Tíminn - 20.02.1945, Side 5
14. hlað
TlMlM, þrlðjiidagimt 30. febr. 1945
Kvennabálkur'
.Tímans
Frá tyrhneshum
U o num
Lítið er vitað um tyrkneskar
nútímakonur annað en það, að
þær hafa nú fyrir tiltölulega
stuttum tíma öðlazt fullt frelsi
og eru nú ekki lengur hjúpaðar
hinum þykku blæjum, er hafa
einkennt búning þeirra frá
aldaöðli. Kvennabúrin frægu
hafa nú verið rifin til grunna
og hið ógurlega djúp, er stað-
fest var milli karla og kvenna
þar í landi, hefir verið brúað.
Tvær tízkumyndir, teknar úr Kadin
Ev. Þœr gœtu allt eins vel veriS úr
amerisku tízkublaSi!
Nánari fregnir herma, að
tyrknesku konurnar hafi árið
1935 eða fyrir 10 árum öðlazt
fullkomið jafnrétti á við karl
menn. Fyrir stjórnartíð tyrk-
nesku frelsishetjunnar Kemal
Atatúrks var staða tyrknesku
konunnar sannnefnd þrælkun.
Konum var ekki leyft að fara
út fyrir hússins dyr, nema þær
væru hjúpaðar blæjum frá
hvirfli til ilja. Ekki máttu þær
sjást á almannafæri með eigin-
mönnum sínum. Öll menntun
var þeim forboðin og gjafvaxta
meyjar fengu engu að ráða um
gjaforð sín. Feðurnir sömdu um
slíkt við fjölskyldu tilvonandi
brúðguma. — ’ Nú er það full-
kunnugt, að lög Múhameðstrú
armanna leyfðu m'nnum að eiga
fjórar konur og ótakmarkaðan
fjölda af hjákonum. Geta má
því nærri, hvort heirjjilislífið fer
ekki út um þúfur, þegar svo er
ástatt.
En allt þetta tilheyrir nú liðna
tímanum. Stefnuskrá tyrkneska
þjóðveldisflokksins, er gerð var
árið 1935, gerði það heyrum
kunnugt, að þaðan í frá skyldi
ríkja fullkomið jafnrétti milli
kynjanna. Var það lokáhnútur-
inn í margvíslegum réttarbót-
um, er konunum höfðu' verið
veittar smátt og smátt síðan
tyrkneska lýðveldið var stofnað
árið 1924. Tyrkneskar konur
gegna nú mörgum ábyrgðar-
miklum stöðum í landi sínu
Þetta er í fáum dráttum saga
tyrknesku kvenfrelsishreyfing
arinnar. Er hún óneitanlega
glæsileg á yfirborðinu. En þess
ber að gæta, að Tyrkir eru
íhaldssamir menn og værukær-
ir. Þeir eru mjög hneigðir til þess
að láta framfarir allar þróast
af sjálfu sér. Þess vegna hefir
tyrknesku konunum, einkum þó
hinum eldri, veitzt allerfitt að
átta sig á hinu nýfengna frelsi
Upp til sveita gegna konur enn
í dag eins erfiðum og jafnvel
erfiðari störfum en karlmenn.
Á sumum sviðum ber ennþá
mikið á aðskilnaði kynjanna
Kvennasamkundurnar fornu eru
enn við lýði. Tetrykkjuhóf, er
standa allt frá kl. 4 á daginn
til kl. 9 á kvöldin, eru enn afar
vinsæl, jafnvel meðal hinna
menntuðustu kvenna. Karl
mönnum er að vísu leyft að sitja
hóf þessi, en þeir leggja þar lítt
til málanna, enda er það höfuð-
skemmtiatriði í hófum þessum
að ræða um náungann.
Áhrifa tyrknesku nútímakon-
unnar gætir mest á sviði tízku
og heimilisiðnaðar enn sem
komið er. Virðist þetta rökrétt
þróun, þar sem allar fram-
kvæmdir þeirra og starfssvið
var takmarkað við heimilið áð-
ur fyrr. Gott dæmi um þessa
stefnu er tyrkneska kvenna-
(Framhald á 7. síSu)
Vilhelm Moberg:
Kaffibrauð
Ferhyrndar smákökur.
250 gr. hveiti.
200 gr. smjörlíki.
110 gr. sykur.
2 eggjarauður.
i/4 tesk. hjartarsalt.
Hnoðað saman hveiti, smjör-
líki og sykri og vætt í með eggja-
rauðunum. Flatt út. Búnir til
smáir teningar. Smurt á kök-
urnar kremi, sem er búið til úr
125 gr. flórsykri og 1 eggjahvítu.
Bakað við hægan eld.
Amerísk formkaka.
iy3 bolli hveiti.
iyz tesk. lyftiduft.
tesk. salt.
3 egg.
1 bolli sykur.
Vanilludropar.
y3 bolli vatn.
Sigtið hveitið, bætið lyftidufti
og salti út í, sigtið aftur. Þeytið
eggjahvíturnar þangað til þær
eru orðnar stífar og látið helm-
inginn af sykrinum út í smátt
og smátt. Þeytið síðan eggja-
rauðurnar, látið það sem eftir
er af sykrinum út í ásamt van-
illudropunum, bætið vatninu út
í smátt og smátt. Hrærið síðan
hvítunum saman við. Síðan
hveitinu. Bakað í ferhyrndu eða
kringlóttu formi vel smurðu við
hægan eld í 45 mín.
Amerískar smákökur.
% bolli hveiti.
x/s tesk. salt.
3 egg.
1/2 bolli sykur.
Vanilludropar.
Sigtið hveitið með saltinu.
Þeytið hvíturnar stífar, bætið
sykri út í smátt og smátt (að-
eins helmingnum). Þeytið eggja-
rauðurnar og látið það sem eftir
er af sykrinum og rauðurnar út
í. Hrærið varlega saman hvít
una og rauðuna. Hrærið síðan
hveitinu saman og bætið því út
í smáskömmtum. Deigið er síð
an látið á vel smurða plötu og
búnar til lengjur um 5 cm.
langar. Bakað við hægan eld í
15 mín.
Eiginkona.
York-kaka.
125 gr. smjörlíki.
3 egg.
V4 kg. sykur.
Sítróndropar.
Kardemommur.
2 tesk. lyftiduft.
i/2 kg. hveiti.
4 dl. undanrenna.
Smjörlíki, eggjum, sykrin-
um, kardemommunum, sítrón
dropunum og lyftiduftinu hrært
saman. Hveitinu og mjólkinni
hrært saman. Deigið látið í
smurt fórm og bakað í klukku
tíma.
Eggjahvítukaka.
% kg. hveiti.
% kg. smjörlíki.
% kg. sykur.
Kardemommur.
3 dl. undanrenna.
2 tesk. lyftiduft.
125 gr. kúrenur.
Súkkat.
8 eggjahvítur.
Smjörlíkið mulið út í hveitið
Sykrinum, kardemommunum
mjólk, kúrennum, lyftidufti og
smátt skornu súkkati blandað
saman við. Þeyttum eggjahvít
um bætt út í. Bakað í smurðu
formi í iy4 klst.
Hveitikex.
1/2 kg. hveiti.
200 gr. smjörlíki.
2 egg.
iy4 dl. mjólk.
1 tesk. salt.
1 tesk. sykur.
Smjörlíkið mulið út í hveitið
sykri og salti bætt við. Síðan
eggjum og mjólk. Deigið hnoð
að vel og látið bíða í y2—1 tíma
Flatt þunnt út og búnar til
kringlóttar eða ferhyrntar kex-
kökur. Bakað ljósbrúnt.
S v o v ar um
honur Uve&ið
Kynleg er kvennaástin. Hún
likist skeggi mannsins. Því
styttra sem það er skorið, því
meir vex það — og hvort tveggja
er plága.
Douglas Jerrold
Satfa barnanna:
JÚLLI OG DÚFA
Eftir JÓW SVEIHSSON.
Freysteinn Gunnarsson þýddi
FRAMHALD
hæð. Það iðaði eitthvað innan í henni — svona var það líka. þeg-
ar hún fylltist helgri og hátíðlegri lotningu. En er það ekki ljótt
af henni að hugsa um kirkjuna á þessu kvöldi? Það átti þó ekki
að vígja hana fyrir framan altarið; það var í fyrrasumar, sem, ., , ,
það var gert, og það var heiiög og sjaidgæf athöfn, og hún iðaði jarnvir i annan enda þeirra. Siðan var snuið a vmnn,
og brann, þegar hún gekk upp að altarinu ....
Það var eins og núna — það var alveg eins og núna. Og henni
fánnst hún hafa lifað þetta margoft áður, hundrað sinnum
og ennþá_ oftar. Hún hefir setið svona, eins og hún gerir núna,
og beðið hundrað kvöld. Þetta er alls ekki nýtt fyrirbæri. Hún
hefir beðið lengi — allt frá því á brúðardegi sínum. Hún beið
í vetur við spunarokkinn og vefstólinn. Hún hefir beðið frá
morgni til kvölds, í vetur og fyrra og hitteðfyrra og lengur.
Kannske eftir þessu rökkri, sem ekki kemur ....
Hvi lætur guð ekki húma? Hvers vegna hleypir hann ekki
húminu niður á jörðina?
Enn er svo bjart inni í stofunni, að hún þarf ekki að kveikja.
Hún gæti auðvitað tendrað lítinn furuviðarkyndil og látið hann
á arininn, en hún sér ósköp vel, hvað hún er með 1 höndunum.
En raunar er hún ekkert með í höndunum. Hún ætti að sýsla
við eitthvað, svo að tíminn liði fijótar. Hún gæti setzt við
sauma. En hún er búin að falda öll lökin sín. Það er ekki svo
auðvelt að finna eitthvað til þess að dunda við, meðan hún
bíður myrkursins, sem aldrei ætlar áð koma. Jú, hún gæti látið
ný lök í rúmið þarna — rekkjan stendur úti í horninu og tjald-
að kringum hana, gríðarstór og rúmfrek. Hún getur skipt i
rúminu, það er þó verk, sem þarf að gera hvort eð er, og hún
getur alveg gert það núna eins og á .jnorgun eða hinn daginn.
Bara til þess að dunda við eitthvað — ekki af neinu öðru ....
Þegar hún er búin að þessu, situr hún kyrrlát og ugglaus á
bekknum í svefnherberginu. Þetta er Margrét, unga konan hans
Páls Gertssonar, sem situr þarna; og hún ætlar-að vera á fótum
dálitla stund enn, ’því að gamla klukkan gaf henni til kynna,
iegar hún sló áðan, að það væri ekki orðið svo ýkja framorðið.
En kannske fer hún bráðum að geispa. Og þá ætlar hún strax
að halla sér út af. Það er alls ekki fleira, sem hún þarf að
hugsa um nú í kvöld. Allar hurðir eru læstar, og hún er búin
að draga hlera fyrir alla gluggana. Þótt einhver þjófur kynni
að koma, yrði það síður en svo auðvelt fyrir hann að brjótast
inn. En það er óþarfi að óttast þjófa, þegar næturnar eru svona
bjartar, sagði Páll. En það er samt sem áður ekkert hægt að
staðhæfa.....Nú virðist vera orðið aldimmt úti ....
Og Margrét þýtur upp dauðhrædd. Það var komið við stafn-
gluggann! Ljúfi guð! Hver gat það eiginlega verið? Það var
hennar skylda að verða hrædd, og sú skylda var henni svo hug-
stæð, að hún var nærri því heilt andartak að jafna sig. En hún
er samt ekki hræddari en svo, að hún gengur hröðum skrefum
yfir gólfið út að glugganum og iosar hespurnar. Kaldan súg legg-
ur á móti henni, hann leikur um heitar kinnar hennar. Er næð-
ingur úti í kvöld? En henni finnst bara gott að fá svalann á
andlitið.
Og þarna er kominn maður, eins og golan hafi feykt hon-
um inn. Hann hefir verið hér um bil jafn fljótur á sér og súgur
inn, og hann stendur á gólfinu og lyftir henni upp í fangi sér,
svo þung sem hún þó er. Hún finnur stælta handleggina Íykj -
ast um sig. Enn gætir hún þó allrar skynsemi, hún hugsar um
allt — herbergið er svo nærri öðrum vistarverum, glugginn slæst
í golunni .... glugginn, glugginn — hvers vegha lokarðu ekki
giugganum á eftir þér og hespaðir?
En þegar hún er búin að sannfæra sig um, að glugganum hafi
verið lokað, er henni allur máttur þrotinn. Því að nú er hann
fyrst kominn að henni eins og stormur, og hún hefir sjálf opnað
gluggann fyrir storminum. Hún er að því komin að gefast uþp,
og það fer skjálfti um hana. Hún lokar augunum — hún er
örmagna, hún er eins og ljós, sem er að deyja; hún getur varla
haldið augunum opnum. Já, hún er orðin svo magnþrota, að
hún getur ekki lengur lyft augnalokunum. Hvað hefir hann gert?
Lífið, sem svellur í blóði hennar, er nú einrátt.
Og svo kemur það, eins og hljóðlát stuna í sárum þrautum:
— Gerðu það, sem þér sýnist.
4. LEITIN
Nú bjuggu menn sig í snatri að leita fjárins og sáuða-
mannanna. Sumir tóku stóra stafi og festu sterkan
þangað til hann var orðinn eins og tappatogari í lögun.
Aðrir smöluðu saman öllum skóflum og rekum, sem
jþeir fundu, og kölluðu á hunda þá, sem heima voru.
Þegar þessum einkennilega viðbúnaði var lokið, lögðu
af stað allir karlmenn, sem vettlingi gátu valdið
Enginn var eftir heima, nema konur og böm.
Leitinni var hagað svo, að fyrst fara menn á þá staði,
sem helzt má ætla, að menn eða fé hggi grafið í fönn.
Þar eru hundarnir látnir snuðra til og frá um skafl-
ana. Ef einhver þeirra tekur þá til að krafsa og róta í
snjónum, þá er það merki þess, að hann hefir fundið
af þefnæmi sinni, að þar er eitthvað kvikt undir.
Þá hlaupa mennirnir þar að, og einn þeirra stingur
iar niður stafnum, þangað til hann finnur, að eitthvað
annað en snjórinn er fyrir honum.
Um leið og hann verður þess var, snýr hann stafnum
nokkra hringi, alveg eins og tappatogara, þegar tekinn
er tappi úr flösku.
Ef stafurinn er þá jafnlaus eftir sem áður, má gera
ráð fyrir, að þar sé ekkert kvikt undir. En ef hann er
ástur, þá er sennilegast, að vírinn hafi vafizt í ull á
kind eða klæði á manni.
Og þá grípa menn rekurnar og grafa í fönnina af
alefli.
En hvernig getur það verið, kann einhver að spyrja,
að menn og skepnur geti lifað svo lengi undir stórum
snjóskafli?
Hljóta ekki allir að kafna þar?
Nei, það ber ekki á því. Loftið berst ótrúlega vel í
gegnum snjóinn. Og það kemur ekki svö sjaldan fyrir
lér á landi, að kindur eru grafnar undir snjó svo vik-
um skiptir og nást þó lifandi úr þeirri köldu gröf. —
Rökkrið var þá komið, og Margrét var ein hjá Hákoni langt
inni í myrkrinu bak við rekkjutjöldin, og í myrkrinu umhverfis
vakti kyrrðin ein. Og hún beið ekki með að segja honum, hvað
hún hafði verið að gera rétt áður en hann kom. Þessi hreinu og
sléttu lök, sem nú voru í rúminu, voru úr nýju léreftunum henn-
ar. Það voru þessi lök, sem hann hafði ætlað að bjarga, þegar
hún breiddi þau til bleikingar í vor — þarna þegar hún hafði
í fyrsta sinn orðið þess vör og skilið það, hver hann var. Og
án þess að vita fyllilega, hvað hún gerði, hafði hún látið lökin
þau arna í rúmið núna áðan. Ef til vill hafði hún gert það af
því, að þau voru svo fléttuð inn í drauma hennar og hugboð
Þau höfðu orðið til á þessum langa og sára biðtíma. Kannske
hafði hún flýtt sér að sauma þau, þegar hún vissi eftir hverjum
hún beið. Og nú voru þessi lök undir honum og henni — nú
voru þau komin í rúmið. Hún vippaði sér nær honum, og hlátur
sem lengi hafði dulizt djúpt í sál þessarar ungu konu, seytlaði
allt í einu fram. Hvað sagði hann um þetta?
Og hvað hugsaði hún sjálf? Margrét — leiksoppur sjálfs-
blekkingarinnar. Nú var hún aftur komin til sjálfrar sín. Hversu
oft hefir hún ekki blekkt sjálfa sig í seinni tíð! Nú hefir hún
í marga daga verið að blekkja konuna, sem varð svo hrædd áð-
an, og villa henni sýn. Hún hefir blekkt sjálfa sig svo
rækilega, að nú er það orðið, sem orðið er. Og nú gefst hún
upp, nú vill hún bara sökkva, nú vill hún aðeins fá að lifa
Óskýranlega djúpur friður hefir færzt yfir hana þarna í rúminu
og vafizt að henni eins og mýksta ábreiða. Það var eins og
hún hafði nú fyrst öðlazt öryggi á heimili sínu.
En Hákon var ekki enn kominn á þetta stig. Hann var das
aður eftir það, sem hafði gerzt. Þetta hafði dunið svo skyndi
lega yfir, að hann hafði ekki getað hent reiður á atvikunum.
Hann hvíldi í rekkju Margrétar, hún hvíldi hjá honum og þrýsti
sér að honum, og hún hafði sagt, að hann mætti gera allt, sem
hann vildi. En hann skildi það ekki enn, að þetta var veruleiki.
Öllum þeim, fjœr og nær, sem 14. des., á sjötugsaf-
mœli mínu, glöddu mig með gjöfum, heimsókn og heilla-
skeytum, þakka ég hjartanlega; þar á meðal börnum mín-
um og tengdabörnum.
í guðs friði!
Haga, 31. des. 1944.
KÁRI MAGNÚSSON
Öllum þeim hinum mörgu, bœði fjœr og nœr, sem á
80 ára afmœlí mínu, 15. des. síðastl., veittu mér vinarhót
með heimsókn, gjöfum og heillaskeytum, votta ég beztu
þakkir og bið þeim alls velfarnaðar.
Hoftúnum, 24. des. 1944.
JÓN G. SIGVRÐARSON
Samband ísl. santvinnufélaga.
SAMVINNUMENN:
í samvinnufélögunum fáið þér eins mikið
fyrir hverja krónu og unnt er.
Atvinna
vanur
IlrGÍnlegiir og duglegur maíliur.
mjölÉuu og skepnuMrðingu, óskast í ársvist
á kúabú við Reykjavík. Árslaun 10 þúsund
krónur auk fæðis, þjónustu og húsnæðis.
Upplýsingar hjá afgreiðslu Tímans, simi
2323.