Tíminn - 06.02.1945, Page 4
4
TfmTVrV. liriðjudaainn 6. febr. 1945
10. blað
Fimm ti
ára afmæli
Búnaðarsa mbands
Suðurlands
§eyðisfjarðarkanp§taðar
Hinn 1. janúar 1895 hlaut
SeyðisfjarSarkaupstaður bæjar-
réttindi. Var því bærinn 50 ára
1. janúar síðastl. í tilefni af
þessu gekkst bæjarstjórn kaup-
staðarins fyrir hátíðahöldum
laugardaginn 20. jan. s. 1. í söl-
um barnaskólans. Salirnir voru
Á síðustu árum hefir verið
nokkuð deyfð yfir atvinnumál-
um Seyðisfjarðar. Bærinn er fá-
mennur. íbúatala hans nú um
síðustu áramót aðeins rúmlega
800. íbúatala Seyðisfjarðar hefir
orðið mest eitthyað yfir 1000.
Eins og kunnugt er, á Seyðis-
Skjaldarmerki bœjarins og skreyting íþróttasalsins.
fagurlega skreyttir. Fyrir stafni
bæjarstjórnarsalsinis vajr stórt
og glæsilegt málverk af Seyðis-
firði, sem gert hafði Pétur
Blöndal, vélsmíðanemi. En fyrir
stafni íþróttasalsins var fagur-
lega gert og fyrirkomið skjaldar-
merki bæjarins, ep yfir var skráð
stóru letri ártölin 1895—1945 á
bláum grunni. Veður var fremur
óhagstætt þennan dag, frost og
■snjókoma með norðan stormi.
Þrátt fyrir það var fjölmenni
mikið og báðir salir fullir af
fólki strax kl. 4 e. h., þegar sam-
koman átti að hefjast.
Gunnlaugur Jónasson, forseti
bæjarstjórnar, setti samkomuna.
Ræðu fyrir minni Seyðisfjarðar
flutti Erlendur Björnsson, bæj-
arstjóri. Jóhannes Arngrímsson
sýsluskrifari flutti hátíðaljóð,
er hann orti 1 tilefni af afmæl-
inu. Ræður fluttu ennfremur,
fyrir minni Austurlands Karl
Finnbogason skólastjóri og fyr-
ir minni íslands Hjálmar Vil-
hjálmsson bæjarfógeti. Á milli
ræðanna söng karlakórinn Bragi
söngstjóri Jón Vigfússon, bæjar-
fulltrúi. Að ræðuhöldum loknum
söng blandaður kór, söngstjóri
'Steinn Stefánsson, bæjarfull-
trúi. Þá var skemmtiþáttúr:
Gamanvísur frá liðnum árum.
Um kvöldið var stiginn dans allt
fram undir morgun. Samkoman
fór hið bezta fram t>g var hin
ánægjulegasta frá upphafi til
enda.
fjörður einhverja beztu höfn
þessa lands. Innsiglingin hrein
og ekki löng og vitar báðum
megin fjarðarins, annar á Dala-
tanga, hinn á Brimnesi. Eftir að
inn kemur væri engin heiðatjörn
betri.legustaður stærri og smærri
skipa en Seyðisfjörður er. Bryggj
ur hafa jafnan verið margar
og góðar á Seyðisfirði, en á her-
námstímanum voru þær illa með
farnar. Er nú í ráði, að hefja
stórkostlegar endurbætur í þeim
efnum. Verkfræðingur vitamála-
stjóra athugaði aðstöðuna á
Seyðisfirði á síðasta sumri fyrir
nýbyggingar í sambandi við
höfnina. Hafnarlög hefir Seyð-
isfjörður engin haft, en nú að
að lokinni rannsókn vitamála-
stjóra er þess að vænta, að kaup-
staðurinn fái hafnarlög.
Bæjarsjóður Seyðisfjarðar á
allt land lögsagnarumdæmisins.
Eignaðist hann bæjarlandið að
fullu á árinu 1931 og á það síð-
an. Hóf þá bæjarstjórn allmikla
ræktun á bæjarlandinu. Bærinn
.keypti þá dráttarvél og önnur
jarðyrkjuverkfæri. Margir ein-
staklingar hófu þá einnig rækt-
un. Jókst mjög töðufengur bæj-
arbúa vegna þessara aðg^rða.
Sem dæmi má nefna það, að
samkvæmt búnaðárskýrslum var
töðufengur á árinu 1929 1236
hestar en 10 árum síðar eða árið
1939 var töðufengurinn 3926
hestar. Svipuð þróun hefir átt
sér stað í garðrækt bæjarbúa.
Nokkuð hefir það háð landbún-
aði bæjarbúa,að óhreysti og van-
höld hafa á síðustu árum verið
mjög algeng í kúastofninum.
Aðaláhyggjuefni manna á
Seyðisfirði er deyfðin í útgerð-
inni þar. Fiskiskipin eru fá og
smá. Á árinu 1934 réðist bæjar-
stjórnin í kaup á 5 vélbátum frá
Danmörku. Var hver þeirra 15
smálestir að stærð. Fjórir þess-
ara báta voru leigðir samvinnu-
félagi sjómanna, en sá fimmti
var seldur einum útgerðarmanni
á staðnum. Á árunum 1934—1939
var erfitt um alla útgerðarstarf-
semi á þessu landi, eins og enn
mun í fersku minni. Við þetta
bættist óvenjuleg ördeyða, hér
á austfirzkum fiskimiðum. Var
því rekstur samvinnufélagsins
þegar í upphafi mjög örðugur.
Á árinu 1938 varð það að hætta
útgerðarstarfsemi sinni með öllu
vegna fjárhagsörðugleika. Krafð
ist þá Útvegsbanki íslands h.f.,
Reykjavík, þe$s að bátar bæjar-
ins yrðu seldir burtu úr bænum,
en banki þessi átti veð í bátun-
um. Eftir allmikið þjark um
þetta, varð niðurstaðan sú, að
bátar bæjarins voru seldir sjó-
mönnum á Seyðisfirði. Einn
þessara báta brotnaði í spón á
Keflavíkurhöfn i ofviðri þar fyr-
ir fáum árum. Hinir bátarnir
þrír eru enn í bænum og hefir
rekstur þeirra gengið eftir at-
vikum vel, enda hafa stríðsárin
sérstaklega árin 1940—1942 verið
hagstæð fiskiveiðum á landi hér.
Nú á síðasta sumri ákvað bæj-
arstjórn enn, eftir 10 ár frá báta-
kaupunum 1934, að ráðast í kaup
'á tveim fiskískipum, sem fyrr-
verandi ríkisstjórn lagði drög
að kaupum á frá Svíþjóð. Eiga
skip þessi að verða 80 smálestir
hvort. Hefir Þorgeir Jónsson,
útgerðarmaður á Seyðisfirði,
tryggt sér kaup á öðru þessu
skipi, en bæjarstjórn hefir enn
eigi ráðstafað hinu skipinu. Vera
má, að sumum finnist lítið til
um aðgerðir bæjarstjórnarinnar
á Seyðisfirði í þessum aðalat-
vinnuvegum bæjarbúa. í því efni
mun það næsta fróðlegt að gera
samanburð á þeim ráðstöfun-
um, sem gerðar hafa verið á
Seyðisfirði, og þeim ráðstöfun-
um, sem væru hliðstæðar við
það, t. d. í Reykjavík, ef miðað
er við fólksfjölda. Láta mun
nærri, að íbúar Reykjavíkur séu
50 sinnum fleiri en íbúar Seyðis-
fjarðar. Bátakaup Seyðisfjarðar
1934 svöruðu þá til þess, að bæj-
arstjórn Reykjavíkur hefði gert
ráðstafanir til þess, að auka
fiskiskipastólinn þar, sem svarar
um 3750 smálestum. Bátakaupin
1944 svara hins vegar til 8000
smálesta aukningar í Reykjavík.
Frá þessu sjónarmiði séð hafa
ráðstafanir bæjarstjórnarinnax
á Seyðisfirði til viðreisnar aðal-
atvinnuvegi bæjarins, sjávarút-
veginum, ekki verið eins smá-
smuglegar og virðast kann í
fljótu bragði.
Rafstöðin á Seyðisfirði er ein
elzta vatnsvirkjun á landinu.
Hún var reist árið 1914. Hefir
hún verið aukin og endurbætt
tvívegis síðan, en er nú orðin
Bæjarstjórn Seyðisfjarðar og bœjarstjóri. — Talið frá vinstri til hœgri:
Theodor Blöndal, útbússtjóri, (S), Hjálmar Vilhjálmsson, bœjarfóg., (F),
Jón Vigfússon, múraram., (S), Halldór Jónsson, kaupm., (S), Gunnlaugur
Jónasson, bankagjaldk., forseti bœjarstjórnar, (A), Erlendur Björnsson,-
bœjarstjóri, Hrólfur Ingólfsson bankaritari, (A), Jónas Jónsson verksmiðju-
stjóri, (S), Steinn Stejánsson, kennari, (K), Þorgeir Jónsson útgerðarm.
(A). — Á bak við er málverk Péturs Blöndal.
Enginn starfi er svo óleiði-
gjarn, að ekki þurfi að krydda
hann með einhverju ánægju-
legu. Ef vinnan er þung og erfið,
sem leysa skal af hen.di, léttir
það hana eigi lítið, að eiga
minningar, sem kært er að
hverfa til. Þeir, sem oft verða
þreyttir, vita hversu dýrmætt
er að hitta þann, sem lyftir
undir starfið með manni af
drenglyndi', svo að það nái til-
ætluðum árangri. Er slíkt og
indælt til umhugsunar og efni
þakklætis og gleði. Því er það
svo mikils virði að vera hlýr og
nærgætinn og hver veit nema
sá eða sú gefi oft meira en
hinn, sem réttir einhverju fyr-
irtæki tugi þúsunda til þess að
sjá nafn ■ sitt í blöðunum, en
hafa kannske gleymt veikum
bróður, sem varla átti málungi
matar.
Það er vandi að gefa og einnig
ónóg. Fyrir þremur árum óskaði
bæjarstjórn eftir athugun og
undirbúningi undir stækkun
stöðvaxinnar. Rafmagnseftirlit
ríkisins hefir haft með það mál
að gera og einhverjar athuganir
hafa farið fram, en áætlunin
er ekki komin ennþá. Vonandi
þarf bærinn ekki að bíða mörg
ár enn eftir tillögum í þessu
mikla velferðarmáli sínu.
Bærinn hefir haldið uppi
rekstri sj úkxahúss í Seyðisfirði
frá því um aldamót. Hefir það
verið endurbætt að húsurrt og
áhöldum og hefir nú rúm fyrir
25 sjúklinga. Sjúkrahús þetta
hefir verið) mjög miklð sótt úr
ýmsum sveitum Austurlands,
sérstalílega síðustu 15—20 árin.
Má þakka hinum ágæta lækni,
Agli Jónssyni, sem jafnframt
er héraðslæknir, vöxt og viðgang
sjúkrahússins VSeyðisfirði. Vit-
anlega hefir rekstur sjúkrahúss-
ins kostað bæjarsjóð mikið fé,
en styrkur ríkisejóðs hefir jafnan
v^rið óverulegur. Má segja, að
það sé táknrænt fyrir þá þróun,
sem nú á sér stað á landi hér,
að láta minnsta kaupstað lands-
ins kosta og reka sjúkrahús fyrir
heilan landsfjóröung, á sama
tíma og ríkisvaldið- býr þannig
að hinni glæsilegu höfuðborg í
þessum efnum, að hún þarf ekk-
ert fyrir því að hafa, að halda
uppi sjúkrahúsi fyrir íbúa sína,
hvað þá íbúa annarra héraða.
Á stríðsárunum hefir bæjar-
stjórnin lagt allt kapp á það,
að greiða skuldir bæjarins. Um
áramótin 1943—1944 má heita
að Seyðisfjarðarbær væri skuld-
laus.
að þiggja, en sé gjöfin veitt af
alhug þeim, sem á henni þarf
að halda, mun henni jafnan
fylgja blessun á báða bóga. Um
þetta efni er vert að hugsa og
mætti einnig skrifa um það
langt mál. Og mætti hér oft bet-
ur fara en raun ber vitni. En 1
þetta sinn skal ég láta 'allt og
alla í friði, nema Búnaðarsam-
band Suðurlands, — það hefir
svo oft létt mér starfið, kennt
mér að vona hið bezta, gert mér
glatt í sinni, eflt mig til átaka,
að ég fæ ekki orða bundizt.
Þegar mér í fyrsta skipti barst,
alveg óumbeðið, fjárhæð frá
Búnaðarsambandi Suðurlands,
var þannig ástatt, að ég var að
því komin að gugna við að
stækka skólann minn, sem ég
vissi að var þó meir en þörf fyr-
ir. —En þegar þessi óvænta upp-
örvun kom, fann ég, að til voru
menn, sem skildu starf mitt og
vildu mér vel. Síðar kom önn-
ur sending og síðast í sumar
sú þriðja, þá samtals þrjú þús-
und krónur í allt. Þetta fé var
mér mikils virði og rausnarleg
gjöf þeim til handa, sem úr
litlu hefir að spila en í mörg
horn að líta.
En umfram allt vil ég þakka
hugulsemina, hlýjuna, sem á
bak við þessar gjafir liggur og
margfalda þær í mínum aug-
um. Er það þá líka ekki oftast
í heilhuganum, hlýjunni, um-
hyggjunni, sem „beztu blómin
gróa“?
Takið því við hjartanlegu
þakklæti mínu, allir aðstand-
endur Búnaðarsambands Suður-
lands. Og mun ég sem áður
reyna af fremsta megni að hlúa
að æskunni okkar, sem ætíð
þarf að læra að verða björt og
hrein í anda og íturvaxin og
hverja stund til sóma okkar
unga lýðveldi.
Hverabökkum í okt. 1944.
Árný Filippusdóttir.
Laus prestakoll
í nýútkomnu Lögbirtingablaði
auglýsir biskupinn þessi presta-
köll laus til umsóknar:
Hofteigsprestakall í Norður-
Múlaprófastsdæmi, Eydala-
prestakall í Suður-Múlapró-
fastsdæmi, Mjóafjarðarpresta-
kall í Suður-Múlaprófastsdæmi,
Hofsprestakall i Suður-Múlapró-
fastsdæmi, Sandfellsprestakall I
Austur-Skaftafellsprófasts-
dæmi, Kálfafellsstaðarpresta-
kall í Rangárvallaprófastsdæmi,
(Framhald á 7. síðu)
en þessi aðskotadýr, litu þá illu.
auga. Þeim gramdist eyðslusemi
þeirra og hóglífi, glysið, sem þeir
hlóðu utan á sig og kringum
sig, stórhýsin, sem þelr reistu
sér, og allir hættir þeirra og
hegðun. Þeir voru sælkerar og
eyðsluhítir — hollenzka alþýðan
vlnnugefið hófsemdarfólk. Þar
á milli var staðfest óbrúandi
djúp.
Ég sigldi þessa leið, upp Lek,
nokkrum árum fyrir stríðið, og
kom á sjálfa Rín við Em-
merich. Þar var róleg sigling,
en hins vegar enginn leikur að
lenda í þeirri ógurlegu skipa-
bendu, sem var á Maas eða
skurðakerfinu, er tengir saman
Rotterdam og Dordrecht. Rot-
terdam var fyrir stríðið einhver
mesta höfn á meginlandi álf-
unnar, og þaðan voru miklar
siglingar í allar áttir. Ég reyni
ékki að lýsa þeirri ótrúlegu
mergð skipa, sem leituðu þar
hafnar af öllum heimshöfunum.
Þar voru skemmtiferðaskip
frá mörgum þjóðlöndum, vöru-
flutningaskip frá Dordrecht,
Haarlem og Delft, kolaskip frá
Ruhr, heljarstór gufuskip á leið
til Batavíu og þannig mætti
lengi telja. En milli allra þess-
p.ra stórskipa snigluðust bringu-
breiðar ferjur og innlands-
fleytur með rauð segl, svo hol-
lenzkar sem nokkur fleyta gat
verið. Þannig var Rotterdam,
áður en Þjóðverjar komu á flug-
vélum sínum og létu sprengjum
rigna yfir hana og fallhlífar-
menn, gráa fyrir járnum, svífa
til jarðar og loka æðum hins
svellandi lífs. í þá daga var
ætið líf og starf í borginni. Stál-
armar hinna tröllauknu starfs-
tækja á hafnarbökkunum voru
sífellt á ferð og flugi, skips-
lúðrar kváðu við, óteljandi fán-
ar blöktu, vindur ýlfruðu, vél-
knúnir vagnar brunuðu fram og
aftur.
Allt þetta var meira ien nóg
til þess að hálfæra þann, sem
ekki var slíku vanur. En þó geta
sjálfsagt allir gert sér í hugar-
lund, hve mikill söknuður greip
mig, er ég sá síðustu verksmiðju-
reykháfana í Rotterdam hverfa
víð sjónarrönd, nokkru eftir að
ég hafði siglt undir hina miklu
Willemsbrú með bogana sjö. En
þegar ég fór að skygnast eftir
því, hvað framundan væri, sá
ég þröngt ármynni við bakk-
ann til vinstri handar. Ég sneri
stýrishjólinu og hélt upp í það.
Og nú fannst mér blasa við
áþekkt land og ég hefði getað
ímyndað mér Holland fyrir
tveimur öldum. Ég hélt dag eftir
dag fram hjá nýjum og nýjum
vindmyllum, sem var eins og
bentu mér lengra og lengra inn
í þetta friðsæla land. Það eru
mjög fáir bæir við Lek. Og
þeim fáu, sem þar eru, veitir
maður ekki athygli fyrr en rétt
er komið að þeim og bóla tekur
á rauðum húsþökunum upp yfir
flóðgarðana. Auk vindmylln-
anna eru það kirkjurnar, sem
gefa landslaginu mestan svip.
Turnar þeirra sjást langar leið-
ir eins og uppréttir-fingur, sem
benda til himins. Óvíða eru
tré, í hæsta lagi lágvaxnir víði-
runnar meðfram vegum og
brautum uppi á görðunum, eða
þá raðir fallegra aspa. í kvöld-
kyrrðinni var eins og eitthvert
dásamlegt seiðmagn byggi í óm-
um kirkjuklukknanna, er þeir
bárust út yfir flatneskjuna.
Þannig var Lek og héruðin þar
umhverfis, áður en þau urðu
vettvangur hernaðar og tortím-
ingar. Og þegar þessum hræði-
lega hildarleik lýkur, munu hol-
lenzku bændurnir, sem hjarað
hafa af ógnir hernámsins og
vopnaviðskiptanna, aftur hefja
hið friðsamlega starf sitt.
Gömlu fljótsferjurnar munu þá
aftur setja svip sinn 'á Lek og
úti á sléttunni mun hilla undir
háfermda heyvagnana. Sárin
gróa smámsaman.
En sé sögunni vikið austur á
ungversku slétturnar, ber fyrir
sjónir fólk, sem er ólíkt hol-
lensku bændunum. Þar búa
hjarðmenn, sem þeysa á hestum
um sléttuna og menning þeirra
og lundarlag er mótað af þess-
um lifnaðarháttum. Forfeður
þeirra komu að austan fyrir
þúsund árum og unnu sér lönd
með vopnum. Þeir hafa síðan
flakkað um á sléttum Ungverja-
lands, tekið sér lífið létt, sungið
og dansað og leikið á hljóðfæri
sín og þó verndað land sitt furðu
vel fyrir ágengni annarra. Okk-
ur hefir löngum verið tamt að
hugsa okkur þá sem menntun-
arlausan, sinnulausan og
heimskan, mongólskan flökku-
lýð, einhverja vansiðuðustu þjóð
í Norðurálfu, en þó jafnframt
þá stoltustu og stórlátustu. Ég
gisti DebreGzen sex mánuði eftir
að ég var á ferð á Lek, og ég
dvaldi alllanga hríð meðal hirð-
ingja úti undir hinum ósnortnu
og heillandi sléttum landsins.
Það er fjarri mér að lasta þetta
fólk, en það get ég þó sagt, án
þess að hallmæla frábærri gest-
risni þess, að allir þess söngvar
og allar þess samræður snerust
um göfgi þessi og afburði. Ég
hefi hvorki fyrr né síðar kynnzt
fólki, sem á jafn áberandi hátt
hefir alið upp í sér stórlæti. Að
því leyti hefir vestrænt almenn-
ingsálit ekki farið villt vegar í
skoðunum sínum um þjtóðar-
einkenni hins ungverska kyn-
stofns.
Hér er til dæmis einn af
söngvum þeim, sem þeir eru
vanir að kyrja, er þeir sitja að
drykkju við elda sina. — Sjzíkós
þýðir hirðingi, en guljas svína-
hirðir.
Ég er sjzíkós á Pusztasléttu,
en ekki svinahirðir.
Ég mun vefja fangreipið
um öxl mér,
og ég mun söðla hvíthæfðan
hest minn
‘og sáldra niður stjörnunum
af hvelfingu himinsins.
Minna mátti ekki gagn gera!
Þessar hendingar lýsa vel áliti
hinna ungversku hirðingja á
sjálfum sér. Og víst eru þeir líka
,vaskir menn og hugrakkir, þeg-
ar í harðbakkann slær.
En Rússarnir, sem sóttu inn á
ungversku sléttuna, höfðu
einnig á að skipa harðfengum
riddurum, Kósökkunum. í mörg-
um Kósakkakynkvíslum er líka
mikið af mongólsku blóði, sér-
staklega þeim, sem búsettar eru
í Térekshéraðinu í Kákasus.
Sama er að segja um Tatara. Það
hlýtur aishafa verið hörð viður-
eign og ógurlegt umhorfs á
sléttunni, þegar rauði herinn
sótti fram gegn hirðingjasveit-
unum ungversku og Kósakk-
arnir veifuðu blóðugum byssu-
stingjum sínum og sverðum og
ráku upp heróp sitt. Það hefir
sjálfsagt víða verið barizt með
meira liði og stórkostlegri vopn-
um, en varla af meiri grimmd
og harðfengi.
Þannig endurtekur sagan sig.
Þessa sömu leið og Rússarnir
komu hinir villtu Magyaraf, for-
feður Ungverjanna, endur fyr-
ir löngu á fákum sínum og
brytjuðu niður allt lifandi, sem
á leið þeirra varð. Að þúsund
árum liðnum gerist svipuð saga,
og nú eru það Ungverjarnir, sem
lúta í lægra haldi og liggja eftir
í valnum. Vitaskuld veit ég, að
rússnesku skriðdrekarnir og
brynreiðirnar hafa vexið á næstu
grösum og hvers kcnar véla-
hergögn önnur. En það voru
léttvopnaðir Kósakkax, sem fóru
fremstir, og fyrstu og æðis-
gengnustu vopnaviðskiptin voru
höggorustur ríðandi manna.
Stalin hefir sjálfur manna bezt
skilið, hvaða hlutverki öruggar
og harðskeyttar riddaraliðs-
sveitir hafa að gegna í nútíma-
hernaði. Það lærðist honum
strax í viðskíptum rauða hers-
ins og hvítliðánna í Rússlandi
eftir byltinguna,
Innan rauða hersins hygg ég,
að stórskotaliðið skipi heið-
urssessinn. Til þess hefir verið
mjög vandað, og allur búnaður
þess er svo fullkominn sem
verða má. En næst því koma
riddaraliðssveitirnar. Og þetta
er ofur eðlilegt. í ráðstjórnar-
ríkjunum eru margar kynkvísl-
ir, sem mynda sérstæðar þjóðir,
er allt fram á þennan dag hafa
lifað algerðu hirðingjalífi, al-
ast svo til upp á hestbaki og eru
leiknari í meðferð hesta og ná-
tengdari þeim heldur en nokk-
ur þjóð eða þjóðarbrot í vest-
rænum löndum. Um þetta fólk
má með sanni segja, að „mað-
ur og hestur, þeir eru eitt“.
Ekkert stórveldi hefir því slíka
aðstöðu sem Rússar til þess að
hafa á að skipa frábærlega
góðu riddaraliði, ekki sízt þar
sem þessum þjóðflokkum er her-
mennska svo til í blóð borin og
hugprýði þeirra langt fram yfir
það, sem gerist um flestar þjóð-
ir aðrar.
Hinum stoltu Ungverjum hlýt-
ur að hafa sviðið það mjög sárt,
að það skyldi einmitt vera ridd-
aralið, sem greiddi þeim fyrsta
höggið og sigraði þá á slétturrtii,
sem þeir höfðu forðum lagjumd-
ir sig og varið ágangi útlendra
stríðsmanna um margar aldir.
Það hefir verið sagt með eigi
litlum rétti, að saga mannkyns-
ins sé óslitin keðja sigra og ó-
sigra á vígvelli. Sú hefir verið
saga Norðurálfu seinustu árin.
Þar hefir á ýmsu oltið. En af öllu
því.sem gerzt hefir í hinni löngu
baráttu slavneskra og ger-
manskra þjóða, og þær hafa
marga hildi háð, mun fátt hafa
vakið meiri ugg og sársauka í
þýzkum löndum, af því sem
gerzt hefir í þeim viðskiptum
allt fram undir þetta, en ein-
mitt sigurför Kósakkanna vest-
ur sléttur Ungverjalands og
hrakfarir Ungverja og þýzkra
vopnabræðra þeirra nú í haust.