Tíminn - 09.01.1945, Síða 4

Tíminn - 09.01.1945, Síða 4
4 TfMITVTV, þriðjndagiim 9. jan. 1945 2. blat? Biörn Egílsson, Sveinsstöðums Gagnrýni „leíðtogans“ Minni samvinnunnar Kvæði, flutt á aldarafmælishátíð samvinnumanna að Skildi á Snæfellsnesi, 20. ágúst 1944. I. Fö^tudaginn 7. Júlí síðastlið- inn, birtist í Tímanum grein um héraðssýningu á hestum í Skagafirði, eftir Runólf Sveins- son, skólastjóra á Hvanneyri. í þessarl grein kemur fram all- hörð gagnrýni í garð SkagfirÖ- inga, í sambandi við héraðssýn- inguna. Mér er ekki kunnugt um, að nokkur SkagfirðinguK hafi andmælt, og þessvegna er það, að ég geri nú nokkrar athuga- semdir þó seint sé. Skólastjórinn hefir upp mál sitt á þessa leið: „Eitt af svonefndum „hrossa- héruðum" landsins er Skaga- fjörður. Þar munu nú nær 8000 hross. Flestir bændur þar eiga tvo og allt upp í 10 tugi hrossa. Margir Skagfirðingar telja sig vera mikla og góða hestamenn og telja skagfirzka hesta standa öðrum hestum framar hér á lancii. Hefir oft kveðið allrammt að þessum áróðri Skagfirðinga og meðal annars- því til sönnun- ar færa, að fyrir fáum árum var útvarpað frá Skagfirðingamóti í Reykjavík ræðu fyrir minni skagfirzkra hesta!“ Önnur atriði í grein skóla- stjórans, sem ég ætla að gera athugasemd við, eru einkum þessi. Hann segir á þessa leið: Hrossasýningar í Skagafirði voru Skagfirðingum ekki til sóma. Tiltölulega fáir bændur sóttu héraðssýningu og sveitasýning- á'r. Aðeins 140 hross af 3000 sýn- ingarhæfum, voru sýnd á sveita- sýningunum. Á héraðssýning- unni voru sýnd aðeins 27 úrvals- hross úr öllum Skagafirði. Af þessum hóp var raunverulega aðeins einn úrvalsgripur, 3 vetra stóðhestur, ættaður úr Skapta- fellssýslu, sem ekki fékk 1. verð- laun vegna þess hve ungur hann var. Af skagfirzku hrossunum fengu aðeins einn stóðhestur og ein hryssa 1. verðlaun. Hryssan var fremur smá vexti og það, sem verra var ótamin, en hest- . urinn óskilgetinn. Bæði þessi hross hlutu heiðursverðlaun sýningarinnar og mun það eins- dæmi í sögu búfjársýninga, að veita gripum slíka viðurkenn- ingu, sem eru jafn vafasamir að ætt og notagildi, eins og þessi tvö hross. Á eftir héraðssýningunni fóru fram lélegar kappreiðar. Sex hestar voru reyndir, sem ekki virtust miklir fyrir sér. Aðeíns einn knapinn sat sæmilega hest á spretti. í niðurlagi grelnar sinnar ályktar skólastjórinn, að Skag- firðingar þurfi vel að átta sig á því, til hvers þeir eigl öll þau hross, sem nú eru í Skagafirði, og hann spyr, hvaða gagn þeir búizt við að hafa af þeim, og hvað með hagana fyrir annan þarfapening. Þó segir hann að Skagfirðingar séu ekki þeir einu hér á landi, sem láti hrossin dafna sem iilgresi i búfjárrækt- inni. II. Rétt er það. Skagafjörður er hrossahérað og flestir Skagfirð- ingar munu sammála um, að góðir hestar hafi verið til þar og séu enn. En hitt er rangt, að Skagfirðingar hafi haldið uppi áróðri á opinberum vettvangi, þess efnis, að þeir væru miklir og góðir hestamenn og að skag- firzkir hestar stæðu öðrum hest- um framar. Runólfur á Hvann- eyri virðist heldur ekki hafa fast undir fótum, er hann hyggst að sanna mál sitt með því, að benda á ræðu fyrir minni skagfirzkra hesta, sem var útvarpað frá gleðisamkomu Skagfirðinga í 'Reykjavík. Hann tilfærir ekki eitt orð úr þessari ræðu, sem sanni. það, að þar hafi verið gerður samanburður á skag- firzkum hestum og hestamönn- um og hestum og hestamennsku annarra héraða. Ég hygg að annað hafi látið hærra en ánægja Skagfirðinga yfir sínum hestum. Það eru hin- ar furðulegu sögur um horfellir á hrossum í Skagafirði, sem gengið hafa fjöllunum hærra víðsvegar um landið. Það má fullyrða og það vita kunnugir, að þar hafa hross ekki fallið á þessari öld, svo teljandi sé. En fyr á öldum hafa hross og annað þúfé falið, bæði í Skagafirði og í öllum öðrum héruðum og sveit- um þessa lands. Það er því al- gerlega óréttmætt að taka Skag- firðinga fyrir og benda á þá sér- staklega, sem brotlega 1 þessum efnum. Það er að vísu svo, að útigönguhross, bæði í Skaga- firði og annars staðar verða oft mögur á vorin. En hverjar eru þær skepnur á Guðs grænni jörð, sem ekki verða að þola einhverj- ar þjáningar? En ef að íslenzkur útigönguhestur mætti kjósa sér hlutskipti, mundi hann fremur kjósa sína átthaga, með frosti og fjúki um dimma skammdegis- nótt og frjálsræði í fögrum sum- arhögum, en að vera lokaður inni I kolsvörtum kolanámum erlendis. III. Það verður ekki um það deilt, að hrossasýningarnar í Skaga- firði leiddu það í ljós, að áhugi bænda þar á hrossarækt er mjög takmarkaður enn sem komið er. En hvers vegna er það svo? Ég hygg, að ástæður til þess séu einkum tvær. í fyrsta lagi það, að mikill fjöldi skagfirzkra bænda hefir enn ekki haft efni eða ástæður til að girða heima- lönd sín. Meðan svo er og hross- in ganga saman meira eða minna allan ársins hring, er varla mögulegt að einyrkja bændur hafi vald á hrossarækt. í öðru lagi er svo þetta: Kynbætur bú- fjár hafa verið reyndar í Skaga- firði um allmörg ár. Sú reynsla, sem af því hefir fengizfr, mun hafa skapað það álit, að veru- legs árangurs sé varla að vænta, nema á mjög löngum tíma. Dæmi munu til, að bændur, sem hafa haft með höndum kynbæt- ur sauðfjár í 10 til 20 ár, hafa að þeim tima liðnum orðið að viðurkenna neikvæðan árang- ur. Fyrst í stað hefir allt geng- ið vel, en þegar skyldleikinn kom til sögunnar, þá hafa hinir huldu gallar komið fram, «:m ávallt eru til í óræktuðu kyni. Á liðnum öldum hefir íslenzkt búfé blandazt af handahófi og án afskipta kynbótafræðinga. Ekkert hreinræktaf? búfjárkyn er til í landinu, þó að kynbóta- starfsemi hafi átt sér stað um nokkra áratugi. Enda er það svo, að hin hreinræktuðu, gallalausu búfjárkyn, sem til eru í öðrum löndum, hafa verið ræktuð um mjög langan tíma, ekki áratugi 'heldur aldir. Þegar á þetta er litið, virðist það harla lítilvægt, hvort hægt er að ættfæra‘ kynbótahest af íslenzku hrossakyni í tvo, þrjá ættliði, eða ekki. Og vafalaust hefir það sjónarmið ráðið, hafi Gunnar Bjarnason pg dóm- nefnd hans sniðgengið einhverja reglu um úthlutun heiðursverð- launa á hrossasýningunni á Reynistað. Runólfi Sveinssyni þótti það að vonum lélegt, að aðeins einn hestur skyldi fyrirfinnast í öll- um Skagafirði, sem hæfur væri til að hljóta I. verðlaun. Raun- verulegan úrvaíshest sá hann aðeins einn, þriggja vetra fola, ættaðan úr Skaftafellssýslu. Það má þó benda honum á það, að engin trygging er fyrir því, að með þessum háfætta kynbóta- hesti á Hólum í Hjaltadal leynist ekki fleiri eða færri gallar og að út af honum geta komið hinar lélegustu skepnur. Það má einn- ig benda honum á það, að á- stæða er til að ætla, að tala hesta, sem fá I. verðlaun, fari .nokkuð eftir því, hverir menn- irnir eru, sem leiðbeina eiga, hvaða kröfur þeir gera og að hvaða marki þeir stefna. Við skulum taka dæmi og segja, að skagfirzkir hestar séu 53 þuml. á hæð. Svo kemur nýr ráðu- nautur og segir: Ég verðlauna ekki hesta, nema að þeir séu 54 eða 55 þuml. á hæð. Þetta gæti leitt til þess, að skagfirzkir hestar fengju ekki I. verðlaun. íslenzkir hrossaræktarleið- togar mættu gjarnan horfa vel á fleiri atriði í hrossaræktinni en stærð hestanna, svo sem það að reyna að útrýma fælni. Sá galli er mjög tilfinnanlegri síð- an farlð var að nota hestana til þess að draga vélar og verkfæri landbúnaðarins. Ég veit dæmi til þess, að fælinn hestur hefir fengið I. verðlaun. Fyrir fáum árum siðan voru til 4 hestar í minni sveit, sem fengið höfðu I. verðlaun, og var þó Theódór ráðunautur enginn fúskari í sinni fræðigrein. Þess vegna þykir mér það undarlegt, að nú finnst aðeins einn slíkur hestur í öllum Skagafirði. Hestamönnum í Skagafirði fer nú mjög fækkandi. Hinir gömlu og góðu hestamenn hverfa úr sögunni smátt og smátt, en fáir koma í staðinn. Aðalorsök þess er hin mikla breyting á högum og háttum þjóðarinnar, sem orðið hefir á síðustu áratugum. Hestar eru nú sjaldan notaðir í langferðir aðrar en fjallgöngur. Bændur eru flestir önnum hlaðnir ein- yrkjar, sem hvorki hafa tíma né tækifæri til að iðka hesta- mennsku. Svipað má segja um hina uppvaxandi æskumenn. Þeir dvelja langdvölum fjarri heimilum sínum, enda beinist hugur þeirra meira að öðrum viðfangsefnum en hesta- mennsku. Hestarnir eru ekki lengur hin ómissandi sam- göngutæki, sem þeir áður voru. Þessg,r eru helztu ástæður til þess, ef rétt er, að sæmilegir knapar finnast nú varla í Skaga- firði. Þessar eru einnig ástæður þess, ef svo reynist, að skag- firzkir reiðhestar verði fram- vegis færri og lélegri en áður. IV. Mér er það ekki sársaukalaust, að búnaðarleiðtogi skuli láta frá sér fara slík ummæli sem þau, að hrossin séu illgresi búfjárins. Að vísu á hann einkum við stóð- hross, sem ganga í högunum ó- tamin og villt, eins og hann kemst að orði. Stóðhrossin eru ekki aðskilin og ónauðsynleg tegund hrossa. Megin hluti allra reiðhesta og vinnuhesta í land- inu hefir á öllum tímum verið alinn upp sem ótamin og villt stóðhross. Hrossin eru nytja- skepnur svo miklar, að litlar lík- ur eru til þess, að þjóðin hefði borið sigur af hólmi í hinni hörðu lífsbaráttu liðinna alda, ef hún hefði ekki notið aðstoð- ar hestanna. Þó hefðu hrossin mátt verða til meiri nytja, ef landsmenn hefðu verið svo hyggnir að borða hrossakjöt, i. Hún festi rœtur fyrst i brezkri moldu og frjógvast náði þar, og hefir orðið heims um víða foldu til heilla og blessunar. Með blóðgum vopnum brauzt hún ei til valda, en bylting gerði samt, og djörf í sóknum slfellt mun hún halda til sigurs þétt og jafnt Sú hugsjón kom með hlýju líkt og vorið, er hennar mest var þörf. í heila öld ’hún hefir ávöxt borlð og hennar góðu störf. Við örðugleika oft þó vœri að stríða og andbyrsélin hörð, um foldu bárust frœkorn hennar víða og féllu í góða jörð. í ýmsum löndum er hún heft og bundin af oki kúgarans, en fyrr en varir frelsis kemur stundin — hún fjötra slítur hans. Þá ótalmargt úr rústum mun hún reisa og ryðja nýja braut. Hún blóðga veröld bœta mun og leysa frá böli og styrjarþraut. Því sé þeim heill, er hófu fyrst það merki, er hyllum vér í dag. Þeir sýndu orku í orði jafnt sem verki og elfdu brœðralag. Þótt grafir þeirra gleymskan breiðist * yfir — ei gleymast þeírra störf. Um heiminn allan heldur velli og lifir hver hugsjón frjáls og djörf. II. Fyrr á lands vors frcegðartíð frelsis ríkti andi. Sigldu um höfin fleyin fríð fluttu björg að landi. Sjálfstœtt fólk þá saman stóð sundrung burtu hrakti. Þá var ánœgð íslands þjóð eining sanna vakti. Einokun um aldaskeið íslendinga kvaldi. þegar hungurvofan sótti að þeim. Skagafjörður hefir alltaf ver- ið hrossahérað. Sagnir um skag- firzka hesta má rekja allt til Landnámsbókar. Hið víðáttu- mikla og frjósama graslendi hér- aðsins, bæði í byggð og óbyggð, hefir orðið þess valdandi. Þá er og snjóléttara í innsveitum Skagafjarðar en víðast annars staðar á Norðurlandi. Hrossin eru beinlínis tæki til að nýta gæði landsins, sem ann- ars væru ónotuð. Sauðfjárbeitin ein mundi litlu orka í þá átt og megnið af því grasi, sem vex ár- lega, mundi fúna niður engum til gagns. Þörfin fyrir kúabeit hefir nokkuð aukizt sums stað- Hetjuþjóðin hrakning leið hrjáð af Dönsku valdi. Áþján slík á ísagrund ýmsu gjörði spilla. Kotungar með konungslund kúgun þoldu illa. Sultur, kuldi og sóttir fast \ surfu þá að lýðum. íslendinga orka ei brast í þeim raunahríðum Þegar hlekki þjóðin bar þraut ei táp né festa. Einokun þó œtíð var íslands plágan versta. Frjálsa verzlun fékk vor þjóð fegri dagar runnu. Umskiptin þau urðu góð allir vel þeim kunnu. Breyttist margt tíl bóta þá, bœttist hagur manna. Sást þá bezt, hve mikils má máttur samtakanna. Þegar loks var þeytt á glæ þröngu tjóður-bandi. Samvinnunnar frjóu frœ flutu hér að landi. Bárust yfir breiðan sæ, brátt þá leystist vandí. Sœkir fram til sigurs œ Samvinnunnar andi. Samvinnunnar liugsjón hrein hlý og göfug-borin, bœtt hún hefir morgskyns mein markað heillasporin. Styðji oss alla ár og síð armur drottins sterki. Iðjum vora œvitíð undir hennar merki. Nú mun hefjast gullöld glœst göfga íslands-mengi. Samvinnunnar hugsjón hœst hjörtun saman tengi. Fram á heimsins feigðarkvöld jáninn liennar standl. Hreinn hann blakti öld af öld yfir jrjálsu landi. ar hin síðari ár, en þeim hentar ekki það land, sem hrossin yrja mest, mýrlendið. -) Það er líklegt, að í náinni framtíð hefjist hér á landi mjög stórfelkl ræktun. Samt sem áð- ur mun hið ræktaða land verða aðeins örlítið brot af hinu rækt- anlega graslendi, svo fremi að íslendingar búi einir á íslandi. Þess vegna eru óþörf öll áform um það að eyða hrossastofnin- um. Eins og ég hefi áður að vikið, hefir hin hagnýta þýðing reið- hestanna minnkað allmikið hin síðari ár. Að sama skapi hefir þörfin fyrir dráttarhesta vaxið og mun enn vaxa með aukinni ræktun. Frh. á 7.s. BRAGI JÓNSSON ekkert gjald, nema lítils háttar' fyrir rafmagnið. Hver maður, sem við verk- smiðjurnar vínnur eða öðru nauðsynlegu starfi gegnir í bæn- um, á þess kost, að fá íbúð handa sér, þegar hann hyggst að stofna eiglð heimili, og er það hrein fyrirmynd, hverníg því máli er skipað, og það merkilegasta við Aalvik að mínum dómi. í fyrstu, er verksmiðjan tók til starfa, bjuggu verkamenn og starfslið allt yfirleitt í lélegum leigukumböldum, sem hrúgað hafði verið upp í því skyni. Þar var þægindalítið og oft ill sam- búðin, eins og gengur. Félagið tók sig þá til og bauð hverjum þeim, er þess óskaði, að útvega honum eigið hús með svo góð- um kjörum, að nokkurn veginn samsvaraði hæfilegri húsaleigu í góðu húsi. Tók allur fjöldinn þessu tilboðl fegins hendi, og nú hóf verksmiðjan þetta starf. Hver sá, sem þar er búsettur og atvinnu hefir, snýr sér til framkvæmdastjóra verksmiðj- unnar eða fulltrúa hans, sem þau mál annast, og óskar eftir lóð undir hús sitt. Má hann velja staðinn sjálfur, en gæta verður þess, að bygging á honum falli inn í ramma bæjarskipulagsins. — Hvert hús fær lóð, sem er frá 600—1000 ferm. að stærð. Undir húsið og gangstéttir við það fara 80—100 fermetrar. Hitt er ætlað fyrir garð. Leiga eftir lóðina var þá 55 '—60 kr. um árið. Lóðirnar voru j látnar á erfðafestu. Sá, sem ! ætlaði að reisa sér hús á lóð sinni, gat valið um tvær gerðir húsa: Einnar hæðar hús með 84 ferm. grunnfleti og tveggja hæða hús með 49 ferm. grunn- fleti, hvort tveggja húsanna byggt á steinsteyptum kjallara, en húsin sjálf úr timbri. Hús- eigandi var að öllu leyti sjálf- ráður um kjallarann, hvort hann skyldi vera undir öllu húsinu eða aðeins einhverjum hluta þess, því að húsin standa flest í brekku. í byggingarkostnaði hússins var ekki falin „innrétt- ing“ á kjallaranum, heldur að- eins útveggir og burðarveggur, ef með þurfti. Um herbergjaskip- un í íbtíðinni gat húseigandi ráð- ið nokkru, en þó varð þar að fylgja ákveðnum reglum um stærð herbergja, í hverri íbúð varð að vera: Eldhús allstót með dálitlu útskoti eða horni, svo nefndum* „spisekrok", stofa, 3 svefnherbergi (fremur lítil), bað, vatnssalerni og allstórar svalir eða sólbygi (veranda), sem að nokkru var opið. Húsin voru öll með flötu, lltið eitt hallandi þaki. Þau voru ekki járnklædd né múrhúðuð, en máluð með ýmsum litum. Engar sambygg- ingar voru leyfðar. Hver fjöl- skylda fékk sitt hús og sinn garð, svo að ekkert var sameiginlegt fyrir neinar tvær fjölskyldur. í kjallíara komu menn fyrir geymslum, þvottahúsi og oft 1 til 2 herbergjum, sem ýmist voru leigð út til einhleypra eða upp- komin börn í f jölskyldunni höfðu til afnota, meðan þau voru 1 föðurhúsum. Larsen sagði mér, að oft bæru stálpaðir synir í föðurhúsum einir allan kostnað af innréttingu slíkra herbergja handa sér og Xeldu þau þá „með öllum rétti“ sín herbergi. Þar sem raforkan er nægileg tií alls í Aalvik, var rafmagn notað til ljósa, suðu og hitunar í hverju húsi, nema í „stofunni“. Þar er hin alþekkta norska „stó“ (kmaina) og á henni brennt viði. Hús þau, sem byggð höfðu ver- ið, höfðu kostað frá 8—10 þús. kr. (norskar). Af byggingar- kostnaðinum lánaði félagið 90%, en eigendurnir lögðu fram vinnu eða í peningum 10%. Trygging fyrir láninu er 1. veðréttur í húsinu, og á lánið að*greiðast á 25 árum með 7% ársgreiðslu í vexti og afborgun. Er þeim greiðslum haldið eftir vikulega af launum húseigendanna. Þeim, sem vilja greiða meira, er það heimilt. í lóðargjald, vexti, afborgun, rafmagn, brunatryggingargjald og sorphreinsun greiddu húseig- endurnir frá 60—78 krónur á mánuði, eftir því hversu mikið þeir vildu hafa um sig. Hversu ódýrt þetta reyndist, stafaði af því, aðAfélagið skipulagði öll innkaup í einu og komst að hag- kvæmum_ samníngum um að reisa húsin. Það reiknaði sér enga þóknun fyrir að hafa á hendi framkvæmd verksins og yfirstjórn alla. Larsen framkvæmdastjóri gekk með mér um bæinn og bauð mér að velja sjálfur þau hús, er ég vildi koma inn í, til þess að hann færi ekki að velja úr neinar „fyrirmyndarfjölskyldur", sem sérstaklega væru heppilegar til að sýna aðkomumönnum. Ég valdi tvö hús, sitt af hvorri gerð. Við komum auðsjáanlega öllum þar „á óvart,“ en í báðum þess- um húsum var umgengni öll hin prýðilegasta, og mér varð hugs- að heim til íslands, hversu mik- ill væri munurinn á þvi, sem ég sá þarna, og þvi, sem við áttum þá við að búa í húsnæðismálum okkar hér. Norsku húsmæðrunum, sem sýndu okkur af mestu ástúð alla húsaskipun og fyrirkomulag hjá sér, þótti áreiðanlega vænt um að geta sagt: „Svona búum við hér í Aalvik.“ Ég spurði Larsen um verzlun- arhætti manna þar í Aalvik. „Jú, hér er aðeins ein verzlun," sagði hann. „Ein verzlun?” át ég eftir. „Já, við erum allir í einu kaup- félagi, og við látum það útvega okkyr allt, sem við þurfum. Margt eða flest flytur það án pöntunar, eins og hvert annað verzlunarhús, en það sjaldgæfa pantar það fyrir þann, sem vill. Kaupmönnum er ekki bannað að verzla hér, en það þýðir ekki fyrir neinn að byrja að verzla hér, Það mundi enginn af hon- um kaupa.“ Á þessa leið féllu ummæli forstjórans. Við geng- um síðan að skoða þetta eina verzlunarfyrirtæki staðarins. Það var nýlegt stórhýsi. í því voru þrj'ár eða fjórar sölubúðir eða deildir, og var ein „matar- deild,“ þar sem allir íbúar bæj- arins keyptu sér í matinn. í þessu húsi var líka póst- og símastöð og afgreiðsla lang- ferðabílanna, sem gengu um þorpið. Ég spurði Larsen, hvort menn væru ekkert óánægðir með þetta fyrirkomulag, að hafa aðeins eina verzlun. „Ekki ber á því,“ svaraði hann og bætti svo við: „Af hverju ættu menn að vera óánægðir með það? — Selji fé- lagið of dýrt, svo að gróði verði, fá menn það endurgreitt við áramótin, sem þeir hafa ofborg- að vöruna.“ í rafmagnsvagni þar til gerð- um eða eins konar lyft’u var hægt að fara neðan frá verk- smiðjunum og upp á fjallið fyr- ir ofan bæinn, en af því að viðdvöl mín var ákveðin svo skömm, varð ekki af því ferða- lagi. Um kvöldið kl. 6 kvaddi ég Larsen og konu hans. Lítill gufu- bátur lagðist að bryggjunni, og við hjónin stigum um borð í hann. Hann átti að flytja okkur inn i botn Harðangursfjarðar. Mér hefir oft orðið hugsað til þessa smábæjar víð Harðang- ursfjörðinn. Hann var á margan hátt svo einkennilegur. — Þarna lifðu 1200 manns rólegu og frið- sömu lífi. Lífskjör fólksins voru svo örugg sem bezt var á kosið. Þar var innt af höndum mikið star,f, og á öllu var hið bezta skipulag, og íbúunum hafðj með hjálp skynsamra atvinnurek- enda tekizt að leysa tvo megin- þættina að öryggi hverrar fjöl- skyldu, húsnæðismálið og verzl- unarmálið, á þann hátt, að allir undu því hið bezta.Mundi þetta nokkru sinni geta orðið svona á íslandi? Strax í næsta smábæ sá ég, að fyrirkomulagið var allt ann- að. Þar voru stór’og fín hús og svo fátækleg hreysi. Þarna hafði Aalvikur-skipulagið ekki enn rutt sér til rúms. Ég veit ekki, hver hafa orðið örlög Aalvikur. Mér er þó nær að halda, að hún muni hafa verið eyðilögð í loftárás á árinu 1940. Ég er þó ekki viss um það. Má því vera, að allt, sem þarna var búið að gera, hafi brunnið upp á einum degi. En þótt svo hafi farið, mun sú hugsjón. sem bjó að baki skipulagningunni í Aalvik, halda velli og hefja sig upp á ný, og þá á miklu stórkost- legri og máttugri hátt en þar átti sér stað. Aalvik var ein af þessum mörgu og smáu tilrauna- stöðvum, sem nauðsynlegt er að rísi upp, áður en heildin tekur sér fyrir hendur að leysa verk- efnin á víðtækari grundvelli.

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.