Tíminn - 02.03.1945, Qupperneq 2
2
TÍMIM, föstudagmn 2. marz 1945
17. hlað
Föstudagur 2. marz
Stjórnarliðið svæiir
jarðræktarlagairv.
Frv. um breytingar á jarS-
ræktarlögunum Jiefir nú hlotið
þá gröf, sem stjórnarliðið á Al-
þingi hafði búið því. Síðastl.
mánudag var því vísað frá í efri
deild með rökstuddri dagskrá
frá fulltrúum verkalýðs-
flokkanna í landbúnaðarnefnd
deildarinnar, þeim Kristni
Andréssyni og Haraldi Guð-
mundssyni. Auk þingmanna
verkalýðsflokkanna, fylgdu allir
þingmenn Sjálfstæðisflokksins
frávísunardagskránni, að Þor-
steini Þorsteinssyni undanskild-
um. Meðal þeirra voru þing-
menn landbúnaðarkjördæma,
eins og Eiríkur Einarsson og
Gísli Jónsson.
Rökstudda dagskráin var
byggð á því, eins og. spáð hafði
verið hér í blaðinu, að breyting-
in, er gerð var á frv. í neðri deild
að tilhlutun kommúnista og
Jóns - Pálmasonar, væri ekki
nægilega vel undirbúin og þess
vegna skyldi málinu vísað til
nýrrar athugunar hjá ríkis-
stjórn og nýbyggingarráði.
Gangur málsins í þinginu er þá
orðinn þessi: Stjórnarsinnar
þora ekki að ganga beint gegn
frv. og fella það. Þess vegna láta
þeir Jón Pálmason fleyga það
í neðri deild. Þessi fleygur er
svo notaður í efri deild sem til-
efni þess að vísa þurfi málinu
frá til framhaldsathugunar!
í rökstuðningi Kristins fyrir
dagskránni er mjög fárast yfir
þeim mikla kostnaði, sem af
samþykkt frv. myndi leiða og
er hann talinn allur um 60 milj.
kr., miðað við núv. kaupgjald
og dýrtíð. Páll Hermannsson
benti á í umræðum, að væri
þessum kosfefiaði skipt á 10 ár,
- eins og tilætlunin væri, yrði
hann nokkru minni en hinn
aukni kostnaður, er hljótast
mun af nýju launalögunum, en
hann er áætlaður frá 7—8 milj.
kr. á ári. Ávinningurinn, sem
fæst við útgjaldaaukninguna, er
launalögin skapa, er meira en
tvísýnn. Ávinningurinn, sem
hljótast myndi af útgjalda-
aukningu jarðræktarlagafrv., er
augljós. Hvert býli landsins
myndi fá véltækt land, er gæfi
af sér um 600 heyhesta í meðal-
ári. Búskapurinn yrði mun hæg-
ari og það tvennt gæti gerzt í
senn, að afkoma bænda batnaði
og útsöluverð landbúnaðarvara
gæti samt lækkað. Öll þjóðin
myndi græða, bæði í nútíð og
framtíð.
Það stafar af fullkomnustu
skammsýni, þegar litið er á
þetta mál sem sérhagsmunamál
bændastéttarinnar einnar. Að
sönnu bætir -bað mikið hag
hennar, en það bætir einnig
hag allra annarra. Ódýrari
framleiðsla landbúnaðarvara er
hagnaður allrar þjóðarinnar.
Mikil vinna við ræktunarfram-
kvæmdir fyrstu árin eftir styrj-
öldina, myndi mjög tryggja at-
vinnuöryggi verkamanna. Mikið
og velræktað land er sá bezti
arfur, sem hægt er að skila af-
konlendunum.
Allir þeir, sem skilja þýðingu
landbúnaðarins og vilja fram-
farir, verða því að skipast í sam-
tök, sem koma í veg fyrir að
þetta mál verði enn tafið með
nýjum og nýjum ástæðulausum
athugunum þing eftir þing. í
fyrra var þvi vísað frá til-at-
hugunar Búnaðarfélags íslands.
í ar er því vísað frá til athug-
unar nýbyggingarráðs. Vafalaust
verður því vísað frá til athug-
unar einhvers þriðja aðila á
næsta þingi, ef umbótaöflin hafa
þá ekki eflzt svo, að þeim lán-
izt að stemma stigu fyrir
þessum kyrrstöðuvinnubrögðum
meirahluta þingsins.
Fyrst og fremst er það þó
hlutverk bænda, er bezt þekkja
nauðsyn þessa máls, að taka nú
öfluglega höndum samari um
að hrinda því í framkvæmd.
Bændur verða að gera sér ljóst,
að því aðeins komast þessi og
önnur umbótamál þeirra fram,
að pólitísk samtök þeirra eflist
og styrkist. Þeir verða að efla
Á víðavangi
Innkaupastofnun
Reykjavíkurbæjar.
Þegar Framsóknarmenn áttu
sæti i bæjarstjórn Reykjavíkur,
var það eitt af baráttumálum
þeirra, að komið yrði upp inn-
kaupastofnun fyrir bæinn og
þannig sparaður margvíslegur
milliliðakostnaður. íhaldsmenn
máttu þá ekki heyra þetta
nefnt og felidu margoft-tillögu
um stofnun slíks fyrirtækis.
Það hefir farið um þetta mál
eins og mörg umbótamál, að
það hefir sigrað að lokum. Þeir,
sem mest börðust gegn því áður
fyrr, hafa nú sjálfir orðið til
þess að koma því fram. Á sein-
asta bæjarstjórnarfundi var
samþykkt tillaga frá Sjálfstæð-
isflokknum um að koma slíkri
stofnun á fót.
Þess verður að vænta, að vel
verði á þessu máli haldið og
framkvæmdum hraðað. Bærinn
er áreiðanlega búinn að tapa
nógu miklu á því, að slíkri
stofnun hefir ekki verið komið
upp löngu fyrr.
Byggingaverzlun
ríkisins.
Það mun hafa verið Jónas
Jónsson, er gerði þá tillögu fyrir
alllöngu síðan, að ríkið kæmi
upp eigin verzíun með bygginga-
vörur. Ríkið annast sjálft ár-
lega miklar byggingafram-
kvæmdir, t. d. húsbyggingar ým-
iskonar, brúargerðir, vitabygg-
ingar, og styður auk þess ýmsar
aðrar byggingaframkvæmdir, t.
d. hafnargerðir. Allt það mikla
byggingaefni, sem þannig er
notað á vegum ríkisins, er keypt
af ýmsum aðilum með tilheyr-
andi álagningu, og hafa ýms
einkafyrirtæki grætt stórfé á
þessum viðskiptum. Með því að
kaupa sjálft inn byggingaefnið
til þessara framkvæmda, gæti
ríklð sparað sér stórfé. Er hér
vissulega um mál að ræða, sem
yrði til mikils hags fyrir ríkið,
ef því yrði hrundið í fram-
kvæmd.
Land- og lóðamál kaup-
staða og kauptúna.
í sambandi við afgreiðsluna
á fj árhagsáætlun Reykjavíkur-
bæjar á seinasta bæjarstjórnar-
fundi, fluttu kommúnistar til-
lögu um lóðamál bæjarins. Lát-
ast kommúnistar hafa mikinn
áhuga fyrir því að lækka lóða-
verðið og draga úr lóðabraskinu.
í þessu sambandi er vert að
minnast þess, að hér er enn um
eitt umbótamálið að ræða, sem
núv. ríkisstjórn hefir stungið
undir stól. Fyrir tilhlutan Fram-
sóknarmanna á Alþingi var á
síðastl. ári skipuð nefnd til að
undirbúa tillögu um land- og
lóðamál kaupstaða og kauptúna.
Tillögurnar skyldu miðast við
það, að þessum stöðum yrði
tryggt nægilegt landrými, verð-
hækkun lóða hindruð og brask
með lóðirnar fyrirbyggt. Nefnd-
in mun hafa gert allróttækar
tillögur um þessi mál og skilað
þeim í frumvarpsformi til ríkis-
stjórnarinnar fyrir mörgum
mánuðum síðan. Hefir síðan
ekkert af þessu máli heyrzt og
það því vafalaust hlotið sömu
meðferð og flest önnur umbóta-
mál, sem hefir verið vísað til
stjórnarinnar, þ. e. frv. hefir
verið sent einhverjum nýjum
aðila til framhaldsathugunar í
þeirri von, að það sofni þar.
Kommúnistum væri vissulega
nær að reka á eftir því, að frv.
þetta fái að sjá dagsins ljós og
þvi hrundið fram, heldur en að
svo þann flokk, sem jafnan hef-
ir barizt bezt fyrir framfaramál-
um landbúnaðarins, að hann
verði forustuflokkur á Alþingi.
Aðeins forusta hans getur af-
stýrt þeim vinnubrögðum, bæði
í framfaramálum landbúnaðar-
ins og öðrum umbótamálum at-
vinnuveganna, að athafnirnar
séu svæfðar með ástæðulausum
athugunum. Sú fiármálastefna,
er hann berst fyrir, ér ein fær
um að tryggja þá hagnýtingu
stríðsgróðans, að á næstu árum
verði hér langsamlega mesta
framfaratímabilið í allri sögu
íslands fyrr og síðar.
vera að flytja um það mála-
myndartillögur í bæjarstjórn-
inni, sem litlu getur ráðið um
þetta mál.
Stuðningur við byggingu
opinna vélbáta.
Eysteinn Jónsson og fjórir
þingmenn aðrir, þrír úr Sjálf-
stæðisflokknum og einn úr Al-
þýðuflokknum, hafa nýlega
flutt þingsályktunartillögu þess
efnis, að Alþingi líti svo á, „að
styðja beri smíði opinna vél-
báta með styrkjum og lánum
úr styrktar- og lánasjóði fiski-
skipa hlutfallslega jafnt og
smíði annara vélbáta".
Tillaga þessi er þannig til-
komin, að nefnd sú, sem á að
ráðstafa fé umrædds sjóðs, hefir
ekki viljað styrkja smíði op-
inna vélbáta, enda þótt þetta
hafi áður verið gert og Fiskifé-
lag íslands mælt með slíkum
stuðningi. Flutningsmenn álita,
að það hafi líka verið tilætlun
Alþingis, þegar þessi sjóður var
stofnaður, að slíkar bátasmíðar
yrðu einnig styrktar, og vilja
þeir með flutningi tillögunnar
taka af allan vafa um þetta.
í greinargerð tillögunnar er
á það bent, að „opnir vélbátar
séu sums staðar hentugir til
fiskveiða, þótt víðast sé heppi-
legra að hafa stærri fiskibáta
og betur til stórræða búna. Þyk-
ir því sanngjarnt og réttlátt að
styðja þá, sem koma sér upp
slíkum bátum til fiskveiða. Fjár-
magn þarf mjög lítið til þess að
veita hlutfallslegan stuðning
við smíði opinna vélbáta. Sá
stuðningur, sem ætlaður er til
smíði á einum stórum vélþát,
mundi hrökkva til þess að
styrkja 20—25 opna vélbáta. Er
því engin ástæða til að ætla, að
eðlilegur stuðningur við nýsmíði
opinna vélbáta drægi stórkost-
legt fjármagn frá öðrum fram-
kvæmdum".
Þingmaður Barðstrendinga
og afurðaverðið.
Gísli Jónsson, þingmaðux
Barðstrendinga, lýsti nýlega
þeirri skoðun sinni í þingræðu,
að afurðaverðið hefði verið á-
kveðið of hátt af sexmanna-
nefndinni 1943. Það hefði ekk-
ert samkomulag orðið i nefnd-
inni, sagði hann, ef kommún-
istar hefðu ekki verið ábyrgð-
arlausir og gengið að kröfum
bænda og verðið hefði ekki orð-
ið svona hátt, ef fulltrúar bænda
hefðu kunnað fótum sínum for-
ráð. Mátti vel af þessum og
öðrum orðum þingmannsins
marka, að hann áliti verðlag
landbúnaðarvara of hátt miðað
við kaupgjald og bæri því að
lækka það hlutfallslega meira
en kaupgjaldið, ef til niður-
færzlu yrði gripið.
Bændur í Barðastrandarsýslu
múnu áreiðanlega vita það bet-
ur en Gísli, hvort verðlagið hafi
verið ákveðið of hátt og þeir
munu líka geta gert sér ljóst,
hversu heppilegt það muni vera
að hafa þingfulltrúa, sem hef-
ir slíka skoðun á málum þeirra.
Vill Ingólfur komast
í flatsængina?
Síðastl. þriðjudag veittu menn
því athygli, þegar þeim barst
Mbl. í hendur, að þar var grein
eftir'Tngólf Jónsson frá Hellu.
Þótti flestum trúlegt, að nú
hefði þessi þingmaður, er telur
sig mikinn bændavin, sett rögg
í sig og tekið sér fyrir hendur
að svara einhverju af þeim
mikla óhróðri um bændastétt-
ina og samtök hennar, t. d. bún-
aðarþing, er birzt hafa í Morg-
unblaðinu undanfarið og jafn-
vel mótmælt um leið þeirri
hraklegu meðferð, er mál bænda
hafa sætt á Alþingi, t. d. bún-
aðarmálasjóður, áburðarverk-
smiðjumálið og jarðræktarlaga-
frumvarpið.
Við lestur greinarinnar kom
hins vegar annað í ljós. Það sást
þá, að þessum bændavini lá
annað þyngra á hjarta en að
svara árásunum á bændurna og
leggja málum þeirra lið. Aðal-
efni greinar hans var að lof-
syngja þá framkomu ríkisstjórn-
arinnar og stuðningsmanna
hennar, að undanþiggja ríkasta
gróðafélag landsins öllum skött-
um meðan stórauknir skattar
eru lagðir á alla landsmenn og
þá ekki sízt bændur. T. d. mun
veltuskatturinn koma hart við
bændur, þar sem hann mun
stórlega rýra ágóðahluta þann,
sem kaupfélagsverzlunin hefir
fært þeim.
Skyldi Ingólfur vera farinn að
iðrast bændavináttu sinnar og
langa til að komast í flatsæng-
ina til kommúnista og Jóns
Pálmasonar?
Kveðjur Morgunbl. til
Búnaðarþings.
Morgunblaðið heldur áfr>m að
veitast ..að Búnaðarþingi og
vara það við klíkuskap og
þröngsýni. Býst blaðið auð-
sjáanlega við, að bændur muni
illa una þeirri afgreiðslu, sem
mál þeirra hafa"fengið á,Alþingi,
og vill því fyrir hvern mun
skjóta þeim skelk i bringu og
hræða þá til að gefast upp í
baráttunni fyrir brýnustu hags-
munamálum þeirra. En það er
barátta bændanna fyrir þessum
málum, sem blaðið á við, þegar
það talar um „klíkuskap og
þröngsýni".
Það má ótrúlegt vera, ef skapi
bænda er þannig háttað, að þeir
beygi sig fyrir þessum ógnunum
Morgunblaðsins. Það væri líka
næsta undariegt, ef þeir kynnu
ekki að meta þessar kveðjur,
sem Morgunbl. sendir stéttar-
þingi þeirra á sama tíma og
blaðið hefir skriðið fyrir þing-
um Alþýðusambandsins og op-
inberra starfsmanna í fyllstu
auðmýkt og undirgefni. Þessi
framkoma aðalmálgagns Sjálf-
stæðisflokksins ætti vissulega
að geta orðið þeim lærdómsrík
um afstöðu flokksins til þeirra.
Stjórnarstökur
Minnis- feldur skal af -skrá,
Skaftárelda slagur;
verra kveld því eflaust á
Ólafs veldisdagur.
Stjórnar lít ég lagastaf
lyft að flýtisverkum,
svo þjóðnýtist eitrið af
Áka vítiskverkum.
Stjórnar-flaustrið festulaust
fram úr nausti skríður,
hlýðir austan ofsaraust,
undir haustið líður. Jökull.
ERLENT YFIRLIT:
Hver hlýtur Galisíu?
í yfirlýsingunni frá Krímar-
ráðstefnunni er sagt, að sam-
komulag hafi orðið um, að
landamæri Póllands að austan
skyldu fylgja Curzonlínunni
svokölluðu. Meira er ekki sagt
um austurlandamæri Póllands
og hafa því ýmsir getið þess
til, að enn sé ekki -fullráðið
mesta þrætumálinu viðkomandi
austurlandamærum Póllands, en
það er hvort Austur-Galisía
skuli tilheyra Póllandi eða Rúss-
landi.
Tilgangur Curzonlínunnar á
sínum tíma var raunverulega sá
að ákveða það land, er Rússar
skyldu afhenda Pólverjum til
umráða. Curzonlínan náði því
aldrei lengra en til fyrri landa-
mæra austurríska keisaradæm-
isins, en til þess heyrði þá öll
Galisia, er áður hafði verið
pólskt land. Rússar gera nú til-
kall til Austur-Galisiu, þótt
hún hafi aldrei áður tilheyrt
Rússlandi. Pólska stjórnin í
London hefir hins vegar alltaf
neitað að sleppa tilkallinu til
Austur-Galisiu, þótt hún hafi
talið sig kunna að geta fallizt
á Curzonlínuna.
Nokkru áður en Krímarráð-
stefnan var haldin, ritaði am-
eríski blaðamaðurinn Joseph C.
Harsch grein um þetta mál í
„The Christian Science Moni-
tor“. Aðalefni þessarar greinar
hans er á þessa leið:
— Ræða Churchills um Pól-
landsmálin vakti að einu leyti
athygli stjórnmálamanna í
Washington. Hann virtist hafa
samþykkt fyrir sitt leyti, að
Lwow kæmi undir yfirráð Rússa.
Lwow er höfuðborg Galisiu-
fylkis, sem aldrei hefir lotið
Rússum áður. Galisía tilheyrði
áður austurríska keisaradæm-
inu. í Galisíu eru olíunámur,
sem eru Pólverjum mikils virði,
og mjög blómlegur landbúnað-
ur, sem þeim er erfitt að vera án.
Lwow má heita alpólsk borg.
Curzonlínan náði aldrei til
suðurlandamæra Póllands. Hún
náði aðeins suður að Galisíu.
Ráðamenn í W&shington álíta
margt mæla með því, að -hin
nýju pólsk-rússnesku landamæri
fylgi Curzonlínunni suður til
Galisíu. Austur-Pólland fyrir
austan Curzonlínuna tilheyrir
ekki Póllandi, þegar miðað er við
þjóðerni íbúanna. Meirihluti í-
búanna eru Hvít-Rússar, Ukra-
iníumenn, Litháar og Gyðingar.
Um það verður ekki sagt með
neinni vissu, hvort þeir vilja
heldur heyra undir Rússland eða
Pólland. Það má færa eins góð
rök fyrri því, að þeir eigi að
verða undir rússneskri stjórn og
pólskri. Ráðamenn í Washington
hafa líka talið það útkljáð, að
sá hluti Póllands, er væri fyrir
austan Curzonlínuna og norð-
an Galisíu, myndi leggjast undir
Rússa.
Um Galisíu og Lwow gildir
hins vegar allt öðru máli. Ef
Pólland á að vera efnalega
sterkt, verður Galisía að heyra
undir það. Ef nokkurt tillit er
tekið til þjóðernis, ber Pólverj-
um fyllsta tilkall til Lwow. Ef
sögulegur réttur er nokkurs
metinn, er tilkall Pólverja miklu
réttara en Rússa. Rússar hafa
ekkert sögulegt tilkall til Gali-
síu, þar sem hún hefir aldrei
verið rússnesk áður. Rússar geta
byggt tilkall til Austur-Galisíu
á því einu, að þannig yrðu
landamærin beinni og hernað-
arleg aðstaða þeirra betri, því að
öðrum kosti yrði þeim örðugra
að veita TékkUm skjóta he^n-
aðarhjálp, ef þörf krefðist.
Afstaða pólsku stjórnarinnar
í London hefir verið sú, að þótt
hún hefði helzt kosið landa-
mærin frá 1939, myndi hún
hafa fallizt á Curzonlínuna, ef
Pólverjar hefðu fengið að halda
Lwow og olíulindunum í Galisíu.
Á þeim grundvelli hefðu getað
, orðið heiðarlegar sættir og
Bandaríkjamenn hefðu gjarnan
kosið að vinna að því. Ráða-
;menn í Washington myndu því
vafalaust hafa óskað, að Chur-
I chill hefði eigi tekið jafn á^,
kveðna afstöðu til þess, að Lwow
ætti að falla Rússum í skaut. —
Þessi frásögn hins ameríska
blaðamanns gefur glöggt til
kynna, að Galisía hafi verið
viðkvæmasta og vandasamasta
deiluatriðið í sambandi við
pólsk-rússnesku landamærin.
Hún styrkir einnig þann grun í
sambandi við orðalag Krím-
skagaráðstefnunnar um um-
rædd landamæri, að þetta
þrætjiefni sé ekki að fullu leyst
enn. Mun Bandamönnum líka
veitast fullerfitt að samþykkja,
að Rússar fái lönd, sem þeir
hafa einhverntíma áður haft,
þótt ekki bætist við, að þeir
leggi undir sig lönd, er aldrei
áður hafa tilheyrt þeim.
I forustugreln Vísis 26. þ. m. segir
m. a. á þessa leið:
„Annars birti Morgunblaðið í
gœr Reutersskeyti, svohljóðandi:
„Talið er að yfirvofandi sé fjár-
hagslegt hrun i Sýrlandi og Lib-
anon, þegar styrjöldinni linnir.
Verðbólga hefir verið ákaflega
mikil í löndum þessum á stríðs-
árunum, aðallega vegna þess, hve
hátt verð hefir verið á landbún-
aðarafurðum og skorti (hátt verð?)
á öllum þýðingarmiklum vöruteg-
undum. Þegar er styrjöldinni lýk-
ur og samkeppnin byrjar aftur á
viðskiptasviðinu, mun mikið verð-
fall verða, og lítur helzt út fyrir,
að velmegun stríðsáranna minnki
skyndilega, og hrunið komi, nema
alvarlega sé reynt að spyrna við
fótum og kippa hlutunum í lag.
Opinberar tölur sýna, að seðla-
veltan í Sýrlandi og Libanon er
nú 8% sinmnn hærrl yfirleitt, en
hún var í ágúst 1939 og fjórum
sinnum hærri en 1941. Og þótt
stjórnmálaástandið í þessum lönd-
um sé allbágborið, séu fjárhags-
málin miklu meiri vanda bundtn".
Þarna ratast Morgunblaðinu satt
á munn, — en óvart, — og hætt
er'við, að gleiddin stirðni á fram-
hliðinni á því, er það verður þess
vart, að Reuter hefir snúið á það.
Hér er um hreina niðurrifsstarf-
semi gegn nýsköpuninni að ræða.
Hér á landi var seðlaveltan fyrir
stríð um 12 milljónir króna, en
nú mun hún vera um 167 milljón-
ir, og hefir fjórtánfaldazt sam-
kvæmt því, en ekki nema áttfald-
ast í Sýrlandi og Libanon. Sé á-
standið svo ískyggilegt í þeim
löndum tveimur, hvað þá um
gósenland nýskipunarinnar, —
föðurlandið, sem Morgunblaðinu
hefir gleymzt? Skilji blaðið þarfir
Sýrlands og Libanon, ætti það
einnig að skilja þarfir íslands."
Það er nú samt það, sem Mbl, og
flokkur þess ekki skilur og þess vegna
hefir kommúnistum tekist að nota sér
metorðagirnd Ólafs Thors til þess að
tryggja hér þá glæfrastefnu í fjármál-
um, að hrunið verður ekki umflúið,
ef ekkl verður horfið frá henni tafar-
laust.
í tilefni af þeim upplýsingum, að
samþykkt hafi verið á Krímráðstefn-
unni að skora á íslendinga að segja
Þjóðverjum og Japönum stríð á hend-
ur, farast Alþýðubl. svo orð í ritstjórn-
argrein 28. þ. m. um afstöðu íslend-
inga til styrjaldarmálanna:
„Það hefir aldrei ^leikið á tveim-
ur tungum, hver hugur íslenzku
þjóðarinnar er í þeim hildarleik,
sem nú hefir verið háður í heim-
inum um hér um bil fimm og
hálft ár og borizt hefir alla leið
upp að ströndum hennar. Hún
hefir aldrei farið dult með það,
að hún óskaði hinum sameinuðu
þjóðum af heilum hug fullkomins
og varanlegs sigurs í styrjöldinni
. á villimennsku nazismans, sem
búin er að kosta einnig hana stór-
kostlegar mannfórnir úr hópi frið-
samra sjófarenda, svo að ekki sé
talað um annað tjón, sem hún
hefir orðið fyrir af völdum ófrið-
arins. Hún hefir kappkostað, að
hafa sem vinsamlegust viðskipti
við hinar sameinuðu þjóðlr í styrj-
öldmni, enda land hennar verið
tveimur þeirra hin þýðingarmesta
bækistöð í baráttunni við þýzka
nazismann. Hún hefir einnig látið
í ljós ótvíræðan vilja sinn til þess
að eiga þátt í friðsamlegu við-
reisnarstarfi og alþjóðlegri sam-
vinnu, sem hinar sameinuðu þjóðir
hafa boðað, að styrjöldinni lok-
inni, enda þegar tekið þátt 1 fleiri
en einni ráðstefnu með slíkt við-
reisnarstarf og slíka alþjóðasam-
vinnu fyrir augurn."
Hér er vissulega sagt rétt frá afstöðu
yfirgnæfandi meirahluta þjóðarinnar,
þótt hinu verði ekki leynt, að nokkrir
undanvillingar hafi blettað þessa af-
stöðu. Er þar ekki sízt að minna á
hina skaðsamlegu afstöðu kommúnista
til Breta meðan þeir vörðust einir
ógnarárásum nazista og svo þau skrif
Mbl„ að víkja bæri Stefáni Jóhanni
Stefánssyni úr sæti utanríkismálaráð-
herra vegna ádeiluskrifa Alþbl. gegn
nazistum. Vafalaust hefir þessi afstaða
undanvillinganna þó ekki orðið til þess,
að okkur hafi verið sett hörð skilyrði
fyrir þátttöku í ráðstefnunnl í San
Fransisco og vonandi verða þau ekki
til þess að spilla fyrir þátttöku okkar
í alþjóðasamtökunum í framtíðinni.
Því verður að treysta, að forráðamenn
sameinpðu þjóðanna dæmi okkur eftir
heildarafstöðunni, en ekki eftir fram-
komu nokkurra öfgamanna, er hneygst
hafa að erlendum stefnum.