Tíminn - 09.03.1945, Side 7

Tíminn - 09.03.1945, Side 7
19. blað 7 TtMBVN, föstadagiim 9. marz 1945 Allirsammála Aðalblað stjórnarinnar segir í morgun, að um viðkvæmt ut- anríkismál, sem mikið hefir ver- ið rætt um undanfarið meðal almennings, á þingfundum og í stjórn, hafi raunar allir -verið sammála. En eru þetta hinar raunverulegu staðreyndir? Þess er ekki að dyljast, að almannarómur segir annað. Um það er rætt, að hörð átök hafi orðið á Alþingi íslendinga um, hvort þeir ættu að fara í stríð- ið. Og það er rætt um að mjög hógvær tillaga, en ákveðin um að íslendingar færu ekki í styrj - öldina, hafi verið felld. En aft- ur samþykkt önnur loðin, sem teygja mætti svipað og blautt skinn og fengi gerólíkan svip eftir því í hvern skankan væri togað. En þetta fór allt fram fyrir luktum dyrum. Og öllu haldið leyndu fyrir almenningi. En því er þessi leynd? Því þolir þetta ekki dagsins ljós? Varðar þjóðina nokkurt mál meira en það, hvort hún á að gerast styrjaldaraðili? Eigum vér íslendingar að fara að taka þátt í einhverjum leynisamn- ingum? Hafa þeir gefizt svo vel úti í löndum, að ástæða sé fyrir oss að taka þá til fyrirmyndar? Það er ágætt, ef það er rétt, sem stjórnarblaðið segir í morg- un, að allir hafi verið sammála. En það fylgir engin sannfæring- arkraftur 'þessum ummælum. Og þau hafa sorglega lítið gildi nema tjaldinu sé svipt frá, og alþjóð sé gert ljóst, hvað hefir verið og er að gerast í þessu máli. Um eitt geta allir verið sam- mála: að heimta öll gögn fram í dagsbirtuna. Hér í lýðfrjálsu landi á ekkert að aðhafast, sem alþjóð má ekki vita. Allt tal um viðkvæm utanríkismál og þess háttar er fyrirsláttur einn, framborinn til að friða vonda samvizku. Einhuga þjóð um grundvallaratriði mannréttinda sinna, að lifa frjáls í þessu áf- skekta landi, án íhlutunar frá stórum þjóðum, er hið mikla vald, sem allir flokkar og for- ingjar verða að lúta. Hér er enginn réttur til að dylja þjóðina og loka að sér þegar rætt er um hvort æsku- menn þessa lands eigi að taka vopn í hönd og drepa aðra menn og smána stjórnarskrá lýðveldis- ins, sem kveður á um ævarandi hlutleysi vort. Það eru allir sammála um að ■ krefjast undandráttarlausrar og j fullkominnar greinargerðar um þetta mál. 4. marz 1944 B. G. Víðavangshlaiip í. R. sem fyrst fór fram á sumardag- inn fyrsta árið 1916, verður háð í 30. sinni næstkomandi' 1. sumardag. í tilefni af því þarf ég — sem fyrst — vegna skrásetningar I sambandi við sögu hlaupsins, að fá vitneskju um núverandi heimili (og helzt líka stöðu eða starf) allra þeirra manna, sem á liðnum árum hafa tekið þátt í hlaupi þessu sem keppendur og starfsmenn. En ég veit aðeins um lítinn hluta af þeim 350— 360 manns, sem þannig hafa komið við sögu þessara 29 víða- vangshlaupa. Því bið ég hér með sérhvern þann, sem þetta sér og er í þess- Herstjórnin pakk' ar íslendingum Pyrir nokkru hrapaði herflug- vél til jarðar skarrimt frá Borg- arnesi áji þess þó að miklar skemmdir yrðu á vélinni. Flug- maðurinn komst af og var fluttur í sjúkrahús í Borgar- nesi. Bóndi nokkur er séð hafði flugvélina nauðlenda á send- inni strönd skammt frá Álfta- nesi á Mýrum, sendi strax til- kynningu um það til Borgar- ness. Frá Selfossi sáu menn nýlega flugvél hrapa í sjóinn og til- kynntu það þegar sýslumann- inum, er aftur tilkynnti það herstjórninni. Þótt flugvél þessi hafi farizt með allri áhöfn kom það sér vel fyrir herstjórn- ina að fá vitneskju um atburð- inn svona fljótt, því að rúmum fimmtán mínútum liðnum var önnur flugvél komin á stað- inn til þess að bjarga ef um björgunarmöguleika hefði ver- ið að ræða og herstjórnin fékk vitneskju um afdrif flugvélar- innar. Yfirmenn hersins róma mjög hvað íslendingar eru fljótir að veita aðstoð sína í slíkum til- fellum og hér hafa verið nefnd. Nýlega hefir utanríkisráðu- neytinu borizt bréf frá sendi- herra Breta á íslandi þar sem hann f. h. foringja flugliðs Breta hér á landi þakkar ómet- anlega aðstoð, sem íslendingar sýndu í sambandi yið slys, er varð þegar ein af flugvélum Breta hrapaði nálægt Vífilfelli hinn 6. febr. s. 1. Áhöfn vélar- innar voru 3 ijienn. Einn þeirra slasaðist svo, "að það varð að skilja hann eftir á slysstaðnum, hinir tveir lögðu af stað til þess að leita hjálpar og komu eftir 7 ‘ klukkustundir að útvarps- stöðinni við Vatnsenda. Björg- unarsveit skipuð íslendingum tókst að finna særða manninn og fiytja hann á spítala í Rvík. Eftirtaldir íslendingar veittu mikilsverða aðstoð við björgun hins særða' flugmanns: Yfir- maður Vatnsendastöðvarinnf,r Guðbjartur Heiðdal, Þórarinn Björnsson, Guðmundur Ófeigs- son, Guðsteinn Sigurgeirsson, Ska'rphéðinn Jóhannsson, -Egill Kristbjörnsson og Hjörtur Ól- afsson. BifreiðarsUjóri, Þórður að nafni, en ekki er kunnugt um föðurnafn hans. Ennfremur' sýndi lögreglu- stjórinn í Reykjavík mikla hjálpsemi. Sjóhrakníngar á • Grímseyjarsuudi (Framliald af 5. siðu) og öldufall. En langsótt varð þeim inn fjörðinn.. Klukkan níu um kvöldið stigu þeir loks á land á Oddeyrarbryggju. Var það á orði haft, hvað vel þeir hefðu borizt af eftir slíka mannraun. En bátur þeirra var ósjófær tal- inn, og hafði hann þó verið hið bezta skip, þótt litill væri. um hóp, og veit sig ekki svo þjóðkunnan, að ugglaust sé að ég viti þetta um hagi hans, að gera svo vel að senda mér þess- ar fyrnefndu upplýsingar um sig; Ég veit hins vegar hvenær hann hefir keppt og fyrir hvaða félag, eða verið starfsmaður. Reykjavík, 11. febr. 1945. Steindór Björnsson, Sölfhólsgötu 10. Davíð Stefánsson (Framhald af 5. síðu) hefir Davíð Stefánsson skrifað merkilega skáldsögu, Sólon Is- landus, þar sem hann ræðst á eitt af því, sem hann fyrirlítur mest í fari manna, tilhneiging- una til að smeygja sér fram hjá skyldunum undir yfirskini þess, að þeir séu upp úr því vaxnir að sinna slíkum kvöðum, gáfur þeirra of verðmætar til þess að þeir geti lagt sig niður við því- lík verkefni — og að aðrir menn séu einungis glópaldar, sem ekkert mark sé á takandi. Davíð hefir einnig skrifað merkileg leikrit, er á þvi sviði skáldskap- arins svo að segja einn um hit- una hjá oss íslendingum, og á öllum þeim brautum listarinn- ar, sem hann hefir á annað borð lagt leið sina eftir, hefir hann komizt gegnum klungur tómlætis og tortryggni inn að hjartarótum þjóðarinnar ís- lenzku. Ef til vill á hann eftir að vihna þau afrek, einmitt á sviði leikritagerðar, að leggja grundvöllinn að verulegri blómgun þeirrar bókmennta- greinar á landi hér. En ennþá sem komið er, er hann merkileg- astur fyrir þetta: Á þeim tímum, sem æskulýð- ur íslands — minnsta kosti við sjávarsíðuna — var að gerast fráhverfur lestri ljóða, kom Da- víð Stefánsson fram á sviðið og mælti fram ljóðmál, er hrifu hvei-n hug og hvert hjarta, og frá ljóðum hans hefir síðan um | aldarfjórðung legið leiö hinna I ungu til unaðslanda annarra ís- | lenzkra ljóðskálda. Þá hefir hann með fordæmi sínu haft mikil og mikilvæg bein og ó- böin áhrif á íslenzka ljóðlist, sem leitt hafa af sér nýja blómgun hennar og aukin skil- yrði til áheyrnar hjá þjóðinni. Loks hefir hann fremur nokkru öðru núlifandi skáldi vakið hrifni og gleði í brjósti flestra einstaklinga þjóðarinn- ar, þeirra, sem heyrandi heyra og sjáandi sjá. Þakkarskuldin við Davíð er mér mjög svo ljós, og því hefir mér sannarlega orðið beinlínis brátt í skapi, þegar ég hefi orð- ið að horfa upp á það, að smá- skítleg mannpeð, haldin ólækn- andi andlegri ófrjósemi, hafa reynt að vekja athygli á sinni aumkunarlegu óveru með þvi að setja sig í læriföðurlegar stellingar gagnvart þessu ágæta þjóðskáldi. Mætti íslenzka þjóðin unna og þakka skáldinu Davíð Stefáns- syni frá Fggraskógi framvegis eins og hingað til af sem heil- ustum hug, því að meðan hún sýnir slfk heilindi og slíkan manndóm á einu sviði, þá er hún heidur ekki heillum horfin á öðrum. Um Davið Stefánsson sem mann og hollvin mætti margt segja, en hann er — í sem stytztu máli sagt — eins og hann, kemur fram í Ijóðum sínum: heitur, heill og traustur i gleði og hrifni og í réttlátri reiði, — er viðkvæmt karlmenni og drengur hinn bezti. ísafirði, í febrúar 1945. Guðm. Gíslason Hagalín. Lelðrétting. í næstsíðasta tbl. misprentað- ist eitt orð í síðustu vísu í „Stjórnarstökum" á 2. síðu blaðsins. Rétt er vísan svona: Stjórnar-flaustið festulaust fram úr nausti skríður, hlýðir austan ofsaraust. Undir haustið líður. Happdrætti ' Háskóla Islands Dregið vertíur í 1. flohki á morgun. ' Vinningar samtals 2.100.000,00 hrónur. Heilmiðar eru gersamlega þrotnir. Hálfmiðar einnig gengnir til þurrðar í Reghjavíh. (Nokkrír kálimiðar iást þó á Lauiásveg 61) Horfur eru á, að fjjórðungsmiðar seljist upp. Flgtið gður að ná í miða í taeha tíð. i ♦ KyimiÖ yðuir ákvæðin um skattfrelsi viniiin^ anna. A víðavangi (Framhald af 2. síðu) herra, sem hefði komizt að.slíkri niðurstöðu, hefði annað hvort sagt tafarlaust af sér .eða knúð fram stefnubreytingu tafar- laust. En Pétur Magnússon gerir hvorugt af þessu, heldur situr aðgerðalaus í ráðherrastólnum. Hann meira að segja beitti sér á móti því, að þingið yrði kall- að saman í vor, eins og Fram- sóknarmenn lögðu Ml, svo að ekki yrði lengur dregið að hefj- ast handa um stefnubreyting- una. Það eina, sem Pétur gerir er að reyna að þvo hendur sínar með því að segja, áð það sé ekki honum að kenna, þótt stef^an sé röng og henni sé' fylgt, þvi að allt sé þetta arfur ; frá fyrrverandi ríkisstjórn! Það væri því eigi undarlegt, þótt mönnum kæmi til hugar, að hér væri íslendingum fæddur nýr Pílatus. Hver er fjármálastefna stjórnarinnar? Nokkuð hefir borið á því, að menn spyrðu um, hver væri eig- inlega fjármálastefna núverandi ríkisstjórnar. Fjármálaráðherra og íhaldsblöðin segja, að fjár- málastefnan, sem' nú sé fylgt, sé ekki fjármálastefna stjórnar- innar, heldur stefna fyrrv. stjórnar. Hver er þá fjármála- stefna núv. stjórnar? Hefir hún alls enga stefnu í fjár- málum? Það væri fróðlegt, ef stjórnar- blöðin vildu svara þessu.- Fylgízt med Allir, sem fylgjast vilja með almennum málum, verða að lesa Tímann. Fnnd heldur Framsóknarfélag Reykjavíkur þriðju- daginn 13. þ. m. í Kaupþingssalnum kl. 8V2 siðdegis. FUNDAEEFNI: Afgreiðsla mála á síðasta Alþingi. Framsögumenn: EYSTEINN JÓNSSON og HERMANN JÓNASSON stjOuima. Góð bújörð » til löln Jörðin Litlihvammur í Vestur-Húnavatnssýslu fæst; til kaups og ábuðar strax á næsta vori. *. Jörðin liggur í miðri sveit. Töðufall um 200 hestburðir. Jörðin er einhver bezta útbeitarjörð sveitarinnar. Lax- j veiðiréttindi. Bílvegur. íbúðarhús byggt af timbri, járn- ( varið. Tilboð sendist fyrir 30. þessa mánaðar til undirritaðs, sem j gefur nánari upplýsingar. — Réttur áskilinn til að taka hvaða tilboði sem er eða hafna öllum. Benedikt Kr. Líndal j Landssímastöð: „Efri-Núpur“. j l T I M IIV ]\ er vfðlesnasta auglýsingablaðið! Kátir voru karlar u^/'B Leffi Iieitir brögðum. ™ (/****^ Leppur og Skreppur blístra hástöfum. Frú Vamban: Heyrið þið, óþekktarormar! Snáfiði inn að læra og látið langlegg- inn eiga sig! — Leifi langi: Hæ, hó! mamma mín! — Frú V.: Karlskrattinn! Leifi blístrar fyrir utan.

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.