Tíminn - 23.01.1945, Page 2

Tíminn - 23.01.1945, Page 2
2 TÍ5ILMV, |>riðjuda»im» 23. jan. 1945 6. blaff r Á víðavangi \ „Björtu hliðar“ dýrtíðar- innar í Grikklandi. Porustugrein Mbl. síðastl. föstudag var helguð þeirri kenn- ingu Sjálfstæðismanna, að dýr- láðin hafi sínar „björtu hliðar“, því að hún stuðli að auknum ^fnajöfnuði. Því skal síður en svo neitað, að dýríiðin færir verkamönnum Dg bændum fleiri seðla í hend- ur en áður, en gallinn er sá, að skki er allt fengið með seðlun- um. í Grikklandi voru allir orðnir „miljónerar“, þegar Bret- ar komu þangað fyrir áramótin. Samkvæmt frásögnum amer- ;skra og enskra blaða, var „ríki- dæmi“ Grikkja svo mikið, að beir voru fúsir til að láta 100 tnilj. drachma fyrir einn dollar, en fyrir stríð mun dollarinn hafa verið skráður um 100 drachma. Þegar svo „seðlaríkidæminu“ úeppti, bjuggu flestir Grikkir við hina sárustu örbirgð, að undanskildum nokkrum, er íafði tekist að sölsa undir sig fasteignir og önnur verðmæti, tr voru fólgin í öðru en seðlum. \llir, sem átt höfðu nokkurt ;parifé fyrir stríðið, voru orðnir ífnalausir, og þeir, sem höfðu ;elt eignir sínar og fengið pen- 'nga í staðinn, voru líka orðnir ífnalausir. Öngþveitið, sem nú íkir í Grikklandi, er ekki sízt if þessum rótum runnið. Sá Grikki mun vandfundinn uú, sem ekki myndi óska þess, rð hafa reynt minna af þessari ,björtu hlið“ dýrtíðarinnar, nörgu og verðlausu seðlunum. Vandamál, sem dýrtíðin liefir skapað. Þótt íslendingar séu enn ekki komnir í sömu spor og Grikkir í þessum efnum, ber þá hrað- :luga í sömu áttina. Spariféð, ;em var til fyrir styrjöldina, áefir rýrnað margfalt í verði. '^að er víst ein „bjarta hliðin“? Talsvert af bændum og verka- fólki hefir tekist á stríðsárun- jm að safna nokkrum inneign- um, er ekki verða þó taldar neitt óvenjulegar, miðað við raunverulegt verðgildi, og fljótt nunu líka verða verðlitlar eða verðlausar, ef áfram verður ;tefnt, eins og nú horfir. Eftir 3ru þá tiltölulega fáir menn, ;em hin gífurlega seðlavelta 'iefir gefið mikinn, fljótfenginn gróða og þeir hafa notað til að 'íoma í fasteignir, framleiðslu- æki og erlendan gjaldeyrir. Þessir menn eru raunverulega ’peir einu, er geta talað um hina .björtu hlið“ dýrtíðarinnar. Það mun líka sannast, að af- 'eiðing dýrtíðarinnar verður sú, að efnamunurinn í landinu hef- ’.r stóraukist, jafnvel þótt það fakist að hindra, að sparifé al- nennings verði gert verðlaust. Hér munu verða eftir stríðið aokkrir margfalt ríkari auð- rnenn en áður hafa þekkst, er munu ógna með því að kaupa upp heil kjördæmi og tryggja sér óeðlileg völd á annan hátt. Þessum óeðlilega eignamun, er hæglega getur átt eftir að leiða til háskalegra deilna, hefði verið hægt að afstýra, ef dýrtíðinni hefði verið haldið í skorðum og óeðlilegur stríðsgróði strax gerð- ur almannaeign í stað þess að setja hann í umferð og veita bröskurunum þannig aðstöðu til að klófesta hann að miklu leyti með ýmsum annarlegum hætti. Mbl. getur tekið braggaíbúð- irnar á Skólavörðuholti og tutt- ugu herbergja sumarhöll eins af Tensensonum við Þingvallavatn sem táknrænt dæmi þess, að eignamunurinn hefir aukist, en 3kki minnkað. Mbl. getur líka verið fullvisst um, að þessi aukni eignamunur, sem dýrtíð- in hefir skapað, verður eitt af örðugri vandamálum framtíð- arinnar. „Hvað, sem það kostar“. Það hefir vissulega ekki verið ofmælt hjá Pétri Ottesen í bréfi, sem hann reit kjósendum sínum nýlega, að tekizt hefði að mynda stjórnina „eftir mikla eftir- gangsmuni við kommúnista og Alþýðuflokkinn, sem neyttu þess og settu Sjálfstæðisflokknum kostina, er skuldbinda hann til að koma fram áhugamálum þessara flokka, hvað sem það kostar“. Reynslan hefir nú meira en staðfest þessi ummæli. Vegna þess, að Sjálfstæðisflokkurinn „gafst upp“ fyrir hinum ýmsu eyðslukröfum kommúnista og stefnu þeirra í dýrtíðarmálun- um, hefir flokkurinn nú orðið að hafa forustu um meiri og ranglátari skattaálögur en áður hafa þekkzt hérlendis. „Kollsteypan". Nýju skattafrumvörpin hafa til fullnustu sannað þau ummæli Gísla Sveinssonar, að „stjórnar- myndunartiltæki meirahluta þingflokks Sjálfstæðismanna sé hrein kollsteypa í stefnu og starfi flokksins." Allt fram til þessa dags hefir Sjálfstæðis- flokkurinn talið það eitt höfuð- mál sitt að vera á móti of háum sköttum. Nú tekur flokkurinn að sér forustu um hæstu og ranglátustu skattaálögurnar, sem þekkzt hafa á íslandi. Vissulega er ekki ofmælt að kalla þetta „kollsteypu". Ólafur hinn dýri. Kunnur Sjálfstæðismaður hefir nýlega gert þá uppá- stungu, að kalla ætti flokksfor- mann þeirra Ólaf hinn dýra, því að báðir partar flokksins ættu að geta verið ánægðir með það nafn. Þeir, sem litu upp til hans sem frábærs stjórnmála- leiðtoga, ættu vel að unna þessu nafni, er oft hafi verið valið ýmsum dýrlingum og helgi- mönnum fyrr á öldum. Þeir, sem teldu ráðherradóm Ólafs, er kostað hefði „skilyrðislausa uppgjöf" Sjálfstæðisflokksins í dýrtíðarmálinu, helzt til dýran, ■■ins og nýju skattafrumvörpin virtust leiða í ljós, ættu líka að geta sætt sig vel við þetta nafn. Þessu er hérmeð komið á framfæri Sjálfstæðismönnum bil athugunar. ,,Háskabrautin“. í tilefni af ádeilum Vísis á aýju skattafrv., hefir Mbl. fund- ð nýja afsökun fyrir þeirri íörmulegu fjármálastefnu, sem íú er fylgt. Blaðið segir, „að núverandi 3tjórn sé síður en svo að marka nýja stefnu í fjármálum þjóð- arinnar með nýju skattafrum- vörpunum" heldur fylgi hún stefnu fyrv. rikisstjórnar, því að „í hennar tíð hafi verið farið 'nn á þá háskalegu braut, að 'iorfast ekki í augu við dýrtíð- ina eins og hún raunverulega var“, .heldur í þess stað „varið ^ugum miljóna úr ríkissjóði til bess að greiða niður dýrtíðina". „Það er einmitt þetta sama, sem núv. ríkisstjórn er að glíma við,“ segir Mbl. svo sigri hrós- andi. Aumari játningu er varla hægt að gera. Fyrst stefna fyrv. stjórnar varð „háskaleg braut“ að dómi stjórnarsinna,,átti það vitanlega að vera fyrsta verk hinnar nýju stjórnar, sem þyk- ist vilja nýsköpun á þessu sviði °ins og öðrum, að snúa af henni inn á aðrar réttari brautir. í stað þess heldur hún áfram á sömu „háskabrautinni"! Enn aumari verður líka þessi játning, þegar það er athugað, að fyrv. ríkisstjórn fór frá vegna þess, að hún' vildi ekki lengur halda áfram á þessari „háskabraut“ og núv. stjórn tók beinlínis við völdum til þess að koma í veg fyrir, að aðrar æski- legri dýrtíðarráðstafanir væru gerðar og þá sérstaklega lækk- un dýrbíðarinnar með- niður- færslu kaupgjalds og verðlags. En þótt þessi játning sé aum fyrir stjórnarsinna, er það at- hyglisvert fyrir landsmenn, að sjálft aðalmálgagn stjórnar- sinna skuli viðurkenna, að hin nýja stjórn, sem kemur til valda á viðsjárverðustu verðbólgutím- um, skuli sjálf enga fjármála- (Framhald á 7. síðu) ERLENT YFIRLIT; Leynislarlsemi Nasizta eftir styrjöldina Snemma á fyrra ári hófu ensk unu-m„ hafi mjög verið lögð til og amerísk blöð að segja frá grundvallar við undibúning því, að þýzku nazistarnir væru hinnar fyrirhuguðu mótstöðu- byrjaðir að skipuleggja hina hreyfingu nazista. Víst þykir þó, leynilegu mótstöðuhreyfingu, er þeir myndu halda uppi, ef til þess kæmi, að Þýzkaland yrði sigrað. Síðan hafa blöðin stöð- ugt flutt nýjar og nýjar fregnir af þessum viðbúnaði nazista. Markmið þessarar mótspyrnu- hreyfingar verður m. a. það, að gera setuliði Bandamanna og Rússa, sem haft verður í Þýzka- 'andi sem erfiðást fyrir. Haldið verður uppi skipulegri skemmd- arstarfsemi gegn því, og laun- víg unnin jafnt á óbreyttum hermönnum sem herforingjum. Með þessu á að þreyta sigurveg- arana á setuliðsvistinni og knýja þá fyrr en síðar til að fara með setuliðin úr landinu. Annað markmið mótspyrnu- hreyfingarinnar verður í því fólgið að ógna þeim Þjóðverjum, sem hafa samvinnu við setú- liðsstjórnirnar og taka að sér trúnaðarstörf í því sambandi. Öllum slíkum mönnum verður ógnað með meiðingum eða líf- jláti og fara refsingar vitanlega 'eftir þýí, hve alvarleg afbrotin i verða talin. Eftir seinustu heims- styrjöld voru myrtir ýmsir þeir stjórnmálamenn, er taldir voru of sáttfúsir og vinsamlegir Bandamönnum. Nú má búast við, að slík morð geti orðið marg- fallt fleiri en þá. I Þriðji tilgangur mótspyrnu- hreyfingarinnar er sá, að undir- búa nýja styrjöld, sem veitir !Þjóðverjum uppreisn að nýju. |í þessum t'ilgangi verður unnið að því á leynilegum rannsóknar- stöðvum að fullkomna þau leyni- vopn, er ekki hafa verið komin svo langt á veg, að hægt væri að nota þau í þessari styrjöld. Sagt er, að slíkum stöðvum hafi nú þegar verið komið upp í Þýzkalandi og jafnvel víða út um heim. Ein sagan er sú, að slíkum bækistöðvum hafi verið komið upp á óbyggðum Suður- hafseyjum og hafi kafbátar flutt þangað menn og vistir til margra ára. Önnur er sú, að slíkar bæki- stöðvar hafi verið reistar í ó- byggðum héruðum í Asíu og Afríku og hafi flugvélar annast flutningana þangað. Sagt er, að kynnig sú, er Þjóð- verjar hafa haft af mótstöðu- hreyfingunni í hernumdu lönd- Helnrick Himmler að mótstöðuhreyfing nazista verði enn harðsnúnari og ill- fengnari en áður hafa verið dæmi til. Mótstöðuhreyfing nazista er sögð skiptast í ýmsar deildir: Sumum þátttakendum hennar hefir verið fyrirskipað að ganga í leynifélagsskap kommúnista, jafnaðarmanna og' fleiri and- stöðuflokka nazista og eigá þeir síðan að halda uppi baráttu innan þessara flokka fyrir því, að gerðar verði sem ýtrastar kröfur fyrir hönd Þjóðverja og á annan hátt torvelduð sam- vinna þessara flokka við Banda- menn. í öðrum deildum eru þeir menn, sem eiga að fara sem mest huldu höfði og vinna skulu hryðjuverkin og verða það að- allega gamlir stormsveitarmenn. Þá er sagt, að víða í fjallahér- uðum Þýzkalands hafi nazistar komið sér upp vígjum, sem þeir geri sér vonir um að geta haldið til margra ára og muni aðal- stjórn leynihreyfingarinnar haf- ast þar við. Gera þeir sér jafn- vel vonir um, að hægt verði að halda þessum bækistöðvum þeirra leyndum um lengra skeið. Sagt er, -að Himmler hafi persónulega tekið að sér að undirbúa og skipuleggja mót- stöðuhreyfinguna og hafi hann valiö sér til aðstoðar flesta þá ungu menn innan nazistaflokks- (Framhald á 7. síðu) Þriðjudatfur 23. jjan. Hvað tekur xiö . eftír „áríd“? Þegar deilt hefir verið á hið Jyrirhugaða veltugjald rík- isstjórnarinnar, hafa forsvars- menn hennar reynt að nota sér það helzt til málsbóta, að gjald- ið verði ekki lagt á, nema í eitt ár. Þessi málsvörn stjórnarsinna er ekki aðeins, viðurkenning á því, hvílík glæframennska þessi skattlagning er. Hún er einnig viðurkenning á því, að fjármála- grundvölluririn, sem nú er byggt á, sé svo veikur, að honum verði aðeins haldið uppi með örþrifa- ráðum til eins árs. En hvað ætla stjórnarflokk- arnir svo að láta taka við, þegar þessu ári lýkur? Það er næsta ljóst, að verði áfram fylgt sömu fjármála- stefnu og nú, munu útgjöld rík- isins verða stórum hærri 1946 en á þessu ári. Dýrtíðin mun stór- aukast, þar sem hækkun á kaup- gjaldi mun óhjákvæmilega leiða til hækkunar afurðaverðs,næsta haust. Útgjöld ríkisins munu því vaxa mikið af þessu'm á- stæðum. Hin fyrirhuguðu al- þýðutryggingalög eiga að koma til framkvæmda 1946 og munu auka útgjöldin um milj. kr. Þarfirnar fyrir opinberar fram- kvæmdir og stuðning ríkisins við atvinnuvegina munu aukast, ekki sízt, ef verðfall yrði erlend- is. Þegar þetta er haft í huga, er skattgreiðendum vissulega ekki nóg, að stjórnin lofi því að leggja ekki veltu- gjaldið á aftur. Þeir þurfa einn- ig að fá að vita, hvernig stjórnin ætlar að standa við þetta loforð Annars mega þeir búast við svipaðri reynslu og af verð- hækkunarskattinum. Sjálfstæð- isflokkurinn lofaði því hátíðlega vorið 1943 að fylgja honum ekki nema í eitt skipti. Nú beitist fjármálaráðherra flokksins fyrir því að fá þennan skatt lagðan á aftur undir nafninu tekju- skattsviðauki! Það liggur í augum uppi, að það er ekki til nema eitt úrræð: til að koma í veg fyrir, að við- skiptagjaldið verði lagt á aftur og þetta úrræði hefði líka komið í veg fyrir, að þurft hefði að leggja það á nú. Þetta úrræði er niðurfærsla verðlags og kaup- gjalds í réttum hlutföllum. Verði ekki þessi leið valin, þá verður ekki aðeins veltu- gjaldið lagt á aftur, heldur einn- ig nýir, jafnvel enn ranglátari. skattar, hvað, sem öllum stjórn- arloforðum liður. Eins og núv. stjórnarforustu er háttað, virðast vissulega litl- ar líkur til þess, að þetta ráð verði upptekið. Núv. ráðamenn Sjálfstæðisflokksins hafa gefist skilyrðislaust upp fyrir komm- únistum í dýrtíðarmálunum og prédika að halda verði frið við þá, hvað sem það kostar. Með- an stjórnin er þannig háttað verður haldið áfram feigðar- göngunni, skattar og veltu- gjald framlengt og nýjum skattaálögum bætt við, unz hrunið verður ekki stöðvað. Þetta verða skattgreiðendur að láta sér skiljast í tæka tíð Það verða aðeins öflug samtök þeirra en ekki stjórnarloforðin. sem geta tryggt það, að við- skiptagjaldið og aðrar slíkar skattaálögur verði ekki fram- lengdar og tekin upp heiíbrigð fjármálastefna, sem gerir slíkar álögur óþarfar. Skattgreiðendur mega því ekki láta hin óábyrgu loforð stjórnarinnar vera sér svefnþorn og halda að allt verði gott eftir „árið“? Það fer mest eftir þeim sjálfum, hvað tekur við, þegar „árinu“ lýkur? Svikín loforð Kommúnistar hafa sýnt það næsta vel með stuðningi sinum við skattaálögur stjórnarinnar, hve lítið er að marka kosninga- loforð þeirra og hve lítinn áhuga þeir hafa fyrir efnaleg- um jöfnuði og öðrum umbótum innan ríkjandi þjóðskipulags. Á undanförnum árum hafa beir krafist manna mest, að kattar væru fyrst og fremst 'agðir á stórgróðann og tollar ■/æru afnumdir. Á öndverðu því bingi, sem nú situr, fluttu þeir m. a. þessi frv. til að sanna bennan áhuga sinn: Frv. um hækkun persónufrá- Iráttar við skattaálagningu. Þingsályktunartillögu um af- nám tolla. Frv. um afnám varasjóðs- blunninda hjá stórgróðafélög- unum. Frv. um eignaaukaskatt á Dignasöfnun, er orðið hefir á riríðsárunum. Strax eftir að kommúnistar komu í ríkisstjórnina hættu þeir að minnast á þessi mál. í stað bess styðja þeir nú alla þá tolla og skatta, er áður voru og þeir átöldu mest, og svo til viðbótar nýjar skattaálögur, er hér segir: Tekjuskattsviðauka, er ekki nær til tekna yfir 200 þús. kr. Símgjaldahækkun, sem legst tiltölulega þyngst á láglauna- fólk, einkum utan Reykjavíkur. Helmingshækkun á tolli á ýmsum innlendum iðnvarningi, og meira en helmingshækkun á stimpilgjaldi, lestagjaldi og fleirum gjöldum, er leggjast jafnt á almenning, án tillits til afkomu og efnahags. | Viðskiptagjald, sem er í raun | réttri ekkert annað en neyzlu- tollur og kemur m. a. mjög hart niður á samvinnuverzlunum bænda og verkamanna. Ekkert af þessu eru skattar á mesta stórgróðann, heldur eru þetta yfirleitt álögur, sem leggj- ast meira og minna á almenn- ing í tollaformi. Allt er þetta eins fjarlægt fyrri stefnuyfir- lýsingum kommúnista um stór- gróðaskatta og afnám tolla og hugsast getur. Með þessu hafa kommúnistar mæta vel sýnt, að ekkert er að marka loforð þeirra og yfirlýs- tngar í skattamálum og að þeir hafa engan áhuga fyrir skatta- álögum, er miða að réttmætum sfnajöfnuði, innan núv. þjóð- skipulags. Þvert á móti vilja þeir að ójöfnuðurinn sé sem mestur, bví að það það hentar þeim bezt í áróðrinum, er tími „uppgjörs- ins“ kemur. Framkoma þeirra 1 skattamálunum nú er því full- komlega í samræmi við raun- verulega stefnu þeirra, þótt hún sé algert svik þeirra loforða, sem þeir hafa gefið í blekkingaskyni og ýmsir hafa lagt á trúnað í fáfræði sinni. Vísir gerir hina nýju skatta ríkis- ;tjórnarinnar aö umtalsefni í forustu- arein 17. þ. m. Þar segir: „Loksins eru skattafrumvörp stjórnarinnar öll komin fram i dagsljósið. Er varla ofsagt, að far- ið hafi verið inn á flestar þær fjár- öflunarleiðir, er stjórnínni standa opnar. Tekjuskatturinn hefir verið hækkaður, öll símagjöld hækkuð um 50%, vitagjöld, stimpilgjöld og lestagjald hækkuð um 60%, tollur af innlendri framleiðslu um 50%, eignarskattur um 50%. Og síðast en ekki sízt, veltuskattur á félög og einstklinga, sem einhver viðskipti reka, er nemur samtals 9—10 millj. króna. í fljótu bragði gera menn sér ekki grein fyrir hvaða skattabrjál- æði er hér á ferðinni. En þegar farið er að athuga þetta nánar og í ljós kemur hvílík blóðtaka þetta er fyrir alla, sem hlut eiga að máli, þá getur engum dulizt að þessi skattpíning er sjúkleg ráð- stöfun, örþrifaráð til þess að halda eyðslu hins opinbera og kvörn dýrtíðarinnar í fullum gangi. Með- an svo er, er hægt að benda á, að allt gangi sinn gang, að allt sé í framför, að ekkert sé að óttast, þótt strengja þurfi hverja taug til að útvega það fé, sem mylla fram- tíðarinnar þarf til að geta snúizt.“ Enn segir Vísir um nýju skattana: Ríkisstjórnin seglr, að þessir ó- viturlegu skattar séu nauðsynlegir. Aðrir segja, að þeir séu það ekki. Stjórnin verður að leggja skattana á vegna þess, að hún var neydd til að fylgja þeirri stefnu socialista- flokkanna, að halda uppl fram- leiðslukostnaðinum í landinu og halda við hinni miklu verðbólgu, sem nú er. Þetta er kallað að „sporna gegn lækkun vinnulauna." Stjórnin valdi ekki þá leiðina, sem viturlegri var, „að klífa niður stig- I ann,“ eins og Mbl. heimtaði áöur en stjórnin var mynduð. Slík að- ferð hefði tryggt vinnulaunin og gert óþarfar þær miklu skattaá- lögur ,sem nú er hlaöið á lands- menn." Hér er það hreint og heiðarlega ját- að af öðru aðalmálgagni Sjálfstæðis- flokksins, að hinir nýju skattar séu fyrst og fremst afleiðing þess, að meiri- hluti Sjálfstæðisflokksins keypti sam- vinnuna við kommúnista þvi verði, að fylgja stefnu kommúnlsta í dýrtíðar- málunum. Vegna þess og þess eins eru hinir nýju skattar lagðir á, því að þeir hefðu verið óþarfir, ef tekin hefði verið upp heilbrigð stefna i dýr- tíðarmálunum. * * * - Um viðskiptagjaldið segir Vísir í sömu grein: „Stærsti skatturinn er veltu- skatturinn og er áætlað að tekjur af honum neml 9—10 milljónum króna. Þetta er ósanngjarnasti slcattur, sem lagður hefir verið á liér á landi, vegna þess að ekkert tillit er tekið til afkomu skattgreið- enda. Þeir verða að greiða skatt- inn af veltu sinni, hvort sem þeir tapa eða græða á rekstrinum. Skatturinn er á engan hátt frá- dráttarhæfur og er því raunveru- lega eignarskattur. Er hér lengra gengið 1 ósanngirni gagnvart skatt- greiðendum en venja er í siðuðum löndum." Hér er vissulega ekki of djarft til orða tekið. * * * í forustugrein Vísis 19. þ. m. er enn rætt um hina nýju skatta stjórnar- innar og segir þar m. a.: „Hin nýju skattafrumvörp stjórn arinnar og þó alveg sérstaklega veltuskatturinn, vekja menn ó- þægilega til umhugsunar um, tii hvers stefna núverandi ríkisstjórn- ar í fjármálum er að leiða ríkis- búskapinn. Vafalaust hefir þessi skattur, sem fjármálaráðherrann sjálfur viðurkennir >5 sé óréttlátt neyðarúrræði, ekki verið lagður á fyrr en stjórnin var búin að kom- ast að raun um, að engar aðrar leiðir væru fyrir hendi tll að afla tekna í ríkissjóð. Þá fáu mánuði, sem þessi ríkis- stjórn „nýsköpunarinnar" hefir setið að völdum, hefir útgjalda- þörf ríkisins vaxið svo að segja með hverjum degi. í sjálfum mál- efnasamningi stjórnarinnar úir og grúir af samkomulagsatriðum, sem fyrirfram var vitað að mundu skapa ríkissjóði milljónabyrði, er hinir almennu skattgreiðendur í landinu yrðu að taka á sínar herð- ar. Núverandi stjórnarflokkar hik- uðu ekki við að stuðla að þessum auknu útgjöldum, þótt almennt sé viðurkennt, að búið sé að ganga lengra í skattaálögum hér á landi eftir eðlilegum leiðum, en þekkt er nokkurs staðar.“ Að lokum segir Vísir: „En skrúfan heldur áfram. Með núverandi fjármálastefnu eykst tekjuþörf ríkissjóðs hraðförum með hvsrjum mánuði, en að sama skapi rýrnar gjaldgeta þegnanna. Einn góðan veðúrdag verða eignir borgaranna horfnar líka í hina botnlausu hít dýrtíðarinnar, ef ríkistjórnín heldur uppteknum hætti um að auka stöðugt tekju- þörf ríkissjóðs." Þetta er vissulega ekki glæsilegur spádómur um fjármálastefnuna, sem er afleiðing þess, að Sjálfstæðlsmenn unnu það til samstarfsins við komm- únista, að gefast skiljTðislaust upp í dýrtíðarmálunum. En því miður virðist hann hafa við full rök að styðjast.

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.