Tíminn - 16.02.1945, Page 5
13. blað
TÍMimN, föstudagiim 1G. fefor. 1945
5
lhn þetta leyti fyrir 118 árum:
Ka
1» g p á n
Pyrir rösklega öld bjó að
Kambi í Villingaholtshreppi í
Árnessýslu bóndi sá, er Hjörtur
hét Jónsson, maður hniginn á
efri aldur. Hann var talinn rík-
ur maður og þótti svíðingur
hinn mesti, er á leið ævfiia.
Að kvöldi hins 8. febrúar 1827
gekk heimilisfólkið að Kambi
til náða, eins og venja var. Var
bóndi einn karlmanna á bæn-
um, en annáð fólk var ráðskona
hans, Gróa að nafni, vinnukona
og fimm ára gamall drengur.
Veður var hið versta, rok og
rigning og dimmt yfir, en mýr-
arnar svellaðar og því allgreið-
færar.
Heimilisfólkið sofnar skjótrt.
En það hefir ekki lengi sofið, er
það hrekkur upp við undirgang
mikinn úti fyrir, og í sömu svif-
um er bærinn brotinn upp, og
inn ryðjast fjórir menn grímu-
klæddir. Þeir hafa skjót um-
svif: ráðast að fólkinu, þar sem
það liggur alls nakið í rúmum
sínum, og leggja hönd á það.
Tveir hinna óvæntu gesta
leggja hendur á húsbóndann
og binda hann á höndum og
fótum. Sá þriðji veitir ráðskon-
unni sama umbúnað og fleygir
henni siðan á gólfið, en hinir
tveir varpa Hirti ofan á hana.
Síðan dysja þeir þau þar á gólf-
inu með ýmsu lauslegu, sem
þeir rífa upp úr rúmum þeirra,
ásamt kistugarmi og kvarnar-
stokk. Fjórði maðurinn bindur
vinnukonuna í rúmi hennar og
tyllir böndum á hendur drengs-
ins. Andlit beggja byrgir hann.
Þessu næst kveikja komu-
menn ljós og taka að leita í
kotinu. Bundið fólkið heyrir, að
þeir brjóta upp hirzlur og
fleygja til öllu, sem unnt er að
hreyfa. Einn stendur jafnan
yfir hrúgunni, þar sem Hjörtur
bóndi er kasaður hjá ráðskonu
sinni, spyr hann eftir peningum
hans og hótar hörðu, ef hann
segi ekki til þeirra. Einnig kasta
þeir orðum á milli sín. Loks
finna þeir það, sem þeir leita
að, peningana. Þeir safna þeim
í lítinn stokk. Hjörtur heyrir
glamra í myntinni, er ræningj-
arnir sópa innan fjárhirzlur
hans og peningakistla.
Loks fara þeir að tygjast tn
brottferðar. Einn þeirra stingur
upp á því, að 'þeir4 kveiki í kot-
inu, svo að ætla megi, að allt
hafi brunnið til kaldra kola. En
það vilja félagar hans þó ekki.
Við svo búið fara þeir.
Hræðslunni, sem gripið hafði
fólkið, verður ekki með orðum
lýst. Það var ekki fyrr en löng
stund var liðin frá því, að allt
féll í dúnalogn, að Hjörtur gamli
tók að brölta í kösinni. Innan
skamms tókst honum að velta
af sér draslinu og skr^iðast að
rúmfleti sínu. Pyrir ofan það var
hnífur geymdur. Honum heppn-
aðist að ná honum og skera með
honum böndin af drengnum,
sem hann skipaði síðan að leysa
fætur sína. Síðan lét hann barn-
ið breiða yfir sig rekkjuvoð, og
þannig búinn og með hendur
bundnar fyrir aftan bak hljóp
hann út í myrkrið og óveðrið
og stefndi að Hróarsholti. Svall
honum svo móður, að hann fann
ekki til kulda á leiðinni. Vakti
hann fólkið í Hróarsholti upp
og sagði tíðindin,sem orðin voru,
og sýndi, hversu hann var leik-
inn. Hét hann á menn að veita
sér fulltingi til eftirfarar, því að
ræningjarnir myndu enn
skammt undan. Var svo mikill
ofsi hans, að vinnumenn, sem
komið höfðu fram á nærklæð-
um til þess að heyra -tíðindin,
fengu ekki að fara inn aftur að
sækja sér utanyfirföt eða yfir-
hafnir. En þó fór svo, að lítið
varð um eftirför, enda niða-
myrkur og enginn, sem vissi, í
hvaða átt árásarmennirnir
hefðu farið. Þótti Hirti bónda
slælega að verið og bar sig illa.
Heima í Kambi var "aðkoman
hin versta. Öllu var þar umturn-
ar, hurðir og hirzlur brotnar og
hvaðéina á tjá og tundri. Haltr-
aði Hjörtur kringum brotna og
tæmdd peningakistla sína og
stundi mæðulega og tautaði
fyrir munni sér fáryrði um
skaða sinn-. Pannst það á, að
varla myndi annað hafa getað
að borið, sem honum hefði fall-
ið þyngra en missir peninganna.
Urðu menn að vaka yfir hon-
um, því að hann þorði ekki að
vera einn karlmanna á bænum
og vildi ekki heldur fara.
Þegar bærinn var rannsak^ð-
ur, fundust ýmsir munir, sem
ránsmennirnir höfðu týnt eða
skilið eftir í fljótræði. Þegar
birti af degi, fundust fleiri úti
við. Var það helzta gamall hatt-
ur, snæraflækja, strigatuska,
nýsleginn járnteinn, skór og
vettlingur. Var þessu öllu haldið
til haga, en þó hvarf vettlingur-
inn nokkru eftir að hann fannst.
Um þessar mundir var Þórður
Svelnbjörnsson sýslumaður Ár-
nesinga. Var ránið þegar kært
fyrir honum, og voru rannsókn-
ir hafnar og eftirgrennslanir
ýmsar hafðar í frammi um það,
hverjir gætu verið valdir að
þessu fáheyrða tiltæki. Horfði í
fyrstu þunglega um það, að
ræningjarnir fyndust. Þó hugðu
menn, að þeir hefðu komið neð-
an að, því að bæði var það, að
vinnukonunni í Kambi hafði
virzt jSangreykjarlykt af skinn-
klæðum, er maður sá var í, er
hana batt, og svo hafði skórinn
fundizt þar á túninu, að líklegt
þótti, að þeir hefðu stefnt niður
eftir. Kom þar, að grunur féll á
tiltekna menn í Stokkseyrar-
hreppi. Ollu því einkum för, er
sáust á járnteini þeim, sem
fundizt hafði, og handbragðið.
á skónum. Naut sýslumaður
einkum við glöggskyggni Þuríð-
ar formanns, sem var alkunn
kona á sínum tíma. Fyrstu
mennirnir, sem handteknir voru,
voru Jón Geirmundsson á Stétt-
um, en steðjaför hans þóttust
menn kenna á járnteininum, en
handbragð konu hans á skónum,
og Sigurður Gottsveinsson á
Leiðólfsstöðum, hörkutól mikið
og óhlutvandur að talið var. En
þeir neituðu harðlega allri þátt-
töku eða vitneskju um förina og
fjártökuna að Kambi. Sátu þeir
í haldi um hríð og voru allhart
haldnir.
Þessu næst leiddist grunur að
þriðja manni, Jóni Kolbeinssyni
á Brú. Ollu því einkum kynleg
framkoma hagpis og orð, sem
hann hafði látið falla. Var hann
nú og tekinn höndum, en ekki
fékkst hann til að játa á sig
neinar sakir að sinni.
Sá Kambránsmanna, sem
fyrstur gugnaði fyrir harðræð-
um yfirvaldanna, var Jón Geir-
mundsson. Hann var hafður í
haldi að Ámóti hjá Jóni Jóns-
syni, er verið hafði lögságnari
milli sýslumanna í Árnesþingi,
hinum mesta kappsmanni og
hörkutóli. Hafði hann lengi beitt
nafna sinn Geirmundsson hörðu
til þess að knýja hann til játn-
ingar. Aðfaranótt 19. apríl
dreymdi fangann þann draum,
áð djöfullinp kæmi til hans og
tæki úr honum innyflin. Fékk
þetta mjög á hann, og um morg-
uninn meðgekk hann þátttöku
sína í ráninu og vísaði á hina.
Voru það Sigurður Gottsveins-
son, sem verið hafði forustu-
maðurinn, Jón Kolbeinsson og
Hafliði bróðir hans á Stóra-
Hrauni. Var nú ekki annars
kostur fyrir þá, en játa brot sitt,
enda höfðu mjög borizt böndin
að sumum þeirra áður.
En því fór þó fjarri, að mála-
rekstrinum væri lokið. Mikill
fjöldi fólks flæktist inn í þetta,
og fór svo, að sektardómar fyrir
sauðaþjófnað, innbrbt og hnupl
voru felldir yfir tugum manna.
Póru málin bæði til landsyfir-
réttar og hæstaréttar, sem loks
felldi endanlegan dóm 15. júní
ý829. Voru Kambsránsmenn allir
dæmdir til ævilangrar þrælk-
unar í Kaupmannahöfn. Skyldi
Sigúrður Gottsveinsson erfiða í
rasphúsi, en hinir í festingu.
Utan voru þeir þó ekki fluttir
fyrr en 1830. Allar eignir þeirra
voru seld'ar, en konur þeirra og
börn fóru á tvístring, því að
allir voru þeir kvæntir, nema
Jón Kolbeinsson. Hann átti
unnustu, sem hann bað bróður
sinn, Þorleif, að taka að sér, Sem
hann og gerði.
Er frá leið voru margar til-
raunir gerðar til þess að fá þá
Kolbeinssyni náðaða, enda
munu þeir hafa verið menn vel
látnir. En þeim málaumleitun-
um var þunglega tekið, og stóð
(Framhald á 7. síðu)
Vílhelm Mxfberg:
Eiginkona
FRAMHALD
Hún ætlaði að kalla á Hákon, því að hún gat ekki án hans
verið. Hún ætlaði að segja við hann stíax í kvöld, þegar hann
kæmi í þessum erindagerðum, sem hann hafði nú aftur tekið
við af Elínu: Páll fer burtu á laugardaginn. Þú getur komið við
stafngluggann, undir eins og orðið er aldimmt — heyrirðu það?
En það skyldi ekki gerast neitt, sem aldrei yrði aftur tekið.
Nei, nei, ekki þótt jörðin ætti að forgangast. Og Hákon hefir
lika lofað því statt og stöðugt, að hún skuli sjálf ráða fyrir
þa6 bæði. Hann ætlar ekki að snerta hana, nema hún leyfi
honum það sjálf. Og það leyfi verður bið á, að hún veiti. Hún
ætlar að verja sig gegn munni hans, því að hann rænir hana
öllu viðnámsþreki. Það, sem aldrei verður aftur tekið, — það
skal ekki gerast. Því ef — ja, þá gæti hún aldrei framar orðið
heiðarleg eiginkona að nýju, hún gæti aldrei orðið söm og hún
var nú.
Nei, það má ekki gerast neitt óviðráðanlegt. Hann verður að
fá að koma inn og sitja hjá henni, og þau eiga að sitja saman
nokkra klukkutíma í myrkrinu. Ef til vill leyfir hún honum að
halda í höndina á sér, og kannske sitja þau þétt upp við hvort
annað, svo að þau þurfi ekki að tala hátt, heldur geti hvíslazt
á. En þar við skal líka sitja. Það verður hún að segja honum
strax, og hann þóknast henni áreiðanlpga. Því að ekki vill hann
gera hana að skækju. Það er bara návist hans, sem hún þarfn-
ast. Á eftir verður henni rórra í marga daga. Og undir eins
og hún finnur, að hún hefir fengið fró, á hann að fara heim.
Hann á að fara heim og yfirgefa hana alveg eins og hún var,
þegar hann kom.
Þannig á þetta að vera.
Það er heppni, að það skuli vera herbergi á milli hjónaher-
bergisins og vinnukonuherbergisins. Og Þóra sefur alltaf fast.
Það er líka heppni, að þessi stóru og laufríku astrakaneplatré
skuli vera fyrir utan svefnherbergisgluggana þarna á stafninum.
Hann getur komið þaðan. í skjóli eplatrjánna getur hann auð-
veldlega komizt að glugganum, án þess að til hans sjáist. Það
verður bezt. Ekkert á að heyrast, ekkert að sjást.
En hvernig getur hún fengið sig til þess að bregðast Páli
svona — að hleypa manni inn í húsið jafnskjótt og hannter
farinn? Hún hefir aldrei leynt hann neinu. En hann fer ferða
sinna og skilur hana aleina eftir. Það hefði hánn ekki átt að
gera. Það gat vitaskuld hugsazt, að hún þyrfti hans hjálpar við,
og þá var hann ekki nálægur. Og þegar hún hrópaði á> hann 1
draumnum, kom hann ekki — hann hjálpar henni hvorki í draum--
um né vöku. Nú er það mikið happ fyrir þau bæði, að hún
þarf ekki að óttast neitt — það er reglulegt happ,.að hún mun
alls ekki þurfa á hjálp að halda. En það hefði getað verið á
annan veg, og þess vegna hefði Páll ekki átt að skilja hana eftir
aleina. Því verður ekki á móti mælt, að hann svíkur hana með
því að ríða brott; hún ætlai: svo sannarlega ekki að gjalda líku
líkt, en þótt svo hefði verið, var engan annan um að saka en
hann sjálfan.
Páll kemur með uppástungu: Ef til vill væri rétt, að vinnu-
konan flytti sig inn í hjónaherbergið meðan hann er fjarver-
andi, ef hún þorir ekki að sofa þar ein? Ef til vill fyndist henni
hún vera eitthvað öruggari, ef þær svæfu tvær í sama her-
bergi? Það eru reyndar tvær nætur, sem hann verður burtu.
Honum datt auðvitað alls ekki í hug, að hún þyrfti að óttast
vonda menn; það var svo sem talsvert um þjófafar í þorpinu,
en þeir þorðu ekki á kreik um þetta leyti, þegar tekið var að
birta á nóttunni.
En Margrét vildi ekki, að maðurinn hennar væri neitt kvíð-
andi. Það var þá líka byssan frammij anddyrinu. Bróðir henn-
ar hafði einu sinni kennt henni að fara með byssu. Svo var
hún ekki nein gauð, ef í harðbakkann sló.
Þetta var með öðrum orðum ekki umtals vert. En hvers vegna
var ekki nema fimmtudagur í dag? Margrét vill flýta tíman-
um, sem allt í einu hefir tekið upp á því að standa í stað til
þess að storka henni. Hún gengur alveg fram af sjálfri sér,
tekst á hendur hvert verkið af ö'ðru. Hún ræðst í að sauma öll
lökin sín, hún gerir ótal margt, sem vel hefði getað beðið lang-
an tíma. Og tíminn er eftir sem áður jafn óendanlega lengi að
líða. Fimmtudagur — það er ekki úr að aka með þennan
fimmtudag. Og nú vill hún þó einmitt, að hann sé fljótari að
líða en nokkurn tíma áður. Er ekki von, að hún reiðist, er ekki
von, a'ð henni gremjist þetta hræðilega?
Skrítið er það, að guð skuli láta dagana vera mönnum svona
misjafnlega langa. Hann lætur suma daga vera styttri en eitt
andartak og suma daga eins langa og harðindaár. Margréti hefir
hann miðlað fimmtudegi, sem er lengri en allir aðrir fimmtu-
dagar í lífi hennar. Og ekki nóg með það: Hann hefir líka ætlað
henni föstudag og laugardág með stundir, sem ekki dragnast
áfram, stundir, sem aldrei ætla að líða. En svo neyðist guð til
þess aé láta koma kvöld á eftir laugardeginum. Já, þá umbun
verður hann að veita henni, guð kemst þó ekki undan því. Og
það kvöld verður hann að gera betra og unaðsríkara en öll önn-
ur kvöld.
Nú er kominn laugardagur, Páll stígur á bak fararskjóta sínum
við hestasteininn, og bæði maður og hestur hverfa fyrir brekku-
brún. Hann var að minnsta kosti farinn af stað; Margréti hafði
dottið í hug, að kannske myndi han\i nú breyta fyrirætlun sinni,
kannske myndi hann fresta ferðinni þar til siðar. En faðir
hans yar hætt kominn. Páll varð að fara.
Undir eins og. orðið er aldimmt — heyrirðu það?
En það er sífellt dagur á lofti. Margrét reikar um stéttarnar
og skimar undrandi og athugandi í allar áttir. Hvar lúrir kvöld-
ið eiginlega á myrkrinu? Hvers vegna kemur það ekki? Guð ætlar
þó að láta húma á þessu kvöldi? Hvers vegna sígur rökkrið ekki
yfir? Það var þó líklega svo til ætlazt við sköpun heimsins, að
yfir? Það var þó líklega svo fyrirhugað við sköpun heimsins, að
En nú var liðið langt fram í maímánuð, og um það leyti árs
dimmir seint. Margrét hugsaði þó ekki um það, hún beið bara, í
senn hrædd og óþolinmóð. — Og þegar hún sá hvergi bóla á
kvöldhúminu, hvert sem hún leit, fór hún inn í hjónaherbergið
og settist þar og beið. Og þar sat hún og koffisí í hátíðaskap.
Skrítið var það, en svona var henni venjulega innan brjósts,
þegar hún var á leið til kirkjunnar á sunnudögum. Þessar til-
finningar vöknuðu, þegar hún eygði háan kirkjuturninn af næstu
Saya barnanna:
JÚLLl OG DÚFA
Eftir JÓN SVEIHSSON.
Freysteinn Gunnarsson pýddi
Síðan fórum við að hátta hrygg í huga og hálfgrát-
andi.
Lengi lágum við vakandi. En loks yfirbugaði þreyt-
an okkur, og við sofnuðum.
Um miðja nótt vaknaði ég við það, að einhver lagði
höndina á höfuðið á mér.
Ég opnaði augun, en sá ekki neitt, því að dimmt var
inni.
Ég fálmaði eftir hendinni. Það var Valdi. Hann hafði
farið á fætur og var kominn að rúminu mínu. „Nonni,“
þvíslaði hann. „Ég get ekki sofið. — Heldurðu að hann
Júlli og hún Dúfa verði úti?“
„Ég veit það ekki,“ svaraði ég lágt.
Það var allt og sumt, sem ég gat sagt.
Við vorum báðir svo raunamæddir, að við fórum að
gráta og grétum beisklega.
Ennþá buldi hríðin á þekjunni, þó virtist nú heldur
vera farið að lægja veðrið.
Hin börnin sváfu, það heyrðum við á andardrætti
þeirra.
Eftir stundarkorn sagði Valdi:
„Af hverju fór hann Júlli út í hríðina? Ég vildi, að
hann hefði ekki farið.“
„Já,“ svaraði ég. „Hann hefði aldrei á"tt að fara, en
hann er svo hugaður.“
„Já, hann segir líka alltaf, að hann vilji heldur eiga
stutta ævi með sóma en langt líf við skömm.“ '
Síðan fór Valdi litli grátandi upp í rúmið sitt aftur.
Litlu síðar sofnuðum við báðir og sváfum lengur en
vant var. Við vorum svo þreyttir af hryggð og kvíða.
Þegar stúlkan kom með kaffiði til okkar um morgun-
inn og vakti okkur, spurðum við undir eins og við luk-
um upp augunum:
„Hvernig er veðrið?“
„Hríðinni er létt,“ svaraði hún. „Karlmennirnir eru
að grafa göng gegnum skaflinn við dyrnar.“
Við flýttum okkur í fötin og hlupum fram dimm
göngin.
Frammi við dyrnar loguðu ljós, og þar lágu snjóköggl-
ar á gólfinu.
Þeir ultu inn, þegar mennirnir grófu skaflinn, sém
lagzt hafði að dyrunum.
Eftir langt strit komust þeir upþ 'ur skaflinum, og
nú skein dagsbirtan aftur inn til okkar.
Til þess að hægara yrði að komast upp á fönnina,
voru grafin þrep í hana.
Nú var himinninn orðinn heiður, en frost var og kalt
í veðri.
ÚTSALA
Seljum næstu daga mjög ódýrt:
Kvenpeysur — blússur og vesti.
Kvensloppar frá kr. 16.00, svuntur frá kr. 4,25.
Barnakjólar 22,00. Barnaullarbuxur frá 7,50.
Barnasamfestingar. Skinnhúfur á börn kr. 12,00.
Káputau, tvíbreitt á aðeins 29,00. Mikið af bútum.
Allar kveitkáitnr «g‘ tvöfaldar kápur
seldar með afslætti.
Hattar 30,00. Ullarbindi, góð, á 6,50. —
Rykfrakkar 65,00 kr.
Niels Carlsson & Co. h.f.
Langavegi 39.
Bæjarstjórastarfið
í Hafnarfirði
cr laust til umsóknar. Umsóknarfrest-
ur er til Iiádcgis firiðjudaginn 30. febr.
næstkomandi.
Upplýsingar nni launakjör og ann-
aö er að starfinu lýtur, gefur bæjar-
stjórinn í Hafnarfirði.