Tíminn - 23.01.1945, Page 6

Tíminn - 23.01.1945, Page 6
6 TtMIIVX. þriðjjudagiim 33. Jan. 1945 6. Mað Sextngur: Jónas Þorbcrgsson útvarpsstjóri Pyrir nálega aldarfjórðungi sá ég Jónas Þorbergsson fyrst, svo að ég muni. Ég var þá seyt- ján ára skólapiltur á Akureyri. Þá bar það við um veturinn, að boðað var til stjórnmálafundar í samkomuhúsi bæjarins. Þótti þetta tíðindum sæta, og fórum við á fundinn, nokkrir félagar úr Gagnfræðaskólanum. Af minni hálfu var það víst meir fyrir forvitnis sakir en áhuga, því að ég kunni þá lítil skil á stjórn- málum og stjórnmálaflokkum og hirti lítt um, hvorum þar veitti betur. Jónas Þorbergsson var meðal ræðumanna á þessum fundi. Mér varð ræðumennska hans minnisstæð. Sumir voru þar raunar hraðiíiæltari en hann. En orðfar þessa manns þótti mér einkennilegt og fagurt og rökleiðslan glögg. 'Þótti mér, að sá, er svo væri jafnhagur á mál og rök, hlyti að hafa „mannvit mikið“ til brunns að bera. Þetta mun hafa orðið til þess, að ég fór að kynna mér blaðið Dag, er Jónas Þorbergs- son þá stýrði á Akureyri. Næsta vor, að ég hygg, var ég staddur sem áheyrandi á aðalfundi Kaupfélags Eyfirðinga á Akur- eyri. Heyrði ég þá m. a., að borin var upp og samþykkt tillaga um þakkir til ritstjóra Dags fyrir mikilsverðan stuðning við máls- stað félagsins í erfiðleikum „eftirstríðsáranna“. J. Þ. var hinn fyrsti af formælendum Framsóknarflokksins, er áhrif hafði á skoðanir mínar á þjóð- málum. Hygg ég, að sama megi segja um ýmsa jafnaldra mína á Norður- og Austurlandi. Mörg- * um árum síðar kynntist ég hon- um persónulega í Reykjavík og heimili hans hér. En því heim- ili á ég margt að þakka. Jónas Þorbergsson er fæddur og uppalinn í Suður-Þingeyjar- sýslu. Er mikill frændgarður hans norður þar og víðar.'Éang- afi hans í karllegg var Þorgrím- ur í Hraunkoti, en afkomendur Þorgríms eru fjölmennir í Þing- eyjarsýslum báðum. í móðurætt er hann m. a. kominn af sr. Jóni Þórarinssyni, er prestur var í Vogum í Mývatnssveit á átjándu öld. Þaðan er og Gröndalsætt, er kennd mun vera við örnefni í landareign Voga. Jónas hóf nám í Gagnfræða- skólanum á Akureyri á síðustu skólastj órqarárum Jóns Hjalta- líns og lauk gagnfræðaprófi vorið 1909. Stundaði eftir það * kennslu og fleira, en dvaldi síð- an um hríð í Vesturheimi og kynntist þar nánar enskri tungu og margskonar framförum. Árið 1919 tók hann við ritstjórn Dags á Akureyri, og ritstjóri Tímans var hann á árunum 1927 —29. En við stofnun ríkisút- varpsins varð hann fram- kvæmdastjóri þess og hefir gegnt því starfi síðan eða um fimmtán ára skeið. Á Alþingi átti hann sæti á árunum 1931— 33. Var kosinn á þing í Dala- sýslu, en bauð sig ekki fram aftur. Hefir hann lítt gefið sig að stjórnmálum síðan. Mun hafa talið starf sitt svo um- fangsmikið og hlutleysiskröfur svo strangar, að óhægt væri forstöðumanni þess að standa í stjórnmáladeilum. En útvarpið og velfarnað þess hefir hann á- valt borið mjög fyrir brjósti. Hefir og vöxtur útvarpsnotkun- ar orðið mikill og hraðfara hér á landi. Jónas Þorbergsson varð snemma þjóðkunnur af ritstjórn sinni. Um efni þeirra grelna, er hann ritaði um landsmál, voru auðvitað skiptar skoðanir, og þótti ýmsum þungt undir að búa, sem vænta mátti, -er sam- an fór kapp og ritfimi. En blaða- greinar hans voru eigi einskorð- aðar við stjórnmál. All oft rit- aði hann í blöð sín bókmennta- þætti, tímamótagreinar, eftir- mæli o. fl., þar sem tekin voru til meðferðar hugðarmál þess, er í Hliðskjálf situr og skyggnast vill um „heima alla“. Hefir nokkuð af þessum greinum verið tekið upp í bók hans „Ljóð og línur“. Hiklaust má telja hann meðal þeirra, er bezt hafa ritað íslenzkt mál á síðari tímum. Engan blaðamann hefi ég vitað vanda svo vinnu sína sem hann Jónas Þorbergsson gerði. Margt snjallyrði hraut þá úr penna hans. Minnisstæðast er mér í svip hið fræga orðtak „sannvirði vinnunnar“, og veit ég ekki betur en að hann hafi notað það fyrstur manna. Um eitt af þjóðskáldum vorum hefi ég nýlega heyrt sagt, að það hafi aldrei orkt lélegt kvæði. Mér er nær að halda, að Jónas Þorbergsson hafi aldrei skrifað lélega blaðagrein. Og ekki verð- ur séð, að penni hans hafi ryðg- að við geymsluna hin síðari ár. Má í því sambandi t. d. minna á ritgerð hans í þjóðhátíðarblaði Tímans í sumar, sem leið. J. Þ. mun hafa búið við frem- ur kröpp kjör í bernsku, og heilsutæpur var hann framan af ævi. Má vera, að áhrifa þess gæti nokkuð í fari hans. Þótt hann hafi komið allmikið við sögu um sína daga og í mörgum orðastyr staðið, er hann að jafnaði dulur maður, fátalaður oftast og málrófsmaður enginn, þótt aldrei hafi honum brugðizt orðkringi í fundarsennum. Rík orðlistarhneigð er honum í blóð borin. Hann hefir mikið yndi af ljóðum, og þá sérstaklega And- vökum Stephans G. Stephans- sonar. Hann er næmlyndur og hlýlyndur og einn þeirra, er helzt ekki mega „aumt sjá“. Hef- ir og orðið mörgum að liði, er þess þurftu með. Hann var einn af aðalforgöngumönnum í heilsuhælismáli Norðlendinga á sínum tíma. Um „andleg mál“ hefir hann verið áhugasamur og átti eitt sinn sæti í milliþinga- nefnd í kirkjumálum. En í fé- lagsmálum hefir samvinnan verið höfuðáhugamál hans fyr og síðan Jónas Þorbergsson er tví- kvæntur. Fyrri konu sína, Þor- björgu Jónsdóttur Þorsteins- sonar frá Arnarvatni missti hann á Akureyri fyrir um tutt- ugu árum. Síðari kona hans er Sigurlaug Jónasdóttir Sveins- sonar, úr Skagafirði. Á Jónas dóttur uppkomna af fyrra hjónabandi og dóttur og son af hinu síðara. Heimili sínu og fjölskyldu hefir hann unnað mjög, enda átt þar ástúð og skilningi að fagna í starfi og hryðjum lífsins. Vonandi á Jónas Þorbergsson enn eftir að njóta starfskrafta sinna um langa hríð, og e. t. v. á bað fyrir honum að liggja að sjá eitthvað af því rætast, sem hann hefir hugsað í tómstund- um sínum og komið á framfæri við menn, um stjórnskipulag bjóðarinnar í framtíðinni og öryggi réttarríkis á landi hér. Og margt hefir hann til brunns að bera, til að verða nýs land- náms auðið í bókmenntum þjóðarinnar. Það er mikils um vert að stjórna áhrifamestu menning- arstofnun landsins og e. t. v. ekki sanngjarnt að ætlast til annars af þeim er það hefir með höndum. En margur myndi óska þess, að Jónasi Þorbergssyni ynnist ráðrúm til að grípa til pennaíis svo að um munaði, í annað sinn, þótt vera kynni á öðru sviði en fyrr. G. G. GÆFAN fylgir trúlofunarhringum frá SIGURÞÓR, HAFNARSTR. 4. Sendið nákvæmt mál. Sent mót póstkröfu. Utan nr heimi Skipasmíðar í Bandaríkjunum. Nýlega bárust fréttir af því, að hollenzka ríkisstórnin hefði pantað 30 ný vöruflutningaskip hjá sÁipasmiðnum Henry Kaiser í Bandaríkjunum, en síðar var upplýst, að pöntunin hefði verið dregin til baka vegna þess, að hollenzku stjórninni hefði þótt skipin allt of dýr. Hefir þetta að sögn vakið nokkurt umtal í Bandarikjunum og þykir benda til þess, að byggingarkostnaður þar, jafnvel í fjöldaframleiðslu, sé nú orð- inn svo hár, að skipasmiðir geti ekki gert sér vonir um að fá neinar teljandi bygginga-sant- anir erlendis frá að styrjöld- inni lokinni. Er því helzt talað um að leggja verði niður ýmsar hinna mörgu og stóru skipa- smíðastöðva, sem komið hefir verið upp í Bandaríkjunum á ófriðarárunum, að svo miklu leyti, sem þær hafa ekki næg verkefni við aðgerðir skipa og vilji hið opinbera ekki halda þeim við af öryggisástæðum. Flugmál. Samkv. upplýsingum brezka siglingamálaritsins Fairplay hefir Moore McCormack flugfé- lagið í New York sótt um leyfi til þess að reka áætlunarflug- ferðir um tvær eftirgreindar leiðir frá New York: 1. Um Botwood í Nýfundna- landi, Grænland, Reykjavík, Osló, Stokkhólm, Helsingfors, Leningrad, Moskvu, Teheran og Basra. 2. Um Bermuda- og Azoreyj- ar, París, Amsterdam, Ham- borg, Kaupmannahöfn og Stokk- hólm. Framtíðarskipun flugmála. Samkv. sömu heimild og að ofan greinir hefir hin svokall- aða „óháða nefnd“ í Bret- landi nýlega látið frá sér fara álitsgerð varðandi framtíðar- skipun flugmála. Er það í álits- gerðinni talið mjög þýðingar- mikið, að brezka stjórnin, í sam- ráði við stjórnir annara ríkja, geri nú þegar grein fyrir stefnu sinni í þessum málum. Mælir nefndin með því, að sem mest frelsi ve;<5i veitt til flugferða, þar á meðal að leyft verði að fljúga yfir önnur lönd án lend- ingar, leyft verði, ef á liggur, að lenda á flugvöllum annara landa til viðgerða eða benzín- töku og rúm ákvæði verði sett varðandi verzlunarviðskipti loft- leiðis. Ennfremur er lagt til, að alþjóðastjórn skuli hafa eftir- lit með hæfni flugmanna, gerð flugvéla og lendingarstöðva og tryggja almennt samræmi í flugferðum, veðurfregnum, heil- þrigðismálum, sóttvörnum, björgunar- og tollmálum. Sama stjórn eða hliðstæð skuli og hafa.eftirlit með þeim, sem reka flugferðir og fylgjast með flutn- ingaþörfinni, gefa út starf- ræksluley£i og ákveða flutn- ingsgjöld fyrir fólk og varning. Hin alþjóðlega stjórn flugmál- anna myndi samkvæmt þessu setja hliðstæð ákvæði varðandi flugferðirnar eins og hinar al- þjóðlegu siglingamálaráðstefn- ur hafa sett fyrir siglingar, en beint eftirlit og afskipti yrðu mun meiri í sambandi við flug- ferðir heldur en siglingar á sjó. Áttrseður: Pétur Jónsson £rá Stökkum Áttrsgður varð þann 6. nóvem- 1 ber siðastliðinn, Pétur Jónsson: fræðimaður og fyrrum bóndi að Stökkum á Rauðasandi. Pétur er kynjaður úr Eyja- brekku á Breiðafirði og fæddur í Skáleyjum. Jón faðir hans var síðar við verzlun og síðast hjá Markúsi Snæb’örnssyni á Geirs- eyri. Forfeður Péturs hafa marg- ir haft mikla fræðahneigð, og sumir verið afbragðs skrifarar. Pétur kvæntist ungur Pálínu Þórðardóttur frá Djúpadal, sem er á lífi. Um svipað leyti hóf hann búskap, fyrst á Þórísstöð- um í Gufudalssveit, þá í Barmi, síðan á Fossá og Auðhaugi í Barðastrandarhreppi, og loks um 20 ár að Stökkum á Rauðasandi. Brá hann búi fyrir um það 20 árum. Hefir hann síðan stundað barnakennslu á vetrum í ýms- um stöðum, og siðast var hann farkennari í víðlendum hreppi, Kaldrananeshreppi í \ Stranda- sýslu, í fyrrahaust, þá á áttug- asta árinu. — Á sumrum hefir hann fram á síðustu ár stundað sjómennsku og landbúnaðar- störf. Pétur var nýtur bóndi og eink- ar góður félagsmaður í sveitum þeim, sem hann bjó í. Ýms trún- aðarstörf voru honum falin, meðal annars var hann á yngri árum um skeið hreppstjóri í Gufudalssvéit. En tíður búferla- flutningur gerði honum ekki kleift að ráðast í búnaðarfram- kvæmdir. — Á Stökkum mun honum hafa búnazt bezt. Tók Jón sonur hans við búskap, er hann sleppti þar ábúð og gerð- ist hinn nýtasti búhöldur, en hann lézt á bezta aldri vorið 1943. Það voru fræðistörfin, sem jafnan áttu hug Péturs. En búsannir efnalítils einyrkja gefa ekki tóm til ritstarfa. Fyrst á efri árum sínum tók Pétur að birta ritsmíðar sínar í sagna- söfnum. Hefir hann síðan skrif- að fjölda af slíkum greinum: Fyrst í Vestfirzkum þjóðsögum, er Helgi heitinn Guðmundsson safnaði af mikilli alúð og vandvirkni. Þá hefir hann skrif- að meginhluta Barðstrendinga- bókar. Loks hefir hann nú í smíðum eða um það lokið við Strandamannabók, er mun koma á prent innan skamms, og hefir að geyma fróðleik um alla bæi ’sýslunnar, ásamt margvíslegum ' persónufróðleik. Auk þess liggja eftir hann margar fræðigreinar í ýmsum blöðum. Pétur er stór- fróður um atburði, háttu og menningu í Barðastrandasýslu og raunar víðar fram að 1870. Hann er og ættfróður vel. Ágæt- lega er hann og heima í forn- sögum vorum, og flestum þjóð- legum fræðum. Pétur er maður prýðilega ritfær. Framsetning haris er glögg, tildurslaus og og íslenzkulegur sagnastíll, Og í réttritun og stafsetningu stend- ur hann skólagengnum mönn- um á sporði, þótt eigi hafi á skólabekk setið. Þegar þess er gætt, að Pétur fær fyrst færi á að fást við ritstörf þegar hann er kominn fast að sjötugu, og þó í tómstundum frá barna- kennslu og öðrum vinnustörfum á sumrum, þá má teljast mikið, sem hann hefir komið í verk. Hann er ósvikinn afsprengur hinna gagnsmiklu fræðimanna, sagnaritaranna gömlu, er í hjáverkum björguðu fornum fróðleik frá glötun, ætluðust ekki til launa, en unnu verk sín af ást á viðfangsefnunum. Mun hann eiga sitt af hverju í hand- ritum ennþá, en meira er þó í huga hans, sem hann þráir að koma á pappírinn. Pétur er ennþá frár á fæti og teinréttur, ungur í anda og glaður í bragði, þótt áttræður sé jorðinn. Óska hinir mörgu kunningjar þess, að honum endist sem lengst líf og heilsa til að starfa að hugðarmálum sínum. Kr.J. Samband tsl. samvinnufélaga. SAMVINNUMENN: Samvinnan er málgagn samvinnuhreyfingar- innar. Kaupið hana og lesið. Hún flytur alltaf fróðleik um samvinnumál. Innilega þakka ég öllum þeim, sem glöddu mig með gjöfum, heimsóknum og heillaóskum á 70 ára afmœli mínu 1. janúar siðastliðinn. Guð blessi ykkur œtíð. Efra-Langholti, 10. jan. 1945. SVEINN SVEINSSON Þeir, sem vilja gera tilboð í lífeyri handa aðstandendum þeírra manna, sem fórust með e.s. Goða- fossí, vítji upplýsinga í skrifstofu vorri fyrir 1. febrúar næstkomandi Stríðstryggíngaíélag íslenzkra skípshaina Sfafnar tannkrem gerir tennurnar mjallhvítar Eyðir tannsteini og himnu- myndun. Hindrar skaðlega sýrumyndun í munninum og varðveitir með því tennurn- ar. Inniheldur alls engin skaðleg efni fyrir tennurnar eða fægiefni, sem rispa tann- glerunginn. Hefir þægilegt og hressandi bragð. 1AR TAMKREIM KVÖLDl OG MOilGVA. Sápuverksmiðjan Sjöfn Akureyri Raftækjavinnustofan Selfossi £ramkvæmir ullskonar rafvirkjjastörf. ORÐSENDING TIL KAIPEIVHA TÍMMS. Ef kaupendur verða fyrir vanskilum á blaðinu, eru þelr vin- samlega beðnir að gera afgreiðslunni þegar aðvart.

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.