Tíminn - 12.01.1945, Blaðsíða 2

Tíminn - 12.01.1945, Blaðsíða 2
2 TfMINN, föstudagiim 12. jan. 1945 3. lilað Föstudagur 12. jjanúar ERLENT YFIRLIT: Barátta kirkjunnar Físksölumálín og níðskriiin um Breta Hér í blaðinu var fyrir nokkru síðan bent á þær leiðir, sem fara átti í fisksölumálinu,' þeg- ar kunnugt varð um, að Bretar myndu ekki vilja endurnýja fisksölusamninginn í núv. mynd sinni. Þessar leiðir voru: Senda tafarlaust samninga- menn til Bretlands og fá sem fyrst endanlegar niðurstöður á samningum við Breta um þessi mál, þar sem allar ráðstafanir hér heima hlutu að fara mjög eftir þessu. f þessum samninga- umleitunum bar að leggja sér- staka áherzlu á sölu hraðfrysta fisksins og saltfisksins og að Bretar leigðu okkur skip til ís- fiskflutninga, ef þeir vildu ekki sækja fiskinn sjálfir. Vinna að stofnun fisksölu- samlaga á þeim stöðum, þar sem þau voru ekki fyrir, og styðja þau til að annast útflutning- inn, m. a. með því að tryggja þeim flutningaskip með sann- gjarnri leigu. Setja lög um leigu flutninga- skipa og hámarksleiku á þeim og fela Fiskifélaginu að skipta þeim milli samlaganna. Reyna jafnframt eftir megni að útvega næg skip til flutning- anna, m. a. með eftirgrennslan hjá Færeyingum og Banda- ríkjamönnum. Gera sérstakar ráðstafanir til að tryggja afkomu útvegsins á þeim stöðum, sem lakast eru settir. Hefði vel og ötullega verið að öllu þessu unnið, má telja lík- legt, að fisksalan hefði tekizt vel í vetur og jafnvel verið hægt að tryggja smáútvegsmönnum og sjómönnum til jafnaðar hærra fiskverð en að undan- förnu. Slíkt væri líka hin fyllsta nauðsyn, því að þessar tvær stéttir hafa orðið einna harð- ast fyrir barðinu á dýrtíðinni, því að kaup þeirra er ekki bund- ið við neina dýrtíðarvísitölu, enda er líka svo komið, að það versnar stöðugt að manna skip- in og er það ekki nema eðlilegt, eins og að hlutasjómönnum er búið. Þá hefði það og verið á- kaflega mikilsvert fyrir fram- tíðina, ef risið hefði upp á sem flestum útvegsstöðum sölusam- lög útvegsmanna, því að þau hafa allsstaðar þar, sem þau hafa starfað, gefið hina beztu raun. Hafa þau sannað vel þá stefnu Framsóknarflokksins, að sjávarútvegsmálin á að leysa sem mest á samvinnugrund- velli. í stað þess að vinna að lausn málanna með þessum hætti, hefir ríkisstjórnin valið sér allt aðra stefnu. Hún hefir dregið von úr viti að senda samninga- nefnd til Bretland og dregur það enn. Þess vegna er allt á huldu um rekstur frystihús- anna, þegar vetrarvertíðin er að hefjast, og um sölu saltfisksins veit enginn. Allt er líka í öng- þveiti með flutninga á ísuðum fiski, þar sem fisksölusamlög voru ekki starfándi fyrir. í stað þess að einbeita kröftunum að stofnun fisksölusamlaga, þar sem þau voru ekki til, lætur at- vinnumálaráðherra Fiskimála- nefnd bjóðast til að taka að sér fiskflutningana á nokkrum slíkum stöðum og tryggja út- gerðarmönnum þar lágmarks- verð. Útvegsmönnum, sem hafa sölusamlög, er hins vegar ekki boðin nein slík trygging, og er því engu líkara en hér sé ver- ið að verðlauna samvinnuleysið og gera tilraun til að viðhalda því. Til að breiða svo yfir þetta fálm sitt og ráðleysi, hefir stjórnin nú auglýst lágmarks- verð á ísfiski og verðjöfnunar- gjald, og þykist þar með hafa 'hækkað verðið fyrir fiskimenn- ina (sbr. Alþbl.). Slík fullyrðing er þó alveg út i bláinn, því að enn er eftir að tryggja nóg skip til flutninganna og óvíst um verð hraðfrysta fisksins. Málin standa því í næstum sömu spor- um eftir þessa ákvörðun. Kórónan á þessu öllu saman eru svo níðskrif þau, sem ann- Níðskrif próventukarlsins um landbúnaðinn. Seinasta Reýkjavíkurbréf Mbl. er að mestu leyti einhver sví- virðilegasti og illgjarnasti þvættingur um landbúnaðarmál, sem nokkru sinni hefir birzt á prenti. Höfundur bréfsins er Valtýr Stefánsson, sem hljópst úr þjónustu bænda, gerðist skó- sveinn heildsalanna og keypti með aðstoð þeirra svo mörg hlutabréf í Mbl., að hann tryggði sér að vera- ekki rekinn þaðan. Minnti þessi aðferð mjög á háttalag próventukarla í gamla daga og hefir Valtýr af þeim og fleiri ástæðum oft verið nefndur próventukarlinn. Af þessum áðurnefndu skrif- um próventukarlsins mætti helzt halda, að miðaldabúskapur ríkti enn algerlega í sveitum lands- ins og bændur hefðu því eytt og sóað þeim styrkjum, er þeim hafa verið veittir, í ekki neitt. Jafnframt mætti halda af þess- um skrifum, að bændur hefðu valið sér til forustu sérstök ill- menni, sem létu þá haga fram- leiðslu sinni þannig, að þeir gætu haft ánægju af því að neita Reykvíkingum um rjóma, smjör og aðrar mjólkurafurðirí Þetta og annað svipað í þess- um óþverraskrifum próventu- karlsins virðast auðsjáanlega ætlað það markmið að vekja ótrú og andúð bæjarbúa á bænd- um og landbúnaðinum. Framfarir landbúnaðarins og lygar próventukarlsins. Það þarf vissulega mikinn fjandskap við bændur til að skrifa þannig, eins og próventu- karlinn gerir í umræddu bréfi, þegar hægt er að benda á það m. a., að síðan 1927 hafi af- rakstur ræktaðs lands tvöfald- ast, vélavinnan við heyskapinn hafi tífaldast og nautgripa- stofninn hafi aukizt um þriðj- ung eða 12 þús. nautgripi, þótt vinnufæru fólki hafi á þessum tíma fækkað í sveitunum um mörg þúsund manns. Það þarf ósvífni til að halda því fram, að mjólkurlögin hafi verið sett til að hægt væri að neita Reyk- víkingum um mjólk og mjólkur- afurðir þegar vitað er, að mjólk- urframleiðslan hefir tvöfaldast í nágrannahéruðum Reykjavík- ur síðan lögin komu til fram- kvæmda og að þessi aukning er fyrst og fremst lögunum að þakka. Það þarf vissulega lítil- mennsku, illgirni og ósvífni til að ráðast þannig gegn bænda- stéttinni og ætla sér að koll- varpa augljósustu staðreyndum um hinn glæsilega árangur af störfum hennar seinustu tvo áratuginas Slík skrif sverja sig vissulega í ætt illræmdustu próventukarla. Búskaparlag, sem „neitar kerlingunum um mjólk“. í þessu Reykjavíkurbréfi pró- ventukarlsins er enn einu sinni flaggað með þeirri lygasögu, að Sveinbjörn Högnason hafi sagt, að hann hefði sérstaka ánægju af því „að neyta kerlingarhel- vítunum í Reykjavík um mjólk“. Er auðséð á þessu, að próventu- karlinn trúir því, að sé sama lygasagan sögð nógu oft fari fólk að trúa henni. í tilefni af þessari lygasögu, væri gaman að sjá skrif pró- ventukarlsins og kommúnista um Korpúlfstaðabúskapinn, ef séra Sveinbjörn Högnason stjórnaði honum. Ætla að þá væri ekki sagt, að það væri markmiðið með búskapnum „að neita helv. kerlingunum um mjólk“? Þar eru nú 10—20 kýr í stað 300 áður, íbúðarhúsin hafa verið fyllt af fávitum í stað verkafólks, reiðhestum Reykvíkinga er beitt á túnin og meginhluti þess heyskapar, sem aflað er, er notaður sem hesta- fóður! Hér er vissulega unnið samkvæmt stefnunni „ að neita helv. kerlingunum um mjólk“. En eigandi Korpúlfsstaða er nú Reykjavíkurbær og sameigin- legir yfirstjórnendur búskapar- ins Bjarni Benediktsson og Sig- fús Sigurhjartarson! Kannske hafa þeir sér það til afsökunar, að þekkingu þeirra í landbún- aði sé þannig háttað, að þeir álíti hestaeldi enn álitlegra til mjólkurframleiðslu en naut- griparækt! Stefna mjólkurskortsins. Væri út í þá sálma farið að ætla einhverjum þá mann- vonzku, að hann hafi ánægju af að neita mönnum um mjólk, myndi hlutur próventukarlsins og sálufélaga hans verða næsta bágborin, ef dæmt væri eftir verkunum einum saman. Næstum öll afskipti þessara manna af málefnum sveitanna hafa miðað að því, að fólks- flóttinn þaðan ykist og fram- leiðslan drægist saman. Þeir hafa barizt gegn styrkjum til ræktunar, húsabygginga, vega- gerða, mjólkurbúa o. s. frv. Án þeirrar aðstoðar, ,er sveitunum hefir þannig verið veitt og pró- ventukarlinn hefir barizt á móti myndi þeim alveg hafa blætt út. Þá hefði verið sjálfgert „að neita helv. kerlingunum um mjólk“. Próventukarlinum skal síður en svo ætluð sú mannvonzka, að hann hafi stefnt að þessu í þeim tilgangi, að „helv. kerl- ingunum yrði neitað um mjólk“. En skammsýni hans og félaga hefir verið svo mikil, að þeim sást yfir þessa óhjákvæmilegu afleiðingu af stefnu sinni í landbúnaðarmálum, sem ekki að helzta stjórnarblaðið, Þjóð- viljinn, flytur nú daglega um brezku stjórnina og brezk stjórnarvöld. Brezka forsætis- ráðherranum, sem blað Norð- manna í London lýsti nýlega sem öruggasta merkisbera frels- isins í heiminum, hefir verið lýst sem hinum mesta kúgara, og frelsisóvini, og valin ýms hin hraklegustu nöfn. Jafnhliða er sagt, að Bretar vilji flest gera til að spilla fyrir nýsköpun ís- lenzks sjávarútvegs og sé upp- sögn fisksölusamningsins „ein aðgerð þeirra“ i þeim efnum. Slík ummæli stjórnarblaðs um erlend stjórnarvöld, sem við er- um að hefja samninga við um stórfellda afurðasölu og þurfum að fá til að smíða fyrir okkur mikið af nýjum skipum, eru svo fullkomið brot á háttvísi og heiðarlegum umgengnisvenjum, að lengra verður ekki komizt. Það er líka vafalítið, að hefði slíkt hent einhvern ritstjóra stjórnarblaðanna í Moskvu, hefðu stjórnarvöldin þar, sem vilja hafa vingott við Breta, verið fljót að svipta þá menn höfðinu. í lýðræðislöndum er ekki refsað fyrir þessi brot á slíkan hátt, en það er eigi að síður hart á þeim tekið, enda hafa þau oft orðið til að spilla sambúð vinveittra þjóða. Það er eitt gleggsta dæmi um algera hæfnisvöntun núverandi ! utanríkismálaforustu landsins, ,að- hún virðist síður en svo hafa neitt við þessi skrif Þjóðviljans að athuga, en hins vegar rýkur hún upp með andfælum og bægslagangi, ef á það er minnst, að dregið hafi verið að ræða um þessi mál við Breta á kurteis legan og vinsamlegan hátt. Þá er talað um siðleysi og jafn- velúandráð. Slík utanríkismála forusta fellir best dóminn um algera vanhæfni með sínum eigin verkum. Annars er allur gangur fisk sölumálsins að þessu sinni kröftugleg áminning til útvegs manna og fiskimanna um það, að þeir eigi sem mest að taka þessi mál í eigin hendur.- Það á að vera fisksölusamlag á hverjum stað og síðan heildar samtök, er tryggi það, að flutn- ingaskipin notist sem bezt og annar milliliðakostnaður verði sem minnstur. Fyrirkomulag bænda á kjötsölunni gæti þar verið á margan hátt til fyrir myndar. Að þessu eiga útvegs menn og fiskimenn nú að vinna og láta sér lærast af reynsl unni. Hefðu þeir verið búnir að koma góðum fótum undir slík samtök nú, myndi ekki vera ríkjandi slíkt öngþveiti og skipulagsleysi í þessum málum og raun ber vitni. væri ofmælt að kalla stefnu mj ólkurskortsins. Áminning til. bænda. Annars eru þessi níðskrif próventukarlsins um bændurn- ar og landbúnaðinn, ásamt hlið- stæðum skrifum í kommúnista- blöðunum, engin tilviljun. Það er ekki heldur nein tilviijun, að framlagið' til áburðarverk- smiðjunnar var það fyrsta, sem fellt var niður, þegar núverandi ríkisstjórn var búin að hækka svo launaútgjöld ríkisins, að eitthvað þurfti að spara. Það er ekki heldur nein tilviljun, að þeir þingmenn Sjálfstæðis- flokksins, sem mest láta sig varða mál landbúnaðarins, hafa neitað að styðja núverandi ríkisstjórn. Hér er vissulega ekki um til- viljun að ræða, heldur það, að þau ölf Sjálfstæðisflokksins, sem eru fjandsamlegust land- búnaðinum, eins og próventu- karlinn og félagar hans, hafa gengið í bandalag við kommún- ista til þess að éfla hlut bæj- anna á kostnað sveitanna. Níð- skrif próventukarlsins og Þjóð- viljans um landbúnaöinn eru einn þáttur í þessari sókn. Þess vegna eru níðskrif pró- ventukarlsins alvarleg áminn- ing til allra bænda og annarra landbúnaðarvina landsins: Þok- Kunnur þýzkur blaðamaöur, sem varð landflótta, er nazist- ar komu til valda, ræddi nýlega í blaðagrein um líkur fyrir því, hver myndi verða eftirmaður Hitlers eða réttar sagt taka við , stjórnarforustunni í Þýzka- landi, þegar veldi nazista hryndi. Hann nefndi marga gamla stjórnmálamenn, sem eitt sinn voru áhrifamiklir i Þýzka- j landi, t. d. Brúning, Rauschning,' Wirth og Braun, en taldi þó ekki mikil líkindi til að þeir kæmu til sögunnar aftur. Yngri menn.yrðu tæpast líklegir til að taka stjórnarforustuna fyrst um sinn, þar sem nazistar hefðu séð fyrir því, að engir slíkir menn, sem hefðu aflað sér álits, væru fyrir hendi. Að öllu áthuguðu væri þaö einna líklegasta til- gátan, að einhverjum af önd- vegismönnum kirkjunnar, er alltaf hafa veitt nazismanum andstöðu, yrði falin stjórnar- forustan. Mætti þar sérstaklega tilnefna Faulhaber kardinála' og biskupinn í Múnstervsem eru báðir katólskir, og Preysing biskup í Berlín, sem er lúthers- trúar. Þessa menn, mætti telja einna líklegasta til að fara þannig með æðstu stjórnina, að þjóðin sætti sig við hana, unz meira jafnvægi og nýr stjórn- málagrundvöllur hefði skapast. Þessi skoðun hefir nokkuð frá sér, án þess að lesa það til fulls og sagði: Þetta geri ég aldrei, því aö það myndi koma af stað byltingu. Ekki er getið um erindislok Damaskipos að Damaskinos erkibiskup öðru leyti, en þetta er gott dæmi um hina djarfmannlegu fram- komu hans við Þjóðverja. Svo kom, að Þjóðverjar þoldu ekki afskipti Damaskinos og var hann hafður í stofufangelsi seinustu daga .hernámsins. Það er ekki aðeins í Þýzka- ið ykkur saman til að mæta þessu áhlaupi þeirra afla bæj- anna, sem eru bændum fjand- samleg. Annars verða umbætur undanfarinna ára unnar fyrir gíg. Annars verður ekki hægt að halda áfram framfarabar- áttunni, sem nú væri hægt að láta verða enn stórstígari en áður. Aldrei hefir sveitafólkinu riðið meira á því en nú, að standa saman til að tryggjja réttlátt jafnvægi milli sveita og bæja og láta ekki ganga á hlut sinn. Er Hitler rétthærri en Churchill? Þegar Stefán Jóhann var ut- anríkismálaráðherra, birtust nokkrum sinnum hvassyrtar greinar um Hitler og nazism- ann í Alþýðublaðinu. Mbl. taldi þetta svo varhugavert fyrir hagsmuni landsins, að annað- hvort yrði Stefán að fara úr ut- anríkismálaráðh.emb. eða láta flokksblað sitt hætta að skrifa á þessa leið. Nú birtast daglega langtum illyrtari greinar og sóðalegri um Churchill í öðru helzta stjórnarblaðinu, Þjóðviljanum, - (Framhald á 7. síðu) styrkzt við það, að nýlega hefir erkibiskupinn í Aþenu, Dam- askinos, tekið við ríkisstjóra- störfunum í Grikklandi. Dam- askinos var einn helzti forvíg- ismaður andstöðuhreyfingar- innar gegn nazistum í Grikk- landi, þótt hann ynni jafnan innan kirkjulegra vébanda. Um hann er m. a. sogð sú saga, að hann hafi eitt sinn komið til herstöðva Þjóðverja, er búið var aö ákveða aftöku 18 gisla vegna þess, að einn Þjóðverji hafði verið drepinn. Damaskin- os fór fram á náðun þeirra, en setuliðsstjórnin kvaðst eigi geta veitt hana, því að búið væri að ákveða á hærri stöðum, að 18 gisla skyldi taka af lífi til að hefna fyrir morð Þjóðverjans. Hins vegar kvað hann mögulegt að sleppa þeim, sem tilvaldir höfðu verið, ef Damaskinos vildi benda á aðra 18 í þeirra stað. Damaskinos byrjaði þegar að skrifa nöfnin niður og afhenti síðan. setuliðsstj óranum listann. Hann varð fár við, þegar hann byrjaði að lesa, því að efst á blaði var nafn Damaskinos sjálfs og síðan annara öndveg- ismanna kirkjunnar. Fór svo, að setuliðsstjórinn varpaði blaðinu landi og Grikklandi, sem vegur kirkjunnar hefir vaxið vegna andstöðu hennar gegn nazism- anum. Kirkjunnar menn hafa 'í flestum hinum hernumdu löndum haldið vel og einbeitt- lega á málstað kirkjunnar gegn því andlega ófrelsi og undirok- un, er eigi sízt hefir verið reynt að beita hana, og hafa jafn- framt átalið hina ómannúðlegu . framkomu nazista við Gyðinga og aðra ándstæðinga sína. ' Framkoma norsku biskupanna og *prestanna undir forustu Berggravs biskups hefir vakið aðdáun frjálshuga manna um allan heim. Sama má segja um fórnardauða Kaj Munks og framgöngu margra annarra danskra kirkjumanna. Kirkjan hefir þannig nær hvarvetna tekið mjög öflugan og áhrifa- mikinn þátt í baráttunni gegn þinni andlegu kúgun nazista og mannúðarlausri framkomu þeirra. Það er lika almennt viður- kennt, að kirkjan muni koma miklu sterkari úr stríðinu en hún var og áhrif hennar verði líkleg til að aukast verulega frá því sem verið hefir. Sú hugsjón, (Framhald á 7. síðu) í Degi 5. þ. m. er í greininni „Af sjónarhóli Norðlendings" að því vikið, að þegar undan eru skildar pantanir á búvélum, sjáist ótrúlega lítil merki um framfarahug út á landsbyggðinni. Síðan segir: „Ég álít, að þar séu einkum tvö öfl að verki. Pyrst dýrtiðin ill- víga, sem lamar allan vilja manna til framkvæmdasemi, sérstaklega þar sem sýnt er, að hún er að stöðva allan arðbæran atvinnu- rekstur. Hin ástæðan er efinn um það, að lífvænlegt sé að reka atvinnufyrirtæki úti á landi. Þetta mein á rætur sínar í stjórnarfar- inu. Það er staðreynd, sem ekki verð- ur lengur á móti mælt, að rétt- indi þegnanna og aðstaða til líf- vænlegrar afkomú fer mjög eftir því, hvar þeir eiga heima á land- inu og það enda þótt náttúru- gæði og ytri aðstaða hinna kjörnu staða sé í engu fremri hinum, sem útundan eru. Forréttindi höf- uðstaðarins og nágrennis hans, fram yfir aðra landshluta eru ekki sköpuð af landgæðum Reykjavík- ur fyrst og fremst, heldur af því, að þar er hið stjórnarfarslega vald og í framkvæmdinni hefir það, einkum llin síðari ár, gerzt æ hliðhollara bæjarhagsmunum Reykjavíkur og þess fólks er hana byggir. Aðrir staðir á landinu hafa í atvinnu- og fjárhagslegum efn- um að sama skapi dregizt inn í skuggann. Þessi stefna siglir enn- þá hraðbyri í íslenzkum stjórn- málum og mun gera það, eins og allt er i pottinn búið, þangað til spyrnt verður við fótum af þeim sem bæi og sveitir landsins byggja. Dragist sú andspyrna úr hófi fram veröur það á kostnað viðreisnar- innar úti um land“. Þessi orð eru vissulega í tíma töluð. ■i* '!’ ’!• í framhaldi áðúrnefndrar greinar Dags seglr ennfremur: „En hér er við raman reip að círaga. Fólkið sem úti um land býr á eftir að sjá það ennþá . betur, er fram líða stundir, að það hefir lítt gætt hagsmuna sinna og þeirra héraða er það byggir og ann, með því að senda fulltrúa höfuðstaðavaldsins inn á löggjafarþing þjóðarinnar svo fjöl- menna, að þeir hafa þar algjört meirihlutavald. Dæmin um áhrif þessa valds á atvinnulíf þjóðar- innar eru mörg og nærtæk. í verzlunar- og siglingamálum er hlutur byggðanna mjög fyrir borð borinn, svo sem' oft hefir verið rætt 1 þessu blaði. Nýjasta dæm- ið um ágang þess, er áburðar- verksmiöjumálið. Sérfræðileg rannsókn hefir leitt í ljós, að hin fyrirhugaða verksmiöja yrði ágæt- lega sett við Eyjafjörð, að því er virðist mun betur en sunnanlands með tilliti til rafmagns o. fl. Ætlazt var til að stjórn verk- smiðjunnár væri þannig skipuð, að dreifbýlið mætti treysta henni til hlutlausrar ákvörðunar í mál- inu. Þegar svo var komið, bregð- ur höfuðstaðarvaldið við, vill ekki sleppa þessu fyrirtæki úr hendi sér, notar aðstöðu sína á þingi til að bregða fæti fyrir framgang málsins. Tilgangurinn er auðsær. Hann er sá, að vekja það upp á nýjan leik, með nýju „sérfræði- legu áliti“, sem sanni ágæti Reykjavíkur fram yfir aðra staði. Og þar skal þetta fyrirtæki koma, og hin önnur, sem ráðgerð eru á næstu árum“. Vafalaust er það fyrirætlun .margra stjórnarsinna, að takist ekki að stöðva áburðarverksmiðjumálið, verði verk- smiöjan hvergi annars staðar byggð en í Reykjavík, hvort sem það hentar landbúnaðinum betur eða ver. * * * í sama blaði Dags segir svo um símgjaldahækkunina: „Þessi hækkun á þjónustugjöld- um Landssímans kemur harðast niöur á þeim, sem úti um land búa. Eins og nú er háttað skipu- lagningu verzlunar og valda í landinu, þurfa þeir sem sveitirn- ar og bæina kringum land byggja, að sækja í hendur Reykvíkinga miklu meira en Reykvíkingar þurfa að sínu leyti að leita til staða úti_ um land“. Því miður verður þetta þó vafa- laust ekki eina ráðstöfunin, sem núv. stjórn gerir, til að þrengja kost dreif- býlisins. Sú spá Gísla Sveinssonar mun fullkomlega sannast, ef stjórnin lifir lengi, að hagsmunir þess fá að víkja fyrir bæjamagninu og rauða bröltinu.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.