Tíminn - 20.02.1945, Síða 7

Tíminn - 20.02.1945, Síða 7
14. hlað TtMlNX, |irið|nclagiim 20. febr. 1945 Efsta mynd: Heimavistahúsið til vinstri, íþróttasalur, skólahús og skóla- stjóraíbúð á miðri mynd og til hægri. Myndin í miöið: Sundlaugin ásamt búningsklefum og handavinnusal. Neðst'a mynd: Bryggjan og naustið í Reykjanesi. Reykjanesskólínn tíu ára Síðastliðið haust varð Reykjanesskólinn 10 ára. Aðalsteinn Ei- ríksson lét þá af skólastjórn, en það má segja, að skólinn eigi honum að þakka vöxt sinn og viðgang. Við skólanum tók Þór- oddur Guðmundsson frá Sandi, en hann hafði áður verið kenn- ari við héraðsskólann á Eiðum. Tíðindamaður blaðsins hefir fengið ýmsar upplýsingar um 10 ára starf Reykjanesskólans hjá Aðalsteiiíi Eiríkssyni, Reykjanesskólinn við ísafjarð- ardjúp er fyrsti heimavistar- skólinn, sem fleiri en eitt sveit- arfélag standa saman að. Þegar hann var reistur var því engin reynsla fengin fyrir rekstri heimavistarskóla barna hér -á landi, sem fleiri en eitt skóla- hérað stóðu að. Staðurinn, sem skólanum var valinn, er í marga staði hinn á- kjósanlegasti. Hann liggur að heita rná í miðju héraðinu. Þar er mikill jarðhiti. Héraðsbúar höfðu lengi haft augastað á Reykjanesi fyrir skólasetur. Þar. voru kenndar íþróttir frá - því um miðja 19. öld. Árið 1937 var stofnaður þar héraðsskóli með sérstakri undanþágu um náms- tíma. Á Reykjanesi var mikið verk að vinna, því að þar þurfti að reisa allt frá grunni. Á stofnári skólans var byggt skólahús með tveimur kennslustofum, skóla- stjóraíbúð og annað nauðsynleg- asta húsnæði fyrir kennsluna. Þessi hús voru öll raflýst með steinolíustöð. Ári seinna, eða heimavistahúsið og auk þess stofur og salerni við gamla heimavistarhúsið og auk þess nauðsynleg peningshús, fjós og hlaða. Árið 1936 eru hafnar lendingarbætur og byggð 15 m löng steinuppfylling og 12 m löng trébryggja. Næstu ár fram til 1940 eru aðalframkvæmdirn- ar ræktunarframkvæmdir -og var allmikið land brotið og um- hverfi skólans fegrað. Árið 1940 —’41 var Langeyrarstöðin keypt, hún rifin og flutt að Reykjanesi. Úr því efni var byggt allstórt hús fyrir heimavist nemenda og starfsfólk, eru í því 17 herbergi auk snyrtiklefa, borðstofu og eldhúss. Árin 1942—’44 voru enn hafn- ar miklar byggingar í Reykja- nesi. íbúð skólastjóra var breytt í tvo kenn'slusali og nýbygging- ar byggðar beggja megin skóla- hússins. Annað <er íbúð skóla- stjóra, en hitt íþróttasalur, böð áhaldaklefi, bókasafn og fleira. Þá var og byggð stór vinkilbygg- ing við sundlaugina, sem í er: Á neðri hæð smíðastofur og efnisgeymslur, en á efri hæð búningsklefar, gufubaðsklefar og vatnsbaðsklefar. Sundlaugina er verið að lengja um 20 m., verður hún þá alls 50 m löng og 12 m breið. Stofnkostnaður skól- ans var 744.506,84 kr. lagður fram af ríkissjóði, skólahéraði barnaskólans, Norður-ísafjarð- arsýslu, ísafjarðarkaupstað og örlitlu leyti af Vestur-ísafjarð- arsýslu. Skuldlaus eign var í ágúst 1944 694.505,85 kr. Þau 10 ár, sem barnaskólinn hefir starfað hafa sótt hann 96 piltar og 64 stúlkur, flest úr Reykjafjarðar- og Nauteyr- arhreppum. Héraðsskólann hafa sótt 172 piltar og 115 stúlkur. íþróttanámskeið skólans hafa alls sótt um 1100 börn. Fjölskyldu Aðalsteins var haldið veglegt samsæti í Reykja- nesi i september s. 1., kom við það tækifæri vel í ljós hugur héraðsbúa til þeirra hjóna. Sam- sætið sátu nokkuð á annað hundrað manns, margar ræður voru fluttar, skáldið Guðmund- ur Ingi flutti Aðalsteini fagurt kvæði og verður það birt hér í blaðinu bráðlega. Aðalsteinn lét bess getið í viðtali sínu við tíð- indamann blaðsins, að hann væri ánægður með eftirmann sinn og vænti hins bezta af honum. Enda bíður hans mikið verkefni í Reykjanesi, því að bað, sem þar á að gera er form- að en ekki lokið. Aðalsteinn rómaði mjög samstarfið við fólkið í héraðinu og hvað það hafa verið framúrskarandi gott og ánægjulegt. Jafnrétti (Framhald af 4. síðu) beri í samanburði við samherja hans. Auk þess er vitað mál, að ekki eru allir, sem hafa réttindi, hæfari til kennslu en hinir rétt- indalausu, og styðst ég þar við orð fyrrv. kennara Kennaraskól- ans, sem hefir mörgum öðrum meiri reynslu í þessum málum. Vil ég svo ekki orðlengja þetta frekar, en mig langaði aðeins til að láta í ljós álit mitt á þeirri „jafnréttisstefnu“, sem virðist vera fylgt á Alþingi — þó að okkur hafi verið lofað af hálfu stjórnárinnar jafnrétti, ásamt mörgu öðru. — Vil ég svo að endingu óska fræöslumálastjóra og öðrum þeim, er málum þess- um unna, til hamingju með alla þá nýliða, sem tækju við störf- um í haust, ef helmingur allra farkennara landsins hætti störf- um i einu. Grundarfirði, 16. jan. 1945 TíMINN Þeir, sein fylgjast vilja með almennum málum verða að lesa Tímann. Áskriftarverð í Reykjavík og Hafnarfirði er 4 kr. á mánuði. Áskriftarsími 2323. Aski’iftargjald Tímans utan Rvíkur og Hafnarfjarðar er kr. 30.00 árgangurinn. Fyrirspurnum svarað í síðasta tölublaði Tímans ger- ir Hannes Pálsson tvær fyrir- spurnir til sauðfjársjúkdóma- nefndar. 1. Hannes spyr, hvort rétt sé, að blóðprófanir við garnaveiki, er Björn Sigurðsson hefir með höndum séu ekki „ábyggilegri“ en svo, að ólík útkoma komi fyrir úr tveim sýnishornum úr sömu kind, teknum sama dagj Hér mun H. P. eiga við dæmi það, er dagblaðið Vísir birti í skýrslu, er Sigurjón Pétursson, Álafossi gaf blaðamönnum fyrir nokkru. Sé gengið út frá því, að sýnishornin „frá Hafnarfirði" hafi verið úr kindunum frá Reynisvatni, er við höfum enga ástæðu til að rengja, er ekki hægt að neita því, að útkom- unum ber ekki saman. í áður- nefndu blaði (21. tölubl. Vísis), er gerður samanburður á út- komunni og er það í samræmi við þá niðurstöðu, er gefin var upp til skrifstofu sauðfjárveiki- varnanna af Birni Sigurðssyni lækni. Þetta hefir B. S. sjálfur viðurkennt í grein, er hann skrifar í Morgunblaðið 30. jan. s.l., og gefur þar nokkrar skýr- ingar á ástæðum fyrir því, að þetta háfi getað átt sér stað. Nánari upplýsingar getum við ekki gefið um þetta, þar sem nefndin hafði ekki ástæðu til að láta gera slíkan samanburð til að prófa nákvæmni rann- sóknanna að þessu leyti. Hins vegar hafði nefndin fulla ástæðu til að gera sér góðar vonir um þessar rannsóknir eft- ir tilraunir er B. S. læknir grði á 40—50 kindum s.l. sumar, er margar voru garnaveikar. Virt- ist niðurstaða við slátrun þessa fjár í haust koma mjög vel heim við útkomu blóðrannsókna, er B. S. gerði á þeim s.l. sumar. Verða því mikil vonbrigði fyrir nefndina, ef til kæmi, að rann- sóknaraðferð þessi gæfist ekki éins vel og ætlað var. 2. Þá -spyr Hannes eftir því, hvort rétt sé með það farið hjá Sigurði Bjarnasyni alþingism., er hann skýrði frá í útvarpi, að engin kind væri nú lifandi af þeim, sem Sigurjón Pétursson hefði gert lækningatilraunir á s.l, vetur. Þessu er fljótsvarað. Alþingis- maðurinn hefir í þessu atriði ekki leitað sér upplýsinga sem skyldi, ef honum er annt um, að segja fullan sannleikann, þegar 'hann talar í útvarp. Skýrsla sú, er prófessor Níels Dungal hefir gefið blaðamönn- um um árangur af tilraunum Sigurjóns Péturssonar, sannar það, að 4 kindur eru enn á lífi hjá þeim 7 bændum, er um get- ur í skýrslunni. Þó er þessi skýrsla ekki tæmandi fyrir til- raunir S. P„ því að tiiraunir voru gerðar hjá fleiri bændum en þar getur um. Er okkur kunnugt um, að nokkrar fleiri kindur lifa enn hjá bændum, sem reyndu þetta s.l. vetur, og má sem dæmi benda á vottorð Sig- urðar Jónssonar bónda á Arnar- vatni er birt var í Vísi þann 10. þ. m. Ennfremur má geta þess, að miklar líkur eru til, að marg- ar af þeim kindum, er nú eru dauðar, af þeim, sem tilraunir voru gerðar á, hafi farizt fyrir mistök við inngjöf og vegna kulda og jafnvel bleytu í húsum meðan á tilraunum stóð. Margar af kindunum lifðu til hausts og skiluðu vænum dilkum ,en var þá slátrað. Því miður liggur ekkert fyrir um það, hvort þær vom læknaðar af veikinni, eða ekki. Flestar þær kindur, er til- raunirnar voru gerðar á, voru orðnar mjög veikar og gat því verið full ástæða til að farga þeim í haust, jafnvel þó að inn- gjöfin hafi getað valdið því, að veikin stöðvaðist og ærnar skil- uðu arði. Að lokum viljum við taka fram, að okkur finnst það skort- ur á hlutleysi, svo ekki sé meira sagt, að fárast um tilraunir þessar eins og gert hefir verið í blöðum og útvarpi, á meðan sauðfjársjúkdómanefnd bíður eftir nægilega yfirgripsmiklum og glöggum skýrslum um árang- ur þeirra. En það hlýtfir jafnan að taka langan tíma, jafnvel svo árum skiptir, að sannprófa árangur lækningatilrauna á svo 7 ' iVÝ ST ÁRLEG BÓK: Orrustan um Stalingrad . ' •“ '•' •"• •“" •'*'• r' • -' _ » — • anp í þessum mánuði kemur á markaðinn ný bók, sem fjallar um hina heimssögulegu bardaga um borgina Stalingrad. Er sögu þeirra þar lýst- í máli og myndum. 68 myndir, flestar stórar, og kort sýna glögglega gang þessara viðburða. Þétta er fyrsta bókin, sem birtist á íslenzku um einstakar viður- eignir þessarar styrjaldar. Nú, þegar fall Berlínar virðist yfirvofandi, er ástæða fyrir menn að rifja upp söguna um Stalingrad, því það mun dómur sög- unn, að þar hafi verið rofið fyrsta skarðið í virkismúr Berlínar. — Bókin verður 60—70 blaðsíður 1 Helgafellsbroti og er prentuð á afbragðsgóðan myndapappír. Verð hennar til áskrifenda verður ekki yfir 20 krónur. Áskriftarlistar í afgreiðslu Þjóðviljans, í Bókabúð Máls og menn- ingar, Bókaverzlun Guðmundar Gamalíelssonar og víðar. — Einnig má panta hana beint frá útgefanda. Bókaútg’áfan R ú n, Slgluiirði FUMDUR verður haldinn í Framsóknarfélagi Reykjavíkur í Kaupþings- salnum, þriðjudaginn 20. þ. m. Fundurinn hefst kl. 8y2. FUNDAREFNI : Lóðamál í kaupstöðum og kauptúnum. Frummælandi: Jens Hólmgeirsson. STJÓRJVIJV. Erlcnt yfirlit. (Framhald af 2. síðu) mest öngþveiti og ringulreið. Jafnframt tóku þeir að safna öllu liði sínu til Aþenu. Þang- að streymdu vopnaðaír sveitir hvaðanæfa. Bretar reyndu í lengstu lög að leiða þetta hjá sér og það var ekki fyrr en kommúnistar voru búnir að taka alímikilvægar opinberar stofnanir í Aþenu, að Scobie hershöfðingja var fyrirskipað að skerast í leikinn. Fyrir atbeina Breta var hinni fyrirhuguðu byltingu afstýrt, en slík var framkoma kommúnista í þeirri baráttu, að brezkir hermenn, sem höfðu barizt á ítaliu, sögðu að þeir væru grimmari og mann- úðarlausari en Þjóðverjar. Til sönnunar þessu framferði kommúnista fer hér á eftir frá- sögn brezka sendiherrans í A- þenu, Mr. Leeper: Stöðugt síðan Þjóðverjar fóru úr Grikklandi hefir hinn fámenni en vel vopn- aði flokkur kommúnista haldið uppi ógnaröld í landinu. Með vissu’verður ekki sagt um, hve margir hafa verið drepnir eða handteknir áður en sjálf bylt- ingin í Aþenu hófst,. en þegar allur sannleikurinn kemur í ljós, verður hryllilega sögu að segja. Strax og bardagarnir hófust í Aþenu, jukust þó ógnarverkin í stórum stíl. Karlmenn, konur og börn voru myrt í stórhópum og þúsundir gisla teknir. Gisl- arnir voru fluttir burtu og hlutu svo hörmulega meðferð í þess- um flutningum, að margir þeirra dóu á leiðinn. Fregnir frá Salon- iki segja frá sams konar hryðju- verkum þar. Til viðbótar þessari frásögn, er til lýsing margra brezkra her- manna á hinni hryllilegu með- ferð gislanna. Þeir voru látnir ganga langar dágleiðir klæð- lausir og matarlausir, oft í versta veðri. Þeir voru barðir og pyntaðir og fjölmargir létu líf- ið. í einum hópnum, sem taldi •um 800 manns, dóu 200 á 10 dög- um. Einn brezkur liðsforingi, sem sérstaklega hefir kynnt sér þessi mál, telur, að 1200 til 1500 manns hafi verið teknir af lífi, flestir höggnir með öxum eða stungnir hnífum. Gislarnir, sem teknir voru, skiptu mörgum þúsundum. — Síðan Churchill gaf þessa lýs- ingu, hafa komið fram mörg ný atriði, er staðfest hafa þessa lýs- ingu hans. Þau blöð, sem áður gagnrýndu hann, hafa því orðið að viðurkenna, að þau hafi haft rangt fyrir sér, þegar þau héldu því fram, að Elasmenn væru frelsisvinir og lýðræðissinnar. Þau hafa orðið að játa, að hér hafi verið að.verki ofbeldis- og hryðjuverkaflókkur, sem jafnvel skarar fram úr nazistum á því sviði. T. d. hefir Manchester Guardian, sem áður hafði harð- lega gagnrýnt Churchill, nýlega viðurkennt, að bersýnilega hafi langvinnri veiki sem mæðiveik- in er. Reykjavík, 12. febr. 1945. Gunnar Þórðarson Ingimar Jónsson spellvirkjar og glæpamenn af verstu tegund verið miklu ráð- andi um gerðir Elasmanna. Walter Citrine, einn aðalleiðtogi ensku verklýðsfélaganna, er fór til Grikklands til að kynnast þessum málum, lét svo um mælt, að hann hefði ekki getað hugsað sér slík ógnarverk og hann komst að raun um, að Elasmenn hefðu unnið. M. a. sá hann lík margra manna, sem Elasmenn höfðu myrt og síðan kastað í hrúgu. Það má líka telja víst, að meðal Grikkja sjálfra séu dagar þessa flokks að miklu leyti taldir. Hann hefir nú neyðst til að semja um, að afhenda þá gisla, sem voru enn á valdi hans, og leggja jafnframt niður vopn sín. Byltingartilraun hans hefir ver- ið bæld niður að fullu og al- mennar, frjálsar kosningar, sem hann barðist mest á móti, verða látnar fara fram. Fyrir tilstyrk Breta hefir lýðræðisstefnan bor- ið hærra hlut í Griklandi. At- burðirnir þar ættu að hjálpa mönnum annars staðar til að varast hættuna, sem þar kann að stafa af skoðanabræðrum Elasmanna, sem enn hylja sig bak við lýðræðisgrimuna, líkt og Elasmenn, þegar þeir vóru í stjórn Papandreou. Frá tyrkneskum konum. (Framhald af 5. síðu) blaðið Kadin Ev (a: Konan og heimilið). Birtir það bæði tízku-. myndir og greinar um sérstök áhugamál kvenna. Ábyrgðar- maður blaðsins er tyrkneski kennslumálaráðherrann. Kadin Ev birtir mjög glæsilegar tízku- myndir, er gefa góða spegil- mynd af tyrkneskri tízku,- sem stendur sízt að baki hinni nafn- frægu Parísar-tízku, eins og hún var fyrir stríð. Þar eru aldagamlir hlutar af tyrknesk- um þjóðbúningum fléttaðir saman við ameríska og enska tízku á aðdáunarverðan hátt, þannig, að vel megi fara á hin- um hávöxnu, dökkhærðu blóma- rósum Tyrklands. Kennslumálaráðherra Tyrk- lands ritaði formála nokkurn að fyrsta eintaki Kadin Ev. Lagði hann þar áherzlu á það, sem áður hefir verið minnzt á í þessu greinarkorni, þ. e. að konur hafi eins mikið hlutverk að inna og karlmenn í þágu þjóðar sinnar og að með góðri menntun kven- U.N D I R F Ö T, IVÆRFÖT og AÁTTKJÓLAR H. TOFT Skólavörðustíg 5. Sími 1035. Tvöíaldar kápur úr^góðu efni á fullorðna os’ börn H. Toft Skólavörðustíg 5. Sími 1035. Sjötugur (Framhald af 6. slðu) nokkur ár í stjórn Kaupfél. N,- Þing. á Kópaskeri. Árið eftir að hann kom, 1913, var hann kos- inn oddviti hreppsnefndar og hefir verið það óslitið síðan og sýnt framúrskarandi ósérplægni í því óvinsæla starfi. Auk þessa jhefir hahn gegnt ýmsum fleiri trúnaðarstörfum. Það er ekki vegna skorts á hæfum mönnum, að Benedikt hefir svo lengi haft með hönd- um opinber störf í sveit sinni, heldur vegna þess, að hann er og hefir ætíð verið grjótpáil duglegur og haldið vel á spilun- um fyrir hreppsins hönd, enda kunna' sveitungar hans að meta þetta mikla starf hans. Einkum hefir hann verið virtur og dáð- ur í sveitinni fyrir það, hvað hann hefir haldið vel á málum sveitarinnar gegn hrokafullum embættismönnum og stórlátum yfirvöldum, sem ávallt vilja ganga á hlut lítilmagnans. Þau Kristbjörg og Benedikt hafa átt 6 mannvænleg börn og eru 5 þeirra á lífi. En áður en Benedikt giftist átti hann einn son, og er það Helgi Benedikts- son í Vestmannaeyjum. Þau Þverárhjón eru orðlögð fyrir gestrisni og greiðasemi og njóta almennra vinsælda. B. S. þjóðarinnar sé stórt skref stig- ið á framfarabrautinni. Er það sannmæli.

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.