Tíminn - 23.03.1945, Blaðsíða 2

Tíminn - 23.03.1945, Blaðsíða 2
2 'ílMM, föstndaginn 23. marz 1945 23. blað FiistuduMfur 23. marz Búnaðarþingid Búnaðarþingsins, er lauk um helgina, mun jafnan minnst sem merkilegs áfanga í sam- takasögu bændanna. Ber margt til þess, að svo muni verða. Samþykktir þær, sem þingið gerði í öllum helztu málunum, voru flestar afgreiddar næst- um einróma. Minni flokkarígs og meiri samheldni um hags- munamál landbúnaðarins gætti þannig í störfum Búnaðarþings en oftast áður. Samþykktir þessar mörkuðu ákveðna umbótastefnu í mál- um landbúnaðarins. í jarðrækt- arlagamálinu, áburðarverk- smiðjumálinu og raforkumál- inu lýsti þingið fullum stuðn- ingi við frv. þau, er lögð höfðu verið fyrir Alþingi, en stjórnar- sinnar höfðu stungið undir stól. Mun afstaða Búnaðarþings þannig herða baráttu bænda fyrir framgangi þessara mála. Jafnframt gerði Búnaðarþing ályktahir um mörg fleiri fram- faramál, og ýtti þannig eftir framgangi þeirra. Þá undirbjó þ^ð tillögur um skipulagningu landbúnaðarframleiðslunnar, er sendar verða Búnaðarsambönd- um til umsagnar. Er þar á ferð- inni eitt stærsta og vándasam- asta mál landbúnaðarins, sem bændur þurfa að íhuga vel áð- ur en í framkvæmdir er ráðist. Sú samþykkt Búnaðarþings, sem örlagaríkust getur þó orðið, er samþykkt þess í verðlagsmál- unum. Þar lýsti þingið þeirri skoðun sinni, að samkomulag sex-manna-nefndarinnar væri eðlilegur grundvöllur fyrir verð- lagningu landbúnaðarvara í framtíðinni og þótt bændur hefðu einu sinni veitt eftirgjöf í þeim efnum, myndu þeir ekki gera það einii; aftur, þar sem þessu fordæmi þeirra hafði engu verið sinnt af öðrum stétt- um. Til þess að fylgja þessu máli eftir og gæta jafnréttis bænda við aðrar stéttir, ákvað Búnað- arþing að koma aftur saman í september, eða áður en núv. dýrtíðarráðstafanir falla niður. Það er ekki síst með þessari samþykkt sinni í verðlagsmál- unum, er Búnaðarþingið hefir gerzt oddviti bænda á þessu sviði. Bændur hefir vantað slík- an oddvita, en þróunin hefir alltaf meira og meira beinzt í þá átt, að Búnaðárþingið og búnaðarsamtökin tækjust þetta hlutverk á hendur. Alþingi og ríkisstjórn hafa líka á undan- förnum árum talið þau slíkan aðila, enda er það eðlilegt, þar sem hér er um öflugustu og fjölmennustu heildarsamtök bænda a*ð ræða. Þótt bændum sé vissulega mikilsverð samheldni sú og stefnufesta, er einkenndu störf seinasta Búnaðarþings, mun á- nægjan að sama skapi verða minni meðal andstæðinga þeirra. Þeir munu herða róður- inn til að rjúfa hina vaxandi samheldni og samtök bænd- anna. Kommúnistar hafa und- anfarið reynt að efna til „bændaráðstefna“ með fulltrú- um frá einstökum búnaðarfé- lögum, en „ráðstefnur" þeirra starfa vitanlega í þeirra anda. Þessari sundrungarstarfsemi munu þeir halda áfram. Róg- ur Morgunblaðsins og ísafoldar um Búnaðarþing mun og vafa- laust halda áfram. Bændur verða að vera vel á verði gegn öllum slíkum klofningstilraun- um. Þvl aðeins geta þeir vænzt sæmilegs árangurs, að þeir standi sem órofnust heild um sameiginleg hagsmunamál sín og veiti engum fangs á því að veikja heildarsamtökin. A yztu nöf Stjórnarblöðin látast vera í sjöunda himni þessa dagana. Tilefnið eru samningar þeir, sem gerðir hafa verið við Breta um fisksöluna á þessu ári. Þarna sjáið þið, segja þau, hvort við höfðum ekki rétt fyrir okkur og hvort fjármálastefna okkar er ekki rétt. Þarna getið þið líka séð, hvort Framsóknarmenn Á víðavangi Bitlingar kommúnista. í blaðinu Skutli var því haldið fram síðastl. haust, að ein | ástæðan til þess, að kommún- j istar gerðust þátttakendur i! stjórnarsamvinnunni, myndi vera löngun forráðamanna þeirra í bein og bitlinga og þörf, flokksins fyrir að fá þannig aukin fjárráð til starfsemi sinnar. Reynslan virðist hafa full- komlega staðfest þessa ályktun Skutuls. Sá forsprakki komm- únista er nú ekki finnanlegur, sem ekki er meira og minna hlaðinn beinum og bitlingum. Brynjólfur og Áki hafa fengið ráðherraembætti, Einar Olgeirs- son sæti í nýbyggingaráði og útvarpsráði, Sigfús Sigurhjart- arson sæti í tryggingaráði og sjúkrasamlagsstjórn, Kristinn Andrésson sæti í menntamála- ráði, Lúðvík Jósefsson sæti í Fiskimálanefnd og samninga- nefnd utanríkisviðskipta, Þór- oddur Guðmundsson sæti í stjórn síldarverksmiðjanna, Sig- urður Thorlacius í stjórn ríkis- útgáfunefndar skólabóka, Stein- þór Guðmundsson sæti í sömu nefnd, Haukur Helgason sæti í Viðskiptaráði, Sigurður Thor- oddsen bitling við vatnsveitu- athuganir og Eríing Ellingsen f lugmálast j óraembættið. Hér hefir þó ekki verið talið nema lítið eitt. Þessi mikla bitlingasýki, er virðist hafa altekið kommún- istáforingjana, stingur vissulega nokkuð mikið í stúf við skrif þeirra og ræðuhöld um slík mál áður fyrr. En hún er þó ekki nema eitt af mörgu, sem liðs- menn þeirra hafa að undrast yfir, þegar þeir bera saman orð þeirra og efndir. Kommúnistar og „Landsbankaklíkan". Kommúnistar hafa mjög áfellzt það, hve samninganefnd- ir, er sendar hafa verið til út- landa, hafi verið illa skipaðar. Einkum hafa þeir áfellzt mjög, að menn úr Landsbankanum værú valdir til sendiferða. Þetta átti líka að breytast, þegar þeir kæmu til valda og því var sett svohljóðandi ákvæði í stjórnar- sáttmálann (plötuna), er gerður var síðastl. haust: „Samninganefndir _verffi svo skipaðar, aff stéttum þeim, sem mest eiga í húfi, verffi tryggt, að hagsmunum þeirra sé vel gætt.“ Samkvæmt þessum ákvæðum stjórnarsáttmálans og fyrri skrifum kommúnista, mátti því búast við nýju og miklu mann- vali í fyrstu samninganefndinni, er sjávarútvegsmálaráðherra þeirra sendi til útlanda. Þar hefði mátt búast við dánumönn- um eins og Lúðvík Jósefssyni, Hermanni Guðmundssyni, Sig- urði Guðnasyni og Kristjáni Ey- fjörð. En hvernig, sem á því stóð, var þó enginn slíku-r maður valinn til ferðarinnar, heldur var enn einu sinni leitað til „Landsbankaklíkunnar“ Magn- úsar Sigurðssonar, Jóns Árna- sonar og Richards Thors. Og það virðist síður en svo hafa gefizt kommúnistum illa, að treysta Landsbankaklíkunni þannig betur en sjálfum sér, því að öll stjórnarblöðin ráða sér ekki fyrir fögnuði yfir þeim hagstæða samningi, er þessir menn hafa náð) því að bersýni- lega hafa þau ekki búist við neinu góðu! En hinu er ekki að neita, að fyrri skrif kommúnista um ó- heppilega samningamenn og hættuna, sem þjóðinni stafar af Landsbankaklíkunni, hefir hér verið fullkomlega afsönnuð og það af kommúnistum sjálfum. Mbl. vísaff til rétts affila. Morgunblaðið beinir ■ þeirri fyrirspurn til Tímans, hverjum það ætti að vera ávinningur að vera með spádóma um lækkun fiskverðsins. Tímanum þykir rétt að vísa Mbl. i þessu sambandi til Ólafs Thors, enda er það vanast að fara þangað í smiðju. Ólafur hefir spáð meiri verðlækkun á höfðu ekki rangt fyrir sér, þegar þeir voru að heimta stöðvun og jafnvel niðurfærzlu í kaup- gjalds- og verðlagsmálum. - Þessi fagnaðarlæti stjórnar- blaðanna missa þó fljótt ljóma sinn', þegar þess er gætt, að þau eru byggð á þeim falsrökum, að Framsóknarmenn hafi reist kröfu sína um stöðvun og niður- færzlu eingöngu á þvi, að bú- ast mætti við verðlækkun strax á þessu ári. Framsóknarmenn héldu því fram, að þrátt fyrir óbreytt verðlag enn um stund, yrði óhjákvæmilegt að breyta um fjármálastefnu og byrja að klifa niður dýrtíðarstigann, ef afkoma atvinnuveganna ætti ekki að versna og eitthvað ætti að verða úr nýsköpuninni, er þeir þarfnast svo nauðsynlega. Stjórnarflokkarnir héldu þvi hins vegar fram, að ekkert gerði til, þótt dýrtíðin og kaupgjaldið héldu enn áfram að hækka. Samkvæmt því hafa þeir líka stjórnað. Þegar litið er á reynsluna í þessum efnum, þurfa Fram- sóknarmenn síður en svo að bera nokkprn kinfiroða vegna stefnu sinnar. Allt það, sem þeir hafa um þessi mál sagt, hefir reynslan staðfest. Þrátt fyrir óbreytt stríðsverð á fisk- inum, verður að greiða 25—30 milj. kr. úr ríkissjóði til vísitölu- lækkunar, því að sjávarútveg- urinn þolir ekki hækkun á henni. Fjár til þess að standa undir þessum greiðslum og annarri útþennslu af völdum dýrtíðar- innar verður ríkið að afla með þeirri mestu skattpíningu, er sögur herma hér á landi. Sízt meira ríkisfé er þó varið til ný- sköpunar en áður hefir tíðkazt. Afleiðing hinna auknu skatta og kauphækkana, er leitt hafa af stefnu stjórnarinnar, eru stórum rírðar tekjur atvinrm- fyrirtækjanna, svo að framlag þeirra til nýsköpunar verður miklu minna en ella. Þannig búa atvinnuvegirnir við. versnandi afkomu og ný- sköpunin er stöðvuð, þrátt fyrir óbreytt afurðaverð. Launþeg- arnir græða ekkert, því að hækkanirnar, sem þeir fá, fara aftur í aukna dýrtíð og skatta. Hins vegar er það óbrigðult lög- mál hækkananna, að þær koma af stað hækkunum á öðrum sviðum og þannig heldur dýrtíð- in áfram að vaxa. Fyrr en síðar mun því stöðvun atvinnuveg- anna verða endalok þessarar stefnu, jafnvel þótt útflutnings- verðið haldist óbreytt. Stjórnarsinnar hafa þvi síð- ur en svo ástæðu til mikilla sig- urláta i sambandi við fjármála- stefnuna. Það munu þeir líka bezt .finna, þegar þeir eiga að koma saman fjárlögunum næsta haust. Fjármálaráðherrann hefir vissulega ekki sagt það að tilefnislausu að breyta verði um fjármálastefnu. Fögnuður stjórnarblaðanna yfir brezku samningunum nú eru líka ótví- ræð játning þeirra á því, að hefðum við orðið fyrir einhverju minnsta áfalli í þeim efnum, myndi núv. fjármálakerfi ekki hafa staðizt. Þá hefði stefna stjórnarandstæðinga sigrað, segja þau, þ. e. niðurfærslan orðið óhjákvæmileg. Þannig verða stjórnarsinnar sjálfir að játa það, mitt í fagnaðarlátun- um, að þjóðin sé komin á yztu nöf í fjárhagslegum efnum og ekkert megi út af bera. Þegar þess er gætt, að sjálfur stjórnarformaður núv. ríkis- stjórnar hefir spáð þvi, að fisk- verðið muni fljótlega eftir stríð- ið verða jafnvel y5 eða Vio af því, sem það er nú, mætti stjórn- arflokkunum verða ljóst, að þjóðinni verður ekki lengur stætt á þessari nöf, jafnvel þótt þeir loki augunum fyrir öðrum þáttum dýrtíðarinnar. Ef það er ekki ætlun þeirra að láta þjóð- ina falla fram af nöfinni, ættu þeir vissulega að nota seinustu mánuði stríðsverðsins til að búa þjóðina undir að mæta þeim erfiðleikum, sem hennar bíða, þegar spádómur forsætisráð- herrans rætist. fiski en nokkur maður annar. Hann hefir sagt, að vel gæti svo farið strax og aðrar þjóðir byrjuðu fiskveiðar aftur, að við fengjum ekki nema l/w af nú- verandi verði. Misheppnuff skrif. Það er næsta broslegt að sjá Mbl., þegar það er að reyna að sanna ábyrgðarleysi á Framsóknarmenn í fjármálun- um. Annað veifið skammar það þá fyrir að vilja ekki vera með veltuskattinum vegna útgjalda- tillagna frá þeim, sem voru felldar! Hitt veifið skammar það þá fyrir að vera ekki með veltuskattinum vegna útgjalda, sem stjórnarliðið samþykkti, en Framsóknarmenn voru á móti, t. d. launalaganna! • Vissulega hefðu Framsóknar- menn beitt sér fyrir að afla ríkinu tekna til að vega á móti útgjöldunum af jarðræktarlaga- frv., raforkumálafrv., áburðar- verksmiðjufrv. og öðrum um- bótatillögum þeirra, ef þær hefðu verið samþykktar. En enginn mun telja það ásökun- arvert, þótt þeir beittu sér ekki fyrir slíkri tekjuöflun eftir að búið var að fella þessi mál og hún því orðin ónauðsynlegri. Á sama hátt mun enginn lá Framsóknarmönnum, þótt þeir vildu ekki fallast á fáránlega telcjuöflun, vegna útgjalda, er þeir voru á móti. Mbl. mun vissulega ekki heppnast að stimpla Framsókn- armenn ábyrgðarlausa með þessum hætti. Þvi mun heldur ekki takast að leyna því, að Framsóknarmenn bentu á þá fjármálastefnu, er gert hefði neyðarskatta óþarfa og samt gert ríkinu fært að stórauka framlög til framfaramála. Þessi leið var stöðvun og hófleg nið- urfærsla verðlags og kaupgjalds. Stjórnarflokkarnír höfnuðu henni og af ótta við það er Mbl. nú með þessi misheppnuðu skrif um ábyrgðarleysi Framsóknar- manna. ERLENT YFIRLIT: De Gaulle og kommúnistar *Ver zlunarjöfnudurinn Mánuðina janúar og febrúar síðastl. voru fluttar til landsins vörur frá útlöndum fyrir 40,7 milj. kr. Á sama tíma nam verðmæti útfluttra vara 30,7 milj. Verzlunarjöfnuðurinn var því óhagstæður um 10 milj. kr. Af þeim löndum, er losnuðu undan oki Þjóðverja á síðastl. ári, hefir Frakkland sloppið bezt !við pólitíska óáran og up)plausn hingað til. Hins vegar virðast nú vera farin að sjást þess merki, að Frakkar geti fljótt lent í sömu aðstöðu og aðrar þjóðir í þessum efnum. Álit það og fylgi, sem de Gaulle aflaði sér á hernámstím- anum, er vafalaust meginorsök þess, hve vel Frakkar hafa kom- izt hjá pólitískri upplausn til þessg. Honum hefir því tekizt að sameina hin ólíku andstöðu- öfl gegn nazismanum'um stjórn sína. Hann hefir líka verið mjög laginn í því að vekja á nýjan leik þjóðerniskennd og stórveld- ishug Frakka og fengið þá þann- ig til að gleyma frekar erfið- leikunum inn á við. Kommúnistar hafa verið sá flokkur, er reynzt hefir de Gaulle- erfiðastur í samstarfinu. Við borð lá, að þeir færu úr stjórninni, þegar afvopnun skæruliðanna var ákveðin síð- astliðið haust. Þetta viðhorf þeirra breyttist þó, þegar de Gaulle fór til Moskvu og gerði vináttusáttmálann við Rússa. Jafnhliða munu kommúnistar I hafa fengið nýja „línu“ að aust- an, því að skömmu síðar lýsti Thorez, foringi þeirra, yfir því, að eftir að lögleg stjórn væri ■ komin á í landinu, kæmi ekki til mála, að starfandi væru i vopnaðar sveitir, sem ekki i heyrðu undir ríkisvaldið. j Þessi samvinna gekk svo all- jsæmilega, unz Kríínárfundurinn var haldinn í vetur. Flestir Frakkar væntu þess, að de Gaulle yrði boðið þangað. Þær vonir brugðust, og de Gaulle til- kynn>i þá, að Frakkar teldu þær ákvarðanir, sem þar yrðu gerð- ar, á engan hátt bindandi fyrir sig. Þegar ákvarðanir fundarins vori? birtar, lét stjórnin uppi talsverða gagnrýni á þeim. M. a. neitaði hún að gerast eitt þeirra ríkja, er byðu á San Francisco-ráðstefnuna, nema það yrði tekið fram í fundar- boðinu, að samþykktir þær um skipulag nýja^Þjóðabandalags- ins, er gerðar voru í Dumbarton Oaks og Jalta, yrðu á engan hátt bindandy^ fyrir ráðstefnuna. Þessu var hafnað og Frakkar tóku því ekki þátt 1 fundar- boðinu. Þegar hér var komið sögu, tóku kommúnistar mjög að ó- róast í stjórnarsamvinnunni. Þeir lýstu sig í einu og öllu fylgj- andi ákvörðunum Krímarfund- arins og fordæmdu því afstöðu frönsku stjórnarinnar harðlega. Einkum deildu þeir á stjórnina fyrir að hafa viljað breyta orða- lagi fundarboðsins, enda var vitanlegt, að Rússar lögðu á það megináherzlu, að ýmsum grund- vallaratriðum í tillögunum um skipulag nýja Þjóðabandalags- ins yrðu í engu breytt á San Francisco-ráðstefnunni, einkum þó þeim, er viðkömu atkvæðis- rétti stórveldanna. Frönskum kommúnistum fannst því stjórnin að vonum höggva nærri Rússum með framkomu sinni, enda höfðu þeir orð á því, að fransk-rússneska vináttu- sáttmálanum væri stefnt í hættu með þessari afstöðu stjórnar- innar. Hin breytta afstaða þeirra til de Gaulle kom mjög greinilega fram, er hann flutti ræðu í þing- inu til að lýsa stefnu stjórnar- innar í innanlandsmálunum. Kommúnistar hafa verið vanir að klappa mjög fyrir honum, en í þetta skipti klappaði aðeins einn þeirra og aðeins í eitt skipti. Segir „Manchester Gu- ardian“ frá þessu á þá leið, að þessi eini kommúnisti muni hafa áttað sig á því, að hann væri kominn út af „línunni“ og þvi séð sig fljótt um hönd! Rétt áður en de Gaulle flutti þessa ræðu, höfðu kommúnistar og jafnaðarmenn birt sameig- inlega stefnuyfirlýsingu varð- andi innanlandsmál. Var þar krafist þjóðnýtingar margra at- vinnuvega, en de Gaulle lýsti yfir því, að stjórnin myndi að- eins koma á ströngu ríkiseftir- liti, en ekki ráðast i verulega þjóðnýtingu. Kvað de Gaulle stjórnina ekki vilja ráðast í þjóðnýtingu, nema það yrði þá ákveðið af nýju, löglega kosnu þingi. í mörgum fleiri efnum var mikill ágreiningur milli stefnu stjórnarinnar og kom- múnista. Mörgum kom stefnu- yfirlýsing kommúnista á óvart, því að á síðastl. hausti höfðu jafnaðarmenn boðið kommún- istum, að flokkarnir skyldu birta sameiginlega yfirlýsingu, en því var þá hafnað af þeim og borið (Framliald á 8. síðu) ÁADDIR NÁ6RANNANNA í Vísi 20. þ. m. birtist forustugrein um þau hrakmennskuskrif Mbl., aS stjórnarandstæðingar óski þjóðinni alls hins versta. Parast Vísi svo orð í því sambandi: „Morgunblaðið hefir undanfar- ið tekið upp þá lítilmannlegu að- ferð gegn þeim mönnum, sem ekki fylgja því í kommúnistadekrinu, að reyna að koma því inn hjá almenningi, að þesslr menn vilji hag þjóðarinnar sem verstan og það sé eitur 1 þeirra beinum ef afurðirnar seljast vel og atvinnu- vegirnir haldast í horfinu. Þeir óski einskis nema hruns og bág- inda. Löðurmannlegri blaðamennska hefir ekki sézt í þessu landi i mörg ár. né ógæfusamlegri fyrir þá, sem hún á að veita brautar- gengi. Það er sitthvað að vara við afleiðingum hinnar mlklu dýrtíð- ar, sem nú er í landinu, eða óska hruns og ógæfu yfir þjóðina. Þeir, sem varað hafa við hættu dýrtíð- arinnar hafa gert það vegna þess, að þelr vilja að forðast verði að afleiðingar hennar komi þjóðinni í öngþveiti. En dýrtíðarstefna Mbl. og kommúnista gengur í þá átt, að láta verðbólguna vaxa og telja mönnum trú um að þannig sé af- koman bezt tryggð. Með hinni hagkvæmu sölu af- urðanna, sem nú hefir verið gerð, er þjóðinni gefið tækifæri enn um stund til að lagfæra verðlagið 1 landinu, áður en samkeppni hefst á héimsmarkaðinum. Þeir, sem hvetja til slíkrar búhyggju eru þjóðinni hollráðir en hinir, sem þreytast ekki á að telja mönnum trú um að núverandi ástand sé ákjósanlegasti grundvöllurinn fyrir framtíðar velsæld. En hvort sjónarmiðlð sem menn aðhyllast, þá er hitt sjaldgæf lítil- mennska, að reyna að hlaða und- ir málstað sinn með því, að stimpla andstöðumenn sína sem fjandsamlega hagsmunum þjóðar- innar er sjái ofsjónum yfir góðri afkomu hennar. Slíkar dylgjur eru aðeins þeim sæmandi, sem enga siðsemi kunna í blaða- mennsku". | Já, vissulega er það ekki ofsagt, að slíkar dylgjur séu „aðeins þeim sæm- andi, sem enga siösemi kunna í blaða- mennsku". í forustugrein Alþýðublaðsins 21. þ. m„ er nefnist: Nú er öldin önnur, segir á þessa leið: „Það var einu sinni sú tíð, að það þótti ekki „stéttvíst" í dálk- um Þjóðviljans eða Verkalýðs- blaðsins sællar minningar, sem á undan honum fór, að forustu- menn verkalýðsins tækju sæti með fulltrúum „borgaralegra" flokka í ríkisstjórn; og væri það Alþýðu- flokksmenn, sem slíkt gerðu, kall- ■ aði blað kommúnista þá „svikara við verkalýðinn" fyrir það, og sak- aði þá um „samvinnu við stéttar- andstæðinginn" ráðherrasósíal- ista“, sósíalfasisma" og hvað þau nú hétu öll slagorðin, sem fundin voru upp til svívirðingar ráðherrum Alþýðuflokksins. Og þá' þótti það heldur ekki betra, ef Alþýðuflokksmenn tóku sæti í stjórnskipuðum, launuðum nefndum eða opinberum embætt- um; þá voru þeir í kommúnista- blaðinu kallaðir „bitlingamenn", sem hefðu „selt sig“ fyrir „feitar . stöður", og annað þess háttar, sem öllum er enn í fersku minni. Ekkert var kommúnistum tíð- ræddara um en einmitt „bitling- ana“ og beinin, sem Alþýðuflokks- menn fengju fyrir „svikin". — Ár- um saman var það hinn daglegi texti blaðs þeirra. Svo lítið óraði þá fyrir sinni eigln framtíð. En nú er öldin orðin önnur. í hart nær hálft ár eru tveir for- ustumenn kommúnista nú búnir að sitja í ríkisstjórn í „samvinnu við stéttarandstæðinginn", og það meira að segja við sjálfan at- vinnurekendaflokk og íhaldsflokk landsins; og það ber ekki á öðru, en að þeir Brynjólfur og Áki kunni þar fullvel við sig sem „svikarar við verkalýðinn" eða „ráðherra- sósíalistar", eins og það hét áður fyrr í blaði þeirra. Og þá er nú ekki heldur verið * að amast við „bitlingunum" og „beinunum" lengur. Það ber ekki á öðru, en að Einar telji sér það fullkomlega sæmandi að „selja sig“ fyrir „feitar stöður" í nýbygg- ingarráði, í útvarpsráði, í milli- þinganefndinni í stjórnarskrár- málinu og hvað þær nú heita allar nefndirnar, sem hann tekur laun fyrir að sitja í, auk þingfarar- kaups síns. Eða hvort skyldi stétt- arsamviekan naga Sigfús mikið fyrir það, að eiga sæti í bæjar- ráði, í tryggingarráði, í sjúkra- samlagsstjórn, í milliþinganefnd í skólamálum, svo aðeins fjórar nefndir af þeim, sem hann hefir tekjur af, auk þingfararkaups síns, séu nefndar?" Hitt er svo að vita, hvað þeim verkamönnum finnst, er talin hafði verið trú um, að kommúnistafor- sprakkana gæti ekki hent það sama og „kratana" að selja sig fyrir bein og bitlinga. Ætll þeim finnist ekki orðið nokkuð mikil beinalykt af þess- um forsprökkum sínum?

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.