og þó sér- staklega siðasta áratug hans) leiddi til þess, að nautgripum fjölgaði og mjólkurframleiðslan óx. Mest varð kúafjölgunin í næsta nágrenni Reykjavíkur, svo og í Árnessýslu, og studdu áveitufyrirtækin þar mjög að kúafjölguninni. Samtímis því sem kúnum fjölgaði, stækkaði Reykjavík. Þangað safnaðist svo til öll fólksfjölgunin sem varð í land- inu, og við það skapaðist þar markaður fyrir meiri mjólk og mjólkurafurðir en áður var, með an fólkið var færra. Reykjavík hafði verið í mjólkursvelti, og til eru nú fulltíða menn í Reykja- vík, þar upp aldir, sem aldrei sáu nýmjólk á heimilum foreldra sinna, þegar þeir voru að alast upp. Mjólkurbúin voru stofnuð til þess að koma mjólkinni, og þó sérstaklega mjólkuraukanum, í seljanlegar afurðir. Vegakerfið frá höfuðstaðnum náði með ári hverju lengra og lengra út um sveitirnar, og um leið fjölgaði þeim bændum, sem gátu komlð mjólk daglega til mjólkurbú- anna. Við þétta breyttist við- horf mjólkurmálanna í Reykja- vík. Meðan ekki var hægt að koma þangað mjólk, nema frá litlu takmörkuðu svæði, var ónóg mjólk í bænum til þess að fullnægja eftirspurninni, enda sjaldnast mögulegt að ná í mjólk, hvernig sem að var farið, úr því að kom fram yfir hádegi dag hvern. Meðan svona stóð, gat Mjólkurfélag Reykjavíkur, sem hafði komið sér upp góðri mjólkurstöð, miðað við aðstæð ur þá, nokkurnveginn skipulagt söluna í bænum. En þegar mjólkurmagnið, sem að barst, óx, varð Mjólkurfélaginu um megn að skipuleggja söluna, og bar margt til þess. Búin austan fjalls og í Borgarfirði þurftu nú líka að koma sinni mjólk í verð, og þar sem nýmjólkurverðið var til muna hærra en hægt var að fá fyrir mjólkina með því að vinna úr henni afurðir, kepptu þau við Mjólkurfélagið um ný- mjólkursöluna. En mjólkurbúin voru ekki ein um þá samkeppni. Einstaka bændur töldu sig of stóra til þess að vera í Mjólkurfélaginu eða mjólkurbúunum, og seldu sína mjólk utan við þau, og sumum þeirra reið mikið á að koma henni út sem nýmjólk, því þeir höfðu enga aðstöðu til að vinna úr henni fyrsta flokks vörur. Og enn voru Reykvíking ar, sem gerðu sér það að at vinnu að reka mjólkurbúðir og kaupa mjólk í þær úti í sveit- inni hjá bændunum, sem utan við stóðu. Sóttu þeir oft mjólk ina heim til þeirra. Og þegar þeir töldu sig ekki fá nóg á þennan hátt, fóru þeir til hinna, sem voru í búunum, og reyndu að kaupa mjólk af þeim, og þá oft fyrir verð, sem var hærra en bænclunum hafði verið greitt mánuðinn áður, lægra en út söluverðið, og oft lægra en end- anlega verðið frá búinu varð. Þessi samkeppni leiddi til þess, að verðið, sem bændur fengu fyrir mjólkina, lækkaði ár frá ári, eftir því sem mjólkur- magnið, sem á markaðinn kom óx. Ennfremur leiddi þessi sam- keppni til þess, að seljendur mjólkurinnar fóru að lána neytendum, eða þeim sem ráku mjólkurbúðirnar, andvirði mjólkurinnar, og töpuðust ó smáar upphæðir vegna þessa Allir voru í orði kveðnu sam mála um, að ástand það í mjólk- urmálunum, sem nú hefir verið lýst, væri óþolandi og þyrfti að breytast. Var það hvernig úr skyldi bætt, stöðugt og umdeilt umræðuefni kringum og upp úr 1930. II. Til þess að reyna að ráða bót á ólaginu, sem allir viðurkenndu að væri á mjólkursölunni í Reykjavík, reyndu mjólkurbúin er störfuðu á svæðinu kringum Reykjavík, og gátu sent þangað mjólk daglega, að mynda með tilraunir gerði Mjólkurbanda- lagið, til þess að reyna að koma sér félagsskap. Mjólkurbandalag lagi á mjólkursöluna, og fyrir- byggja að mjólkurverðið lækk- aði stöðugt, en þær náðu ekki tilgangi sínum, nema að litlu leyti. Verð það sem bændur fengu fyrir mjólkina hélt áfram að lækka eftir því.sem mjólkur- magnið óx, eins og sést á töfl- unni hér á eftir: Árið Innvegið Verð til Útsöluverð mjólkur- bænda í Reykjavík magn í kg. aur. pr. 1. aur. pr. 1. 1930 3.616.749 26.153 44 1931 4.613.998 23.003 44 1932 5.476.631 21.454 44 til 15/11 síðan 40 1933 5.631.972 18. 614 40 í sambandi við þetta verð, er Dess að geta, að Mjólkurfélag Reykjavíkur lét mjólkina aldrei bera skrifstofukostnað, heldur tók það hann af öðrum rekstri óg var því mjólkurverð þess of hátt. Hér er talið útborgað mjólkurverð til bænda að meðal- tali á öllu svæðinu, er seldi mjólkurafurðir til Reykjavíkur. Að tilhlutun Mjólkurbanda- lagsins var árið 1932 fltftt á Al- jingi frumvarp til mjólkurlaga. Þar var reynt að gera þeim ó- hægra um vik, er stóðu utan við bandalagið, og var með því ætl- ast til að þeir gengu í það. En Dessi tilraun til að fá' þá inn í bandalagið mistókst, því frum- varpið náði ekki samþykki Al- Dingis. En árið 1933, tók þingmaður Gullbringu og Kjósarsýslu, Ólaf- ur Thors, málið upp aftur, og flutti frumvarp til mjólkurlaga. Aðalákvæði þess voru þau, að enginn mætti selja ógeril- sneydda mjólk í Reykjavík, nema Korpúlfsstaðabóndinn og Deir, sem»ættu heima á bæjar- landinu. Ennfr. að enginn mætti sélja mjólk til Rvíkur, sem ætti heima lengra frá bænum en 130 kílómetra, og að leggja skyldi gjald á alla þá, er seldu nýmjólk í bæinn, er næmi 5% af verði hennar, og skyldi verja því til að verðbæta þá mjólk, er til bú- anna kæmi, og unnið væri úr afurðir. Um þetta frumvarp urðu miklar umræður á Alþingi, og enduffu þær meff því aff geril- sneyffingarákvæffi frumvarpsins var samþykkt, en annaff ekki Ríkisstjórnin lét frumvarpið aldrei koma til framkvæmda, og Dví varð sú endurbót, sem fólst í því ekki að gagni fyrir mjólk- urneytendur í Reykjavíkur í bráð, þó í lög væri komin. BÓKMENNTIR OG LISTIR Leikfélag Akureyrar sýnir í Reykjavík „Brúðuheimilið“ eitir Henrik Ibsen ni. Þegar eftir að ný stjórn var mynduð, sumarið 1934, skipaði hún nefnd til að undirbúa lög- gjöf um afurffasöluna, og 10. sept. voru gefin út bráffabirgffa- lög um meffferff og sölu mjólk- ur og rjóma o. fl., og voru þau köiluff mjólkurlög. Þessi lög eru enn í gildi, en hafa þó tekið nokkrum tjreytingum. Lög þessi hafa gert mikið og margþætt gagn, og eru helztu ákvæði þeirra þessi: 1. Landinu er skipt 1 verð jöfnunarsvæði. Ákveður mjólk- ursölunefnd skiptinguna, og miðar þá aðallega við það, að viðskiptasvæði mjólkurbúanna geti verið með eðlilegum hætti þannig að mjólkin verði flutt til mjólkurbúanna daglega allt ár- ið, og aftur frá þeim, daglega á markaðsstað. 2. Þar sem aðeins er eitt mjólkurbú á verðjöfnunarsvæð- inu, hefir það eitt rétt til sölu mjólkur og rjóma á svæðinu. En þar sem búin eru fleiri, skal sala frá þeim öllum fara fram í gegn- um eina sölumiðstöð — samsölu — og skal henni stjórnað af mjólkursölunefnd nema félags- menn mjólkurbúanna komi sér saman um að kjósa sjálfir stjórnina. Samsölunni í Reykja vík var stjórnað af mjólkursölu nefnd þar til 1943, að framleið- endur í búunum komu sér sam- an um að, kjósa samsölunni stjórn sjálfir. Leyfa má einstaklingum bú- Línurit þetta sýnir aukníngu mjólkurmagnsins hjá mjólkurbúum á svœSi Mjólkursamsölunnar árin 1930—1943. Neyzlumjólkin er sýnd meö hvítum lít, en vinnslumjólkin me8 svörtum. Sýnir línuritið þaS næsta glöggt, hve mikíl aukning hejir orSlS á mjólkurmagnlnu fyrir tilverknað mjólkurlaganna settum á bæjarlandinu ef þeir uppfylla ákveðin hreinlætis- og- heilbrigðisskilyrði, að selja óger- ilsneydda mjólk beint til neyt- enda. 3. Verðjöfnunargjald var lagt alla neyzlumjólk, og átti að verja því til að verðbæta vinnslumjólkina. Fyrst var .verð- öfnunargjaldið 5% af verði neyzlumjólkurinnar, en síðan var það hækkað í 8%. Sú verð- ; öfnun, er með þessu fékkstr reyndist hvergi nærri nóg til aess, að vinnslumjólkin kæmist svipað verð og neyzlumjólkin, og var þá lögunum breytt, 1937, og ákveðið að borga skyldi jafn- góða mjólk sama verði á sölu- stað, hvert sem hún færi I vinnslu eða væri seld sem neyzlumjólk. Verðjöfnunin er síðan framkvæmd þannig, að búunum er reiknað sama verð fyrir alla mjólkina, eins og hún væri flutt á sölustað, en frá því er dreginn flutningur á þeim hluta mjólkurinnar, sem fluttur er óunninn á sölustað. Flutning- ur vinnsluvaranna er síðan end- urgreiddur, og skapar það mis- muhinn til framleiðenda, eftir Dví hve fjarri þeir búa sölustað. 4. Mjólkursölunefnd er skipuð eftir lögunum, og hefir hún mjög víðtækt verksvið, heimild til að gera ráðstafanir til að draga úr kostnaði við söluna eftir því sem henni þykir við eiga, skipta sér af rekstri bú- anna, ákveða hvaða vörur og hve miklar hvert bú býr til o. s. frv. 5 .Mjólkurverðlagsnefndir voru skipaðar, hver fyrir sitt verð- jöfnunarsvæði, og ákveða þær útsöluverð á mjólk og mjólkur- vörum á svæðinu. f þessum nefndum er ætlast til að neyt- endur eigi tvo fulltrúa og fram- leiðendur aðra tvo, en oddamað- ur sé skipaður af ríkisstjórn- inni. Eftir mj ólkursölulögunum hafa ekki enn myndast nema tvö verðjöfnunarsvæði.annað kring- um Reykjavík og Hafnarfjörð, hitt kringum Akureyri. En þar sem síðar í þessari grein verð- ur rætt um gagn það, sem orð- ið hefir af lögunum, er átt við það, og það hefir orðið á verð- jöfnunarsvæði Reykjavikur og Hafnarfjarðar. Með mjólkur- neytendum er átt við íbúa þess- ara bæja, og með mjólkurfram- leiðendum við bændurnar, sem búa milli Mýrdalssands í Vestur Skaftafellssýslu og Staðarsveit- ar á Snæfellsnesi, en þeir bænd- ur geta allir komið ffá sér mjólk daglega til mjólkurbús. Á þessu svæði býr nú nærri því þriðji hver bóndi á landinu, og þeir eiga fullkomlega helminginn af öllum kúm landslns. Það hefir því þýðingu fyrir marga.hvern- ið skipulag mjólkurmálanna fer úr hendi. IV. Eftir aff samsalan tók til starfa fengu neytendur betri mjólk en áffur. Þá komust fyrst i framkvæmd ákvæði hinna fyrstu mjólkurlaga, um að alla mjólk skyldi gerilsneyða. Und- anþága var veitt mönnum bú- settum á bæjarlandinu, en þá þurftu þeir að fullnægja þeim kröfum, er mjólkursölunefnd, í samráði við heilbrigðisnefnd bæjarins, setti um hreinlæti i fjósunum og heilbrigðisástand þeirra er við mjólkina unnu. Varð að breyta mörgum fjósum, til þess að mögulegt væri að koma því hreinlæti *við, er kraf izt var, og orkar það ekki tví mælis, að með þessu var stigið stói’t spor fram á við i heil- brigðismálum. Þegar eftir að mjólkUrsölu- nefnd og mjólkurverðlagsnefnd voru skipaðar, var hvorttveggja gert samtímis, útsöluverff mjólk- innar f bænum lækkaff um tvo aura pr. lítra, og sölulaunin, sem greidd voru fyrir aff selja mjólkina í búffunum lækkaff úr 8 aurum í 4 aura á hvern lítra. (Framhald á 6. siðu) Leikfélag Reykjavíkur hefir nokkrum sinnum ferðast um landið og sýnt leiki sína. Það hefir með þessu unnið þarft verk, glætt áhuga almennings fyrlr leiklist með flutningi snilldarverka stórskáldanna. Það hefir oft farið til Akureyrar og sýnt þar, og síðast sumarið 1943, sýndi þar þá „Orðið“ eftir danska prestinn og þjóðhetj- una, Kaj Munk. Leikfélag Reykjavíkur hefir boðið Leikfélagi Akureyrar að sýna hér I Reykjavík „Brúðu- heimilið“ eftir Ibsen. Þrátt fyrir það, að Leikfélag Akureyrar hef- ir i langan tíma haft hug á að heimsækja Reykvíkinga, hefir ekki getað orðið af þvi fyrr en nú, ýmissa orsaka vegna. Það hefir nú tekið boði Leikfélags Reykjavíkur og mun leikflokkur þess koma hingað til bæjarins um miðjan þennan mánuð og fyrsta sýningin á Brúðuheimil- inu hér er ráðgerð 29. þ. m. Alls munu fimm sýningar. verða haldnar. Þetta er í fyrsta skiptl, er leik- félagið býður leikflokki utan af landi til sýninga í Reykjavík. Hér er á ferðinni eitt mesta snilldarverk norrænnar leikrita- gerðar, eftir hinn heimskunna norska lelkrltahöfund, Henrik Ibsen. Frú Gerd Grieg hefir leið- beint Lelkfélagi Akureyrar og stjórnað undirbúningi að sýn- ingu þessa leikrits fyrir norðan og mun hún eínnig verða hér í fylgd leikflokksins og hafa á hendl leikstjórn eins og þegar leikið var á Akureyri. í viðtali, sem blaðið Dagur á Akureyri átti nýlega við frúna, farast - henni þannig orð um sýningu Akureyringa á leikrit- inu: „Um ykkar norðlenzku leikara vll ég segja, að þeir búa yfir mjög miklum hæfileikum. Frammistaða þeirra í „Brúðu- heimilinu“ var aðdáunarverð, þegar tekið er tillit til hins stutta æfingatíma.....Það vill svo vel til, að hér eru ýmsir menn, sem hafa séð „Brúðu- heimilið“ á leiksviði erlendis, og þeir hafa lokið upp einum rómi um það, að sýningarnar hér standist á margan hátt sam- jöfnuðinn. Ég er sannfærð um, að með þeim leikurum sem völ er á hér 1 bænum, mætti fá glæsilegan árangur í leikstarf- semi, og vonandi verður sú raunin á komandi árum“. Gerd Grieg Á Akureyri hefir „Brúðuheim- ilið“ verið sýnt 10 sinunm við mikla hrifningu áhorfenda. Búningana koma lelkararnlr með að norðan, en Leikfélag Reykjavíkur leggur til leik- tjöldin. Leikararnir munu verða alllr þeir sömu í leiknum hér og þeir, sem léku á Akureyri, að undan- teknum börnum úr nokkrum smáhlutverkum. Frú Alda Möll- er, sem lék með félaginu fyrir norðan, er komin hingað, en þeir leikarar, sem væntanlegir eru að norðan, eru þessir: Stefán Jónsson, sem leikur Helmer, Júlíus Oddsson, sem leikur Rank lækni, Jónína Þor- steinsdóttir, sem leikur frú Linde, Hólmgeir Pálmason, sem leikur Krogstad málaflutnings- mann, Freyja Antonsdóttir, sem leikur Önnu Mariu barnfóstr- una og Anna Snorradóttir, sem leikur stofuþernu. Reykvíkingar fá hér einstakt tækifæri til að kynnast einu af snilldarverkum Ibsens og um leið leiklist Akureyringa. Enda verða þessar sýningar vafalaust eftirsóttar og geta færri séð en vilja. Þetta verður fimmta leikritið, sem frú Gerd annast leikstjórn á hér í bænum. Hún hefir áður annazt leikstjórn á fjórum leik- ritum hér og leikið sjálf í tveim- ur þeirra. Þessi verk voru: Hedda Gabler, Veizlan á Sólhaugum, Pétur Gautur, Paul Lange og Thora Parsberg. Hefir hún hlotið hér miklar og verðskuldaðar vinsældir fyrir leikstjórn sina og leik, og mun það vissulega ekkl draga úr aðsókn að Brúðuheim- ilinu, að hún annast leikstjórn- ina. Jónas Guðmundsson s Smábærínn Þessi grein um smábæinn Aalvik í Noregi, er eftir Jónas Guffmundsson eftirlitsmann sveitastjórnarmálefna. Hann fór til Noregs áriff 1939, til þess aff kynna sér sveitarstjórn- armálefni, og heimsótti m. a. Aalvik í þeirri ferff. íbúar Aal- víkur voru þá um 1200, effa áifka margir og í stærstu kaup- túnum hér. Aalvik mun þá hafa veriff einhver einkennileg- asti bær á Norffurlöndum hvaff allt skipulag snerti, og í flestu til fyrirmyndar. Grein þessi er nýkomin út 1 „Sveitarstjórnarmálum“, en er birt hér, nokkuff stytt, meff leyfi höfundarins. Smábærinn Aalvik stendur undir fjalli neðst í hlíðinni o|- an við litla vík. Er þar ekki ó- svipað bæjarstæði og sums stað- ar á Austfjörðum. Bærinn er fallegur, reglulega byggður, og þar er mikill trjágróður, eins og víðast I smábæjum Noregs. Þeg- ar ég kom út úr langferðabíln- um, sem ég fór með þangað, var þar komlnn til að taka á móti mér framkvæmdastjórinn fyrir hinni miklu verksmiðju, sem þarna er, Johannes Larsen, rösk- legur maður, á að gizka um fertugt. Ætlunin var, að dvelj- ast í Aalvik mestan hluta dags- ins — ég kom þar snemma morg- uns — og fara með innfjarðabát þaðan um kvöldið áleiðis til Voss. Larsen vissi um það allt, og er við höfðum snætt morgunverð heima hjá honum, hóf hann að segja mér — og síðan að sýna mér — frá því, sem mig fýsti að vita. Fjallið fyrir ofan bæinn er ekki hátt, en hliðin er allbrött. Niður þessa hlíð féll einu sinni allmikið vatnsfall, og var í því mikill foss, sem nefndur var Bjölvefossen (Bjólfsfoss?) — Mér láðist að fá að vita heiti fjallsins, en ekkl er ólíklegt, að það heiti Bjölven — Bjólfurinn — á það bendir nafn fossins, en því nafni heitir sem kunnugt er fjallið norðan Seyðisfjarðar- kaupstaðar. Er það ekki ólíkt að lögun fjallinu ofan við Aalvik; nema hvað Bjólfurinn á Seyð- isfirði er miklu stærra fjall. En nú er „Bjölvefossen" horfinn, og niður fjallshlíðina liggja margar og stórar pípur, sem nú flytja vatnið, sem áður steyptist þarrra fram af hömrunum til engra nota fyrir íbúa Aalvikur, i túr- bínur geysimikillar rafstöðvar, er framleiðir rafmagn fyrir hin- ar miklu verksmiðjur, er standa í hnapp niðri við sjóinn og eru eign hlutafélagsins „Bjölvefoss- en“, er aðalstöðvar hefir suður í Oslo. Johannes Larsen er fram- kvæmdastjóri þessa mikla fyr- irtækis. Það var „hernaðarleynd- armál“, hvað þar var framleitt, en eltthvað var það i þágu hers- ins eða hergagnaiðnaðarins, og verksmiðjurnar og umhverfi þeirra var hið eina, sem ég mátti ekki ljósmynda. Eru þær þvi úr sögunni. Engar námur eru I Aal- vik, og allt það, sem verksmiðj- urnar vinna úr, er aðflutt, sumt annars staðar að úr Harðang- ursfirði, sumt frá öðrum stöðum i Noregi og eitthvað frá öðrum löndum. Það var því aðeins afl hins mikla „Bjólfsfoss," sem skapað hefir skilyrðin fyrir til- veru þessa litla og snotra bæj- arfélags. í Aalvik er aðeins einn at- vinnurekandi, h.f. „Bjölvefoss- en“. Hjá því vinna allir íbúarnir í Aalvik beint eða óbeint. Við verksmiðjurnar störfuðu um 400 karlmenn. Þeir höfðu frá 70—80 krónur á viku og tveggja vikna frl á ári með fullu kaupi. Verk- smiðjurnar eiga allt landið, sem bærinn stendur á, og þær leggja á sinn kostnað alla vegi um bæ- inn, vatnsveitu og skolpveitu og að sjálfsögðu allar raftaugar, og fyrir afnot þessa greiða íbúarnir

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.