Tíminn - 02.03.1945, Side 7
1T. blað
TtMlM, föstodagiim 2. marz 1945
7
Kátír voru karlar
Drottningin: Stopp, segi ég!
Vamban: Hjálpi nú allir heilagir!
Leifi langi: Ho, ho ....
Vamban: Þjófur, ræningi ....
Tilkynning
írá Fiskimálanefnd
Allir l»eir, sem lagt hafa flsk inn
til söltunar yfir tímabilið 10.-31. jan.
síðastl. eru hérmeð áminntir um, að
þeir verða að gefa Fiskimálanefnd
upplýsingar um heildarmajgn þess
afla nú þegar.
Að öðrum kosti getur afli sá ekkl
komið til greina við ntborgian verð-
jöfnunargjalds fyrir janúarmánuð.
Fískimálaneind.
SAVON de PARÍS mýUir húðina off
styrkir. Gefur henni yndisfagran litblœ
og ver hana kvillum.
NOTiÐ
SAVON
The World’s News Seen Through
' The Christian Science Monitor
An lnternational Daily Newsþaper
u Truthful—Constructive*i--Unbia8ed—Free from Sensaúonal-
ism — Editorials Are Timely and Instructive and Its Oaily
Features, Togeíher wifh the Weekly Magazine Section, Make
the Monitor a.n Ideal Newspaper for the Home.
The Christian Science Pubiishiiag Society
Onev Norway Street, Boston, Massachusetts
Price $ 12.065 Yearly, or $1.00 a Month.
Snrurdoy Iasue. including Magazine Section, 1(2.60 a Ymut.
lntroductory Offer, 6 Issues 25 Centa.
SAMPLB COPY ON RBQUEST
ORBSENDING TIL KAITPENDA TÍMANS.
Ef kaupendur verða fyrir vanskilum á blaðinu, eru þeir vin-
samlega beðnir að gera afgreiðslunni þegar aðvart.
Wllliatn Key í
Ungverjalandi
William S. Key hershöfðingi,
sem var hér yfirmaður ameríska
hersins, hefir verið fengið starf
í etirlitsnefnd Bandamanna í
Ungverjalandi. Með honum
verða foringjar, sem voru í liði
hans hér á landi, þeir B. S.
Townsend ofursti, Prank W.
Gillespie og William S. Dietrikt.
— Key hershöfðingi er formað-
ur nefndarinnar. í nefnd þess-
ari verða fultrúar frá Rússum,
Bretum og Bandaríkjamönnum.
Nýr hagfræðíngur
Jónas Haralz lauk meistara-
prófi í hagfræði við háskólann
í Stokkhólmi í desembermánuði
síðastliðnum með mjög góðum
vitnisburði. Hlaut hann hæstu
einkunn, sem gefin er, í þrem
námsgreinum, hagfræði, tölu-
fræði og þjóðfélagsfræði og
góða einkunn í hagnýtri sálar-
fræði.
Jónas Haralz er sonur þeirra
Haralds heitins Níelssonar, pró-
fessors og frú Aðalbjargar Sig-
urðardóttur. Hann varð stúd-
ent við menntaskólann hér í
Reykjavík árið 1938 með ágæt-
iseinkunn.
Fél.myndlístamanna
Félag myndlistármanna hélt
aðalfund sinn nýlega. Var for-
maður félagsins, Guðmundur
Einarsson frá Miðdal, endur-
kosinn, einnig var ritari félags-
ins, Finnur Jónsson, endurkos-
inn, en Jón Þorleifsson var kos-
inn gjaldkeri í stað Marteins
Guðmundssonar, er baðst undan
endurkosningu.
Varamenn í stjórn voru kosn-
ir þeir Magnús A. Árnason og
Freymóður Jóhannsson.
í sýninganefnd voru kosnir
Finnur Jónsson, Jón Engilberts,
Kristinn Pétursson, Eggert Guð-
mundsson og Guðmundur Ein-
arsson. Til vara Magnús A.
Árnason, Þorvaldur Skúlason og
Jcþi Þorleifsson.
í Bandalagsráð voru kosnir
Finnur Jónsson, Jóhann Briem,
Guðmundur Einarsson, Jón Þor-
leifsson og Sveinn Þórarinsson.
Til vara . Gunnfríður Jónsdóttir
og Freymóður Jóhannsson.
í úthlutunarnefnd voru kosn-
ir Jón Engilberts, Guðmundur
Einarsson, Ríkharður Jónsson,
Finnur Jónsson og Þorvaldur
Frá Færeyjutti
Bækur um Faereyjar.
í Þýzkalandi er komin út bók
um Færeyjar, sem skrifuð er af
þýzkum hjónum, sem ferðuðust
um eyjarnar fyrir styrjöldina.
Nafn bókarinnar er „Fredens
Öer“.
„Nordiske Kronikker" nefnist
bók nokkur, sem kom út á veg-
um Gyldendals-útgáfunnar í
Danmörku. Nordens Kronikker
er úrval úr mörgum ágætum
greinum, sem rithöfundurinn
Jörgen-Frants Jacobsen skrifaði
sem starfsmaður við „Politiken“.
Færeyingurinn dr. phil. Chris-
tian Matras sá um útgáfuna.
Tveir Færeyingar, sem búsett-
ir eru í Osló, Sverre Stove og
Jacob* Jacobsen, hafa í samein-
ingu skrifað stóra bók, sem heit-
ir „Föröen“. Bók þesi er
prýdd mörgum myndum.
Skömmu fyrir jól kom út 1
Færeyjum bókin „Stafnhlaðið"
eftir Jacob Dahl, prófast, sem nú
er látinn. Bók þessi er án efa
með því bezta, sem skrifað hefir
verið á færeyska tungu hingað
til.
Tímaritið „Varðin“ hefir kom-
ið út reglulegar en áður, síðan
skáldið H. A. Djurhuus tók við
ritstjórn þess. Síðasta hefti, sem
út er komið fyrir sköminu, er að
mestu helgað minningunni um
hina miklu menn „Varðans“, þá
M. A. Jacobsen, bókavörð og J.
Dahl, prófast. Sámal.
Faereylngar kaupa
flugvöll.
Bretar hafa unnið að því í
nokkur ár að byggja flugvöll í
Vogey. Nú er hann fullgerður,
og hafa Bretar látið hann af
hendi við færeyska Lögþingið.
Hafa brezka stjórnin og færeysk
yfirvöld. gert samning um kaup
og_ leigu á vellinum.
í samningnum er það tekið
fram, að stjórnarvöldin í JPær-
eyjum skuli taka eignarnámii
fyrir danska ríkið, en með
greiðslu frá Lögþingi Færey-
inga, allt það land í Vogum, sem
þarf til þess að koma þarna upp
fyrrgreindum flugvelli og öðrum
mannvirkjum í sambandi við
hann. í þriðju grein samnings-
ins er svo tekið til orða, að Bret-
ar skuli hafa rétt til að nota
flugstöðina leigulaust, þar til
hún verður afhent réttum fær-
eyskum stjórnarvöldum.
Skúlason. Til vara Eggert Guð-
mundsson og Ásgeir Bjarnþórs-
son.
Þáttur af Erlendf
í Tungunesi.
(Framhald af 4. síðu)
hætti. í tveimur bréfum úr
Húnaþingi, birtum í Norðanfara
18. júní 1868 en rituðum 15. og
20. maí sama ár, er þess getið,
að sýslufundir og sveitarfundir
hafa verið haldnir um sumarmál
in til að koma á almennum sam-
tökum um verzlun, og skyldu
nokkrir hinna helztu manna í
hverri sveit ganga í ábyrgð fyr-
ir þá, sem þyrftu að taka lán í
kaupstað. Er ekki frá þessu sagt
fyrir það, að það þyki í sjálfu
sér tíðindum sæta, heldur af
því, að það varð enn baráttu-
efni við kaupmenn, að þessu
sinni aðallega við kaupmenn á
Skagastfönd. Það má og sjá af
bréfi úr Skagafirði, rituðu 18.
sept. þetta ár, birtu í 27.—28.
tbl. Nf. (10/10 ’68), að sumum
nágrönnunum hefir þótt Hún-
vetningar berast nokkuð mikið
á í félagssamtökum sínum. En
ekki er Skagfirðingurinn með
öllu oflætislaus sjálfur, er hann
hyggst stinga á oflæti Húnvetn-
inganna: „Hér genj:u menn í
félag úr fjórum hreppum, sem
hafði góðan árangur í tilliti til
prísanna og einkum þó í því að
ná matnum hjá þessum lausa-
kaupmönnum, þar eð ekki var
nema ein verzlun hér í sýsl-
unni, sem ekki hefði getað nægt
öllum búum hennar með vöru-
birgðir. Þessi félagsskapur
komst á án þess að halda nokk-
urn sýslufund og því síður að
skrifa lög í svo og svo mörgum
greinum, er þyrftu heilar arkir.“
Upp úr þessum verzlunarsam-
tökum óx Félagsverzlunin við
Húnaflóa og Vörupöntunarfélag
Húnvetninga og Skagfirðinga.
Þó að Vörupöntunarfélagið
kæmi síðar til sögunnar, voru
tengsl þess við fyrstu verzlunar-
félögin á þessum slóðum öllu
traustari.
Stjórnarstökur
Stjórnar-sigling.
Nú reynir á hve sterk er
stjórnarklóin,
og stýrið traust og
haldgott band.
Tvö hundruð miljónum tekst
þeim að koma í sjóinn.
En — tekst að bjarga nokkru á
land?
Sælir eru einfaldir.
Sælir eru allir þeir, sem
styðja þessa stjórn, —
stóra sigra ætla þeir að vinna.
En hver og einn er ráðinn í
að færa’ ei sjálfur fórn,
en fita sig með lagi á kostnað
hinna.
Sá, sem sezt á steininn,
verður tvisvar feginn.
Stjórnin hugsar máské einnig
ögn um „bænda greyin,“
ef þeir lækka kröfurnar
og ganga rétta veginn,
og rata á bekkinn Sjálfstæðis-
eða Sósíalista megin.
Seztu, bóndi góður, og þú
, verður tvisvar feginn.
Gáta.
Fær mér nokkur greint, v
hver getur
gleypt sinn líka — hálfu stærri,
og vænan bita að auki etur.
Ætla ég þess geti færri.
Forustu-Flekkur.
Hjörðin blekkt í svaðið sekkur,
sér hún ekki háskann fyr
en upp úr stekkur
Forustu-Flekkur
og feitu og stóru sauðirnir.
Allir vilja sitja.
Allir vilja sitja um kyrrt
og hafa hlýtt á sér
með hendur mjúkar,
silki-brjóst og kjóla,
en naumast geta allir setið
alltaf, því er ver:
Einhverjir verðá þó
að smíða stóla.
Bráðum hætta íslendingar
við allt strit og stjá
og státnir ’oní vasa
höndum pota:
Þeir geta fengið ódýrari
annars staðar frá
alla hluti, sem er þörf að nota.
En hvernig fer, ef eyðist bæði
þjóðar-fé og fremd?
Fáráðlingur, vertu' ei
niðurdreginn.
Hvað veldur kar-
töfluskortimim?
(Framhald af 4. síðu)
kapphlaup um það af allra
hálfu, ríkis, bæja- og sveitar-
félaga, stofnana og einstakl-
inga, þegar þurft hefir að hrinda
í framkvæmd 'hinum ýmsu
mannvirkjum seinustu ára.
Vinnuaflið hefir dregizt frá
framleiðslunni til þeirra
starfa, sem ekki hefir fjárhags-
lega áhættu í för með sér, þar
sem litlu hefir þurft að voga og
daglaunin vérið alheimt að
kvöldi. Þetta er nokkuð annað
en að stunda framleiðslu, þar
sem miklu fé verður að hætta,
og festa um lengri eða skemmri
tíma og eiga flest undir veðr-
áttunni og fleiru sem ekki verð-
ur vlð ráðíð. Til garðræktarinn-
ar eins og flestrar annarrar
framleiðslu þarf nokkra fjár-
muni, kaupa þarf útsæði, áburð,
girðingar, jarðvinnslu og mikla
aðra vinnu, og þetta allt í fullri
óvissu um árangurinn, bæði um
uppskerumagn og verðið, sem
fyrir hana fæst.
Nokkuð hafa þær raddir látið
til sín heyra, sem halda því
fram, að garðávextir og ýms
önnur landframleiðsla sé ofhátt
verðlögð, og að viturlegra og
kostnaðarminna sé, að kaupa
samskonar vöru frá útlöndum.
Víða í sveitum er heimilisfólkið
ekki fleira en húsráðendur og
eitthvað af börnum og gamal-
mennum, sem litt eða ekki geta
aðhafst. Þetta fólk kemst varla
yfir allra nauðsynlegustu heim-
ilisstörfin, hvað þá meira. Þess
er engin von að því vinnist tímí
til garðræktar, nema þá sem
svarar' til þarfa þess heimilis.
Það er því ekki óeðlilegt að
garðlönd minnki sums staðar í
sveitum og að kartöflufram-
leiðslan verði minni af þeim
ástæðum meðal annars. Nokkur
hætta mun á því vera að eitt-
hvert framhald verði á þessu
næsta sumar.
Hér í Reykjavík eru vafalaust
nokkrir möguleikar fyrir auk-
inni garðrækt, en þó er eitt
vandamál í sambandi við kar-
töfluræktina , sem leysa þarf,
það er vöntun á góðri geymslu
fyrir kartöflur o. fl., sem al-
menningur gæti haft aðgang
að. Þarf bærinn eða einstakl-
ingar í félagi að eignast slíkt
hús og það sem fyrst. Eins og
nú er, verða menn að notast við
íbúðarkjallara . fyrir slíkar
geymslur, en slíkt er ekki við-
hlítandi vegna upphitunar í
þeim frá miðstöðvum og hita-
leiðslum, en séu þeir ekki hitað-
ir, er nokkur hætta á því að í
þeim frjósi ef mikil frost gerir.
Hér verður varla bót á ráðin
nema með því að slík geymsla
fáist gerð, til almennra afnota.
Eins og nú er ástatt, eru það
ekki néma tiltölulega fáir þeirra,
sem rækta kartöflur hér 1 bæn-
um og við hann, er hafa ástæð-
ur til að geta geymt þær lengur
en til ársloka, og geymsluleysi
hamlar mörgum frá því að
stunda garðrækt til eigin nota,
sem annars mundu gera það. Á
þessu þarf að verða breyting,
því að garðræktin, einkum kar-
töfluræktin er svo mikilsverður
þáttur í matfangaframleiðslu
þjóðarinnar, að ekki má missa
sjónar á mikilvægi hennar, jafn-
vel þótt kaupgeta almennings
sé nú meiri en flestir hafa átt
að venjast áður.
Það sem hér hefir verið greint
að framan, ætti að gefa mönn-
um nokkrar skýringar á því,
hversvegna svo er ástatt sem nú
er um kartöflurnar í landinu, og
að bót verður ekki ráðin á því
sem að er, með því einu að gera
kröfur til annarra, það eru á-
reiðanlega meiri örðugleikar á
leiðinni en verið hafa áður.
í nokkrum blaðagreinum, sem
birzt hafa seinustu dagana, hef-
ir verið deilt nokkuð á forstöðu
Grænmetisverzlunar ríkisins út
af þurrð á kartöflum, og telja
þeir, sem skrifað hafa, ekki
fullt samræmi í því, sem aðrir
menn hafa borið mig fyrir. Ég
ætla ekki hér að fara að elta
ólar við slíkan misskilning, en
vænti, að það sem hér hefir
þegar verið sagt um þessi mál,
séu nægilegar skýringar fyrir
allan þorra manna.
Jón ivarsson.
Stjórnin skipar sennilega
sérfræðinganefnd,
er sér um, að við lifum
Minmogagreinar
Tíminn vill minnast sem
flestra góðra manna í tilefni af
merkisdögum í lífi þeirra — eða
dánardægri. En vegna mjög
|takmarkaðs rúms blaðsins eru
menn beðnir að hafa slíkar
greinar eins stuttar og þeir sjá
sér fært. Margar greinar, sem
Tíminn vildi gjarnan birta, blða
oft lengi vegna þrengsla.