Tíminn - 02.03.1945, Blaðsíða 3

Tíminn - 02.03.1945, Blaðsíða 3
17. blað TÍMIM, föstadagiim 2. marz 1945 3 DANÍEL ÁGÚSTÍNUSSON: Varhugaverður tekjustoin r Afengísgróðmn síðastliðið ár nam um 24,4°|o af öllum tekjum ríkissjóðs. Þetta ár er hann áætlaður 18,2°|0. 10 ára afmæli. Þann 1. febrúar síðastliðinn voru 10 ár liðin frá því, að Á- fengisverzlun ríkisins hóf sölu margra tegunda sterkra vína og bannlögin voru að fullu afnum- in. Hörð barátta var áður um garð gengin milli bannmanna og andbanninga, og lauk henni með sigri hinna síðarnefndu við þjóðaratkvæðagreiðslu. Deil- urnar um bannlögin stóðu lengi og voru harðar á köflum, bæði í blöðum, útvarpsumræð- um og á mannfundum. Útbreidd blöð, eins og Morgunblaðið, beittu sér mjög eindregið fyrir málstað andbanninga og áfeng- issölunni, og hefir það vafalaust ráðið nokkru um þá stefnu, sem tekin var. Andbanningar sögðu, að bann- lögin væru lífshættuleg, því að menn neyddust til þess að drekka ýmis konar óþverra. Þau yrðu til þess að brugg yrði al- mennt í landinu, og sala á- fengra drykkja myndi ekki auka áfengisneyzlu, heldur skapa sið- legri meðferð áfengis. Einn þeirra heilsaði afnámi bannlag- anna með eftirfarandi orðum í Morgunblaðinu 1. febrúar 1935: „Bannmenn hafa lengi spáð því, að eitthvert óskaplegt „brennivínsflóð" myndi óðara steypast yfir landið og allt verða vitlaust. Og þó hefir lítið að þessu kveðið í hinum bannlönd- unum.“ Höfundurinn taldi þetta hinar mestu hrakspár, því að nú væri einmitt hinu æskilegasta tak- marki í áfengismálunum náð. Það liðu ekki margar klukku- stundir þar til áfengissalan hafði sett greinilegan svip á bæjarlífið, og var áfengi selt fyrir um 40 þús. krónur fyrstu dagana í febrúar. Þótti mörgum, sem nú væri st^efnt í óefni, og boðuðu áhugamenn um bind- indi til fundar í Gamla Bíó, éf verða mætti til þess að veita þessum ófögnuði nokkurt við- nám. Meðal ræðumanna var Einar Olgeirsson. Hann taldi á- fengisbölið vera eitt af meinum hins borgaralega þjóðfélags,- er aðeins myndi læknast með vexti og áhrifum Kommúnistaflokks- ins, eins og margar aðrar mein- semdir, sem þjóðfélagið ætti nú við að stríða. „Landið græðir mest á mcr“. Spár bannmanna fyrir 1935 rættust fullkomlega. Ný brenni- vínsöld, sem hefir náð hámarki sínu nú þessi árin, hóf inn- reið sína í landið, og enn verð- ur ekki séð fyrir endalok henn- ar. Almenn áfengisneyzla hefir farið hríðvaxandi. Hún hefir meir og meir náð til kvenna og unglinga og orðið sterkari þátt- ur í öllu samkvæmislífi en þekktist fyrir tíu árum. Fjár- hagsafkoma ríkissjóðs verður með hverju árinu háðari áfeng- isgróða, og er nú svo komið, að í fjárlögum fyrir yfirstandandi ár er gert ráð fyrir 20 miljóna króna gróða af áfengissölunni, og lætur nærri, að það sé fimmta hver króna, sem ríkissjóður inn- heimtir samkvæmt fjárlögun- um. Það mun vafalaust síðar þykja merkilegt til frásagnar, að á einu hinu mesta veltiári skuli löggjafinn ekki koma auga á aðrar tekjuöflunarleiðir. Þessi alvarlega staðreynd minnir okkur á hinn öfugsnúna aldarhátt á niðurlægingartím- um þjóðarinnar, þegar brenni- vínið var látið sitja í fyrirrúmi, en nauðsynjar allar af skornum skammti og oftast skemmdar. í þá daga gerði Páll Ólafsson þessa alkunnu játningu: „Úr kaupstað þegar komið er, kútinn minn ég tek og segi: Landið græðir mest á mér, mest ég drekk á nótt og degi.“ DANÍEL ÁGÚSTÍNUSSON Ef við lítum yfir fjárlögin síð- ustu 11 árin og athugum, hvern þátt áfengisgróðanum er ætlað að eiga í tekjum rikissjóðs, þá jverður útkoman eins og eftir- ' farandi yfirlit sýnir: i „ Tekjuáætlun fjárlaganna Þar af áfengisgróðinn 1935 13,8 milj 750 þús. 5,4% 1936 15,3 — 1,2 milj 7,9% 1937 15,9 — 1,3 — 8,2% 1938 17,5 — 1,4 — 7,8% 1939 17,9 — 1,6 — 8,9% 1940 18,6 — 1,7 — 9,0% 1941 18,5 — 1,6 — 8,4% 1942 24,0 — 1,8 — 7,6% 1943 65,8 — 3,5 — 5,3% 1944 94,3 — 10,3 — 10,9% 1945 110,2 — 20,0 — 18,2% Yfirleitt varð reynslan sú, að fjárlögin fóru fram úr áætlun og þá einnig áfengisgróðinn. Er þetta einkum áberandi hin síð- ari ár. Varð þá niðurstaðan þessi: Tekjur ríkissjóðs Afengisgróðinn 1935 15,8 milj. 1,6 milj 10% 1936 16,2 — 1,6 — 9,8% 1937 18,3 — 1,9 — 10,4% 1938 19,5 — 1,9 — 9,7% 1939 19,9 — 1,8 — 9,0% 1940 27,3 — 2,7 — 10,0% 1941 50,4 — 1,9 — 3,8% 1942 86,7 — 6,1' — 7,0% 1943 109,5 — 16,7 — 15,3% 1944 115,0 — 28,0 — 24,4% öflunarmöguleikarnir fáskrúð- ugri þá en nú. | Til þess að sýna, hversu sam- vizka Mbl. var á þeim árum vak- | andi í áfengismálunum er freistandi að minna á ýms um- mæli þess. Líta áreiðanlega ýms- ' ; ir svo á, að nú sé full þörf á einurð í þessum málum og kunni j Mbl. að geta haft nokkur áhrif á löggjafann: 5 apríl 1936: „Þeir (þ. e. stjómin) setja á stofn hina svívirðilegustu bruggunarstarf- semi og selja landsfólkinu ólyfjan, sem nefnd er réttilega „svartidauði". 5. maí 1937: „Það er bersýnilegt, að ríkisstjórn- in hefir það eitt í huga i sambandi við áfengismálin, að ná sem mestu inn í ríkissjóðinn, til þess að geta haldið áfram að eyða og sóa. Hitt læt- ur hún sig engu skipta, þótt hún auki vandræði bæjarfélaganna með atferli sínu.“ 2. október 1938 segir blaðið, að „fjármálaráðherr- ann - og það fólk, sem honum fylgir að málum, sjái engin ráð til tekju- öflunar nema að auka innflutning á tóbaki og brennivíni ... Það þarf brjóstheila menn til þess að halda um stjórnartaumana á íslandi á þenn- an hátt.“ Þá var það mjög algengt, að Mbl. kallaði stjórnina „svarta- dauðastjórn“ og ýmsum þvílík- um nöfnum og eitt sinn kom þao með þá frumlegu tillögu, að hætt yrði að segja „skál“ við drykkju, heldur skyldi sagt „einn fyrir Eystein". En óvægar árásir út af þessum málum á Eystein Jónsson, þáverandi fjármálaö ráðherra, voru daglegt brauö. Þetta var á dögum hinnar „sið- legu“ stjórnarandstöðu!! Siðan 1939 hefir Sjálístæðis- flokkurinn lengst af borið á- byrgð á fjármálastjórninni. Hann hefir ekki ennþá tekið ummæli Mbl. til greina, heldur tekið fúslega við hverri krónu, sem frá þessari verzlun hefir komið. Sú breyting hefir þó orð- ið áj að Mbl. er löngu hætt að vara við áfengisgróðanum, og hann er ekki lengur nein hneykslunarhella fyrir blaðið, Þeir eru því margir, sem nú geta tekið undir með Páli Ól- afssyni. Árin 1941 og 1942 var tekin upp skömmtun á áfengi. Var það meðal annars gert til þess að forðast vandræði í sambúðinni við hið fjölmenna setulið. Kem- ur þetta mjög greinilega í ljós á framangreindu yfirliti. Öllum hugsandi mönnum hlýtur að blöskra, er þeir íhuga, hversu ríkissjóður er nú orðinn háður áfengisgróðanum, og hversu gífurlega hann hefir vaxið síðustu árin. En þó hefir undarlega þögn ríkt um þetta mál að undanförnu. Það er eins og slíkt hneyksli vekji furðu litla athygli, að fjórða eða fimmta hver króna, sem ríkissjóður inn- heimtir, séu tekjur af brenni- vínssölu, og að sú stjórn, sem hefir fleiri tekjuöflunarmögu- leika en nokkur stjórn hefir áð- ur haft, skuli byggja tekjuöflun sína að 18,2^ af hundraði á brennivinsgróða árið 1945. Aðvörim Morgun* blaðsins. Margir munu minnast þess frá árunum fyrir stríðið, að Morgunblaðið lét áfengismálin nokkuð til sín taka. Sama blað- ið, sem veitti andbanningunum mest brautargengi, átti aldrei nógu þung orð í garð stjórnar- innar fyrir áfengisgróðann. Var hann þó smámunir hjá því, sem nú er orðið, eins og yfirlitið að framan ber með sér og tekju- enda þótt hann hafi margfald- azt frá árunum fyrir stríðið. Nú munu margir spyrja: Hversu lengi ætla aðstandendur Mbl. og kommúnistar, sem ætluðu að j bæta þetta mein fyrir 10 árum, | er nú hafa tekið höndum sam- an um stjórn, að byggja tekjur ríkissjóðs að 18,2 af hundraði á brénnivínssölu? Og fullyrða þó margir, að gróðinn verði mun meiri. Ilvorí er viðnámið? Hvert sem viðhorf einstakra manna og flokka hefir verið til áfengismálanna, verður ekki hjá því komizt að kveðja alla til um- hugsunar um nýjar leiðir og ’hverfa frá þeirri smán, að af- koma þjóðarbúsins skuli byggj- ast að verulegu leyti á því, að þegnarnir drekki sem mest. Slíkt getur ekki staðið til lengdar. Margir hafa treyst þvi, að aukin menning þjóðarinnar myndi draga úr áfengisneyzl- unni og hægt væri með öflugri bindindisstarfsemi, og þá sér í lagi fræðslu um skaðsemi áfeng- is, að sporna mjög gegn áfeng- isnautninni. Styrkur til bindind- isstarfsemi, og þá einkum Good- templara, hefir verið aukinn talsvert, samhliða því sem á- fengisgróðinn jókst. Lítur helzt út fyrir, að það sé gert í frið- þægingarskyni, því að árang- ur bindindisstarfseminnar er hverfandi hjá þeirri tortímingu, sem áfengið gerir, þótt telja megi að hann sé nokkur. Við sjáúm þess mörg dæmi, að áfengisdýrkunin vex með aukinni menningu, og þeir falla tíðast fram og tilbiðja Bakkus, sem bezt ættu að þekkja her- brögð hans. Hinir svonefndu menntamenn eru engir eftir- bátar annarra í drykkjutízk- unni. Háskólastúdentar standa til dæmis ekki framar öðrum námsmönnum að bindindissemi og þannig mætti lengi halda á- fram. „Heilbrigt líf“, heitir rit, sem læknar standa að, og kvað hafa það hlutverk að kenna almenn- ingi heilsuvernd. Þar segir ný- (Framhald. á 6. síðu) Eitt sumar á sjjó. Fimmta bók Sigurðar Helga- sonar, Hafið bláa, kom út í vetur. Hinar eldri bækur hans eru sem kunnugt er Svipir (1932), Ber er hver að baki (1936), Og árin líða (1938) og Við hin gullnu þil (1941). Sigurður Helgason Hafið bláa er saga fimmtán ára Reykjavíkurdrengs eitt sum- ar. Hann þykir einþykkur og ó- þjáll viðskiptis, og þegar stjúp- faðir hans ætlar að senda hann í sveit eins og undanfarin sum- ur, rís hann upp gegn þeirri á- kvörðun. Hann er nefnilega sjálfur búinn að ráða sig í lít- inn hreyfilbát, sem á að ganga til fiskjar frá einhverri verstöð norðan lands. Hann er fæddur við sjó, og sjórinn hefir lengi heillað hann. Svo fer, að dreng- ur hefir sitt fram. Meginefni bókarinnar er síðan lýsing á líf- inu í verstöðinni, bátsfélögum drengsins og tveim skipshöfnum öðrum, önnum þeirra og tóm- stundum. í bokarlok kveður drengurinn svo verstöðina og heldur suður. í huga hans tog- ast á ýmsar hugsanir. „Hann ætlar að sýna þeim heima, að hann á líka til eitt og annað skárra en þau gera sennilega ráð fyrir“, og hann „hugsar sér að nota veturinn vel“ og „hlakk- ar til sjóferðanna næsta sumar“. Þetta er í rauninni saga um náðargjöf starfsins og barátt- unnar, bezta þroskameðalið, sem til er. Norður í verstöðinni finnur drengurinn sjálfan sig, hlýtur viðfangsefni, sem vert er að spreyta sig á og unnt er að vaxa af. Þetta er því í hvívetna sönn saga, rökrétt og öfgalaus. í samræmi við þetta er stíll- inn, tilgerðarlaus og sléttur, enda hefir látleysi í stíl og frá- sögn jafnan verið eitt af helztu höfundareinkennum Sigurðar. Það er ekki hægt að segja að þessi nýja saga Sigurðar sé stórbrotið ritverk, en hún er mjög viðfelldin og notaleg af- lestrar, stórviðburðir engir, en daglegir viðburðir þeim mun þekkari í einfaldleik sínum, og hvergi meira í fang færzt en höfundur ræður við. Er hann að öllu samanlögðu vel sæmd- ur af þessari bók, þótt Skarfa- klettur (í Og árin líða), sé enn bezta sagan, sem hann hefir skrifað. Þetta er góð unglingabók, og drengir um fermingaraldur munu finna þar brot af sjálfum sér, sérstaklega þeir, sem kunn- ugir eru lífi og störfum í smá- þorpunum. Hafið bláa er 240 blaðsíður að stærð o^ kostar 25 krónur í bandi. Evudœtur. Þórunn Magnúsdóttir sendi einnig frá sér nýja bók í vetur. Nefndist hún Evudætur, og eru í henni átta smásögur, sem Þórunn hefir skrifað á árunum 1935—1940 og flestar munu hafa birzt áður í ýmsum tímaritum. Þórunn Magnúsáóttir Þetta er fyrsta bók hennar, er út kemur síðan stærsta ritverki hennar, Drauminum um Ljósa- land, lauk. Sú saga kom út í fFramhald á 6. síðu) Ariiór Sigiirjónssoni Þáttur af Erlendi í Tungunesí Á síðastliðnu hausti kom út bók, er nefnist „fslenzk sam- vinnufélög hundrað ára“, eftir Arnór Sigurjónsson. Fjall- aði hún um fyrstu verzlunarfélög bænda,sem kunnugt er að til hafi verið stofnað hér á Iandi, og þótti í senn hin fróð- legasta og skemmtilegasta bók. Birtist hér kafli úr henni, þar sem segir frá skiptum hins kunna norðlenzka bónda, Erlends Pálmasonar í Tungunesi, við kaupmannavald þeirra tíma. Er þetta athyglisverð saga um baráttu ís- lenzkra bænda um það bil, er samvinnuhreyfingin var að byrja að festa hér rætur. Ekki hefir enn tekizt að finna heimildir um verzlunarfélög í Húnaþingi fyrr en árið 1863. Verið getur, að til slíks félags- skapar hafi fyrst verið stofnað þar í sýslu það ár, og hafi hann þá risið á legg fyrir umræður, er spunnizt hafa út af grein í Norðanfara í apríl þá um vorið. En þess er að geta, að það sýnist helzt vera fyrir tilviljun eina, að hann er þá kallaður fram á opinberan vettvang, og gæti því hafa gerzt um líkan félagsskap einhver saga áður þar á slóðum, þó ekki í mjög nánum tengsl- um við þá sögu, sem hér verð- ur rakin. í 7.—8. tbl. Norðanfara, í ap- ríl 1864 er svofelld smágrein: „Vöruvöndun. En þótt því um langan tíma hafi verið hreyft, bæði í dönsk- um og íslenzkum ritgerðum og blöðum, hversu áríðandi það hlýtur að vera fyrir báða, o: kaupanda og seljanda, að vörur þeirra séu sem bezt úr garði gerðar, eigi síður að verkun en vönduðum tilbúningi, þá mun því trauðlega verða neitað, að mjög svo beri út af þessu hjá einstaka mönnum á íslandi, einkum í fyrra tillitinu. Hér af leiðir, að ég leyfi mér og finn mér skylt sem verzlunarmanni að aðvara og skora á nefndar- bændurna Kristján Jónsson í Stóradal og Erlend Pálmason í Tungunesi, hinn fyrrnefnda, að hann bjóði engum hér eftir eins vanþurrkaða eða réttara sagt blauta ull og mér næstliðið sum- ar, en hinn síðartalda, að hann geri ekki sömu vörutegund í Arnór SigurjÓ7isson þvottarómyndinni langtum ó- krjálegri og óhreinni en hún er, þegar hún kemur af kindinni. Hér að auki leyfi ég mér að láta Kristján bónda Jónsson, honum til varúðar í umræddu tilliti, vita, að í blautri samanþrengdri ull getur án efa hitnað svo mjög, að í henni kvikni og hún þann- ig ollað skipi og farmönnum tjóns og dauða, ef seint er að gætt, en Erlend bónda Pálma- son, að óþvottur á ull er langt um óafsakanlegri en löngun eftir heiðursteikni væri fyrir ötula sporgöngu í einhverju mik- ils umvarðandi málefni. — Lín- ur þessar óska ég þénustusam- lega að verði teknar í blaðið Norðanfara. Ritað í nóvembermánuði 1863 H. Clausen.“ Ekki þarf í grafgötur um það að fara, að kaupmanninum hef- ir einhverra hluta vegna verið í nöp við þessa tvo menn, er hann beinir skeyti sínu til, og að hann hefir haldið, að sér yrði ekki vandleikið við þá. Und- ir y-firborðssléttmælginni er auðfundin sú fyrirlitning og lít- ilsvirðing, sem kaupmenn munu almennt hafa borið fyrir íslend- ingum á þessum árum. En hér reyndist við mann að eiga, sem bæði var vitur og óvæginn, þeg- ar því var að skipta. Kaupmað- ur varð brátt að kenna á þvi, að í þetta sinn átti hann ekki alls kostar við íslenzka bóndann, sem var smáskítlegur í augum hans, heldur var hann sjálfur minni máttar í þeim leik, er hann hafði hafið. Það var Er- lendur í Tungunesi, sem tók upp hanzkann, sem til hans hafði verið kastað. Erlendur svaraði með langri grein í 11.—12. tbl. Norðanfara, júníblaðinu 1864. Hann rekur fyrst aðdraganda þessa máls. Hann segir þar frá því, að vorið áður, 1863, hafi verið rætt um það á almennum fundi í Svína- vatnshreppi meðal annarra mála, „hvað tiltækilegast væri til framfara í verzlunarsamtök- um.“ Hafi menn komið sér sam- an uiri að vanda vörur sínar og kosið menn til að semja við kaupmenn um verðlag, þar sem þess væri gætt, að fátækir og ríkir gætu notið sömu kjara í stað þess, sem kaupmenn hefðu jafnan ívilnað þeim, er auðugri væru, og þess ennfremur, að verðið væri fastmælum bundið

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.