Tíminn - 23.01.1945, Blaðsíða 7
TfMCyrV, þrigjMclagiim 23. jan. 1945
TaMÁLL TÍJIMS^
Innleodur:
4nglýsing
frá Fískimálanefnd
Afgreiðslumcim fiskkaupasklpa og
eigendur hraðfrystihiia eru, með til-
vísuu til auglýsingar Samninganefnd-
ar utanríkisviðskipa um verð á út-
fluttum fiski, áminntir um að geyma
vandlega allar frumnótur um afhent-
an fisk.
Fiskxmálanefnd.
Tlie World’s News Seen Through
TilE Christian Sciekce Mönitor
An International Daily Newspaper
ia Truthful—Constructive—Unbiased—Free from Scnsational-
ism — Editorials Are Timely and Instructive and Its Daily
Features, Together with the Weeldy Magazine Section, Make
the Monitor an Ideal Newspaper for the Home.
The Christian Science Publishing Society
One, Norway Street, Boston, Massachusetts
Price #12.00 Yearly, or'#1.00 a Month.
Sacurday Issue, including Magazine Section, $2.60 a Year.
Introductory Offer, 6 Issues 25 Cents.
1
i
%
u
Addbneæft^.
SAMPLE COPY ON RHQUHST
Ntúlkn
vantar á heimili í verstöS. Störf eftir samkomulagi,
t. d. þvo af sjómönnum o. fl. Einnig vantar nokkra
s j ó m e n n.
Upplýsinar á Ráðningarstofu Reykjavíkurbæjar,
Bankastræti 7.
Dáðir voru
drýgðar
Saga Nólseyjar-Páls og fleiri afreksmanna, segir frá
margvíslegum mannraunum, ævintýrum, svaðilförum og
hetjudáðum. Sögurnar gerast á hinum ólíkustu stöðum
og umhverfi, allt frá hjarnbreiðunum- á nyrztu slóðum
jarðarinnar til fjallavatnanna 1 Sviss, háfjallanna 1 Tí-
bet og sólheitra stranda Arabiu.
Allir, sem unna stórfenglegum hetjusögum og ævln-
týrum, lesa „Dáðir voru drýgðar".
Kaupið bókina hjá næsta bóksala, eða pantið hana beint
frá útgefanda.
Bókaúigáfan Fram
Lindargötu 9 A - Reykjavík — Sími 2353
T t M IIV IV er víðlcsnasta anglýsingablaðið!
6. blað
Á víðavangi
(Framhald af 2. síSu)
stefnu marka, heldur halda
áfram á braut fyrirrennara
sinna, sem hún þó viðurkennir
að hafi verið „háskabraut“.
Ofsóknaróp
heildsalablaðsins.
í aðalmálgagni heildsalanna
og ríkisstjórnarinnar, Mbl., er
öðru hvoru alið á því, að Tíminn
sé með ofsókn gegn heildsölun-
um vegna þess, að hann hafi
krafist ýtrustu rannsóknar á
heildsalahneykslinu.
Þetta er næsta furöuleg ásök-
un. Eins og málin horfa nú við,
hggja yfirleitt allar heildverzl-
anir undir þeim grun, að þeir
séu brotlegir. Með því að ríkis-
stjórnin fyrirskipaði rannsókn
gegn þeim, sem grunaðir eru,
myndi það koma í ljós, hverjir
væru saklausir og hverjir sekir.
Fyrir allar þær heildverzlanir,
sem nú liggja undir meiri og
minni grun um óheiðarlegt at-
hæfi, væri það mikill ávinning-
ur, að vera þannig hreinsaðar
af honum. Jafnrétt er svo hitt,
að komið sé fram réttmætum
sektum á hendur þeim, sem
brotlegir eru.
Vissulega er það furðulegt
að kalla það ofsókn, að heiðar-
legum fyrirtækjum sé gefin að-
staða til að hreinsa sig undan
óréttmætum grun, eða að lög-
legri refsingu sé komið fram á
hendur þeim, sem brotlegir eru.
Samkvæmt því síðarnefnda væri
allt starf dómstólanna raunar
ekki annað en ofsókn, því að ef
það væri ofsókn að dæma brot-
lega heildsala, er það vitanlega
ekki síður ofsókn að dæma aðra
menn.
Þessi málgögn heildsalanpa
hafa með þessu sýnt meiri ótta
um sekt þeirra en senni-
lega er réttmætur eða heildsal-
arnir sjálfir telja málstað sín-
um til bóta. Þau hafa líka enn
sýnt hið gamalkunna álit sitt,
að lög og reglur eigi helzt ekki
að ná tiV manna, sem „hafa
hvítt um hálsinn".
Athugasemd
Herra ritstjóri.
Vegna smágreinar í blaði yð-
ar 1. des. s. 1. undir fyrirsögn:
„Stjórnin hækkar fargjöld",
vill stjórn Félags sérleyfishafa
leyfa sér að benda á eftirfar-
andi:
Að ekki er rétt með farið, að
fyrverandi stjórn hafi ekki vilj-
að fallast á hækkun fargjalda,
því 25. maí, 1943 samþykkti þá-
verandi ríkisstjðrn 27% hækk-
un á öllum leiðum á landinu,
samkvæmt útreikningi við-
skiptaráðs, og samkvæmt gild-
andi vísitölu þá.
Á nákvæmlega sömu forsend-
um voru fargjöld hækkuð í nóv-
ember s. 1.
Vér lítum þannig á, að engin
ríkisstjórn geti lagalega neitað
sérleyfishöfum um hækkun á
fargjöldum, í samræmi við gild-
andi vísitölu á hverjum tíma,
svo framt að fyrir liggi óvé-
fengjanleg reikningsleg sönnun
á hækkunárþörf.
Til frekari skilnings á hækk-
unarþörf sérleyfishafa á leiðun-
um, skal á það bent, að síðan
núverandi styrjöld brauzt út,
hafa sérleyfishafar átt við hina
mestu erfiðleika að búa, bæði
hvað innflutning bifreiða snert-
ir, og svo vöntun á nauðsynleg-
ustu varahlutum.
Með fyrirfram þökk fyrir birt-
inguna.
F. h. stjórnar Félags sérleyfis-
hafa
Reykjavík, 9. jan. 1945.
Sigurjón Danivalsson
form.
Helgi Lárusson
ritari.
Tíminn vill aðeins bæta því
við þessa athugasemd, að fyrv.
stjórn hafði synjað um far-
gjaldahækkun þá, sem núv.
stjórn veitti. Mun stjórnin þar
hafa byggt á útreikningi við-
skiptaráðs, er taldi hækkun þá,
er var leyfð 25. maí 1943, nægi-
lega. Rétt er það, að ýmsir erfið-
leikar sérleyfishafa hafa aukizt,
en flutningarnir hafa líka auk-
izt og gefið aukinn ágóða á þann
hátt.
Byggðahveifi
í sveitum
(Framhald af 3. síðu)
sveitafólk sækir nú að miklu
leyti til kauptúna og kaupstaða.
Eins og nú hagar í sveitum er
í raun og veru ekkert starfssvið
fyrir annað fólk en sen\ er á
bezta vinnualdri. Gamalt fólk
og þeir, sem á einhvern hátt
eru fatlaðir, svo að þeir geta
ekki unnið hin erfiðu landbún-
aðarstörf, eru að mestu útilok-
aðir frá störfum í sveitum.
Framtíð sveitanna veltur á því,
framar mörgu öðru, að fjöl-
breyttari framleiðsluhættir verði
teknir - þar upp. Þótt byggða-
hverfi verði stofnuð, er það
ekkert aðaltakmark að auka
framleiðslu ýmissa larulbúnað-
arvara, þótt það geti verið gott
og rétt. Meginatriði þessa máls
er að gera athafnalíf sveitanna
fjölbreyttara. Fá þar starfssvið
fyrir fólk, sem til þessa hefir
orðið að hrekjast þaðan burtu,
vegna þess að starfsskilyrði
vantaðí.
Byggðahverfi sveitanna eiga
að verða nokkurs konar mið-
stöðvar fyrir athafnalíf þeirra,
á þann hátt, sem hér hefir
lauslega verið drepið á. Jafn-
framt verða þar að vera menn-
ingar- og skemmtistöðvar fyrir
dreifbýlið.
Ég hefi hér höggvið á nokkr-
um atriðum varðandi stofnun
byggðahverfa í sveifum. Það
eru nú átta ár síðan löggjöf var
sett um stofnun þeirra fyrst.
Enn hefir ekkert orðið úr fram-
kvæmdum. Nú er búið að tala
nægilega mikið um þessa hluti.
Svo að hægt sé að hefjast handa,
verður Alþingi að veita miklar
fjárhæðir til framkvæmda. Okk-
ur vantar ekki löggjöf um þetta.
Lög um landnám ríkisins veita
nægan stuðning. Undirbúnings-
rannsóknir hafa verið gerðar.
,Þess er að vænta, að ríkisstjórn
sú, sem nú situr og hefir ný-
skö'rhn atvinnuveganna efst á
stefnuskrá sinni, láti ekki vanta
fé til þess að hefja megi fram-
kvæmdir um stofnun nokkurra
byggðahverfa í sveit og við sjó.
Samfærsla
byggðarinnar
(Framhald af 4. síðu)
að sú ályktun virtist ákaf-
lega lítiff hugsuff, og lítiff til-
lit tekiff til hagsmuna bænda.
Þaff mun fara um bændur
hrollur, þegar þeir sjá, hvert
þessir fulltrúar þeirra eru aff
fara meff þá.
Og svo eru allir þessir
styrkir til landbúnaffarins,
sem miffa aff því aff hindra
alla atvinnuþróun í landinu.
Það, sem nú þarf aff gera,
þaff er aff byrja strax á því aff
færa byggffina saman. Þaff
þarf aff skapa sveitaþorp“.
„Oft má af máli þekkja mann-
inn hver helzt hann er“.
Flugvöllur í Oræfum
Fyrir atbeina fyrrv. atvinnu-
málaráðherra, .Vilhjálms Þórs,
/ár á síðastl. sumri hafizt handa
um byggingu flugvallar hjá Fag-
urhólsmýri í Öræfum. Var að
mestu lokið við eina flugbraut
í haust, en í ráði mun vera að
gera aðra til viðbótar. Ein af
hinum tveggja hreyfla flugvél-
um Flugfélags íslands lenti á
bessari flugbraut nýlega og
gekk það ágætlega.
Verður að vænta þess, að
haldið verði áfram að bæta flug-
völl þeirra Öræfinga, svo að
flugferðir geti orðið sæmilega
öruggar þangað, hvað hann
snertir. Það verk mun vera til-
tölulega kostnaðarlítið, en hins
vegar mjög mikilsvert fyrir þessa
afskektu sveit að geta fengið
sem beztar flugsamgöngur.
ORÐSENRING
til kaupenda Tíinans.
Ef kaupendur Tímans verða
fyrir vanskilum á blaðinu, eru
þeir vinsamlega beffnir aff snúa
sér STRAX til
ÞÓRÐAR ÞORSTEINSSONAR,
afgreiffslumanns,
Erlendur:
13. janúar, laugardagur:
Hörð sókn Rússa
x Póllandi.
Austurvígstöffvarnar: Sókn
Rússa í'Suður-Póllandi er mjög
hröff. Þeir hafa sótt fram um
40 km. á breiffu svæffi.
Vesturvígstöffvarnar: Hörkur
og fannfergi hindruðu enn meiri
háttar hernaðaraðgerðir.Banda-
menn voru í sókn við Bostogne
í Belgíu, en mikið hefir verið
barist um þá borg.
14. janúar, sunnudagur:
Scobies hylltur.
Grikkland: Verkamenn og
aðrir frjálslyndir menn í Aþenu
héldu stóra hópgöngu og hylltu
aeir Scobies hershöfðingja og
færðu Bretum þakkir fyrir bar-
áttu þeirra í þágu frelsis grísku
bjóðarinnar.
Austurvígstöffvarnar. Sókn
Rússa í Suður-Póllandi var enn
mjög hörð. Þjóðverjar segja frá
.sókn þeirra víðar í Póllandi.
Kyrrahafsvígstöðvarnar: Sókn
Bandaríkjamana á Luzon geng-
ur vel. Mótspyrna Japana er enn
ekki veruleg.
15. janúar, mánudagur:
Sókxs Randaxnanna
x Relgín.
Vesturvígstöffvarnar: Banda-
menn voru alls staðar í sókn í
Ardennafleygnum og halda
Þjóðverjar áfram að hörfa. í
Elsass gerðu þjóðverjar hörð á-
hlaup. Mikil loftsókn gegn
Þýzkalandi.
Austurvígstöffvarnar: Sókn
Rússa var hörð í Suður-Póllandi.
Mótspyrna Þjóffverja lítil..
16. janúar, þriffjudagur:
250 herfylkjuin
heitt til sóknar.
Austurvígstöffvarnar: Rússar
tilkynntu nýja sókn í Póllandi
undir stjórn Lukovs marskálks.
Þessi nýja sókn er rétt norðan
við sóknarsvæði Konievs. Mark-
mið hennar virðist vera að um-
kringja Varsjá. Rússar tilkynna
töku margra borga á báðum
sóknarsvæðunum. Alls er talið,
að Rússar tefli fram 250 her-
fylkjum til sóknar í Póllandi
og Litháen.
Vesturvígstöffvarnar: Bretar
hófu sókn norður af Geilen-
kirchen og Ameríkumenn fyrir
sunnan Strassburg.
Kyrrahafsvígstöffvarnar: Am-
eríkumenn voru komnir 50 km.
inn í land á Luzon á 112 km.
víglínu. Japanir hafa byrjaff
á gagnáhlaupum.
Samkeppni um upp-
drælti útihúsa í sveit
Á s. 1. vori ákvað milliþinga-
nefnd búnaðarþings í búnaffar-
málum að bjóða til verðlauna-
samkeppni um tillögur um fyr-
irkomulag útihúsabygginga í
sveit, og skyldu fylgja tillögun-
um teikningar eða riss af bygg-
ingunum.
Að útrunnum útboðsfresti
höfðu nefndinni borist 4 úr-
lausnir. Hefir hún nú lagt dóm
sinn á þær og ákveðið að veita
II. og III. verðlaun fyrir tvær
beztu úrlausnirnar.
Skoðun dulmerkja leiddi í ljós,
að Ágúst Steingrímsson bygg-
ingafræðingur í Hafnarfirði
hlaut II. verðlaun, kr. 1000.00,
en III. verðlaun, kr. 1000.00,
hlutu saman Árni Kristjánsson
og Þórarinn Kristjánsson bænd-
ur í Holti í Þistilfirði. Tvær úr-
lausnir þóttu ekki viðurkenn-
ingar verðar, og geta hlutaðeig-
endur fengið þær, ef þeir snúa
sér um það til Búnaðarfélags
íslands.
/
Fylgízt með
Allir, sem fylgjast vilja með
almennum málum, verða að lesa
Timann.
Gerist ' áskrifendur, séuð þið
það ekki ennþá. Simi 2323.
13. janúar, laugardagur:
Maður dæindur
fyrir blóðskömxn.
Skýrt er frá, að sakadómari
hafi dæmt mann um tvítugt
fyrir skírlífisbrot gegn systur
sinni á 14. ári. Hann var dæmd-
ur í eins árs fangelsi og missir
borgaralegra réttinda.
14. janúar, sunnudagur:
Axnerískir rithöf-
umlar í Reykjavík.
Fjórtán amerískir rithöfund-
ar, sem flestir eru velþekktir
vestan hafs, höfðu hér stutta
viðdvöl. Meðan þeir dvöldu hér
höfðu íslenzkir blaðamenn við-
tal við þá.
Bifreiðaslys varð á Álftanesi.
Stýrisútbúnaður bifreiðarinnar
bilaði og rann hús á símastaur.
Tvær manneskjur meiddust all-
alvarlega.
Stolið var 5 þús. kr. í pening-
um úr læstri skrifborfðsskúffu
í íbúðarherbergi í húsinu Aðal-
stræti 8, Reykjavík.
15. janúar, mánudagur:
Maður drukknar.
Maður, sem féll út af togar-
anum Drangey úti fyrir Vest-
fjörðum, drukknaði. Hann hét
Bragi Jensson, sonur Jens
Kristánssonar fisksala í Hafn-
arfirði, 23 ára gamall, ókvænt-
ur.
16. janúar, þriðjudagur:
Ofvxðri x
Reykjavík.
Um nóttina geisaði aftaka-
veffur suðvestanlands og gætti
þess sérstaklega í Reykjavík.
Mörg skip slitnuðu upp og rak
eitt þeirra, m.s. Hring frá Siglu-
firði út úr höfninni og strand-
aði það í Rauðarárvík. Einn 5
smál. bátur sökk og fleiri skip
urðu fyrir skemmdum. Einnig
varð nokkurt tjón á hafnar-
mannvirkjum. Víða urðu
skemmdir á símalínum.
17. janúar, miðvikudagur:
Flugfióstfcrðir
íuilli Islunds og
U. S. A.
Tilkynnt að g^ngið hafi verið
frá samningi vestan hafs um
flugpóstferðir milli íslands og
Ameríku og muni þær hefjast
bráðlega.
Exdent yfirlit.
(Framhald af 2. síðu)
ins, sem færastir og gáfaðastir
eru taldir .
Þá er sagt, að það hafi ekki
verið sízt um rætt að unglingar
allt frá 18—20 ára aldri, eigi
að taka þatt í mótstöðuhreyfing-
unni, ef til kæmi. Þaö er einmitt
mótspyrna þessara aldursflokka,
er margir Bandamanna óttast
mest.Þeim hefir verið innrætt
trúin á yfirburði fcýzkalands og
ágæti nazismans með allri þeirri
elju, er nazistar hafa haft yfir
að ráða. Á vígstöðvunum eru
það yngstu hermenn Þjóðverja,
sem nú berjast með bezta víg-
búnaði og ofstæki. Þessa eru
mörg dæmi, að 12—14 ára gaml-
ar leyniskyttur hafi gert mikinn
usla í liði Bandamanna.
Með vissu verður náttúrlega
ekkert um það sagt, hvað hæft
er í þessum frásögum enskra og
amerískra blaða. En trúlegt má
þó telja margt af því, sem þar
er sagt. Mjög hlýtur þó kraftur
í mótspyrnuhreyfingu nazista
að fara eftir þeim friðarskil-
málum, sem Þjóðverjar sæta.
Verði þeir . óhagstæðir og mikið
af þýzku landi lagt undir aðrar
þjóðir, má ekki aðeins búast við
öflugri mótspyrnuhreyfingu
Þjóðverja, heldur einnig að það
reynist sannspá, er nýlega var
sagt í merku ensku blaði,* að
með því hefði verið sáð fræjum
að nýrri heimsstyrjöld.
Útbreiðið 'Tímanii!
Grikkir
(Framhald af 4. síðu)
að bíða, að hæfust hin grimmd-
arfullu vopnaviðskipti, sem nú
um skeið- hafa verið áhyggju-
og umræðuefni manna víða um
lönd, og enn er ekki séð fyrir
endann á.
Eru uggvænlegar sögur sagð-
ar af framferði Grikkja í þess-
um átökum, og það svo, að
manni hrýs hugur við, þótt
fregnir af þessu tagi séu ekki
lengur nein nýjung, heldur þvert
á móti daglegt brauð. En það
var sannarlega ekki heldur á
góðu von, úr því að skæruliðum
og stjórnarhernum laust sam-
an. Menn, sem átt hafa við ann-
að eins að búa og Grikkir þessi
síðustu ár, losna fljótt við alla
tilfinningasemi. Þeir verða að
miskunnarlausum vörgum, sem
engu eira. Vafalaust hafa að-
gerðir skæruliðanna átt rætur
að rekja til utanaðkomandi á-
róðurs, en jarðvegurinn var
líka hinn ákjósanlegasti: fjöl-
mennar sveitir manna, er barizt
höfðu árum saman og glatað
öllu, er þeim var hjartfólgið,
heimilum, ættmennum og fram-
tíðarvonum. Þeir voru eins og
rekald á sjó atburðanna, og til
einskis annars fallnir en halda
áfram að berjast meðan þeir
höfðu byssu í hönd.
Það verður erfitt og vanda-
samt hlutskipti, sem bíður
þeirra, er taka við völdum í
Grikklandi, þegar búið er að
friða landið. Það verða ekki að-
eins borgirnar, sem þarf að
reisa úr rústum, og löndin, sem
þarf að rækta að nýju. Það þarf
líka að græða andleg meín þjóð-
arinnar, og það verkefnið verður
kannske hvað erfiðast viðfangs
og torleystast. Það er því ekki
vert að gera sér glæstar vonir
um nánustu framtíð grísku
þjóðarinnar, hverjir svo sem
setjast þar að völdum.