Tíminn - 06.02.1945, Qupperneq 1

Tíminn - 06.02.1945, Qupperneq 1
RITSTJÓRI: ÞÓRARINN ÞÓRARINSSONr ÚTGEPFANDI: FRAMSÓKN ARPLOKKURINN. Símar 2353 Og 4373. PRENTSMIÐJAN EDDA h.f. RITSTJÓRASKRIFSTOFUR: EDDUHÚSI. Lindargötu 9A. Símar 2353 Og 4373. AFGREIÐSLA, INNHEIMTA OG AUGLÝSINGASKRIFSTOFA: EDDUHÚSI, Lindargötu 9A. Sími 2323. 29. árg. Reykjavík, þriðjudagiim 6. febr. 1945 10. blað Fisksölumálin: Stjórnín hefir loksíns iengið brezku skipin Færeysku samningunum sagt lokið Samkvæmt frásögn stjórnarblaðanna hefir ríkisstjórnin nú fengið umráð yfir brezkum flutningaskipum, sem nokkrir fjárafla- menn hér hefðu fengið til leigu. Skýra stjórnarblöðin frá þessu sem miklum sigurtíðindum og lofa stjórnina fyrir mjög rögg- samlega framkomu hennar í málinu! ,,Nýsköpuninu í landbúnaðarmálunum: 9 Stjórnarliðíð ætlar að svæía jarð- ræktarlagafrumvarpið í eíri deild STÆRSTA ORIJSTUSKIP RRETA Mynd þessi var tekin fyrir skömmu, þegar stœrsta orustuskipi, sem smíS- að hefir verið í Bretlandi, var hleypt af stokkunum. \ Ruuaðarmálasjóður: Bændur sviptir ráðstoíunar- rétti yfir eigin fé Samtökum bænda sýut fyllsta ofbeldi og lítilsvirðiug Þau tíðindi gerðust í neðri deild í gær, að samþykkt var að svipta samtök bænda umráðarétti yfir sjóði, sem stofnað er til með framlögum frá bændum einvörðungu. Mun þess ekkert dæmi i þingsögunni, að stéttasamtök hafi verið beitt slíkum ójöfn- uði eða þeim sýnt slíkt vantraust í meðferð fjármuna. Frv. um áburðarverksmiðjuna hei- ir verið vísað frá með rökst. dagskrá Tvenn söguleg tíðindi hafa nýlega gerzt í sambandi við með- ferð landbúnaðarmálanna á Alþingi. Önnur eru þau, að Jón Pálmason hefir verið látinn lýsa því yfir í ísafold, að jarðrækt- arlagafrv." verði svæft í efri deild. Hin eru þau, að stjórnarliðið hefir nú vísað áburðarverksmiðjufrumvarpinu frá með rökstuddri dagskrá. Með þessum tveimur aðgerðum hafa stjórnarflokkarnir lýst svo greinilega afstöðu sinni til nýsköpunar landbúnaðarins, að enginn ætti að þurfa að vera í vafa um hana lengur. Olíuverðið stórhækkar Mikil verðhækkun varð á olíu síðastl. laugardag. Hér í bænum hækkar benzínlíter- inn um 10 aura og tilsvar- andi úti um land. Hráolía hækkar hér um 13 aura kg. og tilsvarandi annars staðar. Er þetta tilfinnanleg hækkun fyrir alla þá, sem nota þessar vörur, og þó sérstaklega smá- bátaútveginn. Það var sams konar verðhækk- un á olíum, er raunverulega var skollin á veturinn 1942—43, en Vilhjálmur Þór fekk afstýrt. Myndi hún áreiðanlega hafa komið til framkvæmda þá, ef stjórnarskipti hefðu ekki orðið á heppilegum tima. Vegna þess hefir þjóðin búið við mun lægra olíuverð en ella, tvö undanfar- in ár. Má gleggst á þessu marka, hve miklu skiptir að hafa dug- andi mann í sæti utanríkismála- ráðherra. Jafnframt þessum slæmu tíð- indum um verðhækkun olíunn- ar, hefir það kvisazt, að hring- arnir séu að reyna að hindra alla olíusölu olíusamlaganna og síldarverksmiðja ríkisins, er hafin var að tilhlutun Vilhjálms 1943 og stórlækkaði verðið á olí- unni til síldveiðiskipanna. Verð- ur að krefjast þess að stjórnin sé vel á verði í þeim efnum og geri ekkert það, sem frekar geti skert hag útvegsmanna en orð- ið er. Afstaða fimm- menninganna Pétur Ottesen afhjíip- ar blekkingar Jóns Pá Merkileg blaðaskrif hafa nú hafizt í Morgunbl. milli þeirra Jóns Pálmasonar og Péturs Ottesen í tilefni af þeirri yfirlýsingu Péturs á Alþingi fyrir skömmu, að af- staða „fimmmenninganna“ til rikisstjórnarinnar sé ó- breytt. Hefir Pétur í tilefni af því enn á ný lýst því yfir, að sú frásögn hans hafi verið rétt. Það var Jón, sem hófst handa um þessi skrif. Ekki reyndi hann þó að halda því fram, að Pétur hafi sagt rangt frá af- stöðu fimmmenninganna, held- ur hafi hann ekki haft heimild þeirra Ingólfs og Þorsteins til að segja frá afstöðu þeirra! Pétur svarar þessu í Mbl. 3. þ. þ. m. og segir hánn þar eftir að hafa rætt um viðureign þeirra í þinginu: „Um leið og ég leiðrétti þenn- an misskilning Jóns, gat ég þess, að ég hefði lesið það í blaði, þar sem sagt var frá fund- um, sem Jón hélt um jólaleytið með kjósendum sínum heima í héraði, að hann hefði, sér til friðþægingar, lýst þvi yfir þar, (Framhald á 8. siSu) Það sanna í málinu er, að stjórnin hefir sýnt hið fyllsta röggleysi og tvískipting í þessu máli, þótt fram úr því hafi nú ráðist með aðstoð velviljaðra er- lendra stjórnarvalda, þegar loksins var leitað til þeirra. Hefði stjórnin tekið þetta mál nógu fljótt til úrlausnar, hefði aldrei til þess komið, að óvið- komandi fjáraflamenn hefðu fengið skipin á leigu. Það er nú upplýst, að þessir menn fengu skipin ekki á leigu fyrr en um áramótin, en þá átti stjórnin að vera búin að tryggja sér skip- in og gat verið búin að því, ef hún hefði lagt nokkurt kapp á það. Skipaleiga fjáraflamann- anna og öll þau vandkvæði, sem af henni hafa hlotist, hefðu þá aldrei komið til sögunnar. Mál þetta hefði m. ö. o. aldrei komið, til, ef Áki Jakobsson hefði lagt á það meiri áherzlu fyrir ára- mótin að útvega skip til flutn- inganna en að lofa útgerðar- mönnum gulli og grænum skóg- um, er reyndust svo fyllstu blekkingar, þegar til kom. Þegar stjórnin hófst svo loks- ins handa um að reyna að ná skipunum, munaði minnstu, að hluti af stjórninni væri búinnað hindra það. Það getur hver sagt sér það sjálfur, að útgerðar- menn á Suðurnesjum hefðu ekki gert samning við fjáraflamenn- ina um útflutning með brezku skipunum, ef þeir hefðu ekki haft samráð við forsætis- ráðherra, sem er þingmaður þeirra. Fjáraflamennirnir sátu líka daglega á fundum með forsætisráðherranum og er ekki ólíklegt, að hann hafi bent þeim á þetta úrræði til að reyna að halda skipunum. Munaði líka litlu, að sú fyrirætlun heppnað- ist og hefðu þessir fjáraflamenn þá getað tryggt sér mikinn gróða af flutningunum á kostn- að útvegsmanna og sjómanna. Þannig er því sagan um rögg- semi stjórnarinnar í þessu máli. Það er í fyrsta lagi algert sinnu- leysi atvinumálaráðherra um að tryggja skipin í tæka tíð, og í ‘ (Framhald' á 8. síðu) AðalhmdurMiðstjórn ar Framsóknar- flokksíns Aðalfundur miðstjórnar Fram- sóknarflókksins verður settur kl. 5 á morgun. Allmargir miðstjórnarmenn utan af landi eru þegar komnir til bæjarins. Framsóknar- skemmtun Næsta skemmtun Framsókn- arfélaganna í Reykjavík verður næstkomandi föstudag, en ekki seinna í mánuðinum eins og ráðgert hafði verið. Hefst hún með Framsóknarvist kl. 8,30. Síðan verður verðlaunum út- hlutað til sigurvegaranna í spil- unum. Þá syngja tvær ungar stúlkur frá Siglufirði nokkur lög. Bjarni Ásgeirsson alþm. flytur stutta ræðu og síðan verður almennur söngur og dans fram eftir nóttunni. B jorgfun Síðastl. föstudag féll maður að nafni Samúel Ólafsson út af bæjarbryggjunni á ísafirði. Fyr- ir snarræði Jóns Björnssonar (II. Jónssonar skólastjóra) varð honum bjargað. Jón kastaði sér þegar til sunds, kafaði undir krap, sem var við bryggjuna og tókst að koma Samúel upp á land og gerði þar lífgun- artilraunir á honum. Vaknaði þá Samúel til lífsins aftur og náði sér mjög fljótlega. Er þetta afrek Jóns talið mikið hreysti- verk. Maður hverfur Þann 1. þ. m. hvarf maður að nafni Baldur Guðmundsson héðan úr bænum og hefir ekki til hans spurzt síðan. Baldur var til heimilis að Garða- stræti 2 hér í bæ, en er ættaður frá Seyðisfirði. Þeir, sem geta gefið einhverj- ar upplýsingar um ferðir Bald- urs síðan um hádegi 1. feþr. eru beðnir að tala við rannsóknar- lögregluna. Eins og áður hefir verið skýrt frá, var snemma á þessu þingi flutt frumvarp til laga um bún- aðarmálasjóð. Frv. þetta var undirbúið af milliþinganefnd Búnaðarþings og er aðalefni þess, að y2% af því verði, sem bændur fá fyrir seldar afurðir, skuli renna í sérstakan sjóð, búnaðarmálasjóð, og skal verja tekjum sjóðsins „til stuðnings og eflingar nauðsynjamálum bændastéttarinnar samkvæmt ákvörðun búnaðarþings“. Frv. þetta var lagt fyrir þingið af Bjarna Ásgeirssyni, Jóni Sig- urðssyni og P. Ottesen, eftir að ha^a hlotið meðmæli allra bún- aðársambanda landsins. Gekk það nokkurn veginn mótstöðu- laust gegnum þrjár umræður í báðum deildum. Þegar frv. kom svo til neðri deildar aftur, eftir lítilsháttar breytingu í efri deild, gerðust þau furðulegu tíðindi, að kommúnistar og „bóndinn“ Jón Pálmason fluttu breyting- artillögu þess efnis, að ráðstöf- un búnaðarþings á fé sjóðsins skyldi háð samþykki landbúnað- arráðherra. Með því er félags- skapur bænda raunverulega gerður ómyndugur til að ráð- stafa fé, sem eingöngu er frá bændum komið, og er hér því um að ræða hina fyllstu van- traustsyfirlýsingu á hendur bændasamtakanna, jafnhliða því, sem þannig getur hæglega (Framhald á 8. síðu) J arðr æktarlagaf rv. Jarðræktarlagafrv. var flutt snemma á þessu þingi af Bjarna Ásgeirssyni, Jóni á Reynistað og Pétri Ottesen. Tildrög þess voru þau, að jarðræktarlagafrum- varpinu, sem Framsóknarflokk- urinn flutti í fyrra, hafði verið vísað til milliþinganefndar Búnaðarþings í landbúnaðar- málum, og nefndin samið upp úr því tvö frumvörp. Annað frv. fjallaði um jarðrs^ktar- og húsagerðarsamþykktir í sveit- um og var markmið þess að efla búnaðarsamböndin eða einstök búnaðarfélög til að eignast full- komnar ræktunarvélar og koma upp sérlærðum vinnuflokkum til að fara með þær. Hitt frv. fjallaði um 100% aukinn jarð- ræktarstyrk til bænda næstu 10 árin. Það frv. var ráunar undir- stöðuatriðið,. því að til lítils er að hafa ræktunarvélar og vinnuflokka, ef bændur hafa ekki fjármagn til að taka þá í þjónustu feína. Bæði þessi frv. voru lögð samtímis fyrir þingið og tókst að koma fyrra frv. fram, án verulegra hindrana. Það er nú orðið að lögum. Jarðræktarlaga- frumvarpið mætti hins vegar strax tregðu, en þó virtust stjórnarsinnar ekki vilja ganga hreinlegá á móti því. í land- búnaðarnefnd neðri deildar sameinuðust þeir Jón Pálma- son og Sigurður Guðnason um breytingartillögu, sem gerði málið stórum erfiðara í fram- kvæmd, en þar sem hún dró þó ekki úr framlagi ríkisins til ræktunarinnar, vildu stuðnings- menn málsins ekki ganga gegn henni, þar sem meiri líkur þóttu til, að stjórnarsinnar myndu að- hyllast frv. í þessum búningi. Frv. fór því þannig breytt til efri deildar. Frv. hefir nú beðið lengi af- greiðslu í efri deild. Er alllangt síðan, að minnihluti landbún- aðarnefndar þar, Páll Her- mannsson og Þorsteinn Þor- steinsson, hefir mælt með sam- þykkt frv., en frá stjórnarlið- um í nefndinni hefir ekkert heyrzt. Forseti hefir verið beð- inn að taka málið á dagskrá, en án árangurs. Frá stjórnar- sinnum hefir ekkert heyrzt lengi um málið fyrr en nú um mánaðamótin, að Jón Pálma- son skrifar smáklausu í ísafold um breytingartillögur þeirra Sigurðar Guðnasonar, þar sem segir; „Því miður eru horfur á, að þessar tillögur nái ekki sam- þykki efri deildar nú og mun það stafa af því, að undirbún- ingur sé talinn ófullnægj- andi“. Virðist með þessu auðsýnt, að vonlaust sé um framgang frv. á þessu þingi. Jafnframt er það sýnt, að hernaðaráætlun stjórn- arsinna um eyðingu frv. hafi verið á þessa leið: Láta „bónd- ann“ Jón Pálmason bera fram breytingartilíögu, sem líklegt var að stuðningsmenn málsins yrðu á móti og hjálpuðu til að fella. Þegar búið var að fella til- löguna, gátu stjórnarsinnar sagt: Fyrst tillagan fékkst ekki samþykkt, getum við ekki fylgt frumvarpinu. Færi hins vegar svo, að stuðningsmenn málsins vöruðust þetta herbragð og sainþykktu tillöguna, mátti segja, er málið kom til efri deildar: Með tillögu Jóns Pálma- sonar er málið komið inn á al- veg nýjan grundvöll, er þarfn- ast frekari rannsóknar. Það verður því að fresta málinu og athuga betur undirbúning þess. Þessi síðari, leið hefir nú ver- ið valin til að granda frv. Mættu bændur í Húnaþingi verða minnugir þess hlutverks, sem andstaéðingar sveitanna hafa látið þingmann þeirra leika til að hjálpa þeim til að koma þessu þýðingarmikla máli land- búnaðarins fyrir kattarnef. Álmrðarverksm.frv. Saga áburðarmálsins er næsta keimlík sögu jarðræktarlagafrv. á Alþingi. Stjórnarsinnar þorðu ekki í fyrstu áð ganga beint gegn frumvarpinu, heldur voru Sigurður Guðnason og Jón Pálmason látnir flytja tillögu um bráðabirgðaákvæði þess efnis, að ríkisstjórnin skuli láta athuga málið betur áður en framkvæmdir væru hafnar. Með skírskotun til þessarar at- hugunar er svo framlagið til á- burðarverksmiðjunnar fellt úr fjárlögunum. Þegar frv. kemur svo til efri deildar, rísa stjórn- arsinnar upp og segja: Fyrst neðri deild að ráði „bóndans“ Jóns Pálmasonar, er búin að samþykkja, að málið þurfi frek- ari rannsókn, þá er óþarfi að vera að samþykkja lög um verk- smiðjuna nú. Við leggjum því til að frumvarpinu verði vísað frá og rannsóknin falin nýbygg- ingarráði. Þessi frávísunartillaga frá stjórnarsinnum í landbúnaðar- nefnd efri deildar var til at- (Framhald á 8. síSu) p.................... f DAG birtist á 3. sfðu grein eftir Eystein Jónsson um fjár- málastefnu núverandi rík- isstjórnar. Á 4. síðu eru myndir og frásögn af hátíðahöldun- um á Seyðisfirði, er minnzt var 50 ára afmælis kaup- staðarins. l—Z......................

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.