Tíminn - 20.02.1945, Page 8
DAGSKRÁ er bezta íslcnzka tímaritið um
þjóðfélatjsmál.
8 I REYKJAVÍK
Þeir, sem vilja ktjnna sér þjóðfélagsmál, Init-
lend og útlend, þurfa dð lesa Dagskrá.
20. FEBR. 1945
14. blað
Hagsmunir smærri verstöðva
Tillögur Skúla Guðmunds-
(Framhald af 1. síðu)
um hefði verið augljóst, að ís-
lendingar gátu ekki án skipa
þeirra verið. Úr þessari van-
rækslu stjórnarinnar yrði ekki
bætt hér eftir og vegna hags-
muna íslenzks útvegs ekki ann-
að hægt en að ganga að samn-
ingunum.
Um síðara atriði þessarar til-
lögu, ráðstöfun leiguskipa.nna;
skipti hins vegar öðru máli. í
sambandi við það atriði væri
margt að athuga. Það mætti
fyrst nefna aðstöðu smærri ver-
stöðvanna. Vegna hækkunar
lágmarksverðsins, er stjórnin
hefði ákveðið og vafalaust yrði
heildinni til gagns, hefðu kaupa-
skip hætt að fást til sumra
smærri verstöðvanna. Ríkis-
valdinu væri beinlínis skylt að
tryggja þessum verstöðvum
nægan skipakost, þar sem þeir
hefðu þannig tapað skipum fyr-
lr atbeina þess. Þá væri enn ó-
ákveðið, hvernig ráðstafa ætti
þeim hagnaði, sem verða kynni
af flutningum á vegum ríkisins.
Réttast virtist, að því fé yrði
ráðstafað til að tryggja sem
jafnast fiskverð um allt land,
en eins og hinum ákveðnu verð-
jöfnunarsvæðum væri háttað,
gæti fiskverð orðið mjög mis-
munandi eftir landshlutum.
Eðlilegast virtist að leggja verð-
jöfnunargjald á togarafiskinn
til að tryggja slíka verðjöfnun.
Þá taldi ræðumaður nauðsyn-
legt, að stjórnin gerði þinginu
grein fyrir því, hvernig væru
leigukjör á ensku skipunum og
Eimskipafélagsskipunum, er
hún hefði fengið til umráða. Að
lokum, lagði hann svo áherzlu á,
að málið gengi til nefndar, en
yrði ekki flaustrað athugunar-
laust gegnum þingið.
Pétur Ottesen og Gísli Jóns-
son tóku að ýmsu leyti í sama
streng og Eysteinn, og álitu
nauðsynlegt að málin fengju at-
hugun í nefnd. Áki brást hins
vegar hið versta við og taldi það
árás á Færeyinga að vera nokk-
uð að ræða um þetta mál frek-
ara! Kvað hann stjórnina leggja
áherzlu á, að málið yrði jifgreitt
samdægurs og án athugunar í
nefnd. Lúðvík Jósefsson tók í
sama streng. Hann taldl það
ennfremur mestu firru hjá Ey-
steini, að ríkisvaldinu bæri
nokkur skylda til að greiða fyrir
smærri verstöðvunum, þótt
hækkun lágmarksverðsins hefði
gert þeim örðugra að fá skip til
flutniriga.
Eftir allmiklar umræður um
þetta, fór fram atkvæðagreiðsla
um það, hvort málinu yrði vís-
að í nefnd og var það samþykkt
með 21:20 atkv. Þeir, sem
greiddu atkvæði með nefndar-
athuguninni, ásamt Framsókn-
armönnum, voru Pétur Ottesen,
Sigúrður Kristjánsson, Gísli
Sveinsson, Garðar Þorsteinsson,
Gísli Jónsson, Guðmundur I.
Guðmundsson og Sigurjón A.
Ólafsson. Brugðust margir
stjórnarsinnar hið versta við,
þegar þeir sáu, að stjórnin hafði
orðið í minna hluta og voru
sumir kommúnistar með illmæli
og hróp út af úrslitunum.
í allsherjarnefndinni, sem
fékk málið til athugunar, náðist
þar samkomulag um að tryggja
hag smærri verstöðvanna með>
því að bæta aftan við tillöguna
svohljóðandi ákvæði:
„Enda leitist ríkisstjórnin við
að tryggja eftir föngum hags-
muni þeirra staða, sem örðug-
ast eiga um útflutning. Ríkis-
stjórninni heimilast að greiða
úr ríkissjóði þann kostnað, er
þessar ráðstafanir hafi í för
með sér.“
Við framhaldsumræðu máls-
ins var þessi tillaga samþykkt
og aðaltillagan þannig breytt
samþykkt með 35 samhlj. at-
kvæðum.
Kommúnistar hafa mjög
hrakyrt Framsóknarmenn í
sambandi við afgreiðslu þessa
máls. Sést bezt á því, að komm-
únistum er illa við, að hlutur
smærri verstöðvanna hefir verið
tryggður og sýndu þeir þar enn
einu sinni fjandskap sinn til
fólksins í sveitum og sjávar-
þorpum. íbúar sjávarþorpanna
geta jafnframt vel á þessu
markað, að þeir eigi sinn bezta
forsvarsflokk þar sem Fram-
sóknarflokkurinn er.
íslenzka ulliii . . .
(Framliald af 1. síðu)
hvaða álits íslenzka ullin nyti í
Bandaríkjunum. En þangaðí.hef-
ir ull héðan oft verið seld á und-
anförnum árum. Ég komst að
raun um, að íslenzka ullin nýtur
mun meiúk álits í Bandaríkjun-
um heldur en almennt er álitið
hér heima. Sakir ýmissa eigin-
leika hennar er það bezta af
henni sérstaklega vel fallið til
hvers konar dúkagerðar, sem
nota á í yfirhafnir, sportfatn-
að og einnig í prjónles. Hins
vegar er það gfófasta af henni
bezt fallið til gólfteppagerðar.
Álit mitt er því það, að mögu-
leikar séu fyrir hendi til þess að
auka mjög ullariðnað hér á landi
frá því sem er, gera hann fjöl-
breyttari og betri, þótt miklar
framfarir hafi orðið á seinustu
árum hjá íslenzkum ullarverk-
smiðjum. Það^ru jafnvel mögu-
leikar til þess að unnt sé að
gera unnar ísl. ullarvörur að
góðri útflutningsvöru eftir að
fullnægt hefir verið þörfum
landsbúa og þegar jafnvægi
kemst á, og framleiðslukostn-
aður hér verður sambærilegur
við það, sem hann er í viðskipta-
löndum okkar. íslenzkir dúkar
njóta þegar mikils álits erlendis
hjá þeim er til þekkja, m. a.
hafa margir setuliðsmenn, er
hér hafa dvalið, látið í ljós
undrun sína yfir íslenzkri vefn-
aðarvöru, þegar þeir hafa komið
til heimkynna sinna.
— Kynntir þú þér kjötverkun
og meðferð kjöts í Bandaríkj-
unum?
— Já, ég dvaldi nokkurn tíma
í Chicago og viðar, til þess að
kynna mér allt,sem unnt var um
kjötverkun, mat og sölufyrir-
komulag á kjöti og eins um hag-
nýtingu á úrgangi úr sláturhús-
um. Einnig kynnti ég mér nýj-
ungar á því sviði við ýmsar
visindastofnanir, sem hafa á
hendi rannsóknir á geymslu
matvæla.
Fremur lítið er fryst af kjöti
i Bandaríkjunum, en þó hefir
það farið mjög í vöxt nú í stríð-
inu, vegna þess hve mikið af
kjöti hefir þurft að flytja til
hersins og til sölu 1 Bretlandi.
A vsðavangi
(Framhcld a) 2. síðu)
því, að komið ýrði á sem víð-
tækustu stjórnmálasamstarfi
um framkvæmd raunhæfrar
fjármála- og viðreisnarstefnu.
Flokkurinn hafi ekki viljað
slíkt samstarf síðastl. haust og
nú sé því til lítils að iðrast.
Mbl. sniðgengur hér sannleik-
ann eins og venjulega. Fram-
sóknarmenn reyndu fyrst að fá
alla hina flokkana til að fallast
á þá viðreisnarstefnu, sem lík-
legust var til að tryggja miklar
framfarir og afkomuöryggi al-
mennings. Þegar honum var
ljóst, að þetta myndi ekki tak-
ast, bauð hann Sjálfstæðis-
flokknum stjórnarsamvinnu um
framkvæmd slíkrar stefnu.
Þessu tilboði hans var aldrei
formlega svarað, því að Sjálf-
stæðisflokknum varð svo brátt
að mynda stjórnina með kom-
múnistum.
Ályktun aðalfundarins er því
ekkert annað en áframhald á
áðurnefndum tilraunum Fram-
sóknarmanna síðastl. haust.
Hún lýsir bæði ánægju og ör-
uggri vissu um það, að þá hafi
verið rétt stefnt og þannig beri
að stefna áfram. Engin iðrun
eða samvizkubit kemur því þar
til greina. Hins vegar lýsir ann-
að sér í þeim sífelldu rang-
færslum Mbl., að stjórnarsam-
vinna Sjálfstæðisflokksins og
Framsóknarfloksins hafi
strandað á þeim síðarnefnda.
Mbl. myndi ekki vera með
harmatölur út af því, ef flokkur
þess væri, þegar allt kemur til
alls, vel ánægður yfir samvinn-
unni við kommúnista.
sonar um launavísitöiu
(Framhald af 1. síðu)
tekjum ríkisins fer til að launa
starfsmenn þess, og svo er einn-
ig um tekjur sveitarsjóða. Hér
ber því allt að sama brunni.
Öll þjóðin lifir af framleiðsl-
unni. Aðrar raunverulegar
tekjulindir eru ekki til.
Laeinin eiga að miðast
við lijóðartekjjur.
Tekjur þeirra manna, er
ýinna við framleiðsluna, fara
eftir því, hve mikill arður er af
henni ár hvert. Að vísu er það
svo um allmarga, er vinna við
framleiðslustörf nú á tímum,
að þeir taka ákveðið kaup fyrir
vinnu sína hjá svonefndum at-
vinnurekendum, en vinna ekki
að vöruframleiðslu „fyrir eigin
reikning11. En þegar til lengdar
lætur, hljóta þó tekjur þeirra
að fara eftir því, hvað fram-
leiðslan gefur af sér. Þar er ekki,
fremur en annars staðar, hægt
að taka meira en til er.
Öllum ætti að vera ljóst,
hverja þýðingu störf þeirra
manna, sem vinna að vöru-
framleiðslunni, hafa fyrir þjóð-
félagið. En fleiri verk þarf að
vinna. Embættis-- og starfs-
menn ríkisins gegna,_ einnig
nauðsynjastörfum, og sama er
að segja um þá, er annast nauð-
synleg vörukaup, vörusölu og
vöruflutninga fyrir landsmenn.
En þar sem allir þessir menn
lifa beint eða óbeint af vöru-
framleiðslunni, eiga starfslaun
beirra að fara eftir framleiðslu-
tekjum þjóðarinnar á hverjum
tíma. Það er sanngjarnasta að-
ferðin við ákvörðun launa, sem
fundin verður, og þetta er einn-
ig öruggast fyrir launamenn-
ina.
Afkoma framleiðenda er mis-
jöfn eftir árferði. Þegar erfið-
leikar steðja að þeim, vegna þess
að afli og uppskera bregðast eða
afurðirnar falla í verði, er sann-
gjarnt, að aðrir þegnar þjóðfé-
lagsins taki á sig nokkurn hluta
af þeim byrðum. En þegar vel
árar og tekjurnar af framleiðsl-
unni aukast, eiga. allir lands-
menn að njóta þess. Framfarir
í atvinnuháttum, sem auka
þjóðartekjurnar, verða þá einn-
ig öllum til hagsbóta.
Ekki er mér kunnugt um af-
stöðu launamanna til þessa
máls. Verið getur, að einhverjir
þeirra séu. andvígir þeirrl til-
lögu, sem hér er fram borin. E.
t. v. álykta þeir, að með öðrum
aðferðum geti þeir tryggt sér
hærri laun og bættan hag. En
jafnvel þótt þeir gætu fengið
sett launalög, sem skipuðu fyrir
um launagreiðslur, er væru ó-
eðlilega háar í samanburði við
tekjur framleiðenda, þá yrði
bað skammgóðrir vermir. Sá
kastali væri byggður í loftinu,
undirstöðulaus, og mundi fljótt
hrynja yfir höfuð þeirra. Hagur
ríkissjóðs er svo mjög tengdur
afkomu framleiðslunnar, að
möguleikar hans til að borga
laun og annað, sem honum er
ætlað að kosta, fara þar eftir.
Eéttlátasta
skiptingin.
Sumir halda því fram, að
laun ríkisstarfsmanna eigi að
vera ákveðin með hliðsjón af
launagreiðslum fyrir svipuð
störf hjá einkafyrirtækjum, t.
d. launum verzlunarfólks. Um
þetta er það að segja, að engin
vissa er fyrir, að þær launa-
greiðslur séu sanngjarnar nú,
miðað við þjóðarhag. En hitt er
rétt, að hér á að vera jöfnuður
á. Alþingi á að hafa forustu um
að koma á réttlátu launafyrir-
komulagi, með því , að ákveða
laun ríkisstarfsmanna í sam-
ræmi við þjóðarhag. Síðan á að
hlutast til um, ef þörf gerist
með afskiptum löggjafarvalds-
ins, að einstaklingsfyrirtæki taki
sömu stefnu í launamálum. Það
er ekki heppilegt, að verzlanir
eða önnur fyrirtæki dragi til
sín fólk frá framleiðslustörf-
um eða úr þjónustu ríkisins með
óhóflegum launagreiðslum, en
láti viðskiptamenn sína borga
með óþarflega háu verði á vör-
um og þjónustu. Slíkt á ekki að
láta afskiptalaust.
Með þeirri tilhögun á launa-
greiðslum til ríkisstarfsmanna
og afskiptum af launamálum
einstaklingsfyrirtækja, sem hér
er stungið upp á, verða tekjur
landsmanna jafnari og skipting
þjóðarteknanna réttlátari en
ella. Þetta mundi verða til þess
að eyða óánægju, öfund og met-
ingi milli stétta, sem er eitur
í þjóðlífinu, ef það fær að þró-
ast. Með þessu væri einnig mjög
dregið úr þeirri hættu, að menn
yfirgefi í stórum stíl einstak-
ar atvinnugreinar, þar sem þörf
er fyrir vinnu þeirra, og leiti
annarra starfa, sem e. t. v. eru
ekki eins þýðingarmikil fyrir
þjóðfélagið, í von um betri kjör
þar.
Laimavísitfklan.
Tekjur þjóðarinnar af vöru-
framleiðslu ár hvert er ekki
hægt reikna út fyrr en árið er
liðið. í þingsályktun um út-
reikning á framleiðslutekjun-
um, sem samþykkt var á Alþingi
5. okt. 1944, er svo fyrir mælt,
að útreikningi skuli lokið í
septembermánuði árlega fyrir
næstliðið ár. Þótti ekki fram-
kvæmanlegt að ljúka þeim út-
reikningum á skemmri tíma en
8—9 mánuðum frá árslokum. Af
þessu leiðir, að breytingar á
launum, sem eiga að fylgja
framleiðslutekjunum, hljóta að
koma á eftir breytingunum á
tekjunum. En ekki verður séð,
að þetta sé svo þýðingarmikið
atriði,að ástæða sé tilaðiátaþað
standa í vegi fyrir því, að sú
regla verði upp tekin að miða
launagreiðslurnar við tekjur
þjóðarinnar af framleiðslu-
starfseminni.
Það mun engum sérstökum
vandkvæðum bundið að reikna
út framleiðslutekjurnar eftir
ákveðnum reglum og þær breyt-
ingar, sem verða á þeim frá ári.
til árs, en eftir þeim eiga laun-
in að breytast, samkvæmt þeirri
tillögu, sem hér er fram borin.
Vil ég leitast við að skýra hér
með nokkrum orðum efni þeirr-
ar breytingartillögu, sem ég flyt
við 33. gr. frv. um þetta mál.
Eins og áður er að vikið, var
ríkisstjórninni falið, með -þings-
ályktun, er samþykkt var 5. okt.
1944, að láta reikna út tekjur
þjóðarinnar af vöruframleiðslu
ár hvert, þ. e. verðmæti land-
búnaðarvara, sjávarafurða og
þeirra iðnaðarvara, sem mesta
þýðingu hafa fyrir þjóðarbú-
skapinn. í fyrsta sinn á að
reikna út framleiðslutekj urnar
árin 1943 og 1944, og sé því lok-
ið í septembermánuði 1945. Síð-
an séu tekjurnar reiknaðar út
ár hvert eftir sömu regl-
um. Ég legg til, að byggt verði
á þessum væntanlegu útreikn-
ingum, en til viðbótar tekjunum
af vöruframleiðslunni verði
taldar tekjur landsmanna fyrir
störf hjá útlendingum. Laun
fyrir þá vinnu munu hafa verið
allmikil síðustu árin og borguð
í erlendum gjaldeyri. Þær tekj-
ur eru því sambærilegar þeim,
sem fást fyrir útflutningsvör-
urnar, og rétt að telja þær þar
með. Einnig verður að telja með
framleiðslutekjunum þann
hluta af söluverði einstakra
vörutegunda, sem ríkissjóður
hefir borgað. Heildartekju-
upphæð hvers árs verið deilt
með tölu landsmanna í byrj-
un ársins, til þess að fá út
meðaltekjuupphæð á hvern íbúa
ár hvert, en eftir þeim tölum
reiknast launavísitölur, og gildir
hver vísitala um eins árs skeið.
Launavísitala ársins 1944 verði
fundin á þann hátt, eins og seg-
ir í brtt., að meðaltekjuupphæð
á hvern landsmann á því ári
verði margfölduð með 256, en út-
komunni deilt með meðaltekju-
upphæð ársins 1943. Með þeirri
-GAMLA BÍÓ-
KÁTIR vort
KARLAR
(Tortilla Flat)
Amerísk stórmynd, gerð
eftir sögu John Steinbecks
Spencer Tracy
Hedy Lamarr
John Garfield.
Sýnd kl. 5, 7 og 9.
»^.,.-.-NÝJA BÍÓ—■
*
LEYNRARMÁL
KVEMA
■
(Betveen us Girls)
Fjörug gamanmynd, með
Robert Cummings
Kay Francis
John Boles
Diana Barrymore.
Sýnd kl. 5, 7 og 9.
A——-<—<—_—------——
vísitölu, sem þannig verður
fundin, verði grunnlaunin, sem
ákveðin eru í lögunum, um-
reiknuð frá 1. okt. 1945 til 1946,
en þá komi í gildi ný vísitala
(launavísitala ársins 1945), sem
fundin verði á sama hátt, og
síðan ný vísitala á hverju ári.
Með því ákvæði brtt., að aldrei
skuli reiknað með lægri vísitölu
en 100, er það tryggt, að launin
fari ekki niður fyrir ákveðið
lágmark.
Talan 256, sem hér er nefnd
og við er miðað, er meðalvísitala
framfærslukostnaðar árið 1943.
Er þetta byggt á því, að grunn-
launin, sem lögákveðin verða,
umreiknuð með vísitölu 256,
hefðu orðið í eðlilegu samræmi
við tekjur framleiðenda árið
1943. Nú er mér hins vegar
ljóst, að til þess að ná því sam-
ræmi er óhjákvæmilegt að gera
breytingar á grunnlaunaákvæð-
um frv. a. m. k. í flestum launa-
ílokkunum. Tillögur um þær
breytingar hefi ég ekki tilbúnar
nú þegar, en mun leggja þær
fram fyrir 3. umræðu málsins^
ef þingdeildin samþykkir brtt.
mína við 33. gr. frv., sem hér
hefir verið lýst.
Það er óneitanlega vandasamt
að ákveða launin hæfileg i upp-
hafi. Sá vandi verður helzt
leystur með því að hafa til hlið-
sjónar tekjur þeirra manna, er
vinna að framleiðslustörfum á
því ákveðria ári, sem miðað er
við.
Scrstaða laima-
manna.
Skylt er að líta . á það, að
mörg af þeim störfum, sem rík-
ið þarf að láta vinna, eru þann-
ig, að til þess að geta gegnt
þeim þurfa menn að eyða löng-
um tíma og miklum fjármunum
til náms. Þessir embættismenn
og aðrir, sem gegna sérstaklega
ábyrgðarmiklum störfum fyrir
þjóðfélagjð, eiga að njóta hærri
launa en þeir, sem starfa að
auðlærðari og vandaminni verk-
um. Hins vegar eru mörg störf
við stofnanir rikisins þannig, að
þau krefjast ekki meiri eða
kostnaðarsamari skólalærdóms
en algengt er og æskilegt’, að
fólk veiti sér nú á tímum. Svo
er t. d. um venjuleg skrifstofu-
störf. Þeir, sem hafa hæfileika
og löngun til slíkra starfa, munu
sjaldan þurfa að kosta meiru til
náms til að geta sinnt þeim,
heldur en það fólk, sem aflar
sér menntunar í sjómannaskól-
um, bændaskólum og hús-
mæðraskólum til undirbúnings
ævistarfsins.
Fleira kemur til á.lita, þegar
meta skal, hversu há laun rík-
isstarfsmanna eiga að vera í
hlutfalli við tekjur þeirra, er
vinna að framleiðslustörfum.
Daglegan vinnutíma þessa fólks
þarf að bera saman. Þá má á
það líta, að skrifstofavinna er
léttari og hreinlegri heldur en
útivinna og framleiðslustörf yf-
irleitt, og m. a. þess vegna er
hún mörgum geðfelldari nú á
tímum.
Engin nýjnng.
Það er engin ný uppgötvun,
sem hér er fram borin, að rétt
sé að miða launagreiðslur við
framleiðslutekjurnar. Tillaga
mín er í raun og veru um það
að endurvekja hina fornu land-
aura. Tillögur í þessa átt hafa
áður komið fram. í milliþinga-
nefnd í launamálum, sem starf-
aði árið 1934, flutti einn nefnd-
Í BAGREMING
(The Hour Before the
Dawn).
Amer. mynd, gerð eftir
skáldsögu W. Somerset
Maughams.
VERONICA LAKE,
FRANCHOT TONE.
Sýnd kl. 5, 7 og 9.
Bönnuð yngri en 12 ára.
..«—————....
armaðurinn, Arnór Sigurjóns-
son frá Laugum, ákveðnar til-
lögur um þetta efni, sem birt-
ar eru í áliti nefndarinnar á
bls. 199—202. Var það tillag'a
Arnórs, að reiknað yrði meðal-
verð íslenzkrar framleiðslu og
rannsakað magn hennar og
starfslaunin ákveðin samkvæmt.
því. Fleiri hafa bent á þessa
leið, bæði fyrr og síðar, og hvatt
til þess, að hún yrði farin.
* í samræmi við aðalbreyting-
artillögu mína við 33. gr., flyt ég
aðra brtt., um að lögin öðlist
gildi 1. okt. 1945. Er þetta vegna
þessr að útreikningi á fram-
leiðslutekjum þjóðarinnar árið
1944 verður ekki lokið fyrf en
í septembermánuði þ. á. eins og
áður.segir. Ég leyfi mér því að
bera fram við frv. þessar
BRE YTIN GARTILLÖGUR:
1. Við 33. gr. Greinin orðist
svo:
i Grunnlaun samkvæmt lög-
| um þessum skal umreikna með
launavísitölu, sem fundin sé
eftir ákvæðum þessarar greinar.
Þegar reiknaðar hafa verið
tekjur þjóðarinnar af vörufram-
leiðslu árið 1943, samkvæmt
fyrirmælum þingsályktunar frá
5. okt. 1944, skal bæta þar við
þeim upphæðum, sem ríkið borg-
aði til verðlækkunar innan lands
á íslenzkum vörum af fram-
leiðslu ársins 1943, og enn
fremur tekjum landsmanna fyr-
ir störf hjá útlendingum sama
ár. Heildarupphæð tekna sam-
kvæmt framansögðu skal deilt
með tölu landsmanna í ársbyrj-
un 1943.
Eftir sömu reglum og um get-
ur hér að framan skal reikna
tekjur þjóðarinnar af vörufram-
leiðslu og vinnu hjá útlending-
um árið 1944 og deila útkom-
unni með tölu landsmanna í
byrjun þess árs.
Meðalupphæð ársins 1944 (á
hvern landsmann) skal marg-
falda*með 256 og deila útkom-
unni með meðaltekjuupphæð
ársins 1943. Útkoman verður
launavisitala ársins 1944. Eftir
þeirri vísitölu' skal umreikna
launagreiðslur (grunnlaunin) á
tímabilinu 1. okt. 1945 til jafn-
lengdar næsta ár, þannig að
launaupphæðirnar margfaldist
með .vísitölunni og útkoman
deilist með 100.
Á sama hátt skal síðan finna
launavísitölu hvers árs, og um-
reiknast launin eftir hverri
nýrri vísitölu um eins árs skeið
frá 1. okt. ár hvert.
Við umreikning grunnlauna
samkvæmt þessari grein skal þó
aldrei reiknað með lægri vísi-
tölu en 100.
2. Við 39. gr. Greinin orðist
svo:
Lög þessi öðlast gildi 1. okt.
1945.