Tíminn - 12.01.1945, Blaðsíða 4

Tíminn - 12.01.1945, Blaðsíða 4
4 1 TÍMEViy, föstndagiim 13. Jan. 1945 3. bluð ® Vörðubvoi * Liggur vegurinn þangað? Snemma á öldum, líklega þeg- ar á landnámstíð, veittu forfeð- ur vorir þvl athygli og sannfærð- ust um af reynslunni, að lífs- nauðsyn væri að hlaða merki á fjallvegum til leiðbeiningum ferðamönnum í hríðum og þoku. — Þessi merki nefndu þeir vörð- ur. — Vörðurnar kannast allir við, sem komizt hafa á slóðir fjallvega og heiða. En víða er og jafnframt þess- um réttu leiðarmerkjum, smá vörðubrot, sem ýmsir fjalla- ferðamenn og stundum smalar (þó ekki kosningasmalar) hafa hróflað upp sér til dægradvalar. — Þessi vörðubrot visa ekki rétta lelð. Þetta eru oft varúðar- merki, stundum á gnýpum eða við gljúfrabarma og má þá ekki stíga feti framar, Við höfum nú fengið stjórn, sem kallast þingræðisstjórn. — Raunar var fráfarandi ríkis- stjórn skipuð af ríkisstjóra að ráðum Alþingis og mátti því einnig heita þingræðisstjórn, enda fór hún frá völdum, þegar er þingið æskti. Þessi nýja stjórn byrjaði göngu sína með hallelúja-hróp- um 1 útvarpinu og taumlausu skrumi um fyrirætlanir sínar. — En strax er þó tekið að gefa í skyn af stjórnarliðum, að nokk- ur bið geti orðið á „nýsköpun- ar“-framkvæmdunum. Og eru nú sumir þelrra teknir að biðja menn að vera rólega, vera góðu börnin, þangað til sá mikli dag- ur kemur. Kunningi minn einn valdi þessum nýsköpunarplönum stjórnarinnar þó betri samlík- ingu. — Hann kvaðst oft hafa verið á hlutaveltum, þar sem það ráð var tekið, er fátt var um flna drætti og mörg núllin, að búa út stóran böggul, þar sem á var skráð: Þeir, sem mig hreppa, hljóta stórt happ! Stöku slnnum hefðl fundizt einhver nýtilegur munur í slíkum böggli, en oftast hefði það verið krakka- hringla, og máske bara skitinn pappírsmiði — t. d. Mogginn eða Þjóðviljinn. Meðan verið er að draga tóm- bólumiða stjórnarliða, og það tekur nokkurn tima, að sjálfra þeirra sögn, langar mig til að skyggnast um á vegum sjálfs „foríngjans", hvað letrað er á vörðubrotin, sem hann heíir hróflað upp á sinni pólitísku pílagrímsför, undanfarin ár. Vildi ég biðja lesendur grein- arkorns þessa, að ráða með mér rúnir vörðubrotanna, hversu llna þeirra er hlykkjótt, skökk og skæld, og hvað af þeim verði ráðið um „tryggð“ foringjans við menn og málefni undanfar- in ár. 1. Við byrjum á því, að vorið 1939 þráði velnefndur herra heitt að stofna samstjórn með Framsókn og Alþýðuflokknum og tókst það vafningalítið. Meðal annars var þá markmið „for- ingjans“ að þurrka út Kommún- istaflokkinn, jafnvel banna hann með lögum, að því er ýms- um skildist. 2. Sumarið 1941 tók nefndur ráðherra að freista þesS að hrifsa undir sig utanríkigmálin úr höndum ráðherra Alþýðu- flokksins. — Samtímis var Morg- unblaðið látið hefja són um það, að Alþýðuflokkurinn væri fylg- islaus í landinu — og að ekki hlýddi að láta slíkan flokk fara með utanríkismálin. Fyrir mótspyrnu Framsóknar- ráðherranna varð þessi ráðagerð ráðherrans að engu. — En þetta er þó talið upphafið að verulegri sundurþykkju í ráðaneytinu og los komst á ráðherra Alþýðu- flokksins, svo að hann varð ó- fúsari á að taka ákvarðanir um ýms þau mál, er sæta kynnu misjöfnum dómum meðal þjóð- arinnar. 3. Nokkuru. síðar vildi maður þessi óður og uppvægur stöðva dýrtíðina; sem reyndar var sameiginlegt áhugamál stjórnar- innar þá, með því að banna allar grunnkaupshækkanir og fast- binda verðlagsvísitöluna. — Þeg- ar hér var komið, hvarf fulltrúi Alþýðuflokksins úr ríkisstjórn- inni, og þar með var hin eigin- lega þjóðstjórnarsamvinna rofin. 4. Þegar Ásgeir Ásgeirsson fleygði stjórnarskrárviðrinis- frumvarpi sínu inn á Alþingi tjáði velnefndur „sómamaður" sig því algerlega mótfallinn, að það óhappamál næði fram að ganga. Hann gaf drengskaparyfirlýs- ingu um, að þessi stjórnarskrár- breyting næði ekki fram að ganga með fylgi Sjálfstæðis- flokksins á Alþingi 1942. 5. Nokkrum vikum seinna greiddi allur Sjálfstæðlsflokkur- in, að hinum „orðheldna“ og „stefnufasta" foringja meðtöld- um, atkvæði með hinni alræmdu st j órnarskrárbf ey tingu. 6. Um sömu mundir var marg- nefndum foringja tyllt á stjórn- artróninn af Kommúnista- og Alþýðuflokksþingmönnum. — Annan þessara stuðningsflokka sinna hafði maður þessi viljað láta banna með lögum. — Ráð- herra hins flokksins hafði hann ólmur viljað bola úr upphaflegri þjóðstjórn. 7. Á næsta 7 mánaða „frægi- legum“ valdaferli foringjans, hækkaði verðlagsvísitalan úr 183 í 272 stig! 8. Þegar Alþingi kom saman á ný, að tvennum kosningum loknum, blygðuðust hinir nýju bandamenn sín svo fyrir þenna „topphaus“ upplausnarinnar, að þeir neituðu honum algerlega um stuðning sem stjórnarfor- manni. — Ríkisstjórnln lét þá mann- inn víkja úr stjórnarsessl og setti grandvaran embættismann í stjórnarforsætið. 9. Upp úr þessu safnaðist svo mikil heift í huga foringjans, að I h'ann reri að þvi öllum árum, að ríkisstjóri yrði ekki kjörinn fyrsti forseti íslands. 10. Að lokum varð hann svo ráðvilltur, í þessu efni, að hann taldi sæmd landsins bezt borgið með því, að hátt upp í helming- ur alþingismanna ýmist skilaði auðum seðli við kosningu æðsta manns þjóðarinnar, eða kysi út í bláinn mann, sem ekki hafði einu sinni gefið kost á sér til for- setadæmis. Aldrei í þingsögunni munu þingmönnum hafa verið jafn mislagðar hendur um að meta sórna sinn og sæmd Al- þingis og þeim þingmönnum, sem skiluðu auðu seðlunum eða kusu út í bláinn við forsetavalið á Þingvöllum 17. júní — þann mikla dag. 11. Þegar Búnaðarþing kom saman til aukafundar í lok sept- ember, grátbað sama persóna þáverandi flokksbræður sína á búnaðarþingi, að gefa eftir hækkun verðlagsvísitölunnar í því skyni jafnframt að koma I veg fyrir frekari kauphækkanir. — Þessara ráðlegginga hefði þó ekki burft, því að hinir íram- sýnu bændur sáu glöggt og framar öðrum hina geigvænlegu hættu, .sem af hækkun vísitöl- unnar stafaði. 12. Varla voru þó bændur komnir heim til sín af búnaðar- þingi, fyrr en margnefndur stjórnmálamaður lagði blessun sína yfir kauphækkanir hæst- launuðu iðnstéttanna. Og nú er sagan hálf. — Hér hefir verið numið staðar við nokkur leiðarmerki „foringj- ans“. Þetta eru $kki beinar vörð- ur, sem vísa rétta leið um fyrir- hugaðan veg, heldur skökk og skæld vörðubrot, þar sem brigð- mælgin, stefnuleysið, hringlið og leikarahátturinn blasir við allra augum. Liggur vegurinn þangað? spyrjum vér. Vonum og treyst- um því, að þjóðin snúi við áður en fram af gilbarminum er hald- ið. — En fái þetta fólk að ráða ferðinni, verður æ lengra haldið á villunnar braut. Leið þessa „foringja" er ekki „sú leið, sem til lífsins liggur“. Ritað í nóvember 1944. Ferðalangur. Samfærsla bygggð- arínnar og dýrtíðar- málið í sambandi við afgreiðslu dýr- tíðarmálsins í haust tóku sósíal- langdregnar ræður, sem fóru, mjög á víð og dreif. Hér birtist | örlítið sýnishorn af ræðu, sem Einar Olgeirsson flutti 11. októ- . ber í haust: „Ég held að raforkunni verði bezt komið út í sveitirn- ar þar, sem þær verða þétt- býlastar og geta þær helzt orðið það, þar sem mjólkur- framleiðsla er aðalatvinnu- vegurinn, og ef við ætlum að koma raforkunni í sveitirnar, þá þurfum við einmitt að hraða því sem mest að um- mynda búskapinn og koma honum í það horf, að unnt verði að færa byggðina sam- an. Það er ekki heppilegt að eyða stórfé í það að leggja vegi og síma inn á afskekkta bæi, sem hljóta að leggjast í eyði innan skamms. Það er sóun á fé, sem kemur niður á bændum eins og öðrum. Það er heppilegast að geta leitt raforku* út f sveitirnar með tilliti til samfærslu byggðar- innar og það er hyggilegast að þetta tvennt verði tekið fyrir á sama tíma.“ Glöggt er enn, hvað þeir vilja. Vinir Tímans Útvegið sem flestir ykkar einn áskrifanda að Timanum og lát- ið afgreiðsluna vita um það sem fyrst. GLEÐILEGT NÝÁR býð ég öllum lesendum Tímans fjær og nær, heima og erlendis. Ég segi „og erlendis", því að mér er kunnugt um, að Tím- inn á allmarga lesendur erlendis, einkum meðal íslendinga í Vestur- heimi. En því miður er nú af völd- um ófriðarins alloft vík milli vina. ÁRIÐ 1944 hefir þegar hlotið ýmis eftirmæli. Annáll útvarpsins á gaml- ársdag féll að vísu niður i „guðs friði“ (kom þó síðar). En prestarnir hafa mlnnzt gamla ársins í prédik- unarstólnum og blöðin í áramótahug- leiðingum flokksforingja og annarra mætra manna. Þetta var að ýmsu leyti hagstætt ár, bæði á sjó og landi, góður afli á vertiðum og heyfengur hjá bændum. Sauðfé með vænsta móti í haust, víða lagleg tugga í hlöð- um og heystæðum. En þjóðin varð fyrir miklum áföllum á hafinu. Átta UM VÍÐA VERÖLD geisaði styrj- öld með sama ofsa og fyrr. Hún er nú komin á sjötta ár og því orðin meira en ári lengri en heimsstyrjöldin fyrri. Þeir, sem héldu, að henni myndi verða lokið fyrir áramótin, reyndust of bjartsýnir. JÓLIN VORU HVÍT að þessu sinni. í höfuðstaðnum þóttu þau köld, að minnsta kosti á öllum „hærri stöð- um“. Ég á þar við landslagið en ekki yfirvöldin, því að þar sem bærinn er hæstur; er minnst gagn að hitaveit- unni, og hún var mörgum ónotaleg um jólin, því miður. Borgarstjórinn segir í grein, sem hann skrifaði upp úr áramótunum, að heita vatnið sé talsvert minná en búizt var við, og er þá ekki von, að vel fari. Hann skýrir þar frá þvi, að hitaveitan hafi kostað bæinn um þrjátíu milljónir króna, mest lánsfé. Auk þess hafa húseigendur lagt fram allmikið fé, fjTir leiðslur í húsin. Eftlr er svo að byggja tvo vatnsgeyma á öskjuhlíð og ýmislegt fleira. En samkvæmt upp- lýsingum hans hefir hitaveitan nokk- urn tekjuafgang á meðan kolaverðið helzt eins og nú er. ÉG HEFI VERIÐ SPURÐUR, hvort nokkuð væri því til fyrirstöðu, að menn skrúfuðu alveg fyrir hitaveit- una, og tækju upp kolakyndingu eins og áður, þar sem það er hægt og heita vatnið er ónóg. Við þessu er það að segja, að í hitaveitulögunum er húseigendum gert að skyldu að nota heita vatnið. En ef vatnið er of lítið, verðúr sjálfsagt ekkert við því sagt, þó að út af sé brugðið, enda ekki sanngirni í slíku. „BÓKAVINUR" SKRIFAR á þessa leið: „Nýlega var sagt frá því á prenti, að íslendingar hefðu keypt bækur fyrlr átján milljónir króna á árlnu 1943. Ekki veit ég, hvort blöð eru þar meðtalin. En sjálfsagt hefir ekki verið keypt minna á árinu, sem leið. Það var eftirtektarvert, að stærstu blaða- auglýsingarnar núna fyrir jólin voru um bækur. Það er því auðsætt, að bókaútgáfa er sem stendur mjög arð- Vænleg. En ég fyrir mitt leyti tel, að eitthvað sé athugavert, ef hægt er að græða stórfé á bókum hjá svo fámennri þjóð, sem íslendingar eru. Það hlýtur að stafa af því, að verðið á bókunum sé of hátt.-------- ÝMSIR KAUPSÝSLUMENN hafa tekið sér fyrir hendur, að gefa út íslenzk fornrit. Er það vissulega lofs- vert að velja þau til útgáfu fremur en lélegri bókmenntir. Hitt er aftur á móti lakara, að það er eins og Forritaútgáfan hafi dregið sig í hlé á síðustu árum. En hún er hálfopin- bert fyrirtæki og átti að selja bæk- urnar við sannvirði. Því notar hún ekki tækifærið meðan kaupgeta er hjá almenningi til að koma sem mestu af þessum ágætu ritum inn á sem allra flest. heimili í landinu? Við eig- um nú orðið marga góða fræðimenn, til að sjá um slíkar útgáfur. Hvað dvelur „Orminn langa“?----Önnur útgáfufélög, sem stofnuð voru fyrir almenning, eru líka fremur seinvirk um þessar mundir, hvað sem því veldur. — — — EN KAUPSÝSLUMENNIRNIR eru framtakssamir — og bjartsýnir. Nú ætla þeir að fara að gefa út íslenzka alfræðabók (leksikon) í tólf bindum, og gera ráð fyrir að sú útgáfa kosti um fjórar milljónir króna. — — —“ BÓKÁHUGLEIÐINGAR bréfritar- ans eru talsvert lengri en þetta, og e. t. v. verður eitthvað birt af þeim síðar. Það er gott, að þjóðin eyði fé fyrir bækur, eftlr því sem hún hefir ráð á. Það er meðal annars gott til þess að vita, hve áhugi almennings fyrir fornritum hefir aukizt á siðari árum. Útvarpið og hinir ágætu lesarar þess eiga sinn þátt í þvi. En útgáfa úrvalsbókmennta ætti ekki að vera gróðafyrirtæki fremur en skólafræðsla. Um bækur, sem gefnar eru út til dægradvalar eingöngu, kann að gegna öðru máli. Þær mega vera í sama flokkl og „bíó“, danslelkir, tóbak og sælgæti. Ljúkum við svo þessu tali 1 dag. tugir og þrem betur létu þar líf sitt á árinu, sem leið. ísléndingar stofnuðu istar upp þann hátt, aff halda lýsveldi á Þingvelli við öxará. ungur rithöfundur eða Nóbels- verðlaunaskáld. n. Jóhannes V. Jensen hefir skrifað bæði margt og mikið, skáldsögur, ritgerðir, smásögur og kvæði og ekki verið við eina fjölina felldur í efnisvali, því siður einskorðað verk sín við ákveðinn tima eða stað. Sumar sögur hans gerast lengst aftur í tímum forsögunn- ar, löngu áður en nokkur vörðu- brot ritaðíra heimildfa finnast til að átta. sig á, né önnur sæmllega skýr kennimerki, jafn- vel sögur um menn, áður en fræðimennirnir hafa getað fundið minjar eftir mannlegar verur, aðrar fjalla um efni vorra tíma, eða gerast einhvers stað- ar á milli þessara tveggja endi- marka tímans, ef svo mætti að orði komast. Ekki skortir held- ur margbreytni né ólík sjónar- mið á þeim stöðum, þar sem at- burðirnir gerast, því að hann hefir lagt undir sig rífleg lands- svæðl 1 þremur helmsálfum til að finna þeim stað. Oftast hefir hann þó Danmörku í huga eða nágrenni hennar, en stundum líka Ameríku, Indland eða heimshöfin, eða eins og segir i kvæði Tómasar: í huganum fjarlægar hafnlr syngja, það hvíslar með lokkandl róm: Rússland, Asía, England og Kína, Afrika, Spánn og Róm. m. Jóhannes Vilhelm Jensen er fæddur 1 Farsö, litlu sveitaþorpi I Vestur-Himmerlandl á Vest- ur-Jótlandl, 20. Janúar 1873. Faðir hans var dýralæknir, kom- inn af józkum bændum svo langt fram í ættir sem rakið verður, en móðir hans ættuð úr Vendil- sýslu og „kom með nýtt blóð inn í ættina". Hann gekk í barnaskólann í Farsö-þorpi á- sanit öðrum börnum þaðan og börnum bændanna úr nágrenn- inu. Bernskuminningar Jóh. V. Jensen hafa orðið honum ó- venjulega mikils virði. Hann var svo heppinn að eiga einstaklega skemmtilegan afa, sem sagði honum margar sögur. Þessi afi hans var virðulegur öldungur, hvítur fyrir hærum, með bogið nef og gleraugu. Rödd hans var mild og leyndardómsfull og hann var sólginn í æsandi sög- ur af ægilegum og hroðalegum viðburðum, sögur af draugum og öðrum yfirnáttúrlegum efnunu Hann hafði gaman af að segja frá og spinna þráðinn, þangað til hárin risu á höfðinu á hon- um sjálfum, hvað þá heldur á- heyrendunum, og minnti hann þó á drenginn í æviiítýrinu, sem fór út í heiminn til að læra að hræðast. „Ég man fyrst eftir mér“, seg- ir Jóh. V. Jensen, „þar sem ég skreið á tígulsteinsgólfinu undir vefstól afa míns og sveiflaði kljásteinunum. Það þótti mér tilkomumikil athöfn og nægilegt viðfangsefni um tima og eilífð“. Seinna segir hann frá göngu- för milli bæja í sveitinni, sem hann fór eitt sinn með afa sín- um. „Sá eini dagur er eins og eilífðin I endurminningum mlþ- um. Þann dag gleymdist tíminn. Það var sumar, einstakt, án upphafs og enda, ávallt síðan óumbreytanlegt". Þó eru fegurstu og áhrifa- ríkustu endurminningar hans frá uppvaxtarárum tengdar heiðinni eins og hún var þá, nakin víðast hvar, aðeins á stöku stað kræklótt og kyrkingslegt kjarr eða einstaka veðurbarið tré, óræktuð, hrjóstrug og strjál- býl. En strjálbýlinu fylgdi meira frjálsræði en tíðkast, þar sem fjölmennt er, og þrátt fyrir fá- tæklegan gróður bjó heiðin yfir mörgu, sem vakti til umhugs- unar og örvaði ímyndunaraflið. Má til dæmis nefna stóran og merkilegan fornleif&haug, sem Jóh. V. Jensen sá grafinn upp og rannsakaðan, þegar hann var drengur. Fundust þar mikl- ar fornminjar. Og talið er, að sumt í ritum Jóh. V. Jensen eigi rætur sínar að rekja til þessa atburðar, jafnvel mikils- verðir þættir i lífsskoðun hans. Og Jóh. V. Jensen elskar heiðina sína af heilum huga, heiðina, eins og hún var. En Danir eru dugnaðarmenn, eins og stendur í landafræðinni okkar, og nú eru þeir komnir vel á veg með að breyta heið- inni í skóga og akra, tún og engi. Og Jóh. V. Jensen metur framtak og alls konar tækni mikils, enda hefir hann farið eftirtektarverðum orðum um þetta efni: „Ræktunin (þ. e. ræktun heið- anna) er stórvirki, þó að það láti ekki mikið yfir sér og hefir víðtækari áhrif en aðeins fjár- hagslegan hagnað........Og þó að framfarirnar hafi burtu máð bernskuminningar mínar, þá er það mér huggun, að börn fram- tíðarinnar fá að vaxa við nið nýrra barrskóga, sem ég hafði enga hugmynd um“. Jóh. V. Jensen lifði lífinu á uppvaxtarárunum heima í Farsö eins og hver annar heilbrigður sveitadrengur og naut frelsis- ins úti í náttúrunni. í litlu hefti, sem nefnist: Kirkjan í Farsö og gefið var út í Chirago 1903 í auglýsingaskyni með leiksýn- ingu á efni úr Himmerlands- sögunum, lýsiir hann bernsku sinni skemmtilega. Þar er þessi kafli: „Fyrir 19 árum var ég ellefu ára gamall drenghnokki í sveita- þorpi austur á Jótlandi, og næstráðandi í villimannaflokki þorpsins. Elzti bróðir minn var foringinn. Ævi okkar var eng- an veginn mjög frábrugðin ævi Indíánanna, þó að við hefðum enga hugmynd um Cooper eða Defoe. Við áttum í stöðugum erjum, eins og aðrir villimenn, við alla fjarskylda kynflokka, til dæmis drengina frá Svoldrup eða Svingelbjerg, og við áttum alveg eins og Indíánarnir fjand- samleg öfl yfir höfði okkar, sem við óttuðumst og reyndum að þóknast. Indíánarnir hinn mikla anda, en við heimilið og skólann. En þegar við höfðum fært þess- um óseðjandi skurðgoðum fórn- ir okkar, sem voru uppgerðar- siðprýði heima fyrir og í skól- anum námsefni, sem við þótt- umst vera búnir að gera full skil, en lásum einatt upp af skrifuðu blaði, sem við höfðum undir borðinu, tókum við boga okkar og örvar og hurfum út á heiðina umhverfis Farsö, auða og óbyggða. Úti á heiðinni nutum við ó- skerts frelsis, og ekki var þar til ein einasta mergilgróf, svo að við hefðum ekki sigrast á lífshættu þeirri, sem fólgin var í því, að i fleyta sér yfir hana~ á einhverju, sem flotið gat, og- ekki var þar til eitt einasta tré, svo að við hefðum ekki klifr- að upp í efstu greinar þess og svipast um þaðan.“ En einn góðan veðurdag kom óþekktur málari til Farsö. Klæðnaður hans var mjög ævin- týralegur í augum drengjanna og hatturinn himinblár. Jóh. V. Jensen fékk að líta í rissbók hans og sá þar, meðal ann- arra furðuverka, mynd af kirkj- unni í Farsö.. Annað eins lista- verk hafði hann ekki getað ímyndað sér að væri hugsanlegt, og á þeirri sömu stundu hætti hann að vera , villimannafyrir- liði, en gerðist í þess stað dreymandi áhorfandi alls hins undraverða, sem hvarvetna mætti augum hans. Hann fékk sér rissbók eins og málarinn og fór að teikna, og honum tókst meira að segja að ná svo miklum árangri, að það fullnægði að minnsta kosti honum. sjálfum, og fyrsta teiknibókin hans veitti honum meiri gleði en nokkur hlutur hefir megnað síðan. Enn í dag hefir Jóh. V. Jen- sen mikinn áhuga á myndlist og hefir á síðari árum ritað allmik- ið um það efni, en hrifning hans hefir kólnað með árunum og segir hann sjálfur, að ástæð- an sé einkum sú, að hann hafi kynnzt listinni of lítið, en lista- mönnunum of mikið. Ekki var málaralistin ein um áhuga hans á þessum árum, því að um tima hugsaði hann sér að verða prestur, síðan véla- maður eða liðsforingi. Hann dvaldi í foreldraJhúsium fram að 17 ára aldri og stundaði nám hjá sóknarprestinum, en þá fór hann til Viborgar, settist þar 1 4. bekk latínuskólans og hugsaði sér nú að verða læknir. Þar tók hann stúdentspróf 3 árum síð- ar, 1893. Ekki undi hann vel ævi sinni í borginni. Honum þótti þröngt um sig og saknaði frjálsræðis- ins heima í Farsö. En þar tók hann samt að leggja stund á bókmenntir. í fyrstu las hann mest verk þýzkra skálda, eink- um Heines. Síðan tók ha,nn að lesa bækur Jóhannesar Jörgen- sens með miklum áhuga, og ekki aðeins hann heldur og skólabræður hans líka. „Við keyptum bækur hans fyrir vasa- peninga okkar, þó að við yrðum í staðinn að spára við okkur tóbak“, skrifar Jóh. V. Jensen síðar. „Og nú veit ég, hvað það var í bókum hans, sem við vor- um honum þakklátir fyrir. Hann brá nýju ljósi yfir náttúruna. Hann gaf okkur land okkar á ný.“ Að loknu stúdentsprófi fór Jóh. V. Jensen til Kaupmanna- hafnar, innritaðist í lækna- deild háskólans og lauk fyrsta prófi í þeirri grein tveimur ár- um síðar. En þá hætti hann námi og hefir síðan eingöngu gefið sig að ritstörfum. Hann hafði lítið skotsilfur um þessar mundir og tókst nú á hendur að skrifa reyfara í viku- blað eitt og kallaði sig þar Ivar Lykke. Þetta starf stundaði hann í 2 ár, og á þessum tveim- ur árum skrifaði hann heila tylft reyfara. _ Starfið var ílla launað og auk þess miklum vandkvæðum bundið að fá kaupið greitt skilvíslega. Tók hann það ráð einhverju sinni að fá sér gildan lurk að vopni áð-

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.