Tíminn - 23.01.1945, Blaðsíða 1
RITSTJÓRI:
ÞÓRARINN ÞÓRARINSSON.
ÚTGEFPANDI:
FRAMSÓKNARFLOKKtTRINN.
PRENTSMIÐJAN EDDA h.f.
Símar 3948 og 3730.
RITST JÓRASKRIFSTOFOR:
EDDUHÚSI, Llndargötu 9 A.
Símar 2353 Og 4373.
AFGREIÐSLA, INNHEIMTA
OG AUGLÝSING ASKRIFSTOFA:
EDDUHÚSI. Lindargötu 9A.
Simi 2323.
29. árg.
Reykjavík, þriðjudaginn 23. jan. 1945
6. blað
Stjórnin iremur sjáli mesta
hneykslið í heildsalamálinu
Verðlagsráð kærir enn fjórar heildverzlanir.
í tilkynningu, sem ríkisstjórnin sendi blöðunum í gær er skýrt
frá því, að hún hafi tilnefnt í samninganefndina, er fyrv. utan-
ríkismálaráðherra hafði undirbúið að send yrði til Svíþjóðar,
þá Stefán Jóh. Stefánsson alþm., Óla Vilhjálmsson framkvæmda-
stjóra og Arent Claessen, annan aðaleigenda heildvezlunarinn-
ar O. Johnson & Kaaber, er varð önnur fyrsta heildverzlunin,
sem verðlagsráð kærði fyrir verðlagsbrot í sambandi við Am-
eríkuviðskiptin.
Þessi útnefning Arent Claessen til opinberrar sendifarar er
hin fullkomnasta yfirlýsing um heildarafstöðu ríkisstjórnarinnar
til heildsalahneykslisins, því að vitanlega eru slíkar útnefningar
ákveðnar á ráðherrafundum. Getur almenningur bezt af þessu
markaö, hve skeleggrar framkomu má vænta af ríkisstjórninni
í heildsalahneykslinu.
Davíð Steiánssoa
fimmtugur
Þjóðskáldið Davíð Stefánsson
átti fimmtugsafmæli síðastliðinn
sunnudag. Var þess minnst há-
tíðlega á Akureyri. M. a. fóru
nemendur Menntaskólans í blys-
för heim til hans og hylltu
hann, ásamt miklum mann-
fjölda. Bæjarstjórn Akureyrar
færði honum skrautritað ávarp
og 20. þús kr. að gjöf. Auk þess
bárust honum margar aðrar
gjafir og fjöldi heillaóskaskeyta.
Hér í blaðinu mun fljótlega
verða birt ýtarleg grein um
skáldskap Davíðs, sem ekki gat
komið í blaðinu á tilætluðum
tíma, vegna þess að höfundur
hennar er búsettur utanbæjar
og póstferð brást.
Nýbyggingarsjóðir
átgerðarmanna
Nýlega er orðið að lögum frv.
frá Eysteini Jónssyni um að
undanþiggja nýbyggingarsjóðs-
tillög útvegsmanna útsvari. Hafa
útgerðarmenn á ýmsum stöðv-
um orðið. að greiða útsvör af
þeim, vegna þess hve ákvæði
um þetta voru óskýr í lögunum,
en vitanlega var það hrein
gagnsleysa, að undanþiggja þau
tekju- og eignaskatti, ef svo
mátti leggja útsvör á þau.
Þrátt fyrir það, þótt hér verði
um sjálfsagða leiðréttingu að
ræða, hefir ekki tekizt að koma
henni fram fyrr en nú, þótt
Eysteinn Jónsson hafi áður flutt
frv. um þetta efni.
Margir útvegsmenn munu
fagna þessari leiðréttingu og þeir
munu geta dæmt af henni, hvaða
flokki er bezt trúandi til að
gæta hagsmunamála þeirra.
Laus embætti við háskólann.
Fimm embætti við Háskóla íslands
eru laus til umsóknar .Eru það þrjú
prófessorsembætti við verkfræðideild-
ina og tvö dócentsembætti við heim-
spekideildina, annað í sögu en hitt í
bókmenntum. Umsóknarfrestur er til
15. febrúar næst komandi.
F
Utsvör á lágum tekjum og miðlungs-
tekjum munu stórhækka
Það er óþarft að taka það
fram, að þessi útnefning ríkis-
stjórnarinnar er raunverulega
mesta hneykslið, sem enn hefir
gerzt i heildsalamálinu, því að
með þessu er ekki aðeins reynt
að votta hinum ákærðu heild-
sölum samúð þess opinbera,
heldur bókstaflega reynt að
veita þeim uppreisn. Má næsta
glöggt á þessu marka, að senni-
lega hefði ekkert orðið úr opin-
berri rannsókn á málum hinna
ákærðu fyrirtækja, ef stjórnar-
andstæðingar hefðu ekki tekið
málið upp af fullum krafti og
þannig skapað stjórninni að-
hald almenningsálitsins. Mun
vissulega ekki af veita að gera
þetta áfram, ef ekki á að breiða
algera blæju þagnar og að-
gerðarleysis yfir þetta stórfellda
hneykslismál.
Verðlagsráði hefir nú tekizt
að afla sannana um verðlags-
brot gegn fjórum heildverzlun-
um til við bótar þeim tveimur,
'er áður hafa verið ákærðar.
Ráðið hefir nú sent kærur á
hendur þessum fyrirtækjum til
sakadómara, en þau eru Sverrir
Bernhöft h. f., Friðrik Bertel-
sen & Co, Kris^ján G. Gíslason
& Co. og Ásbjörn Ólafsson.
Þótt verðlagsráði takist þann-
ig að afla sannana fyrir brot-
um nokkurra fyrirtækja, verð-
ur enn á ný að benda á það,
að vald þess til sannanaaflana
er alltof takmarkað, og það mun
því hvergi nærri geta ákært öll
þau fyrirtæki, sem grunsamleg
eru. Þessvegna verður enn að
endurnýja kröfuna um opinbera
rannsókn á hendur öllum þeim
fyrirtækjum, sem grunsamleg
eru álitin og fá þannig upp-
íýst, hvort um sakir sé að ræða,
Rannsókninni á kærunum frá
verðlagsráði þarf að hraða sem
allra mest og er það aukin hvöt
til að fela þessi mál sérstökum
dómara, því að setudómari og
fulltrúar hans hafa ærin starfa
við önnur mál og óþarfur drátt-
ur getur því hlotizt af að fela
þeim rannsóknina.
Jafnhliða slíkri rannsókn þarf
fullkominn samanburð á því,
hvaða heildverzlanir hafa gert
bezt innkaup til jafnaðar. Þær
heildverzlanir, er gert hafa til
jafnaðar mjög óhagstæð inn-
kaup, ættu að missa innflutn-
ingsleyfin að meira eða minna
leyti og þau að færast yfir til
þeirra, sem betur hafa reynzt.
Jafnframt þarf að breyta inn-
flutningsreglunum þannig, að
neytendur geti ráðið sem mestu
og valið á milli innflytjenda. Sú.
regla, er fylgt hefir verið upp
á síðkastið, að veita innflutn-
ingsleyfi í hlutfalli við innflutn-
ing fyrri ára, hefir raunveru-
lega einokað verzlunina á þann
hátt, að innflutningsfyrirtækin
hafa haldið sínum fyrra hluta
af innflutningi, án tillits til
þess, hvort þau væru vel eða illa
rekin. í skjóli þessa fyrirkomu-
lags hefir skapazt sú spilling,
sem nú er kunn orðin. Eitt
öruggasta ráðið gegn þessari
spillingy, meðan ekki er hægt
(Framhald á 8. síðuj
Hið nýja hús Landssmiðjunnar.
Asgeir Sigurðsson.
Landssmiðjan fímmtán ára
Starfsmeim heimar eru mi á annað lmndrað.
Landssmiðjan átti 15 ára starfsafmæli 17. þ. m. Stjórn Fram-
sóknarmanna, sem fór með völd á þeini tíma, átti frumkvæðið
að stofnun hennar. Þá og oft síðar urðu talsverðar deilur um
hana, því að andstæðingarnir vildu leggja hana niður. Lands-
smiðjan hefir nú sannað, að hún var fullkomið nauðsynjafyrir-
tæki. Hún hefir flutt mikla vinnu inn í landið, er annars hefði
orðið að fá útlendinga til að leysa af höndum, og hreinn gróði af
starfrækslu hennar, er runnið hefir í ríkissjóð, nemur þegar orð-
ið um eina milj. kr. Mega Framsóknarmenn vissulega vera á-
nægðir af þeim árangri, er orðið hefir af þessu starfi þeirra.
í tilefni af afmælinu, hefir
Timinn átt viðtal við Ásgeir Sig-
urðsson, er verið hefir forstjóri
Landssmiðjunnar frá byrjun.
Frásögn hans fer hér á eftir:
— í janúar 1930 ákvað þáver-
andi ríkisstjórn að setja Lands-
smiðjuna á stofn. Forsætisráð-
herra, Tryggvi Þórhallsson, skip-
aðl þrjá menn í stjórn smiðj-
unnar, þá Pálma Loftsson, for-
stjóra Skipaútgerðar rikisins,
formann, Geir G. Zoéga, vega-
málastjóra, og Guðmund Hlíð-
dal, póst- og símamálastjóra.
Forstjóri smiðjunnar var ráðinn
Ásgeir Sigurðsson.
1931 var bætt tveim mönnum
í stjórn, Hermanni Jónassyni,
alþm., og Magnúsi Bl. Jónssyni,
past. emer.
Smiðjan hóf starf sitt 17.
janúar 1930 í húsakynnum
Vegagerðar ríkissjóðs við Skúla-
götu, og voru fyrstu starfsmenn
hennar aðeins 5.
Verkefni þau, sem þegar í upp-
hafi lágu fyrir smiðjunni, voru
mörg, þar af leiðandi fjölgaði
starfsmönnum hennar á fyrsta
ári, svo að í árslok voru þeir
orðnir 30. >
Á næstu tveim árum jukust
verkefni smiðjunnar að mun.
Kom hún þá upp tveim nýjum
j starfsdeildum, skipasmíði (tré)
og málmsteypu. Á þessum fyrstu
’árum skilaði smiðjan þegar
nokkrum hagnaði.
j Á árinu 1933 bárust minni
j verkefni að smiðj unni en árin
áður. Fékkst hún þá við ýmsar
: nýsmíðar, sem ekki höfðu verið
Fískílutnmgarnír frá
mínni verstöðvunum
Sljómiii ver$ur-að
trvíí^ja þá.
Frá mörgum hinna minni ver-
stöðva berast þær fréttir, að
litlar eða engar líkur séu um
útflutning á ísfiski þaðan, því
skip fáist ekki til flutninganna.
Fiskkaupaskip vilja ekki kaupa,
nema á aflamestu höfnunum,
og "Ýirðist augljóst, að Lands-
sambandi útvegsmanna skortir
bæði áhuga og vald til að beina
skipum til minni verstöðvanna,
eins og ríkisstjórnin mun hafa
ætlað þvi.
Hér er um mál að ræða, sem
stefnir útgerðinni á þessum
stöðvum í fullkomið strand, ef
ríkisstjórnin dregur það lengur
að taka það föstum tökum. Vill
Tíminn enn á ný árétta þá
kröfu, að Fiskimálanefnd verði
falið að útvega þessum stöðv-
um skipakost til fiskflutninga
og þannig verði tryggt, að út-
gerðin þurfi ekki að stöðvast.
framkvæmdar hérlendis, en
þær skiluðu smiðjunni ekki
þeim tekjum sem skyldi.
A árunum 1933—1939 óx
Fjármálastefna stjórnarmnar mun
enda með fullkomnu hruní, ef ekki
verður horfið frá henni tafarlaust
Það hlýtur að vonum að vekja talsverða athygli, að enn er ekki
farið að ræða fjárhagsáætlun Reykjavíkurbæjar fyrir árið 1945
í bæjarstjórninni. Almennt munu menn þó ekki hafa gert sér
ljósar orsakir fyrir þessum drætti. Orsakirnar eru þær, að bæj-
arstjórnin er að bíða eftir afgreiðslu fjármálanna á Alþingi.
Mörg tekjuöflunarfrv., sem þar liggja fyrir, t. d. tekjuskattsvið-
aukinn og veltutollurinn, munu stórlega skerða álagningu út-
svara á þau fyrirtæki, er borið hafa mikinn hluta þeirra.
Þá er bæjarstjórnin einnig að bíða eftir afgreiðslu launalag-
anna, því að laun starfsmanna bæjarins eiga að hækka til sam-
ræmis við iaun opinberra starfsmanna. Mun þessi hækkun vafa-
laust auka útgjöld bæjarins, svo miljónum kr. nemur.
Það, sem blasir því við bæjarstjórninni, þegar hún fer að
ganga frá fjárhagsáætluninni, er þetta: Vegna hinna nýju ríkis-
skatta verður að lækka verulega útsvörin á þeim fyrirtækjum, er
borið hafa drýgstan hluta þeirra undanfarið. Vegna hinna nýju
launalaga hljóta svo útgjöld bæjarins einnig að stórhækka.
Afleiðing þess hvorttveggja er svo sú, að bærinn hefir ekki
annað að gera til að forðast tekjuhallarekstur en AÐ’ STÓR-
HÆKKA ÚTSVÖRIN Á LÁGLAUNAGJALDENDUM. Mun þetta
sannast næsta átakanlega, þegar útsvörin verða birt með vorinu.
smiðjan hægt og sígandi, og var
meðaltala starfsmanna hennar
þá nálægt 50. Öll þessi ár var
smiðjan í hinum sömu húsa-
kynnum, sem hún hóf starf sitt
í.
Árið 1936 var skipað rekstrar-
ráð yfir ríkisstofnanir og sér-
1 stök stjórn smiðjunnar lögð nið-
ur. Heyrði smiðjan undir rekstr-
arráð 3. flokks ásamt Vegagerð
ríkissj óðs, Ríkisprentsmiðj unni,
vitamálum fslands og húsa-
meistara rikisins. Tveim árum
síðar var rekstrarráðið lagt nið-
ur. Síðan hefir smiðjan heyrt
beint undir atvinnumálaráðu-
neytið, þangað til á síðasta
hausti, að hún fékk stjórn að
nýju og skipa hana forstjóri
Skipaútgerðar ríkisins, Pálmi
Loftsson (formaður), vegamála-
stjóri, Geir G. Zoega, og vita-
málastjóri, Axel Sveinsson.
Á árinu 1936 lagði forstjóri
smiðjunnar teikningu af fram-
tíðarbyggingu hennar fyrir
skipulagsnefnd atvinnumála og
fór þess á leit við ráðuneytið,
að hafizt væri handa um að-
kallandi húsbyggingu fyrir
smiðjuna, þar sem hana vantaði
mjög tilfinnanlega húsnæði
(Framhald á 8. siðu)
Feluleikiir stjórnar-
iirnar.
Þegar núv. ríkisstjórn kom til
valda, var það eitt loforð henn-
ar, að áiögur á láglaunamönn-
um skyldi ekki hækka. Til þess
að látast efna þetta, hefir hún
verið að leggja á ýmsa skatta,
sem eigi líta beinlínis út sem
álögur á almenning, þótt þeir
séu það í raun og veru. Ein þess-
ara aðferða er að ganga þannig
á tekjustofn bæjar- og sveitar- !
félaga, eins og að framan er
lýst, svo að þau verði síðan að
velta útgjaldabyrðinni yfir á
láglaunafólkið.
Þegar útsvörin verða birt í
vor, mun það sannast enn bet-
ur en orðið er, að afleiðingin af
hinni röngu fjármálastefnu rík-
isstjórnarinnar, er sú, að álög-
ur hafa verið stórþyngdar á
öllum láglaunamönnum.
Önnur aðferð ríkisstjórnar-
innar til að fela hinar auknu á-
lögur á láglaunafólkinu, er
veltugjaldið eða veltutollurinn,
sem stjórnin kallar veltuskatt.
Frá sjónarmiði þeirra, sem lítt
eru kunnir í völundarhúsi fjár-
málanna, getur hann litið út
eins og skattur á verzlunar- og
iðnaðarfyrirtækjum. Þegar
nánar er aðgætt, verður hins
vegar öllum ljóst, að hann er
fyrst og fremst tollur á neyt-
endum. Hann heldur uppi miklu
hærri verzlunarálagningu en
annars þyrfti að vera og leggzt
þannig á neytendur, því að vit-
anlega eru það ekki aðrir en
þeir, sem borga álagninguna.
í raun réttri er hann því ekk-
ert annað en tollur.
Þótt stjórnarsinnum kunni að
heppnast það um stundarsakir
að blekkja ófróðustu láglauna-
menn með þessum hætti, mun
henni vissulega ekki takast það
til lengdar og þó allra sízt eftir
að kunnugt verður um útsvörin.
Hvers vegna er ekkl
stórgróðtnn tekinn?
Þegar láglaunafólki skilst
betta, mun margt manna spyrja
beirrar spurningar, hvers vegna
ekki hafi frekar verið horfíð aö
bví ráði, fyrst álögurnar voru
auknar á annað borð, að leggja
bær fyrst og fremst á stór-
gróðann. Láglaunamennirnir
munu spyrja: Hvers vegna er
lagður á tekjuskattsviðauki, sem
rýrir tekjustofna bæjarfélag-
anna, svo að útsvörin á okkur
verða að hækka? Hvers vegna
er lagt á veltugjald, er heldur
uppi of hárri verzlunarálagn-
ingu, svo að við þurfum að borga
hærra vöruverð en ella? Hvers
vegn§i eru símagjöldin hækkuð,
stimpilgjaldið og lestagjaidið
hækkað og tollurlnn á innlend-
um iðnvörum, þar sem állt
þetta bitnar jafnt á okkur og
stórgróðamönnunum? Hvers
vegna var ekki efnt það loforð
stjórnal-sáttmálans að leggja
hina auknu skatta á „breiðustu
bökin“?
Við öllum þessum spurning-
um láglaunafólksins er ekki
nema eitt svar. áFlokkarnir,
sem þóttust vera fulltrúar þess,
Sósialistaflokkurinn og Al-
þýðuflokkurinn, hafa brugðizt.
Þeir hafa svikist um að
heimta bætt skattaefirlit, svo
að skattsvikin yrðu fyrirbyggð,
en vafalaust valda þau ríkis-
sjóði margra milj. kr. tapi ár-
lega. Þeir hafa brugðizt því, að
auknir skattar væru lagðir á
stighækkandi eftir efnum og
tekjum.
Frá sjónarmiði kommúnista er
þetta ekkt undarlegt. Öll loforð
þeirra um stórgróðaskatt,
eignajöfnun og aðrar umbætur
innan núv. þjóðskipulags, eru
ekkert annað en blekkingar,
sem eiga að afla þeim vinsælda
og/ leyna hinni raunverulegu
stefnu þeirra. Áhugamál þeirra
er að eignamunurinn sé sem
mestur, fjárhagsöngþveitið sem
mest, dýrtíðin sem óviðráð-
anlegust, þvi aö sama skapi er
auðveldar að vekja andúð gegn
bjóðskipulaginu og steypa því.
Þess vegna unnu þeir það glað-
ir til að falla frá hinni yfirlýstu
skattastefnu sinni, þegar þeir
gátu verzlað þannig við Ólaf
Thors,. að Sjálfstæðisflokkur-
inn hætti öllu viðnámi gegn
(Framhald á 8. síðu)
f DAG
birtist á 3. síðu grein um
byggðahverfi í sveitum
eftir Steingrím Steinþórs-
son búnaðarmálastjóra.
Neðanmáls á 3. og 4. síðu
er niðurlag greinar um
Grikki.
Á 4. síðu er grein eftir
Karl í Koti: Úr mínum
bæjardyrum.