Tíminn - 09.03.1945, Síða 1

Tíminn - 09.03.1945, Síða 1
RITSTJÓBI: ÞÓRARINN ÞÓRARINSSON. ÚTGEPFANDI: FRAMSÓKN ARFLOKKURINN. Símar 2353 Og 4373. PRENTSMIÐJAN EDDA h.f. RITSTJ ÓRASKRIFSTOFOR: EDDUHÚSI. Llndargötu 9 A. Simar 2353 Og 4373. AFGREIÐSLA, INNHEIMTA OG AUGLÝSINGASKRIFSTOFA: EDDUHÚSI, Llndargötu 9A. Síml 2323. 29. árg. Reykjavík, föstudagiim 9. marz 1945 19. blað Svíar hafa saknað ís- lenzku síldarinnar Sigurður Rórarinssou jarðfræðingur segir fréttir frá Svíbjóð Dr. Sigurður Þórarinsson er meðal þeirra fimm íslendinga, sem nýkomnir eru frá Svíþjóð. Hann stundaði jarðfræði- og landa- fræðínám við háskólann í Stokkhólmi, en var heima á sumrin. Árið 1939 fór hann aftur utan tii Svíþjóðar og ætlaði að dveija þar í eitt ár, eða svo, en styrjöldin breytti þeirri áætlun. í Sví- þjóð hefir dr. Sigurður á þessum árum unnið að jarðfræðirann- sóknum og við ritstjórn alfræðibókar. Hann varði á síðasti. vori doktorsritgerð um rannsóknir á öskulögum í íslenzkum jarð- vegi. Dr.' Sigurður er kvæntur sænskri konu og bíður hún í Svíþjóð eftir því að komast hingað til lands. Dr. Sigurður hefir í hyggju að setjast að hér heima og vinna að rannsóknum, því nóg er af að taka í þeim efnum hér á landi. Það er mikils virði fyrir landið að fá að njótí starfskrafta hans svo vel menntað- ur sem hann er. Hann er þegar dósent (ólaunaður) við háskól- ann í Stokkhólmi. Frét(amaður Tímans hefir átt viðtal við dr. Sigurð og fer það hér á eftir. — Hvernig hafa Svíar komizt í gegnum styrjaldarerfiðleik- ana? — Það má segja, að Svíar hafi komizt framar öllum vonum yf- jr þá erfiðleika, sem styrjöldin hefir skapað. Þeim hefir tekizt að halda niðri dýrtíðinni að mestu leyti. Vísitala er þar um 130 stíg og hefir haldizt svip- úð allan styrj ald^rtímann og Sigurður Þórwmsson , aldrei farið ofar. Ástáeðan til þess að svo vel hefir tekizt, er sennilega sú, að haft hefír verið strangt eftírlit með verðlagí og skömmtun matvæla hefir verið .ströng, en þó hafa allir fengið nóg af því sem nauðsynlegt má telja. Það hefir aldrei verið um neinn skort að ræða í Svíþjóð og þó hafa verið á þriðja hundrað þús. gestir (flóttafólk) í landinu og þar að auki hafa matvæli verið send til Noregs og Finnlands. — ErU allar vörur skammt- aðar í Svíþjóð? — Já, allar nauðsynjavörur nema mjólk eru skammtaðar, en séð er um að allír fái nóg. Verkamenn fá t. d, meiri skammt en þeir, sem ekki vlnna erfiðísvinnu og börn og barns- hafandi konur hafa sérstök skömmtimarhlunnindi. Tekizt hefir af hinu opinbera,, að gera skömmtunina vinsæla, með því að gefa aukaskammt stöku sinn- um, og þá helzt um hátíðar. Tii þess að fyrirbyggja svartan markað hafa Svíar haft sumar Nýr háskóla- bókavorður Dr. Björn Sigfússon hefir ver- ið skipaður háskólabókavörður í stað Einars Ól. Sveinssonar, sem hefir verið skipaður pró- fessor. Dr. Björn hefir unnið mikið að sögulegum og málfræðilegum rannsóknum, þrátt fyrir erfiða aðstöðu. Hin vinsælu útvarps- erindi hans „Spurningar og svör um íslenzkt mál“,hafa gert hann landskunnan. kjöttegundir óskammtaðar og selt þær dýrara yerði en skammtaða kjötið. Er þetta skammtaða kjöt aðallega villi- fuglakjöt og nokkuð hreindýra- kjöt. Það hefir sýnt sig á styrj- aldartímanum, að hreindýra- kjötið er ekki þýðingarlítið. — En hvaða matvælum hefir helzt verið skortur á? — Það eina, sem ekki hefir alltaf verið hægt að fá, eru ýms- ar erlendar drykkjarvörur svo sem kaffi og kakó, En nú hafa komið nokkur skip frá Ameríku með þessar vörur meðal annars, svo að þær eru aftur fáanlegar. En ef Svíar væru spurðir að því, hvaða vörutegundar þeir sökn- uðu rpest, mundu flestir svara, að það væri íslenzka síldin, þvi hún þykir þar bezta síldin, sem hægt er að fá. Annars borða Svíar mikið af síld. Það er ekki borðuð svo máltíð, að hún sé ekki höfð á borðinu, jafnhliða smjöri og brauði. Einnig eru búnir til úr henni margs konar ljúffengir réttir. — Hefir ekki verið tilfinnan- legur skortur á eldsneyti, kol- um, benzíni og olíum? — Það eru einu þýðingar- miklu vörurnar, sem Svíar hafa ekki alltaf getað náð í frá öðr- um löndum, og þeir hafa held- ur ekki getað framleitt heima svo nokkru nemi. Kol hafa þeir þó fengið nægjanleg frá Þýzka- landi þar til nú fyrir nokkrum mánuðum. Olíuskip hafa nokkur komið frá Ameríku. Svíar hafa tekið UPP á því að vinna olíu úr olíubornum leirsteini (Skif- fer), en sú framleiðsla er dýr og mun ekki svara kostnaði á frið- artímum. Mest af þessari nýju o.líuframleiðslu fer til þarfa sgenska hersins. En það eru skógarpir, sem hafa bjargað. Það er margt, sem búið er til úr skógi í Sviþjóð. Viðarkolafram- leiðslu hefir fleygt mjög fram á styrjaldartímunum og ganga nú allir bílar, smáir og stórir, fyrir viðarkolum. Það gekk hálfiiia fyrst að breyta til; vél- árnar gengu ekkj vel, en nú er þetta komið i lag og menn kunna vel við viðarkolabílana. Rafmagnsframleiðsla hefir auk- izt mikið á styrjaldarárunum og ganga nú næstum allar járn- brautir landsins fyrir rafmagni. — Hafa Svíar miklar land- varnir? — Já, Svíar hafa mikinn her- búnað og geisi mikinn her, enda leggja þeir mikla stund á að æfa hann vel, og búa hann hergögn- um. Ber skólalíf æðri skólanna þess glögg merki, að herbúnaður er mikill í landinu. Einkum kemur það vel í Ijós í háskól- unum, því að þar er nú lítið um pilta, en nemendur aðallega stúlkur. Allflestir hinna yngri manna eru meira eða minna í herþjónustu. Landvarnírnar eru þung byrði á þjóðinni, en Svíar vilja allt til vinna, til að vernda hlutleysið. Frh. á 8. síðu. Tvö mcgincínkcniií seinasta þín^s: Meíri íjársóun -meíra aðgerðarleysi í nýsköpunarmálum en nokkru sinni íyr EISEMOWER Yi miIERSirÖFDIXGI Mynd þessi af Eisenhower yfirhershöfðingja herafla Bandamanna á vestur- vígstöðvunum. Frœgð hans sem herstjórnanda hefir stöðugt farið vaxandi, þótt'hann yrði Jyrir nokkurri gagnryni meðan sókn Rundstedt stóð yfir l vetur. M. a. var hann þá kallaður „Þjóðverjinn Eisenhower" í Þjóð- viljanum, en hann er af þýzkum cettum! Hin sigursœla sókn Banda- manna að undanförnu hefir bezt sýnt, að gagnrýnin sem hann hlaut í vetur, var ástœðulaus. Kommúnistar afneita stefnu sínnií stríðsyiirlýsíngamálinu Stjórnm reynfr að Iijálpa þcfm með að tlraga að skýra frá lokuðu þfngfundunum Það er nú upplýst orðið, að stjórnin hafi fengið heimild þings- ins til að segja frá tillögum þeim í stríðsyfirlýsingamálinu, sem komu fram á hinum lokuðu þingfundum. Er þetta upplýst í öðru höfuð-stjórnarblaðinu, Þjóðviljanum, í gær.Með því að veita þessa heimild hefir þingið vissulega ætlazt til, að þessi greinar- gerð yrði birt sem allra fyrst. Það hlýtur því að vekja fyllstu furðu, að stjórnin skuli enn ekkert hafa birt þjóðinni um þetta mál. Bæðí kommúnístar og stórgróðavaldíð telja hrun og atvínnuleysi veita sér bezt starfsskilyrði í lokabaráttunni Starfstíma þings þess, sem nú er lokið, má skipta í tvo aðal- þætti. Fyrri hluti þingsins, sem stóð frá 10. jan. — 11. marz og 10. júní — 20. júní 1944, var svo að segja eingöngu helgaður lýð- veldis^stofnuninni og má óhætt segja, að hann verði þinginu alltaf til mikils sóma. Síðari hluti þingsins, sem stóð frá 2. sept. 1944 — 3. marz 1945, var hins vegar helgaður venjulegum þingstörfum. Hver, sem lítur yfir störf þess þinghluta, mun vissulega kom- ast að raun um, að tvennt einkenni hann sérstaklega: Meiri fjáreyðsla en áður er dæmi fyrir og meira aðgerðaleysi í öllu því, sem að framförum og umbótum lýtur, en nokkuru slnni hefir áður þekkst í allri þingsögunni. Þetta eru tvö höfuðeinkenni, sem stjórnin og stefna hennar Þetta seinlætj stjórnarinnar skýrist þó vel, þegar lesin er for- ustugrein Þjóðviljans í gær. Þar er farið hinum verstu orðum um alla þá, er dregið hafa réttar á- lyktanir af ummælum Þjóðvilj- ans um afstöðu Sósialistaf-lokks- ins til þessa máls og það sögð helber lygi, að flokkurinn hafi viljað koma þjóðinni í styrjöld! Flokksforingjarnir eru þannig bersýnilega orðnir hræddir við fyrri afstöðu sína og ætla, því að afneita henni. í trausti þess að þet^, mál fyrnist, hafa þejr f,eng- ið meöráðherra sína til að frestá birtingu umræddrar gpeinargerð ar, svo að tillögur þeirra í mál- inu veki minni athygli, þegar þær loksins sjá dagsins ljós. En kommúnistum mun ekki verða að óskum sínum. Almenn- ingur hefir þegar getað mark- að afstöðu flokksins af ummæl- um Þjóðviljans. Hann hefir þar (Þjóðviljinn 28. febr.) séð, að flokkurinn hefir talið þjóðina verða að færa „fórn“ til að verða þátttakandi í alþjóðasam- starfi, eins og fórnir hennar í þeim efnum væru ekki þegar nægar orðnar. Hann hefir þar (Þjóðviljinn 28. febr.) séð, að flokkurinn hefir talið hina hlægilegu stríðsyfirlýsingu Sýr- lendinga merki um „stjórn- málaþroska“! Og hann hefir þar (Þjóðviljinn 4. marz) séð, að flokkurinn .telur „Alþingi hafa mistekizt í þessu máli“, og getur þar ekki verið átt við annað en að þingið vildi ekki láta þjóðina gerast stríðsaðila. Öll þessi ummæli Þjóðviljans sýna að Sósíalistaflokkurinn vildi láta íslendinga gerast. stríðsaðila með einum eða öðr- um .hætti. Fleiri aðferðir gátu þar komið *til greina en bein stríðsyfirlýsing. Tíminn er líka fullviss um það, að þetta mun fullkomlega sannast, er greinar- gerð um lokuðu þingfundina verður birt og þáð er vegna þess og vegna þess eins, sem hún hef- ir ekki verið gerð opinber. Tíminn vill svo enn einu sinn: endurnýja þá áskorun sína a?' greinargerð um lokuðu þing- fundina og aðrar aðgeröi) stjónjþrvaldanna í þessu mál verði birt tafarlaust'. Ráðherra' Sjálfstæðisflokksins og Alþýðu flokksins verða að hætta a; veita svikurunum aðstoð til a: hilma yfir misgerðir sína’ Leyndin í þessu máli má ekl lengur vera skálkaskjól hinn erlendu flugumanna, svo að þeJ geti kallað sannleikann lygi o rógborið og niðurnítt þá, sei rétt mál hafa að flytja. hefir sett á þinghaldið. Aðgerðaleyslð í ný- « sköpunarmálnnum. Það vantar ekki, að mörg laga- frumvörp og þingsályktanir hafi verið samþykkt á þessum síðara hluta þingsins. Lögin munu vera um 90 og þingsályktanírnar yfir 50. En flest öll þessi lög eiga sammerkt um það að vera nauðaómerkilegar smábreyting- ar á eldri lögum og marka engin spor í framfarabaráttu lands- manna. Þegar undan eru skilin nokkur mál, sem Framsóknar- menn höfðu undirbúið og beitt sér fyrir, eins og lögin um rækt- unar- og byggingarsamþykktir, lögin um skipakaup ríkisins (Sviþjóðarbátarnir), lögin um búnaðarmálasjóð, lögin urn flugvelli og lendingarstaði, þingsályktunin um búfjár- sjúkdómarannsóknarstöðin á Keldum, þingsályktunin um póstmálin, þingsályktunin um brú á Jökulsá á Fjöllum hjá Grimsstöðum og ákvörðunin um endurbyggingu Ölfusárbrúar, þá má hiklaust segja, að þing þetta hafi ekkert mál afgreitt, er marki nokkur spor í framfara- sókn landsmanna. Að tilhlutun stjórnarflokkanna hefir ekkert þýðingarmikið framfaramál at- vinnuveganna verið samþykkt, því að vart vérður hægt að telja lögin um nýbyggingarráð til slíkra mála, enda líka upp- lýst af kommúnistum í bæjar- stjórn Reykjavíkur, að hlutverk þessa ráðs sé að láta athugun koma í stað athafna. Því fer þó fjarri, að það eitt einkenni þingstörfin, hve ó- venjulega lítið hefir verið sam- þykkt af raunhæfum umbóta- málum. Hitt er ekki síður eín- kennandi, hveN óvenjulefea mörg umbótámál hafa verið felld eða svæfð með einhverjum hætti 5>ar má t. d. nefna raforkumála- frv., áburðarverksmiðjufrv., ’arðræktarlagafrv., framlag til landnáms ríkisins, kaup á nýju trandferðaskipi, fjölgun hús- næðraskóla og önnur slík um lótamál, er Framsóknarmenn ieittu sér fyrir, en stjórnar- innar felldu eða eyðilögðu með 'inum eða öðrum hætti. Þetta er heldur ekki að undra. iú eyðslustefna í fjármálum, r stjórnin hafði tekið sér fyrir endur að framfylgja og ber m. . ávöxt sinn í nýju launalög- num og kauphækkunum um llt land, eyddi mestöllum arfstíma hennar í samkomu- igsumleitanir um auknar ^kattaálögur og útilokaði jafn- framt aukin framlög til nýrra framkVæmda. Fjármálaráð- herrann talaði því af fullri reynslu, þegar hann sagði í þinglokin, að sýrit væri, að engin veruleg nýsköpun gæti átt sér stað, nema breytt yrði um fjármálastefnu. Vorxliin öfga- maimaima. Það mætti sannarlega mikið vera, ef þjóðin eftir þessa reynslu af fyrsta þinghaldl núv. ríkisstjórnar, reyndi ekki að gera sér þess grein, Mvers vegna hefði verið afgreitt minna frá þinginu af raunhæfum umbóta- og nýsköpunarmálum en nokk- uru sinni fyrr, þrátt fyrir öll hin glæsilegu nýsköpunarloforð stjórnarinnar og þrátt íyrir betrí fjárhagsaðstöðu til stór- framkvæmda en nokkuru sinni fyrr. Til þess að komast að raun um þetta, þurfa menn að hafa i huga, hvaða aðilar það eru, sem aðallega standa að stjórninni. Það er Kveldúlfsklíka Sjálf- stæðisflokksins og Moskvudeild Sósíalistaflokksins. Hvorugur þessara aðila hefir minnsta á- huga fyrir nýsköpun atvinnu- lifsins, þótt þeim þyki hyggi- legt að mæla svo í eyru almenn- ings. Hagsmunir Kveldúlfsklík- unnar eru, að jgeta skreytt sig með stjórnarforustunni og tryggt stórgróðamönnum hlunn- indi. Hagsmunir kommúnista eru, að eyðslan og dýrtíðin vaxi áfram og aukið öngþveiti skapi jarðveg fyrir byltingu. Á þess- um grundvelli hafa þessir aðilar mætzt og samið. Hið nýlokna þing, er góð sönnun um þessa verzlun. Það, sem stríðsgróðamennirnir hafa fengið í sinn hlut, er eftirfar- andi: Ólafur Thors er forsætis- áðherra, mesta stórgróðafélag- ið, Eimskip, hefir fengið fullt skattfrelsi, Kveldúlfur og önnur stórgróðafyrirtæki eru undan- þegin tekjuskattsviðaukanum (Framhald á 8. siðu) I DAG birtist á 3. síðu grein eftir Björn Haraldsson, bónda í Austurgörðum, hugleiðing- ar um launakjör og fram- leiðslustörf. Neðanmáls á 3., 4. og 5. síðu birtist grein eftir Guð- mund Gíslason Hagalín rithöfund um Davíð Stef- ánsson frá Fagraskógi og | skáldskap hans.

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.