Tíminn - 16.02.1945, Síða 6
6
TÍMHNN, föstndaginn 16. febr. 1945
13. blað
Scxtngur:
Agúst Guðmundsson
bóndí á Sæbóli
Hinn 26. jan. þ. á. varð Ágúst
Guðmundsson bóndi á Sæbóli á
Ingjaldssandi í Vestur-ísafjarð-
arsýslu, sextugur.
Hann er fæddur í Dalshúsum
í Valþjófsdal 26. jan. 1886. Fað-
ir hans var Guðmundur
Sturluson og móðir Guðrún
Zakaríasdóttir. Bjuggu þau
þar stórþúi, en fluttu sig vorið
eftir að Sæbóli og þar andaðist
Guðmundur 30. jan. 1886.
Ólst Ágúst upp hjá móður
sinni, ásamt Kristjáni bróður
sínum, sem látinn er fyrir
nokkrum árum í Ameríku, fyrst
á Sæbóli og síðan á Brékku, en
syni og 2 dætur, öll uppkomin
og hin mannvænlegustu, og eiga
þau öll heima hjá foreldrum
sínum.
Ágúst á Sæbóli er einn af
landnámsmönnum nútímans.
Jörðin hans ber atorku hans. og
dugnaði fögur merki. Renni-
slétt tún, unnið með vélum, þar
sem áður voru harðslægar þúf-
ur. Byggingar yfir fólk og fénað,
alt að nýju.
Ágúst er glaður og reifur í
umgengni, trúr í verkum sín-
um, og vinnur þau störf, sem
honum eru falin að inna af
höndum fyrir samfélagið, af
Sœbólshjónín, Élísabet Guönadóttir og Ágúst Guðmundsson
var þó 3 ár í Hrauni, næsta bæ,
frá 10—13 ára aldurs.
Fimmtán ára gamall fór hann
til fiskiveiða á þilskip, eins og
flestir unglingar vestra á þeim
árum. Haustið 1907 fór hann til
Jóns Þorkels Ólafssonar tré-
smíðameistara á ísafirði til tré-
smíðanáms, og lauk þar námi
að þrem árum liðnum.
Eftir trésmíðanámið dró sjór-
inn hann enn til sín og stund-
aði hann þá fiskiveiðar á þýzk-
um togurum, sem gerðir voru út
frá Flateyri hjá Ásgeiri Torfa-
syni skipstjóra.
Byrjaði hann síðan Jsúskap á
hinu fagra höfuðbóli, Sæbóli,
vorið 1914, með móður sinni, og
tók þá -upp þráðinn, sem faðir
hans varð að fella niður í blóma
aldurs síns.
Árið 1916 gekk hann að eiga
Elísábetu Guðnadóttur, f. 14.
apríl 1894 á Galtarhrygg í Mjóa-
firði við ísafjarðardjúp, en ólst
upp að nokkru á Miðjanesi í
Reykhólasveit. Elísabet átti því
fimmtugsafmæli sl. vor. Hún er
dugnaðarkona og hefir verið
manni sínum samhent í bú-
skaþnum. Eiga þau 4 börn, 2
Osigrar
Ósigur ef áttu að .bíða
engu skaltu fyrir kvfða.
Sæmd þeim er í sigri engin,
sem ei stækkar mann.
Réttarþrautin reynir hann.
— Raunin fyrir sannleikann
kemur með úr deiglu drenginn
dáðrakkan og hugprúðan.
Viðleitnin, að verja blettinn
vörgum fyrir — eðlisréttinD
svo sem Ieyfði öll þín orka,
— eins er lygin vann —,
sýna mun þér sannleikann.
— Síðar muntu reyna að hann
hefir tök að hrella — storka,
— hirta sjálfan dómarann.
Svikum ofið óréttlæti
aftur hittir þá á fæti,
sem það rækta — í sér ala
órétt til að dæma sök.
Síðar sannleiksrök-
sýna meðferð vitna og skjala.
Lyga makksins völt er vala,
vald þótt noti þrælatök.
— Rór að vinna. Rór að tapa.
Rangsleitnina láttu snapa
allan feng, sem má hún megna,
mæðstu ei — brostu að.
Annars til er ekki það.
— Óréttar mun þrotavað:
Dragast loks með dómsmenn
vegna
dæmda í verðugt þrifabað.
Kolbeinn frá Kollafirði.
fulri alúð. Hann hefir m. a.ó séð
um slátrun sauðfjár á Ingjalds-
sandi fyrir Kaupfélag Önfirð-
inga undanfarin ár, byggðar-
laginu til mikils hagræðis, og
farizt það prýðilega úr hendi.
Ágúst er nú fjárrikasti bónd-
inn í Mýrahreppi og á stærst
bú. Hann á enn sauði, eins og
faðir hans, sem var sauðabóndi
mikill, og íslenzkir bænd'ur á
undanförnum tímum, en sem nú
er nær aflagt hér vestra.
Hann er mjög brattgengur, og
hefir oft bjargað kindum sín-
um og nágranna sinna úr Barð-
anum og Hrafnaskálarnúpnum,
sem eru beggja vegna Ingjalds-
.sandsins.
Á afmælisdaginn heimsóttu
bændur á Ingjaldssandi af-
mælisbarnið, sambýlismaður
hans flutti honum kvæði og
ræður voru fluttar, og stóð
gleðihófið fram á morgun næsta
dag. Afmælisbarninu bárust
einnig skeyti og kveðjur frá
fjarverandi vinum og sveitung-
um, en öll óskum við þeim hjón-
um allra heilla og langra líf-
daga.
Jóhannes Davíðsson.
9
Ilesslofu
Djöfullinn komst í dómasafnið.
Dundaði í því — og las í hljóði.
Hafði honum fundizt hugstætt
nafnið,
hélt það yrði hans málstað gróði.
Lá hann í þessu langan tíma.
Lagði undir flatt eða napurt
glotti.
Hann lét oft sem hann hefði
svíma
eða hausinn skók með
vonzkuspotti.
\
Stundum færðist hans glott
um granir.
Gerðist hann snöggvast við-
litskeikur:
„Þetta er eins og þeir eru vanir:
Eitthvað í kringum hálfsann-
Ieikur“.
Loksins kom hann að lóðar-
merkjum.
Líka þeim málum vildi hann
sinna.
Leit yfir blöð með letiherkjum,
leizt fyrir gýg nú mundi vinna.
AHt í einu hann glyrnur glennti,
glotti með svip af heppnu táli,
dólgslega hló og drýldinn benti
á dóma í landaþrætumáli:
„Hér slær á verk mitt loksins
Ijóma.
Lætur þeim bezt á þessu stigi.
Þarna gátu þeir séð sinn sóma:
Sannleikur hundrað prósent
lýgi-
Elgum við að geia
þeim Grænland?
(Framhald af 4. síðuj
Ef draga má dæmi af sölu
dönsku eyjanna, er sennilegt, að
verð Grænlands verði margfalt
meira. En þá kemur fram sú
spurning: Hafa Danir unnið til
þess að græða of fjár á þessari
nýlendu íslendinga? Jú, þeir
týndu landinu, íslendingar
fundu það. Danir geta ekki
byggt rétt sinn á öðru en glæpa-
réttinum. íslendingar byggja
rétt sinn á afrekum, sem fræg
eru um allan Norðurheim. Það
virðist því skjóta nokkuð skökku
við, ef Danir eiga að fá allan
ábatann, en íslendingar ganga
slyppir frá.
Fyrir því munu þeir gera
kröfu til Grænlandsfúlgunnar á
sínum tíma og það því fremur
sem þeir eiga lagakröfu til ein-
hvers hluta hennar, sakir þess
að þeir voru meðal annars sam-
veldismenn Dana í röskar fimm
aldir.
Þegar af þeirri ástæðu einni
mundi kaupandinn setja Dön-
um þau skilyrði, að þeir jöfnuðu
deilur sínar við aðra, áður en
gengið væri frá kaupunum.
Af ásettu ráði er gengið fram
hjá rétti núverandi íbúa Græn-
lands. Það mál kemur ekki við
oss að öðru en því, að það getur
haft einhver áhrif á skiptingu
kaupfúlgunnar, Dönum til af-
dráttar.
Um fjárkröfur gegn Dönum
að öðru leyti lítur ekki efnilega
út, jafnhraklega og nú er komið
fyrir þeim, og skal því hér ekki
nánar farið inn-á þær sakir all-
ar, en aðeins á það minnst, að
jafnvel 1907 vörðu þeir það með
oddi og egg, að stjórn þeirra
hefði orðið landi voru til
minnsta hnekkis, töldu það
sjálfskaparvíti, og auðvitað hafa
beir þá einnig svarið fyrir að
beir hafi sjálfir haft nokkurn
ábata af viðskiptum við landið.
Af því leiddi þá líka að þeim
hefir aldrei komið til hugar að
binda enda á þau viðskipti á
ánægjanlegan hátt fyrir oss,þótt
mörg tækifæri hafi gefizt og
kröfum okkar þá svo 1 hóf stillt,
að það hefði verið leikur einn
fyrir þá að leiða þau mál til
lykta sér til góðrar sæmdar. Til
skýringar er það fullnægjandi,
að 1874, þ j óðhátíðarárið, er
1000 ár voru liðin frá landnámi
Tngólfs, létu Danir konung sinn
raus?/,ast til að gefa 8000 — átta
búsund krónur — til verðlauna
fyrir jarðabætur landsmanna,
með fram, að því er talið var, í
bokkabót fyrir að hátíðarnefnd-
in heyktist við að bjóða Jóni
landanna. En þeim hefir verið fyrir-
munað að koma nærri henni. Er sök
sér þó að þeir hafi aldrei dregið fisk
úr sjó við þessar fiskisælustu strendur
jarðarinnar, en hinu er engin bót mæl-
andi, að viðburðir þeirra til að kenna
íslendingum akuryrkju urðu þeim til
háðs og spotts allar aldir.
Þvi mun það jafnan reiknast þeim
til stórsyndar að þeir meinuðu ís-
lendingum að taka þátt í nýbygging
3rænlands, þvl að enginn vafi mun
vera á, að ef landar vorir hefðu verið
■engnir til að manna Eskimóa, mundu
beir nú vera komnir langt á leið með
að teljast til siðaðra þjóða, og hagnýta
sér hinar fornu byggðir með þeírra
margvíslegu hlunnindum. Mun hér
bykja djarflega mælt, en galdurinn
?r blátt áfram sá, að Danir elska
Danmörku um alla hluti fram, sem
vert er, og annað ekkl, en íslendingar
einir þjóða bera þann ræktarhug til
landsins, sem með þarf til að vinna
slík stórvirki. og kunna bezt að laga
sig eftir kröfum í landi, þar sem Dön-
um verður allt að ís. Er hér ekki úr-
hættis að minna á heimsfræg afrek
Vilhjálms Stefánssonar í þeim efnum,
góðiun íslendingum til íhugunar.
forseta Sigurðssyni að vera á
hátíðinni, því að búist var við
.að vinsældir hans myndu
skyggja á konunginn. En Danir
höfðu þá fyrir skemmstu af náð
sinni skammtað íslendingum
60.000 krónur á ári og valdboðið
með stöðulögunum að það
skyldi statt og stöðugt standa.
Töldu þeir það jafnan eftir og
kölluðu sveitarstyrk oss til
handa, og því er auðskilið, að
hvorki 1908 né 1918 voru þeir fá-
anlegir til að hagga við því
drottinsorði.
Búast má við að sambands-
þjóðin beri það fyrir, að slíkri
kröfu hafi ekki verið haldið
fram af ráðamönnum vorym og
hér er gert út af væntanlegri
Grænlandssölu. Því til and-
svera má minna á, að það var
skýrt látið í ljós í Norðmanna-
deilunni, að vér áskildum oss
allan rétt gagnvart Dönum. En
í annan stað var ekkert eðlilegra
en að þau atriði, er bíða máttu,
væri látin af og á, því að bæði
var nóg um ágreiningsefni og
og við áttum allt til þeirra að
sækja og það upp á móti.
Að síðustu skal það - tekið
fram, að það er ekki sjálf fjár-
krafan, er fyrst og fremst vakir
fyrlr oss landsmönnum. Hún er
metnaðarmál fyrir oss, því að
verði þessi nýlenda vor seld án
okkar íhlutunar, mun alþjóð
manna telja hana aldanskt land
og mundi þá fljótt fyrnast yfir
íslenzka landfundinn þar.
Enn meiri áherzlu leggja þó
beztu menn vorir á, að aldrei
muni til fulls gróa sárin fyr en
jafnaðar eru deilur um eftir-
hreytur sambandsins, svo að
báðir séu vel sæmdir af, en til
þess þykja nú mun meiri lík-
ur en áður hefir verið. Til þess
dregur, að Danir hafa aldrei
vitað hvað það er að búa við
undirokun annarra þjóða, en
sjálfir verið alfrjálsir menn í
alfrjálsu landi og setið yfir hlut
annarra um aldaraðir, alveg að
óverðugu. Nú loks hafa þeir
bergt á beizku og ekki unað
brældómsokinu betur en svo, að
þegar er þeim glæddust vonir
um að losna, brugðust þeir sem
mannlegast við og hafa þegar
sýnt fagurlega að þeir kunna vel
að meta fórnir þær, er hinar
mönnuðustu þjóðir heims hafa
fært til uppihalds mannrétt-
inda, og því mætti vænta þess,
að þeir uppberi endanlega rétt-
ing heimalandamæra sinna.
Þeim ætti því nú að skiljast
betur hvað við höfum mátt líða
og hve þægir þegnar við höfum
verið þeim.
Síðustu áratugina hefir hér
talsvert verið ritað um Græn-
land, sögu Dana og ekki allt sem
frægilegast. Þá hefir oftar en
einu sinni legið við, að sú saga
yrði sögð- á enska tungu, svo
sem í áróðursskyni, en sem
betur fer hefir það verið látið
farast fyrir, blátt áfram af því,
að þeir, sem ábyrgir voru okkar
manna, hafa talið að ekki væri
sæmilegt að gera þeim þá höf-
uðskömm áður en reynt væri
hvort samkomulag næðist. Ég
fyrir mitt leyti hefi þá trú, að
til þess óyndisúrræðis þurfi ekki
að koma, m. a. sakir þess, að ég
virði Dani sem gagnmenntaða
og kurteisa þjóð, er hefir mörg-
um ágætismönnum á að skipa
og því báðum aðilum fyrir beztu
að jafngóð vinátta takizt með
þeim og nú er með oss og Norð-
mönnum. Og þvi er pistill þessi
í letur færður.
Magnús Torfason.
TÍMINN
Þeir, sem fylgjast vilja með
almennum málum verða að lesa
Tímann.
Áskriftarverð í Reykjavík og
Hafnarfirði er 4 kr. á mánuði.
Áskriftarsími 2323.
Marklausir heiðursmenn
margir dæmdir.
Mér er heldur en þóknazt eigi.
Slíkir dómarar séu sæmdir
silfurkrossi á heiðursdegi“.
Kolbeinn frá Kollafirði.
Samband ísl, samvinnufélaga*
SAMVINNUMENN:
í samvinnufélögunum fáið þér eins mikið
fyrir hverja krónu og unnt er.
SÆVON de PARÍS mýhir húðina oc#
styrhir. Gefur henni yndisfagran litblœ
oy ver hana hvillum.
N O T I Ð
SAVON
DE
(ý&rjý
Sjaínar tannkrem gerir
tennurnar mjallhvífar
Eyðir tannsteini og himnu-
myndun. Hindrar skaðlega
sýrumyndun í munninum og
varðveitir með því tennurn-
ar. Inniheldur alls engin
skaðleg efni fyrir tennurnar
eða fægiefni, sem rispa tann-
glerunginn. Hefir þægilegt og
hressandi bragð.
NOTIÐ SJAFNAR TANNKREM
KVÖLDÍ OG MORGNA.
Sápuverksmiðjan Sjöfn
Akureyrí
Deildarhjúkrunarkonu
vantar á lyflækningadelld Landsspít-
alans 1. n. k. Lmsóknarfrestur til 30.
marz. — ITmsóknir sendist Skrifstofu
ríkisspítalanna.