Tíminn - 12.01.1945, Blaðsíða 5

Tíminn - 12.01.1945, Blaðsíða 5
3. Mað Harald Haake: Léttur búnaður í langferðum - tfr ársriti sænska Skíðafélagsins — M, föstndaginn 13. jan. 1945 Langferðamenn hafa ef til vill hvað mestar áhyggjur af þyngd þess íarangurs, sem þeir hafa meðferðis á ferðalögum sínum. Sú ánægja og hressing, sem ■ menn hafa af ferðalögum, er að miklu leyti háð þyngd farang- ursins, hvort sem menn bera hann eða draga. Jafnvel þeir, sem fyrirhafnarlítið geta borið 20—25 kg. 1 14—15 klst. fjall- ferð, verða að viðurkenna þetta. Ánægjan, sem menn hafa af ferðalögum er því meiri, sem farangurinn er léttari, um leið og þess sé gætt, að menn hafi þó allar nauðsynjar meðferðis. Ef menn vilja reyna að hafa far- angurinn sem minnstan og hafa eigin reynslu að byggja á, eiga þeir að byrja á því að losa sig við þá hluti, sem þeir hafa mátt vera án á fyrri ferðalögum, þótt þægilegt hafi e. t. v. verið að hafa þá meðferðis. Það, sem menn þannig geta losað sig við, mun vera að töluverðu leyti fatnaður, en e. t. v. einnig nokk- uð af þeim hluta matarbirgða, sem mestum þyngslum valda auk verkfæra og ýmislegs ann- ars. Þá má ennfremur létta far- angurinn með því að hafa hinn nauðsynlega farangur sem létt- astan. Menn geta t. d. haft með sér „splitkein“skíði í stað „hic- kory“-skíða, hin léttu, sterku og hentugu rottugildruskíðabönd í stað þungra skíðabanda með járnvinding. í stað skíðaúlpu geta menn klæðzt eða haft með- ferðis eina eða tvær léttar ullar- peysur og prjónapeysur úr an- goraull í stað þungrar, fyrir- ferðarmikillar ullarpeysu. Menn klæðast léttum og þunnum klæðum í hita og logni en þykk- um klæðum eða klæðum, sem vindur ekki kemst i gegn um, í kulda og vindi. Menn .verða einnig að muna eftir að klæð- ast þeim klæðnaði, sem þeir hafa meðferðis í farangri slnum, ef nauðsyn krefur. í langferð einni, er ég fór árið 1939, var farangur sá, er ég hafði meðferðis, aðeins 17 kg. að þyngd og voru þar innifaldar matvælabirgðir, gem ég ætlað- ist til að nægðu mér í tiu daga. Þátttakendur í þeirri ferð voru 3 og bárum við \hver fyrir sig okkar hluta af hinum sameigin- lega farangri eða útbúnaði, svo sem suðutæki, myndavélar og lyfjakassa. Þyngd farangursins skiptlst þannig: Sameiginl. útbúnaður:. (suðu- tæki, myndavélar og lyf) 6,6 kg., i/3 af því 2,2 kg. Viðleguútbúnaður og fatn- aður Kort, áttaviti, skiðaút- bún., skíðaáburður og hreinlætisvörur * Hitabrúsi Matvæli (helm. vatns- þurrkuð matv.) 4,8- 2,0 — 0,5 — 7,5 — Vilhelm Moberg: Saga bamanna: Samtals 17,0 kg. Það kom í ljós í ferð þessari, að % kg. af matvælum á dag reyndust nægileg. Helmingur þeirra matvæla var vatnsþurrk- aður, að öðru leyti voru mat- •vælin þessi: rúslnur, gráfíkjur, sólþurrkaðir bananar, sykur, marsipan, smjör, brauð og reykt svínskjöt. Sameiginlegur útbúnaður: Öxi 0,65 kg. Töng og önnur verkfæri 0,35 — Skófla 0,40 — Snæri 0,50 — Suðutæki (eldsn. benzín) 0,80 — Útbún. viðk. suðutæki 0,15 — Myndavél og tilheyr. 1,75 — Sjóferðapokar (2) 1,10 — Benzín, þurrspritt (not- að við prímus) 0,90 — Samtals 6,60 kg. Viðleguútbúnaður og klæðn- aður, sem hafður er meðfejðis: Peysa úr angoraull og prjónavesti 0,22 kg. Ullartreyja m. löngum ermum 0,18 — Stór hálsklútur úr kamel- ull 0,18 — Vettlingar, háleistar, tvennir sokkar 0,48 — Ullarnærföt 0,65 — Stormtreyja, húfa, buxur 0,43 — Skinnhúfa og lambhús- hetta 0,16 — Svefnpoki (fóðraður) 1,90 — Olíuborinn tjaldbotn fyr- ir tvennt! 0,20 — Hreinkálfssk. 40X120 cm. 0,35 — ur en hann heimsótti ritstjór- ann, húsbónda sinn, til að krefja hann um laun sín. Ritstjórann hefir víst grunað eitthvað, því að hann lét starfsmenn sína fela sig undir skrifpúltunum til þess að vera vitni, ef kæmi til handa- lögmáls. Svo kom Jóhannes og urðu þeir ekki á eítt sáttir. Hann vildi ekki láta af hendi meira efni, nema hann fengi útistand- andi laun sín greidd, og ritstjór- inn þorði ekki að borga, nema hann fengi reyfarasögukapítula þann, sem höfundur hafði með- ferðis. í hvert sinn, sem Jóhann- es barði staf sínum niður í gólfið i hita samræðunnar og brýndi raustina, heyrðist þrusk undir borðunum, og endirinn varð sá, að hann og ritstjórinn skiptu á peningunum og handritinu ná kvæmlega samtímis. Eftir þetta er trúlegt, að samvinnan hjá þessum tveimur mönnum hafi farið að styttast. Samkvæmt samningi sínum við þetta blað var Jóhannes V Jensen skyldugur að hafa morð í hverjum kapitula, og það varð hann auðvitað að standa við. En ekki þótti honum þetta skemmtilegt viðfangsefni, sem varla var von og hripaði hann sögurnar niður á síðustu stundu í kappi við klukkuna. Sögunöfn in áttu að vera sem hroðalegust, t. d. Hin blóðuga bók peninga falsaranna, Höfðingi miljóna- þjófanna eða rauða tígrisdýrið, Hinir níu synir Tatarakonungs- ins og blóðhefnd þeirra, o. s. frv. Þó segja fróðir menn, að fyrstu frumdrögin að sumum frægustu sögupersónum Jó- hannesar V. Jensen megi finna í þessum skrifum. Frh. Samtals 4,75 kg. Útbúriaður þessi reyndist al- veg nægilegur. Kóm það vel í ljós, er gist var næturlangt í sæmilegu snjóhúsi og var þá 16 stiga frost inni í því en 26 stiga frost úti. Að vísu brást benzín suðutækið við prófraun þessa. Varð að hita það með þurr- spritti til þess að hægt værl að nota það. Ég hefi notað það í mörg ár með góðum árangri, einsamall, en það er ívið of lítið til þess, að það komi tveim manneskjum að fullum notum. Að vetrarlagi, einkum ef mjög kalt er og ekkert rennandi vatn nærtækt; svo að menn verða að bræða snjó til þess að geta eldað mat eða þvegið sér, er ó- efað ákjósanlegra að hafa ekki hitabrúsa meðferðis heldur stærra suðutæki en það, sem minnst er á í ofanritaðri skrá. A. m. k. mætti prófa þá leið. Menn skyldu minnast þess að gleyma ekki að klæðast þeim aukaflíkum, sem hafðar eru meðferðis, ef kulda setur að mönnum eða bylur skellur á. Ef menn verða að sofa á snjó eða e. t. v. ís og ekkert lyng eða gras er nærri til undirlags og hitaaukningar, er nauðsynlegt að það klæði, sem menn hafa undir svefnpoka sínum.sé vatns- helt. Olíuborinn strigi er hent- ugur til þeirra nota. Leggur maður vindheldan poka á strig ann og svefnpokann inn I hann. Venjulegur vindheldur poki nægir tveim mönnum. Menn setji hreindýrskálfsskinn inn í svefnpokann og setji þau undir kné, sér, mjaðmir og axlir. Ég notaði tvö lítil randsaumuð skinn, sem námu saman á jöðr- unum og voru að lengd samtals 120 cm., en breiddin var 40 cm Menn skyldu ennfremur minn- ast þess að vera í þykkum sokk' um. Að morgni dags er ágætt að klæðast svefnpokanum, ef svo mætti að orði komast, meðan menn fást við matreiðslu. EJnk um er þetta þægilegt, ef mjög kalt er í veðri. Menn skyldu gæta þess á slíkum ferðalögum að láta sér ekki kólna um of eftir að þeir eru nývaknaðir. Eiginkona FRAMHALD Ja, það var ekki að ástæðulausu, þótt hún spyrði: Hvers vegna kom hann hingað og læddist svona gegnum espilundinn og al- veg upp að henni? Vesalings' kona, sem var alein hér niður frá, gat orðið hrædd, jafnvel þótt stutt værl heim í þorpið. Já, í hvaða erindagerðum kom hann? .... Svona ætlaði hún að kvelja hann. Og hvernig gat hún fengið hann til þess nefna nafnið hennar aftur? Nei, ekki einu sinni — tíu sinnum, hundr- að sinnum.... Margrét sat þarna berfætt á skemlinum, skjóluna skorðaði hún milli hnjánna, og pilsið hafði hún brett dálítið upp. Nú greipaði hún spenana fastar, og hún stokkroðnaði. Höfuðið verð- ur brennheitt, og það er eins og verið sé að hamra það að innan. Höfuðskýlan þrengir allt of mlkið að enninu. — Margrét, segir hann aftur. Og svo fær það allt útrás, — ekki á slitringi, heldur eins og æðandi straumfall: Hún hefir verið yndi augna hans og kvöl sálar hans síðan þennan dag á slættinum í fyrra, þegar hann sá hana skola þvottinn hérna niðri við lækinn. Þá var sálar- friði hans lokið. Og hann hefir ekki öðlazt hann síðan. Síðan hef- ir það kvalið hann að sjá hana, en hann þjáist ennþá meira, ef hann fær ekki að sjá hana. Hann dregst að henni nauðugur viljugur. Hann girnist hana, girnd er það, sem inni fyrir býr. Ef til vill er það rangt gagnvart henni og Páli að segja þetta, en hann afber ekki að þegja lengur yfir því. Hvað sem hún kann að hugsa, þá ætlar hann að varpa af sér farginu, og svo má hún halda það um hann, sem hún vill. Hún fyrirlítur hann kannske og kallar hann ræfil, en þá verður hann að sætta sig við það. Margrét — hver er hún, þessi kona, sem knýr hann til þess að tala svona? Margrét er búin að mjólka, og hún stendur upp með skjóluna í. annarri hendinni og skemilinn í hinni. Það er eins og hún sé höfug af svefni, hún veit varla, hvað fram fer kringum hana Hún er gagntekin, töfruð af þessum orðum, þau smjúga eins og súgandi brim gegnum hverja líkamsæð. Hún stígur nokkur skref áfram, hún hreyfir fæturna, en furðar sig á því, að hún skuli ekki hniga niðuí. Henni finnst það undravert, að hún skuli geta gengið, þegar svona sundlandi tilfinning hefir náð tökum á henni. Hvernig'getur hún staðið á fótunum? En svo setti hún frá sér bæði skjólu og skemil og sneri sér að Hákoni. Nú ætlaði hún að líta beint framan 1 hann og taka hann til bæna og segja honum, hvílíkur dauðans vesalingur hann var, að ætla að tæla gifta konu. Og hann læddist að henni, þegar hún var alveg alein úti í skógi að mjalta! Hann gætti þess að koma, jegar enginn karlmaður var í námunda. Þá þorði hann að tala! Hún hafði haldið, að hann væri góður og velviljaður granni, en svona gat maður látið blekkjast. Því að hann ætlaði sjálfsagt að hræða úr henni vitið? Þetta var illa og lítilmánnlega gert. Hann skyldi burt, langt frá augliti hennar ....! En það var eins og einhver kökkur í hálsi Margrétar og varn- aði henni máls. Af öllu því, sem hún hugsaði, voru aðeins þrjú orð sögð — þrjú hás, fálmandi orð: — Farðu burt héðan! En um leið og varir hennar skildust sundur og þessi orð hrutu af þeim, hallaði hún sér upp að Hákoni. Hann þreif utan um hana, sterklega og ofsalega. Handleggir hans lukust um hana, slógu hring um líkama hennar. Og svo fann hún munn hans þétt við sinn. Varir hennar byrjuðu að loga. Hún hafði brennt sig — hún sleit sig úr faðmi hans og hörf aði eitt langt skref aftur á bak. - Farðu burt héðan! sagði hún hærra. Þetta var ströng sklp un hennar* — hennar, sem ekkl gat látið líkama sjálfrar sin hlýðnast sér. — Margrét! Nafn hennar kom fljúgandi á móti henni. Hún sparn við fót um, stirðnuð, hver taug þanin. Nei, hún þoldi ekki að heyra nafn- ið sitt oftar. — Vægðu mér! Vægðu mér þó að minnsta kosti! kveinaði hún Varir Margrétar skulfu, og -nú skipaði hún ekki lengur, nú bað hún; hún grátbað hann, hún bað hann um vægð, eins og hann hefði heitið henni bráðum bana. Margrét biður, eins og hún sé lífsháska. Ung kona ver sig, hún verst af öllum mætti. Hún greip síðasta úrræðið, sem hún átti. Hún fann allt í einu úr- ræðið: vald sitt yfir manninum, sem hafði snert hana. Sjálf var hún rænd ölium þrótti. Hún átti ekki annars úrkostar held ur en biðja um hjálp, sárbiðja — og engan annan en manninn, sem hún óttaðist. — Vægðu mér! Hvað sem þú gerir, þá frelsaðu mig! Farðu burt héðan! Hún kveinaði eins og manneskja í sárri nauð. Hann fór — hann stiklaði í skyndi yfir lækinn á fáeinum steinum. ' S h e l h u ð Hvernig átti Margrét að geta sofið nóttina eftir þetta? Hún var skelkuð, meira én skelkuð — hún var hrædd. Þetta hefði aldrei átt að gerast. Hvernig gat hún hallað sér að honum Imeð opinn munninn? Það gerðist ekki að hennar vilja. Einhver annar hafði náð valdi yfir likama hennar. Hún réði alls ekki við það, þótt hún hallaði sér að honum — hún var nákvæmlega eins og ungt tré, sem ekki getur gert að því, þótt stormur komi og sveigi stofninn. Já, Hákon steyptist yfir hana í girnd sinni JÚLLl OG DtJFA Eftir JÓN SVEINSSON. Freysteinn Gunnarsson þýddi LsJÍu.j x Og þá vorum við ánœgð. Dúfa átti að fá að lifa alltaf. Auk Dúfu var líka annað, sem dró okkur að spánska kofanum. Það var sauðamaðurinn. Hann var unglingur tæpra sextán ára gamall, og var kallaður Júlli, en hét Júlíus. Hann var af góðum ættum kominn, og okkur þótti óvenjulega vænt um hann. Hann var svo góður við okkur og kátur og skemmtilegur. Stór og sterkur var hann, fríður og sviphreinn, ljós- liærður og bláeygur. Öllum á bænum var vel til hans. Hann var alltaf svo alúðle^ur, iðinn og greiðvikinn, og hjálpaði öllum, sem hann gat. Hann var líka vel hagmæltur. Hann gat kastað fram laglegustu ferskeytlum um hvað sem var. Og alltaf voru þær hnittilegar, skýrar og ljósar, og orðavalið var svo eðlilegt, að ekki þurfti að heyra þær nema einu sinni til þess að læra þær. Alltaf hafði hann stóra vasabók á sér. í hana skrifaði hann fallegustu vísurnar, sem honum komu í hug. Og það gat komið að honum, þegar minnst varði. Ég man til dæmis eftir því einu sinni í spánska kofanum, að hann tók upp bókina allt í einu, skrifaði í hana nokkrar línur, las þær brosandi, tvisvar eða þrisvar, og stakk síðan bókinni aftur í vasann og hélt áfram vinnu sinni eins og ekkert liefði í skorizt. Tilkynning írá nýbyggíngarráðí varðandi umsóknir um innflutning á flutningaskipum. 1 Nýbyggingarráð óskar eftir þvl, að allir þeir, sem hafa í hyggju að eignast flutningaskip, annað hvort með því að kaupa skip eða láta byggja þau, sæki um innflutnings- og gjaldeyrisleyfi til ný- byggingarráðs fyrir febrúarlok þ. á. Umsóknum skulu fylgja upplýsingar svo. sem hér segir: a. Ef um fullsmíðað skip er að ræða: aldur, smálestatala, sklpasmlðastöð, fyrri eigendur, vélartegund, annan út- búnað (sérstaklega skal tllgreina ef um kæliútbúnað er að ræða), verð, greiðsluskilmála 0. s. frv. b. Ef um nýsmíði er að ræða: Etærð, gerð, tegund, hvort samninga hafi verið leitað um % smíði þess, verðtilboð, greiðsluskilmála o. s. frvU Þá óskast tekið fram, hvort umsækjandi æski aðstoðar nýbygg- ingarráðs við útvegun skipanna. Nýbyggingarrád. Síðan matast menn og halda áfram ferðinni og geta menn þá smám saman afklæðzt að nýju einhverju af þeim fötum, sem menn urðu að klæðast yfir nóttina kuldans vegna og kyrr- stöðunnar. Gott værl að geta kynt eld að degi til á slíkum ferðum og gætu menn þurrkað svefnpoka sína og klæði við þann eld. Árið 1939 reyndi ég nýja sleðategund, sem ég sjálfur gerði teikningu að. Er það léttur sleði úr efni, er duralumin nefn- ist. Er hann með stýri og tvenns konar hemlum. Annar þeirra hindrar að sleðinn renni aftur á bak á leið upp brekku, en hinn til að hindra það, að hann renni of hratt niður brekku. Þyngd þessa sleða er nokkrum hg. minni en bakpokans míns, þegar, hann er tómur. Hann rúmar meira en bakpokinn og er nægilega sterkur til þess að menn megi sitja á honum full- hlöðnum. Þessi sleði reyndist mér vel. Gunnar Andrew þýddi. Tílkynníng frá Menntamálaráði Islands 1 1. Menntamálaráð íslands mun þann 15. febrúar næstk. úthluta nokkrum ókeypis förum milli íslands og Amerlku til námsfólks, sem ætlar að fara á fyrra helmingl þessa árs milli landanna. , 2. Umsóknir um vísinda- og fræðimannastyrk þann, sem veittur er á 15. gr. fjárlaga 1945 og umsóknir um „náms- / styrk samkv. ákvörðun Menntamálaráðs", sem veittur er á 14. grein fjárlaga sama árs, verða að vera komnar til Menntamálaráðs fyrir 15. febrúar næstk. — Námsstyrkirn- ir eru eingöngu veittir islenzku fólkl til náms 1 Ameríku og Englandi. •*»

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.