Tíminn - 12.01.1945, Blaðsíða 7

Tíminn - 12.01.1945, Blaðsíða 7
3. Mað TÍMIM, föstiidaginn 12. jjan. 1945 7 Þökkum hjartanlega auffsýnda samúff og hluttekn- ingu viff fráfall og jarffarför Sigríðar Hallsdóttur frá Hlíff. VANDAMENN. Tökukonur vantar á Kleppsspítalami. Upplýsiugar hjá yfirhjákrunarkoniumi í síma 2319. Sjaínar tannkrem gerír tennurnar mjallhvítar Eyðir tannsteini og himnu- myndun. Hindrar skaðlega sýrumyndun í munninum og varðveitir með því tennurn- ar. Inniheldur alls engin skaðleg efni fyrir tennurnar eða fægiefni, sem rispa tann- ^ glerunginn. Hefir þægilegt og hressandi bragð. JVOTIÐ SJAFTSAR TAMKREM KVÖLDi OG MORGWA. Sápuverksmiðjan Sjöín Akureyri F I Landsspítalann vantar konu til hreingerning'a nokkra tíma að kvöldinu. Sömuleiðis vantar starfs- stiilku. Upplýsing'ar gefur forstöðukonan. Hannes Jónsson á IViipsstað. (Framhald af 6. síðu) aukvisum að nytja þau gæði, sem jörðin veitir. Þjóðbrautin sunnanlands liggur um hlað- varpann á Núpsstað, en þaðan er stundarferð að hinni ólgandi straummóðu Núpsvatnanna. III. Á Núpsstað býr nú Hannes Jónsson, póstur, sem á 65 ára afmæli á morgun. Hann er fæddur þar 13. janúar 1880 og hefir alið þar allan aldur sinn. Á þessum stað hafa forfeður Hannesar í móðurætt búið -að minnsta kosti kringum þrjár aldir. Snemma tók Hannes við búsforráðum og giftist góðri konu, Þórönnu Þórarinsdóttur, sem ættuð er úr Meðallandi. Eiga þau mörg mannvænleg börn. Hannes hefir búið góðu búi frá því að hann varð fulltíða maður og sótt bjargræði sitt í skaut jarðarinnar með því harð- fylgi, sem af ber. En jafnframt bústörfum hefir Hannes fengið að glíma við Núpsvötnin frá því að hann komst á legg og ávallt gengið heill til skógar eftir hverja raun. Það er háttur flestra ferðamanna, sem fara um þessar slóðir, að staldra við á Núpsstað. Hannes póstur þykir sjálfkjörinn verndarvættur flestra þeirra, er yfir Núpsvötn sækja. IV. Hannes á Núpsstað hefir verið póstur í • Skaftafellssýslu nálega þrjátíu ár. Póstleið hans var lengst af frá Prestsbakka á Síðu að Hólum í Hornafirði. Er þá bæði yfir Skeiðarársand og Breiðamerkursand- að sækja og ýmsar fleiri torfærur. Á síðustu árum hefir þessi póstleið þó ver- ið stytt nokkuð, svo að hann sækir nú aðeins að Jökulsá á Breiðamerkursandi. — Þegar Hannes var um þrítugt, byrjaði hanri að aðstoða nágranna sinn við þessar póstferðir og hélt því nokkra hríð, en þó eigi sam- fleytt. En 1917 tók Hannes póst- ferðirnar að sér að fullu og hefir haldið þeim uppi æ síðan, að vísu í félagi við annan mann hin síðari ár. Það er ekki allra að halda uppi reglubundnum ferð- um á þessum slóðum og var þó enn viðsjálla, áður en síminn kom yfir sandana, enda lætur að líkum, að Hannes hefir orðið að mæta ýmsu á þessum ferðum í þrjátíu ár. En með afburða þreki og kostgæfni hefir hann ævinlega komizt leiðar sinnar án nokkurra skakkafalla og lætur enn engan bilbug á sér finna, þótt hann hafi nú náð þeim aldri, er telja hæfilegan til að setjast á friðstól. Eitt sinn, er Hannes var í póst- ferð og stúlka í för með honum, mætir hann óvanalegu vatns- falli með jökulburði austan við miðjan Skeiðarársand Bar það merki þess, að eitt af hinum stórfelldu jökulhlaupum, sem brjótast fram um Skeiðarársand á nokkurra ára fresti, væri í að- sigi. Var þá allt annað en girni- legt að vera staddur á sandinum og eiga yfir stói’vötn að sækja á báðar hliðar. Hannes hélt samt áfram ferðinní, eins og ekkert hefði í skorizt, þræddi hvern ál- inn af öðrum milli stærstu jak- anna og skilaði póstinum og förunaut sinum til bæja í Öræf- um. Frá vestasta bæ í Öræfum þótti sýnilegt, að hið óvænta vatnsfall hefði ekki vaxið ört um daginn. Hannes lét sér það nægja og lagði á sandinn einn saman að kvöldi þess sama dags. Komst hann heim heill á húfi um miðja nótt. Næsta morgun var sú leið gersamlega ófær. Öðru sinni lokaðist leiðin yfir Skeiðarársand á meðan Hannes var í póstferð síðla vetrar. Hann lét það ekki hindra ferð sína, skildi hestana eftir í Öræfum, en gekk yfir Skeiðarárjökul ogheim til sín á 18 klukkustundum. Þá var eitt jökulhlaupið í algleym- ingi og hamfarir náttúruaflanna hinar ferlegustu, sandurinn fyr- ir neðan jökulbrúnina undirorp- inn ólgandi vatnsflaum, þrettán km. háan öskumökk bar við himinn í norðri, en eldbrestir og reiðarslög dundu yfir jöklinum. En Hannes lét sér ekki bregða. Helniing leiðarinnár gekk hann aleinn og komst heim til sín heilu og höldnu. — Slíkt hug- rekki og þrek er afreksmanná einna að fornu og nýju. V. Síðan á söguöld hafa þrjátíu kynslóðir lifað hér og starfað, bíðst og hvílst. Lífskjörin hafa verið breytileg og mótað hverja kynslóð að meira eða minna leyti. En eðli mannanna á sér djúpar rætur og vítt vaxtarsvið. Þrátt fyrir breytileik hinna ytri aðstæðna hefir íslendingaeðlið lesið sig frá manni til manns, á meðan kynslóðirnar háðu bar- áttu sína, og eigi síður hinir fegurstu greinar þess heldur en þær, sem kræklóttari eru. Það dylst ekki þeim, sem þekkja Núpsstaðarheimilið, að hinar „fornu dyggöir“ eru þar fastar í sessi og að Hannes á Núpsstáð er um margt arfþegi hins forna drengskapármanns í Hergilsey og ber .hið sama aðalsmerki. Þegar vegfarendur koma í hlaðið á Núpsstað, kemur til dyranna maður, sem ætla má við fyrstu sýn, að kunni að vera meðal- kotkarl. Hann er fámáll, en fast- ur fyrir. Samt leynir sér eigi lengi, hvað á bak við býr. Þar er hverjum manni tekið tveim höndum. Allir mega gjarna þiggja góðgerðir og greiða, en margir helzt engu launa. — Vinstri höndin veit eigi, hýað sú hægri gerir. Við nánari kynn- ingu verður ljóst, að þar er ger- hugulum manni að mæta, sem veit góð skil á mörgu og er gagn- reyndur í skóla lífsins. Hannes á Núpsstað stækkar i störfum sín- um og af þeim og reynist stærst- ur við að „brjóta mannraunaís" „því sál hans er stælt af því eðli, sém er í ættlandi hörðu, sem dekrar við fátt“. Lífsregla Hann- esar á Núpsstað og fjölskyldu hans er sú, að „bjóða allan greiða og allaiojörg þá, er hann má veita“, „og gera það gott, sem hann má og firra vandræðum." — Og handtök hans verða æ betur að traustataki, er á mann- inn reynir. Páll Þorsteinsson. Konráð Erlendsson . keimarl að Lauguiii. (Framhald af 6. síðu) * ef þekkingarauður hans á þessu sviði færi með honum í gröfina. Þá hefir Konráð mörgu safn- að af þjóðlegum fróðleik, er hann hefir fundið á leið sinni, og bjargað þannig frá fyrnsku ýmsu, er annars hefði týnzt með öllu. Hann hefir og skrásett margt um ættvísi. Ekki má gleyma etð geta þess, sem oftast minnir á Konráð heima í héraði, en það er hin snjalla og meinfyndna hag- mælska hans. ' Flestir menn í Þingeyjarþingi — og raunar fjölmargir víða um land — kunna fleiri eða færri vísur eftir Konráð. Þær eru flestar fyndn- ar og gamansamar athugasemd- ir um daglega og smávægilega atburði, menn og málefni í kringum hann, en þó flestar með öllu lausar við gróm og illkvittni, og veit ég ekki til, að hann hafi nokkru sinni af þeim hlotið kala eða meinsemdir manna. Fáir, er stunda vísnagerð af þessu tagi, munu þannig frá því komast. En marga gleði hefir vísa frá Kon- ráð vakið. Það væri freistandi að hafa hér yfir eina eða tvær af þeim, sem mér koma í hug núna, en til þess er tæpast rúm, og slíkar vísur njóta sín líka ætíð illa nema í eyrum þeirra, er þekkja til aðdraganda, eða að öðrum kosti með löngum skýringum. Konráð er líka mein- illa við að sjá. vísur eftir sig á prenti, og vil ég ekki gera hon- um það til skapraunar, því að enginn skyldi skáldin styggja — skæð er þeirra hefnd. Vísunum hans er aðeins kastað fram til gamans fyrir hann sjálfan og kunningjana, og aðra þá, sem finnst það ómaksins vert að leggja það á sig að læra þær og muna. Þannig er Konráð, ungur og sextugur í senn. Honum má sannarlega óska til hamingju með afmælið, og það munu margir gera, en heitust mun þó óskin um það, að honum endist þor og þróttur til starfs og gleði enn um árabil. A. K. GÆFAN fylgir trúlofunarhrlngunum frá SIGURÞÓR, HAFNARSTR. 4. SendlS nákvæmt mál. Sent mót póstkröíu. Á víðavangl. (Framhald af 2. síðu) en þær. greinar Álþýðublaðsins um Hitler, sem hér er vitnað til. Og nú þegir Mbl. Nú er ekki heimtuð afsögn utanríkismála- ráðherrans, ef hann þaggar ekki niður í þessu stuðningsblaði sínu. s Hvað veldur þessu hjá Mbl.? Er Hitler kannske svona miklu rétthærri en Churchill að dómi þess? Eða gerir minna til að spilla sambúðinni við Bretland en sambúðinni við Þýzkaland? Það er vafalaust, að þannig spyr margur um þessar mundir. Fals kommúnista í samvinnumálum. Þjóðviljinn læzt nú vera orð- inn mjög fylgjandi þéirri stefnu Framsóknarmanna, að útvegs- menn og fiskimenn eigi sem mest að leysa sjávarútvegsmálin á samvinnugrundvelli. Komm- únistar vita, að þessi stefna á nú vaxandi vinsældum að fagna og vilja þvi ólmir tileinka sér hana. Allir, sem nokkuð þekkja til stefnu kommúnista, vita hins- vegar að þetta er fullkomið fals og lýðskrum hjá þeim. Stefna þeirra er þjóðnýting. Ríkið á að eiga öll atvinnufyrirtæki og reka þau. Útvegsmenn eiga ekki að vera til. Samvinnu\rekstur á ekki að vera til. Menn ættu því ekki að láta blekkjast af samvinnufagurgala kommún- ista. Erleiit yfirllt. (Framhald af 2. síðu) sem kirkjan byggist á, hugsjón bræðralags og jafnréttar hefir líka verið leiðarljós þeirra, er af i mestri einlægni og drengskap hafa barizt, og án þess að gera þessa hugsjón áhrifamikla og volduga er vonlaus um hríð í heiminum. Kirkjan hefir mikið hlutverk að rækja í hinum nýja heimi eftir stríðið. Hleypir í kútum, heilflöskum, hálfflösk- um og smáglösum. Sendum um land allt. EFNAGERÐ SEYÐISFJARÐAR. Símskeyti: Efnagerðin. Talsími: Seyðisfjörður 43. Stúlkur óskast til fiskflökunar eftir áramótin. Hátt kaup. Frítt hnsnæði. Hraðfrystístöð .Vcstmannaeyja Simi 3. Auglýsing frá Samnínganefnd utanríkisvid- skipta um lágmarksverð á nýjum fiski o.fl. Samkvæmt fyrirmælum ríkisstjórnarinnar tilkynnlst eftirfar- andi: 1. Frá kl. 1 e. h., miðvikudaginn 10. janúar, 1941, er lágmarks- verð á fiski, sem seldur er nýr í skip til útflutnings, svo sem hér segir: Þorskur, ýsa, upsi, langa, sandkoli: óhausaður ............................ hausaður ............................. Karfi: óhausaður ..........................;. hausaður ...........................: Keila: óhausuð .............................. •hausuð .............................. Skötubörð ...............;................ Stórkjafta og langlúra ................... Flatfiskur annar en sandkoli, stórkjafta og langlúra ............................... Steinbítur (í nothæfu ástandi) óhausaður .............................. Hrogn (í góðu ástandi og ósprungin, í um 14 enskra punda pokum) .................... Háfur . .................................. kr. 0.52 pr. kíló — 0.67 — — — 0.15 — — — 0.20 — — _ 0.30 — — — 0.38 — — _ 0.37 — — — 0.89 —. — — 1.77 — — _ 0.30 — — — 0.89 — — — 0.15 — — 2. Af verði þessu skulu fiskkaupendur greiða seljendum við móttöku fisksins eftirfarandi verð: Þorskur, ýsa, upsi, langa, sandkoli: óhausaður ............................. kr. 0.45 pr. kíló hausaður .............................. — o.58 — — Karfi: óhausaður ............................. — 0.13 — _______ hausaður .............................. — 0.17 — — Keila: óhausuð ............................... — 0.26 _____ ___ hausuð ................................ — o.33 — — Skötubörð ................................ — o.32 _____ ___ Stórkjafta og langlúra ................... — 0.77 — — Flatfiskur annar en sandkoli, stórkjafta og langlújra .............................. — 1.54 _ _______ Steinbítur (í nothæfu ástandi) óhausaður ............................. — o.26 _____ ___ Hrogn (í góðu ástandi og ósprungin, í um 14 enskra punda pokum) .................... — o.77 _____ ___ Háfur .................................... _ 0.13 — — 3. Eftirstöðvarnar greiðir fiskkaupandi til þess lögreglustjóra, sem afgreiðir skipið til útlanda ásamt öðrum löglegum gjöldum. Fyrir fé þessu gerir lögreglustjóri skil til ríkissjóðs á venjulegan hátt. Mismuninu milli fisksverðs og útborgunarverðs verður úthlutað meðál útvegsmanna og fiskimanna til þess að tryggja jafnaðar- verð á hverju svæði. 4. Afgreiðslumaður fiskkaupaskips skal senda Fiskimálanefnd í síðasta lagi sex dögum eftir að fiskkaupaskip hefir verið af- greitt til útlanda sundurliðaða skrá um fiskkaupin og skal þar tilgreina: 1. Nöfn fiskseljanda. 2. Nöfn fiskiskipa, er selt hafa fiskinn. 1. Magn fisks og tegund fisks sundurliðað eftir verði. 4. Heildarverð. 5. Verð á fiski til hraðfrystihúsa verður það sama og verið hefir eða jafn hátt og útborgunarverð á fiski í flutningaskip, eins og að framan segir. Eigendur hraðfrystlhúsa skulu senda Fiskimálanefnd vikulega skýrslu um fiskkaup frystihússins sundurliðaða á sama hátt og fiskkaupendur, sem segir hér að framan. 6. Landssamband ísl. útvegsmanna ákveður hvar fiskkaupaskip 0 skuli taka fisk hverju sinni. 7. Útflutningsleyfi á nýjum og frystum fiski eru bundin því skilyrði, að framangreindum ákvæðum sé fullnægt. Reykjavík, 10. janúar 1945. Samninganeínd utanríkisviðskipta. Raftækjavinnustofan Selfossi framkvæmir aUskonar rafvirk jastörf.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.