Tíminn - 23.01.1945, Síða 4

Tíminn - 23.01.1945, Síða 4
4 6. WafS TÍMlNiy, þriSjndagiim 23. jan. 1945 mínum bæjavdyrum * Eftiv Karl í Koti » Smnvinnu. Síðasta flokksþing Framsókn- armanna mótaði stefnu flokks- ins m. a. með þessum orðum (sbr. Tíðindi frá 7. flokksþingi Framsóknarmanna): „Flokkurinn er mótfallinn því, að auður og yfirráð atvinnu- tækja safnist á hendur fárra einstaklinga, og því fylgjandi félagsrekstri stóratvinnufyrir- tækja á samvinnu- og hluta- skipta grundvelli og opinberum rekstri (t. d. stærri rafveitum, áburðarverksmiðju og síldar- iðnaði, þar sem þörf krefur).“ Vafalaust er mikill vandi að framfylgja þessu, svo að glögg skil verði á milli í einstökum atriðum. Framsækni einstakl- inganna er slæmt að hefta, meðan hún skaðár ekki aðra menn. En Framsóknarmönnum er ljóst, að mikil einstaklings- auðsöfnun, sem venjulega staf- ar helzt af stóratvinnurekstri eða verzlun, er óholl í þjóðfé- laginu. Með mikilli auðsöfnun einstaklinga geta þeir m. a. feng- ið óheppilega mikil völd, því að auðsöfnun þeirra fer alls ekki eftir þroska þeirra og því síður eftir manngæðum. Það atvinnuskipulag, er Fram- sóknarmenn óska helzt eftir, er að sem allra flestir hafi ráð á sínum atvinnutækjum; og eigi afrakstur vinnu sinnar. Þannig sjálfstæðir einstaklingar myndi svo með sér stærri félagsheildir til þess að reka stórfyrirtæki. Allmörg kaupfélög hafa nú sýnt ágætan árangur í ýmsum þessum efnum. En mikið land er hér enn þá ónumið og mörg stórvirki hægt að gera af sjálfstæðum ein- staklingum, sem taka höndum saman af frjálsum vilja. Land samvinnunnar og sam- takanna er ekki nema að litlu leyti numið enn þá. Frmnleiðsla. Á þessum stríðsárum hafa ís- lendingar orðið auðugir af pen- ingum, sem enginn veit hve mik- ils virði verða fyrir heilbrigt at- vinnulíf landsins. Það, sem ís- lendingar geta öruggast treyst á í framtíðinni, er framleiðsla landsmanna, einkum unnin úr skauti jarðarinnar eða fiskimið- unum umhverfis landið. Það er mikið rætt um að koma með ný tæki til þessarar framleiðslu og víst er um það, að góð tæki geta mikið létt undir með manns- höndinni. En við förum aldrei fram úr tækni annarra þjóða, en þurfum að geta framleitt vörur með svipuðu verði og aðr- ar þjóðir. Þess vegna má vinna og annar kostnaður ekki vera miklú meiri hér en í viðskipta- löndum okkar. Þetta vilja þeir ekki skilja, sem mest spjalla um nýsköpunina og að ríkisstjórn- inni standa. Er það býsna ein- kennilegur þrái, þar sem þetta er hinn sjálfsagði og óumflýjan- legi grundvöllur undir allri ný- sköpun og framleiðslu landsins. Reyndar eru fleiri atriði, sem ekki mega vanta, m. a. að fólk fáist til þess að vinna að fram- leiðslunni. Þessi síðustu ár hefir þeim stöðugt fækkað, sem unn- ið hafa að fiskveiðum og land- búnaði, en stórfjölgað, sem haft hafa lífsviðurværi af ýmsu snatti, ýmist utanum herliðið, einhvers konar kaupmennsku o. s. frv. Það er ískyggilegt, hve margir hafa hrúgazt frá framleiðslunni síðustu árin, því að framleiðslan hefir alltaf verið og verður und- irstaðan að þjóðarbúskapnum. Og þó að launþegar þurfi og eigi að fá hátt kaup og góð lífs- kjör, þá ættu þeir þó að hafa hugfast, að því aðeins geta þeir haft slíkt, að atvinnuvegirnir séu í blóma. Launamenn. Fyrir styrjöldina var mjög far- ið að bera á því, hve fólk þyrptist frá framleiðslunni og kappkost- aði að komast í einhver fast- launuð störf. Og fólkinu var vorkunn. Bóndinn, sem ræktaði jörðina, og fiskimaðurinn, sem aflaði fisksins úr djúpi hafsins, höfðu oftast erfiðasta verkið, lengsta vinnutímann og minnstu laúnin. Og ennþá er það þannig. Sýnist þetta þó öfugt, þar sem þessir menn, einmitt með störf- um sínum, veita beint og óbeint flestum landsmönnum lífsviður- væri sitt. Auk þess almennt við- urkennt með öllum þjóðum, að tápmesta og þroskaðasta fólkið verður það, sem elst upp sem mest úti í náttúrunni og er í mestum samskiptum við hana. Launamennirnir vinna margir nauðsynleg störf, en þó að þeim finnist stundum þeir vera lágt launaðir og eiga erfitt, þá er starf þeirra yfirleitt þæði léttara be^ur borgað og tryggara, heldur en þeirra, er að framleiðslunni vinna. Núverandi launalög eru líkust karbættri flík með bót ofan á bót. Þau þurfa gagngerðra umbóta og samræmingfer. En þótt svo sé, er ekkert vit í því, að ætla að fara að lögleiða fyrir framtiöina ný launalög með margra milljóna króna útgjalda- auka á ári, byggðum á verðbólgu og kaupskrúfu nútíðarinnar. Þetta ráðgera stjórnarflokkarn- ir samt að hespa af, meðan ékkert sést, hvernig framleiðsl- unni — undirstöðunni í þjóðfé- laginu — reiðir af. Þó að æski- legt sé, að launamenn fái hatt kaup og góð lífskjör, þá geta þeir þó ekki fengið það nema: 1. Að þeir vinni vel. 2. Framleiðslan sé í blóma. 3. Að einstaklingar með ó- heppilega miklu auðmagni og aðstöðu, í gegnum ve^lun og annað, dragi sér ekki of mikið af fjármagni þjóðfélagsins. Lítil afhöst. Það kemur flestum saman um, að vinnuafköstum hafi stór- hrakað síðustu árin. Menn hanga við verkin, sí og' æ að líta á klukkuna, rænast í tóbak, masa saman og annað þess háttað. Margir ásaka verkamennina fyr- ir þetta. En þeirra er ekki nema hálf sökin. Meginsökin liggur í fyrirkomulaginu. Menn fá jafnt kaup fyrir tímann, hvort sem þeir vinna vel eða illa. Verka- manninum er máske lítið úm vinnuveitandann og engin hvöt til þess að vinna vel, nema ef það væri dyggð hans sjálfs. En slíkar dyggðir eru venjulega lít- ið metnar nú á dögum, og því lítt að þeim hlúð. Bezta ráðið til þess að auka afköstin er að borga fyrir það, sem unnið er, og verkamaðurinn ^áði því svo sjálfur, hvort hann vinnur verkið á 4, 6, 8 ,eða 10 klukkutímum. RantgUeti. Þó að illa sé unnið, þá sýnist það oft vera með allrá versta móti í opinberum skrifstofum í Reykjavík. Það munu margir hafa svipaða sögu að segja. Ætli þeir að tala við skrifstofumann klukkan að ganga tíu á morgn- ana er svarið: „Ekki við.“ Fram undir hálf ellefu: „Ekki við“, einkum sé hann „hátt settur.“ Rúmlega tólf: „Farinn í mat,“ hálf tvö: „ekki kominn úr mat“, hálf fjögur: „Farinn í kaffi.“ hálf fimm: „Ekki kominn úr kaffi“. Klukkan rúmlega fimm: „Far- inn.“ Vélritunarstúlkurnar eru þó oftast við 5—7 tíma, þótt létt sé vinnan stundum hjá þeim. Þær kváðu líka eiga að'fá föst laun ^ftir launafrumvarpinu nýja, sem nemi nokkru hærri fúlgu, heldur en búizt er við, að sjó- mennirnir, sem erfiða á sjónum í vosi og volki við að draga afl- •ann úr skauti hafsins, muni fá. En þó að mikið ranglæti og sleifarskapur ríki víða við opin- beran rekstur, þá eru þar þó margar undantekningarnar. Það eru þar til allmargir menn, sem vinna mikil verk af dyggð og trúmennsku. En það er sjaldn- ast séð neitt við þá. Jafnvel slóðarnir sigla þar hæstan byr. Það er eins og annars staðar að ríki og bæjafélög ættu að kunna að meta vel unnin verk og láta þá, er inna þáu af hönd- um, njóta trúmennsku sinnar og dugnaðar. BiísUapur. Það virðist „móður“ í Reykja- vík, einkum hjá stjórnarliðinu, að skamma bændur og yfirleitt þá, sem búa í 'sveiturri.. Þeim er illa og ómaklega jþakkað, sem eru að rækta og byggja landið og framleiða holl og nauðs^nleg matvæli fyrir borgarbúana. Kommúnistar segja, að flytja eigi landbúnaðarvöruna frá Ameríku, þar séu þær ódýrari. Hví þá ekki að flytja verkafólkið frá öðrum löndum til þess að rækta íslenzka mold? Það eru lægri vinnulaun þar og m. a. þess vegna lægra vöruverð þar ytra. Það eru jafnvel ýmsir góðir borgarar farnir að taka undir með kommunum, að leggja eigi sveitabúskapinn niður, nema þá máske nokkur stórbú nærri kaupstöðunum. Ýmsir dugnaðar- menn munu rekæ með góðum árangri kúabú í nágrenni við Reykjavík. Dugnaðarmaðurinn Thor Jensen kom upp jtærsta kúabúi þar í nágrenninu, sem nokkurn tíma hefir verið rekið á íslandi, 300 kúm, stórhýsum yfir fólk og fénað og geysistór- um túnum. Hvað skeður svo? Þegar Jensen er orðinn gamall og þreyttur, kaupir Reykjavíkur- bær allt saman fyrir hátt verð. Og hverjir, ráða í borginni? Fylking „nýsköpunarinnar“, þ. e. stjórnarliðið núverandi. Hvar er svo nýsköpunin? Kýrnar nú 20 í stað 300 áður. í húsin safnað saman fólki úr Reykjavík í meira og minni óstjórn, og hestum beitt á túnin! Á hinum víð- lendu túnum ber nú mest á gaddhestum, er slíta rót þá, er umbótamaðurinn Jensen hjálp- aði náttúrunni til þess að gefa ilmandi túngrös af sér. —Stjórn- arliðið er duglegt að efla „ný- sköpunina“ í orði. En menn spyrja: Á ráðsmennska stjórnar- lfðsins á Korpúlfsstöðum að vera fyrirmynd að „nýsköpuninni" í verki? um köstulum og’háreistum höll- um, og getur enn í dag að líta rústir þeirra. Öll þessi smáríki urðu að lúta i lægra haldi íyrir Tyrkjum. En þó héldu nýbýggðir hinna auðugu Feneyjamanna sjálfstæði allt til loka seytjándu aldar. Tyrkir hertóku Aþenu 1456, og undir stjórn þeirra hrakaði landinu og landsmönn- um enn. En Tyrkir leyfðu hin- um undirokuðu þjóðum að halda trú sinni og þjóðlegum siðum. Þjóðerniskenndin var því aldrei fullkomlega kæfð, þótt drepin væri í dróma um langt skeið. Þegar franska byltingin og Napoleonsstyrjaldirnar .vöktu menn og þjóðir af svefni og við- skipti og siglingar Grikkja tóku að blómgast að nýju með batn- andi fjárhag, vaknaði því þjóð- erniskenndin fljótt. Og árið 1821 hófst uppreisnin. Um alla Norð- urálfu ríkti þá mikil aðdáun á fornöldinni, og rómantíkin, sem þá var að leggja undir sig hugi þjóðanna, var þjóðleg og frels- isunnandi. Margs konar ráð voru lögð á um hjálp til handa Grikkjum. Byron lávarður tókst til dæmis ferð á hendur til Grikklands, gerðist sjálfboðaliði og dó þar. Loks urðu stórveldin að láta til sin taka. Árið 1827 beið floti Tyrkja og Egipta meginósigur í orustu við Navarínó og árið 1830 var sjálf- stæði Grikklands viðurkennt. Þá var ríkið ekki annað en hið forna Hellas, Pelopsskagi og fá- einar eyjar í Eyjahafinu. Ottó af Bæjaralandi var krýndur til konungs yfir Grikkjum 1832. En hann var síðar, árið 1862, rekinn, frá völdum eftir uppreisn, er Grikkir efldu gegn stjórn hans. En konung skyldu Grikkir samt hafa, og nú var konungsefnið sótt alla leið til Danmerkur. Það var Georg I. Grikkjakonungur. Saga Grikklands á 19. öld er saga af látlausum flokkadrátt- um og ófriði, og þar skiptist á herstjórn og bændastjórn. Utan- ríkisstefna þeirra miðast einlægt við það að ná undir sig meira 'andi. Draumur þjóðarinnar var draumur um nýtt hellenskt stór- veldi með Miklagarð að höfuð- stað. Og svo fór; að eftir Balk- anstyrjöldina og heimsstyrjöld- ina fengu Grikkir mikla land- auka. ^ Eftir heimsstyrjöldina voru Tyrkir mjög aðkrepptir og máttu sín lítils. Hinir landgráðugu Grikkir sættu því lagi og hófu "styrjöld gegn þeím. En Must- apha Kemal vann á þeim alger- an sigur, hrakti þá með öllu brott úr Litlu-Asíu, brenndi hina hálfgrísku bæi og lét tortíma íbúunum þúSTTndum saman. Hundruð þúsundir Grikkja flúðu úr tyrkneskum löndum, þar sem beim var ekki vært, eftir hina miður lofsverðu og misheppnuðu herför Grikkja. Þetta gerðist árið 1923. í hinni viðburðarítfu og 'marg- bættu stjórnmálasögu eftir heimsstjöldina ber mest á ein- um manni: hinum gáfaða og umsvifamikla Venizelos frá Krít. Hann átti kannske veg sinn mest því að þakka, hversu vel honum tókst að koma mál- um Grikkja við friðarsamning- ana, og naut hann jafnan stuðn- ings þinna frjálslyndari manna í efnastéttum Grikklands. Hann lézt árið 1936, eftir misheppn- aða uppreish, er einkum átti rætur að rekja til Krítar. í þeim hörðu átökum, sem urðu milli grískra stjórnmálamanna, var konungurinn, Georg II., tvívegis hrakinn frá völdum. í síðara skiptið var hann kvaddur heim árið 1935, eftir að herinn hafði borið sigur úr býtum í innan- landsdeilum. En nú er enn einu sinni tvísýnt um það, hvort konungurinn setzt aftur á veld- isstól sinn.Það veltur á atkvæða- greiðslu þeirri, sem fram á að fara um það, hvort þjóðin vill búa við konungsstjórn eða lýð- veldisskipuiag. XI. Á árunum fyrir hina síðari heimsstyrjöld, var unnið að því að gera Grikkland að nútíma- ríki; þótt ófriður og sundur- þykkja lamaði mjög þá við- leitni. Samt var mikið kapp lagt á að leggja vegi og járnbrautir og myndarlegum áveitum var komið á. Það var einnig mikið og erfitt verkefni að skapa skil- yrði til þolanlegrar lífsafkomu fyrir þá hálfa aðra miljón grískra innflytjenda, er leituðu heim úr tyrkneskum löndum. Þessir stórfelldu fólksflutning- ar áttu sér stað undir umsjá Þjóðabandalagsins og tókust vonum betur. Verður á það að líta, að öll heimaþjóðimvar tæp- lega fjórum sinnum fjölmenn- ari en þessi innflytjendaskari. Þetta var því ekki lítil þrekraun. Mikil landsvæði í Þrakíu og Makedóníu voru ræst fram og þurrkuð og gerð byggilég þessu fólki, iðnrekstur var stóraukinn og margar nýjar atvinnugreinar hófust á legg. Ræktað land hér um bil tvöfaldaðist á árunum milli heimsstyrjaldanna, svo að ekki hafa Grikkir eytt allrí orku sinni í deilur og vígaferli. Útflutningur vins, tóbaks, á- vaxta og olíva, — en allt voru þetta stórir liðir í þjóðarbúskap Grikkja — jókst með hverju ári. Hins vegar ræktuðu Grikkir ekki nema helming þess korns, er þeir þurftu, og hefir það komið beim mjög í koll á styrjaldar- árunum, því að óvíða í Evrópu- löndum hefir hungursneyð kreppt jafnt sárlega að sem þar. í þessu þurrlenda og fjöllótta landi hefir búfjárrækt vita- skuld ávallt verið mikið stund- uð og svo hefir verið fram til bessa. Skipaflota mikinn áttu Grikkir einnig fyrir stríðið, og eimir þar eftir af fornri frægð. Þeir eru slyngir verzlunarmenn og ráku víða kaupsýslu og við- 'kipti í nálægum löndum. í Al- exandríu er enn í dag mikil og auðug nýlenda Grikkja, er á til- veru sína að þakka hinum grísku verzlunarhæfileikum. XII. Grísk-kaþólska kirkjan hefir ávallt haft mikla þýðingu í frelsisbaráttu Grikkja, og í stíl hinna fögru kirkjubygginga hef- býsantísk list ftg býzantískur andi lifandi fram á þennan. dag. Nú þessar síðustu vikur, þeg- ar voði miskunnarlausrar borg- arastyrjald vofði yfir landi og Fróðleikur í alþýðu vorzlum Orðin eru tTl alls fyrst, segir; alþýðlegt máltæki. Víst er um! það, að hvatning í orði leiðir þráfaldlega til athafna, en ekki verður hér rituð nein heim- spekileg hugvekja um það efni. Fyrir sjö árum skrifaði ég blaðagrein og hvatti þá menn, er kynni hefðu haft af Símoni Dalaskáldi, að færa í letur end- urminningar sínar um hann, og sömuleiðis það, er þeir myndu af kveðskap eftir hann. Árang- urinn af þessu varð hartnær ó- trúlegur og að nokkrum hluta er 'hann nú kominn fyrir al- mennings sjónir í Sagnakveri- mínu. Þó er enn mikið geymt hjá mér, og sífellt er að bætast við. Kom ný hrota eftir að Magnús prófessor Jónsson hafði beint hinni sömu áskorun til almennings, er hann talaði í út- varpi á aldarafmæli Símonar. í Sagnakveri er með fáum orðum vikið að Einari Andrés- syni í Bólu, en óbeint urðu þau orð til þess, að nú hefir einn af okkar fremstu fræðimönnum tekið sér fyrir hendur að safn'a drögum til ævisögu Einars. Mun hún væntanlega birtast innan tveggja ára hér frá og þá einnig eitthyert úrval úr kveð- skap þessa listfenga skálds, eft- ir því sem unnt kann að verða að koníast yfir þær leifar, sem enn eru til úti um hvippinn og hvappinn. Líka munu verða þar einhverjar þeirra þjóðsagna, er myndazt hafa um Einar. Er þá sæmilega séð fyrir minningu þessa merkilega manns. Löngun til að varðveita minn- ingu afburðamanna hefir um alla tíð verið einn af lofsverð- ustu þáttunum í fari' íslenzkr- ar alþýðu, og þessi tilhneiging lifir enn með henni. Það sýnir sig í því, að hvarvetna koma fram sjálfboðaliðar, þegar um er að ræða að bjarga einhverri slíkri minningu fráglötun.Hvað- anæva af landinu hafa borizt minningar um Simon, og eru þó vafalaust ýmsar ókomnar enn. Svipuð virðist ætla að verða raunin á um Einar, nú þegar safna á kveðskap hans. Síðasta dæmið úr minni eigin reynslu er það, að alveg nýlega barst mér frá merkum manni á Aust- urlandi uppskrift tveggja braga eftir Einar. Báðir er þeir lista- vel kveðnir, en því miður vantar enn heimildir um það, hverj- um annar þeirra (ljóðabréf) hefir upphaflega verið sendur. Þetta kann þó enn að koma í Ijós. Manni þeim, er sendi méú þetta, hefi ég aldrei gert minnsta greiða, svo að ekki er hann að endurgjalda neitt. Hjá honum ræður ekkert annað en óeigingjörn löngun til að bjarga andlegum fjársjóðum frá glöt- un. Það er of lítið um að alþýða manna sé hvött og vakin í þessu efni. Væri meir að því gert, mundi margur sá fróðleikur bjargast, sem nú fer forgörðum, sökum þess, hve þorri manna er óframfærinn. Það er líka á- kaflega lofsvert að birta fróð- leiksþætti um menn og atburði með sama hætti og blaðið Akra- nes gerir. En vitaskuld þarf einnig að brýna menn um að vanda ætíð sem bezt til heim- ilda, og jafnan skyldi tilgreina þær eftir því sem unnt er. Sagna-efnin eru alls staðar, því „hver einn bær á sína sögu“. Það sem máli skiptir er að veita þeim " athygli og varðveita þau frá glötun. Sn. J. SAMFÆRSLA BYGGÐARINNAR OG VERÐBÆTUR TIL BÆNDA í umræðum á Alþingi um dýr- tíðarmáliff í haust þótti núver- andi atvinnumálaráðherra, Áka Jakobssyni, bersýnilega nokkuff viff liggja uni að sýna manndóm sinn á þingi. Þá mælti hann meffal margs annars þetta: „Það, sem þeir (þ. e. full- trúar bænda á þingi) telja sér ekki fært aff láta neyt- endurna borga beint fyrir af- urffirnár, láta þeir ríkissjóff borga í uppbótum og taka það svo aftur af neytendunum með sköttum, og ástæðan fyr- ir þvf er sú, aff þaff er nauff- synlegt til þess aff tryggja nægilega sölu á afurðunum hér innan lands. En verfflag á þjóð, var það síðasta ráðið til þess að reyna að lægja deilurn- ar að gera grísk-kaþólska erki- biskupinn að ríkisstjóra. Klaustrin hafa einnig verið merkilegar stofnanir. En á síð- ari tímum þykja grískir munkar ekki hafa bætt aldarfarið, og þess vegna var bannað' að taka nýja menn inn í ýmsar munka- reglur. Grískir prestar og munkar njóta sjaldnast neinna fastra launa. Þeir lifa því á jarðrækt — og þó einkum á verzlunarprangi. Það ber því mjög mikið á þeim í daglegu lífi. XIII. Helzti forustumaður Grikkja fyrir stríðið var Metaxas hers- höfðingi. Hann var upphaflega foringi „frjálslyndra þingræðis- sinna“, en gerðist einræðis- herra eftir átökin 1936. Hann hafði stundað nám í þýzkum herskóla og þótti snjall herfor- ingi. Hann felldi úr gildi stjórn- arlög landsins og tók upp önn- ur eldri. Þingið var svipt völd- um, nema þá að nafninu til. Haustið 1940 réðust ítalir á Grikki og beittu miklum her- afla, en þeir tóku mannlega í móti. Var vörn þeirra mjög rómuð, og veittist ítölum ofvax- ið að brjóta þá á bak ttftur. Fannst Þjóðverjum svo búið eigi mega standa og sendu öflugan her á vettvang vorið 1941. Urðu bá Grikkir fljótt að lúta í lægra haldi. Metaxas hafði látizt meðan stóð á styrjöldinni við ítali, en margir aðrir helztu stjórnmála- menn Grikkja flúðu land, þegar þessum vörum er nú svo hátt, aff þaff er hreint brjálæffi, sem verffur ekki þolaff lengur. Þaff er svo fráleitt...... Fulltrúar bænda hafa stað- iff sig ákaflega vel aff hafa náð 80 miljónum úr ríkissjóffi og eru á góðri leiff meff aff ná 20 miljónum í viffbót. Þeir geta veriff ákaflega hreyknir, þegar þeir tala viff umbjóff- endur sína, en þaff er skamm- góffur vermir aff pissa í skó sinn. Ég er líka hræddur um, að þeir séu farnir aff sjá þaff sjálfir, a. m. k. virðist þaff á patinu, sem kom fram í sam- þykktum búnaffarþings, því (Framhald. á 7. síðu) + ' = þýzki herinn kom til skjalanna. Hinir mestu hörmungatímar fóru nú í hönd. Þjóðverjar létu kné fylgja kviði í skiptum sín- um við hina harðfengu, litlu þjóð. í kjölfar blóðsúthellinga og ofbeldisverka, kúgunar og hefndarráðstafana, kom svo hungursneyð, sem legið hefir eins og mara á þjóðinni um langt skeið, jafnvel framar flestum eða öllum öðrum her- numdum þjóðum. Vörn Grikkja var samt sem áður ekki brotin á bak aftur. Hún færðist í nýtt form. Skæru- liðasveitir voru myndaðar, og gerðu þær Þjóðverjum því fleiri skráveifur sem lengra leið á hernámstímann. í lönd- um þeim, er Bandamenn héldu við austanvert Miðjarðarhaf, sat einnig grísk útlagastjórn, og þar var efldur grískur her, bæði sjóher og landher. En þrátt fyrir þær miklu hörmungar, er gengu yfir land og þjóð undir oki Þjóðverja, fór því fjarri, að sundurþykkjan innbyrðis hefði dvínað. Hún magnaðist þvert á móti við allt los, sem komst á líf manna og stjórnarhætti alla í róti hinna válegu atburða. Fyrst kom þetta alvarlega í ljós í her grísku stjórnarinnar, bar sem hvað eftir annað kom til uppreisnar, og þó harðnaði fyrst á dalnum eftir að Þjóð- verjar höfðu verið hraktir á brott og slitnað hafði upp úr ^amkomulagi Papandreus, hins gamla andstæðings Metaxas, er tók við völdum í sumar, og El- asmanna. Var þess þá skammt (Framhald, á 7. síðu)

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.