Tíminn - 16.02.1945, Síða 7

Tíminn - 16.02.1945, Síða 7
13. lílaö TÍMII1\TIV, föstndaginn 16. febr. 1945 '7 Kambsrán iFramhald af 5. síðu) sýslumaður Árnesinga manna mest gegnt þeim. Er Sigurður Gottsveinsson hafði verið þrjú ár í rasphúsinu, varð hann að bana illa þokkuðum fangaverði eða verkstjóra, er yfir hann hafði verið settur, og var hann hálshöggvinn fyrir þetta verk veturinn 1834. Var það rómað, hve karlmannlega hann hefði orðið við dauða sínum, enda mun hann hafa verið einn mesti mannskapsmkður og áreiðan- lega hið mesta mannsefni, ef erfið kjör og spilltur aldarandi hefðu ekki dregið hann út á þá háskabraut, sem hann lenti á. Hinir þrír sátu enn í fang- elsinu í mörg ár. En þegar Kristján konungur VIII. kom til valda 1839, voru náðaðir margir sakamenn, og meðal þeirra voru Kambránsmenn, Jón Geir- mundsson og Kolbeinssynir. En ekki auðnast þeim öllum að sjá ísland aftur. Jón Kolbeins- son, sem virðist hafa verið mað- ur mjög viðkvæmur, dó snögg- lega um svipað leyti og þeir voru náðaðir, fyrirfór sér að talið var. Þeir Jón Geirmundsson og Hafliði komu til íslands á Eyr- árbakkaskipi vorið 1844. Settust þeir báðir að á æskustöðvum sinum. Varð Jón utanbúðarmað- ur á Eyrarbakka, og var á orði haft á þeirri tíð, og lengi síðan, hve grandvar hann hefði verið og dyggur í starfi sínu. Síðar fluttist hann til Hafnarfjarðar, og þar dó hann árið 1848, tæpra 56 ára gamall. Hafliði fór að Háeyri á Eyrarbakka til Þorleifs bróður síns, er þá hafði gerzt maður auðugur og mikilsmetinn og hreppstjóri sveitarinnar. Stundaði Hafliði meðal annars lækningar, er hann hafð’i nokk- uð num4ð ytra. Var hann af hverjum manni vel liðinn, sem hann hafði og verið áður en hann rataði í ólán sitt. En hann varð ekki langlífur. Hann drukknaði ásamt heilli skips- höfn í lendingu á Eyrarbakka veturinn 1846. A víöavangi (Framhald af 2. síðu) Framsóknarflokkurinn var ekki^aðeins reiðubúinn til að taka’*þátt i stjórn allra flokka, ef fylgt væri hyggilegri fjár- málastefnu, heldur bauð hann ennfremur Sjálfstæðisflokknum að mynda með honum þingræð- isstjórn, sem fylgdi hyggilegri fjármálastefnu, eftir að sýnt var að kommúnistar' fengust ekki til stjórnarþátttöku á þessum grundvelli. Sjálfstæðis- flolcknum var gert bréflegt til- boð um þetta, en hann hafði ekki svo mikið við að svara því formlega né gera gagntilboð um samvinnu þessara flokka á öðr- um grundvelli en hermdur var í tilboði Framsóknarflokksins. Svo brátt var Sjálfstæðisflokkn- um að komast í flatsængina til kommúnista. Týri og flokksflóttinn. Týri próventukarl heldur á- fram að skrifa um það, sem hann ætti aldrei að minnast á, en það eru landbúnaðarmál. Framkoma hans i þeim málum allt síðan hann hljóp úr þjón- ustu bænda og gerðist málaliðs- maður verstu andstæðinga þeirra, heildsala. og brasklýðs Reykjavíkur, er yneð slíkum endemum, að hahn ætti ekki að gefa tilefni til þess að þessi óþrifalegi óhappaferill rifjaðist upp. í seinasta Reykjavíkurbréfi þykist Týri vera mjög harm- þrunginn yfr fólksflóttanum úr sveitinni og reynir að eigna hann Framsóknarflokknum. Skýtur hér eins og fyrri daginn heldur skökku við hjá Týra- garminum, því að allt hans ævi- starfyhefir r^iðað að því að auka þennan fólksflótta sem mest, því að vart er til það framfaramál sveitanna, sem hann hefir ekki niðurnítt í blaði sínu. Fram- sóknarflokknum óg umbóta- starfi hans er það að þakka, að þetta niðurrifsstarf Týra og sálufélaga hans hefir ekki bor- ið eins mikinn árangur og til var ætlazt. Týri heldur enn áfram þessu starfi sínu og hefir • fundið rétta samstarfsmenn, þar sem Skagafjarðarbréf (Framhald af 4. síðu) Helgi fyrri konu sinni Steínunni Jónsdóttur og hófu þau búskap á Ánastöðum það ár. Þau eign- uðust 4 börn, 'en 2 þeirra dóu ung. Steinunn andaðist eftir fremur skamma sambúð þeirra. Árið 1893 kvæntist Helgi síðari konu sinni Margréti Sigurðar- dóttur og eig^uðust þau 10 börn. 8 þeirra eru enn á lífi. Þau Helgi og Margrét bjuggu á Ánastöð- um til ársins 1914. Eftir það bjuggu þau allengi á Reykjum í Tungusveit, en nú hin síðari ár hafa þau dvalið á Reykjaborg hjá Ófeigi syni sínum. Á 50 ára hjúskaparafmæli þeirra vorið 1943 var þeim hald- ið fjölmennt samsæti að Reykja- borg og færðar-gjafir af börnum Deirra og ( sveitungum. Helgi Björnsson er maður stór vexti og vau hraustmenni hið mesta. Það var almælt, að énginn væri hans jafningi að burðum í allri sveitinni og þó víðar væri leitað. Hann er ennþá allvel ern og hefir fótavist flesta daga. Hann hefir verið vinsæll maður og vel látinn. Lestrarfélög. í Lýtingsstaðahreppi starfa nú tvö lestrarfélög: Lestrarfé- lag Mælifellssóknar og Lestrar- félag Goðdalasóknar. Hið síðar- nefnda mun eiga eitthvert merkasta bókasafn í héraðinu, þegar frá er talið sýslubóka- safnið á Sauðárkróki. Það hefir tekizt mjög vel um bókaval og hefir sami maður,%Jón Einars- son á Tunguhálsi, haft það með höndum í mörg ár. Félagið hefir lka haft nokkur fjárráð á síð- ari árum, vegna áhuga félags- manna á því að efla bókasafnið. Á árinu 1944 keypti það bækur fyrir 2000 kr., þar á meðal Flat- eyjarbók. Sveinsstöðum í Lýtingsstaðahreppi. Björn Egilsson. Dregíð í sundlaugar x happdrætti Stöð- fírðínga 18. jan. 1945 var dregið í Sundlaug- arhappdrætti Ungmennafélags Stöð- firðinga, Stöðvarfirði, hjá sýslumanni Suður-Múlasýslu, Eskifirði, og hlutu eftirfarandi númer vinninga: Nr. 372. Saumavél, handsnúin. — 641. Gullhringur, áletraður. ( — 904 Tjald, fjögra manna. — 1046. Efni í karlmannsföt. — 1262. Seðlaveski. — 1768 Svefnpoki. — 2152. Kvenundirföt. — 2381. Lindarpenni. 2473. Karlmannshanzkar. — 2492. Kvenlúffur. — 2752. Borðlampi, rafmagns. — 2863. Bók: Draumurinn fagri. — 2904. Bók: Roosvelt. — 3611. Armbandsúr, herra. — 3613. Armbandsm-, dömu. — 3718. Peningar: kr. 25,00. — 3914. Peningar: kr. 25,00. — 4774. Pótbolti. — 5153. Bridgespil. — 5306. Aladdin-lampi. — 6281. Peningar: kr. 25,00. — 6396. Hikkory-skíði. — 6597. Bók: Lönd leyndardómanna. — 6862. Stálskautar. — 6936. Peningar: kr. 25,00. Vinninganna sé vitjað til Guðmundar Björnssonar, Stöðvarfirði, fyrir 31. júli 1945. x Sjúkrahúsvist Tilkynnt hefir verið hækkun á sjúkrahúsvist og skurðstofu- gjaldi. Daggjöld í spítölum verða hér eftir 20,00. Skurðstofugjald kr. 50,00, kr. 100,00, vkr. 150,00 eftir aðgerðum. Fæðingarstofu- gjald verður kr. 100,00. , t kommúnistarnir eru. Þeir hafa nú myndað með sér bandalag til að tefja fyrir ýmsum stór- málum sveitánna, eins og jarð- ræktarlagafrv., rafmagnsmála- frv. o. fl. Er það því vissulega í ætt við hinn undirförla pró- ventumann, þegar Týri garmur- inn þykist vinna á móti flokks- flótta úr sveitunum á sama tíma, sem hann er að hjálpa til að stöðva mál, sem miklu mun ráða um það, hvort byggð helzt i sveitunum til frambúðar. Káiír voru karlar Vilmundur viðutan: Hamingjan hjálpi oss! Hvað gengur nú á fyrir drottningardyrgjunni! Drottningin: Hjálp! Ég hefi verið rænd! Hafið þið séð hann Leifa langa? Vamban: Hva! Drottningin: Bíðið þið, þorparar-! Hafið þið séð hann, segi ég! Auglýsíng um Úisvör 1945 Samkvæmt heimild í lögum nr. 34, 12. febrúar 1945 um breyt- ingu á lögum um útsvör nr. 106/1936, hefir bæjarstjórn Reykja- víkur sett þær reglur: AÐ upp í útsvar yfirstandandi árs beri gjaldskyldum um útsvarsgreiðendum að greiða fyrirfram sem svarar 40% af útsvari þeirra árið 1944, með gjalddögum 1. marz,, 1. apríl, 1. maí og 1. júní, jsem næst 10% af útsvarinu 1944 hverju sinni, AÐ allar gfeiðslur skuli standa á heilum eða hálfum tug króna. Borgarstjórinn í Reykjavík, 13. febr. 1945. Bjarni Benediktsson. Smíðum raikatla fyrir næturstraum til upphitunar í íbúðarhúsum. Þeir, sem kynnu að óska upplýsinga viðvíkjandi rafkatli fyrir íbúðarhús, gerl svo vel að snúa sér til \ éla verkstæði Sktilatúni 6. Sírni 5753. ATV1TV1!¥A Nokkrir duglegir og álíyggilegir menn í svcitum og þorpnm titi á landi óskast til að hafa með köndum áskriftasöfnun að vcl selj- anlegum bókum gegn liáiim umkoðslaiinun^. Þeir, sem kynnu að vilja sinna l»essu, sendi nafn sitt og heimilisfang í lokuðu bréfi til af- greiðslu Tímans, mcrkt „Áskrift**.. Hjartans þakktr til Vestur-Eyfellinga, sveitunga okkar, fyrir rausnarlega fjárhœð, okkur fœrða á s.l. jólum, og samúð og hjálp að öðru leyti l sjúkleikaerfiðleikum okkar. Björnskoti 8. febr. 1945 INGIGERÐUR SIGURÐARDÓTTIR JÓN G. JÓNSSON Auglýsing um fyrirkomulag fiskflutninga o. fl. Ríkisstjórnin hefir ákveðið eftirfarandi reglur um fyrirkomu- lag á útflutningi fisks, hagnýtingu afla og verðjöfnunarsvæði: I. Verðjöfnunarsvæði skulu vera þessi: 1. Reykjanes og Faxaflói. 2. Snæfellsnes, Breiðafjörðúr og Vestfirðir að Bíldudal’ að honum meðtöldum. 3. Aðrir Vestfirðir og Strandir. 4. Norðurland frá Hrútafirði að Langanesi. 5. Austurland frá Langanesi að Hornafirði að honum með- töldum. 6. Vestmannaeyjar og Suðurland. II. Öll skip, sem flytja út ísaðan fisk á vegum samlaga útvegs- manna eru undanþegin verðjöfnunargjaldi því, er um ræðir í auglýsingu samninganefndar utanríkisviðskipta, dags. 10. jan. 1945, enda sé eftirtöldum skilyrðum fullnægt: a. Samlögin séu opin öllum útvegsmönnum á samlagssvæð- inu. b. Samlögin úthluti arði af reks'tri skipanna í hlutfalli við heildarafla fiskeigenda (báts) án tillits til þess hvort aflinn er fluttur út ísaður, lagður upp í salt, til herzlu, í hraðfrystihús, eða nýttur á annan hátt, enda geti sam- lagsstjórn ráðstafað afla félagsmanna (bátanna) á þann hátt er hún telur henta bezt í hvert skipti, til þess að heildarafli hagnýtist sem bezt. Þeir bátar einir, sefn eru í samlögum og hlýða reglum þeirra, geta vænzt þess að verða aðnjótandi réttinda samkvæmt þessum reglum. c. Skip þau, er annast útflutninginn séu á leigu hjá samlögunum og rekin á þeirra ábyrgð, samkvæmt skil- málum, sem ríkisstjórnin samþykkir. d. Að samlögin fallist á að hlíta þeim skilyrðum, er rikls- stjórnin kann að setja, að öðru leyti, fyrir starfsemi þeirra . ✓ III. Verðjöfnunarsjóði hvers svæðis skal úthlutað til fiskeig- enda á svæðinu eftir fiskmagni, eftir að frá hefir verið dregið það fiskmagn, sem flutt er út á vegum samlaganna samkv. II. lið þessarar auglýsingar. Greiðslan skal vera ■ ákveðin upphæð pr. kg. án tillits til þess hvort fiskurinn er fluttur út ísaður, lagður upp í hraðfrystihús, herzlu eða salt eða nýttur á annan hátt. Sjóður þessi skal gerast upp mánaðarlega og fari útborgun fram eins fljótt og auðið er. IV. Reglur um úthlutun á arði sem verða kann af fiskútflutn- ingi þeim, sem fram fer á vegum ríkisstjórnarinnar verða settar síðar. Ákvæði þessi eru hérmeð sett samkv. lögum nr. 11 12. febr- úar 1940, til að öðlast gildi þegar í stað og gilda fyrst um sinn þar til öðru vísi kynni að verða ákveðið. Atvinnumálaráðuneytið, 10. febrúar 1945. ÁKI JAKOBSSON. Gunnl. E. Briem. Heílbrigt líi tímarit Rauða kross íslands um heilsuvernd og líknarstarfsemi er eina tímaritið hér á landi, sem helgar efni sitt þessum málum. Helztu greinar síðsista árgangs — fjórða — eru þessar : Blindiibmenn á íslandi (Kristján Sveinsson), Læknaskort- urinh í sveitum landsins (Páll Sigurðsson), Starfrænir sj^kdóm- ar (Jóhann Sæmundsson), Móðerni (Ólafur Ó. Lárusson), Gunn- laugur Einarsson (Sigurður SigUrðsson), Manneldisrannsókn (Niels Dungal), Penicillin (Gunnlaugur Claessen), Heilsuvernd á íslandi (Vilmundur Jónsson), Veggjalýs (Óskar Einarsson), Vitamín (Júlíus Sigurjónsson) og ymislegt fleira fróðlegt og skemmtilegt. • Ritstjóri er dr. Gunnlaugur Cxaessen. Gerist áskrifendur. Styrkiff meff því gott málefni og aflið yður nauffsynlegrar þekkingar. Undirritaður gerist hér með áskrifandi að Heilbrigt líf Nafn ........................................ Staða ....................................... Heimili ..................................... RaítækjavmnustoíanSelíossí «5í íramkvæmir allskonar r,a f v i r k j astörf.

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.