Tíminn - 12.01.1945, Page 8

Tíminn - 12.01.1945, Page 8
DÆGSKRÁ er bezta íslenzUa tímaritUS unt þjjóðfélagsntál. 8 REYKJAVÍK Þeir, sem viljja hgnna sér þjjóðfélagsmál, inn- lentl og útlend, þurfa að lesa Dagshrá. 12. JAN. 1945 3. blað Hagsmimir þeirra „stóru“. (Framhald af 1. síðu) sagt útvegsmönnum hefði verið hagkvæmara að fá skipin leigð, enda bendtr aðstaða eigenda flutningaskipanna til þess. Hér hafa því hagsmunir smáútvegs- manna og fiskimanna verið látnir víkja, auk þess, sem *það hefir verið hindrað að aukinn skriður kæmi á stofnun sölu- samlaga. Annaf ókostur þess að hafa ís- fiskflutningana ekki alveg í höndum sölusamlaga með þeirri yfirstjórn Fiskifélagsins, að það skipti skipunum milli hafna eft- ir þörfum, er sá, að minni ver- stöðvarnar geta alveg orðið út- undan. Að vísu hefir Landsam- bandi útvegsmanna verið falið að leiðbeina kaupaskipunum, en hætt er við, að þar séu þeir hagsmunir ráðandi, að skipun- um verði beint til staðanna, þar sem bezt er að kaupa, og hinir staðirnir verði svo útundan. Landssambandið mun og bresta allt vald til þess, að fyrirskipa þessu eða öðru skipi að fara til einhvers staðar, ef eigendur þess telja sér óhagkvæmt að láta það fara þangað. Virðist yfirleitt svo, sem stjórnin hafi lítið eða ekkert hugsað fyrir ýmsum smærri verstöðvunum. Þá virðist það fullkomlega ó- eðlilegt fyrst lagt er verðjöfn- unargjald á ísfisk á annað borð að sleppa stórum hluta hans, en það er allur togarafiskurinn. Hér hefir það farið alveg eins og með flutningaskipin, að hagur smáútgerðarmanna og sjó- manna hefir orðið að víkja fyr- ir hagsmunum þeirra „stóru“. Annars verður að segja það um verðjöfnunargjaldið, að óeðli- legt virðist að leggja það á og innheimta það, án þess að raunverulegum eigendum þess, smáútvegsmönnum og fiski- mönnum sé ljóst, hvernig eigi að nota það. Það verður að teljast sjálfsagt, að tafaílaust verði sett skýr lagaákvæði um ráðstöfun þess. Um heildarsvip þessara ráð- stafana verður að segja það, að þær beri IWip þess, að hagsmunir þeirra „stóru“ séu mestu ráðandi hjá ríkisstjórninni. Þess vegna eru flutningaskipin ekki leigð samlögunum, heldur fá eigend- ur þeirra að kaupa fisk fyrir fast verð, er í mörgum tilfell- um getur fært þeim mikinn gróða. Þess vegna er togarafisk- inum sleppt undan verðjöfnun- argjaldi, er leggst á annan ísfisk. Til viðbótar þessu kemur svo það, að ekki er tryggt neitt öruggt heildarskipulag, ekkert er séð fyrir smærri stöðunum, og ekki heldur neitt tryggt, að nægur flutningakostur fáist. Mörg meginatriðin, sem mest veltur á, eins og t. d. verð hraðfrysta fisksins, enn alveg óþekkt, vegna þess að samningarnir við Breta hafa verið vanræktir. Mbl. hoftar hækkun (Framhald af 1. síðu) Vilhjálmur Þór tók við utan- ríkismálunum haustið 1942, var hækkun olíuverðsins raunveru- lega skollin á. Meðferð málsins hafði verið í fyllsta ólagi hjá Ólafi Thors, sem hafði fylgt þeirri hringavitlausu stefnu, að láta „leppa" olíufélaganna hér vera að skipta sér af málinu. Vilhjálmur Þór tók málið í eig- in hendur og fékk afstýrt hækk- uninni. Þegar aftur átti að hækka olíuna haustið 1943, fékk Vilhjálmur einnig afstýrt því. Það er því vonlaust fyrir Mbl. að þakka Ólafi Thors, að verð- hækkunin, er var skoliin á 1942, var afstýrt. Það var verk Vil- hjálms. Og ætlar Mbl. þá ekki einnig að þakka Ólafi, að Bret- ar fengust til þess að kaupa þunnildin af frystihúsunum og leyfði þeim að nota pappaum- búðir í stað trékassa? Þetta bjargaði rekstri frystihúsanna þá. En hér á Mbl. ekki eins hægt um vik, þvi að fyrir liggur frá hraðfrystihúsaeigendum þakk- aryfirlýsing til Vilhjálms Þórs fyrir að hafa komið þessu í verk. Ú R BÆNUM Samkoma. Næsta skemmtisamkoma Framsókn- arfélaganna í Reykjavík verður n. k. föstudagskvöld 19. þ. m. í Sýninga- skálanum. Hefst hún með Framsókn- arvist kl. 8,30. Framsóknarmenn, sem sækja ætla þessa skemmtun, ættu að tryggja sér sem fyrst aðgöngumiða á afgreiðslu Tímans. Árshátíð Ungmennafélag Reykjavíkur heldur árshátíð sína í Sýningaskála mynd- listamapna í kvöld. Verður þar margt til skemmtunar. Ungmennafélagar ut- an af landi eru velkomnir meðan húsrúm leyfir. Nýr sundhallarforstjóri. Þorgeir Sveinbjarnarson hefir verið settur forstjóri Sundhallarinnar í Reykjavík, og hefir hann þegar tek- ið við starfinu. Þorgeir var áður í- þróttakennari við Laugaskóla, en var nýlega orðinn framkvæmdastjóri Í.S.Í Hann er ættaður frá Efstabæ í Skorradal. Aðsókn að Sundhöllinni. Sundhöll Reykjavíkur sóttu á sl. ári 250.409 manns. Árið 1943 voru bað- gestir 227.064 talsins. Hefir því bað- gestum fjölgað á árinu um 23.345. Nýr prestur í Hallgrímssókn. séra Sigurjón Árnason hefir af kirkjumálaráðuneytinu verið veitt prestsembætti í Hallgrímssókn, það er kosið var um nýlega. Sigurjón hlaut flest atkvæði við kosningarnar en náði ekki lögmætri kosningu vegna þess, hve kjörsókn var lítil. Sr. Sigurbjörn Einarsson kvaddi söfnuð sinn við Guðþjónustu í Dómkirkjúnni, en hann hefir nú tekið við dósentembætti við guðfræði- deild Háskólans. Sr. Sigurbjörn hefir um fjögurra ára skeið verið prestur í Hallgrímssókn og hefir verið vel látinn af sóknarbörnum sínum. Kom hugur safnaðarins til hans vel í ljós, þegar hann var að kveðja, því að þeim hjónum voru færðar margar veg- legar gjafir við það tækifæri. Þátturinn „Um þetta leyti ....“ fellur niður í þessu blaði vegna veikinda þess, er þær greinar ritar. Hjónaband. Nýlega voru gefin saman í hjóna- band, af sr. Bjarna Jónssyni, ungfrú Kristín Guðmundsdóttir frá Lækjar- skógi í Dalasýslu og Jósef Sigurðsson sjómaður til heimilis á Karlagötu 22. .Ritst j ór asklpti (Framhald af 1. síðu) stefnan var þá mjög' að færast í aukana hér á landi og Fram- sóknarflokkurinn var nýlega stofnaður. Ingimar skipaði sér og blaði sínu þegar undir merki samvinnustefnunnar og Fram- sóknarflokksins og undir þeim merkjum hefir hann barizt æ síðan, með festu, skörungsskap og fullum drengskap. Náin vinur og samherji Ingi- mars sagði nýlega um hann, að hann hefði jafnan dugað bezt, þegai mest á reyndí. Þetta er hárétt. Þegar samvinnufélögin hafa orðið fyrir árásum eða Framsóknarflokkurinn verið í hættu staddur hefir Ingimar jafnan tekið upp hina hörðustu vörn. Hann er svo heill maður og trúr hugsjónum sínum og stefnumálum, að baráttan fyrir þeim hefir verið honum hjart- ans mál og einmítt þess vegna hefir starf hans borið svo mik- inn árangur. Af sömu ástæðu er það, að hann hefir aldrei hikað við að fylgja þeim mál- stað, er hann taldi réttan, þó það bakaði honum óvild manna, jafnvel stundum þeirra, er hann mat mjög mikils og tók sárt, að geta ekki átt samleið með. Nú þegar Ingimar Eydal hefir látið af ritstjórn Dags, veit ég, að allir samvinnumenn og Fram- sóknarmenn í þessu héraði og þessum bæ og einnig víðs veg- ar um landið, taka undir með mér, er ég flyt honum alúðar- fyllstu þakkir fyrir starf hans við blaðið, því þeif vita það allir og viðurkenna, að starfið hefir verið mikið og borið góð- an árangur; að Dagur hefir undir ritstjórn Ingimars verið Framsóknarflokknum og sam- vinnustefnunni sverð og skjöld- ur.“ Siðleysísbrigsl stjórnarsinna sanna bezt vondan mélstáð >—NÝJA BxÖ-^—<—, Sjáíd hana syslur mína („His Butler Sister“) Söngvamynd með: DEANNA DURBIN, FRANCHOT TONE, PAT O’BHIEN. Sýnd kl. 5, 7 og 9. TJARNARBlÓ SE3\DIFÖR TIE MOSKVU. (Mission to Moscow) Aðalhlutverk: WHLIAM HUSTON. Sýnd kl. 9. MAÐURINN MEÐ JÁRNGRÍMUNA. (The Man in the Irorr Mask)'. LOUIS HAYWARD, JOAN BENNETT, WARREN WILLIAM. Sýnd kl. 3, 5, 7. Bönnuð yngri en 4 ára. LEIKFÉLAG REYKJAVÍKUR Álfhóll Sjónleikur í 5 þáttum eftir J. L. IIEIBERG. 7. sýniiig á summdag kl. 8. Aðgöngumiðar verða seldir frá kl. 2 á morgun (laugard.). FramsóknarféL Reykjavíkur ogFélag ungra Framsóknar- manna í Reykjavík halda fund í Kauphingssalnuin hriðjudaginn 16. h- ni. kl. 8V2 e. h. Fundarefni: VUDSKIPTA- og VERÐUAGSMAL. Stjjórnir félaganna. -GAMLA BÍÓ« SKAUTA- DAOTTNWGDí. (Lady, Let’s Dance) Dans- og skautamynd. Skautamærin BELITÁ James Ellison. Sýnd kl. 5, 7 og 9. Bezta bókin: Bcrnskubrek og æskujirek, * sjálfsævisaga Winstons Churchills forsætisráð- herra Bretlands, er nú komin í bókaverzlanir. Góð bók er gulli betri. Snœlandsútgáfun. (Framhald af 1. síðu) Er hegnskaparlaust að vera í sÉjórnar- andsÉöðu? Þá kemur að þeirri aðdróttun, að Framsóknarflokkurinn hafi sýnt þegnskaparleysi með því að vera í stjórnarandstöðu, því að það þyki alls staðar sjálfsagt á stríðstímum, að flokkarnir standi saman um stjórn. Þessu er bezt svarað með því, að í Bandaríkjnúm er mjög öflugur stjórnarandstöðuflokkur, auk þess, sem margir flokksmenn forsetans og stjórnar hans, eru oft í stjórnarandstöðu. í Kan- ada, í Ástralíu, Nýja-Sjálandi og Suður-Afríku, eru líka mjög öflug stjórnarandstaða. Stjórn- arandstaða þykir síður en svo merki um rieitt þegnskapar- leysi í þessum löndum, heldur telja margir hana til bóta frá því, að höfð væri þjóðstjórn, því að stjórnarandstaðan láti stjórnina hafa hitann í hald- inu og knýi hana til meiri.ár- vekni og heiðarleika en ella. Það er aðeins hér á íslandi, sem því mun hafa verið haldið fram í blöðum, að það sé þegnskap- arleysi að vera í stjórnarand- stöðu, jafnvel þótt menn hafi ótrú á og sé andstæðir stjórnar- stefnunni. í ljósi framan- greindra staðreynda verða því umræddar ásakanir stjórnar- blaðanna heldur lítilsverðar. TilefnislausÉ sið- leysisbrigsl. Þá er að víkja að því atriði, að Framsóknarmenn hafi sýnt siðleysi og óþjóðhollustu í stjórnarandstöðunni. Það, sem stjórnarblöðin bera einkum úyrir sig í þeim efnum, er gagn- rýnin á seinaganginn í samn- ingunum við Breta og annað sleifarlag á fiskmálunum hér heima. Framsóknarmenn hafa vegna hagsmuna sjávarútvegs- ins talið sér skylt að gagnrýna þetta hvort tveggja og heimta skjótari aðgerðir, en þeir hafa gætt þess að haga málflutningi þannig, að erlendum stjórnar- völdum væri ekki blandað inn í málið eða að eitthvað það kæmi fram, er gæti spillt hags- munum íslands. Það gengur líka eins og rauð- ur þráður gegnum öll þessi sið- leysisskrif stjórnarsinna, að þeir hafa ékki getað bent á eitt ein- asta dæmi þess, er sanni þess- ar fullyrðingar. Þau hafa orðið að láta sér nægja að tuggast á siðleysisummælunum aftur og aftur, án þess að geta fært nokkur rök fyrir máli sínu. Sézt bezt á því, að þessar á- sakanir þeirra gegn stjórnar- andstöðunni eru algerlega til- efnislausar og úr lausu lofti gripnar. Er raunverulega ekki hægt að fá betri sönnun fyrir sekt stjórnarinnar en slíka bar- dagaaðferð stjórnarblaðanna. VerSur aÉhuröurinn frá 1941 láÉinn end- urtakasÉ? En fyrst stjórnarblöðin hafa kosið að ræða þannig um þessi mál, verður ekki komizt hjá því að benda á, að hafi siðleysi sannast á nokkra i þessu efnum, er það éf* stjórnarsinna. Þeir hafa í fyrsta lagi reynt að af- saka sig með þeim hreinu ó- sannindum, að Bretar hafi ekki viljað taka á móti íslenzkri samninganefnd fram að þessu. Það sanna er, að Bretar voru fyrst spurðir um þetta 21. des. og jákvætt svar þeirra kom aft- ur fyrir áramót. Hér er því ekki hlífst við að fara með ó- sannindi um erlenda þjóð í þeim tilgangi að geta afsakað stjórnina og afvopnað stjórnar- andstæðingana. Hvað er sið- leysi í utanríkismálum, ef þetta er það ekki? í öðru lagi eru svo níðskrif annars helzta stjórnar- blaðsins um forustumenn Breta og þær fullyrðingarþess.aðBret- ar vilji okkur flest illt í fisksölu- málunum, því að þeir vilji hindra „nýsköpuninni hér“. Slík skrif um vinveitta þjóð, sem verið er að hefja samn- inga við, myndi í hvaða öðru menningarlandi þykja fyllsta siðleysi. Það eru því stjórnar- sinnar, sem hafa gert sig seka um siðleysi í þessum efnum en aðrir ekki. Það kemur líka engum á ó- vart, þótt stjórnarsinnar geri sig seka um slíkt siðleysi. Haust- ið 1941 var svo komið, vegna sí- felldra svívirðinga kommúnista og Finns Jónssonar um fisk- sölusamninginn og þingsálykt- unartillögu, sem Finnur hafði flutt um uppsögn samningsins, að Bretar tilkynntu ríkisstjórri- inni, að þeir væru ekki aðeins fúsir til að upphefja samning- inn og lofa íslendingum að sjá ’Um sig sjálfa í þessum efnum, heldur vildú þeir fá um þetta skýlaus svör tafarlaust. Þetta hefði m. a. þýtt algera stöðvun hraðfrystihúsanna og stórfelld- an samdrátt á útflutningi ís- fisks. Hraðfrystihúsin og stór hluti útvegsins hefði lagzt í rústir. Til þess að afstýra slík- um óhöppum af siðleysi Finns og kommúnista, varð Alþingi að koma saman í skyndi og lýsa yfir samþykki sínu á samningn- um. Þetta sýnir okkur vel, að nauðsynlegt er að kunna kurt- eisisvenjur í umgengni við aðr- ar þjóðir og haga sér ekki eins og götustrákur. Hvenær geta ekki níðskrif Þjóðviljans um Breta og ósannindin um, að Bretar hafi ekki viljað taka á móti samninganefnd, leitt til svipaðs atburðar og haustið 1941? Þegar Tíminn og Framsókn- armenn eru að vara við því, að slíkir atburðir séu látnir endur- taka sig, hafa stjórnarblöðin ekkert annað að segja: Það er siðleysi að minnast á þetta, sið- leysi, siðleysi, siðleysi! Siðleysisbrigsl efÉir rússneskum og |iyzk- um fyrirmyndum. Þegar þessar harmatölur og hneykslanir stjórnarsinna út af stjórnarandstöðunni eru þann- ig krafðar til mergjar, kemur það best í ljós, að þær hafa ekki við nein réttmætanleg rök að styðjast. Þeir eru því í raun réttri ekkert annað en nauð- vörn forsvarsmanna stjórnar, sem finna að málstaðurinn þolir illa gagnrýni. Þess vegna er gripið til þess ráðs að stimpla það þegnskaparleysi að vera í stjórnarandstöðu og stimpla alla þá gagnrýni, er frá stjórn- arandstæðingum kemur, sið- leysi, en láta ógert að mæta gagnrýninni með* nokkrum rökum. Þessi framkoma stjórnar- sinna í garð stjórnarandstæð- inga er vissulega fullkomið einsdæmi í lýðfrjálsu landi. Hún er ættuð austan úr Rússlandi, þar sem allir stjórnarandstæð- ingar hafa verið stimplaðir sið- lausir Trotskyistar og var síðan tekin upp af Hitler, er lét stimpla alla ^.ndstæðinga sína siðlausa Gyðinga. í lýðfrjálsu landi hefir slík framkoma stjórnarsinna aldrei þekkst. Fyj;ir þjóðina er vissulega full- komin ástæða til að gera sér þess grein, hvað hér er að ger- ast, hvers konar rússneskar og þýzkar einræðisaðferðir íslenzku stjörnarflokkarnir eru hér að taka upp til að reyna að kæfa niður alla gagnrýni og gera alla að þægum undirlægjum stjórn- arvaldanna, hvað svo sem þau aðhafast. En það mega stjórnarflokk- arnir vita, að hversu mjög, sem þeir beita þessum einræðisað- ferðum gegn Framsóknar- flokknum mun hann halda á- fram að gagnrýna allt það,-sem hann telur miður fara hjá stjórninni, og benda á það, sem hann telur rétt til úrbóta. Hann telur það skyldu sína sem sjást líka þegar merki, að gagn- stjórnarandstöðuflokks. Þess rýni hans hefir komið að til- ætluðum notum. Gagnrýni hans í fisksölumálunum hefir nú leitt til að samninganefnd er á för- um til Bretlands og stjórnin hefir nú gert nokkrar ráðstaf- anir í þeim málum innanlands, sem eru til bóta frá því, sem var, þótt sitthvað megi að þeim finna. Nokkur skriður er einnig að koma á heildsalamálið, er vafalaust hefði . verið þaggað niður, ef ekki hefði verið tekið röggsamlega á því í Tímanum. Heilbrigð gagnrýni stjórnar- andstöðunnar, ásamt því al- menningsáliti, sem hún skapar, veitir stjórninni þannig aðhald og rekur á eftir framkvæmd. Þessu hlutverki stjórnarand- stöðunnar mun Framsóknar- flokkurinn því ekki bregðast, hvað sem líður siðferði^brigsl- um stjórnarblaðanna. Aðalfundur „Gróttu" Aðalfundur Skipstjóra og stýri- mannafélagsins Gróttu var haldinn síðastliðinn sunnudag. Nokkrar breyt- ingar voru gerðar á stjórn félagsins, og er hún nú skipuð þessum mönn- um: Auðunn Hermannsson form., Halldór Halldórsson gjaldkeri, Ágúst Snæbjörnsson ritari, Ingvar Pálma- son og Sveibjörn Einarsson með- stjórnendur. Samþykkt var á fund- inum áskorun til Alþingis um að fela Fiskifélaginu störf Fiskimálanefndar. RéÉÉarrannsúkn (Framhald af 1. síðu) son & Melsteð, sem að kunn- ugra dómi eru álitin meðal beztu og trúverðugustu heild- verzlana landsins, sæti réttar- rannsókn, en þeir, sem eru trú- legri til miklu stórfeldari brota, sleppi. Almenningur krefst þess, að einnig verði fram- kvæmd réttarrannsókn á mál- um annara grunaðra heildverzl- ana og þá ekki sízt þeirra, er neitað hafa verðlagsyfirvöldun- um um afhendingu reikninga. Eitt stjórnarblaðið, Þjóðviljinn, hefir nú ásamt Tímanum, tekið undir þessa kröfu um almenna rannsókn, vegna þess að það veit, að hún styðst við réttar- meðvitund og álit almennings. Alþýðufiokkurinn, og þó sér- staklega dómsmálaráðherra hans, eru alvarlega varaðir við því að gerast verkfæri íhaldsins í því að halda hlífiskyldi yfir heildsölunum og hindra al- menna rannsókn á framferði þeirra. Það eru ekki sízt flokks- menn Alþýðuflokksins, sem heimta slíka rannsókn, og að leitazt sé við að láta lögin fiá til allra heildsalanna, en ekki aðeins þeirra tveggja fyrir- tækja, sem kærð hafa verið. Trúlofun sína hafa nýlega opinberað ungfrú Ása Guðmundsdóttir húsmæðrakennari frá Harðbak á Sléttu og Þorgeir Gestsson frá Hæli.

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.